Færsluflokkur: Tónlist
6.6.2009 | 14:45
Hafdís Huld í heimsókn
Það kemur fyrir að maður rekst á Íslendinga á förnum vegi hér í Bath, en það gerist ekki oft. Síðast voru það meðlimir hljómsveitarinnar Trabant sem voru á leiðinni að spila á Glastonbury hátíðinni fyrir tveimur árum að mig minnir.
Nú sé ég að Hafdís Huld Þrastardóttir, söngkona ætlar að halda hér í borg litla tónleika n.k. fimmtudag. Litla, segi ég af því að staðurinn , The Porter, þar sem hún hyggist halda tónleikana er fremur lítill. Hann er samt mjög vinsæll og vonandi fær Hafdís Huld þar góðar móttökur.
Ég ætla alla vega að skella mér þótt ég þekki tónlist hennar lítið sem ekkert frá því hún hætti í GUS GUS. Þarna verður þá bót á því ráðin.
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.6.2009 | 00:22
Sex skot af Tequila....í morgunmat
Undanfarna mánuði hefur Amy Winehouse dvalið á eynni St. Lucia í Karíbahafi. Amy er söngkonan hæfileikaríka sem allir fremstu jass og funk tónlistamenn okkar tíma hafa reynt að fá til liðs við sig, án árangurs hingað til.
Hugmyndin með að senda hana til þessarar flottræfla sérlendu og leigja þar undir hana tvær villur, var að gera, að margra mati, lokatilraun til að forða henni frá því að deyja langt um aldur fram.
Amy hefur oft verið nálægt því að enda líf sitt. Hún er eituræta fram í fingurgóma, forfallinn fíkill á heróín, krakk og kók. Að auki er hún haldin sjálfsmeiðingarhvöt. Líkami hennar er öróttur eftir fjölda skurða og sígarettubruna sem hún hefur veitt sjálfri sér.
Á St. Luciu hefur átta manna starfslið reynt að koma í veg fyrir að hún næði í eiturlyf að áfengi undaskildu. Amy kann alveg að meta bús, það er ekki óalgengt að hún hefji daginn með nokkrum skotum að Tequila. Mitch faðir hennar flaug til baka til Bretlands fyrir nokkrum dögum og sagði að "Amy þarf að bjarga sér sjálf". Talsmenn útgáfufyrirtækisins sem borgar brúsann fyrir Amy eru alveg búnir að missa vonina um að Amy geri nokkru sinni aðra plötu. Í örðu húsinu sem hún hefur til umráða var innréttað hljóðupptökustúdíó fyrir hálfa milljón punda. Amy hefur varla komið þar inn fyrir dyr. Þeim stundum sem hún er nokkurn veginn edrú, eyðir hún í félagi við sex ára innfædda stelpu sem heitir Aaliyah.
Skilnaður þeirra Amy og Blakes er í farvatninu. Hann á von á barni með núverandi sambýliskonu sinni. Amy saknar hans sárt og kvartar yfir að minningarnar sæki á hana. Blake og Amy eyddu hveitibrauðsdögunum einmitt á St. Lucia.
Sögurnar um drykkjuskap hennar "í meðferðinni" eru yfirgengilegar. Innfæddir eru orðnir vanir að sjá "Crazy Amy" skríðandi á fjórum fótum og spúandi yfir fætur annarra gesta sem gera sitt besta til að forðast allt samneyti við hana.
En hvað gengur Amy til með þessu framferði. Allir sem þekkja hana vita að hún er bráðskörp og afar hæfileikarík kona sem var á góðri leið með að leggja heiminn að fótum sér. Faðir hennar hefur aðeins eina skýringu. "Sem barn þóttist hún oft vera að kafna eða þóttist villast og tínast í miðri London. Það sem hún var að sækjast eftir var að fólk hefði áhyggjur af henni."
Nánari umfjöllun um Amy er að finna hér.
Tónlist | Breytt s.d. kl. 12:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
1.6.2009 | 09:34
Tískugúrúinn Bruno með rassinn í andlitið á MNM
Sjón er sögu ríkari, Hér er myndbandið af atvikinu.
http://www.dailymotion.com/video/x9gc1z_brunoeminem
Tónlist | Breytt s.d. kl. 12:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
1.6.2009 | 01:35
Susan Boyle lögð inn á geðdeild
Aðeins einum degi eftir að hafa náð öðru sæti í stærstu hæfileikakeppni Bretlands, er söngkonan Susan Boyle í vandræðum. Miskunnarlaus pressan sem m.a. hefur uppnefnt hana "loðna engilinn" veittist að henni á rætinn hátt strax daginn eftir og sagði að hún hefði "tapað" keppninni þrátt fyrir að hafa fengið lengri tíma á sviðinu en aðrir keppendur. Þá hefur mikið verið gert úr þeim peningum sem Susan á hugsanlega í vændum vegna frægðar sinnar, þótt ekki hafi enn verið skrifað undir einn einasta samning þar að lútandi. Nú hefur Susan fengið alvarlegt taugaáfall og verið lögð inn sjálfviljug á geðdeild í Lundúnum. Scotland Yard skýrði frá því að lögreglan hefði verið kölluð að hóteli hennar í gærkveldi og að læknir hefði úrskurðað hana til vistar á stofnuninni í samræmi við geðheilsulögin. Pistill um Susan skrifaður fyrir keppnina á laugardagskvöld hér.
Millvina Dean Látin
Hún var aðeins níu vikna gömul og á leið yfir Atlantshafið með foreldrum sínum um borð í Titanic þegar það sökk. Í gær fór hún yfir móðuna miklu síðust allra farþega hins fræga fleys, búin að lifa rúm 97 ár. Fyrir nokkru skrifaði ég fáeinar línur um Millvinu hér á blogginu. Við það er í sjálfu sér engu að bæta. Þann pistil er að finna hér
Tónlist | Breytt s.d. kl. 02:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.5.2009 | 21:32
Susan Boyle, undur eða viðundur?
Hreyfingar hennar á sviðinu þegar hún hristi á sér mjaðmirnar minntu á litla stúlku sem er að reyna að herma eftir sexý hreyfingum fullorðinna kvenna og að hún tönglaðist á setningunni "I know nothing" eins og þjónninn Manúel í Fawlty Towers.
Annað kvöld (laugardagskv.30.mai) ráðast úrslitin þetta árið í stærstu og vinsælustu hæfileikakeppni Bretlands "Britain Got Talent".( hér eftir BGT)
Keppnin er "raunveruleikaþáttur " sýndur í beinni þar sem allt getur gerst og framleiðendur gera sitt besta til að vekja hlátur og grát. Keppnin er hugarfóstur Símonar Cowell, mannsins sem allir elska að hata og meðdæmendur hans eru þau Piers Morgan og Amanda Holden. Áhorf á þennan umdeilda þátt hefur verið með eindæmum, sérstaklega á undaúrslitin sem staðið hafa yfir öll kvöld þessa viku og búist er við að allt að 14 milljónir muni fylgjast með lokakvöldinu.
BGT hefur verið talvert gagnrýnd þetta árið fyrir að vera miklu nær nútíma útgáfu af viðundrasýningu eins og þær tíðkuðust á tímum Viktoríu Bretadrottningar, en raunsannri leit að hæfileikaríku fólki. Feitir dansandi feðgar, maður sem boraði í gegnum nefnið á sér og hengdi þunga hluti í andlitið á sér, burlesque dansari með sjálflýsandi brjóst og Darth Vader eftirherma komust öll í undanúrslit.
Ein af þeim sem komin er úrslitin er hin miðaldra skoska jómfrú Susan Boyle. Frammistaða hennar fyrsta hluta keppninnar gerði hana heimsfræga á eini nóttu. í kjölfarið haf stjörnur og stórmenni keppst um að baða sig í ljósinu með henni. Ein af þeim er hin ofur-sílikon gellan og leikkona Demi Moore sem sagt er að sé á leiðinni til að styðja við bakið á Susan í kvöld. Hvort Demi er besti stuðningsaðilinn sem Susan getur fengið verður að telja í besta falli vafasamt. Konan hefur eytt meira en 250 þúsund pundum í lýtaaðgerðir. Súsan hefur reyndar litað sitt gráa hár og plokkað augnabrúnirnar en afskipti Demi af henni virka einhvern veginn hjákátlegar.
Frægðin hefur tekið sinn toll af Susan sem ekki var á neinn hátt tilbúin til að söðla yfir í að vera ofurstjarna með tugi blaðamanna á hælunum frá því að vera einsetukona sem átt hefur við ákveðna andlega fötlun að stríða frá fæðingu. En auðvitað dettur engum í hug að taka neitt tillit til þess. Hreyfingar hennar á sviðinu þegar hún hristi á sér mjaðmirnar minntu á litla stúlku sem er að reyna að herma eftir sexý hreyfingum fullorðinna kvenna og að hún tönglaðist á setningunni "I know nothing" eins og þjónninn Manúel í Fawlty Towers. Þetta virtist ekki hringja neinum viðvörunarbjöllum hjá framleiðendunum. Og ef það er satt að framleiðendur þáttanna hafi haft samband við hana frekar en hún við þá, hafa þeir mikið á samviskunni fyrir að skilja hana eftir svona berskjaldaða. Í stað þess að vernda hana og veita henni þann stuðning sem hún fyrirsjáanlega þurfti á að halda, sýna þeir mestan áhuga á að hámarka alla umfjöllun um Susan til að auglýsa þættina.
Í vikunni lenti Susan í smá útistöðum við fólkið á hótelinu þar sem hún gistir á meðan þættirnir eru sendir út. Löggan var kölluð til. Fólk sagði að hún hefði hrópað á sjónvarpsskerm eitthvað ófagurt þegar að Piers Morgan (sem hún segist vera svolítið skotin í ) bar lof á einn mótkeppenda hennar. Hún var greinilega ekki í góðu jafnvægi og ætlaði í kjölfarið að yfirgefa hótelið og keppnina með tárin í augunum. Piers kom í alla sjónvarpsfréttaþætti í gærkveldi og bað henni griða, vitandi að hann var hluti af vandmálinu frekar en nokkuð annað. Hann sagði að fréttamenn og almenningur hefði verið Susan óvægin eftir að henni förlaðist söngurinn í undanúrslitunum. Það er rétt.
Það er eftir nokkru að slæðast að vinna keppnina. Fyrstu verðlaun eru 100.000 pund og boð um að koma fram á sýningu fyrir drottninguna. En hver sem úrslitin verða annað kvöld er full ástæða til að hafa áhyggjur af Susan. Um hana sitja hrægammarnir, fréttahaukarnir og þeir sem vilja, á meðan hægt er, baða sig í sviðsljósinu með henni. Ekki að það þurfi að hafa áhyggjur af því sem Susan kann að gera, heldur af því hvað aðrir kunna að gera henni.
Tónlist | Breytt s.d. kl. 23:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
28.5.2009 | 09:34
Waltzing Matilda
Eins og gerist og gengur með dægurlög, lærir maður þau stundum og syngur, án þess að vita nokkuð um tilurð lags eða texta. Eitt slíkt lag, Waltzing Matilda, ættað frá Ástralíu eins og "Tie me Kangaroo Down Sport" sem ég bloggaði um fyrr í vikunni, er sungið víða um heim án þess að margir skilji textann sem þó á að heita að sé á ensku. En það er ekki nein furða því fæst í textanum hefur augljósa merkingu. Hann er skrifaður á sér-mállýsku ástralskra flækinga og farandvinnumanna sem flökkuðu um Ástralíu um og eftir aldamótin 1900.
Nánar til tekið er textinn saminn af skáldinu og þjóðernissinnanum Banjo Paterson árið 1887 en lagið var fyrst gefið út á nótnablöðum árið 1903. Það sama ár var byrjað að nota það til að auglýsa Billy te og upp úr því varð það landsfrægt. Peterson byggði laglínuna á lagstúf eftir eftir Christinu Macpherson, skoska konu sem sjálf taldi sig aldrei til tónskálda.
Um lagið hafa spunnist fjölmargar sögur og sagnir og þeim er öllum gert skil á Waltzing Mathilda safninu í Vinton í Queensland. Ein þeirra þykir líklegri en allar aðrar og hún er sú að taxti lagsins sé byggður á atburðum sem áttu sér stað í Queensland árið 1891. Þá fóru rúningarmenn í verkfall sem næstum því varð að borgarstyrjöld í nýlendunni. Verkfallinu lauk ekki fyrr en forsætisráðherrann Samúel Griffith sendi herinn gegn verkfallsmönnum. Í september 1894 hófu rúningsmenn á Dagworth býlinu í norður Winton enn á ný verkfall. Aðgerðirnar fóru úr böndunum og hleypt var af byssum upp í loftið og kveikt var í reyfakofa sem tilheyrði býlinu auk þess sem nokkrar ær voru drepnar.
Eigandi býlisins ásamt þremur lögreglumönnum elti uppi mann sem hét Samúel Hoffmeister sem æi stað þess að láta ná sér lifandi fyrirfór sér með byssuskoti við Combo vatnsbólið.
Í textanum segir frá farandverkamanni sem lagar sér te við varðeld eftir að hafa satt hungur sitt á stolnum sauð. (Minnir á lagið um íslenska útlagann upp undir Eiríksjökli) Þegar að eigandi sauðsins kemur á vettvang ásamt þremur lögreglumönnum til að handtaka þjófinn (refsingin við sauðaþjófnaði var henging) hleypur hann út í tjörn og drukknar. Eftir það gengur hann aftur á staðnum.
Þótt lagið sé oft notað eins og þjóðsöngur Ástralíu, hefur það aldrei hlotið formlega viðurkenningu sem slíkt. Hér á eftir fer algengasta útgáfa textans en hann er til í nokkrum útgáfum. Þetta er sú útgáfa sem varð frægust og notuð er m.a. í teauglýsingunni. Hana er líka að finna vatnsþrykkta í síðustu blaðsíðurnar á áströlskum vegabréfum.
Once a jolly swagman camped by a billabong
Under the shade of a coolibah tree,
And he sang as he watched and waited 'til his billy boiled
"You'll come a-Waltzing Matilda, with me"
Waltzing Matilda, Waltzing Matilda
"You'll come a-Waltzing Matilda, with me"
And he sang as he watched and waited 'til his billy boiled,
"You'll come a-Waltzing Matilda, with me".
Down came a jumbuck to drink at that billabong,
Up jumped the swagman and grabbed him with glee,
And he sang as he shoved that jumbuck in his tucker bag,
"You'll come a-Waltzing Matilda, with me".
Waltzing Matilda, Waltzing Matilda
"You'll come a-Waltzing Matilda, with me"
And he sang as he shoved that jumbuck in his tucker bag,
"You'll come a-Waltzing Matilda, with me".
Up rode the squatter, mounted on his thoroughbred,
Down came the troopers, one, two, three,
"Where's that jolly jumbuck you've got in your tucker bag?"
"You'll come a-Waltzing Matilda, with me".
Waltzing Matilda, Waltzing Matilda
"You'll come a-Waltzing Matilda, with me"
"Where's that jolly jumbuck you've got in your tucker bag?",
"You'll come a-Waltzing Matilda, with me".
Up jumped the swagman and sprang into the billabong,
"You'll never catch me alive", said he,
And his ghost may be heard as you pass by that billabong,
"You'll come a-Waltzing Matilda, with me".
Waltzing Matilda, Waltzing Matilda
"You'll come a-Waltzing Matilda, with me"
And his ghost may be heard as you pass by that billabong,
"You'll come a-Waltzing Matilda, with me."
"Oh, You'll come a-Waltzing Matilda, with me."
- Swagman er maður sem ferðast um landið og leitar sér að vinnu. "Swag" eru pjönkur hans, venjulega viðlegubúnaður hans samanrúllaður utanum aðrar eigur hans.
Waltzing er að flakka (að valsa um). Kemur af þýska orðatitækinu auf der Walz notað yfir iðnaðarmenn sem ferðuðust um í þrjú ár og dag til að vinna og kynna sér nýungar í fagi sínu. Þetta er siður sem enn í dag tíðkast meðal smiða.
Matilda er rómantískt nafn yfir pjönkur flakkara. Þýskir innflytjendur kölluð ákveðna tegund af yfirhöfn Mathildi vegna þess að hún hélt á þeim hita um nætur rétt eins og kona mundi gera.
Billabong er tjörn sem mynduð er við árbugðu og notuð er til að brynna dýrum og mönnum.
Coolibahtré er tegund af tröllatré (eucalyptus) tré sem grær nálægt billabongum.
Jumbuck er villisauður sem erfitt er að náí til að rýja eða nýta á annan hátt. Nafnið gefur til kynna að að sauðurinn hafi gengið villtur og órúinn og þess vegna hvers manns að slátra.
Billy er dós eða dolla sem vatn er soðið í. Tekur venjulega um 1. lítir.
Tucker bag er malur. (tucker = fæða)
Troopers er lögreglumenn
Squatter er land eða hústökufólk. Ástralskir landtökumenn voru bændur sem ólu hjarðir sínar á landi sem ekki tilheyrði þeim löglega. Í mörgum tilfellum fengu þeir lagalegan rétt til að nota landið þótt þeir eignuðust það aldrei.
Tónlist | Breytt s.d. kl. 09:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.5.2009 | 21:28
Tjóðraðu kengúruna mína félagi
Upp úr 1960 fór að heyrast æ oftar í ríkisútvarpinu lag ástralska tónlistar og fjöllistamannsins Rolf Harris, Tie Me Kangaroo Down, Sport.
Ég man að ég átti það til að söngla lagið daginn út og inn án þess að geta nokkurn tíman farið með textann rétt hvað þá að ég skildi hann. En lagið var fjörugt og skemmtilegt og svo var ég nokkuð viss um að það fjallaði um einhvern sem væri að "taka dansspor við kengúru."
Lagið er samið og hljóðritað í Ástralíu árið 1957 og varð afar vinsælt um allan heim upp úr 1960. Harris bauð á sínum tíma söngvurunum fjórum sem syngja lagið með honum 10% af stefgjöldunum sem hann kæmi til með að fá fyrir lagið en þeir afþökkuðu og þáðu frekar að skipta þeim 28 pundum á milli sín sem Rolf bauð þeim í staðinn.
Árið 1963 komst lagið í þriðja sæti bandaríska Billboard hot 100 listans og hefur síðan öðlast sess sem lang-vinsælasta og þekktasta lag sem komið hefur frá Ástralíu.
Hljóðið sem gerir lagið svo sérstakt er framleitt af Rolf með því að sveigja fram og til baka meter langa masónít-plötu.
Texti lagsins segir frá smala eða vinnumanni sem er að ganga frá sínum málum við félaga sína áður en hann gefur upp öndina og við sögu koma ýmsar kunnar ástralskar dýrategundir. Þ.á.m. wallabie, (lítil kengúra) kengúra, kakadú-páfagaukur, kalabjörn og flatnefja. Auk þess er minnst á ástralska frumbyggjahljóðfærið didgeridú og sútað skinn. Í myndbandinu sem hér fer á eftir heyrum við Ralph syngja lagið og með fylgja myndir af því sem sungið er um.
Í upphafi voru vers textans fjögur en fjórða versið þótti, þegar fram liðu tímar, vera of í anda kynþáttafordóma og var því stíft aftan af laginu. Það fjallaði um Ástralíufrumbyggjana (Abos) og var svona;
Let me Abos go loose, Lou
Let me Abos go loose
They're of no further use, Lou
So let me Abos go loose.
Þarna er komið inn á þá staðreynd að frumbyggjar voru lengi vel eins og þrælar hvítu herraþjóðarinnar í Ástralíu. Í textanum segir smalinn að það megi því sleppa þeim eftir að hann er allur því þá hefði hann ekki lengur þörf fyrir þá. Þetta minnir dálítið á viðhorf George Washington sem lét í erfðaskrá sinni frelsa þræla sína eftir dauða sinn þótt hann fengist ekki til þess á meðan hann lifði.
Ralf Harris sem er ann að sem vinsæll skemmtikratur hefur margsinnis beðist afsökunar á að hafa sungið erindið í upphaflegri útgáfu lagsins og á heimasíðu hans er það hvergi að finna.
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
25.5.2009 | 15:37
Pældíðí mar
Það er óhætt að fullyrða að rétt eins og hver kynslóð tileinkar sér ákveðin klæðaburð, kryddar hún málfar sitt með tískuorðum. Hvernig ákveðin orð eða frasar komast í tísku og falla síðan í gleymsku, finnst mér áhugaverð pæling. Sérstaklega hvernig hópar sem kenna sig við ákveðna jaðarmenningu taka upp orð, oft gömul, og gefa þeim nýja merkingu. Sum þessara orða lifa reyndar áfram í málinu eins og t.d. sögnin að "pæla" sem komst í tísku upp úr 1960 en var sjaldan notað fram að því nema að hún tengdist jarðrækt eða mælingu á vatnshæð eða olíuhæð í tönkum. Upp úr 1960 voru allt í einu allir farnir "að pæla í gegnum" eitthvað eða bara "að pæla í" einhverju, í merkingunni að hugsa um eða áforma.
Þegar ég var unglingur notuðust hipparnir mikið við ensku orðin "groovy" og "heavy." Þau orð heyrast lítið í dag en í staðinn eru komin orðin "cool" og "awesome". Mestu töffararnir notuðu "groovy baby" og "heavy man".
Groovy var notað yfir eitthvað sem var mjög gott. Fyrst var það aðallega brúkað um tónlist enda ættað úr þeim bransa. Í kring um 1930 töluðu djass og swing aðdáendur um að vera "in the groove" og áttu þá við að allt væri komið af stað rétt eins og nálin væri komin í skorurnar (grooves) á hljómplötunni.
Lagið "Feeling groovy" með Art Garfunkel og Paul Simon var vinsælt hippalag og Dave Cash sem starfaði sem plötuþeytir hjá BBC 1 gerði frasann "Groovy baby" að slagorðum þátta sinna. Brátt varð allt sem hönd á fest "groovy" og tónlistarmenn á þeim tíma töluðu um "ákveðið groove" um sérstakan áslátt eða tilfinningu við hljóðfæraleik.
Samt er ekki svo að skilja að íslenskir hippar hafi látið sitt eftir liggja þegar kom að hinni sérstöku íslensku málhreinsunarstefnu. Orðið "joint" varð að jónu og "stoned" að skakkur. Þannig sátu þrælskakkir unglingar og réttu á milli sín jónuna á mean allt var svo Groovy.
Orðið "heavy" var notað um allt sem þótti sérstaklega alvarlegt, mikilvægt eða krefjandi. "Heavy" kom líka úr tónlistarbransanum og var eiginlega andstæða þess sem var "groovy" í djassinum upp úr 1930. Hipparnir tóku orðið upp á arma sína og þegar að hljómsveitin Steppenwolfe notaði setninguna "Heavy metal thunder" í laginu Born to be wild árið 1968, fluttist notkun þess yfir á ákveðna tegund rokks, það sem íslendingar kalla þungarokk. Á Enskunni heitir það vitanlega "Heavy metal". Þungur málmur (heavy metal) hafði fram að þeim tíma aðeins átt við þungamálminn úraníum.
Tónlist | Breytt s.d. kl. 16:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
23.5.2009 | 22:08
Margraddaður söngur Svansa
Hæstu mannabyggðir í Evrópu er að finna í norð-vestur Georgíu, nánar til tekið á hálendissvæði sem kallað er Svanatía. Fjóra af hæstu tindum Kákasusfjalla er að finna í héraðinu sem byggt er af fornum ættbálki sem kennir sig við hálendið og nefnist Svansar.
Tungumál þeirra kallast svaníska og er hluti Kartvelískri málísku þeirri er Mingreliar og Lazar (einnig minnihlutahópar í Georgíu) mæla á. Þrátt fyrir að talið sé að Svansar séu rúmlega 30.000, hefur tunga þeirra farið halloka fyrir georgísku og nú er áætlað að almennt tali svanísku aðeins 2500 manns.
Svansar eiga sér glæsta sögu og fyrst er a þá minnst af gríska sagnfræðingnum Strabo. Gullöld þeirra var þegar hin sögufræga drottning Tamar réði Geogíu (1184 - 1213) en þá studdu Svansar hana dyggilega og fylltu raðir riddara hennar. Þeir færðu henni marga frækna sigra enda orðlagðir fyrir að vera öflugir stríðsmenn. Þegar að Mongólar lögðu að mestu undir sig Georgíu nokkrum árum eftir dauða Tamar, náðu þeir aldrei að sigra Svanatíu. Héraðið varð að griðastað fyrir alla þá sem ekki vildu lúta yfirráðum þeirra.
Þrátt fyrir harða andspyrnu náðu Rússar að innlima Svanatíu í ríki sitt árið 1876.
Seinna þegar rússneska byltingin var gerð reyndu Svansar enn að brjótast undan yfirráðum þeirra með blóðugri andbyltingu árið 1921, en hún var kveðin niður.
Eftir að Sovétríkin liðuðust sundur hafa Svansar tilheyrt Georgíu en tilvisst þeirra er ógnað sökum tíðra snjóflóða og aurskriða. Á allra síðustu árum hefur fjöldi Svansa flutt af hálendinu og niður í borgir Georgíu.
Svansar tilheyra Georgísku réttarúnarkirkjunni og tókst að viðhalda menningu sinni óbreyttri í gegnum aldirnar.
Þeir voru og eru enn hallir undir blóðhefnd, jafn vel þótt lög landsins banni hana. Þeir halda sig við smáar fjölskyldur þar sem faðirinn ræður lögum og lofum, en hafa jafnframt í heiðri eldri konur hennar. Sagt er að sú hefð eigi rætur sínar að rekja til Tamöru drottningar sem Svansar tóku nánast í guðatölu.
Framar öllu öðru hefur tungumál og menning Svansa verið varðveitt í söng þeirra og kveðskap. Hinn fjölraddaði Georgíski karlasöngur, gerist ekki flóknari en sá sem úr börkum Svansa kemur. Hér að neðan er hægt að hlusta á sýnishorn af svansneskum söng og í leiðinni hægt að skyggnast um í Svanatíu.
Tónlist | Breytt 24.5.2009 kl. 15:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
22.5.2009 | 01:02
Bob Dylan "The words are a stolen"
Þegar að Bob Dylan var 16 ára (1957) sendi hann ljóð sem hann sagði vera eftir sjálfan sig til birtingar í blaði sem gefið var út af sumarbúðum fyrir drengi. ( Herzl Camp in Webster,Wis)
Ljóðið heitir "Little Buddy og hefur oft verið tekið sem dæmi um snilli Dylans sem skálds, jafnvel á unga aldri. Frumritið af ljóðinu á að selja í næstu viku á uppboði og er vonast til að fyrir það fáist allt að 10.000 dollarar en það eru Herzl sumarbúðirnar sem eiga frumritið.
Nú hefur komið í ljós að "ljóðið" er að mestu leiti sönglagatexti eftir kanadíska sveitalagasöngvarann Hank Snow sem hann gaf út á plötu 11 árum áður en Dylan sendi inn "ljóðið sitt" til Lisu Heilicher sem þá var 16 ára og ritstjóri búðablaðsins. (Lisa varðveitti frumritið í 50 ár og lét það búðunum eftir nýlega til að afla því fé.)
Hér getur að líta "ljóð Dylans" og svo texta Hanks (d.1999) til samanburðar .
"Little Buddy
eftir Dylan
Broken hearted and so sad
Big blue eyes all covered with tears
Was a picture of sorrow to see
Kneeling close to the side
Of his pal and only pride
A little lad, these words he told me
He was such a lovely doggy
And to me he was such fun
But today as we played by the way
A drunken man got mad at him
Because he barked in joy
He beat him and hes dying here today
Will you call the doctor please
And tell him if he comes right now
Hell save my precious doggy here he lay
Then he left the fluffy head
But his little dog was dead
Just a shiver and he slowly passed away
He didnt know his dog had died
So I told him as he cried
Come with me son well get that doctor right away
But when I returned
He had his little pal upon his knee
And the teardrops, they were blinding his big blue eyes
Your too late sir my doggys dead
And no one can save him now
But Ill meet my precious buddy up in the sky
By a tiny narrow grave
Where the willows sadly wave
Are the words so clear youre sure to find
Little Buddy Rest In Peace
God Will Watch You Thru The Years
Cause I Told You In My Dreams That You
Were Mine
Little Buddy
eftir Hank Snow
Broken hearted and so sad, golden curls all wet with tears,
'twas a picture of sorrow to see.
Kneeling close to the side of his pal and only pride,
A little lad these words he told me.
He was such a lovely doggie and to me he was such fun,
but today as we played by the way
A drunken man got mad at him because he barked in joy,
He beat him and he's dying here today.
Will you call the doctor please and tell him if he comes right now,
he'll save my precious doggie 'cause I'll pray.
Then he stroked the fluffy head but his little pal was dead,
Just a shiver and he slowly passed away.
He didn't know his dog had died, so I told him as he cried
"Come with me son we'll get that doctor right away"
"But I can't leave him here alone, I must get my doggie home
So while you're gone I'll kneel beside him, sir and I'll pray."
But when I returned he had his little pal upon his knee
And the teardrops they were blinding his big blue eyes,
"You're too late, sir my doggie's dead and no help can save him now
But I'll meet my precious Buddy up in the sky."
By a tiny narrow grave, where the willows sadly wave,
are these words on a shingle of pine:
"Little Buddy rest in peace, God will watch you thru' the years,
'Cause I told Him in my prayers that you were mine."
Tónlist | Breytt s.d. kl. 12:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)