Færsluflokkur: Utanríkismál/alþjóðamál
22.3.2013 | 12:54
Nályktin loðir við Framsóknarflokkinn
Um þetta leiti minnumst við skelfilegra afglapa forystumanna Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks sem áttu sér stað fyrir 10 árum. Ótrúlegt en satt, því þeir eru enn að. Meira en tíu ár eru liðin frá því að þeir Davíð Oddson og Halldór Ásgrímsson gerðu þjóðina með yfirlýsingum sínum um stuðning hennar við innrásina í Írak, meðábyrga og samseka í skelfilegri og ólöglegri styrjöld sem enn sér ekki fyrir endann á. -
Innrásin var gerð á fölskum forsendum og síðar reynt að réttlæta hana á forsendum sem innrásaraðilarnir gerðu hlægilegar með eigin hegðun í landinu þegar þeir sjálfir voru staðnir að pyntingum og fjöldamorðum.
Það var jú gott að losna við Saddam segja Írakar, en sýnu verra að sitja uppi með setuliðið.
E.t.v. vilja Íslendingar gleyma sem fyrst þessum ljóta bletti á sögu sinni og það er skiljanlegt. En það gera þeir varla með að verðlauna og hampa þeim flokkum og því fólki sem að hneisunni stóðu. Í hvert sinn sem brautargengi þeirra vex leggur fyrir vit fólks áleitin þef.
Nályktin frá Írak loðir enn við Framsóknarflokkinn og þaðan hefur ekki enn borist svo mikið sem stuna um að þeir sjái eitthvað athugavert við ódæðisverk forystusauða sinna.
Og þeir vissu fullvel hverju þeir gengu að.
"Þátttaka á lista hinna staðföstu þjóða fólst í pólitískri yfirlýsingu og henni fylgdu ekki aðrar skuldbindingar á því stigi. Þær pólitísku yfirlýsingar voru gefnar af réttum aðilum og voru í fullu samræmi við margendurteknar yfirlýsingar forustumanna stjórnarflokkanna, um að ekki væri hægt að útiloka valdbeitingu í Írak." sagði Davíð Oddson á sínum tíma.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 15:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.5.2012 | 10:40
Þar sem mömmur fá að borða
Það er oft gert grín af því þessa dagana þegar stjórnmálamenn segjast vilja standa vörð um heimilin og velferðarkerfi þjóðarinnar. Sérstaklega hljóma slíkar yfirlýsingar klisjulegar í eyrum hinna atvinnulausu og þeirra sem misstu eignir sínar ofaní lánakörfur bankanna. -
Þess vegna er gott að vera minntur af og til, hvernig líf okkar væri án þess sem unnist hefur í velferðar- mennta og samfélagsmálum í landinu og hvað það er sem við viljum standa vörð um í okkar menningu.
Ísland hefur til margra ára haft lægstu tíðni ungbarnadauða i heiminum og það er einmitt mennta og heilbrigðiskerfinu að þakka, segjum við.
En það sem skekkir samanburð í þessum efnum, við þjóðir hinum megin á skallanum, er að hér á landi þykir það sjálfsagt að bæði móðir og barn skorti aldrei grundvallar lífsforsendur eins og næringu. Við tilheyrum sem sagt þeim löndum þar sem mömmur fá að borða.
Það er skelfilegt að hugsa að við búum en í heimi þar sem í löndum sem neðst koma á besta mömmulands-listanum, búa mæður og hvítvoðungar við varanlegt hungur og næringarskort sem dregur þau til dauða frekar en nokkuð annað.
Eða eins og segir í þessari ágætu grein hér að neðan;
"Vannæring er undirliggjandi orsök að minnsta kosti fimmtungs dauðsfalla mæðra og þriðjungs barna í heiminum. Meira en 171 milljón barna þjáist af falinni vannæringu sem hefur varanleg áhrif á líkamlegan og andlegan þroska þeirra og gerir þeim ókleift að ná þeim árangri sem þau gætu annars.
Gott að vera móðir á Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 10:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
7.5.2012 | 00:38
Halldór og Huang nudda salti í sárin
Talsmaður Huang Nubo á Íslandi, Halldór Jóhannsson getur ekki stillt sig um að senda Ögmundi tóninn og ulla svolítið á hann í leiðinni og fetar þar í fótspor húsbónda síns sem sendi Ögmundi langt nef í gegnum kínverska fjölmiðla um helgina.
Ögmundur hefur hvað eftir annað bent á þá augljósu staðreynd að það getur ekki verið farsælt veganesti í ferðaþjónustu, að leggja upp í óþökk þeirra sem landið byggja og eiga von á andúð þeirra sem ætlað er að starfa við fyrirtækið eða greiða veg þess í gegnum kerfið.
Varla verður flugvöllur byggður á Grímsstöðum nema í góðu samstarfi við íslensk yfirvöld og varla verður eins umsvifamikil ferðaþjónusta og herra Huang hyggur á, að veruleika nema að við hana vinni fjöldi Íslendinga.
En kannski er þetta allt saman hluti af fléttunni sem Huang hefur í huga. Þessi hroki og skeytingarleysi gagnvart íslenskum stjórnvöldum, kemur alveg heim og saman ef Huang hyggist ekki ráða Íslendinga til þeirra verka sem hann vill láta vinna á Grímsstöðum, hver sem þau eru.
Og e.t.v. er allt þetta tal um flug- og golfvelli aðeins til að slá ryki og dollaramerkjum í augu viðsemjanda hans. E.t.v. hyggist Huang halda sig við kínverskt vinnuafl og stóla á að dollararnir greiði götu hans með annað. Þannig hefur háttur hans verið fram að þessu og engin ástæða til að ætla að hann fari nú að breyta um stíl.
Ögmundur á eftir að gleðjast líka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
19.4.2012 | 08:44
Fangar Wen Jiabaos
Í Kína Wen Jiabaos Forsætisráðherra sitja hundruð þúsunda meðlima Falun Gong hreyfingarinnar í fangelsum. Þar sæta þeir bæði andlegu og líkamlegum pyntingum á hverjum degi. Mannréttindabrot og glæpir Wen Jiabaos og stjórnar hans á meðlimum Falun Gong sem og öðrum minnihlutahópum í Kína sem og í löndum sem Kínverjar hafa hernumið, eru hneisa sem siðmenntaðar þjóðir heimsins ættu ekki að líða með því að hafa samskipti við Kínversk stjórnvöld fyrirvaralaust.
Það er hneisa að tekið skuli á móti Wen Jiabaos á Íslandi eins og ekkert sé. Með slíku eru íslensk stjórnvöld fyrir hönd íslendinga að leggja blessun sína yfir athæfi kínverskra stjórnvalda.
Á meðan Wen Jiabaos belgir sig út á kræsingum með forseta Íslands á Bessastöðum, sem íslenskir skattgreiðendur borga fyrir, svelta þúsundir manna í Kína sem Wen Jiabaos hefur látið fangelsa fyrir það eitt vera ekki sammála pólitískri stefnu hans.
Wen Jiabaos, forsætisráðherra Kína, þarf samt ekki að kvíða því að stjórnvöld hér á landi geri ekki allt sem þau geta til ð þóknast honum. Þau kæra sig kollótt þótt umferðin riðlist eitthvað þar sem hann fer um. Það er orðin hefð fyrir því að þegar stórmenni frá Kína koma í heimsókn, fyllist bærinn af öryggisvörðum og íslensk stjórnvöld leggja sig líma við að fara að óskum þeirra á allan hátt.
Íslensk stjórnvöld hika heldur ekki við að neita fólki að koma til landsins, álíti þau að það sé Kínverjum þóknanlegt.
Íslensk stjórnvöld hika ekki við að hneppa saklaust fólk í stofufangelsi, til að þóknast Kínverjum.
Íslensk stjórnvöld hika ekki við að vísa öllu gulklæddu fólki í burtu og úr sjónlínu Wen Jiabao svo það verði ekki til ama fyrir hann og hans slekti.
Undirlægjuháttur stjórnavalda við nútímalega nýlendustefnu Kínverja er með ólíkindum og daður þeirra við kínversk stjórnvöld og fjármagn þeirra getur hæglegra orðið hættulegra fullveldi þjóðarinnar en nokkuð annað.
Umferðartafir vegna heimsóknar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 09:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
28.12.2011 | 17:52
Fordæmi báðar tegundir gyðingahaturs
Af síðustu færslu minni, sem fjallaði um gyðingahatur á Íslandi spunnust nokkrar umræður. Nokkrar af fyrstu athugasemdunum gáfu til kynna að lesendur höfðu misskilið efni hennar.
Henni var fyrst og fremst ætlað að vera háð um þá skoðun að öll gagnrýni á stjórnvöld í Ísrael skuli túlka sem gyðingahatur og hvernig hversdagslega hluti má túlka sem gyðingaandúð, ef vilji er fyrir hendi. - Þessi misskilningur var svo sem ágætis lexía fyrir mig, um að stóla ekki um of á skopskyn sumra lesenda minna þegar kemur að hitamálum sem þessum.
En svo það sé alveg á tæru, þá lýsi ég mig á móti gyðingahatri, báðum tegundunum. Ég sem sagt fordæmi hatur á gyðingum og einnig hatur gyðinga á öðrum.
Kynþátta og trúarlegir fordómar hafa eitt sterkt einkenni og því er ekki mikill vandi í sjálfu sér að greina þá. Einkennið er að sá sem þjáist af þeim og reynir að halda þeim á lofti í umræðu, fyrirgerir fljótlega öllum vitsmunalegum rökum og byggir málflutning sinn þess í stað á tilfinningum sínum. -
Þetta staðfestir að orsökin fyrir raunverulegum fordómum er ekki "þekkingarskortur" eða "skilningsleysi" heldur tilfinningaleg innræting, sem getur verið erfitt að yfirstíga.
Fólk segir oft t.d; ég er ekki með neina fordóma. Ég dæmi ekkert fyrirfram. Ég veit bara að gyðingar eru ætíð til vandræða, hvar sem þeir eru. - Eða það segir; allur stuðningur við málstað Palestínu er ekkert annað en gyðingahatur.
Alhæfingar sem þessar standast enga vitsmunalega skoðun, engin rök styðja þær. Aðeins tilfinning viðkomandi fyrir málefninu, fær hann til að staðhæfa svona lagað.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
26.12.2011 | 20:04
Gyðingahatur Íslendinga
Rangfærslur í Haaretz! Nei, það getur ekki verið. - Þeir sem halda að þessar rangfærslur séu bara einhver misskilningur, eru ekki alveg með á nótunum. Það vita það allir að Íslendingar eru gyðingahatarar og það sést best á því að þeir hafa nú viðurkennt Palestínu sem sjálfstætt ríki.
Palestína vill útrýma Ísrael, og Íslendingar styðja Palestínumenn í því. - Þessi grein í Haaretz er aðeins byrjunin. Á næstu mánuðum munu Ísraelsmenn verða leiddir í allan sannleikan hverskonar hyski býr á Íslandi.
Íslendingar hafa hvað eftir annað sýnt að þeir eru á móti zíonistum og hafa meira að segja gagnrýnt stjórnvöld í Ísrael fyrir ýmislegt. Það gerir þá að Gyðingahöturum. Gyðingahatur er skilgreint þannig að ekki er hægt að gagnrýna neitt sem Ísraelar eða stjórnvöld þeirra gera, nema það sé af gyðingahatri. Og þegar að gyðingar sjálfir gagnrýna t.d. gjörðir stjórnvalda sinna, er það af sjálfshatri. -
Þess vegna getur blað eins og Haaretz ekki sagt neitt ósatt um Íslendinga. - Og það þýðir ekkert fyrir Hope Knutsson að mótmæla því að hún er leiðtogi Gyðinga á Íslandi. Og það þýðir ekki neitt fyrri Dorrit að mótmæla því að hún er svikari við málstaðinn af því að hún kom ekki í öll boðin.
Efast um ótta gyðinga hérlendis | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt 27.12.2011 kl. 07:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (113)
18.12.2011 | 12:38
Lélegt kínverskt leikrit
Á meðan kínversk yfirvöld leita fanga fyrir land sitt og þjóð í auðlindum annarra landa, verða þau af og til að svara þeirri gagnrýni að í Kína séu mannréttindi ekki virt. Kínverjar vilja sýnast vera á sama róli og vestrænar þjóðir þegar kemur að mannréttindum og í ár þegar alda mótmæla skall á vesturlöndum, fóru allt í einu að berast fréttir af mótmælum og róstri frá fámennum þorpum í Kína.
Einhvern veginn finna nauða-ómerkilegar frétta- klippur frá Kína sér leið inn á helstu fréttastofur heimsins þar sem þær hjálpa til við að gefa Kína þá ímynd að þar sé allt eins og í flestum öðrum löndum, fólk haldi þar t.d. jóladansleiki þar sem smá pústrar eru ekki tiltökumál.
Áróðursvél kommúnistaflokksins í Kína er búin að þaulhugsa fléttuna og nú hafa kínversk yfirvöld fréttir og myndir af mótmælum sem þeir geta vísað til um leið og þeir vísa allri gagnrýni á sjálft stjórnarfarið á bug. -
Að þessu sinni sýnir myndskeiðið öryggisverði fitla við rafmagnskassa utan á einhverri byggingu. Síðan sjást 16 öryggisverðir þramma upp að byggingunni og upp á svið. Þar reynir einhver borgaraklæddur sviðsmaður að beina þeim burtu en annar ofstopafullur óeinkennisklæddur maður sem þó virðist njóta verndar öryggisvarðanna, nær hrekja hann út af sviðinu með aðstoð þriðja aðila sem allt í einu stekkur upp á sviðið og lætur höggin dynja á sviðsmanninum.
Sviðsetningin er augljós, en leikritið er lélegt.
Slegist á jólasamkomu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 13:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.12.2011 | 23:14
Eftirmæli
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.12.2011 | 01:08
Með kveðju frá Kína
Myndirnar hér að neðan sýna ungar konur í fangelsi í Kína. Af myndunum mætti halda að konurnar væru aðeins að sinna sínum daglegu störfum í fangelsinu. Samt eru myndirnar teknar aðeins nokkrum tímum og sumar, nokkrum mínútum áður en þær voru leiddar út í fangelsisgarðinn og skotnar í hnakkann.
Fyrsta myndin er af Dai Donggui, sem hlaut dauðadóm fyrir eiturlyfjasmygl. Hún mátar fatnaðinn sem hún ætlar að klæðast við aftökuna, sem fer fram morguninn eftir.
Síðasta óskin; Kl: 21:15 kvöldið fyrir aftöku sína fær Li Jujua, dæmd til dauða fyrir eiturlyfjasölu, fangavörð til að skrifa niður síðustu óskir sínar.
Undirbúningur; Donggui, í járnum bæði á höndum og fótum, brýtur hún saman klæðnað sinn í á mottunni sem hún mun sofa á síðustu nóttina.
Síðasta máltíðin; Donggui tekur upp skál með grænni baunasúpu, McDonalds franskar kartöflur, hamborgara og ís.
Xiuling, er sú yngsta af konunum á dauðadeildinni. Hún virðist óróleg. Annar fangi matar hana seint um kvöldið fyrir aftökuna
.
Vottur af mannlegri reisn; Xiuling brosir um leið og hún treður sér í skóna sem hún gengur í til aftöku sinnar.
Beðið eftir að tíminn líði; Xiuling og Ma Qingxiu, báðar dauðadæmdar, spila á spil en fangaverðir og aðrir fangar horfa á.
Kínaforseti fagnar Íslandstengslum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
10.12.2011 | 13:31
Kína gefst ekki upp
Huang Nubo er ekki af baki dottinn þótt hann hafi fengið neikvætt svar um að kaupa Grímsstaði. Þrátt fyrir yfirlýsingar hans um að honum hafi verið sýnt óréttlæti og hann hafi mætt þröngsýni, og að hann hafi að þeim sökum hætt við að reyna að kaupa Grímsstaði, er hann aftur farinn að banka á dyrnar hjá stjórnvöldum á Íslandi.
Huang vill endilega kaupa Grímsstaði og einhverjir sem telja sig geta komið hlutunum þannig fyrir að það sé hægt, eggja hann áfram. Huang hélt því fram að hann hefði ekki tapað neinu sjálfur á tilraun sinni til að ná Grímsstöðum. Nú segir hann að ferlið hafi kostað mikið fé. Hver var það sem kostaði tilraunina?
En umdeild ákvörðun Ögmundar, er sem sagt í endurskoðun, viðhorf Huangs til stjórnarfarsins á Íslandi hlýtur að vera endurskoðun og ákvörðun hans um að fjárfesta einhversstaðar annarsstaðar er í endurskoðun. - Allt þetta endurskoðunarferli fer að stað eftir að ljóst varð að kínversk yfirvöld eru ekki á þeim buxunum að endurskoða sína stefnu sem er að ná með einhverju móti fótfestu á landi sem liggur að norður heimsskautasvæðinu og þeim siglingaleiðum sem þar eru að opnast.
Ögmundur vann þessa orrustu, en stríðið er ekki búið. Það sem Kína vill, fær Kína. - Gömlu geimvísindaskáldsögurnar um ófreskjurnar sem komu utan úr geimnum til jarðarinnar í leit að nýtanlegum auðlindum, eftir að hafa gjörnýtt sínar eigin, er orðin að veruleika. Nema að það eru ekki geimverur sem fara um jörðina og mergsjúga hana hvar sem þeir fá tækifæri til, heldur Kínverjar.
Fólk sem heldur enn að Huang sé að sækjast eftir því að fjárfesta á Íslandi af einhverjum mannúðarhugsjónum, ættu að kynna sér starfsemi kínverskra fyrirtækja í þeim Afríkulöndum sem þeir hafa náð náð að nýta sér fátækt og ringulreið til að komast að auðlindum landsins, sem sumstaðar þeir greiða fyrir með vopnum og "vernd". Einnig í suður Ameríku hafa kínversk fyrirtæki, í krafti nýfengins dollara-gróða sem skapaður er með blóði og svita fátækrar kínverskrar alþýðu, keypt gríðar stór landsvæði og þar á meðal heilu fjöllin til að vinna úr þeim málma og efni sem þeir flytja síðan til Kína til frekari vinnslu.
Vonandi sjá íslensk stjórnvöld og almenningur í gegnum þessa svikamillu Huang Nobo fyrir hönd kínverskra stjórnvalda og hafna öllum tilboðum í að gera íslensk landsvæði að nýlendum þeirra.
Vill enn fjárfesta á Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)