Færsluflokkur: Utanríkismál/alþjóðamál
30.11.2011 | 01:16
Forfeður Dorrit snúa sér við í gröfunum
Fréttir af ákvörðun alþingis um að viðurkenna Palestínu sem fullvalda ríki, vekur mikla athygli um allan heim, enda fyrsta vestur-Evrópu landið sem til þess varð.
Reiðin sýður í þeim sem eru mótfallnir sjálfstæði Palestínu og tjá sig um ákvörðun alþingis í athugasemdum við fréttina á hinum ýmsu netmiðlum. (dæmi)
Íslandi eru ekki vandaðar kveðjurnar og er augljóst að sumir þekkja talvert til Íslands, en aðrir minna. -
Nokkrir hafa minnst á að forsetafrúin íslenska sé gyðingur frá Jerúsalem og segja að forfeður hennar hljóti að snúa sér við í gröfunum við þessar fregnir.
Bent er á að Ísland hafi veitt gyðingnum Bobby Fischer íslenskan borgararétt en hann hafi verið mikill gyðingahatari og látið það óspart í ljós. -
Þá benda einhverjir á að ekki sé neins góðs að vænta frá landi sem spúir ösku ösku yfir umheiminn í tíma og ótíma.
Margir minnast þess að Ísland var mikið í fréttum vegna bankahrunsins og leiða að því líkur að ríkir Arabar hafi keypt þessa yfirlýsingu af Íslandi.
Samþykktu að viðurkenna fullveldi Palestínu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
29.11.2011 | 02:00
Það sem Kínverjar fá ekki að sjá - Frétt China Forbidden News um Grímsstaði
China Forbidden News eða NTDTVTV, sjónvarpsfréttastöðin sem sem flytur fréttir frá og um Kína en er bönnuð í sjálfu landinu, segir frá misheppnaðri tilraun fyrirtækis Huang Nubo til að kaupa Grímsstaði á Fjöllum í langri frétt. Stöðin leitar m.a. til sérfræðinga í kínverskum efnahagsmálum og fær hjá þeim álit um áform Huangs og Kína á Íslandi. Myndskeiðið er ekki hægt að finna með venjulegri leit á youtube og ekki hægt að setja hér inn eftir venjulegum leiðum. Koma þar til takmarkanir Kína á vissu efni á netinu. Aðeins er hægt að nálgast efnið með sérstökum link. Hér er fréttin. Ísland hafnar kínverska auðjöfrinum.
Og svo kemur þessi frábæra umfjöllun;
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt 30.11.2011 kl. 15:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
27.11.2011 | 03:32
Nubo segir erjur milli pólitískra andstæðinga á Íslandi ástæðu höfnunarinnar
Það er fróðlegt að lesa viðtal Huang Nubo við China Daily í kjölfarið á að umsókn fyrirtækis hans um jarðarkaup á Íslandi var hafnað. Nubo segir að ósýnilegur veggur komi í veg fyrir kínverskar fjárfestingar í öðrum löndum.
Hann segir að neitunin sé tap fyrir kínverska fjárfesta og Íslendinga en sjálfur hafi hann ekki tapað neinu.
Huang heldur því fram að höfnunin sé undarleg því í könnunum hafi það sýnt sig að 60% íslensku þjóðarinnar hafi verið kaupunum fylgjandi.
Huang segir að ráðuneytið sem fjallaði um umsóknina hafi ekki verið mjög hjálpssamt og erfitt hafi verið að fá upplýsingar um hvað gæti orðið til að hraða meðferð málsins.
Huang gefur lítið fyrir þær ástæður fyrir höfnuninni sem ráðuneytið gaf út og segir að ástæðan fyrir henni geti verið pólitískar erjur milli stjórnmálamanna á Íslandi. Hann vitnar í Sigmund Ernir í því sambandi og umsögn forsætisráðherra um málið.
Þá varar Huang við tvískinnngshættinum sem kemur fram í þessari ákvörðun, því vesturlönd sækist eftir að koma vörum sínum á kínverska markaði en loka um leið fyrir fjárfestingar Kínverja í sínum löndum.
Hann hvetur kínverska fjárfesta að kynna sér vel aðstæður og lög landa áður en þeir láta til skarar skríða því ekki sé mikið að marka það sem sum þeirra predika um stöðugleika fyrir erlenda fjárfesta.
Þá segir Huang að Jóhannes Hauksson, einn af eigendum landsins, muni verða af miklum peningum vegna höfnunarinnar.
Ekki hlutverk ráðuneytisins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 05:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
16.11.2011 | 03:02
Ekki þeir skörpustu í skúffunni
Bandarískir stjórnmálamenn hafa orð á sér fyrir að vera ekki að setja efnislegu smáatriðin fyrir sig. Það gerir almenningur hvort eð er ekki heldur. Þar skiptir ímyndin öllu máli og fólki þarf verulega að verða á í messunni til að eitthvað mál verði úr. Fákunnátta og ranghermi loðir meira við republikana en demókrata. Frægastur klaufanna úr þeim röðum er líklega Bush forseti sem misminnti og mismælti sig við ólíklegustu tækifæri. Þá þótti Sarah Palin varaforsetaframnjóðandi með eindæmum seinheppin í ummælum sínum, svo ekki sé meira sagt.
Hér koma klippur með þeim Rick Perry og Herman Cain reyna báðir að ná kjöri sem forsetaefni repúblikana í næstu forsetakosningum. Ef annar hvor þeirra nær kjöri sem forseti möguleiki á að Bush fái harða samkeppni sem fremsti bullukollurinn sem setið hefur i því embætti. Herman er að tala um stefnu Obama í Líbíu og Rick að telja upp þær ríkisstofnanir sem hann vill skera niður.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 03:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.11.2011 | 15:21
Hermaðurinn Breivik
Hvað á að gera við menn eins Breivik? Gerir einhver heilbrigður maður svona lagað? Helst væri best að afgreiða hann og alla aðra sem gera eitthvað álíka sem kolbrjálaða morðingja.
En um leið og við gerum það eru þeir ekki sakhæfir. Er hægt áfella fólk fyrir að vera sjúkt? Enda komust yfirvöld í Noregi að því að maðurinn er ekki sjúkur á geði og því sakhæfur.
Það þarf sem sagt ekki endilega að vera sjúkur til að fremja ódæði á borð við það sem Breivik framdi.
Fyrir því má færa margvísleg rök og taka óteljandi dæmi. T.d. horfir heimurinn daglega upp á skiplögð fjöldamorð á saklausum borgurum víða um heiminn, án þess að nokkuð sé fundið athugavert við þau, hvað þá eitthvað aðhafst til að stöðva þau. - Ef að Breivik væri fundinn geðveikur á grundvelli verka sinna, væri óhætt að yfirfæra það á stóran hluta ráðamanna heimsins sem ekki hika við að láta drepa saklaust fólk í leit sinni að betri heimi.
Tvískinnungurinn sem viðgengst í heiminum gagnvart því hvað eru lögleg morð á saklausum borgurum og hvað ekki, er augljós. - Hermenn mega drepa, ekki aðrir. En hverjir eru hermenn og hverjir ekki.
Hluti af hátterni Breivik í réttinum skýrist af hversu gegnsýrður hann er að þessum tvískinnungi. "Ég er riddari og yfirmaður í hinni norsku andspyrnuhreyfingu" segir hann og reynir um leið að varpa yfir sig og gjörðir sínar skikkju lögmætis, þ.e. sömu skikkju og liðsmenn svo kallaðra "frelsishreyfinga" brúka til að réttlæta voðaverk sín.
Miðað við hversu ógeðfeld þessi rök eru ná þau alveg tilætluðum árangri. Þegar nánar er athugað er skikkja þessi ofin úr sama þræði og öll önnur rök fyrir hernaði og mandrápum. - Það verður að drepa fólk til að fleira fólk verði ekki drepið eða hneppt í ánauð og við það að drepa annað fólk deyja einhverjir saklausir.
Breivik brosti í réttarsalnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 21:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.11.2011 | 17:15
Óttast mest að verða leiddur fyrir rétt
Hvað knýr Silvio Berlusconi til að þrjóskast eins lengi og auðið var við að segja af sér og boða svo endurkomu sína strax daginn eftir. Fólk getur verið sammála um að þessi umdeildi pólitíkus og athafnamaður, hljóti að vera afar stoltur maður fyrst hann lét sig ekki fyrr en tveir af helstu ráðamönnum Evrópu loks hlutuðust til um afsögn hans. Honum lætur illa að láta í minni pokann svo mikið er víst.
En það er annað sem hlýtur að halda þessum unglega 75 ára gamla ref gangandi og ákveðin í að komast aftur til valda og það er óttinn við að verða leiddur fyrir dómstóla og hljóta dóm fyrir þau afbrot sem hann er ásakaður um að hafa framið.
Sem forætisráðherra tókst honum að þagga niður í öllum sem vildu draga hann fyrir dómstóla og til þess beitti hann m.a. þeim ráðum að breyta lögum landsins svo friðhelgi hans í embætti yrði algjör. - Því fyrr sem Berlusconi fær aftur umboð kjósenda til að leiða ítölsku þjóðina, sem er greinilega ætlun hans, því fyrr kemst hann aftur í örugga höfn. -
Og nú sveija sumir og halda að hann hafi engan sjens eftir allt það sem á undan er gengið. - Kann að vera. Vonandi eru ítalskir kjósendur ekki eins og við hér á Íslandi.
Berlusconi boðar endurkomu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 17:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.11.2011 | 14:29
Hvað heitir okurlánarinn?
Ef þú leggur saman allt það sem allar þjóðir heimsins skulda, kemur í ljós að það er sem nemur 95% af vergri þjóðarframleiðslu allra landa heimsins samanlagt. Og hverjum skulda þjóðirnar svona mikla peninga.
Ekki hafa jarðarbúar slegið lán af annarri plánetu, eða hvað? -
Hver er sá sem heldur um skuldaviðurkenningar þjóða heimsins og getur með því að þrýsta á greiðslur komið þjóðum eins og Grikklandi og Ítalíu á svo kaldan klaka að það frýs meira að segja undir sjálfum Berlusconi?
Hvað heitir þessi okurlánari sem innheimtir svo háa vexti af skuldunautum sínum, sem lagðir eru síðan við verðbólginn höfuðstólinn, að greiðslufall, og í kjölfarið heimskreppa, virðist ætíð vera handan við hornið?
Hver kann svörin við þessari spurningu?
Getum komist út úr kreppu á þremur árum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 14:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
10.11.2011 | 21:04
Draumsóleyjarnar og enska landsliðið
Bretar gera mikið þessa dagana úr minningardeginum um fallna hermenn sem haldin er 11. nóvember hvert ár. Sagan segir að "á elleftu stundu, ellefta dags, ellefta mánaðar, ársins 1918", hafi verið samið um vopnahlé milli stríðandi fylkinga í heimsstyrjöldinni fyrri.
Dagurinn sjálfur er haldinn hátíðlegur með öllu því brölti sem herveldi á borð við Breta getur boðið upp á en mest ber á hinum eldrauðu pappírs-draumsóleyjum sem allir bera í barminum. Ekki sést kjaftur í sjónvarpinu vikur fyrir og vikum eftir daginn, sem þorir að láta sjá sig án þessa barmmerkis sem selt er af uppgjafa hermönnum landsins á hverju götuhorni.
Á laugardaginn leikur enska landsliðið í knattspyrnu gegn Spánverjum. Þeir fóru fram á við FIFA að fá að leika með draumsóleyjar bróderaðar á brjóst búninga sinna. FIFA neitaði og bar fyrir sig að slíkt væri ekki gott fordæmi og tefldi óhlutdrægni keppninnar í hættu. Englendingar gáfu sig ekki og báðu enn um undanþágu. FIFA neitaði aftur á sömu forsendum. -
Þess ber einnig að gæta að enskir landsleikir hafa oft áður verið leiknir beggja megin við minningardaginn en aldrei áður hefur verið gerð krafa um að leikmenn beri draumsóleyna á búningi sínum.
Þá var kominn tími fyrir England að draga fram stóru kanónurnar. Forsætisráðherrann froðufeldi af vanþóknun í þinginu og ritaði Sepp Blatter forseta FIFA harðort bréf og krafðist þess að liðið fengi að bera blómið sem hluta af búningi sínum. - William prins sem er heiðursforseti enska knattspyrnusambandsins lagðist líka á árina og ritaði Blatter einnig bréf sama efnis. -
Þessi pressa hafði áhrif og enska landsliðinu var leyft að bera draumsóleyjar bróderaðar á svart sorgarband sem þeir hugðust einnig bera á upphandlegg. - Þetta á einnig við um lið þeirra undir 21.árs, sem keppir við lið Íslands í kvöld.
Heimsstyrjöldin síðari átti að vera "stríðið sem endaði öll stríð". Þrátt fyrir vopnahléið sem Bretar og samveldisþjóðir þeirra halda hátíðlegt, hélt stríðið áfram og leiddi síðan af sér enn fleiri stríð í Evrópu. Þegar stríðinu lauk, voru gerðir við Þjóðverja miklir nauðungarsamningar sem fólu í sér eftirgjöf á stórum landsvæðum, þrátt fyrir að þeir höfðu ekki tapað feti af eigin landi í sjálfu stríðinu. - Uppgjöfin og hinir svo kallaðir Versalasamningar sem fylgdu í kjölfarið voru af mörgum Þjóðverjum álitnir mikil svik við þýsku þjóðina. Þeirra á meðal var tví-heiðraður sendiboði fyrir fótgönguliðið, sem þá lá á sjúkrahúsi með tímabundna blindu þegar samningarnir voru gerðir og hét Adolf Hitler.
Pappa-draumeyjasólirnar sem styrinn stóð um og tengsl þeirra við minningardaginn, má rekja til ljóðsins"In Flanders Fields" eftir kanadíska herlækninn John McCrae sem samdi það árið 1915.
Um þessar mundir eru Bretar flæktir í afar óvinsælar og umdeildar hernaðaraðgerðir. Hermenn þeirra koma vikulega heim í líkpokum og stöðugt er haldið að almenningi í gegnum fjölmiðla að þeir hafi dáið fyrir frelsi og öryggi breskra þegna. Að sama skapi og óvinsældir stríðsbröltsins aukast, hafa stjórnvöld lagt áherslu á að almenningur sýni stuðning við hermennina sem berjast í stríðunum, jafnvel þótt hann styðji ekki stefnu stjórnvalda. Þannig eru forsendur kröfu þeirra ensku ljósar.
Þótt FIFA hafi gefið eftir að þessu sinni standast rök þeirra að fullu fyrir að hafna slíkum merkingarhlöðnum og pólitískum táknum á búninga í landskeppnum. Fordæmið er hættulegt en vonandi dregur það ekki dilk á eftir sér.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 21:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.11.2011 | 00:06
Sturlaðir herramenn
Hermenn eru þjálfaðir til að drepa annað fólk. Það er atvinna þeirra og tilgangur. Bestu hermennirnir eru þeir sem geta drepið að boði yfirmanna sinna, án hiks eða vamms. Góðir hermenn þurfa að vera góðir manndráparar, hlýðnir og tryggir yfirboðurum sínum.
En svo eiga þeir líka að vera siðprúðir, vammlausir og heilsteyptir einstaklingar, kurteisir og hjálpsamir, áreiðanlegir og snyrtilegir og hafa tileinkað sér allt það sem best má prýða skapgerð ungra manna, auk þess að vera dráparar.
Þegar að hermenn gera árás á óvini sína vita þeir að almennir borgarar deyja. Í flestum styrjöldum deyja fleiri óbreyttir borgarar en hermenn. - Að drepa óbreytta borgara er því hluti af hernaði og dagsverkum hermanna.
Fall óbreyttra borgara í stríði er kallað "hliðarverkandi skaði" á hermannamáli. Það er gert ráð fyrir því í öllum hernaðaráætlunum. Þegar árásirnar á Hírosíma og Nagasaki voru gerðar, voru t.d. skotmörkin óbreyttir borgarar.
Af og til taka bandarísk stórnvöld sig samt til og rétta yfir hermönnum sínum fyrir að drepa óbreytta borgara. Þeir læsa þá inni í herfangelsum sínum eftir að hafa þjálfað þá til að drepa og sigað þeim fram á vígvellina sem oftar en ekki eru hýbýli hinna almennu borgara. Fyrir sitt leiti finnst hermönnunum þeir aðeins vera að vinna vinnuna sína. -
Yfirmenn hermála halda að með þessu sanni þeir, að þeir sjálfir og "sakborningarnir"séu enn mennskir
Í sturluðum hugarheimi sínum ímynda þeir sér að reglur mannlegs samfélags nái til hegðunar þeirra og verk þeirra dæmist eftir einhverjum sammannlegum mælikvörðum.
Hvílík blekking! Hvílík sturlun!
Safnaði fingrum af líkum sem sigurtákni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
25.10.2011 | 11:27
Herfanginu skipt
Líbíumenn fagna nú, flestir hverjir, dauða Gaddafis og að hann er loks kominn undir græna torfu (eða gulan sand). Þjóðarleiðtogar NATO ríkjanna eru einnig kampakátir og eiga það sameiginlegt með leiðtogum Íran að fagna sigri hinna fjölmörgu sundurleitu flokka og ættbálka sem tóku sig saman um hríð til að sigrast á Gaddafi og liðsmönnum hans. -
Allir sem til þekkja vita að eftirleikurinn í Líbíu verður ekki auðveldur og e.t.v. blóðugri og langvinnari en þetta svo kallaða "frelsisstríð" sem lauk að mestu með dauða Gaddafis. - Eins og þessi frétt drepur á, eru allar fylkingar í landinu orðnar afar vel vopnum búnarr eftir að hafa tæmt vopnabúr hers Gaddafis í herferðum sínum. - Við taka nú átök og erjur um völdin í landinu og skiptingu á olíulindum og öðrum auðlindum, þess rétt eins og gerst hefur í Írak og Afganistan.
Bráðabirgðastjórn landsins sem eflaust á eftir að sitja í drjúgan tíma í skjóli verndara sinna, þ.e. NATO ríkjanna, situr í tómarúmi og verður að byggja upp nýtt stjórnkerfi frá grunni í landinu. - NATO ríkin bíða í ofvæni eftir verðlaunum sínum, þ.e. aðgang að auðugustu olíulindum Afríku sem þegar best lét, lögðu til 2% af daglegri olíuframleiðslu heimsins.
Ítalir, Frakkar, Bretar og USA munu skipta þessu herfangi á milli sín eins og gert er ráð fyrir í samkomulagi þeirra á milli áður en NATO hóf árásirnar á Líbíu.
Vopn á víð og dreif í Líbíu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)