Færsluflokkur: Vefurinn

Julian Assange látinn laus í Bretlandi

Julian Assange kom fyrir breskan dómara í dag. Dómarinn sagðist vilja skera úr um hvort handtöku-skipunin og framsalsbeiðnin frá Svíþjóð væri réttlætanleg. Lögmenn Svía sögðu að dómaranum bæri að framfylgja lögum Evrópusambandsins og framselja Julian. Dómarinn var ósammála og málreksturinn dróst á langinn. Tíu aðilar, allt frægt fólk, bauðst til að borga tryggingarféð, hversu hátt sem það yrði ákveðið, svo Assange fengi aftur frelsi. Lögfræðingur Assange vildi áfrýja handtökubeiðninni og fékk því framgegnt. Loks ákvað dómarinn að láta Assange lausan gegn tryggingu sem var ákveðinn 200.000 pund.

Fjöldi stuðningsmanna Assange var fyrir utan dómshúsið.

Líkur þykja á því að Sækjendur reyni að áfrýja þessari ákvörðun dómarans. Ef það gerist tekur það 48 að fá úr því skorið. - Vegbréf Julian verður áfram í vörslu lögreglu og hann verður að sæta útgöngubanni og takmörkuðu ferðafrelsi þar til mál hans verður aftur tekið fyrir eftir 8-10 vikur..


mbl.is Móðir Assange styður son sinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hinn Bleiki Pardus netheima

Pink_Panther_1Julian Assange hagar sér eins og Bleiki Pardusinn. Hann skálar í kampavíni við fórnalömb sín og er síðan horfinn áður enn þau uppgötva hverjum þeir hafa boðið í veisluna. - Reyndar er Julian þekktur fyrir að nota stundum dulargervi. Ég efast þó um að hann hafi þurft þess þegar hann mætti í  sendiráðsveisluna hjá Sam Watson.

Á morgunn mætir Assange fyrir rétt í Bretlandi. Dómarinn vill vera viss um að framsalsbeiðnin frá Svíþjóð eigi við einhver rök að styðjast, áður en hann afhendir Wikileaks leiðtogann sænsku lögreglunni. - Sjálfur óttast Assange að Bandaríkjamenn reyni að fá hann framseldan þó slík beiðni hafi ekki enn komið úr þeirri áttinni. Spurningin er hvaða  Jacques Clouseau þau senda á Assange, verði hann látinn laus, sem miklar líkur eru á.


mbl.is Var gestur Birgittu í sendiráðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skáldskapur á mbl.is

Þessi hluti fréttarinnar, er að mestu tilbúningur, hver sem höfundurinn er.

Um tuttugu mótmælendur klifruðu upp á topp bílsins, nokkrir með flöskur, og öskruðu meðal annars „látum hausana af þeim fjúka,“ og „íhaldsmanna-sori.“ Að sögn fréttamiðla þar í landi sakaði parið ekki en sjónarvottar segjast hafa séð Karl skýla konu sinni sem virtist frekar skelkuð. 

Parinu var fljótlega bjargað úr bílnum og þau keyrð heim á leið í merktum lögreglubíl.

Hvergi hefur komið fram, hvorki í vitnisburðum sjónarvotta, né á þeim myndum sem teknar voru af atburðunum, að árásarmennirnir hafi stokkið á þak bifreiðar Karls Bretaprins og eiginkonu hans Kamillu.

- Það er líka rangt að Karli og Kamillu hafi verið "bjargað" af vettvangi í lögreglubíl. Þau komu til áfangastaðar sem var aðeins handan við hornið, í þeim bíl sem ráðist var að.

Fyrirsögnin á fréttinni er einnig vafasöm; "Vildu sjá haus Bretaprins fjúka"

Ef breska lögreglan hefði aðgang að gögnum sem sýndu að kvatt var til morða á konungsparinu, mundi ásrásin vera meðhöndluð sem morðtilraun. Svo er ekki.

Jafnvel mestu sorpblöðin í Bretlandi komast ekki hálfkvist við þennan uppslátt á mbl.is.

 


mbl.is Vildu sjá haus Bretaprins fjúka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Andófsmenn á netinu

Morgunblaðið kallar þá "tölvuþrjóta", aðrir nefna þá "hryðjuverkamenn" eða jafnvel "landráðamenn". Sjálft kallar þetta fólk sig "andófsmenn" og samtök sín "Operation payback". (Borgað til baka aðgerðin). Þau eiga að baki nokkrar harðar atlögur að þekktum alþjólegum fyrirtækjum, en beina spjótum sínum um þessar mundir að Visa og Paypal í aðgerð sem kallast Operation Avenge Assange. (Hefnum Assange aðgerðin)

Samtökin, ef samtök skal kalla, eru lauslega samsett af mörgum hópum net-andófsfólks sem gengur undir ýmsum nöfnum á netinu og undir samheitinu "Anonymous". (nafnleysingjar)

Hugsjónir þeirra eru m.a. að halda netinu algerlega frjálsu og upplýsingaflæðinu um það óheftu. Þeir berjast gegn hvers konar hindrunum og þvingunum sem stjórnvöld beita til að reyna að stjórna netumferð og upplýsingunum sem um það flæða.

Meðlimirnir sérhæfa sig í að hakka sig inn í tölvukerfi og gera það ónothæft um hríð. Enginn stenst þeim snúning og þeir geta athafnað sig eftir vild, að því er virðist. Fjöldi þeirra eykst dag frá degi og þúsundir hafa gengið til liðs við hina ýmsu nafnleysingja hópa á undaförnum dögum -

Þannig hefur mál Julian Assange þegar orðið til að efla baráttuna fyrir frjálsri og óheftri miðlun á netinu, til muna.


mbl.is Barist í Netheimum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Landsbankareikningurinn eina leiðin

Þótt að stjórnvöld í Bandaríkjunum hafi ekki enn formlega lýst því yfir að Wikileaks séu hryðjuverkasamtök, eru þau þegar farin að beita sömu aðferðum á Wikileaks og á hryðjuverkasamtök. Nú er reynt að skrúfa fyrir fjárframlög til vefsíðunnar og eflaust stutt í að þrýstingi verði beitt til að frysta reikning þeirra hjá Landsbankanum, sem hefur ásamt PayPal  verið ein helsta leiðin til að koma frjálsum framlögum til samtakanna. -

Sunshine Press Productions ehf:

Klapparhlid 30, 270 Mosfellsbaer, Iceland
Landsbanki Islands Account number 0111-26-611010
BANK/SWIFT:NBIIISREXXX
ACCOUNT/IBAN:IS97 0111 2661 1010 6110 1002 80

 

Bandaríkin telja að þjóðaröryggi sínu sé ógnað og þess vegna beri ekki að taka tillit til grundvallarreglna um tjáningarfrelsi sem að öllu jöfnu eru Bandaríkjamönnum "heilagar kýr".


mbl.is Stöðva greiðslur til WikiLeaks
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvar er Julian Assange?

Hinn Ástralski Wikileaks stofnandi Julian Assange, maðurinn sem sér Ísland sem "miðstöð frjáls fréttaflutnings í heiminum", er vægast sagt umdeildur mað þessa dagana.

Hann er  landflótta og eftirlýstur af alþjóðalögreglunni fyrir kynferðisárás í Svíþjóð. Bandaríkjastjórn varaði hann við að birta sendiráðspóstana og sagði hann vera brjóta margvísleg lög með því og að hún mundi bregðast við á viðeigandi hátt. Aðeins Ekvador hefur boðið honum í hæli. Julian fer því huldu höfði einu sinni enn og ekki einu sinni fjölmiðlafólk hefur náð  af hinum tali frá því að hann gekk út úr sjónvarpsviðtali á CCN í London í Október sl.

Erlendir fréttamiðlar hafa þess í stað birt viðtöl við Kristinn Rafnsson sem stofnaði fyrir nokkru fyrirtækið Sunshine Press Production á Íslandi, ásamt Julian og Ragnari Ingasyni kvikmyndagerðarmanni. Fyrirtækið er angi af Wikipeadia en það eru ekki margir aðilar sem vinna með Wikipeadia sem eru aðgengilegir fjölmiðlum þessa dagana.

Fyrirtækið tekur við fjárframlögum frá almenningi til síðunnar sbr;

Bank Transfer - Option 1: via Sunshine Press Productions ehf:

Klapparhlid 30, 270 Mosfellsbaer, Iceland
Landsbanki Islands Account number 0111-26-611010
BANK/SWIFT:NBIIISREXXX
ACCOUNT/IBAN:IS97 0111 2661 1010 6110 1002 80

Tengsl Wikipeadia við Ísland eru mikil og engin furða þótt að sumir telji landið vera aðal-heimaland síðunnar. Julian hefur sjálfur sagt eftir að hann varð landflótta, að Ísland væri eina landið þar sem hann gæti starfað frjáls þótt hann segist einnig vantreysta íslensku stjórnvöldum um þessar mundir. Tengsl Hreyfingarinnar og sérstaklega þingkonunnar Birgittu Jónsdóttir eru tíunduð nokkuð á erlendum vefsíðum um vefsíðuna og Birgitta sögð eins af frammámönnum hennar. Hún hefur líka komið fram í fjölmiðlum til að bera blak af síðunni og segja álit sitt á Julian.

Fram hefur komið að Ísland var eitt þeirra landa sem utanríkisþjónusta Bandaríkjanna hafði samband við fyrir stuttu, þegar ljóst var að sendiráðspóstarnir yrðu birtir. Á alþjóðavettvangi er ótvírætt talið að Íslendingar eigi hlut að máli.

Íslendingar haf áður tekið upp á sína arma umdeilda landflótta menn og jafnvel leyst úr fangelsum heimsfræga aðila sem gerst hafa brotlegir við bandarísk lög. Spurningin er hvort íslensk stjórnvöld ættu ekki að beita sér í þessu máli líka og bjóða Julian Assange landvistarleyfi og íslenskan ríkisborgararétt.


mbl.is Stjórnvöld í Ekvador bjóða Assange velkominn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Wikileaks á lista yfir hryðjuverkasamtök

Bandaríska utanríkisþjónustan veit ekki sitt rjúkandi ráð. Ógrynni leyniskjala sem sendiráð og herstöðvar Bandaríkjanna vítt og breytt um heiminn, í allt meira en þrjár milljónir manns hafa aðgang að, hafa verið gerð opinber á Wikileaks.

Sjölin koma úr samskiptakerfi sem komið var á þegar það kom í ljós eftir árásirnar á tvíburaturnanna í New York , að upplýsingaflæðinu milli stofnana bandarísku utanríkiþjónustunnar, var verulega áfátt.

Wikileaks síðan er óvirk sem stendur, enda eru greinilega í gangi umfangsmiklar tilraunir til að tefja birtingu skjalanna. Talmenn Wikileaks segja að síðan muni komast aftur í gagn innan skamms.

Fréttaskýrendur í Bandaríkjunum segja að skjótt muni holskefla af díplómatískum hneykslismálum skella á utanríkisþjónustunni og stjórn Obama forseta. Af því fáa sem þegar hefur komið fram, bera launráð, umræða um innrásir og fyrirætluð morð á þjóðarleiðtogum óvinaríkja, hæst.

Peter King, þingmaður Repúblikana frá New York hefur kallað eftir því að Wikileaks verði sett á lista Bandaríkjanna og bandamanna þeirra yfir erlend hryðjuverkasamtök. Verði það raunin munu aðstæður Wikileak og starfsmanna þeirra breytast svo um munar. - Hryðjuverkamenn sem ógna öryggi Bandaríkjanna eru rétmæt takmörk hersins og leyniþjónustunnar.


mbl.is Wikileaks birtir skjölin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Undarleg tilviljun

Ég hef bloggað tvisvar um þetta mál og gerðist meira að segja svo djarfur að hringja í tölvu fyrirtæki Vickram Bedi til að fá frekari upplýsingar um aðkomu hans að þróun pentium fartölvunnar, sem sagt er að hann hafi á afrekaskrá sinni í Wikipedia grein á netinu.  - Ég hef verið nettengdur í fjölda ára og aldrei þurft að hafa neinar sérstakar áhyggjur af netvörnum.

Í gær brá svo við að allar varnir höfðu varla við að láta mig vita af tölvuormi sem var stöðugt að reyna að komast inn í tölvuna mína og sækja þar persónuupplýsingar, leyniorð og kreditkortanúmer. Allur gærdagurinn fór í að koma tölvunni í samt lag og kveða niður orminn. Ég er ekki sérlega tölvufróður maður, en kemst samt af. Undarleg tilviljun fannst mér samt að verða fyrir svona "árás" á sama tíma og ég er að fjalla um Bedi/Davidson málið á blogginu mínu.


mbl.is Fórnarlamb bíræfinna svikahrappa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að elska Jón Gnarr

Það eru margir sem elska Jón Gnarr og enginn vafi leikur á að Jón Gnarr elskar þá á móti. Jón Gnarr hefur þann hæfileika að koma sífellt á óvart. Það gerir hann skemmtilegan. Einhverjum líkar samt illa við það. Þeir vilja alltaf eitthvað sem þeir kannast við. Eitthvað fyrirsjáanlegt. Jón Gnarr gerir þessa gagnrýnendur sína óörugga. Þeir vita ekki hvernig á að bregðast við hinu óhefðbundna. Þeir eru svo hefðbundnir sjálfir.

Nú segir Jón Gnarr nota netið aðallega til að horfa á klám.

Ef hann sagði það í raun og veru, er um tvennt að ræða. Það er satt eða það er ósatt.

Ef að það er ósatt, þarf Jón ekki að hafa neinar áhyggjur. En ef það er satt og rétt haft eftir, er aðeins um tvennt að ræða;

Jón var að meina það sem hann sagði eða að hann var að grínast.

Ef hann var að grínast þarf hann ekki að hafa áhyggjur, því allir vita að hann má og getur grínast með allt og alla. En ef hann var ekki að grínast er ekki um tvennt að ræða, heldur fjölmargt. Já of margt til að telja upp hér.

 


mbl.is Ætlar aldrei aftur til Brussel
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jón Valur Jensson sakar umsjónarmenn blog.is um óheilindi

Jón Valur Jensson segir á bloggsíðu sinni að hann trúi því ekki að lokað hafi verið á bloggsíðu Lofts Altice fyrir að nota þar orðin kynvillingar og kynvilla um samhneigða og samkynhneigð þrátt fyrir að Loftur hafi staðfest að svo sé.  

Á bloggi Jóns Vals er þetta haft eftir Lofti;

"Þetta er líklega í fyrsta skipti sem ég set þessi orð á prent og mogginn notar tækifærið til að loka,

Jón Valur telur hinsvegar að umsjónarmenn blog.is séu aðeins að nota það sem afsökun því annað og meira búi þar að baki, þ.e. heiður blaðamannastéttarinnar í heiminum.

Jón Valur segir orðrétt;

Ég hef ekki trú á því, að þessi tvö orð hafi verið aðalástæða lokunarinnar, heldur afhjúpun Lofts á því, hve hlutdrægur ákveðinn blaðamaður bandaríska tímaritsins Time hafi verið í skrifum sínum fyrr og síðar, en grein Lofts (á altice.blog.is) var einmitt mjög fróðleg um það mál og enginn fengur að henni fyrir neitt annað.

Ég er ekki hissa á að Jón Valur skuli reyna að verja skrif Lofts Altice, en að saka umsjónarmenn blog.is um óheilindi og um að notfæra sér völd sín til lokanna til að verja hagmuni sína sem stétt, finnst mér sýna að Jón Valur svífst einskis við að reyna réttlæta hið óréttlætanlega.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband