Færsluflokkur: Fjölmiðlar

Lýðskrumarinn

david-cameron-pic-getty-230428788Mesta list lýðskrumarans er að gefa aldrei til kynna hvar hann í raun og veru stendur. Hann reynir því eftir bestu getu að leyna raunverulegum áformum sínum og stefnu ef hann yfirleitt hefur hana umfram að púkka undir eigin rass.

Lýðskrumarinn höfðar í málflutningi sínum til fordóma, vanþekkingar, tilfinninga, ótta og vona almennings, til að auka pólitísk áhrif sín og völd. Dæmigerður lýðskrumari bryddar aldrei upp á neinu nýju sjálfur. Hann býður eftir að kröfur almennings eða flokksins verða ljósar, og stekkur þá á vagninn sem vinsælastur er,  eftir að hann er kominn af stað. Þessi hér heitir David Cameron og er leiðtogi Íhaldsflokksins í Bretlandi.

Þegar að fólk segist óttast hitnun jarðarinnar, fær hann sér reiðhjól og lætur einkabílstjórann sinn aka bílnum sínum á eftir sér.

david-cameron-bike-stolen-again-image-2-248637709Þegar að fólk sá s.l. vor að fjölmargir þingmenn höfðu svindlað aukagreiðslur út úr sjóðum ríkisins lagði hann til að þingmönnum yrði fækkað.

Árslaun breskra þingmanna eru 62-3 þúsund pund. Það er svipað og miðstjórnendur í meðal stórum fyrirtækjum fá.

Sjálfur er David vellauðugur og þarf ekki að hafa áhyggjur af peningum.

Bretar urðu fyrir miklu áfalli í vor þegar í ljós kom að þingmenn landsins fengu miklar greiðslur fram yfir laun sín. Einnig kom í ljós að nokkuð margir þingmenn höfðu misnotað almenningsjóði með að biðja þingið um að borga fyrir hina ólíklegustu hluti fyrir sig. Þingmenn og konur úr öllum flokkum urðu uppvís að þessu. Þarna eygði David tækifæri. Þessi ræða hans sem fréttin fjallar um eru viðbrögð hans við kröfu almennings um heiðarlegri stjórnmálamenn.

Íhaldsflokkur Davids skorar hærra í dag í skoðanakönnunum en hann hefur gert til fjölda ára. Öllum er ljóst að jálkurinn Brown getur ekki unnið kosningarnar sem eru á næsta leiti. En marga hryllir samt við að fá David Cameron yfir sig. Líklega verður gerð enn ein aðförin að Brown fljótlega, og nýr foringi Verkalýðsflokksins fundinn. Mín spá er að það verði Jack Straw. Ef aðförin að Brown tekst ekki mun David verða næsti forsætisráðherra Bretlands.


mbl.is Þing og ráðherrar spari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Le petit homme

ShortyMjög margir af vinsælustu karl-fyrirmyndum 20. aldarinnar, allt frá fótboltaköppum eins og Diego Maradona til breiðfylkinga af karlleikurum frá Hollywood, voru eða eru afar smávaxnir.

Meðal þeirra eru; Tom Cruise (1.702 m) Danny DeVito (1.524 m) Dustin Hoffman ( 1.676 m) Dudley Moore ( 1.588 m) Al Pacino (1.664 m)

Þrátt fyrir frægð sína og vinsældir hafa þeir mátt þola marga háð-stunguna. Til dæmis er nafn kvikmyndarinnar "Get Shorty" er einmitt sótt í þessa klisju.

Þá voru mörg af stórmennum sögunnar, frekar rindilslega vaxnir og þurftu fyrir þær sakir að þola ýmsar rætnar glósur. Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti er einn stysti þjóðarleiðtogi heimsins. Hann er right up there með Kim Jong-il frá N-Kóreu og Putin Rússlandsforseta.  

Nicolas hefur fengið sinn skammt af háði vegna þess hve stuttur hann er og hégómagirni hans sjálfs gefur fólki oft ærna ástæðu til að minnast á smæð hans.

Nicolas og Putin Rússlandsforseti taka sig ágætlega út saman, áþekkir á hæð og báðir ganga þeir með þá grillu, þrátt fyrir rindilsháttinn, að þeir séu ímynd karlmennskunnar. Kannski var það einmitt smæð þeirra sem var hvatinn að því að þeir sóttust eftir áhrifum og komust í efstu valdastöður heimalanda sinna. 

Alla vega virðast Íslendingar hafa gert sér grein fyrir að það fer ekki allt eftir stærðinni. Um það vitna orðariltækin.....margur er knár þótt hann sé smár.... og oft veltir lítil þúfa þungu hlassi...og þekkiði ekki einhverja fleiri svona málshætti sem segja það sama????


mbl.is Stærðin sögð skipta máli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er hægt að stöðva bloggróg?

image01418Eins og mál hafa þróast er bloggið eini fjölmiðillinn sem almenningur á svo til óheftan aðgang að til að tjá sig á almannafæri. Sumir eru smeykir við að standa með fullu nafni og kennitölu að baki skoðana sinna á þessum vettvangi og skrifa því undir dulnefni, minnugir þess að reynslan sýnir að það geti verið viturlegt að fara leynt, sérstaklega þar sem þröngur hópur valdhafa er í aðstöðu til að beita sér óvægilega gegn fólki sem ekki er þeim þóknanlegt í málflutningi sínum.

Auðvitað býr  þessi óheftanalegi miðill við vissa annmarka og neikvæðu hliðar hans eru flestum augljósar. Það er til dæmis ekki hægt að stöðva þá sem eru ákveðnir í að misnota hann til að koma höggi á þá sem þeim er illa við og slúður og missagnir vaða uppi.

Baktal og rógur, sem reyndar er viðamikill hluti af efni flestra nútíma fjölmiðla og það sem gjarnan er réttilega flokkað undir slúður, er viðtekin og sjálfsagður fylgifiskur nútíma fjölmiðla-menningar. -

Þeir sem kjósa að lifa lífi sínu "í sviðsljósinu" verða fyrir fjölmörgum slíkum slúður-árásum af hendi fjölmiðla og þeir sem ekki hafa nægilegan harðan skráp til að standa slíkt af sér eiga í raun ekkert erindi í inn í þá ljónagryfju sem fylgir því að vera "opinber" persóna.

bigstockphoto_Two_Rats_2253199Nýlega hafa nafnlausir bloggarar legið undi ámæli frá stjórnmálamanni og þekktum peningamanni fyrir að hafa vegið að þeim og mannorði þeirra með athugasemdum við bloggfærslur og/eða í sjálfum pistlunum.  - Þessum opinberu persónum finnst skiljanlega súrt í broti að vita ekki deili á þeim sem óhróðrinum dreifa og finnst þess vegna þeir ekki geta borið almennilega hönd yfir höfuð sér. Það þýðir; kært viðkomandi fyrir róg.

Vitandi að það er ekkert sem getur stöðvað aðgang almennings að internetinu og að fólk tjái sig á því eins og því einu sýnist, verða opinberar persónur að gera sér grein fyrir því að orðstír þeirra er algerlega komin undir heiðarleika og jafnvel traustverðugleika almennings. Það hlýtur að vekja þeim ugg í brjósti, vitandi um alla breyskleika sína eins og mannlegt er. 

cover1Þess vegna er ekki undarlegt þótt einhverjir reyni að snúa málum sér í hag þegar tækifæri býðst, með því að ásaka bloggara um að vera orsök vandræða sinna og segja þá t.d. ábyrga fyrir óvinsældum sínum og því vantrausti sem fólk hefur fengið á þeim. Þetta má t.d. heimfæra upp á fyrrverandi viðskiptamálráðherra.

Hann lýsti því yfir að hann hafi verið ofsóttur af nafnlausum bloggurum sem eyðilagt hafi fyrir honum orðstír hans. Þótt að ég sé persónulega á því að það hafi ekki verið úr háum söðli að detta fyrir þennan ákveðna einstakling, finnst mér hann allrar samúðar verður. Slæmt hátterni á aldrei að verðlauna og verður að fordæma. 

En jafnframt verður að minna hann og aðra sem tekist hafa á hendur stjórn þjóðarskútunnar, að niðrí lest mala rotturnar og þær eru jafn miklir ferðlangar á þessari sjóferð og þeir sjálfir og eiga jafn mikið, ef ekki meira, undir því að þeir geti staðið af sér ágjöfina upp á þilfarinu, svo líkingin sé pínd til hins ýtrasta. 


Heimssál blaðamanna og fyrirsætan sem notar föt númer 14

glamour-magazine-272x368Það er ekki á hverju degi sem fyrirsætur komast í heimspressuna fyrir það eitt að líta ekki út eins og flestar fyrirsætur gera. En það gerði Lizzie Miller, tvítug bandarísk stelpa sem sat fyrir í nýjasta tölublaði tímaritsins Glamour. Hún notar víst talsvert stærri númer en aðrar fyrirsætur gera, en hver sér það á myndum eins og þessari sem príðir forsíðu þessa bandaríska tímarits. 

Það sem mér finnst mest áhugavert við þessa frétt er að hún skuli vera frétt sem birtist í öllum helstu fjölmiðlum heimsins. Það er eins og að Lizzie hafi snert við einhverju í heimssál blaðamanna og fjölmiðlafólks sem segir þeim að það séu fréttir, ekki bara til næsta bæjar, heldur tíðindi sem heimsbyggðin má ekki missa af, að stúlka sitji fyrir hjá tímariti sem hefur maga, læri og brjóst eins og flestar jafnöldrur hennar.

lizzie-miller-276x368Sagan segir að tímaritið hafi fengið óvenju mikil viðbrögð við þessari myndbirtingu. Konur víðs vegar um Bandaríkin segjast hafa "gert sér grein fyrir að það væru til aðrar konur sem litu út eins og þær."

 Það gefur sterklega til kynna að búið sé að koma þeirri firru kyrfilega fyrir í bandarískum konum að flestar konur líti út eins og myndirnar af súpermódelunum þar sem hver punktur hefur verið fótósjoppaður.


My daddy's famous

Kimberly_21Bkelly-osbourneBretar hafa löngum haft á orð á sér fyrir að vera höfðingjasleikjur og aðals-undirlægjur. Eitthvað virtist aðdáun þeirra og ást á eðalbornum (fyrir utan á konungsfjölskyldunni sjálfri, vitanlega) dvína á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar, þegar popp og rokkstjörnur landsins voru sem flestar.  Þar áður voru öll blöð voru full af slúðri um lávarða og lafðir.

En nú hefur stigið fram ný kynslóð fyrir almúgann að dýrka, af einskonar eðalbornu lágstéttarfólki.

Í Bretlandi er gefin út fjöldi slúðurblaða sem hafa það eina hlutverk að stela því sem alvörublöð skrifa um kvikmynda, popp og tískustjörnur.

Að auki birta þau myndir af fólki sem langar mikið til að vera frægt og hangir á klúbbunum öll kvöld í von um að verða boðið í partý af einhverjum öðrum vonabí frægum. 

Þetta lið hringir sjálft í papparassana til að láta þá vita þegar einhver þriðju-blaðsíðu stelpan eða rokkstrákur í jeggings sem mætt hafa á staðinn gera sig líkleg til að láta sig hverfa, enda áhrifin af kókinu fljót að dvína og óvarlegt að taka áhættuna á því að láta nappa sig á klósettinu við að bæta á sig. Papparassarnir sem sjá um að mynda hyskið á leiðinni út úr klúbbnum og fá svo greitt 150 pund fyrir hverja nothæfa mynd.

Af þessum sökum hefur skapast mikil þörf fyrir fólk sem getur fyllt raðir b,c, og d lista liðsins, sem síðan er notað til að skreyta síður slúðurblaðana. Að verða frægur, sama fyrir hvað, er breski draumurinn. 

1peaches%20geldof%20wears%20a%20vestHluti af þessu fólki er þekkt undir skammstöfuninni MDF's, sem stendur fyrir; My daddy´s famous. Þeir sem tilheyra hópnum eru eins og skammstöfunin gefur til kynna, börn frægs fólks í Bretlandi.

 Krakkarnir hafa í raun ekkert til að bera sjálf þótt þeim sé auðvitað borgað fyrir að reyna sig við ýmsa iðju eins og að koma fram í partýum, stunda sýningarstörf eða dilla sér í diskóbúri og þykjast vera JD.

Það segir sig sjálft að dætur fræga fólsksins eru miklu eftirsóttari en synir þeirra. Stúlkur eins og Kelly Osbourne, dóttir Ozzy Osbourne, Peaches Geldof dóttir Bob Geldof, Lizzie Jagger, dóttir Mick Jagger og Jerry Hall, Kmberly Stewart, dóttir Rod Stewart og Alönu Hamilton sýningarstúlku, Coco Sumner, dóttir Sting, Ploce söngvara og einnig Calum Best sonur knattspyrnugoðsins George Best, eru meðal MDEffanna sem hafa af því talsverðar tekjur að sækja boð og partý snobbaðra plebba sem eiga nógu mikið af peningum til að greiða þeim 5000 pund fyrir að heiðra samkomuna í ca. 10 mín.


Keppni um bestu þýðinguna á "brain drain".

brain_drainMér stendur ekki ógn af atgervisflótta frá landinu enda margir sem hafa eða eru að fara meðaljónar eins og ég sjálfur. En ég er drulluhræddur við orðið spekileki. Það er nýja orðið yfir atgervisflótta sem þykir ekki nógu fínt lengur til að nota í fyrirsagnir.

Kannski er ég svona hræddur við þetta orð af því að það er svo líkt orðinu spikleki sem er eitt það hræðilegasta sem miðaldra karlmaður getur lent í með sjálfan sig og með öðrum.

En fyrst farið var að gera tilraunir til að endurþýða enska hugtakið "brain drain"  á annað borð, hljóta margir aðrir möguleikar að koma til greina.

Til dæmis heilaniðurfall, gáfuráf, vitsog, menntaflutningar eða þekkingarþot.

Nú er um að gera lesendur góðir að hleypa sellunum á flug og koma með fleiri tillögur. MBL.IS hefur gefið boltann og hann er hjá ykkur.

Saman getum við svo valið bestu tillöguna sem við sendum svo til MBL.IS svo þeir þurfi ekki að notast lengur við orðskrípi eins og spekileki.


Hvar eru allir japönsku skóladrengirnir?

Sumardagurinn fyrsti heilsaði mér með sólskini og bros á vör. Ég kreisti fram hálfkarað glott til baka. Þegar ég rölti niður í miðbæ til að drekka morgunkaffið mitt voru rónarnir þegar vaknaðir og sötruðu morgunbjórinn sinn, reyktu og glugguðu í frýju dagblöðin. Sum höfðu greinilega verið ábreiður þeirra um nóttina.

untitled4Þegar sólin skín brosir fólk meira. Kaffið bragðast líka betur. Stúlkurnar eru léttstígari og strákarnir flexa vöðvunum meira í stuttermabolunum. Ég sé að blikið í augum götusalanna er skærara og einhvern veginn lítur vara þeirra betur út líka. Japönsku skólastelpurnar fara um bæinn tvær og tvær og rýna í kortin sín. Hversvegna sjást japanskir skóladrengir aldrei á ferð?

Fréttirnar í blöðunum eru samt jafn leiðinlegar og áður, kannski enn leiðinlegri. Söngleikur um Jade Goody í startholunum...vá eitthvað sem ég get ekki beðið eftir að sjá. Darling sjóðstjóri segir að best sé að bregðast við kreppunni með því að gera ekki neitt og láta sem allt sé eðlilegt...Condoleezza Rice með í ráðum þegar  Zubaydah var pyntaður með "vatnsborðsaðferðinni" 83 sinnum Khalid Sheikh Mohammad 183 sinnum...og mér sem fannst hún alltaf svo brosmild og viðkunnanleg...Kannski var það bara af því hún var kona, svört kona. 28 manns dánir í enn einni sprengjunni í stríðinu sem er löngu lokið í Írak...Næstum því heimsendir 2012 þegar sólvindar slá út öllu rafmagni, eyðileggja gervihnettina og Internetið.....and so on and so on.

 


Skálmöld, vargöld

Ég var ekki fyrr sestur til að skrifa um vopnahjal og yfirlýsingar nokkurra bloggara um að tími væri kominn til að "grípa til vopna" til að mæta aðgerðaleysi stjórnvalda í hinum ýmsa vanda sem að þjóðinni steðjar, þegar ég rak augun í digurbarkalegar yfirlýsingar ræðumanns á landsfundi Sjálfstæðismanna. Þar hvatti hann til vígbúnaðar flokksins.  Er þetta er það sem koma skal;  Skálmöld og vargöld á Íslandi?

attackOrð eru til alls fyrst stendur einhvers staðar en spurningin er hvort einu úrræðin sem þjóðin hefur sé að finna sér "ný sverð" til að berjast með. Ég skil það vel að fólk sé komið á fremstu snös og grípi því til svona orðalags þótt því sé ekki ætluð bókstafleg merking. En það getur ekki virkað öðruvísi en olía á eld þeirra sem dottnir eru fram af, sérstaklega þegar því er slegið upp, eins og vænta mátti, svo til án skýringa, í fyrirsögnum fjölmiðlanna.

Hvað gerist ef að róttækir aðgerðarsinnar taka "sjálfstæðishetjuna" á orðinu? Hvað gerist ef að þeir láta verk fylgja þeim orðum sem þeir hafa þegar látið falla í heyrenda hljóði? Ég vil ekki hugsa þá hugsun til enda.

Ég birti fyrir skömmu lista yfir fjölda friðsamlegra aðgerða sem aðgerðarsinnar gætu gripið til. Þau voru tekin upp úr umfangmikilli rannsókn sem gerð hefur verið á ferli mótmælaaðgerða víða um heim.  En aðgerðasinnar vita að sú hætta er ætíð fyrir hendi að aðgerðirnar fari úr böndunum og verði ófriðsamlegar. Smjörþefinn af slíku sáu Íslendingar um áramótin s.l. Næstu skref, séu þau tekin, geta verið skipulagðar ófriðsamlegar aðgerðir. Það er ástand sem fáir vilja örugglega sjá en óvarleg orð gætu hrundið af stað þegar óánægjan grasserar óhindruð í samfélaginu.

Hér


Að deyja í beinni

Jade 2Jade Goody heitir ung kona sem eflaust margir hafa heyrt um. Hróður hennar berst nú óðum um hamsbyggðina þrátt fyrir að hún hafi ekkert sér til frægðar unnið en að taka þátt í nokkrum raunveruleika-sjónvarpsþáttum í Bretlandi.

Raunveruleikaþættir eins og Big-Brother þar sem fylgst er með sérvöldum einstaklingum í einn mánuð eða svo, þar sem þeir eru lokaði saman inni einbýlishúsi, er auðvitað eins lágkúrulegt og sjónvarp getur orðið en jafnframt eitt vinsælasta sjónvarpsefni okkar tíma.

Jade hefur tekist að gera sér mat úr því að vera fræg fyrir það að vera fræg og haft af því síðustu ár dálaglega þénustu.

Fyrir skömmu kom í ljós að hún er haldin banvænu krabbameini sem leiða mun hana til dauða á næstu vikum. Jade sem á tvo litla drengi, ákvað að gera dauðastríð sitt að fjölmiðlamat og þiggja fyrir það greiðslur sem hún segist ætla að erfa drengina sína að. Jade Goody 1

Hún gekk á dögunum að eiga unnusta sinn, dæmdan brotamann sem yfirvöld gáfu  sérstaka undanþágu frá skilorði sínu svo hann gæti verið með Jade á brúðkaupsnóttina.

Vinsældir Jade eru svo miklar að jafnvel Gordon Brown sá ástæðu til að fara um hana lofsamlegum orðum í einni af ræðu sinni nýlega.

Bæði brúðkaupinu og veikindasögu Jade hefur verið gerð ærin skil í tveimur sérútgáfum á blaðinu sem hæst bauð í þetta umfjöllunarefni, og önnur blöð, útvarps og sjónvarpsstöðvar í Brtelandi lepja allt upp um Jade sem umfram fellur.

Fyrir nokkru dögum var kona ein handtekin í námunda við sjúkrahúsið sem Jade sagði að hefði staðið yfir sér þegar hún vaknaði og þulið bænir. Í fórum konunnar fannst hamar. Þetta þótti ágæt tilbreyting fyrir hinn mikla fjölda blaða og sjónvarpsmanna sem fylgjast grannt með öllu sem Jade viðkemur.

Image_1_for_Jade_Goody_Leaving_hospital_gallery_18018321Jade sem verið hefur í geislameðferð á sjúkrahúsi ákvað í dgær að yfirgefa sjúkrahúsið og eyða síðustu dögunum heima hjá sér.

Hún er í fréttum á hverjum degi og fólk bíður spennt eftir því að það dragi til tíðinda í dauðastríði hennar.

Fólk ræðir sín á milli hvort brúðskaupsnóttina hafi verið sársaukafull fyrir hana af því að krabbameinið er í legi hennar, það gerir athugasemdir við hversu vel hún líti út svona grönn eftir að hafa misst talsvert af þunga sínum í geislameðferðinni og hversu ljót hún sé svona sköllótt eftir að hafa misst allt hár sitt af sömu ástæðu.

Fyrir utan fréttatímana eru spjallþættirnir og morgunþættirnir uppfullir af þessum spekúleringum um Jade og væntanlegan dauða hennar. Þá er einnig mikið rætt hvort sýnt verði frá dauðastundinni sjálfri í beinni útsendingu eða hún bara sýnd eftirá.

Og svo spyr fólk hvað sé að í þessum heimi.


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband