Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2008

Þingvellir

Í brjóstinu svellur ættjarðarástin

til beggja heimsálfa

þegar þú gengur Almannagjá

þar sem hver nibba angar af sögu.

Og þó þú vitir að á Lögbergi sértu óhultur

fyrir öllu nema roki og regni,

langar þig mest til að leggjast

í lautu við Skötutjörn

og dreyma langa drauma.


Hallgrímskirkja

Hár er Maríuhálsinn

og hvítur, jæja grár.

Reigir sig upp í himininn

teygir sig upp til Guðs. 

Hægt er að taka lyftu þangað upp.

Inni í þessari örk á hvolfi, 

má snúa í austur og vestur

og hlusta á lofgjörð úr fægðu stáli. 

Þetta er hús sem Hallgrím

hefði langað til að sjá

rísa á Grundartanga.

 

 

Bláa Lónið

 Bláa lónið

þar sem ellin flýtur

á grænu yfirborðinu.

Líkamsvessar þóðanna

loða við svart hraunið

og aðeins höfuð þeirra

standa upp úr lífsúpunni

er búkarnir njóta um stund

að hverfa aftur til uppruna síns


Snjóblóm

Einhversstaðar í hrjóstrinu

á hörðu gráu grjótinu

geturðu fundið þau

þar sem þau spretta á róta.

 

Það glitrar á þau

stirnir af þeim

og úr þeim drýpur

safi lífsins

í stórum hunangssætum dropum.

 

Þau heita kannski ekki neitt

en ég kalla þau Snjóblóm.

 

Einhvern tímann þegar síst varir

rekst þú á svona blóm

og þú veist að þú hefur fundið

Snjóblóm


Höfundur

Svanur Gísli Þorkelsson
Svanur Gísli Þorkelsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband