Færsluflokkur: Utanríkismál/alþjóðamál

MIkilvægt að niðurlægja Gaddafi

Mikið er gert úr því að Gaddafi hafi fundist í holu eða ræsi þegar hann var handtekinn og síðan myrtur af æstum múgnum. Að Gaddafi hafi reynt að forða sér á flótta undan ofsóknarmönnum sínum og fela sig einsamall í ræsi eftir að fylgismenn hans voru fallnir, er sagt vera merki um hversu lágt þessi fyrrverandi þjóðarleiðtogi sem taldi stórmenni og þjóðhöfðingja til vina sinna,  hafði fallið. En ekki síður þykja flóttatilraunir hans merki um hversu ragur hann var. -  Ræsisrottu kalla þeir landsföðurinn nú.

Mikið var gert úr niðurlægingu Saddams Husayn, þegar hann á sínum tíma fannst í hrörlegu jarðbyrgi og var handtekinn.  Myndirnar af handtöku hans áttu að sýna fylgismönnum hans hversu lítill maður foringi þeirra raunverulega var og draga úr þeim kjarkinn til frekari andstöðu. Það tókst nú bærilega, eða hitt þó heldur.- 

Líklega hefur Gaddafi grunað að ekki var mikillar miskunnar að vænta frá óvinum sínum enda kom það á daginn. Hann var helsærður dregin um götur Sirte borgar og að lokum skotinn í höfuðið.  Það er óvinum Gaddafi mikilvægt að hróður hans verði sem minnstur eftir dauða hans og óvirðingin við líkama hans, eftir dauða hans, er hluti af því.

 Og nú vilja menn í vestri fá að vita hver tók í gikkinn. Það er greinilegt að vestrænum pótintátum hefur ofboðið mðferðinni  sem Gaddafi  fékk. Blair og fleiri, sem áttu vingott hinn fallna foringja, eru sagðir ævir yfir henni. - En þeir láta sér í léttu rúmi liggja fjölda almennra borgara sem fallið hafa í þessari borgarastyrjöld, nota bene, flestir fyrir hendi  NATO í árásum þeirra í landinu.


mbl.is Jarða Gaddafi með leynd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Myndskeið Al Jazeera af dauða Gaddafis

Al Jazeera sjónvarpsstöðin byrti fyrri skömmu þetta myndskeið af dauða Gaddafis. Myndskeiðið sýnir hvernig dauða hans bar að. Það er greinilegt af myndbandinu að algjör ringulreið ríkir og æstur múgurinn fer illa með helsærðan manninn sem lítið eða ekkert lífsmark virðist vera með. - Myndin er klárlega tekin áður en reynt vara að koma Gaddafi á sjúkrahúsið í Misrata, sé rétt haft eftir "hermönnunum". - Nú er ekki víst að þetta youtube myndskeið fái að lifa þar lengi. Þegar hafa verið fjarlægð þaðan öll önnur myndskeið af dauða Gaddafis.


mbl.is Var Gaddafi tekinn lifandi?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er blóð-koltan í þínum farsíma?

KoltannámaMannskæðasta styrjöldin síðan að heimstyrjöldinni síðari lauk er seinni borgarastyrjöldin í Alþýðulýðveldinu  Kongó eða Austur-Kongó. (Ruglist ekki saman við nágrannaríkið Lýðveldið Kongó) 

Í þessu stríðshrjáðasta landi veraldar þar sem íbúafjöldi er yfir 70 milljónir, er talið að yfir fimm milljónir manna og kvenna hafi látið lífið í stríðinu sem hófst 1998 og stundum er kallað Koltan stríðið.

Þá er einnig álitið að meira en 300.000 konum hafi verið nauðgað af stríðandi fylkingum landsins í þessum átökum. - Engar nákvæmar tölur eru til yfir alla þá sem látist hafa af völdum hungurs og sjúkdóma sem stríðið olli í landinu.

Þrátt fyrir að styrjöldinni hafi verið formlega lokið 2003 halda erjurnar áfram fram á okkar dag. Bitbeinið er eins og áður, yfirráð yfir auðugum kassiterít, wolframít og koltan námum, en þetta eru efni sem mikið eru notuð við framleiðslu farsíma, fartölva og MP3 spilara.

Í dag eru flestar námurnar undir löglega kjörinni stjórn landsins. 

Koltan námubarnEn hvernig fjármagna stríðsherrarnir sem enn eru að, stríðsrekstur sinn? - Meðal annars með sölu á koltani sem unnið er úr jörðu í myrkviðum frumskógarins í Kongó. - Í "koltan-námum" þessum vinna einkum ungir drengir við skelfilegar aðstæður. Hitinn nær tíðum yfir 45 gráður niðrí holunum. Oft falla holunar saman og námudrengirnir farast. Þeir hætta lífi og limum daglega fyrir smáræði.

Koltan er iðnaðarheiti en efnið er notað til framleiðslu tantalum sem aftur gerir framleiðslu á afar hitaþolnum örrásum og örgjörfum mögulega. Stríðsherrarnir sem reka námurnar senda það oftast flugleiðis til Góma og þaðan er það sent landleiðina til Úganda og síðan til Mombasa í Kenía. Þar er efnið brætt saman við koltan sem kemur víðs vegar að úr heiminum, Þannig er ekki hægt að greina á milli blóð-koltans og þess sem er löglega unnið.

Koltan er notað í farsímaTil þess er tekið í umræðunni um blóð-koltan að rétt um 1-10% af tantalum sem notað er til iðnaðar í heiminum komi frá Afríku.

Samt treysta stærstu farsíma-framleiðendur heimsins eins og NOKIA, sér ekki til að fullyrða að framleiðsla þeirra sé laus við blóð-koltan. -

Kosnaðurinn við að hringja úr farsíma er því enn ekki talinn í krónum einum.


Upplýsingaskömmtun í anda Kína

Þetta er Bretum líkt. Að banna auglýsingu sem kemur illa við kaunið á breskum og bandarískum stjórnvöldum og bendir á skammarlega frammistöðu þeirra í Afríkulöndum þar sem milljónir svelta heilu hungri þessa dagana. Að bera því fyrir sig að auglýsing Bono og félaga sé of pólitísk er fáránlegt. Það er aðeins verið að tryggja að sjónarmið stjórnvalda ein heyrist. 

Fáu efni er helgaður jafn mikill tími og pólitík  í ríkissjóvarpinu þeirra BBC. Þeir sjónvarpa að sjálfsögðu frá þingfundum, báðum deildum. Að auki senda þeir út frá þingunum í Skotlandi og Welsh. Sjónvarpað er daglangt frá landsfundum stóru flokkanna þriggja, pólitískir umræðuþættir eru fjölmargir, auk þess sem fréttatímar gera auðvitað stjórnmálum góð skil. - Megnið af þessu er flokkspólitískt þus um innanríkismál.

Þegar sagt er frá hernaðarbrölti þeirra í Afganistan eru það yfirleitt lof yfirmanna hersins um látna drengi sem þeir eru að senda heim í líkkistum eða myndir af hermönnum á hlaupum milli húsarústa í Helmut héraði. - Umræður um styrjaldir Breta, í Afganistan, Í Líbýu eða Írak eru fáar nú orðið.

Sveltandi börn í Afríku, fá heldur ekki mikla umræðu á sjónvarpsstöðvum BBC. - Þegar að fjárlagatölur um aðstoð Breta við þróunarríkin voru gerða kunnar fyrir fáeinum vikum fór mesta púðrið í að ræða hvort Bretar ætluðu virkilega að senda peninga til lands sem hefði sína eigin geimferðaáætlun. -


mbl.is Hungurauglýsing Bonos bönnuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ætla að hengja prestinn

yosef-nadarkhaniJósef Nadarkhani er 34 ára kristinn íranskur prestur. Honum hefur verið gefið að sök að hafa gengið af trúnni (Íslam) og stunda trúvillu. Í réttarhöldunum yfir honum á síðasta ári kom fram að írönsk yfirvöld álíta að hann hafi verið múslími þegar hann var 15 ára (fullveðja samkvæmt lögum Íslam) og hafi því réttlega gengið af trúnni þegar hann tók kristna trú.

Þessu neitar Jósef og segist aldrei hafa verið múslími. Dómararnir bentu þá á að hann væri af íslömskum ættum og dæmdu hann til dauða. Yfirréttur staðfesti þann dóm nýlega en gaf Jósef þrjú tækifæri til að afneita hinni kristnu trú fyrir dóminum og komast þannig hjá aftöku. Jósef þáði ekkert þeirra og bíður nú eftir dauðadómnum verði fullnægt í þessari viku.

Jósef NadarkhaniÞrátt fyrir að kristnir, gyðingar og fylgjendur Zóroasters eigi að njóta friðhelgi (sem fólk bókarinnar) undir Íslam samkvæmt Kóraninum, hefur aukin harka færst í ofsóknir á hendur þessum minnihlutahópum í Íran síðustu misseri. - Hún er rakin til yfirlýsingar Ayatollah Ali Khamenei, æðsta leiðtoga landsins og yfirklerks, sem hann sendi frá sér fyrir u.þ.b. ári síðan; "Markmið óvina Íslam er að veikja trúarbrögðin í írönsku samfélagi og til að ná því markmiði útbreiða þeir siðleysi, tómhyggju, falska dulhyggju,  Bahai-isma og stofnsetja heimakirkjur."

Ofsóknirnar eru vitanlega í blóra við allar alþjóðasamþykktir og jafnvel einnig  stjórnarskrá Íran sem kveður á um að trúfrelsi skuli vera í landinu. Enn eins og í öðrum löndum þar sem þjóðernishyggjan og hræðsluáróðurinn beinist fyrst og fremst að innri óvinum frekar en þeim sem landinu ógna utanfrá, gleymast fljótt lög og reglur, hvaðan sem þær koma. Ofsóknabrjálæði stjórnvalda í Íran beinist nú í auknum mæli gagnvart öllum sem ekki tilheyra rétttrúnaði Shia klerksins í Qom.

Bahaiar sem teknir hafa verið af lífi í ÍranÍ Íran búa um 70 milljónir manns.  Rétt um 2% heyra ekki til Islam. Shia grein Íslam er þar allsráðandi en þótt rétt um 8% tilheyri suni greininni eru þeir einnig beittir miklu misrétti. Í höfuðborginni Theran, þar sem a.m.k. ein milljón þeirra býr fá þeir ekki að byggja sér tilbeiðsluhús (mosku).

Langstærsti minnihlutahópurinn (700.000)  í Íran eru bahaiar en fjöldi þeirra sitja án dóms og laga í írönskum fangelsum en þeir hafa sætt ofsóknum í landinu allt frá upphafi trúarinnar.

Talið er að kristnir í Íran telji um 300.000 og eru flestir þeirra af armenskum uppruna.


Lágkúrulegur áróður kínverskra yfirvalda

Kínversk aftakaKínversk yfirvöld taka af lífi þúsundir manna og kvenna á hverju ári. Dauðasakirnar eru misjafnlega alvarlegar en það er fátítt að yfirvöld sjái ástæðu til að réttlæta aftökurnar. Nú ber svo við að mikið fjaðrafok verður út af aftöku ungs manns sem fundinn var sekur um morð. - (Sjá meðfylgjandi frétt)

Yfirvöld hafa gripið tækifærið til að réttlæta dauðadóms-stefnu sína og með tilvísun í hið fólskulega morð sem þessi ungi  nemandi framdi  fá þau um leið tækifæri til að fordæma æskufólk í landinu fyrir slæmt siðferði og glæpahneigð.

Hvað sem sagt hefur verið um kínverska slæg og kænsku í stjórnarháttum, hefur því öllu  verið varpað fyrir róða í nútíma kínversku stjórnarháttum. Fólskubrögð yfirvalda þar á bæ eru auðsæ og áróðurinn vita gagnsær og einfeldningslegur. - Blekkingar þeirra og fyrirsláttur, blekkja ekki nokkurn mann. -

Í tengslum við örlög þessa unga manns hafa kínversk stjórnvöld sett af stað sjónarspil sem þeir halda að muni draga úr gagnrýni mannréttindasamtaka og almennings í öðrum löndum á gengdarlausar aftökur á sakamönnum í Kína.

Þeir reyna um leið að hámarka árangurinn af sjónarspilinu með að koma áleiðis grófum áróðri sem beint er að æskulýð landsins. -

Gömlu kínversku kommarnir hafa lært eina lexíu vel af  bandamönnum sínum, Bandaríkjunum. Það er að halda almenningi í stöðugri hræðslu við allt og alla. Það er besta stjórnunartæki sem hægt er að hugsa sér.


mbl.is Stúdent tekinn af lífi í Kína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Stríðið gegn eiturlyfjum" er gagnslaust

Eftir að flestar aðildarþjóðir Sameinuðu þjóðanna (SÞ) undirrituðu "sáttmálann um eiturlyf"   árið 1971,  lýsti Richard Nixon,  þá Bandaríkjaforseti, eiturlyfjum stríð á hendur. Sáttmálinn og stefnumótun Bandaríkjanna í stríðinu gegn eiturlyfjum, var í kjölfarið tekin upp af Bretlandi og flestum Evrópulöndum.

Fyrir nokkrum dögum lýsti alþjóðlega rannsóknarnefnd eiturlyfja,  sem verið hefur að störfum á vegum SÞ því yfir, að "stríðið gegn eiturlyfjum" hefði gjörsamlega misheppnast. Nefndin segir að "stríðið" hafi lítil áhrif á úbreiðslu eiturlyfja og komi ekki í veg fyrir að hundruðir þúsunda láti líf sitt af völdum af völdum alþjóðlegrar eiturlyfjaverslunar. Í nefndinni sátu m.a. fyrrverandi aðalritari SÞ, Kofi Annan, og fyrrverandi forsetar Brasilíu, Mexíkó og Kólumbíu.

Margir eru þeirrar skoðunar að skýrsla nefndarinnar geri lítið annað en að staðhæfa og undirstrika það sem öllum hefur verið lengi ljóst. Samt ganga niðurstöður hennar þvert á stefnu Bandaríkjanna, Bretlands og flestra Evrópuríka í eiturefjamálum og er eiginlega áfellisdómur á frammistöðu vestrænna ríkja. 

Sem dæmi um hversu misheppnaðar aðgerðir stjórnvalda á vesturlöndum hafa verið, má benda á hvernig haldið hefur verið á málum í Afganistan. Árið 2004 þegar að Hamid Karzai varð forseti yfir landinu, lagðist hann á sveif með innrásaraðilunum og fjölþjóðaliði NATO til að uppræta valmúgaræktun í Afganistan. Bretland eitt og sér hefur kostað tæpum milljarði breskra punda í þetta átak. - Í dag kemur 90% af öllu heróíni sem framleitt er í heiminum, frá Afganistan.

Þegar að Portúgal nam úr gildi lög sem gerðu það ólöglegt að neyta eiturlyfja árið 2001, héldu margir að landið mundi verða að megin áfangastað eiturlyfjaneytenda í stað Amsterdam borgar. Mikil andstaða var við lagabreytingarnar frá fólki sem óttaðist að illræmd eiturlyfja-hverfi eins og Canal Ventosa í Lissabon, mundu teygja áhrif sín niður á strendur landsins og inn í blómlegan ferðamannaiðnaðinn.

Frá 2001 hefur tala þeirra sem látist hafa af völdum heróín neyslu í Portúgal, lækkað um helming, og fjöldi þeirra sem sótt hafa afeitrunar og endurhæfingar-stofnanir, tvöfaldast.


Kínverska hugmyndalögreglan

Hvar er Ai WeieiMyndlistamaðurinn Ai Weiei situr enn í fangelsi einhversstaðar í Kína. Til að minna á hann og baráttu hans, héldu nokkrir listamenn myndlistarsýningu sem opnuð var fyrir þremur dögum.. Einn vegginn, sem þeir skildu eftir auðan, helguðu þeir minningu Ai Weiei.

Sýningin sem sett var upp í Beijing hafði varla opnað dyrnar þegar að kínverskar öryggissveitir birtust. Þar var komin sendinefnd frá kínversku hugmyndalögreglunni sem er ætlað að hafa hemil á öllum hugmyndum sem ríkinu líkar ekki við einhverra hluta vegna. Talið er að fjöldi manna og kvenna í þjónustu hugmyndalögreglunnar sem m.a. reynir að stjórna aðgangi Kínverja að internetinu, skipti milljónum. 

Hugmyndalöggan tók niður allar myndir sýningarinnar og handtók síðan aðstandendur hennar. Tveir þeirra voru hnepptir í fangelsi og ekkert hefur til þeirra spurst. -

Þessi og önnur miklu grófar mannréttindabrot líða þjóðirnar Kína. Ísland, sem í stað þess að fordæma þetta fasíska og úrelta stjórnarfar sem viðgengst í Kína, sækist eftir meiri samskiptum og auknum viðskiptum við ríkið.

Mannréttindasamtök sem hvetja til aðgerða gegn Kína er sagt að tillögur þeirra mundu í framkvæmd standa í vegi fyrir efnahagslegum vexti Kína og það væru líka mannréttindabrot gegn hinum almenna Kínverja. Sannleikurinn er sá að umsvif Kína í heiminum aukast dag frá degi og áhrif þess á efnahagslíf annarra þjóða eru nú orðin svo mikil að ekkert þeirra getur fórnað ábatanum af viðskiptunum við Kína án þess að finna verulega fyrir því. Þess vegna sleppa  flest lönd að gagnrýna kínversk stjórnvöld, hvað þá að grípa til aðgerða gegn þeim.

 


mbl.is Minnast mannréttindabrota í Kína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Níræður brandarakall og drottningarmaður

prince-philip-with-parents-ca-1923Philip, eiginmaður Elizabetu Bretadrottningar sem er kunnastur undir titlinum Hertoginn af Edinborg en var fæddur Grikklands og Danmerkurprins á eyjunni Korfu 10 júní 1921, verður á næstunni níræður.

Philip er eini sonur prins Andrésar af Grikklandi og Alisu prinsessu af Battenberg sem flýðu Grikkland seint á árinu 1922. Philip gekk í breska sjóherinn og fékk um síðir tign flotaforingja. Philip giftist Elizabetu Bretlandsdrottningu 1947 og var þá gefinn titillinn Hertoginn af Edinborg.

Allt frá því að Philip hóf að koma fram opinberlega sem drottningarmaður hefur hann haft orð á sér fyrir að hafa frekar gróft skopskin og látið ýmislegt flakka sem varla hefur þótt sæmandi. Oft hafa brandarar hans verið mettaðir af því sem margir vilja meina að séu römmustu fordómar. Hér koma nokkrar glósur sem Philip hefur látið hafa eftir sér á löngum ferli sem opinber erindreki bresku konungsfjölskyldurnar.

Prins Philip1. "Ógeðsleg".Skoðun Prins Philips á Beijing í heimsókn til borgarinnar árið 1986.

2. "Ógeðsleg". Skoðun Prins Philips á borginni Stoke í Trent, árið 1997.

3. "Heyrnarlaus? Ef þið eruð nálægt þessu, er ekki að furða þótt þið séuð heyrnarlaus". Sagt við hóp heyrnarlausra barna sem stóð nálægt karabískri stáltrommu hljómsveit árið 2000

4. "Ef þú dvelur hér mikið lengur ferðu skáeygður heim". Sagt við Simon Kerby, breskan nema í heimsókn til Kína árið 1986.

5. "Þér tókst að vera ekki étinn".Sagt við breskan nema sem ferðaðist um Papúa í Nýu Ginníu og sem Philip heimsótti árið 1996.

6. "þú getur ekki hafa verið hér lengi - Þú ert ekki kominn með kúlumaga" Sagt við breskan ferðamann á ferð til Búdapest árið 1993.

7. "Hvernig heldurðu innfæddum nógi lengi frá brennivíninu til að þeir náið prófinu" - spurði Philip skoskan ökukennara árið 1995.

8. "Kastið þið enn spjótum að hvor öðrum?"- spurði Philip innfæddan Ástralíumann þegar prinsinn var á ferð um álfuna 2002.

9. "Það lítur út fyrir að Indverji hafi sett hann upp". Sagt um öryggis og rafmagnskassa í skoskri verksmiðju sem prinsinn skoðaði árið 1999.

10. "Nú ert það þú sem áttir þennan ógeðslega bíl. Við höfum of séð hann á ferð til Windsor." Sagt við Elton John þegar að prinsinn heyrði að hann hefði selt Watford FC - Aston Martin bifreið sína 2001.

11. "Þetta er flott bindi...Áttu nærbuxur úr sama efni?" Philip við Annabellu Goldie, þá leiðtoga skoskra íhaldsmanna,  þegar hann ræddi heimsókn páfa við hana á síðasta ári.

12. "Þetta lítur út eins og svefnherbergi druslu". Philip um vistarverur sonar síns, hertogans af York og þáverandi eiginkonu hans.

13. "Og frá hvaða framandi hluta heimsins kemur þú" Spurði Philip árið 1999, Lord Taylor af Warwick sem á ættir að rekja til Jamaica. Taylor svaraði; Birmingham.

14."Ah, svo þetta er kvenréttindakonuhornið."Sagt um leið og Philip vék sér að hópi þingkvenna fyrir verkalýðsflokkinn í boði í Buckingham höll árið 2000.

15. "Með hverju skolarðu hálsinn - möl?"  Philip við Tom Jones eftir konunglegu listasýninguna 1969.

16. "Ég væri til í að fara til Rússlands jafnvel þótt þessir bastarðar hafi myrt hálfa fjölskyldu mína". Árið 1967 þegar Philip var spurður hvort hann langaði til Rússlands.

17. "Það er mikið af fjölskyldu þinni hér í kvöld." Eftir að hafa lesið á barmspjald kaupsýslujöfursins Atul Patiel á boði fyrir 400 áhrifamikla kaupmenn af indverskum ættum árið 2009 í Buckingham höll.

18. "Ef að það hefur fjórar fætur og er ekki stóll, éta Kínverjar það". Philip á fundi Alþjóðvega dýraverndarsjóðsins árið 1986.

19. "Þú ert kona, er það ekki?" Philip við konu sem færði honum gjöf í Kenía árið 1984.

20. "Veistu að nú hafa þeir hunda sem éta fyrir anorexíu sjúklinga". Sagt 2002 við Susan Edwards sem er bundin við hjólastól og hefur sér til aðstoðar hundinn Natalíu.


Málið sem ekki vill hverfa

Dr_David_KellyDavid Cameron forsætisráðherra Bretlands segist ekki sjá neinar góðar ástæður til að láta rannsaka dauða sýklavopnasérfræðingsins Dr David Kelly sem sagður er hafa framið sjálfsmorð árið 2003.

David Kelly var sá sem BBC bar fyrir því að skýrslan sem Tony Blair notaði til að réttlæta innrásina í Írak, hefði verið viljandi ýkt til að láta líta svo út að Saddam Hussain réði yfir sýklavopnum. (Sjá grein)

Afskipti Camerons af málinu sannar að málið er pólitískt en ekki lögreglumál eins og það ætti að vera. Einnig hefur verið bent á að David Cameron þyki mikilvægt og sjálfsagt að enduropna mál Madeleine McCann en sjái ekki neina þörf á því að vita fyrir víst hvað og hver var valdur að dauða Dr. Kellys.

Ummæli forsætisráðherrans hafa verið gagnrýnd af læknum og vísindamönnum sem berjast fyrir því að málið verði tekið upp að nýju og að í þetta sinn verði rannsókninni hagað í samræmi við réttarlækninga-lögin frá 1988 sem hin fræga Lord Hutton skýrsla gerði ekki.

Niðurstaða Hutton skýrslunnar er að David Kelly hafi framið sjálfsmorð með því að taka in stóran skammt af verkjatöflum og skera sig púls með vasahnífnum sínum.

Skýrslan lætur ósavarað fjölda spurninga um dauða Dr Kelly og þykir frekar illa unnið plagg.

Að auki hafa komið fram upplýsingar eftir að skýrslan var gefin út sem ástæða þykir til að rannsaka betur.

Atferli Kellys dagana fyrir "sjálfsmorðið" þykir ekki benda til að hann hafi verið í neinum slíkum hugleiðingum. Hann skipulagði vinafundi í næstu viku og bókaði far aftur til Írak til að halda áfram vinnu sinni þar.

Gagnrýnendur Hutton skýrslunar hafa margoft bent á að ekki er fjallað í henni um ástæður þess að engin fingraför fundust á þeim munum sem hann hafði á sér, né þá staðreynd að verkjatöflurnar sem hann tók gátu akki leitt hann til dauða.

Þá er ekki minnst á þyrluna sem Thames Valley lögreglan leigði til að fljúga á þann stað sem Dr Kelly lá, 90 mínútum eftir að líkami hans fannst. Þyrlan hafði viðdvöl í fimm mínútur og hvarf sían af vettvangi. Hvað hún ar að gera og hver var í þyrlunni hefur aldrei komið fram.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband