Færsluflokkur: Vísindi og fræði

Kolbrabbinn Páll er dauður

Páll KolkrabbiÞær leiðu fréttir berast nú um heimsbyggðina að hið getspaka knattspyrnuáhuga-lindýr, Páll kolkrabbi, sem hýst var í tanki í sædýrasafninu í Oberhausen í Þýskalandi, hafi drepist s.l. nótt.

Kolkrabbar lifa sjaldan meira en tvö ár svo að dauði Páls kom ekki á óvart.

Samkvæmt upplýsingum þýska sædýrasafnsins var Páll orðin tveggja og hálfs árs, en honum var klakið út í sædýrasafni í Weymouth á England árið 2008.

Páll varð heimsfrægur fyrir að geta rétt til um sigurvegara í sjö leikjum Þýska landliðsins í síðustu heimsmeistarakeppni, þ.á.m. í leik liðsins gegn Spáni þar sem Þjóðverjar biðu ósigur.

Líklegt þykir að lifshlaup spákrabbans Páls verði lengi í minnum haft.  Í undirbúningi er heimildarmynd um líf hans og spádóma og bækur og leikföng honum tengd munu koma á markaðinn fyrir jól.

Þá mun minnisvarði um hann rísa fljótlega í sædýrasafninu þar sem hann átti heima.

R.I.P. Páll.


Sýningarfólkið

Sirkus tjaldAð síðustu, aðeins örstutt um farandfólkið sem kallar sig "Sýningarfólkið"

Í Bretlandi hafa yfir 20.000 manns atvinnu af Fjölleikahúsum og sirkusum. Þetta fólk myndar með sér samfélag og kalla sig The showmen. Flestir þeirra ferðast um landið, setja upp sýningar í stórum sirkustjöldum og leiktæki. Þeir búa í húsbílum eða jafnvel farartækjunum sjálfum sem notaðir eru til að flytja þungann búnaðinn á milli borga. Í Bretlandi eru 20 stórir sirkushópar auk fjölda smærri sýningarhópa sem ferðast um mestan hluta ársins.

Sýningar fólk á ferðSýningarfólkið á sér langa sögu sem rekja má aftur til farandsýninga-flokka miðalada.  Því tilheyrir sýningarfólkið sjálft, aðstoðarfólk og tæknimenn. Stóru fjölleikahúsin hafa vetursetu í nokkar mánuði á vissum stöðum og þá sækja börn sýningarfólksins nærliggjandi skóla í nokkar mánuði. Í seinni tíð hefur fjærkennsla boðist Sýningarfólkinu í auknum mæli.

Ólík því sem gegngur og gerist meðal annars farandsfólks á Betlandi, er lýtur starfsemi Sýninarfólksins ströngum reglum sem fylgt er eftir af stéttafélaginu "The Showmens’ Guild."


Nýaldar-flakkarar

Nýaldarflakkarar

Ég held uppteknum hætti við að fjalla um flökkufólk á Bretlandi. Þriðji pistillinn fjallar um svokallaða Nýaldar-flakkara. (New Age Travellers) 

Nýaldar-flakkarar eru hópar fólks sem oft eru kenndir við nýöld og hippa-lífstíl en hafa að auki tekið upp flökkulíf. Þá er helst a finna á vegum Bretlands þar sem þeir ferðast frá einni útihátíð til annarrar og mynda þannig með sér all-sérstætt samfélag. Talið er að þeir telji allt að 30.000.

Nýaldar-flakkarar ferðast um á sendiferðabílum, vörubílum, breyttum langferðabílum, hjólhýsum og jafn vel langbátum sem sigla upp og niður skurðina og díkin sem skera England þvers og kruss. Á áningastöðum setja þeir upp tjaldbúðir af ýmsum toga og herma þá gjarnan eftir tjöldum hirðingja beggja megin Atlantshafsins.

glastonbury-2004-travellers-lFyrstu hópar þessa tegundar farandfólks urðu til upp úr 1970 þegar fjöldi tónlistar-úthátíða á Bretlandi var sem mestur.

Einkum drógust þeir að "frjálsu útihátíðunum" (þær voru kallaðar frjálsar af því þær voru ólöglegar) eins og Windsor free hátíðinni , fyrstu Glastonbury hátíðunum og Stonehenge free hátíðunum. Í dag tilheyra margir þeirra  þriðju og fjórðu kynslóð flakkara.

Á níunda áratugnum fóru Nýaldar-flakkararnir um í löngum bílalestum. Breskum yfirvöldum og að er virðist, fjölmiðlum, var og er mjög í nöp við þetta nýtísku förufólk. Umfjöllun um þá í fjölmiðlum er yfirleitt afar neikvæð og stjórnvöld gera sitt ýtrasta til að leggja stein í götu þeirra.

Til dæmis var reynt að koma í veg fyrir að þeir reisti búðir við Stonehenge árið 1985 og enduðu þau afskipti með átökum í svo hinni frægu  Baunaengis-orrustu, (Battle of the Beanfield) þar sem mestu fjöldahandtökur í enskri sögu áttu sér stað.

Núaldarflakkarar við StonehengeÁrið eftir (1986) reyndi lögreglan að stöðva "friðarlest" Nýaldar-flakkara sem var á leið til Stonehenge til að halda upp á sumarsólstöður. (21. júní)

Þau átök urðu til þess að hundruð Nýaldar-flakkara ílengdist í grennd við Stonehenge og Wiltiskíri á England.

Nýaldar-flakkarar hafa orð á sér fyrir að setja gjarnan upp ólöglegar búðir, hvar sem þeir sjá færi á. Einnig að þeir flytji sig ört um set og eigi þar af leiðandi oft erfitt með að mennta börn sín, gæta hreinlætis og bjarga sér með nauðþurftir án þess að betla fyrir þeim eða taka þær ófrjálsri hendi.

Nýaldar flakkararFlest bæjarfélög á Bretlandi neita að veita þeim almenna þjónustu og gera sitt besta til að losna við þá sem fyrst út fyrir bæjarmörkin. Vímuefnaneysla er mjög algeng meðal þeirra og "frjálsar ástir" megin einkenni lífshátta þeirra.

Það er viðtekin skoðun að Nýaldar-flakkarar séu utangarðsfólk og hreppsómagar.

Margir þeirra stunda samt vinnu tímabundið við tilfallandi störf á búgörðum og við byggingarvinnu, í verksmiðjum og á veitingastöðum. Aðrir stunda flóamarkaði eða afla sér fjár með tónlistarflutningi á götum úti. Þeir eru þekktir fyrir að aðstoða hvern annan eftir getu, hirða um börn hvers annars og deila því sem einn aflar, með öllum.


Írska flökkufólkið

Í Bretlandi er flökkufólk (Travellers) af ýmsu tagi  talið vera 300.000 talsins.  Þar sem annarstaðar í Evrópu er Róma fólkið fjölmennast. Næst fjölmennastir eru svo kallaðir írskir flakkarar. Erfitt að segja til með vissu um fjölda þeirra en þeir eru taldir vera ekki færri en 30.000.

An Lucht Siúil , Fólkið gangandi.

Írskt farandfólkÍrska farandfólkið er eins og nafnið bendir til upprunalega frá Írlandi. Það hefur eigin siði og hefðir og að mörgu leiti sjálfstæða menningu. Það er að finna einkum á Írlandi, á Bretlandseyjum og í Bandaríkjunum. 

Upp á enska tungu kallar það sig stundum  Minceir eða Pavees  en á Shelta, sem er þeirra móðurmál,  kalla þeir sig an Lucht Siúil sem merkir bókstaflega "Fólkið gangandi". Shelta málið sem er talið vara frá átjándu öld, skiptist í tvær mállýskur; Gammon og Cant.

Margir trúa enn að tungumálið hafi verið þróað meðal flökkufólksins til að aðrir gætu ekki skilið það þegar það reyndi að svíkja og pretta almenning. Svo er þó ekki því tungumálið er raunverulegt tungumál.

Mjög er deilt um uppruna írska farandfólksins. Vandamálið er að þeir sjálfir hafa ekki haldið til haga sögu sinni og ákaflega lítið er um það að finna í heimildum frá Írlandi sem þó verður að teljast mikil söguþjóð.  

írskir flakkararLengi hefur því verið haldið fram að "fólkið gangandi" væri afkomendur landeigenda og vinnufólks þess sem Oliwer Cromwell flæmdi burt af írskum býlum á árunum 1649–53. Aldur tungumáls þeirra styður þá kenningu.

Aðrir segja að þeir séu afkomendur þeirra sem neyddust á vergang í sultarkreppunni miklu upp úr 1840.  En aðrir segja að ýmislegt bendi til að það sé komið af hirðingjum sem bjuggu á Írlandi á fimmtu öld og sem á tólftu öld voru kunnir undir nöfnunum "Tynkler" og "Tynker" (Tinnari). Slík nöfn þykja írska farandfólkinu niðrandi í dag.

Ljóst er að sumar fjölskyldur írska farandfólksins rekja ættir sínar tiltölulega stutt aftur í tímann en aðrar nokkrar aldir. Á Bretlandi er talið að þær telji allt að 30.000 manns.

Það safnar gjarnan brotamálmi á ferðum sínum um landið og sérhæfir sig í hundarækt og ræktun og sölu hesta.

BrúðurÞá kemur það árlega saman á stórum mótum bæði í Ballinasloe á Írlandi og í Appleby á Bretlandi til að eiga viðskipti við hvort annað og finna maka fyrir börn sín. Algengt er að stúlkur trúlofist nokkuð eldri drengjum þegar þær eru 14 ára og gifti sig þegar þær verða 16 ára.

Fyrrum ferðuðust írskir flakkarar um á hestvögnum. Í dag hafa margir þeirra sest að í hjólhýsahverfum. þeir sem enn eru á ferðinni,  ferðast um í stórum hjólhýsum.

Upp til hópa eru írsku flakkararnir fátækir og ómenntaðir. Lífslíkur á meðal þeirra eru undir meðaltali og barnadauði hærri en gengur og gerist annarstaðar í breskum samfélögum.

Almenningur er haldin miklum fordómum gagnvart þessu fólki og telur það vera þjófótta lygara og glæpamenn upp til hópa. 

 


Er nauðsyn að eitthvað sé til frekar en ekkert?

Lykilspurningin í heimsfræðinni er; "Hvers vegna er eitthvað til frekar en ekkert?".

Hafi alheimurinn orðið til eins og við vitum best, þ.e. með "mikla hvelli", gerðist hann ekki á sama hátt og aðrir atburðir gerast í alheiminum. Sá atburður gerðist ekki í tíma eða rúmi því hvoru tveggja varð til með alheiminum. Ekkert sem við þekkjum getur gerst nema það gerist í tíma og rúmi og lúti lögmálum þessa alheims, hvort sem við þekkjum þau eða ekki.  Hvað gerðist fyrir 20,000,000,000 árum, þegar að alheimurinn er aðeins 13,000,000,000 ára er því mótsagnarkennd og merkingarlaus spurning.

En gæti alheimurinn hafa orðið til úr öðrum alheimi? Er mögulegt að til séu óendanlega margir alheimar og að engin þeirra hafi átt sér frumorsök? Óendanleiki er og getur ekki verið ákveðin tala. Það er ekki hægt að draga frá óendanleika eða bæta við hann. 1 plús óendanleiki er sama sem óendanleiki. Hvernig getur þá okkar alheimur verið viðbót við eitthvað sem er óendanlegt?

Ef við blöndum heimspekinni inn í þessar spurningar, kemur eftirfarandi "mótsögn" í ljós.

Ef við segjum að Guð sé óskapaður en sé sjálfur skapari, er hann óumflýjanlega frumorsök alls. En skapari getur ekki verið til án þess að hafa skapað eitthvað sem hefur sjálfstæða tilvist fyrir utan hann. Hafi skaparinn alltaf verið til, erum við um leið að segja að sköpunin hafi alltaf verið til.

Til að hægt sé að tala um "sjálfstæða tilvist" á merkingarfullan hátt þarf að gera ráð fyrir vitsmunum sem eru nægilega miklir til að mynda bæði hlutlæg og óhlutlæg hugtök. Þess vegna gerum við ráð fyrir Guði sem hefur a.m.k. slíka vitsmuni.  Þess vegna getum við einnig gert ráð fyrir að sköpun Guðs hljóti að hafa verið ferli frá hinu óhlutlæga til hins hlutlæga. Hugmynd er fyrra stig sköpunarinnar, hluturinn sjálfur í hlutlægu formi annað stig.

Af þessum sökum er líklegt að sá alheimur sem við þekkjum sé hluti af óendanlegri keðju alheima og hann eins og aðrir alheimar hafi ætíð verið til. 

"Stórihvellur" getur því aðeins markað upphaf alheimsins sem hlutlægs veruleika. Sem hugmynd hlýtur hann alltaf hafa verið til sem og aðrir alheimar Guðs.

En megin spurning  heimsfræðinnar er "hvers vegna er eitthvað til frekar en ekkert?" en ekki hvernig varð eitthvað til. Spurningin hvers vegna; gefur til kynna tilgang.

Fram til þessa hafa engar betri tilgátur komið fram til að svara þeirri spurningu en að gera ráð fyrir tilvisst Guðs og að alheiminum, sköpun hans, gefi hugsanlega eitthvað til kynna um hann sjálfan annað en það eitt að hann sé til.

Um það ætla ég að fjalla í næstu færslu; Nauðsyn þess að eitthvað til frekar en ekkert.


Fylgt af höfrungum

amd_swim_philippe-croizonEins og sést á þessari mynd notaði Philippe Croizon sérhannaðar blöðkur sem festar eru á fætur hans til að knýja sig áfram. Þá fylgir einnig fréttinni að stóran hluta ferðarinnar hafi Philippe verið fylgt af höfrungum.

Við lestur fréttarinnar varð mér hugsað til þess að þótt vísindunum fleyi fram á degi hverjum, hefur okkur ekki tekist að fá fá útlimi mannsins til að endurýja sig.

Sum froskdýr búa yfir þeim eiginleika að geta endurnýjað útlimi sína. Ef útlimur er skorinn af salamöndru, þá geta frumurnar sem eftir verða myndað nýjan útlim. Það sem meira er, hinir mismunandi hlutar útlimanna verða til á réttum stað. Ef skorið er af við fót endurnýjast einungis fóturinn en ef skorið er við hné endurnýjast bæði leggurinn og fóturinn og tærnar snúa rétt og eru á réttum stað. Fyrst eftir að útlimur salamöndru hefur verið skorinn af vex þunnt lag af útlagsfrumum yfir sárið og lokar því. Eftir nokkra fjölgun þessara fruma hefst afsérhæfing frumanna beint undir sárinu, þær losna frá hver annarri og genatjáning þeirra breytist. Frumurnar hafa í raun fengið aftur einkenni fósturfrumanna og geta því hafið myndun vefja á ný.

 


mbl.is Ótrúlegt afrek fatlaðs manns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Slangan og Abstrakt hugsun

Abstrakt (óhlutlæg) hugsun er oft sögð andstæða hlutlægrar hugsunar sem er þá takmörkuð við eitthvað sem er áþreifanlegt. Óhlutlæg hugsun gerir fólki kleift að hugsa í huglægum hugtökum og alhæfingum og gera sér grein fyrir að hvert hugtak getur haft margar meiningar. Með slíkri hugsun er hægt að sjá munstur handan hins auðsjáanlega og nota það til að draga ályktanir af fjölda hlutlægra hluta til að mynda flóknar hugmyndir. Til dæmis eru allar stærðfræðiformúlur skammtafræðinnar eru óhlutlægar. Tenging óhlutlægra hugtaka er einnig forsenda hugmynda mannsins um Guð.

Sem dæmi um mismuninn milli óhlutlægrar og hlutlægrar hugsunar er málverk af konu sem heldur á kyndli.(Frelsisstyttunni)  Sá sem hugsar ummyndina hlutlægt sér ekkert annað en konu sem heldur á kyndli en sá sem hugsar óhlutlægt gæti sagt að málarinn hafi ætlað sér að tjá frelsi.

Getan til að hugsa óhlutlægt hefur verið með mannkyninu í meira en 100.000 ár. Elstu Abstrakt steinristurnar sem vitað er um eru um 70.000 ára gamlar.

Elstu mynjar um átrúnað manna af einhverju tagi eru einnig taldar vera 70.000 ára. Um er að ræða höggmynd af slöngu sem fannst í helli á "Fjalli guðanna" í Botsvana.

Átrúnaður tengdur snákum og slöngum er afar útbreiddur um heiminn. Neikvæð ímynd slöngunnar er eingöngu tengd hlutlægri hugsun okkar um dýrið. Með óhlutlægri hugsun verður slangan/snákurinn að tákni fyrir; Vetrarbrautina og alheiminn, eilífðina, visku og þekkingu, hið dulda og endurfæðingu svo eitthvað sé nefnd.

Í Gyðingdómi, Kristni og Íslam er það snákurinn sem fær frummanninn til að skilja og gera sér grein fyrir muninn á góðu og illu. Kristur talar um visku hans; "Verið því kænir sem höggormar og falslausir sem dúfur" Matt.10.16.

Í slöngunni sameinast hið dýrslega og hið guðlega, hið hlutlæga og hið óhlutlæga. Hún er dýrseðlið á einu sviði, hið guðlega á öðru,og hið mannlega sem sameinar hin tvö á hinu þriðja.

Slangan er auk þess augljóst reðurtákn og sem slíkt frjósemistákn. Hún tengist þannig kvenfrjósemistáknum og trú fólks á mátt þeirra.  Eitt þeirra er t.d.  hestaskeifan sem er eftirherma af hinum "guðlegu sköpum" sem fætt gat af sér hinn endurborna og uppljómaða mann.

Margir kannast við söguna Af Niels Bohr þá hann var staddur í húsi vinar síns og sá að hann hafði hengt upp skeifu fyrir ofan dyrnar á skrifstofu sinni. Skeifu sem þannig er komið fyrir á að færa húsráðendum lukku. Bohr spyr vin sinn;  " trúir þú virkilega á þetta?" Vinurinn svaraði; "Ó nei, ég trúi ekki á þetta. En mér er sagt að það virki jafnvel þótt þú trúir ekki á það."

 


Hvað er Glamúrpía?

Því meira sem ég hugsa um þessa frétt, því merkilegri finnst mér hún.

Hún gefur innsýn inn í heima sem greinilega eru vaðandi í fordómum, og þar er ég engin undantekning.

Hún vekur fólk til umhugsunar um samband föður og afkvæmis og nútíma hemilslíf.  

Hún tekur til hluta sem ekki eru í umræðunni dagsdaglega en hafa verulegt fræðslugildi fyrir alla í nútíma fjölkynja samfélagi.

Samt er það eitt sem ég skil ekki. Hvers vegna er hún kölluð "glamúrpía"?


mbl.is Pabbi Völu Grand í vandræðalegri uppákomu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jón Gnarr heilkennið

"Ég er eins og ég er" segir Jón Gnarr. Og ekki nóg með það heldur hefur hann umboð kjósenda til að vera eins og hann er.

Það er Jón Gnarr heilkennið. Jón Gnarr er engum líkur, sem betur fer. Annars væri hann ekki borgarstjóri.

Hefðbundrnir pólitísusar eru að fara á límingunum út af því að maðurin hagar sér ekki eins og þeir.

Þeir eru ekki enn búnir að fatta það að þeim og þeirra aðferðum var hafnað.

Það er engan höggstað að finna á Jóni Gnarr.

Hann sagði í gríni að hann skoðaði klám á netinu. Hann sagði það til að gera grín af hefðbundum pólitíkusum sem alltaf leggja sig fram um að segja eitthvað sem hljómar vel.

Svo hefur hann læknisfræðilega skýringu líka, svona til vara. Hann er haldinn Tourette heilkenninu.

 


mbl.is „Ég er og verð óviðeigandi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Minni en sá minnsti?

Edward Nino Hernandez er 24 ára. Hann er sagður minnsti maður heims ( 70 cm) og fékk þann titil eftir að Kínverjinn He Pingping (74 cm)  lést s.l. mars. Þá er til þess tekið að Edward sé 4 cm minni en He var. Titillinn er miðaður við að fólk sé orðið 18 ára eða eldra. Því hlýtur Edward að hafa verið minnsti maður heims í um fjögur ár, á sama tíma og He hélt titlinum.
mbl.is Minnsti maður heims
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband