Almenningur í gíslingu vissra fyrirtækja

Það eru mjög góðar fréttir að Landsbankanum gangi svona vel að þeir geti, ef þeir vildu, greitt ríkinu (okkur sem eiga stærsta hluta hans) 50 milljarða arð. Vonandi er þessi góða afkoma ekki byggð á blóðpeningum úr vasa fjölskyldanna hverra hag átti að standa vörð um, fyrir síðustu kosningar, en fórst síðan fyrir í öllum látunum við að afskrifa skuldir auðmanna.

Þessi góða afkoma var tilefni fyrir Vilhjálms Egilsson að leggja til að bankinn yrði einkavæddur sem fyrst, enda ómögulegt að einhverjir sem eiga svo mikla peninga að þeir geta keypt sér banka, fái ekki tækifæri til að auka auð sinn enn frekar.

Um hríð hafa Íslendingar upp til hópa þurft að kyngja óbragðinu sem upp í þá kemur í hvert sinn sem þeir neyðast til að versla við fyrirtæki sem eru í eigu bankaræningjanna og braskaranna sem annað hvort voru forsprakkar í útrásarflaninu eða græddu ótæpilega á að vera í slagtogi með þeim.

þannig er um alla bankana nema Landsbankann, Bónus og Iceland Express svo dæmi séu nefnd. Fólk skiptir enn við þessi fyrirtæki vegna þess að það neyðist til þess. Á vissan hátt er almenningi þannig haldið í gíslingu af þessum  fyrirtækjum.


mbl.is Landsbankinn gæti greitt ríkinu 50 milljarða króna arð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það neyðist enginn til að versla við Bónus eða Iceland Express. Þjóðin virðist bara vera haldin einhverju heilkenni - meðvirkni blandaðri vana - og með dassi af leti.

Við eigum að kjósa með fótunum.

Ég beini mínum viðskiptum til "kaupmannsins á horninu" - ekki keðjunnar sem hefur hreðjatak á birgjum og framleiðendum. Að sjálfsögðu geri ég mér fulla grein fyrir því að það er kannski örlítið dýrara - en ég tek því. Ég vel það.

Við höfum val.

Jóhann (IP-tala skráð) 13.11.2011 kl. 10:17

2 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Jóhann; Það munar helmingi á verði flugmiða IE og IA. Þessi munur er svo mikil þegar lítið er í buddunni að fór kyngir óbragðinu og flýgur með IE þegar valið liggur milli þess að fljúga eða sitja heima.

Er ekki sama upp á tenignum með Bónus?

Svanur Gísli Þorkelsson, 13.11.2011 kl. 11:56

3 identicon

Á þeim legg sem ég hef flogið hvað oftast, Keflavík - Kaupmannahöfn, hefur verðmunurinn aldrei verið uppí nös á ketti.

Þrátt fyrir létta buddu, ákvað ég að hætta að skipta við IE. Ekki vegna þess að ég hafi lent í seinkunar-tráma, heldur vegna eigandans. Hann hefur fengið nóg frá mér.

Það verður að viðurkennast að ég fer við og við í Bónus ;-)

Jóhann (IP-tala skráð) 13.11.2011 kl. 12:16

4 identicon

Um það snýst einmitt málið Svanur. Fólk velur að styðja áfram kúgarana sína og slær þar með skjaldborg um kúgunina. Þessi gísling er sjálfvalin og enginn vandi að losna úr henni. Bara fljúga helmingi sjaldnar og borða helmingi minna ... og losna við óbragðið. Og um leið geta gengið hnarreistur í gegnum lífið, sáttur við eigið val og ákvarðanir. Svona einfalt er þetta.

guggap (IP-tala skráð) 13.11.2011 kl. 12:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband