Færsluflokkur: Dægurmál

Skriftin gæti komið upp um þig

writing_resumeNýjar rannsóknir á rithandarsýnum leiða í ljós að hægt er að sjá á rithönd viðkomandi hvort hann er að segja sannleikann eða ekki. Skýringin er fólgin í að heilinn erfiðar meira við að finna upp " lygi" en við að segja sannleikann og truflar þannig skriftina.

Tilraunin fór þannig fram að 34 nemendur í Háskólanum í Haífa í Ísrael voru beðnir um að skrifa stutta málsgrein þar sem þeir lýstu atburði eftir minni og síðan að "skálda" upp aðra málsgrein.

Sjálfboðaliðarnir notuðu þráðlausan tölvupenna sem nam mismunandi þrýsting á pennaoddinn. Síðan var það sem ritað var greint af tölvu.

Vísindamennirnir komust að því að þeir sem skrifuðu ósannindi ýttu fastar á pennann, notuðu lengri pennastrokur og skrifuðu hærri stafi en þeir sem rituðu sannar málsgreinar. 

"Við vitum að fólk hikar meira þegar það segir ósatt og sum fyrirtæki nota þá staðreynd þegar þau láta fylgjast með fólki þegar það fyllir út í krossaspurningar í skoðandakönnunum á netinu." sagði Prófessor Richard Wiseman, sálfræðingur við Háskólann í Hertfordshire.

Niðurstöður þessara prófanna hafa þegar verið kynntar í The Journal of Applied Cognitive Psychology.


Bloggarar að blogga um blogg

Upp á síðkastið hefur borið meira á því en venjulega hvað bloggarar moggabloggsins eru uppteknir af sjálfum sér. Segja má að margir þeirra hafi síðustu daga tekið upp svo kallaðan Sæmundarhátt á sínum bloggum. Ástæða þess kann að vera, a.m.k. að hluta, að einhver bankamaður og annar pólitíkus kvörtuðu hástöfum fyrir skömmu við fjölmiðla landsins undan bloggurum, hvað þeir væru dómharðir og ósanngjarnir. 

Strax eftir þau ummæli fóru málsmetandi bloggarar á kreik til að meta þetta enda bloggarar kannski upp með sér að skrif þeirra hefðu svona mikil áhrif en vildu jafnframt kryfja til mergjar hvort þeir sem blogguðu undir fullu nafni væru marktækari en þeir sem gerðu það ekki.

twodogsXÍ framhaldi af þeirri naflaskoðun birtist einhver úttekt á því í DV hverjir væru verstu og bestu bloggarar landsins. Um þá úttekt birtu a.m.k, tveir bloggarar umfjöllun  og mynduðust um leið við að gera einhverja könnun á því meðal lesenda sinna hvort þeir væru þessum listum sammála eða ekki. Þar kom m.a. fram sú skoðun að sum blogg væru ekki blogg heldur heimilda-utanumhald. Í framhaldi af því birtu bloggarar sem nefndir voru til sögunnar í DV,  blogg um sig og sín blogg og hvort þau væru blogg eða ekki.

Þá brast á sú nýlunda á fyrir stuttu að bloggari sem var nýhættur að blogga hóf annað blogg og helgaði tvö fyrstu bloggin bloggara sem ekki bloggar undir nafni.

Nú hef ég í þessu bloggi ekki nefnt nein nöfn, en þeir bloggarar sem lesa blogg annarra bloggara að einhverju marki vita nákvæmlega við hverja ég á. Er ekki tími til kominn að bloggarar hætti nú þessu bloggarabloggi og snúi sér að því að blogga um annað? Það mætti nefnilega halda að það sé hlaupinn einhver gúrka í bloggara landsins sem auðvitað er fjarri lagi. Það er bara þannig stundum að það sem er tungunni tamast er hjartanu kærast.

 


Míkael erkiengill og Michael Jackson

michael-jackson-lachapelle-yvy

Rétt eins og Elvis var á  sínum tíma tekin í dýrlinga tölu af áköfum og einlægum aðdáendum hans, stefnir allt í að helgifárið í kring um Michael Jackson verði svipað eða jafnvel gangi miklu lengra. Nýjar sögur um Jackson halda áfram að flæða um netið og aðra fjölmiðla á hverjum degi. Hann var popp-goð í lifanda lífi og er nú á leiðinni að verða popp-Guð.

David LaChapelle er orðinn vel kunnur fyrir ljósmyndir sínar af frægu fólki. Hann stillir þeim gjarnan upp þannig að útkoman minnir á helgimyndir af Kristi eða einhverjum dýrlingum. Myndir Davids hafa birst í Vanity Fair, Ítalska Vouge og Rolling Stone. Hann hafði lengi vonast eftir að fá tækifæri til að ljósmynda Michael Jackson en af því varð ekki.

Eftir lát Jacksons ákvað David að ljósmynda "tvífara" Jacsons sem hann fann á Havaii. Tvífarinn í gervi Jacksons á myndunum, minnir á erkiengilinn Míkael, sem samkvæmt kristnum hefðum er herforingi Guðs. Hann fór fyrir herjum Guðs þegar að Lúsífer var kastað úr himnaríki og er gjarnan sýndur á helgimyndum þar sem hann er í þann mund að veita Satan náðarhöggið með sverði sínu eða hefur þegar drepið hann. 

Á ljósmynd Davids (sjá hér að ofan) hefur Jackson kastað fá sér sverðinu en stendur með annan fótinn ofaná brjósti Satans og setur saman hendur sínar í bæn. Þannig er gefið til kynna að Michael Jackson sé svo góðhjartaður að hann geti ekki einu sinni unnið skrattanum mein en biður fyrir honum þess í stað.

David LaChapelle segist vera sannfærður um að Michael hafi verið saklaus af þeim ásökunum að vera haldin barnagirnd.

"Ég held að hann hafi ekki geta meitt neinn. Mér finnast örlög hans Biblíuleg. Textar hans eru svo fallegir og ljúfir. Saga hans er sú stórbrotnasta sem um getur á okkar tímum. Hann fer frá hæstu hæðum niður í djúpin. Hann er nútíma píslarvottur."


Brýtur Borgarahreyfingin stjórnarskrána með nýsamþykktum lögum sínum?

the-broken-chain148. gr. stjórnarskrár Íslands segir: " Alþingismenn eru eingöngu bundnir við sannfæringu sína og eigi við neinar reglur frá kjósendum sínum."


Í nýjum lögum Borgarhreyfingarinnar segir svo:

"11.1.2. Frambjóðendur Borgarahreyfingarinnar skulu skrifa undir eftirfarandi heit:
Ég (fullt nafn frambjóðanda) heiti því að vinna eftir bestu getu að stefnu hreyfingarinnar eins og hún er samþykkt á landsfundi. Gangi sannfæring mín gegn meginstefnu hreyfingarinnar mun ég leitast eftir því að gera félagsfundi grein fyrir því og leggja í dóm félagsfundar hvort ég skuli víkja sæti við afgreiðslu þess máls."

Getur einhver útskýrt fyrir mér hvernig þetta stangast ekki á?

Og ef þetta stangast á, eins og mér finnst augljóst, hvers vegna setur nýr stjórnmálaflokkur í lög sín ákvæði sem brjóta stjórnarskrá landsins? Engin getur verið bundin þessu heiti um leið og sýnt er að það brýtur í bága við stjórnarskrána.


Rændu sjóræningjaskip

BountyÝmsum mununum hefur verið rænt úr "sjóræningjaskipinu" sem notað var við gerð kvikmyndanna þriggja um Sjóræningjana í Karíbahafinu á meðan það lá við festar í skoskri höfn.

Þjófarnir stálu úr seglskipinu HMS Bounty, sem lá við Custom House Quay í Greenock,  á milli fimmtíu og hundrað pundum í peningum og fatnaði merktum skipinu. Þá höfðu þjófarnir á brott með sé þurrbúning, bók, björgunarhring og bandaríska fánan. Þessi munir fundust þó seinna skammt frá skipinu sem á hringferð um Bretland og mun koma við í mörgum höfnum á leiðinni. 

622_Pintel_and_Ragetti_Duo_PirotsHMS Bounty er  nákvæm eftirlíking af hinu sögufræga skipi Bounty sem sigldi undir stjórn William Bligh skipstjóra til Tahiti og vestur-Indía árið 1789. Gerð var uppreisn um borð og skipstjórinn ásamt 18 af áhöfninni sem fylgdu honum að málum settir í smábát út á reginhafi.

Eftirlíkingin var smíðuð 1962 fyrir Uppreisnina á Bounty, fræga kvikmynd sem gerð var um þessa atburði með Marlon Brando í aðalhlutverki

Skipið var notað sem kaupskip í sjóræningja-myndunum um Jack Sparrow (Johnny Depp) og ævintýri hans í Karíbahafinu. 


Jennifer Aniston og barnsleysið

jennifer-anistonJennifer er ein af þessum konum sem alltaf eru í fréttum út af engu. Eitt sinn var hún stöðugt að væla yfir því að hún ætti ekki börn og hversu mikið hana langaði til þess.

Á meðan hún var með Pitt,  birtust vikulega af henni myndir með spádómum um að líklega væri fröken Aniston ófrísk.

Svo í næsta blaði eftir að hún hafði neitað öllu saman, veltu skríbentarnir fyrir sér hvers vegna hún væri það ekki. Þess á milli kepptist Jennifer við að segja heiminum frá hversu heitt hún þráði að eignast barn. Og enn er hún barnslaus.

Er þarna ekki komin loksins, alla vega hluti af ástæðunni?

 Það er þekkt staðreynd að þröngar nærbuxur geta valdið ófrjósemi hjá körlum. Ef Jennefer  t.d. krefst þess af karlmönnunum sem hún sefur hjá, að þeir klæðist þröngum nærbuxum, er það ekki til að hjálpa upp á sakirnar.


mbl.is Þröngar nærbuxur takk!
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gvöð nei, ég vissi ekkert!!

Hún er eiginkona fyrrverandi Bankastjórans. Hún seldi bréf sem hún átti í bankanum fyrir 55 millur , rétt fyrir hrun. Það þarf ekki mikið ímyndunar afl til að geta sér til um hver vörn hennar verður.

Nei, þetta voru sko ekki innherjaviðskipti. Hún vissi ekkert um í hvert stefndi með SPRON. Þótt maðurinn hennar hafi verið bankastjóri þá var aldrei talað um mál bankans inn á heimilinu eða annarsstaðar í hennar áheyrn.

Nei bíðið nú aldeilis hæg. Hmm. Það var hann sem vissi ekkert. Sjálfur stjórinn hafði ekki hugmynd um hvernig bankinn var staddur. Allir aðrir stjórar voru ansi glúrnir við að koma sínu fé úr bönkunum í öruggt skjól. Ekki hann. Hann sat eftir með sárt ennið, nema hvað hann , eða hún fékk þessar skitnu 55 millur.

dbrn225lÉg veit ekki hvort er verra að játa á sig þau afglöp að hafa ekki fylgst með gangi mála og ekkert vitað að bankinn riðaði á barmi gjaldþrots, eða að hafa hvíslað að konu sinni;  þetta er allt að far í kalda kol, seljum eins mikið og við getum. -

Já, það er líka komið í ljós að þótt hún hafi selt  bréfin voru þau sameiginlegar eigur þeirra hjóna; "Ég vil líka taka fram að mjög lítill hluti af sameiginlegri eign okkar hjóna í SPRON var seldur á þessum tíma eða 7% enda höfðum við miklar væntingar um framtíð SPRON og héldum eftir 93% af stofnfjárbréfaeign okkar í sparisjóðnum." segir Guðmundur.

Svo er saksóknari efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra greinilega beintengdur inn í hausinn á Guðmundi, því hann hefur staðfest að hann viti að Guðmundur vissi ekkert.

Kemur nokkuð til greina að skila aftur peningunum til  Davíðs Heiðars sem Guðmundur bar ábyrgð á að töpuðust? He he...Nééé.


mbl.is Guðmundur: Bjó ekki yfir upplýsingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Le petit homme

ShortyMjög margir af vinsælustu karl-fyrirmyndum 20. aldarinnar, allt frá fótboltaköppum eins og Diego Maradona til breiðfylkinga af karlleikurum frá Hollywood, voru eða eru afar smávaxnir.

Meðal þeirra eru; Tom Cruise (1.702 m) Danny DeVito (1.524 m) Dustin Hoffman ( 1.676 m) Dudley Moore ( 1.588 m) Al Pacino (1.664 m)

Þrátt fyrir frægð sína og vinsældir hafa þeir mátt þola marga háð-stunguna. Til dæmis er nafn kvikmyndarinnar "Get Shorty" er einmitt sótt í þessa klisju.

Þá voru mörg af stórmennum sögunnar, frekar rindilslega vaxnir og þurftu fyrir þær sakir að þola ýmsar rætnar glósur. Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti er einn stysti þjóðarleiðtogi heimsins. Hann er right up there með Kim Jong-il frá N-Kóreu og Putin Rússlandsforseta.  

Nicolas hefur fengið sinn skammt af háði vegna þess hve stuttur hann er og hégómagirni hans sjálfs gefur fólki oft ærna ástæðu til að minnast á smæð hans.

Nicolas og Putin Rússlandsforseti taka sig ágætlega út saman, áþekkir á hæð og báðir ganga þeir með þá grillu, þrátt fyrir rindilsháttinn, að þeir séu ímynd karlmennskunnar. Kannski var það einmitt smæð þeirra sem var hvatinn að því að þeir sóttust eftir áhrifum og komust í efstu valdastöður heimalanda sinna. 

Alla vega virðast Íslendingar hafa gert sér grein fyrir að það fer ekki allt eftir stærðinni. Um það vitna orðariltækin.....margur er knár þótt hann sé smár.... og oft veltir lítil þúfa þungu hlassi...og þekkiði ekki einhverja fleiri svona málshætti sem segja það sama????


mbl.is Stærðin sögð skipta máli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Breskir unglingar drekka meira og eignast fleiri börn

4095088F-F27A-22AE-386911A62F3010B4Á Bretlandi viðgengst meiri drykkjuskapur á meðal barna og unglinga en víðast hvar annarsstaðar. 33% krakka undir sextán ára aldri viðurkennir í nýlegri alþjóðlegri könnun að hafa dottið í það a.m.k. tvisvar sinnum sem er miklu hærra en meðaltalið í öðrum OECD löndum seme er 20%. Í Bandaríkjunum er hlutfallið undir 12%. 

50% af fimmtán ára breskum stúlkum segjast hafa drukkið a.m.k. tvisvar sem er 10% hærra en gengur og gerst meðal drengja.

Barneignir meðal unglingsstúlkna í Bretlandi eru einnig miklar. Aðeins í Tyrklandi, Mexíkó og Bandaríkjunum eru þær algengari. Til breskra barna rennur þó mun stærri hluti af skattfé almennings en víðast hvar annarsstaðar.

Að þessu leiti virðist ekki vera beint samband milli góðrar hegðunar og hamingju barna og hversu mikið er í þau eytt af skattpeningum. Hvert barn í Bretlandi fær rúmlega til sín 90.000 pund sem er 10.000 pundum minna en meðaltalið í OECD löndunum og fjórum sinnum minna en börn í Bandaríkjunum fá af almannafé.

Dawn Primarolo sem er Barnamálaráðherra í Bretlandi að við þessu mundi ríkisstjórnin bregðast og efna til mikillar auglýsingarherferðar á næsta ári, gegn víndrykkju.

 


Jessica Simpson um undirfötin sín

jessica_simpson_black_whiteLjósið fer hraðar en hljóðið. Þess vegna virðast sumar manneskjur ljóma þangað til þú heyrir hvað þær eru segja.  

Mér datt þessi lumma í hug þegar ég las þetta (gamla) slúður um Jessicu Simpson sem ég féll fyrir í ca. 10 sekúndur fyrst þegar ég sá myndina af henni.  Svo las ég viðtalið þar sem hún segir að hún "trúi því fastlega" að nærfötin hennar "setji tóninn" fyrir daginn. Þessi 29 ára gamla ljóska sem er nýbúin að setja á markaðinn eigin undirfatalínu sagði þessa ódauðlegu setningu við það tækifæri; "Auðvitað elska ég undirfatnað. Hvaða stelpa gerir það ekki? Undirfatnaðurinn minn endurspeglar hvernig mér líður þegar ég vakna og hjálpar mér að setja tóninn fyrir daginn. Ég klæðist því sem skap mitt segir til um".

Með svona gullkorn á reiðum höndum ætti hún vel heima í Simpson teiknimyndunum. Hún þarf ekki einu sinni að breyta um nafn.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband