Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Hvað eru Restavekar ?

Haiti%20Children%201Haiti, (Fjallalandið) er það ekki paradís á jörðu? Sú er alla vega ímynd flestra norðurálfubúa af Karíbahafseyjunum þar sem tæpar 9 milljónir manns búa.

En á Haiti búa að því að talið er 300.000 börn sem eru kölluð á gamla "Kríóla" málinu; "Restavek" sem merkir "að vera hjá".

Restavekar búa ekki hjá foreldrum sínum, heldur eru þau þrælar betur efnaðra Haíti búa.

Fellibylirnir Fay, Gústaf, Hana og Ike sem gengu yfir Haíti í sumar opinberuðu fyrir alheiminum alvarlegt þjóðfélagsmein sem fram að þessu hefur ekki verið á allra vitorði. Á Haíti þar sem barnadauði er hvað hæstur í heiminum, er stundað víðfeðmt og mismunarlaust þrælahald barna.

Á eyjunum er að finna ríkt fólk og fátækt og svo það sem ekkert heimili á. Meðal þeirra sem ekkert heimili eiga tíðkast að koma börnunun fyrir meðal betur efnaðs fólks í von um að börnin fái eitthvað að borða og jafnvel að fara í skóla. Reyndar er staðan slík að aðeins helmingur barna á skólaaldri yfirleitt, er skráður í skóla. Hlutfall Restaveka er miklu minna.

Í raun eru börnin hneppt í þrældóm. Þau eru beitt líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi, svelt og refsað á ýmsan hátt og fæst þeirra líta nokkru sinni veggi skólanna að innann. 

"Það er farið með þau verr en húsdýrin" segir talsmaður sameinuðu þjóðanna um ástand Restaveka barna. "Þau eru annars flokks þegnar, litlir þrælar. Þau fá að borða og fyrir það skrúpa þau og fága hýbýli ríka fólksins."

"Það hafa allir a.m.k. eitt" haitian-children-salvery_5248

 Widna og Widnise, eru 12 ára tvíburasystur sem hafa verið á sama heimili í tvö ár.

Þær fara á fætur við sólarupprás  til að ná í vatn, safna eldivið, elda skúra og þrífa. Þær horfa á börn "gestgjafa" sinna sem eru á svipuðum aldri, borða morgunmat og hafa sig til í skólann.

Tvíburarnir fá ekkert að borða á morgnanna og eru hafðar heima til að vinna. Samt hafa þær það betur að eigin sögn en flestir aðrir Restavekar. Þær eru t.d. barðar á lofana ef þær gera mistök en ekki í höfuðið.

Á kvöldin fá þær að borða með hinum börnunum og þær sofa á mottum á gólfinu eins og hin börnin. Þær hafa meira að segja skó til að ganga í.  

gigicohen2En þeim líkar ekki vistin. Sérstaklega hvernig þeim er stöðugt strítt af hinum börnunum sem segja að þær verði ætíð þjónustustúlkur.

Og þær sakna móður sinnar sem vinnur sem þjónustustúlka og heimsækir dætur sínar þegar hún getur.  

"Móðir okkar er of fátæk til að sjá fyrir okkur" segir Widna. "En við viljum ekki vera Restavekar."

 

 


Aðeins um Ástina

astineinÁst er tímabundið brjálæði. Hún skellur á eins og jarðskjálfti og hjaðnar síðan. Og þegar hún hjaðnar, þarf að taka ákvörðun.

Það þarf að ákveða hvort ræturnar séu svo samtvinnaðar að það sé óhugsandi að þær skiljist nokkru sinni að. Því það er ást.

Ástin er ekki að missa andann, ekki geðshræringin, ekki loforðin um endalausan losta. Slíkt er aðeins vera ástfanginn sem við öll getum sannfært okkur sjálf um að við séum.

Ástin sjálf, að elska, er það sem verður eftir að ástarbríminn hefur dvínað en slíkt er bæði list og heppileg slysni.

Móðir þín og ég áttum slíka ást, við áttum rætur sem gréru undir yfirborðinu í átt að hvor annarri  og þegar að öll fögru blómin voru fallin af greinum okkar komumst við að því að því að stofninn var einn en ekki tveir.

Úr: Captain Corelli's Mandólín í þýðingu SGÞ.


Að hata mannkynið og drepa það

Hvernig verður sú tilfinning til? Hvernig ákveður ungur maður að drepa eins marga og hann getur áður enn hann drepur sjálfan sig? Hver svarar svona spurningum? Er ég kannski ekki að spyrja réttra spurninga? Á ég kannski að spyrja; Hm af hverju ekki? Hvaða ástæðu hefur ungt fólk svo sem til að elska mannkynið?

821862Ég þekki ekki sögu þessa unga manns Matti Juhani Saari  sem drap 10 skólasytkini sín í gær.  Ég veit að sjálfsagt er hún jafn einstök og saga drengsins sem gerði það sama í Finnlandi fyrir nokkrum misserum. Og hún er jafn einstök og saga piltanna allra sem gert hafa það sama vítt og breytt um  Bandaríkin og í fjölmörgum öðrum löndum heimsins. Allir eiga þeir sína sérstöku sögu, sitt sérstaka uppeldi, sína sérstöku ástvini og sínar sérstöku tilfinningar. Þeir eiga aðeins það sameiginlegt að hafa viljað enda líf sitt og gera það á þann hátt að þeir tækju eins marga af meðbræðrum sínum með sér og þeir gátu.

Eða er það eitthvað annað sem þeir eiga sameiginlegt?

Að hata eitthvað svo mikið að þú sért tilbúin að fórna eigin lífi til að lýsa yfir þessu hatri er auðvitað ákveðin geðveila, ekki satt. Ég er ekki sammála. Mér finnst, eftir að hafa lesið talsvert um æfi þessara óhamingjusömu drengja, sérstaklega þeirra sem gert hafa háskólafjöldamorð fræg að endemum í Bandaríkjunum, að þeir hafi alveg getað dregið þær ályktanir sem þeir gerðu, án þess að vera veilir á geðheilsu. Alla vega ekkert geðveikari en stjórnvöld marga þjóða heimsins. Aðferðin að drepa fólk "to make a point" er vel viðurkennd aðferð notuð af öllum helstu ríkjum heims. Kína, Rússland, Bretland, Frakkland, Bandaríkin, ásamt flestum þjóðum Asíu, Afríku og Suður Ameríku nota þessa aðferð. Hvervegna ættu þegnar þessara landa ekki að draga sömu ályktanir. Óvinir þeirra er heimurinn, mannkyni allt eins og þeir sjá það. Drepum það.

Vegna þessa heyrist lítið um niðurstöður rannsókna sem leita að svörum um hvers vegna þessi borgarlegu fjöldamorð eiga sér stað. Niðurstöður þeirra eru að einstaklingarnir nota sömu rök til að réttlæta gjörðir sínar og stjórnvöld nota til að halda sínum óvinum í skefjum. Stjórnvöld eru meira en fús til þess að fórna ungum lífum borgara sinna við þá iðju. Hver er geðveilan? Og hver er munurinn?

 


Hvenær deyrð þú?

393px-AllisvanityViltu vita hvenær þú munt deyja? Ef ekki,  þá skaltu ekki fara á þennan link og svara nokkrum laufléttum spurningum, því ef þú svarar þeim eftir bestu vitund mun "lífreiknirinn" segja þér nákvæmt dánardægur þitt.

Samkvæmt honum mun ég deyja í júlí 2031 og á því um 8300 daga eftir ólifaða svo fremi sem ég verði ekki fyrir slysi. Ef þið hugrökku sálir, viljið vita, og láta svo aðra vita hvenær klukkan glymur ykkur, gjörið svo vel. 

Spurningin sem brennur á mér er hvort tryggingarfélögin hafi aðgang að svona reiknum :) og e.t.v. það sem mikilvægara er; hvort þau taki mark á þeim

 

 


Brúðkaupið í Kína

Brúðkaupsmyndir, eru misjafnlega góðar og spennandi fyrir ókunnuga á að líta. Fólk er yfirleitt brosandi á góðri stundu og brúðhjónin leika við hvern sinn fingur. Hér koma afar óvenjulegar brúðkaupsmyndir.

Þann tólfta Maí síðastliðinn (2008) var efnt til brúðkaups í um eitt hundarð ára gamalli kirkju í þorpinu Sichuan í Kína.

sichuan1Hjónavígslan hófst rétt um klukkan 14:00 á hefðbundinn hátt. Þessi mynd var tekin af brúðhjónunum á kirkjutröppunum.

 

sichuan2Skyndilega, kl:14:28 að staðartíma hófust miklar jarðhræringar. Yfir reið mesti og mannskæðasti jarðskjálfti í Kína síðan að Tangshan skjálftinn 1976 skók landið.

Jörðin skalf í þrjár mínútur og kirkjan byrjaði að hrynja. Brúðkaupsgestirnir 33 stóðu enn fyrir utan kirkjuna sem betur fór.

Stórir hnullungar hrundu úr kirkjunni yfir kirkjugesti.

sichuan31Brúðguminn sást varla fyrir ryki

sichuan4Og brúðurin sést hér með kirkjurústirnar í bakgrunni.

sichuan7Skelfingu lostnir brúðkaupsgestir eftir að aðalskjálftanum lauk.

sichuan6Það sem eftir stóð af kirkjunni

sichuan5Jarðskjálftinn varð um 100.000 manns að bana og enn er verið að grafa lík úr rústum húsa eftir þennan skjálfta í Kína. 17.000 manns er enn saknað.  


Elsti bloggarinn

Þetta ku vera einn af elstu, ef ekki sá al-elsti, bloggari í heimi. Hann heitir Donald Crowdis og skrifar bloggið "Don to Earth" sem er virkilega skemmtilegt aflestrar. Hann á heima í Kanada og er níutíu og fjögra ára gamall. Konan hans er á elliheimili en sjálfur býr hann enn heima hjá sér að mér skilst. Don er afar vinsæll bloggari en nú fyrir stuttu brá svo við að hann hætti að blogga.

Eftir dúk og disk kom svo stutt yfirlýsing frá honum þar sem hann sagðist ekki vera dauður, heldur hefði hann þurft að sinna mikilvægum fjölskyldumálum. Þið getið lesið þessa sérkennilegu yfirlýsingu hér ásamt öðrum pistlum hans Dons. Einn þeirra fjallar að hluta til um afa hans sem bjó í Kanada á nítjándu öld. 

Mín stefna er að verða svona krúttlegur eins og þessi kall.


Klikkað klukk

Það verður varla lengur undan skorast. Annars verða allir löngubúnir að fá leið á leiknum og farnir í "yfir" eða parís.  Hér kemur sem sagt mitt klukk.

Fjögur störf sem ég hef unnið;

Upp og útskipun við höfnina í Keflavík

Þjónn á Hótel Hafnia í Þórshöfn í Færeyjum

Lögreglumaður í Vestmanneyjum

Útvarpsstjóri við Útvarp Suðurlands

Fjórir staðir sem ég hef búið á;

Norðfirði

Dýrafirði

Fuglafirði (Færeyjum)

Bedford (Kanada)

Fjórar kvikmyndir sem ég hef dálæti á;

Bladerunner

The Sting

The Godfather (1 og 2)

Fjórar bækur sem ég les reglulega;

Dawn-breakers (Upphafsaga Bahai trúarinnar)

The Decline and fall of the Roman Empire (Gibbon)

Bænabókin mín

Þekking og blekking (Níels Dungal)

Fjórir sjónvarpsþættir sem ég hef horft á;

The Ascent of man (J.Bronowski)

X-Files

Stiklur (Ómar Ragnarsson)

Little Britain

Fjórar netsíður sem ég les reglulega;

BBC

Mbl

Visir.is

The Jerusalem Post

Fjórir réttir sem mér finnast góðir;

Cecar sallad

Hamborgarahryggur með öllu

Poppkorn

Harðfiskur með smjöri

Fjórir staðir sem ég hef komið á;

Key West Flórída

Baldur  Kanda

Elat Israel

Bjarnarey

Fjórir staðir sem ég vildi hafa komið á;

Auswitsch

Bora Bora

Nýja sjáland

Bókasafn Vadíkansins

Fjórir bloggarar sem ég klukka;

Skattborgara

Skessu

Hippo

Rut

 

 

 


Æskan í einum hnút

_40680730_knots_ap203bodyInkar tileinkuðu sér þá tækni að geyma sögu sína í hnútum. Þetta hnútaletur er afar torráðið og enginn skilur það í dag. Til eru mörg hnútaknippi sem geyma sögu Inkanna og bíða þess tíma að einhver snillingur höggvi á gátuna eða finni Rósettastein hnútanna. 

Æska mín er eins og hnútur. Um leið og ég losa um hann rennur sá tími upp fyrir mér eins og þræðir sem liggja í allar áttir og lokast jafn hraðan um leið og ég herði aftur að.

 

bat1bÆskan var alheimur sem stjórnað var af órjúfanlegum lögmálum og konstöntum. Lífið var hrikalega spennandi þrátt fyrir konstantanna því það var verið að þýða rit sem fundust við dauðahafið sem mundu varpa nýju ljósi á allt og þegar höfðu fundist 2000 ára leirker í Bagdad sem voru reyndar rafhlöður sem notaðar voru til að gull og silfurhúða aðra minna verðmætari málma. Að auki var svo til 1500 ára gömul risastór járnsúla í Indlandi sem ekki ryðgaði.

139365169_45a6cc4a7dÍ alheimi æskunnar hafði allt sinn tíma og allir sinn stað. Afi vann í efnalauginni, Amma í Apótekinu (aldrei skorti apótekara eða saltpillur), Mamma van heima og Pabbi í frystihúsinu. Höfnin iðaði af fiski og fólki sem var á leiðinni í Litlu eða Stóru milljón, Jökul, Atlandor, eða HF.  Eyfi var í íþróttahúsinu og heimtaði alltaf að allir tækju kalda, Búkki í musterinu sem kallað var bókasafn, Hermann var skólastjóri sem þú sást bara tvisvar á ári, við setningu og þegar hann kom í stofuna á litlu jólunum til að líta á töfluskreytinguna. Kristján skalli var kennari og Jósafat rak Kyndil þar sem leikarabúntin voru seld og grímurnar fyrir gammárskvöld.

Bubbi rak Nonna og Bubba, Hafsteinn sá um UMFK, Siggi Steindórs um KFK og Helgi S. um skátana. (Því var hvíslað að hann hefði verið Nasisti og við lágum oft í leyni að reyna sjá hann gegnum gluggana heima hjá honum marsera um gólf í Nasista-búninginum en tókst það aldrei)  

Svínó og Mánavöllur voru alltaf uppteknir, á vetrum var skautað upp á vötnum, Kiddi seldi fisk, Sölvi og Kæja í Sölvabúð, Þórður á Dorró og Bjössa og Félagsbíó voru bæði opin á hverjum degi.Heima hjá kanastrákum mátti horfa á sjónvarpið og þar var Vic Morrow úr Combat með beygluðu sígarettuna  svalastur. Næstur á eftir honum var Popeye.

Alþýðubrauðgerðin seldi maltbrauð, Amma Jóns bakaði flatkökur og Diddi bíló var almesti töffarinn. Eitt sinn kom hann inn á Dorra, klæddur rauðum gallajakka og í þröngum hvítum gallabuxum, tók upp litla skammbyssu og miðaði henni á afgreiðslustúlkuna. Einn Palmal, sagði hann skipandi. Stelpan var að míga á sig af hræðslu. Hún setti pakkann á borðið. Diddi , tók hann með annarri hendi, reif hann upp með tönnunum án þess að sleppa miðinu af stelpunni, slóg eina sígarettu upp úr pakkanum og greip hanna með öðru munvikinu. Svo hleypti hann af skammbyssunni og fram úr hlaupinu stóð loginn, sem hann notaði til að kveikja sér í sígarettunni. Hvað er það mikið spurði hann svo.

Roy-Rogers-Trigger-Photograph-C12148201

Pollarnir í bænum voru djúpir og cupachino brúnir, allstaðar risu stillansar upp við við nýbyggingar og allir voru með einhverskonar dellu. Það var leikaradellan, þar sem Bonansa serían var lengst og verðmætust og Logi Þormóðs átti hana alla , hasarblaða della, þar sem Combat blöðin ofan af velli voru vínsælust og Andrés Önd var fyrirlitin, Parísardella þar sem flugbeittum skátadálkum var kastað í stóra-parís, yfir, (stjórnað af stelpum) servéttudella sem bara stelpur höfðu, Cowboy della ala Roy, og skylmingardella ala Prins Valíant og sunddella ala Guðmundur Harðar. Hjóladella,  kassabíladella, kastaladella, trukkadella og brennudella, (saltpétur og sykur). Síðan mátti á milli áhugamálanna stelast upp á flugvélahauga eða völl til að kaupa sugardaddy sleikjóa í sjálfsölunum sem voru náttúrulega toppurinn. Grjótharður karamelluhlunkur sem sem var á við 20 haltu kjafti karamelur.

head4671d72e596e2Fótbolti var ekki della, heldur lífsmáti, þess vegna telst hann ekki með. Á sumrum var spilað frá 10 til 10. Á vetrum var teikað og farið upp á vötn að skauta. Gísli Torfa teikaði víst einu sinni Sandgerðishringinn.

En almesta dellan var hljómsveitardellan. Hún greip um sig eftir að Hljómar urðu frægir. Ég spilað lengi (a.m.k. í tvær vikur) í hljómsveit með Sigga svarta, Jóni bæjó og Bjössa á Sunnubrautinni. Við fengu að æfa, a.m.k. einu sinni á græjurnar hjá Óðmönnum niðrí Ungó og við spiluðum tvisvar opinberlega. Í fyrra sinnið í pásu hjá Bendix á balli upp í Æskulýðsheimili, og seinna hjá Ómönnum sem spiluðu á árshátíð skólans. Í hvorugt skipti tókst okkur að halda lagi en það var í góðu lagi því við vorum í hljómsveit.

Veröldin var í föstum skorðum og allt sem gat, endaði á ó.

 


Hvers virði eru kennarar, svona eftir á að hyggja?

Ef að við viljum sjá og skilja hvort við höfum þroskast eitthvað eftir að við erum orðin fullorðin, ( það er ekkert sjálfgefið að þroski fylgi ára og hrukkufjölda) ættum við að bera saman afstöðu okkar til kennaranna okkar, eins og hún var þegar þeir kenndu okkur og hvernig hún er núna þegar við óskum þess eins að við hefðum verið betri nemendur.

image004Ef þú sérð núna að kennarar eru mikilvægasta starfstétt í heimi á eftir bændum, er þér ekki alls varnað. Ef þú skilur að Þeir einir kunna að láta bókvitið í askana og án þeirra yrði heimurinn aftur miðaldadimmur og án yls, ertu að nálgast þann skilning á kennurum sem eðlilegur getur talist.

Ef þú hvorki sérð eða skilur þetta, skaltu ekki hafa hátt og láta sem ekkert sé. Þetta kemur kannski.

Ég skrifa þessar laufléttu hugrenningar vegna þess að einn af kennurunum mínum kom í heimsókn á bloggsíðuna mína í kvöld.

Mér varð hugsað til hlutskiptis þeirra sem í raun eru ábyrgir fyrir því hvernig við hugsum. Kennararnir mínir komu og fóru, gerðu það sem þeim var falið að gera án þess að ég þakkaði þeim neitt fyrir það sérstaklega. Þeir voru flestir í mínum augum óvinurinn sem stöðugt reyndu að fá þig til að gera það sem þig langaði ekki að gera. Bara að ég hefði farið eftir þeim, en ekki mér. -

Gylfi Guðmundsson var íslenskukennarinn minn í tvo vetur í Gagnfræðaskóla Keflavíkur fyrir margt löngu og ég á honum margt að þakka. Fyrir utan að vera frábær kennari eins og ferill hans ber vitni um, sagði hann mér fyrstur frá Stapadrauginum, útskýrði fyrir mér falið gildi ljóðagerðar, gerði íslensk orð spennandi og felldi mig ekki í málfræði þrátt fyrir slælegan árangur minn á prófunum. Takk fyrir það allt Gylfi. 


Yngsti faðir í heimi hér....

Eins og skilja má er Kína í sviðsljósinu um þessar mundir, enda heimsviðburður þar á næsta leiti. Þegar gluggað er í sögu Kína koma oft furðulegar staðreyndir fram í dagsljósið. Gallinn við sumt af því sem haldið er fram sem bláköldum sannleika, er að engin leið er til að sannreyna söguna. Því er t.d. haldið fram að yngsti faðir veraldar hafi verið kínverskur drengur sem feðraði barn aðeins níu ára gamall.

Ég fjallaði fyrir skömmu um yngstu móðurina Linu, sem ól sveinbarn á sjálfan mæðradaginn 14. Maí árið 1939, þá aðeins fimm ára gömul.

p46telloffkids_468x460Yngsti faðir sem áreiðilegar heimildir eru til um er sagður vera Sean Stewart frá Sharnbrook í England. Hann var tólf ára þegar hann varð faðir og fékk frí í skólanum til að vera viðstaddur fæðingu barnsins. Hann hafði sagt kærustu sinni þá 16 ára gamalli Emmu Webster og foreldrum hennar að hann væri fjórtán ára. Hann viðurkenndi aldur sinn eftir að ljóst var að stúlkan var með barni. Þá var parið 11 og 15 ára en þau voru nágrannar í Sharnbrook í Bedfordshire.

nanuram_450x353Úr því við erum að tala um feður, er ekki úr vegi að skjóta því hér að, að elsti faðir veraldar svo vitað sé með vissu, (Biblíu-bókstafstrúar-fólk á eftir að mótmæla þessu) er bóndi frá Indlandi sem heitir Nanu Ram Jogi. Hann var níræður ( 90 ára) þegar hann feðraði sitt síðasta barn 2007. Það var tuttugasta og fyrsta barnið hans og hann átti það með fjórðu eiginkonu sinni. Hann sagðist ákveðinn í að halda áfram að eignast börn þar til hann yrði 100 ára

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband