Færsluflokkur: Vísindi og fræði
3.9.2010 | 13:29
Kynlíf í geimnum
Stephen Hawking og fleiri virtir vísindamenn hafa bent á það í bókum sínum að framtíð mankyns geti oltið á því hversu vel því tekst að lifa í aðstæðum þar sem þyngdaraflsins gætir lítið eða ekki. Fyrst og fremst hafa þeir í huga langar geimferðir.
Líklegt er að mannkynið þurfi fyrr eða síðar að leggja á sig slíkar geimferðir til að leggja undir sig nýjar plánetur og gera þær að heimili sínu. Ferðirnar eru svo langar að mannkyninu mun reynast nauðsynlegt að viðhalda sér með einhver konar tímgun á meðan á þeim stendur.
Þrátt fyrir að vísindamenn hafi bent á þetta, hefur enn verið lítið fjallað um þennan þátt geimferða og enn minna reynt til að rannsaka hann. Þá liggja nánast engar upplýsingar fyrir um áhrif langvarandi þyngdarleysis á fóstur.
Nokkrar umræður um þetta spennandi rannsóknarefni fóru í gang 1989 eftir að gabb-skýrslu sem gengur undir heitinu "skjal 12-571-3570" var dreift um heiminn. Margir trúðu skjalinu sem fjallaði um kynlífs tilraunir sem NASA var sögð hafa staðið fyrir í geimnum.
Samkvæmt skjalinu áttu þátttakendur í tilraununum að hafa reynt mismunandi samræðis-stellingar í þyngdarleysi. Tíu þeirra voru útlistaðar sérstakalega og sex þeirra voru taldar raunhæfar, en þær notuðu ákveðin hjálpargöng eins og belti og uppblásinn göng.
Þá fengu þessar sérstöku kynlífspælingar byr undir báða vængi þegar að hjónin Mark C. Lee og Jan Davis, bæði þrautþjálfaðir bandarískir geimfarar, flugu út í geiminn í rannsóknarerindum. Þau hafa samt aldrei staðfest að um kynlífsrannsóknir hafi verið að ræða.
Þá má eining geta þess að í fyrstu kynblönduðu geimferðinni sem farin var á vegum Sovétríkjanna sálugu árið 1982, lék sterkur grunur um að Svetlana Savitskaya sem einnig var fyrsta konan sem fór í "geimgöngu" hafi átt vingott við karl geimfarana sem tóku þátt í ferðinni og þannig í geimnum orðið fyrstu meðlimir 100 km.( 62 mílu) klúbbsins svo kallaða. Svipaður orðrómur komst aftur á kreik árið 1990 þegar að Elena Kondakova og Valery Polyakov, rússneskir geimfarar dvöldu samtímis um hríð í rússnesku geimstöðinni MIR.
Samkvæmt bestu heimildum hafa kynlífrannsóknir í geimnum aldrei farið fram. Miðað við hugsanlegt mikilvægi slíkrar þekkingar, er það með ólíkindum. Kannski hugsa menn sem svo að nægur tími sé til stefnu eða að óþarfi sé að rannsaka hluti sem sjái um sig sjálfir.
2.9.2010 | 13:09
Hvað veit Stephen Hawking?
Stephen Hawking segir ljóst að Guð skapaði ekki heiminn, sé eftir honum rétt haft í þessari frétt. Mér sýnist hann samt aðeins vera að fást við þá tegund af Guði sem sagður er hafa valið jörðina sem heimili fyrir mannkynið og skapað allt í röð og reglu fra upphafi. -
Hugmyndir fólks um Guð eru mjög mismunandi og til eru hugmyndir sem ná langt út fyrir þá skilgreiningu sem Hawking virðist taka mið af í þessari nýju bók sinni. Til dæmis gefur Hawking sér að tilvist þyngdarafls geri skapara óþarfan og að "sjálfsurð" sé því möguleiki. Væntanlega hefur Hawking verið ljóst að þyngdaraflið var til, þegar hann lýsti því yfir í fyrri bók sinni að Guð væri ekki ósamrýmanlegur vísindalega skoðuðum heimi. Hvernig sem því er varið verður næsta spurning þá; hvaðan kom þyngdaraflið?
Ljóst að Guð skapaði ekki heiminn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.8.2010 | 13:53
Hin sálarlausa og vélræna lífssýn
Talsvert mun vera til af fólki sem hefur hina svo kölluðu vélrænu lífssýn. Í þeirra augum er ekkert til sem ekki telst náttúrlegt því allt er af vélrænni náttúrunni komið. T.d. er maðurinn í þeirra augum ekkert annað en þróaður api sem er algjörlega undirorpin lögmálum þróunar og öll hegðun hans og atferli sé hægt, eða verði hægt, að skýra með náttúrlegum ferlum.
Með öðrum orðum er ekkert hægt að finna í manninum, né öðrum dýrum, sem ekki er eingöngu og algjörlega efnislegt og vélrænt. Sál og andi eru ekki til, nema þá sem hugtök yfir efnaferli í heila mannsins.
Fremsta skýringin á mismunandi hæfni dýrategundanna er þróunarkenningin. Hún gerir ráð fyrir að "yfirburðir" mannapans séu tilkomnir vegna náttúruvals.
Úr því að náttúrval ræður ferð og gerð okkar mannapanna er öll hegðun okkar og hugsun hluti af viðleitni tegundarinnar til að viðhalda og vernda okkur sjálf sem einstaklinga og tegundina alla.
Rétt eins og við réttum okkur upp á tvo fætur til að sjá betur upp fyrir grasið, einhvern tíman í forneskju, óx heili okkar til að rúma rökhugsun og ímyndunarafl sem gerir okkur mun hæfari en við vorum, til að komast af.
Nauðsynlegur fylgifiskur hins hugsandi of sjálfmeðvitaða mannsheila, er það sem sumir áhangendur vélrænnar lífssýnarinnar vilja kalla ranghugmyndir um okkur sjálf og umhverfi okkar fjær og nær.
Ein þessara nauðsynlegu ranghugmynda hefur tekið á sig form sem þekkt er undir nafninu "trúarbrögð". Þau byggja að öllu jöfnu á öðrum ranghugmyndum sem oftast eru kallaðar "trú".
Ranghugmyndir þessar eru svo nauðsynlegar mannkyninu að það virðist ekki geta lifað án þeirra. Alla vega hefur aldrei fundist samfélag sem er án þeirra og svo langt aftur sem heimildir ná um samfélög manna, eru grunnþættirnir í samfélagsuppbyggingunni byggðir á trú og trúarbrögðum.
Þrátt fyrir að trúarbrögð og trú megi rekja til þátta sem eru tilkomnir vegna þróunar og náttúruvals, leggjast margir sem segjast aðhyllast vélræna lífssýn gegn þeim og setja sig þannig upp á móti eðlilegum, náttúrulegum og þróunarlegum þáttum sem stýrir lífi mannapans Homo Homo Sapiens.
Það finnst mér mikil mótsögn í þeirra málfluttningi.
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 14:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (66)
19.8.2010 | 17:44
Trúleysi eyðanna
Brösuglega gengur að sannfæra trúlausa um að alheimurinn eigi sér upphaf. Stóri hvellur þarf í augum þeirra sumra ekki að vera neitt upphaf, heldur er á þeim að skilja að handan hans séu aðrir heimar og aðrar víddir, sem orsökuðu þennan heim.
Aðrir segja að fjöldamörg tilfelli orsaka og upphafslausra hluta séu til í þessum heimi. Þess vegna sé spurningin "af hverju" alls óviðeigandi í vissum tilfellum því eina svarið sem sé mögulegt er "af því bara". Af þeim má skilja að ekkert sé víst að alheimurinn sjálfur eigi sér upphaf. Lögmálið um orsök og afleiðingu eigi ekki lengur við og í stað þess er komið "trúleysi eyðanna."
Aðrir vilja meina að efniseindir (frumeiningar og byggingarefni frumeinda) séu ósamsettar og því sé ekki hægt að draga þá ályktun að þær hafi átt sér upphaf heldur hafi ætíð verið til, jafnvel áður en alheimurinn varð til. Þeir tala um virk eðlislögmál áður en tími, rúm og efni urðu til.
Þau eðlislögmál hljóta að vera óháð tíma rúmi og efni sem fyrst urðu til eftir að alheimurinn varð til. Þegar blandað er saman við þessar pælingar góðum skammti af skammtafræði og spekúleringum um aðrar víddir erum við komin grunsamlega nálægt því sem nýaldarsinnar þekkja vel úr sínum fræðum um eðli andlegra heima og samspil þeirra og efnisheimsins.
3.8.2010 | 14:50
Norðurljósin dansa í nótt
Ég skil ekki hversvegna verið er að "vara við" sólgosum, fyrst þau eru eining sögð skaðlaus með öllu. Nær væri að kætast yfir væntanlegri danssýningu norðurljósanna.
Ef að þessi flóðbylgja af hlöðnum efnisögnum hefur þegar skollið á jörðinni má gera ráð fyrir að mikið magn þeirra hringsóli nú í segulsviði jarðar og þeytist jafnframt á milli segulskautanna tveggja.
Eitthvað af þeim mun áreiðanlega rekast á lofthjúp jarðar og þá verður ljósasýningin aurora borealis og aurora australis (Norður og suðurljós) til.
Þar sem heiðskýrt verður í nótt á Íslandi má því búast við miklum dansi norðurljósanna, svo fremi auðvitað að það verði nógu dimmt til að hann verði sýnilegur.
Varað við öflugu sólgosi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.7.2010 | 18:51
Var ekki Snorri Þorgrímsson búinn að afgreiða þetta?
Alltaf er það jafn fróðlegt að fylgjast með kjánalegum birtingarmyndum hjátrúar og fáfræði í samfélögum sem eiga að teljast siðmenntuð og uppfrædd.- Fyrir rúmum þúsund árum þegar að "kristnitökuhraunið" vall sögðu heiðnir menn að goðin væru reið vegna þess að Íslendingar hugðust taka kristni. Snorri goði Þorgrímsson afgreiddi málið með einni setningu sem flestir Íslendingar kunna í dag; "Hverju reiddust goðin, þá er hér brann hraunið, er nú stöndum vér á?"
Árið eitt þúsund tókust menn á um trúarbrögð á Alþingi á Þingvöllum. Stefndi allt í voða því hvorki kristnir menn né heiðnir vildi gefa eftir. Þegar deilurnar stóðu sem hæst kom maður hlaupandi og sagði að jarðeldur væri kominn upp í Ölfusi og stefndi í að hraun rynni yfir bæ Þórodds goða. Heiðnir menn drógu þá ályktun að jarðeldurinn væri vitnisburður um reiði goðanna, þannig væru þau að koma fram hefnd fyrir yfirgang hinna kristnu. En þá mælti Snorri goði Þorgrímsson hin fleygu orð: "Hverju reiddust goðin, þá er hér brann hraunið, er nú stöndum vér á?" Snorri virðist því ekki aðeins telja jarðelda af öðrum toga en reiði guðs eða guða, heldur einnig að jörð sú sem hann standi á hafi ekki sprottið fram fullsköpuð við sköpun heimsins. Þetta viðhorf Snorra telst mjög óvenjulegt á miðöldum og Sigurður Þórarinsson hefur kallað orð hans við þetta tækifæri "fyrstu jarðfræðiathugunina".
Snorri goði var líklega á undan samtíð sinni hvað þetta varðar, og það leið langur tími þar til fræðilegar skýringar á náttúruhamförum voru almennt á dagskrá. Kristnin sigraði á Íslandi og heimsmynd kaþólsku kirkjunnar skaut föstum rótum í þjóðlífinu.
Gosið endurspeglaði reiði Guðs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt 3.8.2010 kl. 09:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
14.7.2010 | 00:53
Íslendingar eru lélegir hirðar náttúrunnar
Lundinn á undir högg að sækja í stærstu lundabyggð heimsins, Vestmannaeyjum. Þegar best lét var fjöldi lunda í og við eyjarnar á sumrin talin vera milli 6 og 8 milljónir. Nú fer hann hríðlækkandi.
Lundin nærist nær eingöngu á loðnu, síld og sandsíli. Ljóst er að við höfum útrýmt bæði loðnu og síld af miðunum í kringum Vestmannaeyjar og ágangur fugla á sandsílastofninn er það mikill að hann dugar ekki til að fæða lundastofninn.
Afleiðingarnar eru að 80% af ungviðinu komist ekki á legg vegna ætisskorts. Þróunin lundastofnsins í Vestmannaeyjum er að taka á sig kunnuglega mynd sem þekkt er frá norður Noregi, Skotlandi og bresku eyjunum fyrir norðan og vestan Skotland þar sem varla sést orðið til Lunda.
Þessi þróun er því miður ekki aðeins bundin við Vestmannaeyjar á Íslandi, heldur allt Suðurland þar sem lundabyggðir á annað borð finnast. Nýlega var ég staddur við Dyrhólaey og sá þá á hálfri klukkusund aðeins til tveggja lunda þrátt fyrir ágætis flugveður.
Þegar að togarar okkar mokuðu upp loðnu og síld, hvarflaði ekki að fólki að það mundi í náinni framtíð hafa svona eyðandi áhrif á aðrar lífverur sem deila með okkur búsetu á þessu landi.
Það er sama hvernig litið er á málin, jafnvægi í náttúrunni er ekki aðeins eftirsóknarvert heldur nauðsynlegt. Því jafnvægi sem ríkti í lífríkinu við Vestmannaeyjar og laðaði að sér lunda í milljónatali, var gróflega og án fyrirhyggju raskað af okkur. Það gerir okkur Íslendinga að lélegum hirðum náttúrunnar.
Lundastofn að hrynja í Eyjum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 00:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
13.6.2010 | 20:58
Stígvéli sem framleiða rafmagn fyrir farsíma
Símafyrirtækið Orange hefur látið hanna og framleiða í samvinnu við framleiðendur Wellington stígvéla, stígvéli sem framleiða rafmagnsstraum þegar í þeim er gengið. Á stígvélunum er einnig búnaður til að hlaða farsímarafhlöður.
Aðferðin er tiltölulega einföld, núnings og líkamshitanum sem myndast við göngu, dans og þessháttar er breitt í straum.
Ætlunin er að kynna vöruna á Glastonbury tónlistarhátíðinni sem er fræg fyrir eðju og aurmyndun á hátíðarsvæðinu þegar að rignir. Slík stígvéli gætu eflaust líka komið sér vel á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum.
Hin fræga stigvélagerð Wellington, sem allir Bretar verða að eiga a.m.k. eitt par par af þótt þeir noti þau sjaldan eða aldrei, eru kennd við Arthur Wellesley, 1. hertoga af Wellington. Hann lét fyrir margt löngu útbúa leðurbússur handa hermönnum sínum sem nefndar voru eftir honum en eiga fátt sameiginlegt með gúmmístígvélum nútímans annað enn nafnið.
Bretum finnst voða fínt að nefna fatnað og það sem honum tengist eftir fyrirfólki og kunnum herforingjum. Allir kannast t.d. við Winsor bindishnúta, kenndir við Edward konung VIII hertoga af Winsor og Cardigan peisuvesti sem upphaflega voru hannaðarfyrir hermenn í Kímstríðinu af James Brudenell, 7. jarli af Cardigan.
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 20:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.6.2010 | 21:09
Síðasta detoxið
Þær eru margar enskumælandi kvikmyndirnar sem sýna jarðarfarir. Þegar presturinn kastar rekunum segir hann gjarnan "Ashes from to ashes, dust from, to dust".
Þar er lagt út frá þessu í GT; "Í sveita andlits þíns skalt þú neyta brauðs þíns, þangað til þú hverfur aftur til jarðarinnar, því að af henni ert þú tekinn. Því að mold ert þú og til moldar skalt þú aftur hverfa!"
Íslenskir prestar vitna reyndar orðrétt í tilvitnunar.
Fréttin hér að neðan greinir frá uppfinningu sem gerir fólki kleift að verða að dufti svo til strax en skilur eftir málma og eyturefni. Sýnist þetta vera einskonar detox aðferð eftir dauðann.
Umhverfisvænna að þurrfrysta lík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.5.2010 | 19:14
Litningar úr Neanderdals-manninum finnast í nútíma-manninum
Þá þarf ekki að velkjast lengur í vafa um hver urðu örlög Neanderdals fólksins (Homo neanderthalensis). Það blöndaðist nútíma manninum (Homo sapiens sapiens). Vísindamenn skýrðu frá því í dag að þeir hefðu fundið að 1%- 4% af litningum nútíma mannsins, einkum þeirra sem búa í Evrópu og Asíu, eru fengin frá Neanderdals manninum.
Sjá nánar um þessa merkilegu frétt hér.
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 19:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)