Grímsstaðamálið orðið hápólitískt

Ögmundur veit hvernig vindurinn blæs og tekur mið af því.  Áfram halda bloggarar að froðufella yfir áformum Huang Nubo um að kaupa Grímsstaði og eru viðbrögðin mikið til öll á sömu bókina lærð. -

Ögmundur spyr réttilega hvernig Huang geti sagt að 80% líkur séu á að hann fái leyfi þegar Ömmi sjálfur er 80% á móti. -

En Huang á volduga vini. Ekki bara í Kína heldur líka á Íslandi. Forsetinn er þegar búinn að segja að hann sé hlynntur kaupunum og þá er Dorrit það líka.

Margir í Samfylkingu eru einnig fylgjandi málinu og Samfó hefur hingað til ekki haft mikið fyrir því að beygja VG  þegar mikið liggur við.

Andstaðan við áform Huangs er mikil meðal áhangenda Sjálfstæðisflokksins og það kemur dálítið á óvart því sá flokkur er vanur að gapa við öllu sem einhver peningalykt er af. - Nú bera þeir við lögum og reglum og vara við að við förum okkur ekki að voða eins við gerðum þegar Sjálfstæðisflokkurinn var við völd. Þeirra söngur hljómar því soldið hjárænulega.

En þeir sjá í þessu máli tækifæri til að koma höggi á Samfó og kynda jafnframt undir ósamkomulagi milli Samfó og VG. -

Það er sem sagt komin heilmikil flokka-pólitísk fýla af þessu máli. -

Málefnalegu rökin með eða á móti eru fljót að drukkna í skothríðinni frá skotgröfunum eftir að fólk hefur á annað borð skriðið ofan í þær. -

Fyrir mína parta eru það fyrst og fremst tengsl Herra Huangs við voldugustu áróðursvél heimsins, sem er í beinum tengslum við kínverska kommúnistaflokkinn,  sem gerir hann að slæmum kandídat til fjárfestinga á Íslandi.

Um það hef ég fjallað m.a. í þessari grein.


mbl.is Olnbogar sig ekki áfram á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Þú skrifar eins og þú einn sért með vangaveltur um tengingu mannsins við Kínverska Kommúnistaflokkin í tengslum við kaupin? Allir aðrir sem tjái sig drukni í flokkspólitískum skotgröfum skoðanna sinna ?

Ertu að grínast, eða er ég að misskilja ?

hilmar jónsson, 12.11.2011 kl. 21:15

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Svanur, nær væri þér að breyta fyrirsögninni í:

"Grímsstaðamálið orðið þver-pólitískt"!

Meintir stuðningsmenn allra 4flokka, auk okkar hinna vinglanna, hafa lýst yfir andstöðu við jarðakaup kínverskra.

Kolbrún Hilmars, 12.11.2011 kl. 21:24

3 identicon

Ég skil ekki fjaðrafokið yfir þessu, þegar hann getur auðveldlega fengið aðgang að þessari jörð í gegnum önnur lönd.  Af hverju er verið að refsa honum fyrir að ætla að ganga hreint fram og biðja um undanþágu og hafa þetta þá á sínu eigin nafni?

AF (IP-tala skráð) 12.11.2011 kl. 22:03

4 identicon

Ég myndi ráðleggja mönnum að fara afskaplega varlega í hnútana, þegar Kína er annars vegar.  Og þá er ég ekki að segja, að menn eigi að vera hræddir við Kína ...

Saga okkar Íslendinga eru tengd Kína, hvort sem mönnum líkar það eður ei.  Ásar, voru asíumenn ... punktur og pasta, eins og sagt var hér áður.  Og þaðan af má leiða, að margt í sögu okkar og Evrópu, svo ekki sé minnst annara bankavesíra heimsinsins ... svo sem Jesú og öðrum, er ekki alveg eins og menn ætla að hún sé.

Hvað varðar peninga Kínverja, þá ekkert að því að taka þeim ...

Menn verða bara að vita, hvað þeir eru að gera ... og ég dreg stórlega að Íslendingar hafi hunds vit á því, frekar enn þegar þeir stærðu sig af því að hafa meira vit á pengamálum heimsins, en aðrir ... svona rétt áður, en hrunið varð.

Að selja einhverjum útlendingi land ... er afar varhugavert, og þá ekkert meira varhugavert ef um Kínverja, Þjóðverja eða gyðing sé að ræða.  Kínverjar stóðu í styrjöld við umheiminn, til að vinna aftur yfirráð yfir landi sínu, og nú er ekki hægt að selja land þar ... einfalt mál, landið tilheyrir þjóðinni ... og þú leigir það, og átt það ekki.

Þetta þarf að íhuga, og athuga vel áður en í málin er farið ... en það hafa Íslendingar EKKI gert, frekar en fyrri daginn.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 12.11.2011 kl. 22:08

5 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Hilmar: Nei ég er alls ekki einn með slíkar vangaveltur. Ég veiti hinsvegar athygli á hvernig áherslurnar eru smá saman að verða flokkspólitískar. -

Kolbrún: Ég segi það í pistlinum að fólk úr öllum flokkum virðist vera á móti þessu. En fólk notar þetta mál samt óspart til að herja á pólitíska andstæðinga. Og vittu til þegar nær dregur, kristallast pólitíkin sem hlaupin er í þetta mál enn betur.

AF. Það er náttúrlega ekki verið að refsa þessum manni. Hann á bara afar skuggalega fortíð og virðist vera að leita eftir díl sem er mjög í samræmi við frekar vafasama stefnu stjórnvalda í Kína.

Bjarne:Mér finnst ekkert vafasamt að selja útlendingum land almennt. Ég set stórt spurningamerki við Huang vegna fortíðar hans of hvernig viðskipti hans hafa vaxið grunsamlega á örfáum árum.

Svanur Gísli Þorkelsson, 12.11.2011 kl. 22:26

6 identicon

Að selja útlendingum land, er alltaf varhugavert ... landið tilheyrir þjóðinni.  Þegar útlendingur er kominn í spilið, þá er alltaf hætta á að endurspegli sig sama dæmi og milli gyðinga og palestínumenn.  Kaupinn hafa þann tilgang, að mynda ríki í ríkinu.

Hvað varðar fortíð Huang, er þetta ekkert annað en aumingjalegt þvaður og propaganda.  Og það vægast sagt ... vissulega er maðurinn orðinn ríkur á kostnað almennings.  Það sama má segja um alla gyðinga heimsins ... þeir eru ríkir á blóði almennings.  Þú hefur engan rétt á því að atast í Kínverja, þegar þú stendur í því að verja gyðinga ... slíkt er bara tvískinnungsháttur.  Og þá er ég ekki þar með að segja, að ég sé sammála hvernig Hunag varð ríkur ... heldur er ég að andmæla slíkum tvískinnungshætti.  Að skeina gyðinga, en berja Kínverja fyrir sama hlut er ekki hægt annað en að mótmæla ... sérstaklega þegar fleiri lönd eru kominn á hausinn, og fólk að svelta, fyrir vikið.

Það þarf að mynda ákveðna skoðun á málefninu, og mynda skoðun sína á kynþáttum manna.  Í þessu tilviki eru menn hlinntir gyðingum vegna þess að þeir líta út eins og við, en eru andstæðingar Kínverja, vegna þess að þeir eru skáeygðir.  Málefnin eru hér ekki til staðar.

Og fari menn að minnast á Dalai Lama, fer ég að spyrja að því, hvernig á því stendur að menn séu allt í einu hlinntir hakakrossinum og aðstandendum þeirra, ef þeir típetbúar ... en eru að berjast gegn honum, af því að hann stendur á fána eimskipafélagsins.

Svona tvískinnungsháttur, er afkáralegur og aumingjalegur.  Það er ekki heimskur almenningur, sem þú þarft að óttast ... heldur okkur hina, sem sjáum þig og skiljum ... við erum andstæðingarnir, og skiptir engu, hversu marga sauði eru á bandi slíks.  Fyrir okkur, er það gildið sem vegur, en ekki hver eða hvar.

Ég tek hér sem dæmi Kínverja og Gyðinga, vegna þess að við erum að tala um nákvæmlega sömu hugmindafræði hjá báðum. Peningar og þjóðernis sinnaðir, og ganga yfir lík til að halda sínu.

Þú skalt meðhöndla báða eins ... og ekki út frá útliti þeirra, eða þínum eigin skilningsskorti á máli þeirra.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 13.11.2011 kl. 11:34

7 identicon

Bjarne Ö. - Ásar koma frá Svartahafssvæðinu en ekki Kína.

Lestu Heimskringlu - fyrsta síðan dugar. Ef þú ert ekki heimskur almenningur, hver ert þú þá og hinir sem þú nefnir?

Hver er þinn andstæðingur? Bara spyr.

Sammála að selja útlending land getur verið varhugavert,en frekar sel ég traustvekjandi útlending með óflekkað mannorð mitt land, en íslenskum úrásarvíking og hreinum þjóf.

V.Jóhannssson (IP-tala skráð) 13.11.2011 kl. 19:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband