97% Íslendinga trúa aðeins á efnislega tilvist?

Trúmaður hugsar um trúleysiÞað býr ýmislegt athyglivert í þessum tölum frá Gallup um að 71% Íslendinga trúi á Guð. Það fyrsta sem maður rekur augun í er að meðal karla er ekki endilega fylgni milli þess að trúa á Guð og á  líf eftir dauðan. Einhver hluti karla getur sem sagt vel hugsað sér að það sé til eitthvað sem fallið getur undir skilgreininguna Guð, en samt hljóti líf hvers manns að enda við líkamsdauðann.  -  Þetta er reyndar afstaða bæði Votta Jehóva og Sjöundadags aðventista, sem trúa því að allir deyi að lokum og ekkert líf sé eftir líkamsdauðann, nema fyrir fáa útvalda. Auðvitað vonast þeir allir til að verða í þeirra hópi. Þeir vilja meina að sú tilvist sé efnisleg, ekki andleg og eiga því það sameiginlegt með trúleysingjum að trúa aðeins á á efnislega tilvist.

Þá kemur það fram að 68% trúa á kenninguna um "miklahvell".  68% hlýtur því að trúa því  að einhverstaðar handan endamarka alheimsins þar sem áhrif mikla hvells gætir ekki enn, sé ekkert til. Þar er ekkert efni, enginn tími og ekkert rúm,  þ.e.  sama "ástand" og var allstaðar áður en mikli hvellur varð og alheimurinn varð til.

Trúleysingi hugsar um trúarbrögðinSamt trúir 71% að til sé Guð, en 68% trúa ekki að þessi Guð hafi skapað alheiminn, ef ég skil þessa könnun rétt.

Guð þeirra 68%, sem ekki trúa á Guð sem skapara, hljóta þá að trúa á einhvern Guð sem er sjálfur hluti af "sköpuninni"  og/eða tilheyrir þeim alheimi sem varð til við mikla hvell. Sá Guð hlýtur að vera eins og allt annað sem við þekkjum og tilheyrir þeim alheimi, háður tíma og rúmi. Hann er því   ekki "andlegur"  Guð heldur efnislegur Guð.

Þeir sem trúa á efnislegan Guð eru þá sem sagt 68% og þeir sem ekki trúa á neinn Guð, skapara eða líf eftir dauðann 29%.  Þeir sem gera aðeins ráð fyrir efnislegri tilvist eru því samtals 97% Íslendinga.

Þetta verða að teljast góðar fréttir fyrir vantrúarmenn og aðra trúleysingja og greinilegt að auðmjúkur áróður þeirra er að skila sér, big time.


mbl.is Íslendingar trúa á Guð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gott að sjá að þú hefur áhuga á einhverju öðru en sorpi, slúðri og lágmenningu hverskonar. Trúleysingjar hafa ekki verið með neinn "auðmjúkan áróður", skoðaðu bara vantru.is. Síðan ber aldrei að fagna sigri nokkurs áróðurs. Þau trúarbrögð sem ég tilheyri er stranglega og harðlega bannað að boða nokkurm manni, og hefur verið svo í þúsundir ára. Það gildir um fleira sem er í gangi út um allan heim, líka hér á Íslandi. Rétt heimspeki kemur maðurinn sjálfur til, á réttum tíma, þegar hann sjálfur er tilbúinn að stilltur inn á rétta bylgjulengd. Hún kemur aldrei til hans, og er ekki fyrir alla. Fjöldanum fer best að fylgja eigin sannfæringu og samvisku að því marki sem hann mögulega getur hverju sinni, en honum er ekki fært að gera það algjörlega. Því lengra sem hann nær í þeirri viðleytni, því lengra fjarlægist hann bæði trúleysið og trúarbrögðin, en þetta er innri veruleiki, og slíkur maður gæti því rétt eins starfað sem prestur eða iman, afþví hann teldi sig vera að gera fjöldanum gott með því, þó hann hefði öðlast þann sannleika sem nær útfyrir trúarbrögðin, og enginn getur boðað öðrum, og þó það væri hægt væri það rangt. Áróður er í sjálfu sér alltaf illur. Jafnvel áróður fyrir því rétta og góða, mun fjarlæga manninn sannleikanum. Það sem þarf að gera er að kenna fólkinu að hugsa sjálfu, draga eigin ályktanir og treysta eigin sannleika, upp að því marki sem það er tilbúið til og fært um. Ekki hafa allir menn frjálsan vilja og margir eru nær því að teljast bara dýr.

Einar (IP-tala skráð) 2.6.2011 kl. 22:18

2 identicon

Ég veit ekki hvernig þessi könnun var gerð en það væri fróðlegt að vita hvaða valmöguleikar voru í boði þegar það var spurt um hvernig fólk heldur að heimurinn hafi orðið til.

Var t.d. einhver möguleiki að segja að Guð hafi valdið miklahvelli?  Ef ekki þá er mjög líklegt að margir hafi þurft að velja á milli Guðs eða miklahvells.  Ég held að meirihluti kristinna manna á Íslandi trúi því einmitt, án þess þó að ég hafi gert einhverja könnun á því.

AF (IP-tala skráð) 2.6.2011 kl. 23:35

3 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Sæll AF.

Þannig að ef meirihluti kristinna manna á Íslandi er spurður hvoru hann trúi um upphaf alheimsins, að það hafi orðið í mikla hvelli eða með sköpun Guðs, finnst þeim réttara að svara Mikla hvelli, jafnvel þótt þeir trúi að Guð hafi orsakað (skapað) mikla hvell.

Humm.... þá held ég að kristið fólk ætti að hugsa sig aftur um. Og ef þetta er svona er ekkert að marka þessa könnun.

Einar; Trúleysingjar hafa ekki verið með neinn "auðmjúkan áróður", skoðaðu bara vantru.is.

Það vantar alveg í þig húmorinn kall.

Svanur Gísli Þorkelsson, 2.6.2011 kl. 23:55

4 Smámynd: Óli minn

Er nokkurn tíma eitthvað að marka trúarkannanir? Þetta hugtak, "trú" er svo misjafnlega túlkað í huga fólks að það svara allir spurningum um trú út frá eigin forsendum og skilgreiningum ... sem eru oft allt aðrar en þess næsta sem svarar sömu spurningu.

Óli minn, 3.6.2011 kl. 00:28

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

Langsóttur misskilningur hjá þér, Svanur Gísli. Þeir, sem trúa á Guð, sem skapað hafi heiminn, eru skv. könnuninni 22%. Allir hinir eru 78%, en þar af trúa (71–22% =) 49% Íslendinga á einhvern guð. Alls trúir því 71% Íslendinga á Guð eða önnur æðri máttarvöld, svo að ég endi þetta aftur á reit 1.

En mitt viðbragð við könnuninni er hér: Trúarástand Íslendinga.

Jón Valur Jensson, 3.6.2011 kl. 03:42

6 identicon

Í fréttinni segir:
"71%, trúir á Guð eða önnur æðri máttarvöld ... 22% telja að Guð hafi skapað heiminn en 68% sögðust telja, að heimurinn hefði orðið til í hinum svonefnda miklahvelli"

Þú segir svo:
"Samt trúir 71% að til sé Guð, en 68% trúa ekki að þessi Guð hafi skapað alheiminn, ef ég skil þessa könnun rétt. Guð þeirra 68%, sem ekki trúa á Guð sem skapara, hljóta þá að trúa á einhvern Guð sem er sjálfur hluti af "sköpuninni""

Viltu þá meina að þeir sem trúa ekki á nein æðri máttarvöld geri allir ráð fyrir því að Guð hafi samt skapað heiminn?

Ég tek nú líka undir með AF varðandi miklahvell. Mér finnst þetta furðulega sett fram svona í ljósi þess að kenningin um miklahvell var upphaflega sett fram til þess að styðja við sköpunarsöguna. Það var belgískur prestur að nafni Georges Lemaitre sem var líka prófessor í eðlisfræði og stjörnufræðingur sem setti kenninguna fram til að útskýra hvernig allt hefði getað orðið til á einu augabragði. Nafnið "Big bang" var svo sett fram af enska stærðfræðingnum og stjörnufræðingnum Fred Hoyle til að gera grín af kenningunni. Hoyle var þekktur fyrir að vera andstæðingur kenningarinnar um miklahvell og var hann trúleysingi framan af, þ.m.t. á þeim tíma sem hann setti fram nafnið "Big bang".

Fyrir utan það þá finnst mér svona umræða oft vera á dáldið lágu plani. Ef maður ætlar að takmarka raunvöruleikann við það sem er efnislegt mun maður seint ná að rannskaka uppruna alheimsins enda snýst nútímaeðlisfræði oft um rannsóknir á hlutum sem ekki eru efnislegir.

Axel (IP-tala skráð) 3.6.2011 kl. 08:33

7 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Viltu þá meina að þeir sem trúa ekki á nein æðri máttarvöld geri allir ráð fyrir því að Guð hafi samt skapað heiminn?

Nei ég geri ráð fyrir að þeir trúi ekki á neinn Guð.

Jón Valur; Alls trúir því 71% Íslendinga á Guð eða önnur æðri máttarvöld, svo að ég endi þetta aftur á reit 1.

Og stærsti hluti þeirra trúir ekki að Guð hafi skapað heiminn. Hverskonar Guð trúa þeir á? Svarið,  langsótta sem þér finnst, er; Guð sem ekki skapar.

Svanur Gísli Þorkelsson, 3.6.2011 kl. 10:23

8 Smámynd: Arnar

Nokkuð merkilegt að færri trúa en eru skráðir í trúfélög. :)

Arnar, 3.6.2011 kl. 10:50

9 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég var einfaldlega að benda á, að þín aðalniðurstaða, sem kemur fram í yfirskriftinni: "97% Íslendinga trúa aðeins á efnislega tilvist?" stenzt ekki.

Hugsanlega telja líka sumir guðstrúarmenn "miklahvell" staðreynd og að í raun hafi Guð/guð valdið honum.

Jón Valur Jensson, 3.6.2011 kl. 14:58

10 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Jón Valur; Einmitt það sem AF bendir líka á, að það séu miklu fleiri en 22% sem trúa því að Guð hafi skapað heiminn, og þá eru niðurstöður könnunarinnar ekki réttar. En út frá könnuninni er ályktunin sem kemur fram í fyrirsögninni rétt.

Arnar; Það bendir til þess að það sé  fullt til af fólki sem trúir en er ekki í trúfélögum :)

Svanur Gísli Þorkelsson, 3.6.2011 kl. 16:56

11 identicon

Skemmtilegar pælingar, en alveg út á túni. Eitt sinn var grein hér á síðu þinni, sem nú er horfin, um rökfræði og samræðubrellur, - tilvísunin stendur þó eftir sem minnisvarði. Ekki veit ég hvort þetta er meðvituð samræðubrella hjá þér en í þetta sinn í þessar LISTgrein sem þú hefur um langan tíma sérhæft þig í. Rökfræðin er augljóslega að vefjast fyrir þér í þetta sinni. Við höfum í fréttinni ekki aðgang að gögnunum á bak við svörin, en það liggur í hlutarins eðli, að trúlegast eru þau 29% af þeim sem ekki trúa hluti af þessu 68% mengi þeirra sem trúa því að heimurin hafi verið skapaður í Miklahvelli. Eftir stendur að 39% þeirra sem trúa að Guð sé til, trúa ekki að hann hafi skapað heiminn, þ.a. skv. þessu eru það 39% sem trúa því að til sé efnislegur Guð en ekki andlegur, og að Guð sé þá hluti af sköpuninni. Með tilvísun í Leiðindi Parísar Hilton hérna á síðunni þinni, þá get ég ekki annað en tekið ofan fyrir þér, hversu vel þér tekst að leiða fólk með þér rökleysunni með samræðubrellum eingöngu. Vona að Collagenið rugli ekki skýrleika kollsins. Þú ættir að henda inn greininni aftur um rökfræði og samræðubrellur. Þetta sýnir nú bara að þú ert nú samt snillingur, þrátt fyrir eigin mótbárur. Það erum við öll á einhverjum sviði eða sviðum, - spurningin er bara á hvaða?

Guggap (IP-tala skráð) 4.6.2011 kl. 11:39

12 identicon

SANNLEIKURINN ER SÁ AÐ SANNLEIKURINN Á VISSU STIGI ER OFT VERRI EN LYGI!!!

PÉTUR ÞORMAR (IP-tala skráð) 7.6.2011 kl. 23:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband