Þar sem mömmur fá að borða

Það er oft gert grín af því þessa dagana þegar stjórnmálamenn segjast vilja standa vörð um heimilin og velferðarkerfi þjóðarinnar. Sérstaklega hljóma slíkar yfirlýsingar klisjulegar í eyrum hinna atvinnulausu og þeirra sem misstu eignir sínar ofaní lánakörfur bankanna. -

Þess vegna er gott að vera minntur af og til, hvernig líf okkar væri án þess sem unnist hefur í velferðar- mennta og samfélagsmálum í landinu og hvað það er sem við viljum standa vörð um í okkar menningu.

Ísland hefur til margra ára haft lægstu tíðni ungbarnadauða i heiminum og það er einmitt mennta og heilbrigðiskerfinu að þakka, segjum við.

En það sem skekkir samanburð í þessum efnum, við þjóðir hinum megin á skallanum, er að hér á landi þykir það sjálfsagt að bæði móðir og barn skorti aldrei grundvallar lífsforsendur eins og næringu.  Við tilheyrum sem sagt þeim löndum þar sem mömmur fá að borða.

Það er skelfilegt að hugsa að við búum en í heimi þar sem í löndum sem neðst koma á besta mömmulands-listanum,  búa mæður og hvítvoðungar við varanlegt hungur og næringarskort sem dregur þau til dauða frekar en nokkuð annað.

Eða eins og segir í þessari ágætu grein hér að neðan;

"Vannæring er undirliggjandi orsök að minnsta kosti fimmtungs dauðsfalla mæðra og þriðjungs barna í heiminum. Meira en 171 milljón barna þjáist af falinni vannæringu sem hefur varanleg áhrif á líkamlegan og andlegan þroska þeirra og gerir þeim ókleift að ná þeim árangri sem þau gætu annars.“


mbl.is Gott að vera móðir á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þér fyrirgefið en ég æli þegar ég heyri aðalinn á Íslandi, tala um hvursu yndislegt sé að vera til, hvort sem hann er að tala um sjálfan sig sem foreldra, ferðamann, eða annað. Auðvitað er yndislegt að vera til, þegar hvorki niðurlæging né fátækt halda manni í heljargreipum.

Bara æli.

Þér fyrirgefið.

Jonni (IP-tala skráð) 8.5.2012 kl. 13:14

2 identicon

Það er í besta falli hlægilegt að aðallinn ferðist, (á kostnað okkar?) til útlanda þar sem hungursneyð og ungbarnadauði er daglegt brauð, og komi síðan heim með boðskap sem ætlað er að sætta okkur við það ömurlega ástand sem hér ríkir. (Hvað var það annars sem við vissum ekki um Gíneu?)

Og ersvona yndislegt að "vera mamma á Íslandi". Velferð stuðlað að því já? Heilbrigðiskerfinu er haldið uppi af þrældómi, ómennskum vöktum, fórnfýsi, kulnun í starfi og fleiru sem Katrín Júlíusdóttir ætti að öskra út um allar koppagrundir og gera allt vitlaust vegna, í stað þess að hjala um hvað það sé yndislegt að vera hún með tilheyrandi fríðindum. Afsakið að ég æli.

Jonni (IP-tala skráð) 8.5.2012 kl. 13:22

3 Smámynd: Þorsteinn J Þorsteinsson

Tad er natturulega ekki hægt bara ad seigja alt er gott a Islandi af tvi ad teir fa ekki ad eta i Nigeriu eda a ødrum stødum i heiminum,tvi ef vid mydum okkur vid taug lønd sem vid ju teljum okkur vera samaanburdarhæf med,ta kemur alt annad i ljos,mynni kaupmattur,mynnipeningar toil baarnafjølskildna minna til einstædra mædra minna til øryrkja,og lelegustu Rikisstjorn sem setid hefur i Evropu

Þorsteinn J Þorsteinsson, 8.5.2012 kl. 14:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband