Færsluflokkur: Tónlist

Þóra Janette Scott

Rocky_HorrorUpphafslagið í söngleiknum The Rocky Horror Show heitir Science Fiction/Double Feature og er óður til B kvikmyndanna um skrímsli og óvættir ýmsar sem voru afar vinsælar á árunum 1950-1970. Í texta lagsins er að finna ýmsar skýrskotannir til löngu gleymdra kvikmynda þar á meðal The Day of the Triffids.

Kvikmyndin fjallar um stórhættulega plöntu sem lítur úr svipað og spergill og eru kölluð Triffid. Plantan getur slitið sig upp og gengið um,  stungið bráð sína með eitruðum göddum og tjáð öðrum Triffidum hugsannir sínar.

Í texta Science Fiction/Double Feature segir m.a:

"And I got really hot
When I saw Janette Scott
Fight a triffid that spits poison and kills."

triffidsusdvd1Nýlega sá ég gamla kvikmynd sem heitir School for Scoundrels or How to Win Without Actually Cheating!  (1960) Leikkonan sem fór með eitt aðalhlutverkið myndinni vakti athygli mína, fyrir það hversu óhefðbundið útlit hennar var miðað við aðrar breskar kvikmyndaleikkonur á þessum tíma. Ef hún hefði verið amerísk, hefði málið verið auðskýrt, en hún var bresk en samt afar aðlaðandi. (Ekki að breskar konur geti ekki verið aðlaðandi, en fegurð þeirra felst meira í hvernig gallar þeirra koma saman frekar en fullkomið útlit.) Við nánari athugun var þarna komin Þóra Janette Scott, sú sama Janette og minnst er á í textanum úr Rocky Horror.

Janette var fædd 1938 og var dóttir tveggja all-vel þekktra breskra leikara Jimmy Scott og Þóru Hird. Hún hóf að leika ung að árum og skrifaði sjálfsævisögu sína aðeins 14 ára gömul. Það þóttu mikil tíðindi á þeim tíma enda þótt það þyki ekkert tiltökumál í dag að frægir unglingar og börn gefi út sjálfsævisögu sína. Margir eru meira að segja á bindi tvö þegar þeir eru rétt 14 ára.

Það er kannski ekki hægt að segja að kvikmundaferill Janette hafi verið mjög glæstur en hún lék alls í fimmtán myndum.

  • frostscott64No Highway in the Sky (1951)
  • The Good Companions (1957)
  • Happy is the Bride (1957)
  • The Devil's Disciple (1959)
  • The Lady Is a Square (1959)
  • School for Scoundrels (1960)
  • Double Bunk (1961)
  • The Day of the Triffids (1962)
  • Paranoiac (1963)
  • Siege of the Saxons (1963)
  • The Old Dark House (1963)
  • The Beauty Jungle (1964)
  • Crack in the World (1965)
  • Bikini Paradise (1967)
  • How to Lose Friends & Alienate People (2008)

Flestar að þessum kvikmyndum eru ekki mikið þekktar í dag en í sumum þeirra léku helstu stórleikarar þeirra tíma eins og í mundinni The Devils Disciples þar sem Janette lék á móti Kirk Douglas, Burt Lancaster og Laurence Olivier.

janette%20scottEins og sést á þessum lista hætti hún að leika upp úr 1967. Frá 1959-1965 var hún gift Jackie Rae, Kanadískum tónlistarmanni. Ári eftir skilnaðinn við Rae, Janette hinum kunna jass-tónlistarmanni Mel Torméog átti með honum tvö börn. Annað þeirra er söngarinn James Tormé. Janette skildi við Mel árið 1977 og giftist núverandi eiginmanni sínum William Rademaekers árið 1981.

Því miður er fátt að finna um hagi Janette eftir að hún hætti að leika. Kannski hún hefði átt að bíða með ævisöguna aðeins lengur.

Engar myndir er að finna af henni á netinu eftir að hún hætti að leika 1967, ekki einu sinni í tengslum við kvikmyndina How to Lose Friends & Alienate People sem var gerð á síðasta ári. En eins og sést af meðfylgjandi myndum hafði Jennet svo sannarlega útlitið og útgeislunina með sér.


Ronnie Wood vinnur áfangasigur í Kazakhstan

ronnie-wood_0Ég get ómögulega stillt mig um að koma hér á framfæri smá "update"  á fyrsta og eina "skúbbinu" mínu, fram að þessu, þ.e. þegar ég hitti Ronnie Wood á förnum vegi í fyrra og átti við hann orðastað.

Það er ljóst að ævintýrið á Írlandi þar sem hann dvaldist með hinni rússnesku ástmey sinni Ekaterínu hefur dregið dilk á eftir sér. Um það sagði Ronnie á sínum tíma að hann hefði verið "bad boy". Ég taldi víst að hann meinti að þetta væru eins og hver önnur rokk-strákpör hjá honum.  En nú er Ronnie skilinn og reynir hvað hann getur til að vingast við fjölskyldu kærustunnar og sérstaklega hina 75 ára gömlu Lyudmillu Ivanovu, sem er höfuð ættarinnar.

RUSSIA-Lyudmila-Ivanovna-Pensioner-190Hún býr í Kazakhstan og er enn ómyrk í máli þegar hún tjáir sig um Ronnie hinn 61. árs gamla gítarleikara sem hún kallar Ronik.

Hún sagði eitt sinn að Rollingarnir væru "bæði ljótir og ógeðslegir". Nýlega var hún spurð hvað henni fyndist um tilhugalíf þeirra Ronnie og Ekaterínu. "Ef hann vill giftast Ekaterínu, þá mun ég gleðjast fyrir þeirra hönd."  svaraði sú gamla."Ef þetta er raunveruleg ást leyfum þeim þá að vera hamingjusöm."

Lyudmilla segist samt halda að  " hjónbandið endist ekki lengi. "Hún er miklu yngri en hann þannig að hún mun fá tækifæri til að giftast aftur ef eitthvað kemur fyrir Ronik." "En svona er heimurinn í dag. Gamlir menn yfirgefa fjölskyldur sínar og finna sér ungar kærustur".

Ronnie_Woods_Russian_beauty_Ekaterina_Ivano_Picapp_44071Ronnie yfirgaf Jo Wood eftir 23 ára hjónaband til að vera með Ekatreínu.

Gamla konan heldur því jafnframt fram að ástæðan fyrir því að enginn úr fjölskyldu Ronnie, ekki einu sinni börn hans,  taka í mál að hitta Ekaterínu, sé að Jo hafi beðið þau um það. "Þetta ástand er ekki gott" bætir hún við.

 


Bretar ætla að bursta Júróvisjon keppnina!

Webber og JadeEins og fram hefur komið í fréttum, stefna Bretar á það að vinna Júróvisjón keppnina í ár og til þess að svo megi verða fengu þeir sitt þekktasta tónskáld til að semja lagið, útsetja það og velja flytjandann. 

Bretar hafa aldrei kostað meiru til en nú og fengu sjálfan Andrew Lloyd Webber til að semja lagið. Hann valdi til að flytja það, eftir hrikalega hallærislega og óspennandi útsláttarkeppni sem tók mörg laugardagskvöld, Jade nokkra Ewen.

Hún mun syngja lag Webbers "It's My Time" sem þið getið heyrt og séð hér. 

Breskir gagnrýnendur segja að lagið sé vel til þess fallið að hefja upp standardinn á Júróvisjón keppninni sem reyndar er ekki sagður hár hér í Bretlandi.

En í mínum eyrum hljómar þessi ballaða eins og enn einn söngleikjasmellurinn sem Webber er svo frægur fyrir að fjöldaframleiða.

Jade hefur ágætis rödd en hún er ekki lagviss eins og heyrðist vel síðasta laugardagskvöld þegar hún var tilkynnt sem sigurvegari og flutti aftur lagið sem hún hafði flutt áður um kvöldið.


Hallelujah

Að leiða hugann að því sem virkilega gleður mann getur verið afar gagnleg sjálfsskoðun. Ég ákvað fyrir skömmu að gera skrá yfir þá hluti sem eru flestum aðgengilegir og hafa glatt mig í gegnum tíðina. Meðal tveggja laga sem ég setti á listann var lagið Halleluhja sem samið var af kanadíska ljóðskáldinu Leonard Cohen og gefið fyrst út á plötu með honum sjálfum árið 1984. Síðan þá hafa meira en 180 listamenn get laginu skil en af þeim sem ég hef heyrt, er ég enn hrifnastur af frumútgáfunni.

LeonardCohen er sagður hafa gert áttatíu útgáfur af ljóðinu áður en hann varð sáttur við það og eitthvað mun hann síðar hafa reynt að krukka í textann því árið 1994 söng hann lagið á plötunni "Cohen live" og þar er textinn mikið breyttur.

Margt hefur verið ritað um merkingu upphaflega ljóðsins en það þykir augljóst að það er í stórum dráttum skírskotunin til ákveðinna texta úr Gamla testamentinu. Með  þessum skýrskotunum skýrir ljóðmælandi afstöðu sína til Guðs og hvernig maðurinn, hann sjálfur, nálgast Guðdóminn. Titill lagsins og viðlag er lofgjörð og ákall til Guðs. Ljóðið er bæði heimspekilegt og Guðfræðilegt, en fyrst og fremst talar það til okkar í einfaldri fegurð sem hrífur sálina, hver sem skilningur okkar er.

Fyrsta erindið hljóðar svona;

Now I've heard there was a secret chord
That David played, and it pleased the Lord
But you don't really care for music, do you?
It goes like this
The fourth, the fifth
The minor fall, the major lift
The baffled king composing Hallelujah


Hallelujah
Hallelujah
Hallelujah
Hallelujah

Í fyrri Samúelsbók 16:23 er þessa tilvitnun að finna:

Og jafnan þegar hinn illi andi frá Guði kom yfir Sál, þá tók Davíð hörpuna og lék hana hendi sinni. Þá bráði af Sál og honum batnaði, og hinn illi andi vék frá honum.

Í niðurlagi erindisins er hljómagangur lagsins og tónfræði þess rakinn en það er jafnframt árétting stöðu mannsins (minor fall)  sem fallinnar veru og guðdómsins (major lift) sem lyftir.


Annað erindið er svona;


Your faith was strong but you needed proof
You saw her bathing on the roof
Her beauty and the moonlight overthrew her
She tied you
To a kitchen chair
She broke your throne, and she cut your hair
And from your lips she drew the Hallelujah


Hallelujah, Hallelujah
Hallelujah, Hallelujah

Það er einnig greinileg skírskotun til Samúelsbókar síðari 11:2, þar sem segir frá því er Sál fellur fyrir Batsebu.

Nú vildi svo til eitt kvöld, að Davíð reis upp úr hvílu sinni og fór að ganga um gólf uppi á þaki konungshallarinnar. Sá hann þá ofan af þakinu konu vera að lauga sig. En konan var forkunnar fögur. 3 Þá sendi Davíð og spurðist fyrir um konuna, og var honum sagt: "Það er Batseba Elíamsdóttir, kona Úría Hetíta." 4 Og Davíð sendi menn og lét sækja hana. Og hún kom til hans, og hann lagðist með henni, því að hún hafði hreinsað sig af óhreinleika sínum. Síðan fór hún aftur heim til sín.

Niðurlagið beinir huga okkar að örlögum Samsons sem greinir frá í Dómarabókinni 13-16. Breyskleiki allra, jafnvel þeirra sem eru Guði þóknanlegir er megin þemað í þessu erindi. Og það er breyskleikinn og freystingain (táknmyndir hans eru Batseba og Dalíla) sem draga lofgjörðina fram á varir okkar.

Í þriðja erindinu er fjallað um annað boðorðið 

"Þú skalt ekki leggja nafn Drottins Guðs þíns við hégóma, því að Drottinn mun ekki láta þeim óhegnt, sem leggur nafn hans við hégóma.

You say I took the name in vain
I don't even know the name
But if I did, well really, what's it to you?
There's a blaze of light
In every word
It doesn't matter which you heard
The holy or the broken Hallelujah


Hallelujah, Hallelujah
Hallelujah, Hallelujah

Ljóðmælandi, sem mín skoðun er að sé Cohen sjálfur, segir að hann þekki ekki nafn Guðs og spyr hvaða máli það skipti þegar hann sjái hvert orð sem ljósaslóð,hvort sem þau eru  tilbeiðsla mannsins sjálfs eða tilbeiðsla (Hallelujah) sem manninum er lögð í munn af Guði.

Fjórða og síðasta erindið hljóðar svona;


I did my best, it wasn't much
I couldn't feel, so I tried to touch
I've told the truth, I didn't come to fool you
And even though
It all went wrong
I'll stand before the Lord of Song
With nothing on my tongue but Hallelujah


Hallelujah, Hallelujah
Hallelujah, Hallelujah
Hallelujah, Hallelujah
Hallelujah, Hallelujah
Hallelujah, Hallelujah
Hallelujah, Hallelujah
Hallelujah, Hallelujah
Hallelujah, Hallelujah
Hallelujah

Sumir hafa reynt að setja þetta erindi í munn Krists en ég er því ósammála. Þetta er Cohen sjálfur sem talar til síns Guðs og segist koma til dyranna eins og hann er klæddur og þrátt fyrir breyskleika sína hafi hann reynt að gera líf sitt að lofgjörð.

Á myndabandinu hér fyrir neðan flytur Cohen lagið í Þýska sjónvarpinu. Hann er dálítið vandræðalegur með alla þessa "engla" fyrir ofan sig, en styrkur lagsins blívur samt.

 


Bullað við börnin

bambiBíum bíum bamba. Hvað er það?  Fékk aldrei viðhlítandi skýringu á því svo við krakkarnir bjuggum til okkar eigin. Eftir að teiknimyndin um Bamba frá Disney kom út sungum við hástöfum;

Bíum bíum Bamba út, böðum hann í aur og grút.

Adam átti syni sjö...Hvaðan er sú tala fengin? Í biblíasögunum lærði maður að þeir hefðu verið þrír Kain, Abel og Set og kannski fleiri. En það er hvergi talað um sjö. Kannski kom sú viska frá sama stað og "Jólasveinar einn og átta" þegar allir vita að þeir eru þrettán???

Hún er svo mikil dúlla, var oft sagt um systur mínar.  Hvað er dúlla... nákvæmlega? Ég þekkti reyndar konu sem var kölluð Dúlla og hún var ekkert sérstaklega sæt. Alla vega fundust mér systur mínar ekki vera neitt líkar henni.

Fyrst var bara notað "hókus pókus" í öllum galdatrikkum en svo var farið að nota eitthvað miklu skuggalegra eða "fí fa fó"og það var sko alvöru. En hvaðan kemur sá seiður?

Íslensk börnHvers vegna kitlar fólk ungabörn undir hökuna og segir "gúdjí gúdjí"? Hvað er það? Og þegar þeim er lyft upp er sagt "obsasí"???? Stundum hélt maður að fullorðið fólk kynni hreint ekki að tala eins nátttröllin í þjóðsögunum. Það var nógu erfitt að skilja setningar eins og ; "Snör mín en snarpa" , en hvað í ósköpunum er; dillidó og korriró???? Það var aldrei útskýrt.

Og hvernig getur fólk orðið alveg "gaga" og hvers vegna er talað um "húllumhæ" þegar eldra fólk er að skemmta sér en "hopp og hí" hjá krökkum og hvað er eiginlega hvorutveggja?

Svo var fólk alltaf að gera eitthvað með "kurt og pí". Eru það kannski Þýskur leikari og japanskur keisari? Og hvað hefur eiginlega "lon og don" að gera með sjónvarpsgláp?

Hvernig átti að skilja setningu eins og þessa og sögð var af einhleypri frænku minni eitt sinn; "Æ þetta var óttalegt frat. Hann mætti þarna á þetta húllum hæ alveg gaga, tuðaði lon og don í mér að dansa en kvaddi svo bara með kurt og pí og fór".

Þegar talið var saman í leiki og allir voru búnir að reikna út á svipstundu hverjir mundu lenda saman ef notast var við hina einföldu úr-talningarromsu "Ugla sat á kvisti" og sú niðurstaða þótti með öllu óásættanleg, var brugðið á það ráð að nota "Úllen dúllen doff" Allir réttu fram hendurnar og síðan lamdi úrteljarinn á kreppta hnefana og fór með romsuna;

Úllen dúllen doff
kikke lane koff
koffe lane bikke bane
úllen dúllen doff

 

Hvaðan þessi ósköp komu var aldrei útskýrt og einhverjar hálfkaraðar kenningar um að hér sé á ferðinni afbökum á latneskri talnaröð finnast mér frekar langsóttar.

pianos3Ekki tók betra við þegar manni var kennt það sem kallað var "Gamli Nói" upp á Grænlensku. Ég lærði það svona en þetta er örugglega til í hundrað útgáfum.

Atti katti nóva

atti katti nóva

emisa demisa

dollaramissa dei.

Seta kola missa radó

Seta kolla missa radó

Atti kati nóva

atti katti nóva

Emisa, demisa,

dollaramissa dei.

Það trúðu allir því eins og nýju neti að þetta væri alvöru Grænlenska. Rannveig og Krummi í Stundinni okkar eiga þetta sko á samviskunni, en þau gerðu þetta vinsælt.

Upprunalegi textinn kemur frá Þýskalandi  og á að vera saga af Eskimóafjölskyldu sem fer á hvalveiðar. Hann hljómar svona ;

Atte katte nuwa, atte katte nuwa,
emi sademi sadula misa de.
Hexa kola misa woate, hexa kola misa woate.
Atte katte nuwa, atte katte nuwa,
emi sademi sadula misa de.

 

Danska útgáfan er engu minna bull og hljómar svona;

 

Ake take noa, ake take noa,
hej missa dej missa dulla missa dej.
Hexa missa dulla våhda, hexa missa dulla våhda.
Ake take noa, ake take noa,
hej missa dej missa dulla missa dej.

 

Mér þótti gaman að læra vísur, ekki hvað síst ef þær voru eftir "gaga" kalla eins og æra Tobba.

Þambara vambara þræsingssprettir
því eru hér svo margir kettir?
Agara gagara úra rænum
illt er að hafa þá marga á bænum

En hvað þýða feitletruðu orðin??? Og hvenær varð "Þræsingssprettir" að "þeysingssprettir" og "úra rænum" að "yndisgrænum" eins og margir syngja vísuna í dag og halda það hljómi eitthvað skinsamlegra.

PS: Ég gleymdi alveg; "Upp á stól stendur mín kanna"??? Ekki "Upp á hól stend ég og kanna" sem gæti hljómað nokkurn veginn rökrétt sé einhver að gá til veðurs. Nei, það sem er mikilvægt hér er að uppá stólnum stendur kannann svo litlir guttar eins og ég sem allt af voru á þeytingi gætu haft áhyggjur af því hvað mundi gerast ef hún dytti af stólnum og splundraðist í þúsund mola.


Gagnrýni óskast

Fyrir sex mánuðum heyrði ég Tom Corneill syngja og spila í fyrsta sinn. Hann var meðal sex annarra flytjenda á einskonar popp/þjóðalaga-kvöldi sem ég lét tilleiðast að sækja. Á meðal þeirra laga sem hann flutti var lagið "I go to pieces" sem hann hafði þá nýlokið við að semja og er mjög persónulegt en Tom er ungur upprennandi listamaður hér í Bath.  Eftir að hann hafði lokið spilamennskunni þetta kvöld, gaf ég mig á tal við hann og þannig hófst samvinna okkar.

Hér að neðan er myndbandið af I go to pieces sem verður formlega flutt í fyrsta sinn á Laugardag Í Chapel Art Centre hér í Bath ásamt lögunum af hljómdisk með sama nafni. Mig langar með birtingu og frumflutningi þessa lags og myndbands hér að kanna aðeins viðbrögðin hjá ykkur lesendur góðir og biðja ykkur gera mér og Tom þann greiða að vera ósparir á gagnrýni eða lof á myndbandið, lagið og flutninginn, þ.e. að segja nákvæmlega það sem ykkur finnst. Með fyrirfram þökkum.

 


Hvít Jól

Oft hafa verið gerðar kannanir á hvaða jólalag heimsbyggðinni hugnast best og oftar en ekki hefur lagið "White Christmas" (Hvít Jól) vermt efsta sætið. Það er því ekki að furða að höfundur þess Irving Berlin hafi verið upp með sér eftir að hafa lokið við samningu lagsins þar sem hann sat við sundlaugina í  Arizona Biltmore Resort and Spa í Phoenix, Arizona árið 1940.

Sagan segir að daginn eftir hafi hann komið askvaðandi inn á skrifstofu sína mjög uppveðraður og hrópað á ritarann sinn; "Gríptu pennann þinn og taktu niður þetta lag. Ég hef lokið við að semja besta lag sem ég hef nokkru sinni samið - svei mér þá, ég hef samið besta lag sem nokkru sinni hefur verið samið".

Í fyrstu útgáfunni af texta lagsins gerði Berlin grín að gervijólatrjám og íburði Los Angeles búa við jólahaldið en breytti svo textanum síðar en hann hljómar svona:

I'm dreaming of a white Christmas
Just like the ones I used to know
Where the treetops glisten and children listen
To hear sleighbells in the snow

I'm dreaming of a white Christmas
With every Christmas card I write
May your days be merry and bright
And may all your Christmases be white

May your days be merry and bright
And may all your Christmases be white

 

"Hvít Jól" var fyrst sungið af Bing Crosby árið 1942 í söngva-kvikmyndinni "Hollyday Inn."  Reyndar syngur hann dúett með leikkonunni Marjorie Reynolds en rödd Marjorie var skipt út fyrir rödd söngkonunnar Mörthu Mears.

Sú útgáfa sem vinsælust er af laginu í flutningi Bings er samt ekki úr kvikmyndinni eða sú sem hann tók upp árið 1942. Sú upptaka skemmdist af mikilli notkun og árið 1947 var Bing kvaddur Til Decca hljóðritunarinnar og látinn syngja lagið upp á nýtt með upphaflegu bakröddunum og sömu hljómsveit og áður þ.e. Trotter Orchestra and the Darby Singers.

Sjálfur var Crosby ekkert skerstaklega ánægður með útkomuna og fór háðslegum orðum um hana; "a jackdaw with a cleft palate could have sung it successfully."

Árið 1954 var lagið valið sem titillag kvikmyndarinnar "White Christmas" með Bing Crosby, Danny Kaye, Rosemary Clooney og Veru-Ellen. Þrátt fyrir að svipa mjög til fyrri myndarinnar "Holliday Inn" varð hún mun vinsælli og er í dag sýnd á flestum sjónvarpsstöðvum á Jólum.

Hljómplata Crosbys "White Christmas" er talin mest selda plata allra tíma en lagið hefur að auki verð gefið út á fjölda annarra hljómplata og gert skil af ókunnum fjölda listamanna.

 


 


Rúnar Júlíusson - Kveðja

Það þekktu allir Rúnar í Keflavík, ekki bara í sjón, heldur af viðkynnum. Hann var og verður í hugum landsmanna um einhverja ókomna tíð, holdgerfingur alls þess sem var og er Keflvískt. Hann talað Keflvísku, hafði Keflvíska útlitið, Keflvíska kúlið eins og það er kallað í dag eftir að "töffið" varð eitthvað súrt og hann hafði Keflvísku taktanna í tónlistinni. Er nokkur furða þótt hann hafi verið fúll þegar að nafninu á bæjarfélaginu var breytt í Reykjanesbær. Myndirnar tala.......og texti lagsins.


Gvendur Þribbi og Dóra Hjörs.

ZKCAGE20WUCA92LP1YCAXO3V2CCANVFTR1CAM29TLMCA15QX56CAEBFRA5CAQO29NYCAEXZNA3CANM0AQBCA3X68MXCAIH8VSOCAC1LSI8CAMBXDH1CA29O2Y3CAQ6YIDGCARHJ6W0Þegar ég var að alast upp í Keflavík (1960+) bjuggu í bænum ýmsir kynlegir kvistir. Sumir þeirra, eins og Guðmundur Snæland, kallaður Gvendur Þribbi af því hann var einn þríbura, voru alkunnar persónur í bæjarlífinu og settu á það sinn sérstaka svip. Mér var sagt að Gvendur Þribbi væri heimsfrægur munnhörpusnillingur og ég trúði því, sérstaklega eftir að ég heyrði hann eitt sinn spila í barnatíma útvarpsins. Þótt Gvendur væri yfirleitt ölvaður var hann mikið snyrtimenni og sjentilmaður. Í seinni tíð gekk yfirleitt um í einkennisbúningi og með húfu í stíl sem minnti um margt á klæðnað Stuðmanna þegar Þeir voru upp á sitt besta eða jafnvel stíl drengjanna í Oasis. Hann var ekki ólíkur þeim sem myndin er af hér að ofan, en gott væri ef einhver lumaði á mynd af snillingnum, að fá hana senda.

Hann kom nokkrum sinnum í heimsókn á heimili foreldra minna á Hringbrautinni, þáði þar kaffi og spilaði fyrir okkur krakkana á munnhörpurnar. Hann hafði venjulega nokkrar slíkar á sér. Ég gat samt aldrei áttað mig á lögunum sem hann spilaði. Ég bað hann einu sinni að spila "Hafið bláa hafið" en eftir hálftíma trillur á munnhörpuna gafst ég upp á að hlusta eftir laglínunni. Kannski var Gvendur allt of djassaður fyrir mig. Gvendur angaði ætíð sterklega af Old spice og ég var aldrei viss um hvort sú angan kæmi frá vitum hans eða bara andlitinu en sjálfsagt hefur það verið bæði.

db_The_Harmonica_Player10Gvendur gaf mér tvær munnhörpur en ég gat ekki fengið mig til að spila mikið á þær vegna þess hversu mikið þær lyktuðu af kogara og rakspíra í bland. Ég átti þær fram eftir aldri en veit ekki hvað af þeim varð.

Munnhörpur voru þróaðar í Evrópu snemma á nítjándu öld. Christian Friederich Ludwig Buschmann er oftast eignuð uppfinning þessa hljóðfæris en margar gerðir af munnhörpum virtust spretta upp bæði í Evrópu og í Bandaríkjunum á svipuðum tíma.

Á Ensku er munnharpa nefnd "Harmonica". En eins og allir vita er harmónikka allt annað hljóðfæri á Íslandi eða það sem nefnd er accordion upp á enskuna. Hvernig nikkan fékk þetta nafn munnhörpunnar hér á landi eins og í Finnlandi og á mörgum austur-Evrópu tungum, er mér ókunnugt um. Fyrstu harmónikkurnar fóru að berast til landsins upp úr 1874. Þá var notað orðið dragspil yfir fyrirbærið.

hansgretelÁ Sólvallargötu skammt vestan Tjarnargötu, stóðu á sínum tíma húsakynni sem í minningunni voru einskonar blanda af gömlum torfbæ og kofatildri. Garðurinn í kring var afgirtur og í þessum óhrjálegu húsakynnum bjó gömul einsetukona sem mér var sagt að héti Dóra Hjörs. Hún var alla vega aldrei kölluð annað í mín eyru.

Í þau fáu skipti sem ég sá Dóru, var hún klædd í sítt pils með strigasvuntu bundna framan á sig og með skuplu á höfðinu. Hvernig sem á því stóð, hafði Dóra í hugum okkar krakkanna á sér ímynd nornarinnar í ævintýrinu um Hans og Grétu. Ég man ekki eftir neinum stað í Keflavík sem fékk hjartað til að berjast í brjóstinu eins ört og þegar farið var fram hjá kotinu hennar. Það sem kynti undir þessa hræðslutilfinningu voru sögur sem oftast voru eflaust skáldaðar upp á staðnum um krakka sem lent höfðu í því að ná í bolta sem skoppað hafði inn í garðinn hennar þar sem hún ræktaði kartöflur, rabarbara og rófur. Hvað nákvæmlega gerðist var aldrei fullkomlega ljóst, en það var eitthvað hræðilegt. Venjulega var hlaupið á harðaspretti fram hjá húsinu og ekki litið til baka fyrr en þú varst komin vel fram hjá. 

Dag einn var ég á gangi annars hugar og vissi ekki fyrri til en ég var kominn alveg upp að girðingunni í kringum garð Dóru. Ég var í þann mund að taka sprettinn þegar að hún birtist skyndilega beint fyrir framan mig. Ég stóð eins og þvara, lamaður af ótta. Hún fálmaði undir svuntu sína og dró fram brúnan bréfpoka, opnaði hann og rétti hann að mér. Ef hún sagði eitthvað heyrði ég það ekki. Ég sá að í pokanum var kandís. Eins og í leiðslu tók ég einn molann og hélt svo áfram að gapa framan í gömlu konuna. Hún tróð pokanum aftur undir svuntuna og rölti svo í hægðum sínum inn í bæinn.

Það þarf ekki að taka það fram, að það trúði mér ekki nokkur maður, þegar ég reyndi að segja þessa sögu í krakkahópnum. En eftir þetta gekk ég óhræddur fram hjá húsi Dóru Hjörs og skimaði jafnvel eftir henni ef ég átti leið þar fram hjá.

 

 

 

 

 


The man in black með skilaboð til Íslendinga

Það eru margir sem spreyta sig á því að koma orðum að því sem hefur verið og er að gerast í íslensku samfélagi. Ég er löngu hættur að reyna það, enda virðist sem nánast allar upplýsingar sem fram koma vera annað hvort misvísandi eða ófullnægjandi ef ekki beinlínis rangar. Bláa höndin bendir en allar litlu gulu hænurnar segja "ekki ég" og áfram heldur sýningin.

Hér á eftir fara fjögur tólistarmyndbönd sem mér finnast koma mörgu af því til skila sem svo margir reyna að tjá um þessar mundir. Þessi fjögur lög eiga það líka sameiginlegt, að mínum mati, að vera miklu betur flutt hér heldur en frumútgáfur þeirra voru. En það er auðvitað smekkatriði.

Nú er bara að slaka á og hlusta á frábæra listamenn flytja frábærar tónsmíðar við texta sem tala til okkar betur nú en oft áður.

Fyrst kemur "The man in Black" Johnny Cash með lag Trent Reznor HURT. Reznor sagði eftir að hafa heyrt lagið í flutningi Cash; "Þetta er ekki mitt lag lengur".

 

Næsta kemur lagið REDEMPTION SONG eftir Bob Marley hér í flutningi Joe Strummer.

 

Allar nafnabreytingarnar á bönkunum og hugmyndirnar um að rétt sé að kalla landið  "Nýtt Ísland" leiddi hugann að þessu skemmtilega lagi sem upphaflega var flutt af The Four Lads en er hér sungið af They Might be Giants. Lagið er að sjálfsögðu INSTANBUL (Not Constantinople)

Að lokum sígildur ástaróður eftir Prince og hér í flutningi Sinead O´Connor. "NOTHING COMPARES TO YOU" sem ég held að sé enn og verði ávalt sú tilfinning sem sterkust er gagnvart landinu þegar allt kemur til alls.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband