Leita í fréttum mbl.is

Viðtal við Franz Ferdinand

Nú veit ekki nákvæmlega hversu dáðir þessir drengir eru á Íslandi. En fyrst að Mbl.is sér ástæðu til að birta þessa frétt um sveitina ætla ég að nota tækifærið og birta hér viðtal sem ég tók við tvo meðlimi sveitarinnar fyrir stuttu, ef það skyldu vera einhverjir sem leikur hugur á að kynnast þeim betur.  Viðtalið er í tveimur hlutum og hver um sig tekur ca. 7 mín.

 


mbl.is Húmar að kvöldi hjá Franz Ferdinand
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Besta ljóðið 2006

Þótt þú sért ekki ljóðaunnandi muntu hafa gaman að þessu ljóði. Árið 2006 efndu Sameinuðu þjóðirnar til ljóðasamkeppni meðal barna heimsins. Þetta ljóð var valið besta ljóðið og birtist hér í þýðingu minni og á frummálinu, ensku. Það er samið af Afrísku barni.

 

svarthvítt

 

Þegar ég fæddist, ég svartur

þegar ég vaxa úr grasi, ég svartur

Þegar sólin skín á mig, ég svartur

Þegar ég hræddur, ég svartur

Þegar ég veikist, ég svartur

og þegar ég dey, ég svartur

 

Og þú hvíti maður,

þegar þú fæddist, þú bleikur

Þegar þú vaxa úr grasi, þú hvítur

Þegar sólin skín á þig, þú rauður

Þegar þú kaldur, þú blár

Þegar þú hræddur, þú gulur

Þegar þú veikur, þú grænn

og þegar þú deyrð, þú grár.

Svo kallar þú mig litaðan.

 

 

 When I born, I black
When I grow up, I black
When I go in Sun, I black
When I scared, I black
When I sick, I black
And when I die, I still black

And you white fellow
When you born, you pink
When you grow up, you white
When you go in sun, you red
When you cold, you blue
When you scared, you yellow
When you sick, you green
And when you die, you gray

And you calling me colored?


Universal soldier

Ég setti saman nokkrar myndir við ljóð og lag Buffy St. Marie 
Universal Soldier (Alheimslegi hermaðurinn) flutt af Donovan.
Það er komið til ára sinna veit ég , 
þótt boðskapurinn eigi e.t.v. aldrei betur við. 
Það eru fleiri sem hafa gert þetta sama og það má finna 
á youtube nokkrar slíkar tilraunir. 
En þetta er sem sagt mitt mitt framlag. 
 
UNIVERSAL SOLDIER

He is five foot two,
anbd he's six feet four,
he fights with missiles and with spears,
he is all of thirty-one,
and he's only a seventeen,
's been a soldier for thousands years.

He's a Catolic, a Hindy,
an atheist, A Chein,
A Buddhist, a Baptist and a Jew,
and he knows, he shouldn't kill,
and he knows, he always will,
care for me, my friend, and I will care for you.

And he's fighting for Canada,
he's fighting for France,
he's fighting for the USA
and he's fighting for the Russains,
he's fihgting for Japan,
and he thinks we put an end to war this way.

And he's fighting for democrazy,
he's fighting for the Reds,
he says it's for the peace of all,
he's the one who must decide,
who's to live and who's to die,
and he never sees the writing on the wall.

And without him, how would Hitler
kill the people at Dachau,
without him Cesar would have stood alone,
he's the one, who gives his body
as a weapon of the war,
and without him always killing cant gho on.

He's the universal soldier,
and he really is to blame,
his orders came from far away, no more,
they came from here and there,
and you and me ain't brothers,
can't you see,
this is not the way we put an end to war.

Góð hugmynd hjá Jónasi Hallgrímssyni

moving-toiletEg er kominn upp á það,      
allra þakka verðast,
að sitja kyrr í sama stað,
og samt að vera að ferðast

 

 

 

 


Örsaga 3 Ást á ferð.

strange-russian-tractor

Hvar er ástin mín, hugsaði hann og spennti klærnar. Ég sá hana rúlla framhjá fyrir stuttu en nú er hún hvergi sjáanleg. Verst hvað maður er stirðbusalegur og seinn í förum. Ég verð bara að koma mér hérna fyrir, svona já og vona að hún láti sjá sig.

 

 

weird-motorcycle

Hvers vegna flýtti ég mér svona. Hvers vegna gat ég ekki farið pínu hægar og þá hefði hann kannski séð mig. Spurningin er hvort maður rúllar ekki til baka, fer aðra ferð framhjá.


Hetjan frá vatninu bláa (Ort fyrir munn hinns andlega trúleysingja)

Úr votu skauti vatnsins bláainspiration

reis ég nakinn og tær.

Hljótt upp úr móðunni

sem lagði af vatninu

steig ég fagur og skær. 

Vatnið sem ól mig

unni mér heitt.

Það yljaði mér

með andardrætti sínum

sem ljósálfar spunnu

í örfínan þráð og marbendlar ófu

úr dýrindis lín,

sniðu af kufl,

úr mistrinu skikkju

sem merlaði af

í hvítu mánaskini. 

Svarfbláum nykrum

var beitt fyrir vöggu

úr mjallhvítum liljum

og sígrænu sefi

sem mettaði vit mín

með framandi angan.

Hún festist við föla

rekkjuvoð stjarnanna

sem flökti á hvíslandi

földum vatnsins

og ofurmjúkt kyssti

mig á vangann. 

Allar vættir vatnsins

vöktu yfir mér

og vernduðu mig af mætti.

Þær gáfu mér glitrandi

gullin fræ Bráins

og dögg þá er draup

á miðju nætti.

Lagardísir

ljáðu mér brynju

herta í vafurloga,

sverð úr sólstöfum

sjöunda himins

og skjöld úr regnsins boga. 

Þá röðull rann heitur

á heiðan himinn

og leysti í sundur

minn líknarbelg,

risu úr svelgnum

hvasstenntir drekar

sem kenndu mér töfra

og leyndir vatnsins.

Kyngi og seiðstafir

urðu mitt mál. 

Dvergar krýndu mig

vorsmíði sinni

sem huldi mig brágeislum

dauðlegra manna.

Og æskan varð öll

að eilífri bernsku

og ómunatíð,

að draumi um hetju

sem vatnið bláa

gaf allt nema sál.


POLAR BEAR

0000000ísbjorn

 

 

 

 

 

 

 

The polar bear never makes his bed;
He sleeps on a cake of ice instead.
He has no blanket, no quilt, no sheet
Except the rain and snow and sleet.
He drifts about on a white ice floe
While cold winds howl and blizzards blow
And the temperature drops to forty below.
The polar bear never makes his bed;
The blanket he pulls up over his head
Is lined with soft and feathery snow.
If ever he rose and turned on the light,
He would find a world of bathtub white,
And icebergs floating through the night.

 

Höf. Óþekktur

 

 


Örsaga 2. Seldur til Uppsala

Fat%20SubaruEitt sinn var kona sem bjó í Uppsölum. Hún var svo stór og digur að hún þjáðist af bakflæði á fullu tungli. Konan hafði gildnað svona við að éta exel-drengi með klístur í hárinu snemma á þessari öld. Afar snemma.

Konan ákvað að kaupa sér fótboltastrák til að spila við fótbolta út í garðinum sínum og reyna að létta sig þannig dálítið. Til að fótboltastrákurinn yrði ánægður með vist sína í garðinum fékk konan með bakflæðið á fullu tungli handa honum barbí dúkku  til að leika sér að á milli þess sem hann spilaði fótbolta. 

Þrátt fyrir boltaleikina og barbídúkkuna leiddist boltastráknum vistin þegar fram í sótti. Dag einn reyndi hann að flýja á nýja sportbílnum  sem hann hafði keypt sér. En konan með bakflæðið sá við honum.


Næsta síða »

Höfundur

Svanur Gísli Þorkelsson
Svanur Gísli Þorkelsson
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband