Áróðursdeild kínverska Kommúnistaflokksins

 - Þeir sem hafa áhuga á að draga einhvern lærdóm af ástæðum hrunsins, ættu að velta því fyrir sér hvaða manngerðir áttu stærstan hlut að mál í þeirri óheillavænlegu þróun. Kannski komast þeir að því að það skiptir máli hvaða mann, fólk hefur að geyma sem tengjast athafnalífi þjóðarinnar, ekki hvað síst þeim þáttum sem eru eitt af fjöreggjum hennar, sem ferðaþjónustan vissulega er.

Hinn kínverski Huang Nubo vill kaupa Grímsstaði á fjöllum. Herra Huang er kínverskur auðmaður sem lengt af ævi sinnar starfaði fyrir Áróðursdeild kínverska Kommúnistaflokksins.

Hvaða manngerð er það sem getur náð frama innan slíkarar stofnunar?

Áróðursdeild kínverska Kommúnistaflokksins er ekki sögð hluti af kínversku ríkisstjórninni. Samt er hún mjög valdamikil stofnun sem farið getur sínu fram án sérstakra lagaheimilda. Hlutverk hennar er að sjá um að allir fjölmiðlar landsins leggi áherslu á það í fréttaflutningi sínum, sem er í samræmi við þá ímynd sem ríkistjórnin og kommúnistaflokkurinn vill að gefin sé af samfélaginu í Kína. Deildin er oft kölluð "Sannleiksráðuneytið".

 Til að framfylgja þessum markmiðum heldur deildin m.a. vikulega leynifundi með helstu ritstórum kínverskra fjölmiðla þar sem komið er á framfæri "réttu línunni" í öllum mikilvægum málum. Viðurlögin fyrir að framfylgja ekki stefnmörkun deildarinnar út í hörgul, eru starfleyfissviptingar og útilokun starfsmanna frá frekari afskipum af fjölmiðlun.

Mikil áhersla hefur verið lögð á það að halda tilmælum "Sannleikráðuneytisins" leyndum, enda mörg þeirra fram sett til að fela sannleikann. Með tilkomu netsins og twitter hafa margar af gerræðislegum fyrirskipunum deildarinnar komist í hámæli. Fræg urðu t.d. fyrirmæli hennar um að "allar vefsíður í Kína skyldu nota skærrauðan lit til að fagna 60 ára afmæli lýðveldisins og að neikvæð umfjöllun um gíruga forsprakka í flokknum megi ekki fara yfir 30%."

Þeir sem starfa fyrir deildina hafa hlotið sérþjálfun og pólitískt uppeldi innan kommúnistaflokksins. Reglulega eru haldin námskeið fyrir starfsmennina þar sem tryggð við flokkinn er áréttuð og flokkspólitískri innrætingu er viðhaldið.

Í samræmi við "breytta tíma" í Kína, hafa í seinni tíð nokkrir af dyggustu tarfsmönnum "Sannleiksráðuneytisins" komið sér fyrir sem athafnamenn í "einkageiranum" og náð þar undramiklum árangri á afar skömmum tíma.

Umsýsla þeirra og skjótur uppgangur í hinum mismunandi geirum athafnalífsins í Kína og einnig í öðrum þjóðlöndum heimsins hafa vakið mikla athygli og greinilegt að þar fer fólk sem hefur réttu samböndin og kann til verka við að sannfæra viðsemjendur sína um að áhugi á verndun mannlífs á náttúru séu megin hvatinn að áhuga þeirra á viðkomandi verkefni.


mbl.is Grímsstaðamálið í kosningu?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll,

Vertu ekki með þessa neikvæðni drengur.  Almenningur á Íslandi þarf ekkert að vita um svona...þrátt fyrir að allar þessar staðreyndir liggi fyrir.

itg (IP-tala skráð) 16.9.2011 kl. 19:51

2 Smámynd: Gunnar Waage

Þetta er nákvæmlega sama spurningin og ég hef verið að spyrja; hvers konar maður er það sem kemst í álnir í gegn um störf sín í stofnun sem þessari. Hann var síðast látin fá viðurkenningu Kommúsnistaflokksins "Outstandig Communist Party member" árið 2008.

En veifaðu pening framan í Íslendinga og allt í einu er allir mjög hrifnir.  Ef að menn hafa svona mikinn áhuga á að sína Útlendingum gestrisni, þá mættu þeir byrja á að koma almennilega fram við þá pólitísku flóttamenn sem hingað koma. Eins gætu Íslendingar vanið sig af þeim ljóta sið að deporta erlenda ríkisborgara sem ákveða að skilja við Íslenska maka sína. Einnig gætu Íslendingar virt sáttmála Sameinuðu Þjóðanna og vanið sig af þeim ljóta sið að henda mönnum úr landi þrátt fyrir að þeir eigi hér börn.

En þennan mann vil ég ekki sjá hingað í jarðarkaup af þessari stærðargráðu. Honum er velkomið mín vegna að kaupa sér íbúð hérna.

Gunnar Waage, 16.9.2011 kl. 21:46

3 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

itg (IP-tala skráð) 16.9.2011 kl. 19:51

 Ég sem er að reyna að vera svo jákvæður :) Mér er slétt sama um af hvaða þjóðerni fjárfestar á Íslandi kunna að vera og einnig hvernig þeir hafa komist yfir gull sit, svo fremi sem það er á siðferðilega réttan og heiðarlegan hátt.Fjárþvottur á borð við þann sem hér er í boði er siðferðislega afar vafasamur. 

Gunnar;
Ég er mjög sammála þér um að útlendingaeftirlitið hér á landi hefur stundum farið offörum við að framfylgja löggjöfinni sem einnig er sjálf mjög vanhugsuð, eins og ljóst er af þeim dæmum sem þú tekur.

Svanur Gísli Þorkelsson, 16.9.2011 kl. 22:01

4 Smámynd: Viggó Jörgensson

Kærar þakkir Gísli.

Nákvæmlega það sem ég hef haldið fram. 

Ef itg er ekki að grínast.

Sýnir það verulega sjúkt hugarfar.  

Viggó Jörgensson, 16.9.2011 kl. 23:41

5 Smámynd: Viggó Jörgensson

Svo notar þessi itg

ip töluna hans Össurar.

Skrítið.

Viggó Jörgensson, 16.9.2011 kl. 23:49

6 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Sammála Gunnari og Svani Gísla um útlendingaeftirlitið. Gæti komið með dæmi þar um. Er líka hræddur við þann samruna viðskipta og stjórnmála sem sagt er að Kínverjar stundi.

Óheftur kapítalismi er líka hættulegur en hann er hvergi stundaður nú orðið held ég. Það er samt reynt.

Sæmundur Bjarnason, 17.9.2011 kl. 07:24

7 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Viggó; Ég las nú fyrst og fremst kaldhæðni út úr þessari athugasemd hans itg :)

Sæmundur;  Kínverjar eru svo sem ekkert einsdæmi um slíkar starfsaðferðir. Þetta eru aðferðir nýlendustefnunnar í nýjum umbúðum.  

Svanur Gísli Þorkelsson, 17.9.2011 kl. 08:13

8 Smámynd: Viggó Jörgensson

Sammála Svanur Gísli.

Að ef þetta er ekki húmoristinn Össur að skamma þig.

Þá einhver sem hefur vald á stílnum hans. 

 

Viggó Jörgensson, 17.9.2011 kl. 18:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband