Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Íslenskir karlmenn gráta ekki

340xAllir vita að íslenskir karlmenn gráta ekki. Hvað er annars langt síðan þú sást íslenskan karlmann gráta opinberlega? Erlendis er það alls ekki óalgengt að sjá karlmenn fella tár og í dag birtist listi á vefsíðu BBC yfir 10 algengustu ástæður þess að karlmenn í Bretlandi gráta. Hér kemur listinn og fróðlegt væri að vita hvort ástæðurnar eru í nokkru samræmi við tilfinningar íslenskra karlmanna jafnvel þótt þeir láti ekki eftir sér að væta hvarmana yfir þeim.

 

1. Að gera foreldrana stolta. Eftir að þú hefur staðið þig vel og finnur velþóknun foreldra þinna og hversu stoltir þeir eru af þér.

2. Fæðing fyrsta barns eða barnabarns. Yfirleitt eru karlmenn nú orðið viðstaddir þennan hversdagslega en engu að síður tilfinningaþrungna atburð og fella við hann tár af einskærri gleði og stolti.   

3. Erfiðleikar ástvinar. Karlmenn komast oft við þegar þeir heyra eða ræða um erfitt líf forfeðra sinna eða foreldra og hversu miklu þeir hafa fórnað til að koma afkvæmum sínum til manns.

bush_crying_medal_of_honor4. Að bregðast ástvinum sínum. Margir karlmenn vökna um augun þegar standa frami fyrir því að hafa brugðist vonum og væntingum ástvina sinna.

5. Að þurfa að afsaka sig. Eitt af því erfiðara sem karlmenn gera og átakameira eftir því sem afsökunin er einlægari.

6. Að bregðast sjálfum sér. Þegar karlmenn standast ekki eigin kröfur geta vonbrigðin oft lýst sér í táraflóði. Þetta er algengt hjá Íþróttamönnum eins og t.d. fótboltastrákum sem fara að gráta eftir að þeir brenna af í vítaspyrnukeppnum.

7. Þegar þér er sagt upp.  Harðjaxlar og hjartaknúsarar eiga það báðir til að gráta sálega eftir að hafa verið sagt upp. Stundum er það sært stolt og stundum alvöru eftirsjá. 040705RonaldoCryingGbg

8. Þegar þú ert sigraður. Ekkert er eins sárt og að þurfa að þola ósigur þegar þú veist að þú hefur gert þitt besta en það var bara ekki nóg.

9. Að vinna erfiðan sigur; Ekkert  er tilfinningaþrungnara en að vinna eftir að hafa lagt sig allan fram til þess og tekist það.

10. Þetta eru ekki tár . Það fauk eitthvað í augað á mér.


Stutt ástarasaga

Það verða örugglega margar stuttar ástarsögur sem gerast um helgina eins og vanin er um Verslunarmannhelgina á Íslandi. Sumar þeirra verða vafalaust lengri og það er einnig hið besta mál. Það nefnilega gleymist stundum í allri umfjölluninni um sukkið og svínaríið að það gerist margt fallegt líka.

 Hér  er að finna eina stutta ástarsögu við tónlist Sigurrósar sem ég rakst á fyrir nokkru. Mér finnst hún bara falleg í einfaldleika sínum.


Fleiri Minningar - En ekki fyrir klýjugjarna!!

90__Karl_Gu%C3%B0mundss__3323Borðhald á Neskaupstað

Ég minnist á það í færslu hér um daginn að ég hefði ungur að árum farið á "vertíð" til Norðfjarðar og kynnst þar ýmsu fólki. m.a. Ólafsvíkur-Kalla. Áður en Kalli sá aumur á mér og bauð mér sambýli við sig, hírðist ég í herbergiskytru sem átti að heita íbúðarhæf en var að alls ekki. Þetta var líka áður en ég hóf að vinna með "aðgerðargenginu" og ég hafði tíma til að borða hádegismat og kvöldmat. Ég komst að samkomulagi við fjölskylduna sem bjó á hæðinni fyrir ofan herbergiskytruna um að fá að borða með þeim og kynntist þeim þannig lítilsháttar.

Þetta var stór fjölskylda a.m.k. fimm börn, fjögur á bilinu 2-6 ára og eitt þeirra aðeins brjóstmylkingur enn. Í fyrsta sinn sem ég kom í mat fékk ég hálfgert áfall. Borðhald var allt hið einkennilegasta, jafnvel fyrir mig sem alist hafði upp á barnmörgu heimili og kallaði ekki allt ömmu mína í þeim efnum. 

Í boði var soðin fiskur og kartöflur, sem húsfreyjan hafði til og setti á diska fyrir mig, húsbóndann og börnin fjögur. Engin hnífapör voru sett fyrir börnin og tóku þau til matar síns, með guðsgöflunum einum saman. Ekki leið á löngu fyrr en maturinn var kominn út um allt borð. Krakkarnir létu illa við borðið og köstuðu matnum í hvert annað án þess að fá svo mikið sem tiltal frá foreldrunum. -

Loks þegar lokið var við að borða, bauð húsfreyjan mér upp á kaffi. Ég þáði það. Hún færði mér svart kaffi í krús. "Áttu nokkuð mjólk", spurði ég. Notarðu mjólk, spurði hún á móti. Já, gjarnan ef þú átt hana. Húsfreyjan horfði á mig um stund, tók síðan krúsina og bar hana upp að öðru brjóstinu sem einhvern veginn var komið út úr kjólgopanum sem hún var í. Eftir örstutta stund rétti hún mér krúsina aftur. Ég sá að það var mjólk í kaffinu, ásamt smá fituskán sem flaut á yfirborði þess. Ég satt að segja, sautján ára gamall, áttaði mig ekki alveg strax á því sem hafði gerst. Ég bragðaði á kaffinu og fann að það var ekki eins á bragðið og ég átti að venjast. Húsbondinn  horfði á mig skælbrosandi. Hva, líkar þér ekki kaffið, spurði hann. Jú, jú, það er bara... Þú þarft ekkert að drekka það frekar en þér sýnist, hélt hann áfram, þreif krúsina úr hönd minni og teygaði kaffið með áfergju.

Af nísku föðurins.

Seinna sama dag, sátum við saman ég og húsbóndinn sem líka var að vinna í SÚN við útskipunina sem var í gangi. Við röbbuðum saman á meðan beðið var eftir bíl. Hann sagði mér frá æskuárum sínum þar sem hann var alinn upp á kotbýli á fyrri hluta síðustu aldar einhverstaðar á Austfjörðum.

Faðir hans var víst annálaður nirfill og skammtaði heimilisfólkinu matinn úr búri áfast eldhúsinu sem hann einn hafði lykil að. Stundum þegar allir voru farnir að hátta mátti heyra í karlinum paufast í myrkrinu inn í búrinu þar sem hann var að gæða sér á því sem hann vildi þegar hann hélt að aðrir sæju ekki til.

old_man_with_the_grey_beard_in_the_dark_2Kvöld eitt urðu allir þess var að karlinn var í búrinu. Eftir skamma stund heyrast þaðan óhljóð mikil, spýtingar og uppsölur. Á milli óhljóðanna hrópar karlinn og biður um að kveikt verði á lampa. Húsfólkið dreif að með ekki færri en þrjá lampa á lofti. Sjónin sem við blasti var ekki geðsleg. Karlinn hafði augljóslega verið að kafa með annarri hendinni í súrtunnu með slátri í, líkast til að leita að keppi sem orðin var meir á súrnum. Eftir að hafa fundið kepp á botni tunnunnar sem hann taldi að væri orðinn of meir til að geymast mikið lengur, tekur hann á það ráð að stýfa hann úr hnefa. Óhljóðin, spýtingarnar og kokhljóðin hófust ekki fyrr en hann var kominn inn í miðjan kepp.

Í ljósinu frá lömpunum sást greinilega það sem eftir var af keppnum þar sem hann lá við fætur karlsins. Nema að keppurinn var ekki sláturskeppur, heldur löngu dauð rotta sem greinilega hafði dottið í súrinn einhvern tíman um veturinn, drukknað og fallið til botns á tunnunni.

Eftir þetta, tók karlinn víst ætíð með sér ljós þegar hann fór í búrið eftir háttatíma.

Ég borðaði hjá þeim hjónum í fáeina daga eftir þetta en varð mikið feginn þegar boðið kom frá Kalla, jafnvel þótt það þýddi sveskjugraut og plokkfisk í alla mata.

Af skiljanlegum orsökum nafngreini ég ekki sögupersónur. Ljósmyndin er af Karli Guðmundssyni (Ólafsvíkur-Kalla) og kann ég þeim sem sendi mér hana (barnabarni Karls) bestu þakkir fyrir.


Konur með taugaveiki (Typhoid) lokaðar inni ævilangt í Bretlandi

25_typhoidmary_lglÞað koma upp mál hér í Bretlandi sem eru svo ÓTRÚleg að maður spyr sjálfan sig hvernig Bretar geta kallað sig velferðaríki og menningarþjóð.

Hvað eftir annað hafa heilbrigðisyfirvöld orðið uppvís að mistökum og aðgerðum sem einkennast af slíkri vanþekkingu að halda mætti að við værum að tala um þriðjaheims-land.

Nú hefur komið fram að allt frá byrjun síðustu aldar voru konur sem greindust með taugaveiki( TYPHOID) lokaðar inni í algjörri einangrun á geðsjúkrahúsi ævilangt.

Álitið er að flestar kvennanna  (þegar er búið að finna og nefna 27) hafi orðið geðveikar á einangruninni en þeim var sumum haldið föngnum í herbergjum sem ekki var stærra en 8 X 8 fet.

Engin þessara kvenna er enn á lífi. Það sem enginn skilur er að þessu var fram haldið þangað til að einangrunarherbergi voru almennt lögð niður á sjúkrahúsum landsins í byrjun tíunda áratugarins. Frá þessu greindi fréttasofa BBC en í gærkveldi var sýndur heimildaþáttur um málið þar á bæ. Sjá http://news.bbc.co.uk/1/hi/programmes/newsnight/7530133.stm


Hið undarlega mál varðandi morðin á albínóum í Tansaníu

albino Í Tansaníu var tilkynnt  í gærkveldi um eitt  morðið enn á einum af albínóum landsins. Að þessu sinni réðist hópur manna inn á heimili mannsins og hjó af honum fætur og kynfæri  með sveðju.  Á þessu ári hafa 26 albínóar horfið eða verið drepnir í Afríkulandinu Tansananíu. Albínóar saka nú stjórnvöld um að gera ekkert í málinu þótt augljóst sé að þeir séu í bráðri hættu en í landinu eru meira en 8000 albínóar skráðir.

Eftir því sem næst verður komist tengjast þessi hvörf og morð hjátrú alþýðufólks sem trúir því að albínóar séu einskonar andaverur. Seiðmenn ala sumir hverjir á þessum hindurvitnum og eru grunaðir um að eiga þátt í hvarfi þeirra.

Þeir telja fólki trú um að með líkmashlutum úr albínóa sé hægt að gera fólk ríkt og auka velgengi þess á allan hátt. - Kennari einn í borginni Arusha var handtekinn fyrir skömmu fyrir að drepa eigið barn sem var albínói. Nýlega hafa fundist fjögur lík af albínóum og eitt þeirra hafði verið sundurlimað. -

Gamlar rauðeygðar konur hafa verið drepnar í þessum hluta Tansaníu grunaðar um galdra en þetta er í fyrsta sinn sem albínóar hafa verið notaðir til fórna, að sögn talsmanns albínóa.

witch_crafts

Albínóar í  Tansaníu eiga við mikil heilbrigðisvandmál að stríða og húðkrabbamein er afar algengt meðal þeirra.

Við höfum gert ýmislegt til að vernda albínóana segir inniríkisráðherra landsins Lawrence Marsha.

"Við höfum gengið svo langt að skrá alla sem stunda lækningar í landinu og vinsa úr þeim skottulæknana og greina þá frá þeim sem stunda raunverulegar lækningar. " sagði hann.

"Við höfum gert okkar besta til að mennta alþýðuna um hætturnar sem leynast hvarvetna og við höfum reynt að kenna albínóunum að verja sig. "

 



Fjölþjóðleg fjölskylda Baracks Obama

obama-family-paternal-sideVerði Barack Hussein Obama kosinn forseti Bandaríkjanna í haust, mun hann verða fyrsti forsetinn með alþjóðleg fjölskyldutengsl sem spanna fjórar heimsálfur.

Foreldrar og fósturfaðir

obama-mom-high-school-year-book-photo_thumbnailMóðir Obama; Stanley Ann DUNHAMvar fædd 27. Nóvember 1942í  Wichita, Kansas og lést 7. Nóvember 1995 af legkrabbameini. Hún hóf háskólanám sitt við Háskólann á Hawaii árið 1960. Þar hitti hún fyrri mann sinn; Barack Hussein OBAMA eldri. Hann og Stanley Ann DUNHAM voru gefin saman árið 1960 á Hawaii og áttu saman Barack Hussein OBAMA yngri, f. 4. Ágúst 1961.

barack-obama-srBarack Hussein OBAMA eldri var fæddur 1936 í Nyangoma-Kogelo, Siaya Héraði í  Kenya. Hann lést í bílslysi  í  Nairobi í  Kenyaárið 1982. Hann skildi eftir sig þrjár eiginkonur, sex syni og eina dóttur. Öll börn hans búa í Bretlandi  eða í Bandaríkjunum nema eitt.  Einn bræðranna lést árið 1984 og er grafinn í þorpinu  Nyangoma-Kogelo, Siaya héraði í  Kenya.

Systkini

Fjölskyldusaga Obama yngri er dálítið flókin. Svo virðist sem faðir hans hafi þegar verið giftur þegar hann gekk að eiga Stanley Ann móður hans. Hann átti konu í Kenýa, Kezia að nafni. Að sögn Stanley Ann höfðu þau Obama eldri og Kezia verið gefin saman af öldungum þorps þeirra en engin skjöl voru til að sanna það. Með Kezia átti Obama eldri tvö börn, Roy og Auma, sem bæði starfa núna við félagsþjónustuna í Berkshire í Englandi.

Það hefur verið til þess tekið eftir að Obama yngri tryggði sér forsetaefnisútnefninguna að hálf bróðir hans Roy er trúaður múslími. Hann er sagður hafa snúið baki við lífsstíl veturlandabúa eftir bitra reynslu og horfið aftur til trúar föður síns og afa og Afrískra gilda.

Þegar Obamavar tveggja ára skildu foreldrar hans. Faðir hans fluttist til Connecticut til að halda áfram menntun sinni. Þegar að Obama eldri lauk námi sínu við Harvard og héllt til baka til Kenýa var þriðja kona hans Ruth (Bandarísk) í för með honum. Sú ól honum tvo syni og einn að þeim lést í mótorhjólaslysi. Obama eldri hélt áfram að hitta Kezia fyrstu konu sína eftir komu sína heim.

obamas-family-stepfather-mom-half-sisterÞegar Obama yngri var sex ára giftist móðir hans Lolo Soetro, frá Indónesíu. Árið 1967 þegar að óeirðir miklar brutust út þar í landi, missti Soetro námspassann sinn og þau hjónin urðu að flytjast til Jakarta. Þar var hálf-systir Obama, Maya Soetro fædd.

Fjórum árum seinna sendi Stanley Ann son sinn til Bandaríkjanna til að búa hjá Afa sínum og Ömmu.

Barack Obama yngri  útskrifaðist frá Columbia Háskóla og síðan Harvard Law School, þar sem hann hitti konuefni sitt Michelle Robinson. Þau eiga tvær dætur; Malia og Sasha.

Afar og ömmur 

Föður afi Obama yngri hét Hussein Onyango OBAMA og var fæddur árið 1895 en lést árið 1979. Áður en hann gerðist ráðsettur matreiðslumaður fyrir trúboða í Nairobi, ferðaðist hann víða og barðist m.a. fyrir Bretland í fyrri heimsstyrjöldinni. Hann heimsótti Evrópu og Indland og bjó um tíma í Zanzibar þar sem hann yfirgaf Kristna trú og gerðist múslími. Hussein Onyango OBAMA átti margar konur. Fyrsta kona hans Helima bar honum engin börn. Með annarri konu sinni Akuma eignaðist hann Söru Obama, Barrack Hussein Obama eldri og Auma Obama.

obamas-grandmother-sarah-hussein-obama-kenyaÞriðja kona Onyangos var Sarah og er sú sögð vera amma Obama foretaefnis. Hún sér að mestu leiti um fjölskylduna eftir að Akuma lést langt um aldur fram.

Móðurafi Obama yngri hét Stanley Armour DUNHAM og var fæddur 23. Mars 1918 í Kansas og lést 8. Febrúar 1992 í Honolulu á Hawaii. Hann er jarðsettur í  Punchbowl National Grafreitinum í Honolulu, Hawaii.

Móðuramma Obama hét Madelyn Lee PAYNE og var fædd 1922 í Wichita, Kansas. Hún er enn á lífi og býr í  Oahu á Hawaii.

Stanley Armour DUNHAM og Madelyn Lee PAYNE voru gefin saman 5. May 1940.obamas-mother-ann-with-parents-stanley-madelyn-dunham


Rannsókn hvarfs Madeleine McCann hætt í Portúgal

_44525721_maddie_pa226bNýjustu fréttir frá Portúgal herma að yfirsaksóknari í Madeleine McCann málinu hyggist tilkynna að rannsókn málsins verði hætt að hálfu yfirvalda þar í landi. McCann hjónin munu eflaust ekki láta af leit sinni og halda áfram að auglýsa eftir stúlkunni sinni.

Síðan að Medeleine hvarf hafa hátt í eitt þúsund börn (undir 14 ára aldri) horfið í Bretlandi og ekkert til þeirra spurst. Þrátt fyrir hina yfirgripsmiklu leit sem gerð var að Madeleine og þá heimsathygli sem hún vakti  og að hún hafi að hluta til verið réttlætt með því að segja að athyglin mundi koma öðrum hvarfsmálum til góða, þekkja fáir nöfn þeirra hundruða sem horfið hafa  síðan Medeleine hvarf. Ekkert bendir til að fjölmiðlafárið í kring um hvarfið eða eftirmálar þess hafi komið að gagni við að beina athygli fólks að barnahvörfum svo þau mættu verða fátíðari.

Það sem eftir stendur er þetta;Madeleine-McCann

Líkt og McCann hjónunum  fyrr á þessu ári, hefur Robert Murat, sem grunaður var um tíma að eiga aðild að hvarfinu, nýlega verið dæmdar háar skaðabætur (600.000 pund)  og afsökunaryfirlýsingar frá 11 fréttablöðum, Sun, Daily Express, Sunday Express, Daily Star, Daily Mail, London Evening Standard, Metro, Daily Mirror, Sunday Mirror, News of the World og the Scotsman og Sky sjónvarpsstöðinni fyrir að vera ranglega opnberlega ásakaður um að eiga sök á hvarfi Madeleine.

McCann hjónunum voru dæmdar í bætur 550.00 pund í leitarsjóð Medeleine.

 

 


Bonoboar

Langt inn í myrkviði Kongó er enn að finna hina gleymdu apa-ætt Bonoboa. Menn komust ekki að því að þeir voru  sjálfstæð apategund fyrr en árið 1928. Þeir eru stundum kallaðir Suðurbakka-apar vegna þess að heimkynni þeirra eru á suðurbakka Kongó árinnar og þar með voru aparnir lengi vel afar einangraðir.

bonobos1

Vísindamenn safna nú sem flestum gögnum um Bobnoboa því þeir eru í mikilli útrýmingarhættu af völdum manna sem ágirnast kjöt þeirra. Menn þarfnast skiljanlega þessa kjöts þar sem þeir hafa ekki tíma til að hirða um búfénað eða rækta jörðina á þessum slóðum,  vegna anna við að drepa meðbræður sína í borgarastyrjöldinni sem þarna hefur geisað upp síðustu ár.

ss_061105_animaltracks_03_h2

Bonoboa samfélögunum er stjórnað af kvennategundinni, sem tekur sig saman og þvingar karltegundina til undirgefni. Samfélagið byggist upp á einskonar "elskumst ekki berjast"reglu og kemur m.a. fram í því að árásarhvöt allri er svalað í kynlífi. Kynlíf er sem sagt ekki eingöngu stundað á meðal Bonboa til að fjölga tegundinni. Mikið hefur verið fjallað um kynlíf Bonoboa og me.a. bent á þá sem dæmi um samkynhneigð meðal dýra. Staðreyndin er að þeir eru flestir Bi-Sexual.

Bonobob 

Þeir eru að auki svo viðkvæmir að mikill hávaði og læti getur orðið þeim að aldurtila. Þannig fór t.d. með fyrstu Bonoana sem voru geymdir í dýragarði í Berlín í þýskalandi fyrir fyrra stríð. Þeir dóu allir úr skelfingu þegar sprengjuárás var gerð á borgina. Simpansana í næsta búri sakaði ekki.

bonobo20mom20and20child

Bonoboar láta svo vel að afkvæmum sínum að barnadráp er svo til óþekkt á meðal þeirra, ólíkt sem gerist hjá öðrum öpum. Vel hefur gengið að kenna þeim táknmál og sagt er að Bonoboa api hafi náð að þekkja allt að 600 tákn. (Meðal daglegur orðaforði íbúa í New York er um 250 orð)

bonobo_DW_Wissensch_179993g

 

 


Nöldur og fordómar kynslóðanna

Vandamálið við brandara um gamalt fólk er að þeir ýta undir og styðja klisjuna að gamalt fólk geri lítið annað en að bíða eftir því að deyja. Unglingum t.d. þykir afar óþægilegt að tala um gamalt fólk og leiða það hjá sér að ef allt gengur að óskum endum við öll einmitt þannig.

Í sjálfu sér finnst mér ekkert að því að segja brandara um gamlingja, svo fremi sem við sjáum þá ekki sjálfa sem brandara. Á því er mikill munur.

Tveir gamlir öldungar sátu á bekk og ræddust við.

Ég er orðin svo gamall, sagði annar þeirra, að ég get ekki lengur pissað í einni bunu. Þetta kemur í rykkjum og skrykkjum og það tekur mig venjulega 10 mínútur að klára.

Vildi ég að ég væri svona heppinn, svaraði hinn. Á hverjum morgni klukkan sjö, stendur úr mér bunan, kraftmikil eins og úr stóðhesti.

Hvað er að því?, spurði sá fyrri.

Ég vakna ekki fyrr en klukkan hálf átta.

mtv_logo

Það er hjákátlegt að horfa á náföla og búlemíu-granna semi-rokkara stramma hrátt sama gripið út í gegn á gítarinn og væla með sundurlausar setningar um tímarit og sígarettur í míkrófóninn. Undan hvaða hlandvotu tímaskekkju rekkju skriðu þessir gæjar? Lögin eru “flatliners” sem  ekki krefjast neins til að flytja annars en óréttlætanlegs og óforskammaðs sjálfsálits. Hálflukt augun og klesst hárið eru ímynd drug-indúseraðs meðvitundarleysis sem greinilega er nauðsynlegt til að þrauka í gegn um þessa reynslu. Og þegar hryllingnum loks líkur má merkja á töktunum að þessir herrar telja sig hafa farið með ódauðlegt listaverk. 

MTV-VMA-2007-David-Lachapelle-Photo-Shoot 

Sama listræna illgresið kemur úr barka svörtu drengjanna úr slömmum stórborga  Ameríku. Þeir hópast enn saman til að ryðja úr sér óskiljanlegri orðasúpu í takt við trommuheila og vilja meina að það sé tónlist. Þeir láta mynda sig í þröngum húsasundum, skúmaskotum eða stigagöngum klæddir í hólkvíðar treyjur til að fela hamborgara-mittis-skvapið, með buxurnar á hælunum samkvæmt þreyttri tísku sem varð til í fangelsum Bandaríkjanna fyrir margt löngu, þar sem beltisólar og reimar eru fjarlægðar til að viðkomandi hengi sig ekki í þeim. Allt í kring um þá dilla ungar druslulega klæddar stúlkur lendunum sínum og nudda þeim upp að piltunum eins og breima kettir. Þær haga sér raunar í fullu samræmi við textann sem drengirnir fara með, (sem þó er ekki hægt að skilja nema þú fáir hann á prenti) en hann er fullur af niðurlægjandi kenningum um kvenfólk. Jó bró handahreyfingarnar og stöðugt kynfærakáf drengjanna eru eflaust í þeirra huga nauðsynleg kultúrísk auðkenni, en eru í raun hallærislegir og afdankaðir götustælar sem tjá vanmátt og pirring hins óupplýsta og kúgaða manns.

 

 

 

 


Að uppræta ofbeldi gegn konum og stúlkum

Í tilefni af talverðri umræðu á blog.is þessa dagana um stöðu kvenna, vændissölu og jafnréttismál, ákvað ég að birta hér greinargerð til Sameinuðu þjóðanna frá Bahai samfélaginu um þessi mál.

Myndirnar sem fylgja eru ekki úr greinargerðinni.  

Lagabætur einar nægja ekki: Hlutverk menningar og hæfni við að uppræta ofbeldi gagnvart konum og stúlkum

women1. Staða kvenna hefur að mörgu leyti batnað umtalsvert undanfarin fimmtíu ár. Lestrarkunnátta og menntun kvenna hafa aukist, meðaltekjur þeirra hafa hækkað og þær hafa áunnið sér frama bæði í starfi og stjórnmálum. Enn fremur hefur með víðtæku samstarfsneti kvenna í svæða-, lands- og alþjóðasamtökum tekist að koma hagsmunamálum þeirra á dagskrá á heimsvísu, og ýta undir lagalegar og opinberar aðgerðir þessum hagsmunamálum til framdráttar. Þrátt fyrir þessa jákvæðu þróun, heldur miskunnarlaust ofbeldi gegn konum og stúlkum áfram að geysa sem faraldur í öllum hlutum heims; ofbeldið birtist – og er raunar viðhaldið – í félagslegum venjum og hefðum, öfgum af trúarlegum toga og efnahags- og stjórnmálalegri kúgun. Um leið og alþjóðasamfélagið leitast við að setja lög til verndar konum og stúlkum er augljóst að djúp gjá skilur enn að lagalegar ráðstafanir og menninguna – sem felst í gildismati okkar, hegðun og stofnunum – sem þarf til að stemma stigu við þessum faraldri.

violence2. Hið skelfilega ofbeldi gegn konum og stúlkum á sér stað í heimsástandi sem einkennist af tvenns konar en þó samstíga þróun. Annars vegar er ferli upplausnar, sem hefur afhjúpað getuleysi úr sér genginna stofnana, úreltra kennisetninga og ósæmilegra hefða um víða veröld og á öllum sviðum lífsins, ferli sem veldur glundroða og þjóðfélagshnignun. Raddir öfgamanna og lífsskilningur efnishyggjunnar, sem afneita mannlegri reisn, hafa fyllt upp í það siðferðilega tómarúm sem trúarbrögðin hafa skilið eftir sig þegar dregið hefur úr hæfni þeirra til að hafa siðræn áhrif. Arðránshagkerfi sem kyndir undir öfgum auðs og fátæktar, hefur hneppt milljónir kvenna í efnahagslegan þrældóm og svift þær réttindum á borð við eignarétt, erfðarétt, líkamlegt öryggi og jafnan rétt til þátttöku í almennri verðmætasköpun. Kynþáttaátök og vanhæfni stjórnvalda, hafa leitt til mikillar fjölgunar kvenna sem hafa flosnað upp og jafnvel orðið landflótta. Þetta ástand hefur aukið enn frekar líkamlegt og efnahagslegt óöryggi þeirra. Niðurlægjandi meðferð á konum og börnum sem og útbreiðsla kynferðislegrar misnotkunar, hafa aukist innan sem utan heimilisins og hafa, ásamt miklu heimilisofbeldi, hraðað þessu ferli upplausnar.

0013. Samhliða fyrra ferlinu má greina annars konar ferli; ferli uppbyggingar og sameiningar. Það á sér rætur í siðfræði Mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna og sækir kraft í vaxandi samstöðu um aðgerðir kvenna á heimsvísu en með þeim hefur á síðastliðnum fimmtán árum tekist að koma málefnum sem snerta ofbeldi gegn konum og stúlkum á dagskrá um allan heim. Sá viðamikli og samræmdi lagarammi sem var mótaður á þessum árum hefur beint athygli alþjóðasamfélagins, sem ekki hafði verið með á nótunum, að því menningarviðhorfi að svona misnotkun væri meinlaus og væri því liðin og jafnvel afsökuð. Þáttaskil urðu hins vegar árið 1993 með Yfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna um að uppræta ofbeldi gegn konum,1 þar sem sett var fram eftirfarandi skilgreining á hugtakinu „ofbeldi gagnvart konum“: [Ofbeldi gagnvart konum er allt] ofbeldi á grundvelli kynferðis sem leiðir til, eða gæti leitt til, líkamlegs, kynferðislegs eða sálræns skaða eða þjáninga kvenna, einnig hótun um slíkt, þvingun eða handahófskennda sviptingu frelsis, bæði í einkalífi og á opinberum vettvangi. 2 Í þessari skilgreiningu var véfengd sú ranga afstaða að ofbeldi gegn konum og stúlkum væri einkamál. Þar með voru heimilið, fjölskyldan, menning okkar og hefðir ekki lengur hinn eini og endanlegi dómari um gerðir er varða ofbeldi gegn konum og stúlkum. Stofnun embættis sérlegs skýrslugjafa [Sameinuðu þjóðanna] um ofbeldi gegn konum nokkru síðar, var enn eitt úrræðið til þess að rannsaka og fá fram í dagsljósið hinar mörgu hliðar á þessu hættulega ástandi, og til þess að beina athygli alþjóðasamfélagsins að því.

2311849706_9f3133f15d_o4. Þrátt fyrir mjög miklar framfarir undanfarin fimmtán ár, hefur vangeta þjóða heims til þess að draga úr ofbeldi, sýnt fram á augljósa annmarka á þeim aðferðum sem fyrst og fremst bregðast við eftir á. Smám saman hefur þróast víðari sýn þar sem forvarnir gegn ofbeldi eru orðnar að markmiði. Með öðrum orðum þá er meginverkefni alþjóðasamfélagsins nú að átta sig á hvernig hægt verði að skapa samfélagsgerð þar sem félagslegar og efnislegar aðstæður eru til þess fallnar að konur og stúlkur geti þroskað hæfileika sína til fulls. Þær nýju aðstæður munu ekki aðeins byggja á yfirveguðum tilraunum til að breyta hinu lagalega, stjórnmálalega og efnahagslega umhverfi samfélagsins, heldur munu einnig þurfa að byggja á öðru sem er jafn mikilvægt, það er á umbreytingu einstaklingsins — umbreytingu karla og kvenna, drengja og stúlkna — þar sem núverandi gildismat þeirra viðheldur á einn eða annan hátt hegðunarmynstri misnotkunar. Sjónarmið bahá’í trúarinnar er að forsenda allra samfélagsumbóta sé sá grundvallarskilningur að einstaklingurinn búi yfir andlegum eða siðferðilegum eðlisþáttum. Þær víddir móta skilning hans á tilgangi eigin lífs, og á ábyrgð sinni gagnvart fjölskyldunni, samfélaginu og umheiminum. Meðfram mikilvægum breytingum á hinu lagalega, pólitíska og efnahagslega umhverfi sem er hægt og sígandi að taka á sig mynd er þroski siðferðilegra og andlegra hæfileika einnig nauðsynlegur og grundvallandi þáttur í þeirri erfiðu viðleitni að hindra ofbeldi gegn konum og stúlkum alls staðar í heiminum.

5. Hugmyndin um að efla tiltekin siðferðileg gildi kann að vera umdeild þar sem slík viðleitni hefur í fortíðinni of oft tengst þvingandi trúariðkun, kúgun vegna pólitískrar hugmyndafræði og þröngri sýn á almannaheill. Engu að síður er það siðræn færni, sem samræmist almennu mannréttindayfirlýsingunni og ætlað er að hlúa að.

 1 Auðkenni yfirlýsingarinnar á ensku er: United Nations General Assembly resolution 48/104 of 20 December 1993. Declaration on the Elimination of Violence Against Women, Article 2. UN Document A/RES/48/104.

2 Þýðing Mannréttindaskrifstofu Íslands á 1. gr. yfirlýsingar allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna frá 20. desember 1993 „um afnám ofbeldis gagnvart konum,“ vefslóð: http://www.humanrights.is/log-og- samningar/mannrettindasamningar/sameinudu-tjodirnar/yfirl-afnam-ofbeldis-konur/ andlegum, félagslegum og vitsmunalegum þroska allra manna, sem nauðsynleg er til að móta ofbeldislaust þjóðfélag. Þar að auki þurfa slík gildi að eiga rætur í þeim félagslegu og andlegu meginreglum samtímans, að allir menn eru innbyrðis háðir og mannkynið innbyrðis tengt. Þungamiðja siðrænna framfara færist þá frá einstaklingsmiðuðum hugmyndum um ,,frelsun” einstaklingsins yfir á siðrænar framfarir mannkynsins í heild. Rétt eins og okkur hefur nú tekist að þroska með okkur skilning á félagslegu og efnislegu skipulagi samfélagins, sem felur í sér þetta grundvallarmarkmið, verðum við einnig að leggja rækt við og þroska með okkur siðferðisgetu til að takast á við nútímalíf.

women_rights_16. En hvernig kennum við þetta? Allmargir skólar og æðri menntastofnanir á vegum bahá’ía hafa skilgreint ákveðna siðræna getu til að búa börn og ungmenni undir að þroska með sér siðræna rökhugsun og ábyrgð á að leggja sitt af mörkum til að bæta samfélag sitt. Undirstaða slíkrar námsskrár er vissan um að sérhver manneskja sé andleg vera með takmarkalausa hæfni til göfugra gerða en til þess að slík hæfni birtist í verki verður að rækta hana meðvitað og kerfisbundið með námsefni sem miðast við þessar grundvallareigindir mannsins. Meðal þeirra siðrænu hæfileika sem bahá’í menntastofnanir tilgreina eru (1) að geta tekið virkan þátt í sameiginlegri ákvarðanatöku án þess að líta á þátttakendur sem andstæðinga (í þessu felst að umbreyta skaðandi hegðunarmunstri sem byggir á valdbeitingu og þeim misskilningi að átök séu hornsteinn mannlegra samskipta); (2) að geta komið fram af heiðarleika á grundvelli siðrænna gilda; (3) að rækta með sér tilfinningu fyrir reisn og sjálfsvirðingu; (4) að geta haft skapandi en agað frumkvæði (5) að vera tilbúinn til að taka þátt í styrkjandi fræðslustarfsemi, (6) að geta skapað framtíðarsýn sem byggir á sameiginlegum siðrænum gildum og meginreglum og vakið með öðrum hugsjón til að vinna að slíkum árangri, (7) að geta greint samskipti sem byggjast á yfirgangi og breytt þeim í samskipti byggð á gagnkvæmni og þjónustu. Þannig leitar námsefnið eftir því að ná fram heildrænum þroska einstaklingsins með því að samþætta hið andlega og efnislega, hið fræðilega og hagnýta og tilfinninguna fyrir því að framfarir hvers og eins tengist þjónustu við samfélagið.

WomenFlee~cmp30~capt_1000565819pakistan_afghanistan7. Þótt slík gildi sé hægt að kenna í skóla þá er það í faðmi fjölskyldunnar sem börn vaxa úr grasi og mynda sér skoðanir um sig sjálf, heiminn og tilgang lífsins. Að því marki sem fjölskyldunni mistekst að uppfylla grundvallar þarfir barnanna, mun samfélagið bera afleiðingar vanrækslu og misnotkunar og líða sárlega fyrir sinnuleysi og ofbeldi sem af því leiðir. Það er innan fjölskyldunnar sem barnið lærir um eðli valds og hvernig því er beitt í persónulegum samskiptum; það er hér sem það lærir fyrst að samþykkja eða hafna ráðríki og ofbeldi sem tjáningarleið og leið til þess að leysa ágreining. Í þessu umhverfi verður útbreitt ofbeldi, sem framið er af körlum gagnvart konum og stúlkum, árás á grunneiningu samfélags og þjóðar.

8. Jafnræði innan fjölskyldu og hjónabands gerir kröfur til sífellt meiri hæfni til þess að samræma og sameina í stað þess að sundra eða einblína á einstaklingsþarfir. Í heimi örra breytinga þar sem fjölskyldur standa frammi fyrir óbærilegu álagi sem fylgir umbrotum í umhverfis- , efnahags- og stjórnmálum, þá er getan til að treysta og vernda fjölskylduböndin og búa börnin undir samfélagsskyldur í flóknum og síminnkandi heimi mikilvægust. Í þessum aðstæðum er brýnt að hjálpa karlmönnum til þess að skilja þá ábyrgð sem þeir bera í fjölskyldunni sem feður, auk ábyrgðar á fjárhagslegri velferð hennar, þannig að í sjálfri fjölskyldunni verði til fyrirmynd að sjálfsaga, heilbrigðum samskiptum og jafnri virðingu beggja kynja. Þetta er viðbót og stuðningur við móðurhlutverkið, en móðirin er fyrsti fræðari barnanna og hamingja hennar, öryggistilfinning og sjálfsvirðing eru forsenda þess að hún nái árangri í hlutverki sínu.

children9. Það sem börn læra innan fjölskyldunnar er ýmist í samræmi eða í mótsögn við þau félagslegu samskipti og gildi sem móta samfélagslíf þeirra. Allt fullorðið fólk í samfélaginu — kennarar, heilbrigðisstarfsfólk, atvinnurekendur, stjórnmálamenn, trúarleiðtogar, lögregla, fjölmiðlafólk og aðrir — ber sameiginlega ábyrgð á að vernda börn. Þó virðist öryggisnet samfélagsins víða svo illa farið að það verði ekki bætt: miljónir kvenna og stúlkna eru seldar mansali á hverju ári og neyddar til vændis eða ofurseldar aðstæðum sem jafnast á við þrælkun. Farandverkakonur hafna utangarðs með tvennum hætti, bæði fyrir að vera konur og fyrir að vera uppflosnaðar, og líða fyrir andlega, líkamlega og fjárhagslega misbeitingu vinnuveitenda sinna í svörtum hagkerfum. Ofbeldi gegn vaxandi fjölda eldri kvenna, sem geta oft ekki borið hönd fyrir höfuð sér, hefur aukist mjög mikið. Barnaklám breiðist út eins og veira á óseðjandi, stjórnlausum markaði sem ekki lýtur neinum landamærum; og jafnvel það að sækja skóla setur stúlkur í mikla hættu á að sæta líkamlegu eða kynferðislegu ofbeldi í eða á leið í skóla. Ástandið sem skapast af linku ríkisstjórna og skorti á lögum verður enn verra vegna djúpstæðrar siðferðiskreppu knýr samfélagið til að spyrja: „Hvað kemur fólki til þess að misnota líf og sæmd annarrar manneskju? Hvaða siðrænu grunngildi hefur fjölskyldu og samfélagi mistekist að rækta?”

squad210. Í gegnum tíðina hafa trúabrögð sinnt afgerandi hlutverki um heim allan í að rækta gildi samfélagsins. Margar þær raddir sem í dag tala í nafni trúar verða þó að teljast mesta hindrunin við að uppræta ofbeldi gagnvart konum og stúlkum. Málsvarar öfgafullra trúar-túlkana sem nota trúarlegt ákall til að bera uppi vald sitt, leitast við að ,,temja” konur og stúlkur með því að hefta ferðafrelsi þeirra utan heimilisins, takmarka aðgang þeirra að menntun, láta þær sæta líkamlega skaðlegum venjum, stjórna klæðaburði þeirra og jafnvel taka þær af lífi fyrir gerðir sem sagðar eru vanvirða heiður fjölskyldunnar. Það eru trúabrögðin sjálf sem þarfnast sárlega endurnýjunar. Lykilatriði slíkrar endurnýjunar er að trúarleiðtogar lýsi yfir með ótvíræðum hætti og verði í fararbroddi fyrir meginreglu jafnréttis karla og kvenna – meginreglu sem hefur siðrænt og hagnýtt gildi og brýn þörf er á til að framfarir verði á pólitískum, félagslegum og efnahagslegum sviðum samfélagsins. Nú verður að grandskoða þær trúarlegu athafnir, kenningar og kreddur sem fara svo svívirðilega í bága við alþjóðlega mannréttindastaðla og muna að í öllum trúarbrögðum eru raddir kvenna sem að mestu leyti hafa verið fjarri skilgreiningunni, sem sífellt er í mótun, um hvað trúabrögð séu og hvers þau krefjist.

11. Einstaklingurinn, fjölskyldan og samfélagsumhverfið eru þegar allt kemur til alls undir verndarvæng ríkisins; það er á þessu stigi sem svo sár þörf er á upplýstri og ábyrgri forystu. Flest stjórnvöld halda engu að síður uppteknum hætti og varpa frá sér ábyrgðinni á þeim alþjóðlegu skuldbindingum sínum að vinna gegn og refsa fyrir misnotkun og ofbeldi gegn konum og stúlkum. Fjöldi þeirra skortir pólitískan vilja, sum veita ekki nægu fjármagni til að framkvæma lögin, víða eru ekki til sérhæfðar stofnanir til að takast á við ofbeldi gagnvart konum og stúlkum og forvarnarstarf hefur í nánast öllum tilfellum verið staðbundnar skammtímaaðgerðir.3 Í rauninni geta fá ríki státað af því að hafa dregið hið minnsta úr heildartíðni ofbeldistilfella4. Mörg ríki halda áfram að fela sig á bak við menningarlega og trúarlega fyrirvara þegar kemur að alþjóðlegum sáttmálum sem fordæma slíkt ofbeldi. Þannig varðveita þau enn frekar andrúmsloft lagalegs og siðferðilegs refsileysis og gera um leið bæði ofbeldið og fórnalömb þess að mestu ósýnileg.

untitled412. Vinnunni við að þróa lagaramma þarf nú að fylgja eftir með áherslu á framkvæmd þessarra laga og fyrirbyggjandi aðgerðum. Grundvöllur slíkra aðgerða er áætlun sem byggir á að veita börnum menntun og þjálfun sem gerir þeim kleift að þroskast jafnt vitsmunalega sem siðferðilega, að rækta með sér tilfinningu fyrir reisn og ábyrgðartilfinningu fyrir velferð fjölskyldu sinnar, samfélags síns og heimsins alls. Með tilliti til fjárlaga krefjast fyrirbyggjandi ráðstafanir þess að kynbundnar aðgerðir séu teknar upp með markvissum hætti til að tryggja að hlutfallslega sé nægu fjármagni ráðstafað til aðgengilegri félagsþjónustu og lagalegra úrræða. Slíkar aðgerðir þarf að styrkja með því að ofbeldi sé skýrt skilgreint, með skilvirkri gagnasöfnun til að geta metið viðleitni landsins á þessu sviði, og með því að auka skilning karla og kvenna á alvarleika og útbreiðslu ofbeldisins sem á sér stað í samfélagi þeirra.

13. Alþjóðasamfélagið hefur gegnt mikilvægu hlutverki í þessu málefni með yfirlýsingu sinni árið 1993 og með að viðurkenna að ofbeldi gagnvart konum og stúlkum „hindri jafnrétti, þróun og frið“ og eins með vinnu hins sérstaka skýrslugjafa. En engu að síður hefur það verið klofið og atkvæðalítið hvað varðar að koma orðum sínum í framkvæmd. Árið 2003 var vangeta þess til að framkvæma undirstrikuð á 47. fundi kvennanefndar Sameinuðu þjóðanna sem, í fyrsta skipti sögu nefndarinnar, náði ekki að koma sér saman um samþykktir varðandi ofbeldi gagnvart konum. Í því tilviki voru menningar- og trúarleg rök notuð til að reyna að sniðganga skyldur ríkja eins og þær voru settar fram í yfirlýsingunni 1993. Það er því mjög áríðandi að á fundum nefndarinnar verði í framtíðinni komist skýrt og ákveðið að orði í samþykktum varðandi það að uppræta ofbeldi gagnvart konum og stúlkum og fram komi ekki aðeins lagalegur heldur einnig siðferðilegur andi sem hæfi þessum hnattræna faraldri.

14. Til þess að geta staðið við hinar mörgu skuldbindingar sínar þarf alþjóðasamfélagið að auka til muna völd, yfirráð og fjárráð tileinkuð mannréttindum kvenna, kynjajafnrétti og eflingu kvenna. Alþjóðlega bahá’í samfélagið er aðili að umræðum 3 . Deild Sameinuðu þjóðanna fyrir framgöngu kvenna (2005). Skýrsla fundar sérfræðihópsins: Góðar venjur í eyðingu ofbeldis gagnvart konum.17-20 maí 2005, Vín - Austuríki. http://www.un.org/womenwatch/daw/egm/vaw-gp-2005/docs/FINALREPORT.goodpractices.pdf 4 Ibid. þar sem lagt er til að stofnuð verði sjálfstæð stofnun innan Sameinuðu þjóðanna með víðtækt umboð tileinkað öllu sviði réttinda og málefna kvenna. Þessar hugmyndir eiga rætur að rekja til Beijing aðgerðaáætlunarinnar, vinnuáætlunarinnar frá Kaíró og sáttmálans um afnám allrar mismununar gagnvart konum, og tryggja það að mannréttindasjónarmið séu samþætt til fulls í öllu starfi Sameinuðu þjóðanna. Til að tryggja konum rödd á hæstu stigum ákvarðanatöku innan Sameinuðu þjóðanna þyrfti slíkri stofnun að vera stýrt af framkvæmdastjóra sem hefði stöðu aðstoðar- framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna. Til þess að geta sinnt umboði sínu með áhrifaríkum hætti þarf stofnunin að hafa næg áhrif gagnvart þjóðríkjum jafnframt því sem hún þarf á að halda sjálfstæðum sérfræðingum í málefnum kvenréttinda sem ættu sæti í stjórn.

women_1315. Vinna við að uppræta þennan ofbeldisfaraldur gagnvart konum og stúlkum verður að halda áfram og eflast á öllum sviðum mannlegs samfélags – allt frá einstaklingum til alþjóðamfélagsins. Þó mega aðgerðirnar ekki einskorðast við að bæta lög og stofnanir, því slíkar umbætur taka einungis á hinum augljósa glæp en megna ekki að koma á hinni djúpstæðu breytingu sem þarf til að skapa menningu þar sem réttlæti og jafnrétti ríkja yfir hvatvísi gerræðislegs valds og líkamlegs afls. Innri og ytri víddir mannlegs lífs eru vissulega gagnverkandi – ekki er hægt að breyta öðru án þess að breyta hinu. Það er þessi innri, siðferðilega vídd sem nú þarfnast umbreytingar og myndar þegar allt kemur til alls traustasta grunninn að gildum og hegðun sem efla konur og stúlkur og veldur þannig framförum alls mannkyns.

Lagabætur einar nægja ekki: Hlutverk menningar og hæfni við að uppræta ofbeldi gagnvart konum og stúlkum Yfirlýsing Alþjóðlega bahá’í samfélagsins júlí 2006 Skrifstofa Alþjóðlega bahá’í samfélagsins hjá Sameinuðu þjóðunum 866 United Nations Plaza Suite 120 New York, NY 10017 oaw-nyc@bic.org (212) 803-2500 BIC skjal nr. 06-0702


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband