Færsluflokkur: Trúmál
19.5.2010 | 13:34
Vantrú mín á Vantrú
Félagsskapurinn vantrú er skrýtin klíka. Reyndar er ærin ástæða til að efast um að félagskapurinn sé félagsskapur. Alla vega virðist sem einhver einn feitur pjakkur hafi umboð til þess að skrifa athugasemdir á bloggi í nafni "félagskaparins" á þann hátt að ekki er hægt að greina hvort einhver munur sé á stefnu samtakana og hans persónulegu túlkun.
Ég hef eins og margir aðrir haft frá upphafi mikla vantrú á Vantrú, enda kannski til þess ætlast miðað við nafngiftina. Það hefur líka komið í ljós að sú vantrú er réttlætanleg því "samtökin" hafa litlu komið í verk af yfirlýstum markmiðum sínum. Þau (eða sá feiti) sprikla dálítið á netsíðunni sinni og gera athugasemdir á bloggsíðum, meira er það ekki. Alla vega hafa þeir ekki náð að vekja mikla athygli á þeim málum sem þeim eru kær, það er sú trú að trú annarra en þeirra sjálfra sé ótrúleg.
Það er svo sem ágætt að þeim hefur ekki verið veitt meiri athygli, enda hafa þeir sem taka málstað félagsskaparins, þá sjaldan það gerist, reynst vera athyglissjúkir kverulantar.
Í örvæntingu sinni hefur Vantrú nú ákveðið að reyna að slá sér upp á umdeildu máli sem hlaut á sínum tíma heimsathygli, þ.e. teikningar Jótlandspósts af Múhameð spámanni Íslam. -
Nú vill Vantrú efna til sérstaks dags sem tileinkaður verði teiknimyndum af Múhameð og í hlægilegri tilraun til að gæta jafnræðis, af örum boðberum Guðs.
Þeir bjóða jafnvel upp á að grín sé gert að manninum sem þeir sjálfir hafa valið sér fyrir spámann, Mr. Dawkins, manni sem hefur skrifað nokkrar lélegar og marghraktar bækur og sem er frægur fyrir að ráðast yfirleitt á garðinn þar sem hann er lægstur í gagnrýni sinni á trú og hjátrú.
Það sem er aulalegast við þetta allt er að Vantrú segist gera þetta í þágu mannréttinda. Það sem Vantrú virðist ekki fatta er að samfélagið hefur komið sér upp lögum og siðum til að vernda einstaklingana frá því að eiga á hættu að vera hæddur og spottaður fyrir skoðanir sínar eða trú. Þessi lög og þessa siði vill Vantrú afnema og undirstrika það með því að hvetja landsmenn til að hæða múslíma og spámann þeirra.
Ég veit að þeir í Vantrú hafa áhyggjur af þessu, enda jaðrar margt af því sem þeir láta frá sér fara við brot á landslögum og háð og spott hefur verið þeirra helsta vopn í stríði þeirra fyrir betri trúlausari heimi.
Sumt af því sem komið hefur frá Vantrú hefur sannarlega verið meiðandi háð, en þetta er bara kjánalegt.
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (102)
1.5.2010 | 16:51
Gamla brjósta nornin
Þjóðlagatónlist er afar vinsæl um þessar mundir hér í Bretlandi. Margar þjóðlagahljómsveitir spreyta sig á að bræða saman tónlist frá öðrum löndum við hefðbundinna keltneska tónlist svo oft verður úr stórskemmtileg blanda.
Eitt vinsælasta þjóðlaga-bandið um þessar mundir í mið-Englandi stígur á stokk í kvöld hér í Bath. (Chapel Arts Centre) Bandið kallar sig Sheelanagig og leikur bræðing af Sígauna djassi og írskri tónlist. Nafnið er nokkuð sérkennilegt enda samrunni þriggja forn-írskra orða, þ.e. Sheela, na og gig. Mér lék forvitni á að vita hvað nafnið þýddi og fann strax upplýsingar um það á netinu.
Satt að segja brá mér dálítið í brún við lesturinn.
Margir furða sig á því, þegar þeir skoða gamlar dómkirkjur, að byggingarnar eru oft "skreyttar" með ófrýnilegum og afmynduðum andlitum eða skrímslum sem ganga undir samheitinu "Gargoyles" (ófreskjur). Gargoyle er dregið af franska orðinu gargouill sem þýðir háls eða kok, enda ófreskjuskolturinn oftast notaður sem affall fyrir vatn af þökum bygginganna. Hugmyndin bak við þessar ófreskjumyndir er að best sé að bægja frá hinu illa með illu, þ.e. "að með illu skuli illt út reka".
Fornar hugmyndir fólks um heiðnar vættir hverskonar fundu sér þannig leið og var viðhaldið af smíðameisturum miðalda sem reistu margar af helstu og frægustu kirkjubyggingum Evrópu.
Á keltneskum áhrifasvæðum, einkum á Írlandi, tíðkaðist gerð sérstæðrar kvenkyns-ófreskju sem bar nafnið Sheela na gig. Deildar meiningar eru um nákvæmlega merkingu orðanna en líklegast er hún dregin af gelísku setningunni Sighle na gCíoch, sem merkir "Gamla brjósta nornin".
Samt eru Sheela na gig fígúrur ekki brjóstastórar konur. Þvert á móti eru þær allar brjóstalausar. Þær sýna þess í stað óferskju sem teygir út sköp sín líkt og sést hér á meðfylgjandi mynd.
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.2.2010 | 18:56
Óður Akhenatons
Akhenaton var fyrstu fimm ár sutján ára valdaferils síns sem Faró í Egyptalandi þekktur undir nafninu Amenhotep IV. Hann lést 1334 f.k. en er kunnastur fyrir að hafa reynt að koma á eingyðistrú í Egyptalandi þrátt fyrir að slíkt væri landsmönnum hans afar framandi. - Tilraun hans mistókst, því eftir andlát hans tóku landsmenn upp fyrri trúarsiði. Eina ritið sem varðveist hefur um trúarvakningu Amenhoteps IV er þessi óður til sólguðsins Atons, hér í lauslegri þýðingu úr ensku.
Hve fögur er dögun þín á sjóndeildarhring himins, Ó lifandi Aton, uppruni lífsins! Þegar þú ríst á sjóndeildarhringnum í austri, fyllir þú hvert land af fegurð þinni. Þú ert fagur, mikill og skínandi hátt yfir hverju landi, geislar þínir umlykja löndin og alla sem þú hefur skapað. Þú ert Ra og þú alla með þér, fangna og bundna af ást þinni. Þótt þú sért fjarlægur falla geislar þínir á jörðina; þótt þú sért í hæstum hæðum, er dagurinn fótspor þitt.
Þegar þú hefur sest við sjóndeildarhring himinsins í vestri, er jörðin í myrkri eins hinir dauðu; Þeir sofa í sínum hýsum, höfuð þeirra eru vafin, nasir þeirra eru troðnar og engin þeirra sér hvorn annan, á meðan öllum eigum þeirra undir höfðalagi þeirra þeirra er stolið og þeir vita ekki af því. Hvert ljón kemur úr híði sínu, allir spordrekarnir stinga, myrkur...Veröldin er í þögn, því hann endar hvern dag, aftur og aftur út við sjóndeildarhringnum.
Björt er jörðin þegar þú ríst aftur út við sjóndeildarhringinn. Þegar þú lýsir sem Aton að degi, rekur þú myrkrið á brott. Þegar þú sendir frá þér geisla þína, er daglega haldin hátíð í löndunum tveimur, vakandi og komnir á fætur því þú reisir þá upp, limir þeirra baðaðir og þeir klæðast, hendur þeirra reistar upp í aðdáun á dögun þinni. Þá munu allir í heiminum vinna sína vinnu.
Allur nautpeningurinn hvílir sig í högum sínum, tré og plöntur blómstra, fuglar svífa yfir mýrum, vængir þeirra bifast í aðdáun á þér. Allt sauðféð dansar fimum fótum og allt sem hefur vængi flýgur. Það lifir þá þú hefur baðað það í geislum þínum. Reyrbátarnir sigla upp og niður fljótið. Hver þjóðvegur er opinn þegar þú hefur risið. Fiskar árinnar stökkva upp til að mæta þér. Geislar þínir glampa á hinum mikla græna hafi.
Skapari frjós konunnar, sá sem bjóst til sæði mannsins, gefur syninum líf í líkama móðurinnar, huggar hann svo hann gráti ekki, elur hann í móðurlífinu, sá sem gefur andardráttinn sem lífgar allt sem þú hefur skapað! Þegar hann stígur fram í líkamanum á fæðingadegi sínum, opnar þú munn hans svo mann megi mæla og sérð honum fyrir öllum nauðsynjum.
Þegar að unginn tístir í eggjaskurnunum, gefur þú honum andardrátt svo hann megi lifa. Þegar þú hefur framfleytt honum, þar til hann brýst út úr eggi sínu, stígur hann fram úr eggi sínu og tístir af öllum mætti. Hann gengur um á tveimur fótum, þegar hann hefur stigið fram úr því.
Hversu mörg eru verk þín! Þau eru hulin fyrir okkur, Ó þú eini Guð, hvers krafta enginn annar hefur. Þegar þú varst einn, skapaðir þú jörðina eftir hjarta þínu, manninn, alla nautgripina smáa og stóra, allt sem er á jörðinni og gengur um á fótum sínum. Allt sem er á hæðum, allt sem flýgur um á vængjum, útlöndin Sýrland, Kush, og Egyptaland. Þú ákvarðar hverjum manni stað, hverjum sínar eignir og telur ævidaga allra. Menn tala ýmsum tungum, útlit þeirra og hörundslitur er mismunandi, því þú gerir hina ókunnugu öðruvísi.
Þú skapaðir Níl í neðri heimum og ræður henni sem þér sýnist, til að vernda líf fólksins. Því það hefur þú búið til handa sjálfum þér, drottinn þess alls, hvílandi á meðal þeirra; Þú drottin allra landa, sem ríst fyrir öllum mönnum, þú sól dagsins í mikilli tign. Öllum fjarlægu löndum gefur þú einnig líf, þú hefur sett Níl á himininn svo hún falli yfir þau, skapi öldur upp á fjöllum, líkt og mikið haf, sem veitt er á akrana í bæjum manna.
Hversu ágæt er hönnun þín, Ó drottin eilífðarinnar! Á himnum er Níl fyrir hina ókunnugu og fyrir nautpeninginn í hverju landi sem gengur um á fótum sínum. En Níl kemur úr neðri heimi Egyptalands.
Geislar þínir næra hvern garð; Þegar þú ríst lifir hann og vex vegna þín. Þú gerðir árstíðirnar til að öll verk þín verði unnin, Veturinn færir þeim svala og hitinn er til að þeir fái bragðað á þér. Þú lést hinn fjarlæga himinn rísa yfir svo þú gætir séða allt sem þú hefur skapað, Þú einn, skínandi í líki hins lifandi Atons, í dögun, glitrandi ferðu í burtu og kemur svo aftur. Þú skapar milljónir af formum, einn af sjálfum þér, borgir, bæi og ættflokka, þjóðvegi og ár. Öll augu sjá þig fyrri sér, því þú ert Aton dagsins yfir nótunni.
Þú býrð í hjarta mínu og enginn þekkir þig utan sonur þinn Akhnaton. Þú hefur gert hann vitran með áformum þínum og mætti. Veröldin er í hendi þinni, jafnvel þótt þú hafir skapað hana og þegar þú ríst lifir hún og þegar þú sest, deyr hún. Því þú ert lífsferillin sjálfur, menn lifa vegna þín, á meðan augu þeirra beinast að fegurð þinni, þar til þú sest. Öll vinna er sett til hliðar þegar þú sest í vestri.
Þú skapaðir heiminn með hendi þinni og reisir hann upp fyrir son þinn, sem er staðfesting þín, Konungur efri og neðri Egyptalands, sá er lifir í sannleika, drottinn hinna tveggja landa, Nefer-khrpuru-Ra, Van-Ra, sonur Ra, sem lifir í sannleika, drottinn kórónanna, Akhnaton sem er langlífur og hans heittelskaða, sú er ræður löndunum tveimur; Nefer-nefru-Aton, Nofretete sem lifir og blómstrar að eilífu.
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.10.2009 | 23:29
Kannski stólpípa sé ekki svo slæm
Í níunda mánuði hins kínverska tunglárs er haldin mikil grænmetis-fæðu hátíð á Phuket eyju suður af Tælandi. Hátíðinni er ætlað að vera sá tími þegar fólk hreinsar líkama sinn, eins konar andleg og líkamleg detox eða afeitrunar hátíð.
Fagnaðurinn hefst með sérstakari athöfn sem stýrt er af anda-miðli og fyrir utan að borða bara grænmeti yfir hátíðisdagana gerir fólk sér sitt hvað til skemmtunar.
Hluti af fjörinu, sem stendur í níu daga samfleytt, er mikil skrúðganga um götur bæjarins þar sem þramma karlmenn sem hafa stungið sveðjum, hnífum og sverðum í munn sér, líkt og sést á meðfylgjandi mynd.
Hátíðin er sögð eiga rætur sínar að rekja til kínversks óperu-hóps sem veiktist af malaríu á meðan hann var í heimsókn á eyjunni. Hópurinn ákvað að neyta aðeins grænmetis og biðja til guðs hinna níu keisara til að hreinsa huga sinn jafnt sem líkama.
Þegar að söngfólkið náði sér af veikindunum sem í þá daga voru talin banvæn, var haldin mikil hátíð til að fagna fenginni heilsu og heiðra um leið guðina.
Trúmál | Breytt s.d. kl. 23:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
8.10.2009 | 17:47
Kristnir eru fjölmennastir og herskáastir
Herskáustu þjóðir heimsins eru kristnar. Alla tíð frá því að þau trúarbrögð grundvölluðu sig sem megin átrúnaður rómverska ríkisins hafa áhangendur þeirra, í blóra við skýr skilaboð höfundar þeirra, stofnað til flestra og mannskæðustu styrjalda í sögu mankynsins. Flest þau stríð hafa ekki verið háð í nafni trúarinnar en engu að síður af áhangendum hennar.
- Christianity: 2.1 billion
- Islam: 1.5 billion
- Secular/Nonreligious/Agnostic/Atheist: 1.1 billion
- Hinduism: 900 million
- Chinese traditional religion: 394 million
- Buddhism: 376 million
- primal-indigenous: 300 million
- African Traditional & Diasporic: 100 million
- Sikhism: 23 million
- Juche: 19 million
- Spiritism: 15 million
- Judaism: 14 million
- Baha'i: 7 million
- Jainism: 4.2 million
- Shinto: 4 million
- Cao Dai: 4 million
- Zoroastrianism: 2.6 million
- Tenrikyo: 2 million
- Neo-Paganism: 1 million
- Unitarian-Universalism: 800 thousand
- Rastafarianism: 600 thousand
- Scientology: 500 thousand
Hér að neðan er listi yfir manskæðustu styrjaldirnar sem háðar hafa verið í heiminum.
- 60,000,00072,000,000 - World War II (19391945), (see World War II casualties)
- 36,000,000 - An Shi Rebellion (China, 755763)
- 30,000,00060,000,000 - Mongol Conquests (13th century) (see Mongol invasions and Tatar invasions)
- 25,000,000 - Manchu conquest of Ming China (16161662)
- 20,000,000 - World War I (19141918) (see World War I casualties)
- 20,000,000 - Taiping Rebellion (China, 18511864) (see Dungan revolt)
- 20,000,000 - Second Sino-Japanese War (19371945)
- 10,000,000 - Warring States Era (China, 475 BC221 BC)
- 7,000,000 - 20,000,000 Conquests of Timur the Lame (1360-1405)
- 5,000,0009,000,000 - Russian Civil War and Foreign Intervention (19171921)
- 5,000,000 - Conquests of Menelik II of Ethiopia (1882- 1898)
- 3,800,000 - 5,400,000 - Second Congo War (19982007)
- 3,500,0006,000,000 - Napoleonic Wars (18041815) (see Napoleonic Wars casualties)
- 3,000,00011,500,000 - Thirty Years' War (16181648)
- 3,000,0007,000,000 - Yellow Turban Rebellion (China, 184205)
- 2,500,0003,500,000 - Korean War (19501953) (see Cold War)
- 2,300,0003,800,000 - Vietnam War (entire war 19451975)
- 300,0001,300,000 - First Indochina War (19451954)
- 100,000300,000 - Vietnamese Civil War (19541960)
- 1,750,0002,100,000 - American phase (19601973)
- 170,000 - Final phase (19731975)
- 175,0001,150,000 - Secret War (19621975)
- 2,000,0004,000,000 - Huguenot Wars
- 2,000,000 - Shaka's conquests (1816-1828)
- 2,000,000 - Mahmud of Ghazni's invasions of India (1000-1027)
- 300,0003,000,000[91] - Bangladesh Liberation War (1971)
- 1,500,0002,000,000 - Afghan Civil War (1979-)
- 1,000,0001,500,000 Soviet intervention (19791989)
- 1,300,0006,100,000 - Chinese Civil War (19281949) note that this figure excludes World War II casualties
- 300,0003,100,000 before 1937
- 1,000,0003,000,000 after World War II
- 1,000,0002,000,000 - Mexican Revolution (19101920)
- 1,000,000 - IranIraq War (19801988)
- 1,000,000 - Japanese invasions of Korea (1592-1598)
- 1,000,000 - Second Sudanese Civil War (19832005)
- 1,000,000 - Nigerian Civil War (19671970)
- 618,000[95] - 970,000 - American Civil War (including 350,000 from disease) (18611865)
- 900,0001,000,000 - Mozambique Civil War (19761993)
- 868,000[96] - 1,400,000[97] - Seven Years' War (1756-1763)
- 800,000 - 1,000,000 - Rwandan Civil War (1990-1994)
- 800,000 - Congo Civil War (19911997)
- 600,000 to 1,300,000 - First Jewish-Roman War (see List of Roman wars)
- 580,000 - Bar Kokhbas revolt (132135CE)
- 570,000 - Eritrean War of Independence (1961-1991)
- 550,000 - Somali Civil War (1988- )
- 500,000 - 1,000,000 - Spanish Civil War (19361939)
- 500,000 - Angolan Civil War (19752002)
- 500,000 - Ugandan Civil War (19791986)
- 400,0001,000,000 - War of the Triple Alliance in Paraguay (18641870)
- 400,000 - War of the Spanish Succession (1701-1714)
- 371,000 - Continuation War (1941-1944)
- 350,000 - Great Northern War (1700-1721)
- 315,000 - 735,000 - Wars of the Three Kingdoms (1639-1651) English campaign ~40,000, Scottish 73,000, Irish 200,000-620,000
- 300,000 - Russian-Circassian War (1763-1864) (see Caucasian War)
- 300,000 - First Burundi Civil War (1972)
- 300,000 - Darfur conflict (2003-)
- 270,000300,000 - Crimean War (18541856)
- 255,000-1,120,000 - Philippine-American War (1898-1913)
- 230,0001,400,000 - Ethiopian Civil War (19741991)
- 224,000 - Balkan Wars, includes both wars (1912-1913)
- 220,000 - Liberian Civil War (1989 - )
- 217,000 - 1,124,303 - War on Terror (9/11/2001-Present)
- 200,000 - 1,000,000- Albigensian Crusade (1208-1259)
- 200,000800,000 - Warlord era in China (19171928)
- 200,000 - Second Punic War (BC218-BC204) (see List of Roman battles)
- 200,000 - Sierra Leone Civil War (19912000)
- 200,000 - Algerian Civil War (1991- )
- 200,000 - Guatemalan Civil War (19601996)
- 190,000 - Franco-Prussian War (18701871)
- 180,000 - 300,000 - La Violencia (1948-1958)
- 170,000 - Greek War of Independence (1821-1829)
- 150,000 - Lebanese Civil War (19751990)
- 150,000 - North Yemen Civil War (19621970)
- 150,000 - Russo-Japanese War (19041905)
- 148,000-1,000,000 - Winter War (1939)
- 125,000 - Eritrean-Ethiopian War (19982000)
- 120,000 - 384,000 Great Turkish War (1683-1699) (see Ottoman-Habsburg wars)
- 120,000 - Third Servile War (BC73-BC71)
- 117,000 - 500,000 - Revolt in the Vendée (1793-1796)
- 103,359+ - 1,136,920+ - Invasion and Occupation of Iraq (2003-Present)
- 101,000 - 115,000 - Arab-Israeli conflict (1929- )
- 100,500 - Chaco War (19321935)
- 100,000 - 1,000,000 - War of the two brothers (15311532)
- 100,000 - 400,000 - Western New Guinea (1984 - ) (see Genocide in West Papua)
- 100,000 - 200,000 - Indonesian invasion of East Timor (1975-1978)
- 100,000 - Persian Gulf War (1991)
- 100,0001,000,000 - Algerian War of Independence (19541962)
- 100,000 - Thousand Days War (18991901)
- 100,000 - Peasants' War (1524-1525)
- 97,207 - Bosnian War (1992-1995)
- 80,000 - Third Punic War (BC149-BC146)
- 75,000 - 200,000? - Conquests of Alexander the Great (BC336-BC323)
- 75,000 - El Salvador Civil War (19801992)
- 75,000 - Second Boer War (18981902)
- 70,000 - Boudica's uprising (AD60-AD61)
- 69,000 - Internal conflict in Peru (1980- )
- 60,000 - Sri Lanka/Tamil conflict (1983-2009)
- 60,000 - Nicaraguan Rebellion (1972-91)
- 55,000 - War of the Pacific (1879-1885)
- 50,000 - 200,000 - First Chechen War (19941996)
- 50,000 - 100,000 - Tajikistan Civil War (19921997)
- 50,000 - Wars of the Roses (1455-1485) (see Wars involving England)
- 45,000 - Greek Civil War (1945-1949)
- 41,000100,000 - Kashmiri insurgency (1989- )
- 36,000 - Finnish Civil War (1918)
- 35,000 - 40,000 - War of the Pacific (18791884)
- 35,000 - 45,000 - Siege of Malta (1565) (see Ottoman wars in Europe)
- 30,000 - Turkey/PKK conflict (1984- )
- 30,000 - Sino-Vietnamese War (1979)
- ~28,000 - 1982 Lebanon War (1982)
- 25,000 - Second Chechen War (1999 - present)
- 25,000 - American Revolutionary War (1775-1783)
- 23,384 - Indo-Pakistani War of 1971 (December 1971)
- 23,000 - Nagorno-Karabakh War (1988-1994)
- 20,000 - 49,600 U.S. Invasion of Afghanistan (20012002)
- 19,000+ - MexicanAmerican War (1846-1848)
- 14,000+ - Six-Day War (1967)
- 15,00020,000 - Croatian War of Independence (19911995)
- 11,053 - Malayan Emergency (1948-1960)
- 11,000 - Spanish-American War (1898)
- 10,000 - Amadu's Jihad (1810-1818)
- 10,000 - Halabja poison gas attack (1988)
- 7,26410,000 - Indo-Pakistani War of 1965 (August-September 1965)
- 7,00024,000 - American War of 1812 (1812-1815)
- 7,000 - Kosovo War (19961999) (disputed)
- 5,000 - Turkish invasion of Cyprus (1974)
- 4,588 - Sino-Indian War (1962)
- 4,000 - Waziristan War (2004-2006)
- 4,000 - Irish Civil War (1922-23)
- 3,000 - Civil war in Côte d'Ivoire (2002-2007)
- 2,899 - New Zealand Land Wars (1845-1872)
- 2,6047,000 - Indo-Pakistani War of 1947 (October 1947-December 1948)
- 2,000 - Football War (1969)
- 2,000 - Irish War of Independence (1919-21)
- 1,9754,500+ - violence in the Israeli-Palestinian conflict (2000 -)
- 1,724 - War of Lapland (1945)
- 1,500 - Romanian Revolution (December 1989)
- ~1,500 - 2006 Lebanon War
- ~1,400 - Gaza War (December 2008 - January 2009)
- 1,000 - Zapatista uprising in Chiapas (1994)
- 907 - Falklands War (1982)
- 62 - Slovenian Independence War (1991)
![]() |
Um fjórðungur mannkyns múslímar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál | Breytt s.d. kl. 18:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
1.10.2009 | 22:43
Leikkona og rithöfundur krefjast trúfrelsis í Íran
Mikilsvirtir Íranir krefjast trúfrelsis
Washington, 30 september 2009 (BWNS) ― Metsöluhöfundur og leikkona, sem
hefur hlotið tilnefningu til Academy award verðlaunanna, eru meðal þeirra
sem krefjast trúfrelsis í Íran og að ofsóknunum gegn baháíum í Íran verð
hætt.
Um 1400 áheyrendur hlíddu á fyrirlestra Dr. Azar Nafisi, sem er höfundur
bókarinnar Reading Lolita in Tehran, og frú Shohreh Aghdashloo, sem hefur
verið tilnefnd til Academy award verðla fyrir leik sinn í myndinni House of
Sand and Fog. Fyrlestrarnir voru fluttir í Lisner fyrirlestrarsalnum í
Georg Washington háskólanum í Bandaríkjunum.
Nafisi og Aghdashloo eru báðar
af írönskum uppruna og hvorug baháíar.
Dr. Nafisi hvatti í sínu erindi fólk til að reyna setja sig í spor þeirra
sem væru nú ofsóttir í Íran og sagði þá meðal annars: Ég spyr sjálfa mig
hvernig mér myndi líða ef búið væri að svipta mig öllum grundvallar
mannréttindum í landinu sem ég lít á sem heimaland mitt, í landinu þar sem
ég fæddist bæði inn í tungumálið og menninguna, í landinu þar sem foreldrar
mínir og foreldrar þeirra fæddust og lögðu sitt af mörkum til samfélagins?
Dr. Nafisi sagði að þessi barátta í Íran væri ekki af pólitsíkun toga, hún
snérist um að fá að vera til. Þetta ætti bæði við um baháíana og alla aðra
í Íran sem dirfast að vera öðru vísi, sem dirfast að láta í ljósi þá ósk að
þeir fái að njóta valfrelsis.
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.9.2009 | 03:44
Ekkert að marka páfa
Þann 9. maí fyrr á þessu ári, hélt Benedikt 16. páfi um margt merka ræðu í Al-Hussein Bin Talal moskunni í Jórdaníu. Ræðuna hélt hann eftir að hafa verið boðinn þangað velkominn trúarleiðtogum múslíma og rektorum háskólanna í Jórdaníu. Fyrr um daginn hafði hann blessað hornsteininn að Madaba háskólanum þar sem bæði kristnir og múslímar munu stunda nám. Í máli Benedikts kom fram að sá Guð sem kaþólikkar tilbiðja sé sá sami og múslímar ákalla.
Hann sagði meðal annars;
"Kristnir lýsa Guði einmitt, meðal annars, sem skapandi vitsmunum, sem skipar og leiðbeinir veröldinni. Og Guð hefur gefið okkur getuna til að deila með honum þeim vitsmunum og geta þannig hagað okkur í samræmi við það sem er gott. Múslímar tilbiðja Guð, skapara himins og jarðar, sem talað hefur til mannkynsins.
Og sem átrúendur á hinn eina Guð vitum við að mannlegir vitsmunir eru í sjálfu sér gjöf Guðs og að þeir rísa til hæðstu hæða þegar þeir eru uppljómaðir af ljósi sannleika Guðs."
Ræðuna í fullri lengd á ensku er að finna hér.
Þegar að ný stjórnmálsamtök kváðu sér hljóðs hér á blogginu fyrir nokkrum dögum og mótmæltu á bloggsíðu sinni að múslímar fengu aðgang til bæna að kapellu Háskóla Íslands, sá forsvarsmaður þessa svokallað "Kristilega þjóðarflokks", kaþólikkinn Jón Valur Jensson, ástæðu til að efast um að Páfi hefði verið að meina það sem hann sagði.
Jón Valur hafði þetta að segja um málið, eftir að honum hafði verið bent á að æðsti embættismaður kirkjunnar hans hefði staðfest að Guð Íslam og Guð kristinna væri sá hinn sami.
"þessi orð Benedikts páfa 16. mætti hugsanlega lesa í þessari merkingu: "Múslímar tilbiðja Guð, [sem þeir líta á sem] skapara himins og jarðar, sem talað hefur til mannkynsins". Þarna væri áherslumunur, sem getur þýtt merkingarmun."
Til vara sagði Jón Valur að æðri orðum Páfans sem reyndar er álitinn af kaþólikkum óskeikull í öllum túlkunaratriðum trúarinnar, væru orð þrettándu aldar kennimannsins Tómasar af Aquinas, sem hefði sagt að Guð Íslam og hinn kristni Guð væri ekki sá sami.
Nú vill svo til að eftir Tómas liggur ágætis útlistun á hvernig Guð kristinna manna er og hann er alveg samhljóma þeirri sem múslímar nota. Í Summa Theologica ræðir Tómas um eðli Guðs. Með quinquae viae (útilokunaraðferð) kemst hann að fimm niðurstöðum um Guð.
- Guð er ekki samsettur.
- Guð er fullkominn.
- Guð er óendanlegur.
- Guð er óumbreytanlegur.
- Guð er einn.
Undir alla þessa eiginleika Guðs mundi Múhameð taka og gerir það í Kóraninum á mismunandi stöðum.
Þannig gengur vara-vörn Jóns heldur ekki upp.
Nú fer Jón Valur sem áður mikinn á blogginu til að útbreiða boðskapinn fyrir nýja flokkinn og hefur greinilega brotið af sér allar viðjar, því ekki fer hann eftir því sem páfinn segir um að sýna umburðalyndi íslömskum námsmönnum við HÍ og ekki er hann þjóðkirkjumaður og því spurning hvaða umboð hann telur sig hafa til að mótmæla notkun kapellunnar.
Helst er hægt að álykta af málflutningi Jóns að hann hafi stofnað sína eigin útgáfu af kristnum samtökum, einskonar Kristilegan Sértrúar-þjóðarflokk.
![]() |
Fagnaði falli kommúnismans |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál | Breytt s.d. kl. 03:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (55)
24.9.2009 | 16:11
Öfgafull "kristin" stjórnmálasamtök
Ný "kristin" stjórnmálasamtök sem kalla sig "kristinn þjóðarflokk" hafa verið stofnuð og opnað bloggsíðu til að kynna baráttumál sín. Fyrsta málið sem þeir láta til sín taka er að berjast á móti því að nemendur Háskóla Íslands sem fylgja Íslam verði leyft að fara með bænir sínar í kapellu háskólans en til þess hafa skólayfirvöld gefið sitt leyfi.
Það sem gerir þessi mótmæli samtakanna afar hjáróma er að kapellan er reist og viðhaldið af almennafé rétt eins og Þær kapellur og kirkjur sem eru reistar fyrir kirkjugarðsgjöld eins og kapellan í Fossvogi og á Akureyri.
Til margra ára hefur það tíðkast að fólk sem ekki tilheyrir þjóðkirkjunni hafa fengið inni með útfarar-athafnir sínar í þeim kapellum. Ekki hefur þótt stætt á því að mismuna landsmönnum að þessu leiti með tilliti til trúar þeirra.
Ef að sjónarmið hinna nýja "kristilegu" stjórnmálassamtaka fengju að ráða, (sem mér þykir samt harla ólíklegt) þá mundi þessi sjálfssagða þjónusta við þá sem ekki tilheyra þjóðkirkjunni og/eða ekki eru taldir nægilega kristnir til að geðjast þessum samtökum, leggjast af.
Færi þá fyrir lítið stefið í sálmi Matthíasar Jochumssonar: "Ó, maður, hvar er hlífðarskjól", sem þó var sungin við vígslu kapellunnar í háskólanum.
Einn af forsvarsmönnum þessarar samtaka ku vera Jón Valur Jensson en samtökin opnuðu síðu undir kennitölu á félagi sem hann rekur; Lífsréttur,útgáfustarfsemi, KT.4902871839 Pósthólf 1014 121, Reykjavík.
Jón er kaþólskrar trúar og ekki meðlimur í þjóðkirkjunni en umrædd kapella var þó á sínum tíma vígð af vígslubiskupi hennar.
Spurningin er hvað það er sem gefur Jóni rétt til að krefjast þess að fólk sem ákallar Guð á sama máli og Kristur gerði sjálfur, (Allah= Guð á arameísku, sú tunga sem Kristur mælti á) og viðurkennir Krist sem "anda Guðs" (Ruhollah) hafi ekki rétt til þess í húsakynnum Háskóla Íslands.
Mundu þá samtökin einnig vilja úthýsa gyðingum, eða vottum Jehóva og mormónum sem margir "kristnir" telja ekki kristna þótt þeir kalli Guð Jehóva og Krist Krist í bænum sínum?
Trúmál | Breytt s.d. kl. 16:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (73)
16.9.2009 | 01:16
Míkael erkiengill og Michael Jackson
Rétt eins og Elvis var á sínum tíma tekin í dýrlinga tölu af áköfum og einlægum aðdáendum hans, stefnir allt í að helgifárið í kring um Michael Jackson verði svipað eða jafnvel gangi miklu lengra. Nýjar sögur um Jackson halda áfram að flæða um netið og aðra fjölmiðla á hverjum degi. Hann var popp-goð í lifanda lífi og er nú á leiðinni að verða popp-Guð.
David LaChapelle er orðinn vel kunnur fyrir ljósmyndir sínar af frægu fólki. Hann stillir þeim gjarnan upp þannig að útkoman minnir á helgimyndir af Kristi eða einhverjum dýrlingum. Myndir Davids hafa birst í Vanity Fair, Ítalska Vouge og Rolling Stone. Hann hafði lengi vonast eftir að fá tækifæri til að ljósmynda Michael Jackson en af því varð ekki.
Eftir lát Jacksons ákvað David að ljósmynda "tvífara" Jacsons sem hann fann á Havaii. Tvífarinn í gervi Jacksons á myndunum, minnir á erkiengilinn Míkael, sem samkvæmt kristnum hefðum er herforingi Guðs. Hann fór fyrir herjum Guðs þegar að Lúsífer var kastað úr himnaríki og er gjarnan sýndur á helgimyndum þar sem hann er í þann mund að veita Satan náðarhöggið með sverði sínu eða hefur þegar drepið hann.
Á ljósmynd Davids (sjá hér að ofan) hefur Jackson kastað fá sér sverðinu en stendur með annan fótinn ofaná brjósti Satans og setur saman hendur sínar í bæn. Þannig er gefið til kynna að Michael Jackson sé svo góðhjartaður að hann geti ekki einu sinni unnið skrattanum mein en biður fyrir honum þess í stað.
David LaChapelle segist vera sannfærður um að Michael hafi verið saklaus af þeim ásökunum að vera haldin barnagirnd.
"Ég held að hann hafi ekki geta meitt neinn. Mér finnast örlög hans Biblíuleg. Textar hans eru svo fallegir og ljúfir. Saga hans er sú stórbrotnasta sem um getur á okkar tímum. Hann fer frá hæstu hæðum niður í djúpin. Hann er nútíma píslarvottur."
Trúmál | Breytt s.d. kl. 01:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
24.8.2009 | 19:11
Hvítur fíll
Þegar talað er um "hvítan fíl" í enskumælandi löndum er venjulega átt við einhverja verðmæta eign sem ekki er hægt að losa sig við og kostar mikið að viðhalda og eiga í samanburði við notagildi hennar.
Ég gæti gert þessa stuttu grein hundleiðinlega með því að telja upp nokkur dæmi um slíka "hvíta fíla" á Íslandi og víða annarsstaðar í heiminum. Þess í stað læt ég nægja að fjalla aðeins um hugtakið sem slíkt.
Líklega má rekja orðtiltækið til hvítu fílanna sem einræðisherrar suðaustur Asíulanda, eins og Tælands, Laos, Burma og Kambódíu sóttsut mikið eftir að eiga. Hvíti fíllinn sem í dag er frekar sjaldgæf skepna er yfirleitt ekki hvítur, heldur ljósbrúnn á litinn. Augnahár og tær eru einnig ljós á lit.
Hann var til forna tákn velgengni, friðar og gæfu alls konungsríkisins. Vegna þeirra helgi sem lögð var á hvíta fílinn má ekki beita honum til nokkurrar vinnu en hann er hins vegar nokkuð dýr að ala og halda.
Hvíta fíla mátti fyrrum sjá í þjóðfánum Los og Tælands og herstjórnin í Burma tilkynnti árið 2002 að tveir alhvítir (Albínóar) fílar hefðu fundist og átti sá fundur eflaust að tryggja henni aukið fylgi meðal alþýðunnar.
Ríkisstjórn Tælands veitir heiðursorður hins hvíta fíls. Sagt er að nýlega hafi starfsmanni Buckingham hallar verið tilkynnt að heiðra ætti hann með "hvítum fíl". Hann hafði samband við dýragarðinn í London til að athuga hvort þeir gætu hýst hann en andaði svo léttar þegar honum var sagt að um væri að ræða orðu sem hann gæti hengt utan á sig þegar hann vildi.
Sú helgi sem lögð var á hvíta fílinn í fyrrgreindum löndum kemur upphaflega frá Hindúatrú en berst frá henni yfir í Búddatrú. Í ritum Búdda-trúarinnar segir frá draumi sem Maja móður Siddharta (eiginafn Gautama Búdda) dreymdi nóttina fyrir fæðingu hans. Í draumnum færði hvítur fíll henni lótus blóm að gjöf sem er tákn visku og hreinleika í Hindúasið sem voru ríkjandi trúarbrögð á því svæði sem Búdda fæddist. Meðal hindúa er hvíti fíllinn nefndur Airavata og sagður konungur allra fíla. Hann er einnig reiðskjótti Indra himnadrottins.
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)