Í skugga forvera sinna

biskupKarl Sigurbjörnsson lætur nú undan miklum þrýstingi sem hann hefur orðið fyrir í tengslum við mál Ólafs Skúlasonar og ætlar að segja af sér næsta sumar. Karli er ekki lengur vært í embætti vegna aðkomu hans að því máli og þeirri gagnrýni sem hann hefur sætt fyrir hana, hvort sem hún getur talist réttmæt eða ekki.

Karl hefur ætíð staðið í skugga annarra samtíma biskupa og svo verður eflaust áfram í kirkjusögu landsins. Faðir hans er og verður ætíð talinn meiri andlegur leiðtogi en Karl nokkru sinni er og Ólafur er miklu nafntogaðri, þótt ekki sé fyrir góðan orðstír.

Það liggur í loftinu og á milli línanna í ræðu Karls að honum finnist ómaklega að sér vegið  og að hann hafi ekki notið sannmælis í embætti sínu sem æðsti maður þjóðkirkjunnar. Saga hans öll er einhvern veginn endurómur að sögunni þegar hann varð prestur í Vestmanaeyjum í upphafi ferils síns.

Samkvæmt gamalli þjóðtrú í Eyjum áttu Tyrkir að ræna þar á ný ef þrír atburðir gerðust samtímis. Þessir atburðir voru:

  • 1) Að byggð færi vestur fyrir Hástein.
  • 2) Að vatnsbólið í Vilpu legðist af.
  • 3) Að biskupssonur vígðist til prests í Vestmannaeyjum.


Árið 1973 hafði tvennt af þessu gerst, byggðin var komin vestur fyrir Hástein og fyllt hafði verið upp í Vilpu. Og stutt var í þriðja atburðinn, þar sem séra Karl Sigurbjörnsson, biskupssonur, hafði sótt um prestsembætti í Eyjum. Raunar rændu Tyrkir ekki en annar atburður átti sér stað, eldgosið í Heimaey, og vildu einhverjir tengja það við þjóðtrúna gömlu. Í raun stenst það ekki þar sem séra Karl hafði ekki vígst hingað þegar gosið hófst. Til marks um það hve slíkar spár áttu enn hljómgrunn meðal fólks, gerðist það að einhverjir vildu fara þess á leit við séra Karl að hann hætti við að taka brauðið í Eyjum. Af því varð þó ekki og stundaði séra Karl sitt starf með miklum sóma á þessum erfiðu tímum.

Tekið af Heimaslóð


mbl.is Karl lætur af embætti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Réttmætt eða ekki, mér finnst það afskaplega symbólískt í sjálfu sér, að þegar land og þjóð lifir í saurlífi, með "tvær saman" í stóru letri og lifir í heimsfrægð fyrir.  Að þá, sé farið að ráðast á kirkjuna ... ekki ætla ég mér að verja kirkjuna, enda fer ég sjálfur sjaldan í kirkju. En það finnst mér lýsndi fyrir þjóð, sem hyggst selja land fyrir peninga, til Kínverja (þjóðernissinna) þar sem ekki er hægt að selja eða kaupa jörð, því öll þeirra jörð er ríkiseign (fólk leigir húsnæði í Kína, til 70 ára).  Neitar að greiða erlendar ábyrgðir sínar, en segir ekkert yfir því að láta strika út skuldir innlendra eignamanna og láta þær skuldir lenda á höfðatölu barna sinna.

Einhverna tíma í fyrndinni var til orð yfir slíkt fólk, sem seldi sjálft sig, fólk sitt og mannorð sitt ... fyrir silfurdali ... og þótti ekki fagur orðstír í þá tíð.  Nú telst þetta fínt ...

Svona hafa tímarnir breizt.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 12.11.2011 kl. 13:56

2 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Atburðir ná aldrei hæstu hæðum, fyrr en þátttakendur eru fallnir út úr menginu og frásögnin orðin að þjóðsögu. 

Þurfum að bíða lengi enn, þar til þokuslæða þátttakenda brennur upp, og þjóðsagan um atburði  frá  upphafi 21. aldar birtist tær og ósvífin.

Þessi þjóðtrú frá Vestmannaeyjum er býsna góð.  

Jenný Stefanía Jensdóttir, 12.11.2011 kl. 17:30

3 identicon

Þjóðin á að segja ríkiskirkjunni upp, fara og skrá sig utan trúfélaga.

Að vera skráður innan trúfélags, borga til trúfélags árið 2011 er fáránlegt, heimskulegt, brjálæði.

Karl og hans fyrirrennarar, vel flestir prestar, þetta eru allt fólk sem er fórnarlömb trúarbragða; Ólst upp við heilaþvott og virðingu fyrir þeirri geggjun sem trúarbrögð eru.

Allir saman nú, segja sig úr þessu rugli fyrir 1 des;

DoctorE (IP-tala skráð) 14.11.2011 kl. 09:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband