Færsluflokkur: Utanríkismál/alþjóðamál
2.6.2010 | 15:26
Hver verða örlög MV Rachel Corrie
Fljótt mun kastljósum fjölmiðla verða beint að írska flutningaskipinu MV Rachel Corrie. Skipið, sem er nefnd eftir bandaríku andófskonunni Rachel Corrie sem varð undir jarðýtu ísraelska varnarliðsins á Gaza strönd árið 2003, er um þessar undir undan ströndum Líbýu en siglir hraðbyri í átt til Gaza með matvæli og hjálpargögn.
Upphaflega var ætlunin að skipið hefði samflot með skipalestinni sem Ísraelsmenn stöðvuðu og færðu til hafnar fyrr í vikunni. En vegna tafa er skipið 48 klukkustundum á eftir áætlun.
Ísraelar hafa hótað jafnvel en harðari viðbrögðum reyni skipið að rjúfa herkví þeirra um Gazaströnd þrátt fyrir að fjöldi ríkistjórna vítt og breytt um heiminn hafi fordæmt aðgerðir þeirra um borð í Mavi Marmara þar sem níu manns létu lífið þegar Ísraelskir sjóliðar réðust um borð.
Írska ríkisstjórnin hefur í sérstakri yfirlýsingu krafist þess að skipið fái að fara ferða sinna óáreitt til Gaza og írski forsætisráðherrann Brian Cowen sagði að "ef að einhver okkar þegna hlýtur skaða af, munu afleiðingarnar verða mjög alvarlegar". Þá hefur utanríkisráðherra Írlands Micheál Martin einnig krafist þess að skipið verði látið í friði.
Um borð í Rachel Corrie eru fimm Írar og fimm Malasíumenn.
Vítt og breytt um heiminn ræða þing og ríkisstjórnir atburði síðustu daga utan fyrir ströndum Gaza. Viðbrögð flestra hafa verið á einn veg, fordæming á athæfi Ísraelsmanna. Spurningin sem brennur mest á vörum stjórnmálamanna er að fá úr því skorið hvort Ísraelsmenn hafi brotið alþjóðaleg hafréttarlög með árás sinni á Mavi Marmara.
Fram að þessu eru yfirgnæfandi meirihluti þeirra hafréttarfræðinga sem um málið hafa fjallað sammála um að Ísraelsher hafi brotið alþjóðleg lög með árás sinni á skipið.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 16:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
1.6.2010 | 14:09
Egyptaland opnar landamæri sín að Gaza strönd
Egyptaland hefur brugðist við atburðum síðast liðins sólarhrings með því að opna landmæri sín við landamærastöðina Rafah. Rafah er eina landamærastöðin inn í Gaza sem ekki er líka stjórnað af Ísraelsmönnum. Egyptaland hefur tilkynnt að landamærin munu verða opin um ótilgreindan tíma.
Fram að þessu hefur landamærastöðin verið að mestu lokuð vegna þess að stjórnarandstöðuflokkurinn í Egyptalandi er talin hafa náin tengsl við Hamas sem náðu völdum á Gaza fyrir þremur árum.
![]() |
Alþjóðlegur glæpur Ísraels |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 14:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.6.2010 | 10:18
Klúðrið um borð í Mavi Marmara
Þá byrjar fjölmiðladansinn fyrir alvöru. Ísraelsmenn vita að árásin var klúður en reyna samt hvað þeir geta til að réttlæta aðgerðir sínar.
En þeir gæta þess um vel leið, til að byrja með a.m.k. að engir fjölmiðlar komist í tæri við þá sem voru um borð í skipinu. Þannig verður það á meðan það versta blæs yfir.
Fjöldi þjóða hefur þegar fordæmt árásina á skipið en um borð voru að mestu leyti Tyrkir en einnig farþegar af öðrum þjóðernum eins og lesa má um hér.
![]() |
Árásin mistókst |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
1.6.2010 | 04:04
"Floti haturs" stöðvaður - stutt yfirlit
Meðlimir öryggisráðs Sameinuðu Þjóðanna hafa fordæmd gjörðir Ísraela áður en ráðið sjálft hefur fundað um málið, eftir að ráðist var á skipið Mavi Marmara sem sigldi ásamt nokkrum öðrum skipum með hjálpargögn til Gaza. Sumir, þ.á.m. neitunarvaldshafar eins og Frakkar, Rússar og Kínverjar hafa kallað eftir því að herkví Ísraela um Gazaströnd verði aflétt.
A.m.k. níu andófsmenn um borð í Mavi Marmara, sumir hverjir tyrkneskir, létu lífið í átökum við ísraelska hermenn þegar þeir réðust um borð í skipið sem statt var á alþjóðlegri siglingaleið.
Flotin, sem talsmaður Ísraelsstjórnar kallaði "flota haturs," samanstóð af þremur vöruflutningaskipum og þremur farþegaskipum.
Dauðsföllin urðu um borð í Mavi Marmara sem er farþegaferja, eitt af þremur skipum frá Insani Yardim Vakfi (IHH) . IHH eru tyrknesk hjálparsamtök sem njóta mikils stuðnings stjórnarflokksins í Tyrklandi en eru bönnuð í Ísrael vegna tengsla sinna við Hamas og al-Qaeda.
Hin skipin eru frá Free Gaza Movement sem eru alþjóðleg regnhlífarsamtök fyrir andófsfólk sem styður Palestínuaraba. Um borð í þeim skipum var ýmis varningur; sement, hjólastólar, pappír, og vatnshreinsunarefni svo dæmi séu nefnd.
Um borð í farþegaskipunum voru meira en 700 farþegar, aðallega frá Tyrklandi en einnig frá Bandaríkjunum, Kanada, Grikklandi, Belgíu, Írlandi, Svíþjóð, Bretlandi, tveir blaðamenn frá Ástralíu og tveir þingmenn frá þýskalandi.
Í Tel Aviv, sagði talsmaður Ísraelska sjóhersins sem stjórnaði aðgerðunum að hermenn hefðu farið um borð í fimm skip en aðeins mætt mótspyrnu í Mavi Marmara.
Þeir sem skipulögðu flotann fullyrða að meira en 30 mans hafi særst. Ísraelsmenn segja að tíu hermenn hafi særst og þar af einn mjög alvarlega.
Ísraelsmenn hafa fært skipin til hafnar í hafnarborginni Ashdod.
Tyrkneski utanríkisráðherra hefur kallað gjörðir Ísraelsmanna "morð á vegum ríkisins".
Talmaður Ísrael hjá sameinuðu þjóðunum segir að hermennirnir hafi snúist til varnar þegar á þá var ráðist. Þessu neita andófsmenn.
Særðir andófsmenn hafa verið fluttir á sjúkrahús í Ísrael, 12 þeirra hafa verið handteknir en aðrir bíða þess að verða vísað úr landi.
Ísrael hefur komið á upplýsingabanni í tengslum við atburðina sem gerir það erfitt að fá upplýsingar frá fyrstu hendi um þá.
Um borð í skipunum voru um 10.000 tonn af hjálpargögnum en ætlunin var að landa varninginum á Gaza strönd sem Ísrael hefur haft í herkví í meira en þrjú ár.
Flestir andófsmannanna sem létu lífið voru Tyrkneskir. Tyrkland hefur haft sig mest í frammi við að mótmæla gjörðum Ísraela.
Líklegt er að þessir atburðir hafi mikil diplómatísk eftirköst fyrir Ísrael. Þrýstingurinn á að enda herkvína um Gaza mun aukast, bæði frá samherjum Ísraela og óvinum þeirra.
Það sem eftir var af sambandi Ísraels við Tyrkland hefur beðið mikinn hnekki. Tyrkland hefur hingað til verið í lykilhlutverki við að miðla málum meðal Íslamskra ríkja og Ísrael. Ólíklegt er að þau samskipti haldi áfram í bráð.
Spurningin er hversu mjög Bandaríkin munu reyna að útvatna sín viðbrögð. Samband þeirra við Ísrael hefur verið frekar stirt upp á síðkastið. Viðræðurnar sem þeir hafa stýrt milli Palestínu og Ísrael munu líklega halda áfram, þótt yfir þær hafi óneitanlega fallið dimmur skuggi.
Talmaður utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna Philip Crowley sagði um atburðina að Bandríkin hörmuðu mjög þau líf sem höfðu glatast en að búist væri fastlega við fullri og marktækri rannsókn Ísraela á atburðinum.
![]() |
Sakar Ísrael um hryðjuverk |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 04:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.5.2010 | 12:35
Bacha bazi - Hinir dansandi drengir í Afganistan



Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 12:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
9.5.2010 | 19:27
Ísland stöðugt í fréttum
Sjaldan eða aldrei hefur Ísland verið eins mikið á milli tannanna á fólki hér í Bretlandi og um þessar mundir. Aska frá Eyjafjallajökli heldur áfram að raska flugáætlunum flugfélaga víða um Evrópu og erlendir fréttahaukar klæmast stöðugt á nafni eldfjallsins. Síðasta dæmið sem ég rakst á er þetta;
Þá hafa handtökur Hreiðars Más Sigurðssonar, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, Magnúsar Guðmundssonar, fyrrverandi forstjóra bankans í Lúxemborg sem og arftaka hans, Banque Havilland, vegna gruns um skjalafals, auðgunarbrot og markaðsmisnotkun vakið talsverða athygli í hérlendum fjölmiðlum.
En ef að Ólafi Haukssyni mistekst að sanna misferli á þá félaga og jafnvel þótt svo fari, er mögulegt að þeir þurfi að svara til saka fyrir breskum dómstólum.
Mál Kaupþings hefur verið til rannsóknar hjá Britain's Serious Fraud Office (Rannsóknardeild alvarlegra fjársvika) í nokkurn tíma, einkum hvernig staðið var að því að laða að innlánsfé með loforðum um háa ávöxtun á Kaupthing Edge.
Mál þeirra Kaupþingsmanna þykir einnig áhugavert meðal almennings fyrir þær sakir að sjálfir hafa Bretar verið verið heldur linir við að sækja "sína menn" til saka, þ.e. þá sem farið hafa illa með fé almennings í breskum bönkum. Í Bretlandi sitja yfirleitt sömu menn við stjórn bankanna og gerðu fyrir hrun og þiggja enn himinháar bónusgreiðslur fyrir ómakið.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.5.2010 | 16:59
Clegg the kingmaker
Þá er kosningunum lokið hér í Bretlandi og úrslitin verið tilkynnt. Þingið er hengt eins og flestir bjuggust við og enginn flokkur með nægilegan þingstyrk til að mynda ríkisstjórn einn. Bæði Brown og Cameron biðla til Cleggs sem eygir nú tækifæri til að koma á endurbótum á kosningakerfinu.
Reyndar nægir sameiginlegur þingmannafjöldi Frjálslyndra Demókrata og Verkamannaflokksins heldur ekki til að mynda meirihlutastjórn. Bónorð Browns hljóta því að hljóma dálítið hjáróma. Kosningakerfið Í Bretlandi er þannig að aðeins 6% munur er á almennu fylgi Frjálslyndra og Verkamannaflokksins en þessi 6% gefa samt þeim síðarnefndu 101 þingmann umfram Frjálslynda.
Er það furða að Clegg setji endurbætur á kosningakerfinu sem skilyrði fyrir þátttöku í stjórn. Hann vill að horfið verði frá einmenningskjördæmum og flokkar fái úthlutað þingmönnum eftir hlutfalli atkvæða sem þeir hljóta. En það verður þrautin þyngri að fá Cameron til að fallast á það.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 17:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.5.2010 | 12:52
Hengt þing
Það eru þingkosningar í Bretlandi í dag. Kosningarnar eru svo mikilvægar og leiðinlegar að í síðustu könnun voru 40% kjósenda óákveðnir um hvað þeir ætluðu að kjósa. Fyrir mörgum er enginn þeirra kosta sem í boði eru ásættanlegur. Kerfið í Bretlandi er þannig að aðeins einn þingmaður kemst að í hverju kjördæmi, þ.e. sá sem fær flest atkvæði. Mikill munur er á íbúafjölda í kjördæmum. Því er vel hugsanlegt að flokkur fá flesta þingmenn enn ekki flest atkvæði í heildina.
Allir vita að Verkamannaflokkurinn hefur hagrætt kjördæmunum á þennan hátt til að tryggja sér sem flesta þingmenn. Íhaldið heftur ekkert kvartað yfir þessu, aðeins minni flokkarnarnir sem fá afar fáa fulltrúa á þing mótmæla. Annars er bresk pólitík hundleiðinleg og afar gamaldags.
Stefnumál flokkanna eru áþekk og flokksforingjarnir líka, litlaus jakkaföt með bindi (blátt, rautt og gult). Þeir tala svo loðið um alla hluti að eins og áður sagði getur 40% ekki ákveðið sig hvaða leiðindadurgur er skástur.
Ef úrslitin verða á þá lund að enginn flokkur fær hreinan meirihluta þingmanna, (eins og algengt er í flestum löndum Evrópu) kalla Bretar það "hengt Þing". Vonandi fara leikar svo að þingið verði hengt.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 12:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.10.2009 | 04:25
Nauðgunum beitt sem vopni
"Árásin var gerð að nóttu til og við neyddumst til að flýja inn í skóginn" sagði hún og rödd hennar varð að hvísli. "Fjórir menn tóku mig. Þeir nauðguðu mér allir. Þegar þetta gerðist var ég komin níu mánuði á leið." Hún heitir Vumi og hún er svo illa farin eftir þessa atburði að hún heldur hvorki saur né þvagi.
Ár eftir ár berast sömu hörmungarfréttirnar frá Kongó. Þar berst stjórnarherinn ásamt fjölþjóðlegu liði Sameinuðu Þjóðanna gegn "frelsisher Rúanda", sem samanstendur af Hútúa hermönnum sem flúðu yfir til Kongó þegar að Tútsi menn komust til valda í Rúanda eftir þjóðarmorðið sem í landinu var framið árið 1994.
Fjöldi ránshópa veður uppi í austurhluta landsins þar sem einnig má finna þorp kongóskra Tútsi manna. Þá eru enn á ferðinni leifar af kóngóskum vígasveitum frá því að borgarastyrjöldinni lauk í landinu árið 2003 og ekki hafa viljað ganga til liðs við ríkisherinn.
Eitt af vopnum hermannanna eru nauðganir og limlestingar kvenna. Skelfilegum nauðgunum og misþyrmingum er beitt til að vana konurnar og gera þær um leið að fórnarlömbum eigin ættmenna sem oft fyrirlíta þær eftir að þeim hefur verið nauðgað. Engu skiptir hvort um er að ræða stúlkur á barnsaldri eða gamalmenni. Jafnframt er eggvopnum og kylfum beitt á þann veg að bæði leg og meltingarkerfi kvennanna er eyðilagt.
Oft eru konur neyddar til samræðis og eiginmönnum þeirra og fjölskyldu gert að horfa á aðfarirnar.
Það sem af er þessu ári hafa hátt á sex þúsund konur leitað sér aðstoðar í sjúkraskýlum og sjúkrahúsum landsins og gengið þar undir alvarlegar aðgerðir.
Læknar í Goma borg telja að 400 konum sé nauðgað og misþyrmt í Kongó á hverjum degi og aðeins komi hluti þeirra strax undir læknahendur. Margar sýkjast af HIV verunni sérstaklega þær sem hafa þurft að þola hópnauðgun.
Fjöldi kvenna sem þurfa að þola þessar pyntingar eykst með hverju ári án þess að nokkur fái að gert.
Kongó er á stærð við Vestur Evrópu og þar ganga ekki lestar né hafa vegir verið lagðir um stóra hluta landsins og aðstæður þar því afar erfiðar.
Hundruð þúsunda austur Kongóbúa eru á vergangi og á flótta frá átakasvæðunum en búðir þeirra eru algjörlega varnalausar gegn vel vopnuðum sveitum vígamanna.
![]() |
Gífurlegur fjöldi nauðgana í Kongó |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
21.10.2009 | 03:58
"En innrásin í Írak var réttlætanleg" sagði Davíð Oddsson
Á vordögum 2003 réðist Bandaríkjaher inn í Írak. Sér til stuðnings við innrásina höfðu Bandaríkjamenn 10 aðrar þjóðir, sumar hverjar herlausar smáþjóðir eins og Ísland.
Helgi Ágústsson þáverandi sendiherra Íslands í Bandaríkjunum var spurður að því á þessum tíma af blaðakonunni Dönu Milbank hvort Ísland hugðist senda hermenn til Írak.
"Auðvitað ekki" svaraði Helgi, "Við höfum engan her. Þessi var góður, já. Við lögðum niður vopn einhvern tíman á 14. öld.....Okkar hlutverk verður enduruppbygging og mannúðaraðstoð".
Upphaflega átti innrásin að heita "Operation Iraqi Liberation". Þessu var breytt í "Operation Iraqi Freedom" vegna þess að hitt hefði verið skammstafað OIL.
Það hefði samt verið meira viðeigandi því allir vissu að stríðið var háð vegna olíuhagsmuna Bandaríkjanna og Bretlands en ekki vegna þess að meiri ógn stæði af Írak en öðrum þjóðum. Í ljós kom að öll gögn sem áttu að sýna og sanna það, voru fölsuð.
Halldór Ásgrímsson og Davíð Oddsson nú ritstjóri á Mogga, voru báðir miklir fylgismenn þessarar innrásar Bandaríkjanna í Írak sem leitt hefur af sér dauða yfir hundrað þúsund óbreyttra íbúa landsins og er ann að.
Til Þess að stuðningur þeirra við stríðið yrði Bandaríkjamönnum ljós settu þeir þjóðina á lista yfir stuðningsaðila innrásarinnar sem Bandaríkin notuðu síðan til að flagga framan í þá sem sögðu að þau stæðu þarna í ólöglegri árásarstyrjöld.
Davíð Oddsson flutti ræður í fínum boðum hér heima og erlendis og sagðist þess fullviss að allt væri þetta hernaðarbrölt öllum fyrir bestu. Í Washington sagði hann þetta;
Iceland aligned itself with the nations in the Coalition of the Willing under US leadership before the Iraq war. We are all aware of the problems and difficulties that have arisen after the invasion and which have led to even more claims than before that it was a mistake made on false assumptions.
But the invasion of Iraq was justified. The Iraqi regime was a threat to peace and stability. Under Saddam Hussein, Iraq had attacked its neighbours, and not only produced weapons of mass destruction, but used them as well. Address by Davíð Oddsson, Prime Minister of Iceland
The American Enterprise Institute, Washington DC, 14 June 2004
Í fínni veislu á Bessastöðum sagði Davíð áður en hann skálaði við viðstadda;
"Í mínum huga er ekki vafi á að styrjöldin var í raun óumflýjanlegur endapunktur á þeim aðgerðum sem gripið var til 17. janúar 1991. Hvorki vopnahlésskilmálum né ályktunum hinna Sameinuðu þjóða hafði verið fylgt og ógnarstjórnin söm og áður. Og hvað sem deilum um lögmæti styrjalda líður er ekki vafi á að friðsamlegra er í þessum heimshluta nú en fyrir hana." 27. mars 2004

Spurningin er hvort ekki sé kominn tími til að Davíð Oddson, sem enn er í mikilli ábyrgðarstöðu í íslensku samfélagi, biðji þjóðina afsökunar á þessum skelfilegu mistökum sem öllum eru nú orðin ljós, mistökunum sem honum urðu á þegar hann gerði Ísland og Íslendinga alla siðferðislega samábyrga fyrir öllum þessum skelfingum í Írak.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 11:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (53)