Færsluflokkur: Vísindi og fræði

Var Melkorka Mýrkjartansdóttir rauðhærð

boudica2Þegar að hinir keltnesku Ikenar gerðu uppreisn gegn setuliði Rómverja á Englandi árið 60 e.k. fór fyrir þeim sjálf drottning þeirra; Boudica. Gríski sagnritarinn Dio Cassius sá ástæðu til þess að geta þess sérstaklega að Boudica hafi verið hávaxin og skelfileg í útliti, með mikið rautt hár sem féll niður yfir axlir hennar. -

 Allt fram á okkar dag hefur það loðað við rauðhært fólk, sérstaklega kvennfólk að það sé skapstórt og röggsamt. - E.t.v. er það frekar óvinsamt umhverfi sem kallar á þessa sakpgerð, því kannanir sýna að rauðhærðir krakkar verða meira fyrir stríðni en krakkar með annan háralit  Oftast beinist stríðnin og uppnenfnin einmitt að háralitnum.

Rauður hárlitur er sá sjaldgæfasti í heimi því aðeins 1-2% íbúa heimsins fá hann í vöggugjöf. Flestir rauðhærðir, miðað við íbúatölu, fæðast í Skotlandi og á Írlandi, hvorutveggja lönd þar sem áhrif ómengaðrar keltneskrar menningar entust hvað lengst.

Rauðhærðir frændurÁ Írlandi bera 46% "rauðhærða genið" sem varð til fyrir stökkbreytingu í eggjahvítuefni eins litnings, einhvern tíma í fyrndinni.

Því hefur stundum verið haldið fram að "rauðhærða" genið megi rekja til Neanderdals-manna, en það ku ekki vera rétt. Meðal Neanderdalsfólksins var rauðhært fólk ekki óalgengt, en það var rauðhært vegna annarrar tegundar stökkbreytingar en olli breytingum á 16. litningnum í nútímamanninum

Á Íslandi er rauðhært fólk frekar algengt og í minni ætt prýðir rautt og rauðleitt hár fjölda kvenna. Móðir mín sáluga, var með dökkrautt hár og litaði það eldrautt fram á dauðadægrið þá næstum áttræð.

Melkorka og sonurHún montaði sig stundum af rauða litnum sem hún sagði kominn beint frá Melkorku Mýrkjartansdóttur, konungsdóttur af Írlandi. Hvað hún hafði fyrir sér í því að Melkorka hafi verið rauðhæð, veit eg ekki.  -  En að svo hafi verið er mjög algeng trúa fólks á Íslandi...og kannski ekki af ástæðulausu.

Víst er að Mýrkjartan faðir hennar eða Muirchertach eins og hann var nefndur upp á írsku, var sonur Niall Glúndub mac Áedo og því einn af Cenél nEógain ættinni sem var hákonungsæt Íra. 

Niall_NoigiallachFrægasti ái ættarinnar er án efa Njáll Níugísla  (Niall Noigiallach) en af honum fara margar fræknar sögur. Eitt af aðaleinkennum írsku hákonungsættarinnar var einmitt rauða hárið sem erfðist bæði í karl og kvenlegg. -

Kannski vissi móðir mín allt þetta og gat því fullyrt með nokkurri vissu að Melkorka hafi verið rauðhærð. Að auki má færa ákveðin rök fyrir því að nafnið sjálft "Melkorka" gefi vissa vísbendingu um háralitinn.

Norðræna orðið korkur kemur af gelíska orðinu corcur sem aftur er komið af latneska orðinu purpura.  Í Noregi var orðið korkur notað yfir litinn sem notaður var til að lita ullarfatnað rauðan, enda þýðir orðið einfaldlega það sama og á latínu eða ; rauður. 

Orðið Mela eða MAY-laher til í gamalli írsku og merkir "elding".

Þessi orð samsett í kvenmannsnafn verða þá að Melkorka,eða Rauðelding. - Persónulega finnst mér sú merking nafnsins koma mjög vel heim og saman við persónu hennar eins og henni er lýst í Laxdælu.


Goðsögnin um grænu páfagaukana í London

Grænir Páfagaukar í LondonVilltir grænir páfagaukar (Hringhálsar) eru orðin algeng sjón í London. Talið er að fjöldi þessa langlífu fugla sem upphaflega eru ættaðir frá rótum Himalajafjalla og geta orðið allt að 50 ára, sé nú komin vel yfir 100.000. -

Fuglarnir eiga sér enga náttúrulega óvini á þessum slóðum og fjölgar því afar ört. - Hlýnandi loftslag er einnig sagt vera þeim hliðholt.  Frá London hafa þeir breiðst út um allt suðaustur England, norður til Glasgow og alla leið vestur til Wales.

Skemmtilegar goðsagnir eða flökkusögur hafa orðið til um uppruna þessara litskrúðugu fugla (Psitacula krameri)  í görðum Lundúna.

Sú vinsælasta segir að gítarhetjan Jimi Hendrix hafi sleppt lausu pari snemma á sjötta áratug síðustu aldar, til að hressa upp á gráa ásýnd borgarinnar með skærari og fjölbreyttari litum. -

Hendrix páfagaukurÖnnur saga segir að páfagaukarnir séu komnir af fuglum sem sluppu út úr Shepperton kvikmyndaverinu þegar John Ford var þar að leikstýra Katharine Hepburn og Humphrey Bogart í kvikmyndinni  African Queen árið 1950.

Elstu heimildir um þessa tegund fugla í London eru samt frá 1855. Og líklegasta skýringin á uppruna þeirra er mun leiðinlegri en flökkusögurnar segja, eða að þeir hafi sloppið úr búrum fuglaræktenda, gæludýraverslana og af einkaheimilum.

 


Samstilltar lífsklukkur

Feitir tvíburar á mótorhjólumBiblían kennir að lengd æviskeiðs okkar allra sé forákvarðað af Guði upp á dag og að enginn megi sköpun renna, sem reyndar er einnig forn-norrænn siðaboðskapur.  

"Augu þín sáu mig, er ég enn var ómyndað efni, ævidagar voru ákveðnir og allir skráðir í bók þína, áður en nokkur þeirra var til orðinn." segir í Sálmunum. -

Þetta hafa Fransisku-munkarnir og eineggja tvíburarnir Julian og Adrian eflaust vitað. Líf þeirra var svo samfléttað og líkt að genetískar lífklukkur þeirra hafa verið algjörlega samstilltar.

Að eineggja tvíburar deyi með stuttu millibili er alls ekki óalgengt þótt Bandarískar heimildir segi að þar í landi líði að meðaltali 10 ár á milli dauða þeirra.

Svo dæmi séu nefnd  þá náðu tvíburasysturnar Emma og Florence, áttatíu og tveggja ára aldri en þær fundust látnar í örmum hvers annars, á heimili sínu í San Antonio, eftir að mikil hitabylgja hafði gengi yfir borgina 2009. Rannsókn leiddi í ljós að loftælingin í íbúðinni, þar sem þær bjuggu saman, hafði bilað.

Þá þótti það einnig fréttnæmt þegar að í ljós koma að þeir  Richard og Michael Walsh, 33 ára, sem létust báðir í sama húsbrunanum við Canada Square í Waterford á Írlandi árið 2008, voru eineggja tvíburar. Þeir bjuggu saman og höfðu báðir gleymt að slökkva á kertum sem loguðu í sitt hvoru svefnherberginu.


mbl.is Eineggja tvíburar létust sama dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fílamenn - (Ekki fyrir viðkvæma)

Huang ChuncaiHuang Chuncai ( 黃春才) var fæddur árið 1976 í þorpinu Yulan í Hunan héraði í suður-Kína. Hann er næst- elstur af fjórum systkinum. Skömmu eftir fæðingu tók faðir hans, Huang Bao, eftir því að höfuð drengsins var óvenju ílangt. Að öðru leiti var Huang litli algjörlega eðlilegur.

Á fimmta ári varð fyrst vart við æxlisvöxt í andliti hans. Þrátt fyrir að æxlið stækkaði jafnt og þétt höfðu fátækir foreldar hans ekki efni á að fara með hann til læknis. Huang gekk í barnaskóla fram að sjö ára aldri en þá var vistin í skólanum orðin óbærileg fyrir hann. Börnin kölluðu hann "skrímslið" og lögðu hann í einelti.

Þegar hann varð tíu ára var honum ekki lengur vært á götum þorpsins og hann hélt sig mest inni við á heimili sínu næstu tvo áratugina.

Huang Chuncai fyrir aðgerðina 2008Þegar Huang varð 31 árs hafði æxlið algerlega afmyndað andlit hans og hékk í stórum sepum niður á maga hans. Þungi þess beygði hryggsúluna og bak hans svo hann leit nú út fyrir að hafa kryppu. Vinstra auga hans sökk á kaf í æxlið sem teygði úr andliti hans á alla vegu. Hægra eyrað nam t.d. við öxlina. Þegar hann náði ekki lengur að bíta saman kjálkunum fóru tennurnar að molna upp í honum fljótlega eftir tvítugt var hann orðinn tannlaus.  Árið 2007 var Huang orðin heyrnarlaus og hafði að mestu misst getuna til að tala.

Allt frá æsku höfðu læknar afar lítil afskipti af Huang. Æxlið var greint sem taugavefjaæxli eða"neurofibromatosis" , rétt eins og hjá hinum nafntogaða Fílamanni Joseph Merrick, áður en það uppgötvaðist  að hann var með sjúkdóm sem nefndur er Proteus heilkennið .Hægt hefði verið að skera það af áður en það var orðið svona risavaxið. En foreldar Huang höfu ekki ráð á að taka hann í læknisskoðun, hvað þá að borga fyrir skurðagerð.

Að auki var foreldrum hans var tjáð að skurðaðgerð væri mjög hættuleg. -

Blaðamaður einn komst um síðir á snoðir um tilvist Huangs og af honum birtust myndir í kínverskum fjölmiðlum sem sýndu blaðasnápinn mæla lengd og þvermál æxlisins. Það reyndist þá 57 cm á lengt og 97 cm í þvermál. Huang sjálfur er aðeins 135 cm að hæð.

Huang Chuncai eftir aðgerðina 2008Eftir að Huang varð frægur um allt Kína sem "kínverski fílamaðurinn" buðust skurðlæknar við Fuda sjúkrahúsið í Guangzhou að gera á honum nokkrar aðgerðir, honum að kostnaðarlausu. (Hver aðgerð mundi hafa kostað um 2.000.000 króna.

Huang var 31 árs þegar hann gekkst undir fyrstu aðgerðina í júlí árið 2007 en þá voru fjarlægð 15 kg. af vefjum. Aðgerðin var tekin upp og upptökuna má nálgast hér  fyrir áhugasama.

Rúmlega ári síðar gekk hann undir aðra aðgerð, mun hættulegri en þá fyrri,  því nú þurfti að fjarlægja rætur æxlisins öðru megin í andlitinu sem um lágu margar æðar. Sú aðgerð var einnig tekin upp á myndband og sýnir hvernig tæplega 5 kg. til viðbótar eru skorin burtu úr andliti Huangs.

 Aðgerðin virtist hafa tekist þokkalega þótt enn sé varla hægt að greina mennskt andlitsfall á Huang. Stórir æxlis-separ sem vaxa að hluta til út úr enni hans hanga enn niður andlit hans og afmynda það. Talið er að þeir vegi 6-7 kg.

4210_chinas-elephant-man-20_04700300Hugmyndin var að þeir yrðu fjarlægðir í þriðju aðgerðinni seint á árinu 2008. Þrátt fyrir talsverða eftirgrennslan tókst mér ekki að afla upplýsinga um afdrif Huang eftir aðgerðina í janúar 2008 en um sama leiti gerði National Geographic  heimildarmynd um hann sem sýnd var 2010 og gerði Huang heimsfrægan. Þar er Huang sýndur á batavegi heima hjá sér þar semhann býður með óþreyju eftir þriðju aðgerðinni.

Huang er því miður ekki eini maðurinn á lífi sem þjást af þessum hræðilega erfðasjúkdómi. Saga Eddie Newton er sögð í stuttu máli á eftirfarandi myndbandi. Í myndbandinu kemur fram skýring á sjúkdóminum

Og hér er stutt mynd um hinn ameríska James O´Neal sem einnig kallar sjálfan sig "fílamanninn".

James eftir aðgerðina

James O´Neal.jpg 1

Að lokum kemur hér einnig í stuttu máli saga Reggie Bibbs


97% Íslendinga trúa aðeins á efnislega tilvist?

Trúmaður hugsar um trúleysiÞað býr ýmislegt athyglivert í þessum tölum frá Gallup um að 71% Íslendinga trúi á Guð. Það fyrsta sem maður rekur augun í er að meðal karla er ekki endilega fylgni milli þess að trúa á Guð og á  líf eftir dauðan. Einhver hluti karla getur sem sagt vel hugsað sér að það sé til eitthvað sem fallið getur undir skilgreininguna Guð, en samt hljóti líf hvers manns að enda við líkamsdauðann.  -  Þetta er reyndar afstaða bæði Votta Jehóva og Sjöundadags aðventista, sem trúa því að allir deyi að lokum og ekkert líf sé eftir líkamsdauðann, nema fyrir fáa útvalda. Auðvitað vonast þeir allir til að verða í þeirra hópi. Þeir vilja meina að sú tilvist sé efnisleg, ekki andleg og eiga því það sameiginlegt með trúleysingjum að trúa aðeins á á efnislega tilvist.

Þá kemur það fram að 68% trúa á kenninguna um "miklahvell".  68% hlýtur því að trúa því  að einhverstaðar handan endamarka alheimsins þar sem áhrif mikla hvells gætir ekki enn, sé ekkert til. Þar er ekkert efni, enginn tími og ekkert rúm,  þ.e.  sama "ástand" og var allstaðar áður en mikli hvellur varð og alheimurinn varð til.

Trúleysingi hugsar um trúarbrögðinSamt trúir 71% að til sé Guð, en 68% trúa ekki að þessi Guð hafi skapað alheiminn, ef ég skil þessa könnun rétt.

Guð þeirra 68%, sem ekki trúa á Guð sem skapara, hljóta þá að trúa á einhvern Guð sem er sjálfur hluti af "sköpuninni"  og/eða tilheyrir þeim alheimi sem varð til við mikla hvell. Sá Guð hlýtur að vera eins og allt annað sem við þekkjum og tilheyrir þeim alheimi, háður tíma og rúmi. Hann er því   ekki "andlegur"  Guð heldur efnislegur Guð.

Þeir sem trúa á efnislegan Guð eru þá sem sagt 68% og þeir sem ekki trúa á neinn Guð, skapara eða líf eftir dauðann 29%.  Þeir sem gera aðeins ráð fyrir efnislegri tilvist eru því samtals 97% Íslendinga.

Þetta verða að teljast góðar fréttir fyrir vantrúarmenn og aðra trúleysingja og greinilegt að auðmjúkur áróður þeirra er að skila sér, big time.


mbl.is Íslendingar trúa á Guð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heimildaleysi sönnun um að atburðurinn hafi átt sér stað

Þegar kemur að alvarlegri umfjöllun um málefni sem tengjast fljúgandi furðuhlutum,  geimverum á jörðinni og brotlendingu geimfara frá öðrum hnöttum, falla flestir rithöfundar í sömu gryfjuna. Þrátt fyrir einlægan vilja og góða trú á að þeir hafi með rökum eða jafnvel einhverjum gögnum tekist að varpa nýju ljósi á málin eða ef til vill "leysa gátuna",  eiga þeir það sameiginlegt að vera frekar hluti af vandmálinu en lausn þess.

roswell crashÍ ritdómi  Los Angeles Times (LAT) sem grein Mbl.is vitnar í er reyndar bent á,  að þrátt fyrir að bók Annie Jacobsen sé vönduð og rannsóknarvinnan við hana mikil, gera niðurstöður hennar lítið annað en að bæta við enn fleirum sögusögnum um Svæði 51 og atburðina sem kenndir eru við Roswell en  ljósmyndir sem teknar voru á staðnum sæyna greinilega brak úr flaug eða belg, af jarðneskum uppruna.

Kvikmyndin fræga  með myndum af krufningu á "geimveru" sem sögð var hafa brotlent geimfari sínu nálægt bænum Roswell í Nýju Mexíkó 1947 og sem Ray Santilli og félagi hans Gary Shoefield viðurkenndu árið 2006 að hafa falsað, sýnir veru sem vel gæti verið vansköpuð stúlka.

Geimvera frá RoswellÖðrum myndum er ekki til að dreifa og þess vegna hlýtur Annie að sækja hugmyndir sínar um útlit geimveranna þangað.  En að segja brúðuna eitt af fórnarlömbum Josefs Mengele sem nafni hans Stalín á að hafa fengið að láni frá honum er reyndar með furðulegri flökkusögum sem heyrst hafa.

Ævi Mengele er nokkuð vel skráð og á tímabilinu frá því hann fer frá Auschwitz árið 1945  til ársins 1949 dvaldist hann í þorpi nálægt Rosenheim í Bæjaralandi. Að Mengele hafi á þeim tíma haldið áfram tilraunum sínum og getað skaffað Stalín vansköpuð börn til að blekkja  Bandaríkjamenn, er með ólíkindum. -

Eins og einnig kemur fram í grein LAT notar Annie hin fullkomnu samsærisrök máli sínu til stuðnings. Eða þau; að það finnist engar heimildir um að atburðirnir hafi átt sér stað vegna hvers hve leynilegir þeir eru og vegna heimildaleysisins sé öruggt að þeir hafi gerst.


mbl.is Voru börn en ekki geimverur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lundi með hanakamb

ÞjóðhátíðarmerkiðAðstandendur Þjóðhátíða  í Vestmannaeyjum hafa fram að þessu reynt að gera hverja hátíð sérstaka og einstaka með ýmsum hætti. Þótt að skreytingar í dalnum hafi haft sína föstu liði, ætíð hefur þess verið gætt að gera þær mismunandi á hverju ári.

Þá hefur Sérstakt þjóðhátíðarlag hefur verið samið fyrir hverja hátíð og veggspjöld og auglýsingar hafa skartað mismundi útfærslum á vörumerkinu sem orðið "þjóðhátíð" er.

HanakamburÞessu hafa menn unað lengi enda vel til tekist í flest skipti. Spurningin er hvaða ástæður fyrir því að breyta út af hefðinni í tenglum við atburð sem einkum byggir á hefðum.

Nú hafa Eyjamenn semsagt, ef ég skil þessa frétt rétt, ákveðið að eitt merki, (lógó) skuli prýða allar auglýsingar og efni tengt Þjóðhátíð Vestmannaeyja um ókomna framtíð. Höfundi merkisins gengur greinilega ýmislegt ágætt til, en merkið er samt ekki gallalaust.

costume_harlehatVið fyrstu sýn minnir það á lunda með hanakamb. Ef að eldurinn í kórónunni væri rauður eða gulur eins og eldurinn í þjóhátíðakestinum oftast er, væri "kórónan" enn líkari hanakambi.

"Kórónan" eins og sér dregur einnig upp myndir af höfuðfati hirðtrúða til forna sem voru eins konar grínútgáfur af hefðbundnum kórónum konunga. Flugeldarnir gætu svo hæglega verið bjöllur. (Sjá mynd) Reyndar hef ég séð svona höfuðföt til sölu á þjóðhátíð, en það er önnur saga.

3744964938_aa8ae9b6f1Vissulega er þjóðhátíðin "konungur" útihátíðanna en þessi kórónaði þjóðhátíðarlundi er reyndar  líkari Fratercula cirrhata (sjá mynd) en Fratercula arctica, þ.e. lunda eins og við flest þekkjum hann og mest er af í Vestmanneyjum.

Letrið sem notað er í merkinu er einnig all sérstætt. Ég veit satt að segja ekki hvað fonturinn heitir, en e.t.v. er hann sérteiknaður. Letrið minnir helst á einhvern tréútskurð eða jafnvel Anþrópósófískan bautasteinastíl sem notaður er mikið meðal Steiners fylgjenda.

HeykrókurJoðið er mest áberandi stafurinn og minnir á heykrók. Kannski að þarna sé komin lúmsk skírskotun til Húkkaraballsins?  Heildarmyndin á letrinu er samt  ekki samfelld og dálítið klúðursleg á að líta.

Mér finnst allt ílagi að nota þetta merki fyrir Þjóðhátíðina í ár en ég er ekki viss um að það fari svo vel á því að gera það að lógói sem nota á framvegis.

Bestu kveðjur til Eyja.

Ég læt hér fylgja vísustúf sem ég fann um Lundakónginn. Spurningin er hvort einhver getur fundið lag sem við þekkjum öll sem hægt er að syngja við þessa ágætu vísu.

 

I imagine I’m the Puffin King
Ruling the island of Congabing.
All the birds sing praise to me
Bringing gifts of pearls and starfish tea.
Except for this bizarre crane
Who believes the island is his to reign.
Now every time that I bow down
He sneaks up and steals my crown.


mbl.is Nýtt merki þjóðhátíðar í Eyjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Salisbury, Silbury og Solsbury

Á Englandi eru þrír sögufrægir staðir sem bera svo svipuð nöfn að það er ekki óalgengt að Bretar sjálfir rugli þeim saman hvað þá útlendungar sem til landsins koma til að berja þá augum. Þessir staðir eru bærinn Salisbury í  Wiltshire, Silbury hóll sem einnig er í  Wiltshire og Solsbury hæð í nálægt Batheaston í Somerset. - Það eykur enn á ruglinginn hversu nálægt hver öðrum staðirnir eru í sveit settir. Fyrir utan að bera áþekk nöfn sem fólk gjarnan heldur að séu mismunandi útgáfur af sama orðinu, (svo er ekki)  eiga staðirnir þrír ýmislegt sameiginlegt. 

Old_SarumBærinn sem í dag er kallaður Salisbury (eða Nýja Sarum) var ekki reistur fyrr en um 1220 en á svæðinu hafa fundist menjar sem benda til að byggð hafi verið þar frá örófi. Á nærliggjandi hæð er að finna vísbendingar um virki sem fyrst var reist á steinöld.

Þegar Rómverjar hernumdu landið kölluðu þeir hæðina "Sorviodunum" en "dunum" merkir virki eða vígi á latínu og er algeng ending á enskum bæjum og borgum í dag. Í fyrndinni voru virki á Englandi gjarnan byggð á hæðum eða hólum sem veittu gott útsýni yfir næsta nágrenni. Á keltnesku þýðir orðið "dun" einnig hóll eða borg. Oðrið "sorvio" er ekki til í latínu en "sorfio" á keltnesku þýðir þurr. Sorviodunum er því rómverka útfærslan á keltneska orðinu Sorfidun sem einfaldlega merkir "Þurra borg".

Þá er vitað að Saxar byggðu sér einnig virki á hæðinni og kölluðu það á sinni tungu Særesbyrig. Þeir reynd sem sagt að halda orðinu "sorfio" til haga en nota engilsaxneska orðið "bær" í staðinn fyrir hið rómverska "dunum".

Trérista af virkinuNormannar tóku við virkinu eftir innrásina 1066 og og byggðu á hæðinni kastala. Í Dómsdagsbókinni (1086) þar sem Vilhjálmur l lét skrásetja öll byggðarlög í ríki sínu, er byggðin kölluð "Saresberi", skrifað að hætti normanna Salesberi

Af  þessum fræga virkishóli dregur því bærinn Salisbury sem er í rúmalega tveggja kílómetra fjarlægð frá henni,  nafn sitt.  Einnig Salisbury sléttan en Stonehenge er frægasta mannvirkið sem upp af henni rís. 

Silbury hillSilbury Hóll heitir manngerð hæð úr kalksteini sem stendur ekki langt frá hinum fornfrægu Avebury steinhringjum. Hóllinn er rétt um 40 metra hár og tveir hektarar að flatarmáli. Hann gerður í nokkrum áföngum og er innsti og elsti hluti hans um 5000 ára gamall en sá ysti og yngsti um 4300 ára.

Hóllinn er sögð stærsta manngerða hæðin í Evrópu og er stundum kölluð "enski píramídinn". Forðum hefur hvítur kalksteinninn eflaust gert hólinn tignarlegan á að líta þar sem hann reis upp úr annars  flatri sléttunni en í dag er Silbury hóll grasi vaxinn og lítur út eins líkt og hundruð hæða og gróinna holta sem prýða enskt landsslag og gera það svo sérstakt.  

Nokkuð hefur verið til reynt til að uppgötva til hvers hólnum var hrúgað upp á sínum tíma. Nokkrum sinnum hefur verið grafið í hann, bæði ofaní og undir hann, en ekkert komið í ljós sem gefið gæti vísbendinu um hversvegna forfeður Englendinga lögðu á sig þessa miklu jarðvinnu. Það hefur samt ekki staðið í vegi fyrir því að fjöldi tilgáta hefur verið settar fram um tilgang Silbury, án þess þó að nokkur þeirra sé talin sennilegri en aðrar.

Silsbury Hill 1Nafnið Silbury er talið samsett úr keltneska orðinu zilsem þýðir auga. Það er skylt orðinu sil í grísku saman ber Silvía mánagyðja og er einnig rótin að orðinu silfur. Nafn hæðarinnar getur því hæglega útlagst á íslensku "Mánaborg".  

Silbury er eins og áður er getið í Wiltshire. Í búar þess skýris eru oft nefndir "Mánarakarar". Sagan segir að að þeir bændur hafi forðum verið nokkuð stórtækir smyglarar, einkum á vín frá  Frakklandi. Tollmenn konungs voru á hverju strái og þurfti oft að leika á þá. Eitt sinn földu smyglararnir víntunnur sínar í tjörn einni. Tollmenn komu að tjörninni og sáu hvar bændur stóðu og rökuðu tjörnina í óða önn. Tollararnir furðuðu sig á athæfinu sem von var og spurðu hvað um væri að vera. Þeim var svarað því til að verið væri að raka saman ostinum sem í  tjörninni væri og bent á hvernig fullt tungl endurspeglaðist í tjörninni. Tollararnir hlógu að einfeldni bænda og hröðuðu sé á braut. Eftir þetta festist uppnefnið "Moonraker" við íbúa svæðisins sem þeir láta sér það vel líka.

Solsbury HillSolsbury Hæð er nafn allstórrar hæðar skammt frá borginni Bath í Somerset. Nafn hæðarinnar er dregið af  keltnesku gyðjunni Sulis sem var dýrkuð af Keltum á þessu svæði í fyrndinni og hæðin sjálf helguð henni. Leiðin til hinna hlegu véa gyðjunnar við heitu uppspretturnar í Bath, lágu meðfram hæðarrótunum.  

SólborgSuil  á gamalli írsku merkir "auga" eða "gap"  sem var inngangurinn í undirheima. En talið er að Gyðjan Sulis hafi fengið nafn sitt frá upphaflegri merkingu Indóevrópska orðsins orðsins  "sawl" (á latínu sol)  og á íslensku Sól. Upphaflega heiti hæðarinnar var því "Sólborg".

Efst á hæðinni eru ummerki eftir virki sem fyrst var byggt fyrir 2300 árum.

Peter Gabriel samdi á sínum tíma ansi gott lag um hæðina , en hljómver hans og reyndar heimili líka er staðsett þar um slóðir. Hér er það lag fyrir áhugasama.


I Ching og Wang kennari

Gámar í TævanHann kallar sig Wang kennara og bloggar af krafti á Taívan. - Fyrir skömmu birti hann spá á bloggi sínu um að mikill jarðskjálfti muni verða á Taívan kl: 10;42:30 þann 11. maí n.k. Wang segir að jarðskjálftinn muni mælast rúmlega 14 á Righter og valda tæplega 200 metra hárri flóðbylgju sem flæða muni yfir eyjuna og manfallið verði gífurlegt.

Viðbrögðin við þessu bloggi Wang kennara hafa verið nokkur og stjórnvöld þar um slóðir hafa tilkynnt honum að fjarlægi hann ekki þessa válegu spádóma af síðu sinni muni hann verða sektaður um 32.000 USD.

Nokkrir hafa tekið hrakspá Wangs svo alvarlega að þeir hafa keypt sér gáma og flutt þá til búða í Puli, Nantou á hálendi Taívan. Gámarnir kosta 6500 USD en það var einmitt Wang sem ráðlagði fólki slík kaup.

Wang kennari segist nota bókina I Ching ( Bók breytinganna) sem er mjög vel þekkt og fornt rit sem á að geta hjálpað fólki að sjá framtíðina.  Bókin virkar þannig að þú spyrð hana spurninga og hún varar.

Skafti Þ. Halldórsson og Ísak Harðarson skrifúðu ágæta grein í Moggann um bókin þegar hún kom út á íslensku í þýðingu Ísaks. Þar segir m.a.

Íslendingar þekkja kínverska speki fyrst og fremst gegnum Bókina um veginn. En I Ching er í raun ein meginuppistaða þeirrar bókar og raunar einnig speki Konfúsíusar. Hún er ævaforn að stofni til, yfir 3.000 ára gömul.

Í upphafi var ritið samsafn línulegra tákna sem voru notuð við véfréttarspurningar. Lárétt óbrotið strik merkti já en brotið nei. Þessi strik samsvöruðu líka síðar innbyrðis í samhengi sínu hugtökunum yang og yin sem í breytingarheimspeki Kínverja tákna andstæða einingu. Síðar bættu menn við línum. Fyrst voru tvílínur, síðar þrílínur. Konfúsíus lýsti byggingu I Ching svo að takmörk verðandinnar væru algjör. Það leiddi af sér tvo hætti sem leiddu af sér fjórar gerðir sem aftur gefa átta þrílínur. Samspil þessara átta þrílínutákna er kjarni bókarinnar. Með því er kveðið á um gæfu eða ógæfu. Tvær og tvær þrílínur eru lagðar saman og það gefur kost á 64 sexlínutáknum.

Út úr þessum línutáknum lesa menn síðan merkingu. Þrjár heilar línur tákna himin, styrk og sköpunarkraft og þrjár óbrotnar línur merkja jörð, móttækileika og auðsveipni. Þegar þessum þrílínutáknum er síðan steypt saman eftir sérstökum aðferðum verður til leiðsögn um lífið, um gæfuna og leiðina.

Algengustu útgáfur I Ching lúta svipuðum byggingarlögmálum. Í kringum hvert hinna 64 tákna eru ákveðin þemu. Síðan fylgir greinargerð. Þá kemur heildarmat, túlkun eða greining Konfúsíusar á greinargerðinni. Þessu fylgja einnig spakmæli eignuð Konfúsíusi sem dregin eru af þeirri mynd sem sexlínan sýnir sem samsetning tveggja þrílína.

I-ChingNokkrum dögum eftir að gos hófts í Vestmannaeyjum í janúar árið 1973 var ég staddur meðal nokkra kunningja minna í húsi í Kópavogi. Við vorum að ræða um gosið og hver langtíma áhrif þess yrðu fyrir Eyjamenn og þjóðina alla. Einn félaga minna átti bókina I ching sem hann dró nú fram og var þegar ákveðið var að spyrja bókina um hver yrðu afdrif Vestmannaeyja.

Bókin svaraði með versi sem var eitthvað á þessa leið:

Refur kemur að læk og er ekki viss um að honum tækist  að stökkva yfir hann. Eftir nokkrar vangaveltur tók hann tilhlaup og stökk yfir lækinn og lenti heilu og höldnu á hinum bakkanum en vætti aðeins á sér skottið. 


mbl.is Sjálfsmorð af ótta við hamfarir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gagarin og Guð

YuriGagarinNafn hans var á hvers manns vörum fyrir 50 árum. Hann var fyrsti geimfarinn og fram til þessa hafa aðeins um 500 jarðarbúa fetað í fótspor hans. Í augum flestra var hann hetja, og í Sovétríkjunum þar sem geimvísindi voru einskonar trúarbrögð á þessum tíma, varð Gagarin að Guði.

Slík var dýrkunin á þessum manni að kirkjur sem lagðar höfðu verið af í hinu guðlausa veldi kommúnismans, voru enduropnaðar og helgaðar Yuri Gagarin. Mynnisvarðar og styttur risu um gjörvöll Sovétríkin af Yuri og hann var viðstaddur alla stórviðburði ríkisins á meðan hann lifði.

no-god-gagarinSamtímis fór áróðursvél stjórnvalda í gang. Haldið var fram að Gagarin hefði sagt þegar hann komst á sporbaug um jörðu; "Ég sé ekki neinn Guð hérna uppi." Í afriti af samskiptum Gagrins við jörðu á meðan á ferð hans stóð, er þessa setningu hvergi að finna. - Seinna var þessi kvittur rekin beint til leiðtogans sjálfs, Nikita Khrushchev. Á ráðstefnu sem haldin var um áróður gegn trúarbrögðum sagði hann; "Gagarin flaug út í geyminn og sá engan Guð þar."  "Sá sem aldrei hefur mætt Guði á jörðinni, finnur hann ekki út í geimnum" er samt setning sem höfð var eftir Gagarin. 

GagarinÞegar hann lést í flugslysi 1968 urðu til ýmsar samsæriskenningar um dauða hans, en ástæður slyssins hafa aldrei verið skýrðar til fulls.

Eftir fall Sovétríkjanna dró mikið úr hverskonar hetjudýrkun í löndum þeirra svo og átrúnaðurinn á Gagarin.

Samt eimir eftir af þeim í heimabæ hans þar sem Gagarin söfnuðurinn var á sinum tíma hvað sterkastur.

Meðal rússneskra geimfara tíðakast ýmsir siðir sem tengjast Gagarin. Meðal þeirra er skilja eftir blóm við minnismerki Gagarins, heimsækja skrifstofu hans og biðja anda hans um leyfi áður en ferðin hefst. Skrítnasti siðurinn er e.t.v. sá að karlgeimfarar pissa á hægra afturhjól farartækisins sem ekur þeim út að geimflaugunum. Kvengeimfarar geta í stað þess að pissa á hjólið, skvett á það þvagi úr máli. -


mbl.is 50 ár frá fyrstu geimferðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband