Færsluflokkur: Lífstíll
15.11.2010 | 20:41
Sam Hashimi og Samantha og Charles Kane
Árið 1977 kom sautján ára stráklingur til London frá Írak til að leggja þar stund á nám í verkfræði. Hann hét Sam Hashimi. Á níunda áratugnum vegnaði honum mjög vel og græddist nokkurt fé á fasteignabraski. Hann gifti sig árið 1985 og eignaðist fljótlega með konu sinni Trudi, tvö börn.
Árið 1990 var orðin svo stöndugur að hann reyndi að festa kaup á fótboltafélaginu Sheffield United. Áhangendur Sheffield voru ósáttir við Sam og kaupin gengu aldrei í gegn. Skömmu síðar hrundi fasteignaverð á Bretlandi og fyrirtæki Sams fór á hausinn. Í kjölfarið á tapinu fór 10 ára hjónaband Sams í vaskinn.
Árið 1997 var svo komið að hann hafði hvorki samband við fyrrverandi konu sína eða börnin sín tvö, stúlku og dreng. Sam einangraðist mjög félagslega eftir skilnaðinn. Hann sagðist hafa fundið fyrir mikilli örvæntingu og fannst hann til einskis nýtur. Sam lýsir þessum tíma á eftirfarandi hátt;
"Ég fann fyrir miklu vonleysi. Ég hafði tapað fótboltafélaginu mínu, fyrirtækinu, konunni, börnunum og heimili mínu Ég var misheppnaður karlmaður. Ég var ekki karlmaður. "
Sam leitaði til sálfræðings og tjáði honum að hann vildi ekki lengur vera karlmaður og dreymdi um að verð kvenmaður. Sjö mánuðum seinna var hann skráður inn á skurðdeild á einkasjúkrahúsi og í Desember 1997 varð Sam Hashimi að Samönthu Kane.
Kynskiptiaðgerðin heppnaðist vel. Ekki leið á löngu uns Samantha hóf að endurreisa fyrirtækið sem Sam hafði tapað. Á örfáum árum var Samantha orðin milljónamæringur sem gat leyft sér það sem hugur hennar girntist. Hún fór í lýtaaðgerðir og lét m.a. gera nef sitt kvenlegra, leysigeislaaðgerð á augum gerðu gleraugun óþörf, tennurnar voru skjannaðar og réttar og skeggrótin var fjarlægð. Þeir sem kynntust Samönthu eftir aðgerðina áttu bágt með að trúa því að hún hefði verið karlmaður. Hún lét minka barkakýlið og strekkja á raddböndunum og gekkst undir brjóstastækkanir.
Árið 2004, eftir að hafa lifað sjö ár sem kona fóru að renna tvær grímur á Samönthu. Hún fann fyrir æ ríkari hvöt til þess að haga sér eins og karlmaður og velti því fyrir sér hvort hún væri ekki frekar að leika konu en að vera það raunverulega. Blaðamaður einn spurði hana hvort hún væri ekki hommi, því hvernig gæti hann/hún sofið hjá karlmönnum ef svo væri ekki. Samantha svaraði; Ég reyndi það nokkrum sinnum (að sofa hjá karlmönnum) en það var frekar vélrænt. Ég hætti fljótlega við karlmenn og fór að hitta konur sem lesbía.
Svo fór að Samantha lét breyta sér aftur í karlmann sem nú kallar sig Charles Kane. Fyrsta skrefið var að láta fjarlægja brjóstin. Öllu flóknari er aðgerðin sem á að endurskapa henni ný karlmannskynfæri. Fyrst þurfti að fjarlægja allan hárvöxt af skinninu sem notað var í að endurhanna reður á Charles. Inn í nýja tippinu er túpa sem hægt er að pumpa upp til að líkja eftir stinningu. Ný gervi-eistu eru hengd í pung fyrir neðan tippið og þarf að kreista þau til að blása það upp.Charles verður að taka inn stóra skammta af karlmannhormónum á hverju degi því líkami hans framleiðir þá ekki. Í fimm ár hefur hann verið á ströngum hormónakúr til að fá líkama sinn til að líkjast aftur karlmannslíkama en enn má sjá í honum leifar af Samönthu.
Í viðtali sem nýlega var tekið við Charles lýsir hann muninum á því að vera kona.
"Til að byrja með var það mjög ánægjulegt að vera kona, sérstaklega fögur kona sem stundaði viðskipti. Fólk tekur eftir þér og það er mun auðveldara að ná athyglinni á fundum. Ég var oft mjög upp með mér af athyglinni. - Ég var miklu meira skapandi sem persóna. Áður tók það mig nokkrar sekúndur að taka ákvörðun, en sem kona hugsaði ég hlutina til enda, tók allt með í reikninginn áður en ég tók ákvörðun. -
Fólk vanmetur áhrif kven- og karl hormóna. Miðað við mína reynslu hafa þeir áhrif á allt líf þitt, líkamlega og tilfinningalega.- Og svo er það kynlífið. Fyrir karlmann er kynlífið mjög líkamlegt og mun ánægjulegra. Sem kona velta gæði þess mjög á skapinu og tilfinningum.-
Sem karlmaður hugsaði ég um kynlíf á hverjum degi, en sem kona var mér sama þótt ég stundaði ekki kynlíf í nokkra mánuði. - Kynlíf sem kona, var gott á marga vegu, en það var ekki sérlega lostakennt.- Það versta við að vera kona var að karlmenn komu stöðugt fram við mig sem kynveru. Ég varð frekar pirraður á því að hluta á karlmenn sem hafði ekki minnsta áhuga á, reyna við mig með fáránlegum húkklínum. -
Þótt ég væri kona á marga lund, fannst mér eins og heili minn starfaði enn sem karlmaður. Ég hafði áfram mikinn áhuga á umheiminum, fréttum, viðskiptum og íþróttum. En konurnar sem ég átti mest samneyti við höfðu ekki áhuga á þessu að sama skapi. -
Að vera kona fannst mér í raun frekar grunnt og takmarkandi. Allt virtist velta á hvernig maður leit út á kostnað alls annars. Ég hafði því miður lítinn áhuga á að versla.- Ég hafði heldur ekki áhuga á glansblöðum en ef ég reyndi að tala við karlmenn um hluti sem ég hafði áhuga á, tóku þeir mig ekki alvarlega.-
Og vegna þess að ég hafði áður verið karlmaður, vissi ég alveg hvernig þeir hugsuðu og mundu bregðast við. Fyrir mér var það enginn leyndardómur. Það varð allt frekar leiðinlegt á endanum. - Svo fannst mér afar erfitt að fást við skapsveiflurnar og depurðina sem ég held að fylgi því að taka inn kvenhormóna. -
Sem karlmaður fann ég aldrei fyrir depurð. Ef eitthvað angraði mig, hristi ég það ef mér og hélt áfram. Sem kona var þetta stöðugur rússíbani tilfinninga. - Rifrildi við vinkonu eða vin hafði áhrif á mig í marga daga." -
"Trudi var í mínum augum hin fullkomna kona, hún var ástin í lífi mínu, en ég var týpískur karlmaður sem einbeitti mér of mikið að vinnunni og sinnti ekki fjölskyldunni. -
Ég hélt að ef ég skaffaði henni gott hús og nóg af peningum til að spandera í Harrods, yrði hún hamingjusöm. En það var hún ekki. - Þegar hún fór frá mér vegna annars manns fór ég allur í klessu og skilnaðurinn breytti öllu.- Ég fékk ekki að hitta börnin mín, sem fór alveg með mig. "
"Sem unglingur var ég dálítið skotinn í strák og ruglaði smá um tíma. Ég fór á homma bari og kynntist klæða og kynskiptingum. Ég fór í gengum tímabil og gerði tilraunir. Mér fannst kynhneigð mín alltaf vera á floti, þótt ég laðaðist ekki að karlmönnum eftir að ég giftist Trudi."
Ég hitti kynskiptinga og klæðaskiptinga sem voru að undirbúa kynskiptingu, sem lofuðu það í hástert að vera kona, hversu gott kynlífið væri, hversu hamingjusamar þær væru og mig langaði að verða eins. - En ég sé það nú að ég var aldrei raunverulega kynskiptingur. Sannur kynskiptingur er einhver sem er staðráðin í að verða kona jafnvel þótt hún líti út eins 200 kg vörubílsstjóri. Mig langaði að verða fullkomin kona. Líf mitt var ímyndun ein.
Í einum kynskiptingaklúbbinum heyrði Sam minnst á Dr. Russell Reid og fékk tíma hjá honum. -
"þetta gekk allt svo fljótt fyrir sig. Við ræddum um fantssíur mínar um að verða kona og hann greindi mig sem kynhverfing og gaf mér kvenhormóna. Þetta gerðist allt og fljótt en ég ólst upp við að treysta læknum. Að auki var ég ringlaður og þjáðist ég af depurð. Ég samþykkti greiningu læknisins án þess að spyrja.
Sam gekkst undir kynskiptiaðgerð aðeins sex mánuðum eftir að hann fór í fyrsta sinn til Dr. Reid. Samkvæmt leiðbeiningunum, sem þó eru ekki löglega bindandi, er fólki gert að vera í hormónameðferð a.m.k. 12 mánuði fyrir aðgerð.
Eftir aðgerðina var Samantha afar ánægð. Hún náði miklu árangir á skömmum tíma í viðskiptalífinu, blandaði geði við hina ríku, saup kampavín og lifði hátt í Cannes og Monte Carlo.
Samantha varð smá saman aftur döpur, sérstaklega eftir misheppnað ástarævintýri með breskum auðjöfri sem þó vissi að hún var kynskiptingur. Það var eftir þau vonbrigði að Samantha tók þá ákvörðun að láta breyta sér aftur í karlmann.
"Til að byrja með virtist það ekki trufla hann að ég hafði eitt sinn verið karlmaður. En því lengur sem við vorum saman, kom það oftar upp. Hann sagði að ég hugsaði svona eða hinsegin vegna þess að ég væri ekki raunveruleg kona. Mér varð ljóst að ég mundi aldrei verða viðurkennd að fullu sem kona."
En stærsta ástæðan fyrir því að breyta sér aftur í mann segir Charles vera að hann vonaðist eftir að fá að umgangast börnin sín aftur sem hann hefur ekki séð í 13 ár.
"Eftir aðgerðina sem breytti mér aftur í karlmann reyndi ég að hafa samband við börnin en þau aftóku með öllu að hitta mig. Það var mikið áfall. Þannig hefur eiginlega ekkert af því sem ég hef reynt gengið upp. Stundum er ég mjög einmanna. ég hélt að ef ég yrði aftur karlmaður mundu hlutirnir ganga upp. En það hefur bara gert hlutina enn erfiðar" segir Charles.
"Eftir það sem ég hef gengið í gegn um finnst mér að það eigi að banna kynskiptiaðgerðir. Við lifum í neytandasamfélagi þar sem trúum öll að við getum fengið allt sem við viljum. En of mikið valfrelsi getur verið hættulegt."
Skipti tvisvar um kyn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 21:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
9.11.2010 | 12:14
( . Y . ) góða íslenska ungmærin
Svikahrappar og svindlarar hafa löngum verið viðfangsefni vinsæls afþreyingarefnis. Bækur hafa verið skrifaðar, sjónvarpsþættir og kvikmyndir gerðar um skálka og stigamenn hinna ýmsu landa, allt frá Hróa Hetti til Frank Abagnale Jr. sem beittu klókindum frekar en ofbeldi, til að auðgast. Sumir þeirra hafa orðið heimsfrægir fyrir svindlið eins og t.d. lesa má um hér.
Miðað við fyrstu fréttir af þessu ævintýralega svindli í Bandaríkjunum, er eins og hér sé komið fínt efni í íslenska bíómynd. Brjóstgóð íslensk ungmær verður ástfangin af skálki sem leiðir hana smátt og smátt út af veginum þrönga. Saman svindla þau m.a. annars peninga út úr ógeðslega ríkum sérvitringi , sem ekki veit aura sinna tal....o.s.f.r. Þetta verður svona The Sting hittir Bonnie & Clyde.
Íslensk kona grunuð um stórfelld fjársvik | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 12:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.9.2010 | 12:57
Fylgt af höfrungum
Eins og sést á þessari mynd notaði Philippe Croizon sérhannaðar blöðkur sem festar eru á fætur hans til að knýja sig áfram. Þá fylgir einnig fréttinni að stóran hluta ferðarinnar hafi Philippe verið fylgt af höfrungum.
Við lestur fréttarinnar varð mér hugsað til þess að þótt vísindunum fleyi fram á degi hverjum, hefur okkur ekki tekist að fá fá útlimi mannsins til að endurýja sig.
Sum froskdýr búa yfir þeim eiginleika að geta endurnýjað útlimi sína. Ef útlimur er skorinn af salamöndru, þá geta frumurnar sem eftir verða myndað nýjan útlim. Það sem meira er, hinir mismunandi hlutar útlimanna verða til á réttum stað. Ef skorið er af við fót endurnýjast einungis fóturinn en ef skorið er við hné endurnýjast bæði leggurinn og fóturinn og tærnar snúa rétt og eru á réttum stað. Fyrst eftir að útlimur salamöndru hefur verið skorinn af vex þunnt lag af útlagsfrumum yfir sárið og lokar því. Eftir nokkra fjölgun þessara fruma hefst afsérhæfing frumanna beint undir sárinu, þær losna frá hver annarri og genatjáning þeirra breytist. Frumurnar hafa í raun fengið aftur einkenni fósturfrumanna og geta því hafið myndun vefja á ný.
Ótrúlegt afrek fatlaðs manns | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.9.2010 | 03:06
Klofin tunga ♫♫♪♫
Það er ekki alltaf hið óvenjulega og fáséða sem grípur athygli okkar. Þótt boðið sé upp á hvoru tveggja í bókinni Snákar og eyrnalokkar eftir japönsku stúlkuna Hitomi Kanehara, er það fyrst og fremst næmt innsæi hennar sem heldur fólki við þessa stuttu bók uns henni er lokið.
Bókin hefur verið gefin út á íslensku og umfjöllun um hana má finna hér. og hér.
Snákar og eyrnalokkar varð metsölubók og Kanehara þá tuttugu ára, varð yngsti höfundurinn til að hljóta hin frægu Akutagawa bókmenntaverðlaun.
Stelpan sem segir söguna í bókinni heitir Lui og er 19 ára Hún er með dellu fyrir líkamsgötun, og fellur fyrir Ama vegna þess að honum hefur smám saman tekist að búa til svo stórt gat á tunguna á sér með sífellt stærri pinnum að það var enginn vandi að lokum að kljúfa tungubroddinn. Klofna snákstungan í honum heillar Lui og hún ákveður að gera eins.
Við lestur bókarinnar var mér títt hugsað til þess að meðal sumra Indíána-ættflokka í norður Ameríku merkir "að tala með klofinni tungu" að segja ósatt. Á Íslandi þekkjum við að orðatiltækið "að tala tveimur tungum".
Óheiðarleikinn tengdur gaffaltungu á í vestrænum samfélögum örugglega rætur sínar að rekja til sögunnar af Adam og Evu. Eva var tæld af orminum til að tæla Adam til að eta af ávexti skilningstrénu sem svo var til að þau gerðu sér grein fyrir hvað var gott og hvað illt. Fyrir utan slöngur og snáka er það aðeins Kólibrí-fuglinn sem hefur klofna tungu.
Vinsældir klofinna tungna fara vaxandi meðal ungs fólks, en það getur verið dýrt að láta lýtalækni framkvæma aðgerðina. Margir gera það því sjálfir og eru til nokkrar aðferðir. Þú þarft að geta þolað sársauka í miklu mæli. Það tekur margar vikur að kljúfa tunguna og aðferðin er afar sársaukafull. Ein er þessi;
1. Gerið gat á tunguna með pinna. Látið gatið gróa með pinnanum. Það tekur allt að mánuði fyrir gatið sárið að gróa. Ekki er hægt að kljúfa tunguna án þess að byrja á að gata hana.
2. Þræddu grannt girni í gegnum gatið og bittu endana saman við tungubroddinn. Athugaðu að það þarf að herða vel á girninu.
3. Þegar losnar á girninu sem ætti að vera á 3-4 daga fresti, skerðu það burtu og setur í nýtt og herðir að.
4. Þannig heldurðu áfram uns tungan er næstum klofinn í tvennt að framan. Þetta getur tekið allt að 8 vikur. Þú notar síðan rakvélablað eða skurðhníf til að skera síðasta haftið.
6. Þá taka við æfingar með tungunni. Fljótlega muntu geta hreyft sitthvorn tunguhlutann sér og þú getur talað án vandræða.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 03:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
30.8.2010 | 02:07
Lausnir fyrir kirkju í vanda
Ég hlustaði þolinmóður á konuna vaða elginn;
"Oh, er ekki hægt að loka þessu leiðinda máli einhvern veginn. Er ekki nóg komið? Á svo að fara að skipa einhverja nefnd til að draga málið enn meir á langinn. Er ekki maðurinn sem á að hafa gert alla þessa hræðilegu hluti, löngu dáinn? Því var ekki hægt að grafa þetta mál með honum? Hverjum á að refsa ef nefndin segir að hann sé sekur. Og hver á biðja hvern afsökunar ef hann er það ekki? Og hvað vilja allar þessar kerlur sem eru eða klaga hann upp á pall? Ætla þær að draga alla prestastéttina inn í þetta mál, eða hvað? Hvað ætla þær að halda þessu lengi áfram? Hvar ætla þær að stoppa? Á kannski að svipta bæði dómkirkjuprestinn og biskupinn hempunum. Mér sýnist allt stefna í það. Annars er mér alveg sama hvað margir prestar voru viðriðnir þetta mál. Það breytir því ekki að ég ætla að halda áfram að vera í þjóðkirkjunni. Ég ætla ekki að láta einhvern kjólklæddan biskupsperra hrekja mig í burtu úr kirkjunni minni." -
Gamla konan leit mæðulega upp í himininn og dæsti. -
Ég greip tækifærið og sagði; "Það eru til tvær lausnir á þessu máli. Aðeins tvær lausnir sem komið geta í veg fyrir að svona nokkuð gerist nokkurn tíman aftur. - Það er hægt að leggja kirkjuna algerlega niður. Hvernig lýst þér á það?"
Gamla konan hristi höfuðið ákaft.
"Hin lausnin er að banna körlum að gerast prestar innan hennar. Þá yrðu aðeins til kvennprestar. Það mundi vera ákveðið réttlæti eftir allar aldirnar sem konum var meinað að gerast prestar kirkjunnar."
Gamla konan leit á mig með rönken-augnaráðinu sínu, fórnaði höndum og gekk síðan sveiandi í burtu.
Segir allt stjórnkerfið hafa stutt Ólaf | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
29.8.2010 | 14:24
Framtíð vonarinnar um að græða á heimildarmynd um Ísland
Að flagga Frú Vigdísi Finnbogadóttur í kynningarmyndbandinu er sterkt áróðursbragð hjá þessum krökkum frá Bretlandi, sem segjast hafa langað til að búa til kvikmynd sem sýndi afleiðingar hrunsins frá annarri hlið. Það sem Vigdís hefur að segja eftir hrun, er það sama og hún hafði að segja fyrir hrun. Það voru og eru sígild sannindi.
Ég læt alveg milli hluta liggja hvernig kvikmundin var fjármögnuð, en í fljótu bragði sýnist mér hún líta út eins og hvert annað auglýsingamyndband fyrir ferðamenn þar sem gömlu góðu klisjurnar eru lesnar yfir myndefnið.
"Glöggt er gests augað", málshátturinn sem Íslendingar nota til að réttlæta allskonar vitleysu sem haldið er fram af útlendingum, á við þetta framtak að því leiti að krakkarnir eru naskir í að tína upp og tyggja klisjurnar allar sem gengið hafa þennan venjulega jórturhring meðal almennings. Að spila á grunnhyggna þjóðernisrembu landans er greinilega orðið að ágætri tekjulind fyrir útlendinga.
Ég hélt satt að segja að það hefði verið ein af lexíum hrunsins að láta það ekki henda okkur aftur.
En það er vel mögulegt að Íslendingar fjölmenni enn í kvikmyndahús til að heyra útlendinga taka viðtöl við sig. Það er einnig mögulegt að krökkunum takist að selja ræmuna til BBC eða Channel 4, eða ef ekki vill betur til Discovery Channel. Sem slík á hún þá eftir að virka, rétt eins og gosið í Eyjafjallajökli, sem ágætis auglýsing fyrir landið.
Framtíð vonarinnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 14:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.8.2010 | 12:27
Síðu Lofts Altice Þorsteinssonar lokað
Loftur Altice kallaði Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra kynvilling og gerði að henni harða atlögu vegna kynhneigðar hennar á bloggsíðu sinni.
Í flestum opinberum fjölmiðlum er slíkt bannað.
Það er ekkert nýtt að Loftur veitist að Jóhönnu með gífuryrðum. Hann lagði til að hún yrði hengd upp á afturlöppunum eins og gert var við Mússólíni á sínum tíma eftir að hann hafði verið drepinn og á öðrum stað lagði Loftur til að eitrað yrði fyrir hana. Að auki auglýsti hann eftir einhverjum sem gæti losað hann við stjórnina og lagði sjálfur til að til þess yrði notað flugnaeitur.
Þetta gerði Loftur greinilega í blóra við notendaskilmálana sem segja;
Notandi samþykkir að miðla ekki ólöglegu efni, áreiti, hótunum, særandi skrifum eða nokkru öðru sem getur valdið skaða. Notandi samþykkir sérstaklega að miðla ekki háði, rógi, smánun, ógnun eða ráðast á mann eða hóp manna vegna þjóðernis, litarháttar, kynþáttar, trúarbragða eða kynhneigðar, í samræmi við ákvæði 233. gr. a. almennra hegningarlaga nr. 19/1940.
Að kalla Jóhönnu kynvilling var greinilega kornið sem fyllti mælinn. Bloggsíðu Lofts hefur nú verið lokað.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 12:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (115)
10.8.2010 | 16:29
Undir hvaða flokk fellur meydómur á eBey?
Þessi stúlka (sjá mynd) er 17 ára og vill selja meydóm sinn hæstbjóðanda. Það er ýmislegt sem er athugavert við þessa frétt á mbl.is.
Það fyrsta er að það skuli þykja fréttnæmt að stúlka selji meydóm sinn á eBay.
Það hefur verið stundað um nokkurt skeið og mörg dæmi um það að finna. Samt ekki beint á eBey, heldur er bent á vefsíður seljendanna, enda erfitt að sjá undir hvaða flokk slík þjónusta ætti að falla á eBey.
Kannski er það upphæðin (100.000 pund) sem fólki finnst fréttnæm og það að hæstbjóðandi skuli vera breskt nörd.
Að stúlkur selji meydóm sinn yfirleitt er ekki heldur frétt í sjálfu sér, svo algengt er það og hefur verið um allangt skeið og er sumstaðar regla, frekar en undatekning. Þá er það oft kallaður heimamundur frekar en greiðsla fyrir meydóm.
Eitt sinn tíðkaðist þetta líka á Íslandi.
Laxdæla fjallar t.d. um eina slíka. Sumir mundu eflaust kalla það sem Guðrún Ósvífursdóttir gerði að "giftast til fjár" en þessi ungverska skólamær hefur vit á að hafna hjónabandstilboðum og þarf því ekki að losa sig við kallinn á einhvern óprúttinn hátt eins og Guðrún gerði, eftir að kaupin hafa farið fram.
Einhverjir hafa orðið til að benda á að hér sé ekkert á ferðinni annað en vændi. Mundi t.d. vera hægt að sækja íslenska bjóðendur í þjónustu þessarar stúlku til saka? Samkvæmt nýju lögunum ætti svo að vera.
Selur meydóminn til bjargar heimilinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 16:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
16.7.2010 | 00:15
Vinsældir Vígtannasmella
Vígtannasmellir hafa tekið við sem megin lestrar og áhorfsefni unga fólksins. Ljósaskiptasögurnar (Twilight) eru þeirra frægastar. Þær eru sannarlega arftakar Harry Potter bókanna, en fjalla mest um blóðsugu-stráka, varúlfa og venjulegar mennskar skríkjustelpur.
Spennan byggir öll á kunnuglegum söguþræði; tveir strákar úr sitthvorri klíkunni reyna að ná ástum sömu stúlkunnar. Ástin er forboðin því hvert bit veldur smiti og tyggjókúlukynlíf eða skýrlífi virðist vera eini möguleikinn í stöðunni.
Útlitið á hinum dauðu, hálfdauðu og hinna vel hærðu á fullu tungli er þræl sexý og sannar að ekki er nauðsynlegt að vera löðrandi í brúnkukremi til að líta taka sig vel út í sló-mó slagsmálum á hvíta tjaldinu.
Stundum í skeggræðum manna um þessa þróun í afþreyingarefni fyrir ungviði heimsins, er hneykslast á því að blóð, mör og annar mennskur innmatur skuli vera svona vinsælt viðfangsefni. Yfirnáttúra hljóti að vera ónáttúra og dauðadýrkun öll frekar ólífvænleg fyrir unga huga.
Aðrir benda á að í fyrsta lagi sé hér ekkert nýtt á ferðinni, því þegar blóðsötri og spangóli sleppir, stendur eftir klassísk ástarsaga hins ófullnægða ástarþríhyrnings.
Þá beri að fagna því að unglingar nenni enn að lesa og boðskapurinn sé í sjálfu sér ekki neikvæður þótt hann sé kannski óraunhæfur.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.6.2010 | 20:58
Stígvéli sem framleiða rafmagn fyrir farsíma
Símafyrirtækið Orange hefur látið hanna og framleiða í samvinnu við framleiðendur Wellington stígvéla, stígvéli sem framleiða rafmagnsstraum þegar í þeim er gengið. Á stígvélunum er einnig búnaður til að hlaða farsímarafhlöður.
Aðferðin er tiltölulega einföld, núnings og líkamshitanum sem myndast við göngu, dans og þessháttar er breitt í straum.
Ætlunin er að kynna vöruna á Glastonbury tónlistarhátíðinni sem er fræg fyrir eðju og aurmyndun á hátíðarsvæðinu þegar að rignir. Slík stígvéli gætu eflaust líka komið sér vel á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum.
Hin fræga stigvélagerð Wellington, sem allir Bretar verða að eiga a.m.k. eitt par par af þótt þeir noti þau sjaldan eða aldrei, eru kennd við Arthur Wellesley, 1. hertoga af Wellington. Hann lét fyrir margt löngu útbúa leðurbússur handa hermönnum sínum sem nefndar voru eftir honum en eiga fátt sameiginlegt með gúmmístígvélum nútímans annað enn nafnið.
Bretum finnst voða fínt að nefna fatnað og það sem honum tengist eftir fyrirfólki og kunnum herforingjum. Allir kannast t.d. við Winsor bindishnúta, kenndir við Edward konung VIII hertoga af Winsor og Cardigan peisuvesti sem upphaflega voru hannaðarfyrir hermenn í Kímstríðinu af James Brudenell, 7. jarli af Cardigan.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 20:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)