Aðeins um Ástina

astineinÁst er tímabundið brjálæði. Hún skellur á eins og jarðskjálfti og hjaðnar síðan. Og þegar hún hjaðnar, þarf að taka ákvörðun.

Það þarf að ákveða hvort ræturnar séu svo samtvinnaðar að það sé óhugsandi að þær skiljist nokkru sinni að. Því það er ást.

Ástin er ekki að missa andann, ekki geðshræringin, ekki loforðin um endalausan losta. Slíkt er aðeins vera ástfanginn sem við öll getum sannfært okkur sjálf um að við séum.

Ástin sjálf, að elska, er það sem verður eftir að ástarbríminn hefur dvínað en slíkt er bæði list og heppileg slysni.

Móðir þín og ég áttum slíka ást, við áttum rætur sem gréru undir yfirborðinu í átt að hvor annarri  og þegar að öll fögru blómin voru fallin af greinum okkar komumst við að því að því að stofninn var einn en ekki tveir.

Úr: Captain Corelli's Mandólín í þýðingu SGÞ.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gulli litli

Ást er fallegasta tegund af eigingirni...

Gulli litli, 8.10.2008 kl. 10:07

2 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Tek undir með Gulla. Held að sterkasta ástin sé sú sem maður ber til barnanna sinna.

Rut Sumarliðadóttir, 8.10.2008 kl. 11:13

3 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Fallegt....

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 8.10.2008 kl. 11:45

4 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Ást móður og barns er falleg og trygg en allt öðruvísi ást en milli manns og konu. Ég held að greinin lýsi vel ástarferlinu frá upphafi að enda.

Rúna Guðfinnsdóttir, 8.10.2008 kl. 15:49

5 Smámynd: Óskar Þorkelsson

já er það.. ég ætti að benda mömmu á þetta.. eitthvað hefur klikkað hjá henni blessaðri ;)

Óskar Þorkelsson, 8.10.2008 kl. 16:22

6 Smámynd: Lilja Kjerúlf

Ég þurfti svo á þessu að halda takk Svanur, mjög fallegt

Lilja Kjerúlf, 9.10.2008 kl. 00:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband