Færsluflokkur: Vísindi og fræði
30.10.2009 | 13:50
Feitismi - Fordómar sem beinast gegn feitu fólki
Það er sjálfsagt ekkert nýtt að grín sé gert af feitu fólki. En nú hafa verið svo mikil brögð af þessu í Bretlandi að fordómunum á feitum hefur verið gefið nafn þ.e. feitismi. (Fattism)
Algengt er að ráðist sé að feitu fólki á almannafæri, gerð að því hróp, því hrint og það hætt. Mikill áróður gegn offitu síðustu misseri hefur haft þau áhrif að feitt fólk er minna á stjái og þess vegna meira áberandi þegar það sést.
Áróðurinn er tengdur þeirri staðreynd að talið er að í Bretlandi sé 60% fullorðinna séu of þungir og 26% þeirra eigi við offitu að glíma. 28% barna eru talin of þung og 15% þeira eigi við offituvandamál að etja.
Þá eru sterkar líkur á að feitt fólk eigi erfiðara með að fá atvinnu, sé oftar beitt einelti á vinnustöðum og eigi erfiðara með að stofna til vinasambanda almennt og eigi þar með á hættu að einangrast samfélagslega.
Kynnt er undir þessum fordómum með ýmsu móti. Oft sjást í blöðum og sjónvarpi myndir af stjörnum og selbitum sem sögð eru hafa bætt á sig kílóum og á því hneykslast í textum við myndirnar.
Fordómar gegn feitu fólki þykja orðnir sjálfsagðir vegna þess að gert ráð fyrir því að feitt fólk hafi litla sjálfsstjórn sem virkar ógnandi á samfélag þar sem öll áherslan er á að vera magur.
Oft er rót vandans ekki tengt fólkinu sem er of feitt, heldur hjá þeim sem viðleitnin til að halda sér grönnum hefur snúist upp í þráhyggju. Ótti og óhamingja þeirra brýst út í andúð og hræðslu við fólk sem er feitt.
Ágæta frétt um þetta mál er að finna hér á fréttavef BBC.
10.10.2009 | 03:48
Tvíkynjungar
Árið 1843 óskaði Levi Suydam, 23 ára íbúi í Salisbury, Connecticut, eftir því að fá að kjósa í bæjarstjórnarkosningum sem voru á næsta leiti þar sem afar tvísýnt var um útkomuna. Ósk Levi olli miklu fjaðrafoki í bænum þar sem margir sögðu að Levi væri meira kona en karl og aðeins karlmenn hefðu kosningarétt. Bent var á að hann væri afar kvenlegur í útliti, hefði gaman að bútasaumi og væri hrifinn af skærum litum. Að auki færust honum karlmannleg verk illa úr hendi.
Kjörnefndin kallaði til Dr. William Barry lækni til að fá úr þessu skorið. Eftir að hafa gengið úr skugga um að Levi var búinn bæði limi og eistum, lýsti læknirinn góði yfir því að Levi væri karlmaður. Kosningarnar fóru síðan fram og báru þeir sigur úr býtum sem Levi hafði stutt, með einu atkvæði.
Nokkrum dögum seinna uppgötvaði Barry að "herra" Levi Suydam hafði reglulegar tíðir og kvenmanns-sköp. En hvernig gat þetta hafa gerst. Jóna Ingibjörg Kynfræðingur lýsir því á eftirfarandi hátt:
Við vitum að grunnkynið er kvenkyns, þ.e.a.s. fram að sjöttu viku meðgöngu eru öll fóstur með útlit kvenkynskynfæra. En ef fóstrið hefur Y-litning þá er byggt ofan á grunninn (sumir kysu að segja: þá verður frávik), þ.e.a.s. innri og ytri kynfærin sem eru með kvenkyns útlit breytast þá í karlkynskynfæri. Þannig verða t.d. ytri skapabarmar að pung, innri skapabarmar eiginlega hverfa en sjá má leifar af þeim sem röndina eða sauminn á limbolnum. Og geirvörturnar - hvað með þær hjá körlum? Þær verða bara þessir tveir blettir sem karlar skarta á brjóstkassanum, hálf tilgangslausir sem slíkir eða hvað?? Jæja, alla vega kemur Adam úr Evu en ekki öfugt! Þar hafið þið það!
Engin veit hvort Levi missti kosningaréttinn við þessa uppgötvun læknisins en sagan sýnir að vandamál sem stafa af óvissu um kyn einstaklinga eru ekki ný af nálinni.
Tvíkynja einstaklingar hafa gjarnan verið nefndir "Hermaphrodite" eftir hinum gríska Hermaphroditusi sem var sonur Hermesar og Afródítu og er heiti hans samsett í nöfnum foreldranna. Samkvæmt arfsögninni var Hermaphroditus alin upp af skógargyðjum á hinu helga fjalli Phrygja (Freyja) í Tyrklandi. Þegar hann varð fimmtán ára var hann orðinn leiður á vistinni á fjallinu og lagði því land undir fót. Hann heimsótti borgirnar Lysíu og Karíu og þar hitti hann vatnagyðjuna Salmakíu sem hafist við í stöðuvatni í skóginum fyrir utan Karíu.
Lysía varð svo hrifinn af drengnum að hún reyndi að draga hann á tálar. Hermaphroditus færðist undan ástleitni Lysíu og þegar hann hélt að hún væri farin óð hann út í vatnið til að baða sig. Lysía sem hafði falið sig á bak við tré, stökk á bakið á Hermaphroditusi og vafði fótunum um lendar hans. Á meðan þau flugust þannig á, ákallaði Lysía guðina og bað þá um að gera þau óaðskiljanleg. Guðirnir urðu við ósk hennar og hún sameinaðist líkama Hermaphroditusar sem varð við það tvíkynja.
Gríski sagnritarinn Herodotus (484 f.K. 425 f.K.) segir frá tvíkynja ættbálkinum Makhlya sem hafðist við í norð-vestur Líbýu við strendur Triton vatns. Hann segir meðlimi ættbálksins vera konur örðu megin en karlmenn á hina hliðina. - Líklegt þykir að stríðstilburðir kvenna ættbálksins og sá siður karlmanna hans að láta hár sitt vaxa niður á mitti hafi verið megin orsök þessarar sögusagnar.
Segja má að athygli almennings nú til dags beinist mest að tvíkynjungum í tengslum við íþróttir. Fyrir skömmu gerðist það einmitt, svo um munaði þegar Caster Semenya, 18 ára stúlka frá suður Afríku vann óvænt 800 metra hlaupið (1:55.45.) á heimsmeistaramótinu í frjálsum í Berlín fyrir nokkrum mánuðum. Í ljós kom eftir mikið umstang og rannsóknir, að Caster er líffræðilega tvíkynja en þrefið hafði mjög alvarlegar sálfræðilegar afleiðingar fyrir Caster sem ekki hefur teyst sér til að taka þátt í keppnum eftir þetta.
Þá er fræg sagan af hinni pólsk fæddu Stanisłöwu Walasiewicz eða Stellu Walsh sem var nafnið sem henni var gefið eftir að foreldrar hennar fluttu til Bandaríkjanna. Þar sem hún fékk ekki að keppa fyrir Bandaríkin hóf hún að æfa hlaup í Póllandi og varð fljótlega að alþjóðlegri hlaupastjörnu. Á Ólympíuleikunum í Los Angeles 1932 vann hún gullið í 100 metra hlaupinu. Á leikunum í Berlín árið 1936 fékk hún silfur þar sem hún kom önnur í mark á eftir Helen Stephens. Andrúmsloftið á Nasistaleikunum 1936 var lævi blandið og m.a var Helen sökuð um að vera karlmaður og þá ásökun studdi Walasiewicz. Helen var neydd til að gangast undir kynpróf og stóðst það með glans; hún var kona.
4. desember árið 1980 varð Walasiewicz (Stella Walsh) þá 69 ára gömul, óvart fyrir byssukúlu í misheppnaðri vopnaðri ránstilraun í Cleveland í USA. Hún lést á sjúkrahúsinu þar í borg og krufning leiddi í ljós að hún var með karlmanns kynfæri. Við frekari rannsókn varð ljóst að hún hafði karlmannslitningin XY og hefði því, samkvæmt reglum Ólympíuleikana, ekki verið leyft að keppa sem kvenmaður.
Kynjapróf urðu skylda á Ólympíuleikum upp úr 1968 þegar það uppgötvaðist á Evrópuleikunum 1967 að önnur pólsk hlaupadrottning, Ewa Klobukowska var með karllitninginn. Klobukowska varð að skila aftur gull og brons verðlaununum sem hún hafði unnið á Tokyo leikunum 1964.
Sá gjörningur var reyndar mjög óréttlátur því seinna kom í ljós að hún var ekki með karllitninginn XY heldur stökkbreyttan XXXY litning sem hafði engin áhrif á kynfæri hennar eða kynferði.
Örðu máli gegnir hins vegar um Úkraínsku systurnar Tömru og Irinu Press sem unnu samtals fimm gull í frjálsum Íþróttum á Ólympíuleikunum 1960 en hurfu síðan af sjónarsviðinu eftir að kynjaprófið var gert að skyldu. Margir eru þeirrar skoðunar að þær hafi báðar verið tvíkynjungar þótt Rússar hafi ætíð neitað því.
Frá árinu 2000 hefur ekki verið kafist að keppendur á Ólympíuleikum gangist undir kynjapróf en nefndin áskilur sér rétt til að krefjast slíks ef ástæða þykir til.
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 04:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
19.9.2009 | 17:30
Skriftin gæti komið upp um þig
Nýjar rannsóknir á rithandarsýnum leiða í ljós að hægt er að sjá á rithönd viðkomandi hvort hann er að segja sannleikann eða ekki. Skýringin er fólgin í að heilinn erfiðar meira við að finna upp " lygi" en við að segja sannleikann og truflar þannig skriftina.
Tilraunin fór þannig fram að 34 nemendur í Háskólanum í Haífa í Ísrael voru beðnir um að skrifa stutta málsgrein þar sem þeir lýstu atburði eftir minni og síðan að "skálda" upp aðra málsgrein.
Sjálfboðaliðarnir notuðu þráðlausan tölvupenna sem nam mismunandi þrýsting á pennaoddinn. Síðan var það sem ritað var greint af tölvu.
Vísindamennirnir komust að því að þeir sem skrifuðu ósannindi ýttu fastar á pennann, notuðu lengri pennastrokur og skrifuðu hærri stafi en þeir sem rituðu sannar málsgreinar.
"Við vitum að fólk hikar meira þegar það segir ósatt og sum fyrirtæki nota þá staðreynd þegar þau láta fylgjast með fólki þegar það fyllir út í krossaspurningar í skoðandakönnunum á netinu." sagði Prófessor Richard Wiseman, sálfræðingur við Háskólann í Hertfordshire.
Niðurstöður þessara prófanna hafa þegar verið kynntar í The Journal of Applied Cognitive Psychology.
5.9.2009 | 01:39
Fornir manngerðir hellar, undraverð listaverk
Dag einn í apríl mánuði árið 1819 fór Kaptein Smith á tígursdýraveiðar. Hann komst skjótt á slóð dýrs sem hann rakti að þröngri gjá. Inn af gjánni fann hann hellisop sem var vel byrgt af þykkum gróðrinum.
Hellirinn var manngerður þótt hann hefði greinilega í langan tíma eingöngu hýst leðurblökur og rottur.
Kapteinn Smith, var breskur hermaður og þjónaði í Midras hernum á Indlandi. Hann litaðist um og varð ljóst að hann hafði rekist á mjög sérstakar minjar. Hann var staddur skammt fyrir utan þorpið Ajinṭhā í Aurangabad héraði Maharashtra-svæðinu. Hann krotaði nafnið sitt með blýanti á hellisvegginn þar sem það er enn sjáanlegt þótt máð sé.
Þegar farið var að kanna hellinn betur kom í ljós að hér var ekki aðeins um einn helli að ræða, heldur heilt þorp sem höggvið var út úr hráu berginu. Segja má að byggingarnar séu ein samfelld höggmynd með forgarði, hofum, turni, samkomusal, og hýbýlum sem eitt sinn hýsti a.m.k. 200 manns.
Hvarvetna getur að líta listilegar skreytingar, höggmyndir og málverk og allir veggfletir eru útflúraðir með tilvitnunum úr hinum fornu Veda-ritum skrifaðar á sanskrít. Talið er að það hafi tekið 7000 hagleiksmenn 150 ár að meitla í burtu 200.000 tonn af hörðu graníti til að ljúka þessu mikla verki.
Þetta mikla listaverk er nefnt AJANTA HELLARNIR.
Gerð hellana hófst fyrir meira en 2000 árum. Haldið er að Búdda munkar hafi leitað skjóls í gjánni á monsún tímabilinu og byrjað að höggva hellana út úr berginu og skreyta þá með trúarlegum táknum til að stytta sér stundir á meðan rigningin varði. Eftir því sem hellarnir stækkuðu hefur viðdvöl þeirra orðið lengri uns þeir urðu að varanlegu heimili þeirra og klaustri.
Munkarnir voru miklir hagleiksmenn. Um það vitna haglega meitlaðar súlur, bekki, helgimyndir, greinar og stokkar. Jafnvel húsgögnin voru höggvin út úr steininum sem í raun má segja að hafi verið ein gríðarlega stór blokk úr hamrinum.
Skrautskriftin og máverkin voru máluð með náttúrulitum og það hlýtur að hafa verið vandasamt að framkvæma þar sem lítið sem ekkert sólarljós er að hafa við hellana. Mest af vinnunni hefur því farið fram við ljós frá olíulömpum.
Hvers vegna munkarnir yfirgáfu staðinn á sjöundu öld er enn ráðgáta. Kannski voru þeir að flýja ofsóknirnar á hendur Búddistum sem skóku Indland á þessum tíma. Eða ef til vill varð einangrunin þeim ofviða því erfitt er að lifa á ölmusu úr alfaraleið. Eftir að þeir fóru óx gróðurinn smá saman yfir hellaopin og öll ummerki um þessa merku byggð hurfu sjónum manna í rúm 1500 ár.
Sumt bendir til að íbúar Ajanta hafi flutt sig um set til Ellora sem er nær fjölfarinni verslunarleið. Ellora er staður sem að vissu leiti er áþekkur Ajanta því þar er einnig að finna skreytta úthöggna hella. Þar hefst byggð um sama leiti og hún leggst af í Ajanta.
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 03:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
3.9.2009 | 23:41
Móðir jörð grætur
Þessi mynd var tekin í Austfonna jöklinum á eynni Nordaustlandet í Noregi í síðast liðnum júlí mánuði af ljósmyndaranum Michael Nolan. Myndinni hefur ekkert verið breytt og höfundurinn að þessari íshöggmynd er sjálf móðir jörð.
Tár móður jarðar hafa verið vinsælt yrkisefni ljóðskálda, ekki hvað síst upp á síðkastið þegar í ljós hefur komið hversu mjög er gengið nærri náttúrunni af hendi manna. Segja má að þessi mynd sem er af bráðnun í jöklinum, sé afar ljóðræn og jafnframt táknræn. Móðir jörð grætur örlög sín og okkar, harmar röskun mannsins á jafnvægi náttúrunnar.
Illa gengur að stemma stigu við hitnun jarðarinnar og hver sem hlutur mannsins er í því ferli, eru nú líkur á að það sé orðið of seint að hægja á því hvað þá að koma í veg fyrir það. Á næstu áratugum munu afleiðingar þess fyrir menn og lífríki jarðarinnar yfirleitt verða að fullu ljósar.
Vísindi og fræði | Breytt 4.9.2009 kl. 15:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
29.8.2009 | 12:15
Af hverju girðir hún bara ekki niðrum sig og málið er dautt?
Af hverju girðir hún bara ekki niðrum sig og málið er dautt?
Margir spurðu þessarar spurningar og enn fleiri hugsuðu hana þegar sá kvittur komst upp að Caster Semenya, 18 ára stúlka frá suður Afríku sem vann óvænt 800 metra hlaupið (1:55.45.) á heimsmeistaramótinu í frjálsum í Berlín fyrir nokkrum dögum, væri ekki stúlka heldur karlmaður.
En því miður er málið ekki svona einfalt. Kyn ræðst víst ekki lengur af gerð kynfæra fremur en kynhneigð. Til að greina kyn hennar (ég læt hana njóta vafans og kalla hana "hana") svo ekki verði um villst verður hún að ganga í gegnum margar læknaskoðanir og rannsóknir.
Sumar þeirra eru ansi flóknar. Að þeim verða að koma hol-líffærasérfræðingur, kvenlæknir, sálfræðingur, litninga og erfða-sérfræðingur og innkirtlafræðingur og vaka og hormónafræðingur.
Gullpeninginn sem hún vann fékk hún að taka með sér á skilorði. Ef hún greinist sem kvenmaður fær hún að halda honum. Niðurstöður í hinum margþátta rannsóknum sem hún verður að gangast undir er ekki að vænta fyrr en eftir nokkrar vikur.
Ég læt hér að fylgja niðurlag greinar á ensku af taragana.com. sem fjallar um málið.
About 1 percent of people are born with some kind of sexual ambiguity, sometimes referred to as intersexuality. These people may have the physical characteristics of both genders, a chromosomal disorder, or simply have ambiguous features. People who have both male and female organs are hermaphrodites.
Until 1999, the International Olympic Committee analyzed chromosomes from saliva samples to confirm the gender of female competitors and prevent men from masquerading as women. Other sports organizations have called the tests unreliable. The tests were scrapped before the 2000 Sydney Games.
The most common cause of sexual ambiguity is congenital adrenal hyperplasia, an endocrine disorder where the adrenal glands produce abnormally high levels of hormones.
In women, this means a masculine appearance. They may have female sexual organs, but the ovaries may be unable to produce estrogen, preventing the growth of breasts or pubic hair.
There are also several rare chromosomal disorders where women may have some male characteristics. Women with Turner syndrome, which affects about 1 in 2,000 babies, typically have broad chests and very small breasts. Their ovaries do not develop normally and they cannot ovulate.
About 1 in 1,000 women are also born with three X chromosomes. They tend to be exceptionally tall, with long legs and slender torsos. They usually have female sexual organs and are fertile.
A handful of athletes have typically dropped out or been thrown out of the Olympics for failing gender tests over the years. But no evidence supports the idea that such competitors have an unfair athletic advantage.
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 12:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
29.8.2009 | 02:37
Óþekkt vera (alien) föst í rottugildru
Þá er komið að því. Hér getur að sjá óþekkta veru sem hugsanlega er ekki jarðnesk. Veran fannst í Mexico 2007 þar sem hún sat föst og lífvana í rottugildru. Þetta myndband sem virðist ófalsað er tekið þegar að vísindamenn eru við rannsóknir sínar á henni.
Veran er svo lítil að sumir segja aðum barn (alien) sé að ræða. En sem fyrr, sjón er sögu ríkari.
27.8.2009 | 15:25
Sláðu blettinn til að losna við streituna
Það er fátt sem lyktar betur en nýslegið gras. Um þetta getur fjöldi Íslendinga vitnað, ekki hvað síst þeir sem alist hafa upp í sveitum landsins. Borgarbúar vita þetta líka því jafnvel þótt sumir heykist á því um stund að slá blettinn, líður þeim alltaf betur eftir að verkinu er lokið.
Hamingjan er heyskapur
Nýjar rannsóknir benda til þess að heyskapur og blettasláttur geti hamlað streitu. Í ljós hefur komið að efni sem losnar þegar gras er slegið gerir fólk glaðara og hægir á elliglöpum. Vísindamennirnir sem stóðu að þessum rannsóknum segja að efnið virki beint á heilann og hafi einkum áhrif á minnis og tilfinningastöðvar hans staðsettar á svæðum sem nefnd hafa verið Amygdala og Hippocampus.
Eftir sjö ára rannsóknir hefur tekist að búa til ilmvatn sem lyktar eins og nýsleginn blettur og verður sett á markaðinn fljótlega undir nafninu eau de mow.
Frekari upplýsingar um þessa "nýju" uppgötvun hér.
25.8.2009 | 22:45
Risabolinn Chilli
Hann heitir Chilli og hann er stundum kallaður "góðlyndi risinn" sem er eins gott fyrir Töru Nirula, stúlkuna sem sér um hann og sést hér á meðfylgjandi mynd. Chilli hefur orð á sér fyrir að vera ljúflingur og hvers manns eftirlæti.
Eigendur Chilli hafa haft samband við heimsmetabókina sem nú metur gögnin um það hvort nautið er mögulega það stærsta í Bretlandi.
Þetta svarthvíta frísneska ungnaut vegur meira en eitt tonn og er sex fet og sex tommur á hæð sem er einni tommu hærra en hæsta naut Bretlands er skráð í dag.
Þrátt fyrir stærð sína, hefur Chilli aldrei verið alinn á neinu nema venjulegu grasi og sælgæti endrum og eins.
Tuddinn er næstum jafn hár og hann er langur sýndi þess snemma merki að hann mundi verða stór, en hann var skilinn eftir á tröppunum á Ferne dýraskjólinu í Chard, Somerset, aðeins sex daga gamall ásamt systur sinni sem aldrei hefur stækkað neitt umfram aðrar kýr.
Núna, níu árum seinna er Chilli enn að stækka og trúlega fer hann langt yfir núverandi hæðarmet kusa í Bretlandi og jafnvel í heiminum en það á bolinn Fiorino sem býr á Ítalíu og er sex fet og átta tommur á hæð.
Stærð Chilli varð fyrst áþreifanleg þegar einhver tók eftir því að hann passaði ekki lengur í básinn sem honum var ætlaður í fjósinu.
(Það minnir nokkuð á ástæðuna fyrir því að aldrei var farið út í að splæsa gen íslenska kúakynsins við það norska, því þótt það mundi eflaust auka mjólkurframleiðslu þess íslenska, mundi um leið þurfa að stækka alla bása í íslenskum fjósum og af því hljótast mikill kostnaður)
25.8.2009 | 02:22
Mundir þú vilja lúmskan rass?
Þegar ég sá þessa auglýsingu á netinu, vissi ég að ég gat ekki látið hjá líða að segja ykkur frá henni. Fyrirtækið The Pond Inc. hefur hafið framleiðslu á vöru sem það kallar "Subtle Butt", eða "lúmskur rass" sem hefur þá eiginleika að geta komið í veg fyrir að prump lykti illa.
Það þekkja flestir hið vandræðalega andrúmsloft sem getur skapast þegar einhverjum, að ekki sé talað um þegar það kemur fyrir þig sjálfan, verður á að leysa vind svo mikill fnykur verður af.
Nú er þetta vandmál úr sögunni með tilkomu Carbon-innleggsins frá The Pond Inc. sem líma má innan í nærbuxur eða vefja utan um g-strengi. Þegar að þú rekur við, dregur þessi carbon-rassbót í sig allan óþefinn. Nú getur þú sem sagt borðað hvað sem er án þess að eiga það á hættu að verða þér til skammar og öðrum til óþæginda vegna óþefsins af fretunum frá þér.
PS. Tilvalin tækifærisgjöf eða bara leið til að segja við maka þinn; "ég elska þig".
En sjón er sögu ríkari. Hér kemur auglýsingin.