Færsluflokkur: Utanríkismál/alþjóðamál

Fyrsta þjóðarmorð tuttugustu aldarinnar

Hereróa konaÁ 17. og 18 öld flutti þjóðbálkur sem nefndi sig Hereróa, um set og settist að þar með hjarðir sínar sem í dag er landið Namibía í Afríku. Í byrjun 19. aldar hófu einnig Namar, ættflokkur frá Suður Afríku, að leggja undir sig þetta land sem seinna varð kennt við þá. Nömum fylgdu þýskir trúboðar og hvítir kaupsýslumenn. Á milli Hereróa og Nama urðu talverðar skærur allt fram eftir 19 öld.

Á seinni hluta 19 aldar fjölgaði hvítum landnemum mikið í Namibíu sem fengu land undir búgarða sína aðallega frá Hereróum. Árið 1883 gerði Franz Adolf Eduard Lüderitz samning við innfædda höfðingja sem seinna var notaður sem grunnur að stofnun þýskrar nýlendu í landinu undir nafninu Hin þýska suð-vestur-Afríka.

Fljótlega eftir stofnun nýlendunnar hófust erjur milli landnemanna og Hereróa sem aðallega stóðu í samandi við aðgang að vatni og beitilandi, en einnig vegna laga sem stuðluðu að miklu misrétti milli innfæddra og innflytjenda. Algengt var að innfæddir væru hnepptir í þrældóm enda þrælahald löglegt.

Hereróar sem sluppu12. janúar 1904 gerðu Hereróar skipulagða uppreisn undir stjórn Samuel Maharero gegn nýlendustjórn þjóðverja. En í ágúst mánuði sama ár voru uppreisnarmenn gersigraðir í orrustunni við Waterberg af her þjóðverja undir stjórn Lothar von Trotha hershöfðingja.

Þjóðverjar voru vopnaðir rifflum, fallbyssum og vélbyssum. Þrátt fyrir að vera aðeins 1500, stráfelldu þeir 6000 hermenn Hereróa og fjölskyldur þeirra sem fylgdu þeim.

Í kjölfarið voru Hereróar hraktir út í Omaheke eyðimörkina þar sem flestir þeirra sem eftir voru dóu úr sulti og þorsta. Þýskir hermenn sem eltu þá út á eyðimörkina fundu beinagrindur þeirra oft ofan í 4-5 metra djúpum holum, sem þeir höfðu grafið í leit að vatni.

Í október mánuði þetta afdrifaríka ár í sögu Namibíu, risu Namar einnig upp gegn Nýlenduherrunum og voru afgreiddir á svipaðan hátt og Hereróar.

Lothar_von_TrothaUm manfall í röðum Hereróa eru allar tölu mjög á reiki, en talið er að á milli 24.000 og 65.000 þeirra hafi dáið eða allt að 70% þjóðarinnar. Meðal Nama sem voru miklu fámennari í landinu er talið að 10.000 manns hafi fallið eða 50% af ættflokknum.

Herero_womenÁrið 1985 úrskurðuðu Sameinuðu þjóðirnar á grundvelli svo kallaðrar Whitaker skýrslu að Þjóðverjar hefðu gerst sekir um þjóðarmorð á Hereróum, það fyrsta á tuttugustu öldinni.

Þjóðverjar báðust fyrst formlega afsökunar á þessum atburðum árið 2004.

Í dag er talið að fjöldi Hereróa í heiminum sé um 240.000. Flestir þeirra eru enn í Namibíu en þá er einnig að finna í Botsvana og Angóla.


Herra Forseti, Tony Blair

tony_blair_war_criminalStjórnarskrá ESB, afturgengin í Lisbon sáttmálanum hefur loks verið samþykkt af Írum og þar með var rutt úr vegi síðustu hindruninni fyrir stofnun embættis Forseta ESB sem margir pólitískir framgosar í Evrópu hafa augastað á. Enginn samt meira en fyrrum forsætisráðherra Breta, ný-kaþólikkinn og stríðsmangarinn Tony Blair.

Það er eftir ýmsu að slægjast fyrir Tony. Embættinu fylgir 250.000 punda árslaun, að mestu skattfrjáls, tuttugu manna skrafslið, örlát risna og fjöldi fríðinda.

king_blairEn sjálfsagt er Blair samt mest í mun að yfirskyggja í sögulegu tilliti,  stríðsmangara-orðstírinn sem hann varð sér út um með að fylgja vini sínum Bush út í ólöglega styrjöld við Írak.

Útnefning hans sem sérstaks erindreka til mið-austurlanda hjálpaði honum lítið í þvi tilliti.

Fái Íslendingar inngöngu í ESB og verði Blair fyrsti forseti sambandsins, verður það virkileg kaldhæðni örlaganna og kannski dálítið vandræðalegt komi Blair í heimsókn til þessa litla hrepps í ríki hans. Því það var vissulega arftaki hans og lærisveinn sem átti stóran þátt í að koma Íslendingum í þá stöðu að þeir áttu þann kost einan að reyna að komast inn í pappírsskjól ESB eða vera að öðrum kosti "sprengdir efnahagslega aftur á 19. öld."


Undirbúningur fyrir átökin við Ísland hafinn.

"Démarche" er það skjal kallað sem er formleg diplómatísk yfirlýsing á stefnu, skoðunum og óskum einnar ríkisstjórnar til annarrar eða til fjölþjóðlegra samtaka. Skjalið er afhent formlega til viðeigandi fulltrúa þeirrar ríkisstjórnar eða samtaka sem það er stílað á. - Tilgangur þess er að reyna hafa áhrif á stefnu þeirrar ríkisstjórnar eða mótmæla gjörðum eða stefnu hennar.

Íslensku ríkistjórninni hefur nú borist slíkt skjal sem undirritað er af ríkisstjórnum 26 þjóðlanda, flestum evrópskum, í því skyni að mótmæla hvalveiðum Íslendinga. Sjá frétt.

iceland-whalingHvalveiðar eru yfir höfuð, eins og allir vita, afar umdeildar. Fyrir almenningi í flestum löndum Evrópu er málið mettað tilfinningum og oft eru rök og  vísindalegar niðurstöður að engu hafðar þegar það ber á góma.

Í ljósi erfiðrar fjárhagslegar stöðu Íslands og Icesave samninganna, sem  Gordons Brown vill gera að pólitískri lyftistöng fyrir sig og sinn flokk, þjónar þessi fordæming á hvalveiðum Íslendinga sem liður í að sverta orðstír þeirra og svipta þá samúð almennings. - Næstu vikur og mánuði munu ávirðingarnar eflaust verða fleiri og fjandsamlegri.

Slíkur áróður er nauðsynlegur undanfari harðnandi pólitískra átaka á borð við þau sem framundan eru á milli Gordons og íslensku ríkisstjórnarinnar út af Icesave klúðrinu.

Staða Íslands í samfélagi þjóðanna hefur breyst mikið síðustu ár. Í þorskastríðinu þegar við áttum í deilum við Breta um auðlindir hafsins, var landið mikilvægt NATO og USA frá hernaðarlegu sjónarmiði. Sú staða er nú fyrir bý og ekki lengur hægt að reiða sig á mikilvægi geópólitískrar legu landsins og stuðning USA eða annarra landa við okkur af þeim sökum.

Bæði Bretland og USA eru þekkt fyrri að hunsa alþjóðleg lög í samskiptum sínum við aðrar þjóðir og fara sínu fram eins og þeim sýnist, einkum gegn þjóðum sem lítið mega sín. -


mbl.is 26 þjóðir fordæma hvalveiðar Íslendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verða átökin um Icesave "Falklandseyjastríðið" hans Gordon Brown.

SNN1512TOON-682_616421aAllir sem þekkja forsögu málsins vita að Ögmundur Jónasson sagði sannleikann hvað varðaði að Bretar og Hollendingar notuðu öll tiltæk pólitísk vopn til að fá íslenska ríkið til að endurgreiða Icesave innlánin. - En hvað væri betra fyrir Gordon Brown annað en að Íslendingar greiddu möglunarlaust. Er mögulegt að það væri hugsanlega betra fyrir Gordon Brown pólitískt séð, að þeir greiddu ekki.

Þeir sem þekkja til pólitíkurinnar á Bretlandi, vita að Gordon Brown hefur staðið höllum fæti, bæði innan flokks síns og hvað snertir almenningsálitið.

Margir trúa því að hann geti ekki unnið kosningarnar sem framundan eru á vordögum á næsta ári. Það sem Brown heldur á lofti umfram annað, er að engin geti sigrast á kreppunni annar en hann. Við hvert tækifæri sem hann fær slær hann því um sig að hann einn hafi brugðist við, hann einn viti hvað sé í gangi, hann einn viti hvernig á að leiða þjóðina aftur á braut hagvaxtar o.s.f.r. -

Fram að þessu hefur flest það sem hann hefur gert ekki orðið honum að afgerandi vopni. - En á meðan hann getur haldið áfram að þylja þessa frasa sína, eygir hann von. - Það sem Brown sárlega vantar er auðsætt dæmi um að hann sé sannur foringi sem tekur af skarið og sem lætur engan ógna hagsmunum Bretlands.

margaretÍ ræðu sinni á nýafstöðnu flokksþingi minntist hann á Icesave og hverning hann hefði bjargað fjölda breskra þegna frá beinu fjárhagslegu tjóni með að greiða innlánurum strax það sem þeir áttu inni hjá sjóðnum.

En það sem Brown vantar umfram allt er afgerandi dæmi,  annað Falklandseyjastríð, líkt og bjargaði frú Thatcher fyrir horn á sínum tíma,  en að þessu sinni þarf það að vera "efnahagslegt".

Allar yfirlýsingar Íslendinga um að þeir ætli hugsanlega ekki að borga þessa milljarða sem breska ríkið greiddi á sínum tíma til innlánara Icesave og að þeir ætli ekki að standa við gerða samninga, er vatn á millu Gordons Browns.

Líklegt er að deilan muni harðna og þeir fyrirvarar sem íslenska þingið setti á samningana verði áfram hafnað af Bretum. Það hentar Brown ágætlega. Ekki mun hjálpa að skipta um stjórn á Íslandi. Hann mun benda á að ekkert sé að marka íslensku ríkisstjórnina, hvernig sem hún er skipuð. Óeining stjórnmálaaflanna á Íslandi hjálpa til að réttlæta orð hans.

Allir sem komið hafa nálægt þessum samningi hafa lofað að borga en svo gerir það enginn þegar á hólminn er komið. Við hvern á nú að semja?

Og á réttum tíma mun Brown fá það sem hann þarfnast mest, áhættulítið efnahagsstríð við smáþjóð sem hann getur auðveldlega unnið og mun styrkja ímynd hans sem hins sterka leiðtoga. Slík átökmundu sameina þjóðina að baki honum og  skjóta flokknum hans aftur upp fyrir Íhaldsflokkinn. Fyrir það mun Ísland blæða því það þýðir hertari efnahagsþvinganir uns þjóðin verður knésett. 


mbl.is Segir Breta og Hollendinga fjárkúga Íslendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Leikkona og rithöfundur krefjast trúfrelsis í Íran

Mikilsvirtir Íranir krefjast trúfrelsis

azar_nafisiWashington, 30 september 2009 (BWNS) ― Metsöluhöfundur og leikkona, sem
hefur hlotið tilnefningu til Academy award verðlaunanna, eru meðal þeirra
sem krefjast trúfrelsis í Íran og að ofsóknunum gegn bahá‘íum í Íran verð
hætt.

Um 1400 áheyrendur hlíddu á fyrirlestra Dr. Azar Nafisi, sem er höfundur
bókarinnar Reading Lolita in Tehran, og frú Shohreh Aghdashloo, sem hefur
verið tilnefnd til Academy award verðla fyrir leik sinn í myndinni House of
Sand and Fog.
Fyrlestrarnir voru fluttir í Lisner fyrirlestrarsalnum í
Georg Washington háskólanum í Bandaríkjunum.

Nafisi og Aghdashloo eru báðar
af írönskum uppruna og hvorug bahá‘íar.

shohreh-aghdashloo-monas-dream-filmDr. Nafisi hvatti í sínu erindi fólk til að reyna setja sig í spor þeirra
sem væru nú ofsóttir í Íran og sagði þá meðal annars: „Ég spyr sjálfa mig
hvernig mér myndi líða ef búið væri að svipta mig öllum grundvallar
mannréttindum í landinu sem ég lít á sem heimaland mitt, í landinu þar sem
ég fæddist bæði inn í tungumálið og menninguna, í landinu þar sem foreldrar
mínir og foreldrar þeirra fæddust og lögðu sitt af mörkum til samfélagins?“

Dr. Nafisi sagði að þessi barátta í Íran væri ekki af pólitsíkun toga, hún
snérist um að fá að vera til. Þetta ætti bæði við um bahá‘íana og alla aðra
í Íran sem dirfast að vera öðru vísi, sem dirfast að láta í ljósi þá ósk að
þeir fái að njóta valfrelsis.


Refskák Gordons Brown við Íslendinga

brownDM3012_228x356Því miður eru Íslendingar ekki klókari í refskákinni sem gjarnan er nefnd pólitík en þetta. Nánast allt sem Íslendingar gerðu og sögðu í tengslum við bankahrunið var og er notað gegn þeim.

Davíð hræddi Darling með ummælum sínum um að Íslendingar ættu ekki að borga. Brown og Darling skelltu landinu umsvifalaust á hryðjuverkalistann og frystu alla fjármuni landsins í Bretlandi. - Brown gat ekki fengið betri afsökun til að snúa málum sér í hag .

Til að tryggja sína pólitísku hagsmuni heima fyrir, borgaði Brown almenningi út það sem þeir höfðu lagt inn í Icesave og rukkaði svo Ísland um aurinn. Þá sögðust Geir og hans stjórn mundu borga.

 Brown lýsti því yfir í breska þinginu að Icesave málið væri í höfn og því yrði fylgt eftir af AGS sem Íslendingar mundu verða að fá lán hjá til að eiga möguleika á að rétta úr kútnum. Að koma þessu í kring kostaði eitt símtal frá Darling sem vann lengi hjá sjóðnum.

Ítök Browns og Hollendinga í Evrópu er slík að hann gat sett það sem skilyrði fyrir einhverri fyrirgreiðslu að Ísland borgaði refjalaust samkvæmt þeim samningum sem íslensku samningarmennirnir undirrituðu.

Íslenska þingið reyndi að malda í móinn og tefja tímann. Þingmenn léku sér í flokkspólitíska sandkassanum og settu svo í samningin skilyrði sem þeir vissu að mundu tefja enn fyrir og koma ríkisstjórninni sem var að reyna að slökkva eldana afar illa.

gordon-brown-gun404_778902cÞau trikk gengu eftir og nú er málið komið í strand. Ísland fær enga fyrirgreiðslu og framtíðin er mjög óviss. Verði niðurstaðan sú að Icesave samningarnir verða ekki samþykktir munu Bretar breyta sér af fullri hörku í málinu. Staða og yfirlýsingar Gordons Brown bjóða ekki upp á annað. - Miðað við það sem þá er framundan er má segja að áhrif kreppunnar á Íslandi hafi verið smá verkur. Framundan er sársauki.


mbl.is Þakkaði Brown fyrir að bjarga Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þriggja ára drengur ákærður fyrir skemmdarverk

Ég veit ekki á hvaða leið Breska þjóðin er í málefnum barna sinna og unglinga. Samfélagsvandamálum fjölgar dag frá degi án þess að nokkur ráð séu í sjónmáli.

Daily Mail segir frá því að þriggja ára gamall snáði í Skotlandi hafi verið ákærður fyrir skemmdarverk og hafi verið tekinn af lögreglu til yfirheyrslu vegna málsins. Drengurinn fær þann afar vafasama heiður að vera yngsti sakborningur í sögu sakamála í  Bretlandi.

ModelFimm börn tíu ára eða yngri hafa sætt lögreglusannsókn síðan í maí mánuði fyrir mismunandi glæpi, þar á meðal kynferðisglæpi.

Yngsta barnið er sex ára drengur frá Bedfordshire í Englandi sem er grunaður  um rán í Júní.

Í Englandi og í  Wales, miðast sakhæfi við tíu ár og í  Skotlandi átta ár, það lægsta í Evrópu.

Á síðustu þremur árum hafa 6000 glæpir verið framdir af börnum undir tíu ára aldri.

Þar á meðal er mál níu ára gamals drengs sem er ákærður fyrir nauðgun og annars átta ára sem ákærður er fyrir alvarlega líkamsárás.

Þá eru nokkrir ákærðir fyrir hnífaburð, árásir, þjófnaði og innbrot.

Viðbrögðin við þessu ástandi hafa verið frekar hjáróma. Esther Rantzen, sem að starfar fyrir samtök sem láta sig varða réttindi barna, hvetur til þess að strangari lög verði sett um gáleysi foreldra og að þau verði sótt til saka fyrir glæpi barna sinna.

"Þegar þú heyrir um svona mál þá fær það þig til að undrast hvað gangi eiginlega á hjá fjölskyldu viðkomandi. Þú verður að spyrja sjálfa þig,  hvers vegna?" segir Rantzen.

Þessar tölur hafa verið gerðar opinberar eftir að tveir drengir 12 og 10 ára, viðurkenndu að hafa pyntað tvo aðra drengi í bænum Edlington næri Doncaster í Englandi.


Andlitið sem ætíð mun fylgja Tony Blair

Í september 2003 var Baha Musa, 26 ára afgreiðslumaður á hóteli í Basra í suður Írak, barinn til dauða af breskum hermönnum eftir að hann hafði verið niðurlægður á skelfilegan hátt. Á líkama hans fundust 93 mismunandi áverkar, þar á meðal brákuð rifbein og brotið nef. Þetta er hluti af myndbandinu sem sýnir pyntinga-aðferðirnar sem Baha og aðrir fangar voru beittir.

 

Á þessu myndbandi nota breskir hermenn yfirheyrsluaðferðir sem voru bannaðar af breskum stjórnvöldum árið 1972 en þeir sögðust halda að væru löglegar.

Baha-Mousa-001Formleg opinber rannsókn á morðinu er hafinn og í ljós kom í dag að þeir sem börðu og pyntuðu Baha til bana voru ekki einu skemmdu eplin í breska hernum, "Öll tunnan er rotin" kom fram við rannsóknina.

Fangarnir voru látnir öskra í kór og neyddir til að dansa eins og "Michael Jacson" á meðan Donald Payne liðþjálfi öskraði að þeim háðsyrði og kallaði þá "apa".

Í fyrstu var haldið fram að ekkert sem sýnt er á myndbandinu hafi verið ólöglegt.

Það sem við sjáum  er hvernig hermaður reynir að framfylgja því sem hann heldur vera opinbera stefnu hersins við yfirheyrslur. Hann reynir að kúga fangana aftur í streitu-stöðurnar þegar þeir emja af sársauka og geta greinilega ekki haldið stöðunni.

Þeir eru settir í gegnum "aðlögunar ferli" sem felur í sér að halda sér í "streitu stöðu", bera hauspoka, vera neitað um svefn og mat.

Samt hafa Þessar aðferðir verið bannaðar í 30 ár eftir að þeim hafði verið beitt á Norður Írlandi.

mousa460x276Einn af föngunum vitnaði um að hafa heyrt Mousa hrópa; Ó Guð minn, ég er að deyja. Látið mig í friði, gerið það látið mig í friði í fimm mínútur".

Pyntingarnar fóru ekki fram fyrir luktum dyrum. Margir Hermenn sáu hvað um var að vera, komu og fóru án þess að andmæla því sem fram fór á nokkurn hátt.  

Ljóst er að við yfirheyrsluna gengu hermennirnir samt miklu lengra en gert var ráð fyrir í hinum aflögðu leiðbeiningum. Áverkarnir á líkama Mousa gátu ekki verið einungis af völdum þeirra.

Kona Mousa hafði dáið úr krabbameini aðeins 22 ára, nokkru áður en Mousa mætti dauða sínum. Tveir synir þeirra, Hussein og Hassan eru munaðarlausir.

Payne liðþjálfi var dæmdur fyrir stríðsglæpi árið 2006, fyrstur allra breskra hermanna. Honum var gert að yfirgefa herinn og hlaut eins árs fangelsisdóm.

Réttað var yfir sex öðrum hermönnum en þeir allir sýknaðir í mars 2007.

Breska varnarmálráðuneytið greiddi fjölskyldu Mousa og níu öðrum Írökum sem höfðu þurft að þola pyntingar samtals 2.83 millj. punda í skaðabætur .


Hvers vegna eru ekki allir dagar friðardagar?

,Við vitum ekki hvort Talibanar ætla sér að hafa Friðardaginn í heiðri eða ekki. Þessi dagur snýst ekki um stjórnmál heldur mannúð."Þar mælti Aleem Siddique fulltrúi Sameinuðu þjóðanna orð að sönnu. Hann veit sem er að stjórnmál geta ekki snúist um mannúð. Í heimi stjórnmálanna ráða allt önnur gildi og sjónarmið.

ouganda-lra-enfant-soldat-1-5Í dag lifir allt mannkynið í skugga styrjalda og það hefur gert það svo lengi að það á erfitt með að ímynda sér hvað friður mundi hafa í för með sér. Flestir gera sér grein fyrir að styrjaldir valda þjáningum og að friður mundi binda endi á þær þjáningar. Sú skilgreining felur í sér að þar sem ekki geisar styrjöld ríki friður. En er það virkilega svo? 

Stríð hefur ætíð verið bein afleiðing þess að mannleg samskipti rofna og mannréttindi eru látin lönd og leið. Við erum samt að byrja að gera okkur grein fyrir því að enginn vinnur stríð og að virða mannréttindi felur í sér mun meira en að "þola" hvert annað. Að virða mannréttindi verður að þýða annað og meira en að loka augunum fyrir því sem skilur okkur að. Það verður að skila okkur þeim skilningi að fjölbreytileikinn sé æskilegur og uppspretta bæði styrks og fegurðar.

Group%2520Unity%2520PictureOg jafnvel þótt okkur lærist að meta fjölbreytileika að verðleikum, er það aðeins áfangi á leið okkar til að koma á fullum mannréttindum  í heimi þar sem ekki er að finna minnsta vott af andúð á milli íbúa hans. Að ná því markmiði sem þýðir í raun sameining mannkynsins, verður örugglega ekkert auðveldara en að enda styrjaldir í heiminum.

En fyrst verður að leggja af stað í þessa mikilvægu óvissuferð. Sameining mannkyns verður að vera hið eiginlega markmið friðar. Sú leið mun án efa útheimta raunir og mistök en líka lærdóm. Ef að við komum á friði í þeim tilgangi að ryðja leið nýjum tíma einingar mannkynsins þar sem mannréttindi verða virt að fullu, verður sá friður varanlegur.

Og hvernig einingu á ég þá við? Til að byrja með á ég við einingu í hugsun sem mun leiða til einingar í gjörðum. Það felur í sér að ekki nægir lengur að vera sammála um að vera ósammála.

Samráð verður að leiða til samþykkta sem eru grundvallaðar á sannleika, frekar en málmiðlunum við hann og til þess sem er til heilla fyrir alla fjölskyldu mannskynsins frekar en fáeina meðlimi hennar. Í kjölfar þeirra samþykkta verður að taka ákvarðanir um hvernig þeim skal framfylkt.

Og hver eru fyrstu skrefin á þessari leið?

Þau taka til róttækra breytinga á afstöðu okkar til; skólamála þ.e. kennarastéttarinnar og barna okkar, vistfræðilegrar nýtingar náttúruauðlinda,  matvælagerðar og dreifingu matvæla, borgar og dreifbýlis- menningar, Þjóðernis, kynþátta, trúarbragða og kynjanna, upplýsingaöflunar, vísinda og samfélagsfræða.

Um þau mun ég fjalla í næsta pistli.


mbl.is Enginn hernaður á Friðardaginn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Blóðhefnd

Dead_child_by_TrixisFréttir af dauðsföllum og líkamsmeiðingum frá Írak og Afganistan eru jafn áhrifaríkar og regnið sem fellur í hafið.

Þjáningar fólks í þessum löndum eru hættar að snerta við vestrænum hjartastrengjum enda grimmd ofbeldisverkanna svo yfirþyrmandi og tilgangsleysið svo auðsætt.

Í báðum þessum löndum eru háð stríð sem herforingjarnir segja sjálfir að ekki sé hægt að vinna. 

Samt þráast allir við.

Hermennirnir skjóta og sprengja og spyrja spurninga eftir á. Nú, voru þetta óbreyttir borgarar, hvá þeir.

Þeir hugsa; betra að þau falli en við. Og hver er eiginlega munurinn á löggildum skotmörkum og þeim sem ekki má drepa?

Þeirra aðgerðir ganga út á að búa til eins margar ekkjur og munaðarleysingja og hægt er.

Ekkjunum er boðin leið út úr sorg og örbyrgð með því að stökkva á bál hatursins og aka bifreið fullfermdri af sprengiefni inn á einhvern markaðinn.

Hjörtu barnanna herðast við að sjá foreldra sína og ættingja falla og þau heita í huganum hefndum. Áður en varir er einhver búin að girða þau beltum og lofa þeim sætum endurfundum við ástvini sína í Paradís.

Allar aðgerðir kalla á viðbrögð, hefndarviðbrögð, blóðhefnd..

Bíddu, hver var aftur réttlætingin á styrjöldunum?


mbl.is Tvö börn myrt í sjálfsmorðsprengjuárás
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband