Lundi með hanakamb

ÞjóðhátíðarmerkiðAðstandendur Þjóðhátíða  í Vestmannaeyjum hafa fram að þessu reynt að gera hverja hátíð sérstaka og einstaka með ýmsum hætti. Þótt að skreytingar í dalnum hafi haft sína föstu liði, ætíð hefur þess verið gætt að gera þær mismunandi á hverju ári.

Þá hefur Sérstakt þjóðhátíðarlag hefur verið samið fyrir hverja hátíð og veggspjöld og auglýsingar hafa skartað mismundi útfærslum á vörumerkinu sem orðið "þjóðhátíð" er.

HanakamburÞessu hafa menn unað lengi enda vel til tekist í flest skipti. Spurningin er hvaða ástæður fyrir því að breyta út af hefðinni í tenglum við atburð sem einkum byggir á hefðum.

Nú hafa Eyjamenn semsagt, ef ég skil þessa frétt rétt, ákveðið að eitt merki, (lógó) skuli prýða allar auglýsingar og efni tengt Þjóðhátíð Vestmannaeyja um ókomna framtíð. Höfundi merkisins gengur greinilega ýmislegt ágætt til, en merkið er samt ekki gallalaust.

costume_harlehatVið fyrstu sýn minnir það á lunda með hanakamb. Ef að eldurinn í kórónunni væri rauður eða gulur eins og eldurinn í þjóhátíðakestinum oftast er, væri "kórónan" enn líkari hanakambi.

"Kórónan" eins og sér dregur einnig upp myndir af höfuðfati hirðtrúða til forna sem voru eins konar grínútgáfur af hefðbundnum kórónum konunga. Flugeldarnir gætu svo hæglega verið bjöllur. (Sjá mynd) Reyndar hef ég séð svona höfuðföt til sölu á þjóðhátíð, en það er önnur saga.

3744964938_aa8ae9b6f1Vissulega er þjóðhátíðin "konungur" útihátíðanna en þessi kórónaði þjóðhátíðarlundi er reyndar  líkari Fratercula cirrhata (sjá mynd) en Fratercula arctica, þ.e. lunda eins og við flest þekkjum hann og mest er af í Vestmanneyjum.

Letrið sem notað er í merkinu er einnig all sérstætt. Ég veit satt að segja ekki hvað fonturinn heitir, en e.t.v. er hann sérteiknaður. Letrið minnir helst á einhvern tréútskurð eða jafnvel Anþrópósófískan bautasteinastíl sem notaður er mikið meðal Steiners fylgjenda.

HeykrókurJoðið er mest áberandi stafurinn og minnir á heykrók. Kannski að þarna sé komin lúmsk skírskotun til Húkkaraballsins?  Heildarmyndin á letrinu er samt  ekki samfelld og dálítið klúðursleg á að líta.

Mér finnst allt ílagi að nota þetta merki fyrir Þjóðhátíðina í ár en ég er ekki viss um að það fari svo vel á því að gera það að lógói sem nota á framvegis.

Bestu kveðjur til Eyja.

Ég læt hér fylgja vísustúf sem ég fann um Lundakónginn. Spurningin er hvort einhver getur fundið lag sem við þekkjum öll sem hægt er að syngja við þessa ágætu vísu.

 

I imagine I’m the Puffin King
Ruling the island of Congabing.
All the birds sing praise to me
Bringing gifts of pearls and starfish tea.
Except for this bizarre crane
Who believes the island is his to reign.
Now every time that I bow down
He sneaks up and steals my crown.


mbl.is Nýtt merki þjóðhátíðar í Eyjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Árni Johnsen líka til á Congabing. Þar getur maður bara séð.

Ljóðið í heild sinni: http://www.ithinkcreative.com/puffin.html

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 10.5.2011 kl. 15:37

2 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Það fyrsta sem mér datt í hug þegar ég sá þetta merki var að setjast niður, lita lundann svartan, eldinn rauðan og skrautið fyrir ofan svart. Það fannst mér skömminni skárra en þessir grænu samvöxnu litir. Hvað letrið snertir, semer örugglega handskrifað að gömlum og góðum sið, en úreltum á tólvuöld, verður hver og einn að dæma um.

Geur ekki svona mislukkað merki bara hreinlega fælt fólk frá Þjóðhátíð í Eyjum í framtíðinni?

Færi ekki bara best á því að hafa mynd af Árna Johnsen? Hann virðist vera svo ofurvinsæll þarna ennþá.

Bergljót Gunnarsdóttir, 10.5.2011 kl. 23:43

3 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Ég er ekki viss um að merkið fæli frá Bergljót, enn varla trekkir það. Árni er vinsæll í Eyjum, jafn vinsæll og hann er óvinsæll upp á landi. En Þjóðhátíðin treystir jú mest á þá sem koma í heimsókn, þess vegna ekki  góð hugmynd að gera lógó úr nefi Árna.

Ég er á því að það sé ekki nauðsynlegt að hafa sama lógóið fyrir allar þjóðhátíðir. En kannski halda þeir að það sé hægt að spara í fánum og skreytingum með því að geta notað slíkt aftur og aftur. -   

Svanur Gísli Þorkelsson, 11.5.2011 kl. 00:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband