Ekki þeir skörpustu í skúffunni

Bandarískir stjórnmálamenn hafa orð á sér fyrir að vera ekki að setja efnislegu smáatriðin fyrir sig. Það gerir almenningur hvort eð er ekki heldur.  Þar skiptir ímyndin öllu máli og fólki þarf verulega að verða á í messunni til að eitthvað mál verði úr.  Fákunnátta og ranghermi loðir meira við republikana en demókrata. Frægastur klaufanna úr þeim röðum er líklega Bush forseti sem misminnti og mismælti sig við ólíklegustu tækifæri. Þá þótti Sarah Palin varaforsetaframnjóðandi með eindæmum seinheppin í ummælum sínum, svo ekki sé meira sagt.

Hér koma klippur með þeim Rick Perry og Herman Cain reyna báðir að ná kjöri sem forsetaefni repúblikana í næstu forsetakosningum. Ef annar hvor þeirra nær kjöri sem forseti möguleiki á að Bush fái harða samkeppni sem fremsti bullukollurinn sem setið hefur i því embætti. Herman er að tala um stefnu Obama í Líbíu og Rick að telja upp þær ríkisstofnanir sem hann vill skera niður.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband