Færsluflokkur: Tónlist

Samtíningur um Bítlana

483791936_3079452bc0Þreytumerki voru á borginni Liverpool eftir heimstyrjöldina síðari. Þjóðin lifði á fornri frægð, og samtíminn var ömurlegur.Framtíð pilta, sem þá ólust upp í Liverpool, virtist ekki bjartari  feðra þeirra eða afa. Árið 1956 benti fátt til þess að frá þessari hafnarborg ættu eftir að koma fjórir, ungir menn sem valda mundu slíkri tónlistarbyltingu að hún átti eftir að grípa heiminn og breyta honum.
Bítlarnir voru ljóðskáld sinnar kynslóðar og hetjur síns tíma. Eins og önnur skáld og hetjur endurspegluðu þeir tíðarandann.

Árið 1964 virtist sem þeir hefðu orðið til úr engu, svo skjótur var frami þeirra. En þeir höfðu þá þegar lagt hart að sér í átta ár og oft orðið fyrir vonbrigðum á þeim tíma. En þeir unnu samt  markvisst og lánið lék við þá. Þeir komu fram á réttum stöðum og hittu rétta aðila á úrslitastundu. En mestu skipti að þeir voru góðir. Þeir byggðu tónlist sína á gamalli hefð. Tónlist þeirra átti eftir að  breytast og varð áður en yfir lauk, vinsælli en þá hafði órað fyrir árið 1964. 

little_richardRæturnar Bítlanna lágu í frjóum jarðvegi rythmablúsins. Svartir tónlistarmenn hófu að leika þá tónlist en hvítir dreifbýlistónlistarmenn gerðu hana að nýju æði og skyndilega var fyrirbærið rokk allsráðandi. Rokkið varð að þjóðsöng bandarískra unglinga og foreldrum þeirra stóð ógn af því. Unglingarnir urðu uppreisnarmenn án málstaðar að frátalinni þessari grófu tónlist. Little Richard, Fats Domino, Everly-bræður, Eddy Cochran. Þetta voru átrúnaðargoðin. En enginn náði anda rokksins betur en 21s árs gamall vörubílstjóri frá Mississippi, Elvis Aron Presley að nafni. Samtímis gróf svipuð unglingauppreisn  um sig handan  Atlantshafsins. Í Bretlandi var þegar hafið annarskonar músíkæði. Æðið byggðist á þjóðlagatónlist og nefndist “ Skiffle “.

sciffleÞetta var afbrigði af afdalatónlist og var fyrst leikin á þvottabretti, kasú og bassa með einum streng. Lonnie Donegan gerði það vinsælt með lögum á borð við “ Jack of Dimonds”. Á svipstundu urðu allir breskir krakkar hrifnir af Skiffle. Árið 1956 var John Lennon 16 ára vandræðagemlingur. Hann gerði kyndug prakkarastrik í skólanum og fátt annað. Faðir Johns hafði drukknað þegar hann féll útbyrðis af skipi tíu árum fyrr. Þá var John komið fyrir hjá Mímí frænku. Móðir hans varð bara góð vinkona hans.

John hóf að leika í hljóðfæri tíu ára en þá fékk hann munnhörpu að gjöf  frá frænda sínum. Þegar Skiffle - æðið hófst gaf Mímí honum gítar. John stofnaði hljómsveitina The Quarrymen. Þeir léku öll lög Donegans en allt frá byrjun langaði John að leika rokkmúsik.   Paul Mc Cartney hafði aldrei hitt John Lennon. Paul var 14 ára og var í öðrum skóla. Paul var ólíkur John prúður, hlédrægur, þægilegur. Faðir Pauls, hljóðfæraleikari í hjáverkum, gaf honum gítar þegar móðir hans dó. Brátt fékk Paul líka áhuga á að leika rokk líkt og fyrirmyndirnar  Little Richard, Eddy Cochran og Buddy Holly.

quarrymenSumarið 1957 fór Paul á kirkjuhátíð í Woolton. Þar léku Grjótpálarnir fyrir dansi. Paul og John áttu sameiginlegan vin sem kynnti þá. Paul hreifst af því að John stjórnaði hljómsveit . John hreifst af því að Paul kunni að stilla gítar. Í næstu viku gerðist Paul Grjótpáll. Fyrsta árið þeirra saman hlutu þeir lítinn frama. Þeir voru enn í skóla en léku hvenær sem þeir gátu. Þeir fluttu hljóðfæri sín í strætisvögnum. Áheyrendur voru afskiptalitlir. Þeir fengur sjaldan greiðslu en þá dreymdi alla um frægð og frama.  

Vinsælir Bandarískir tónlistarmenn á borð við Bill Hailey komu til Englands og það örvaði Grjótpála til dáða. En í Bandaríkjunum átti rokkið í erfiðleikum. Elvis Presley var kvaddur í herinn, söngvarinn Chuck Berry var dæmdur til tveggja ára fangelsisvistar. Þrír frægir söngvarar, Richie Valens, “ Big Bopper” Richardson og Buddy Holly, fórust í flugslysi. Jerry Lee Lewis átti í vandræðum. Það var ekki bara að konan hans væri aðeins 14 ára og frænka hans í þokkabót heldur hafði hann einnig gleymt að skilja við fyrri konu sína.

Cliff~RichardÁrið 1959 höfðu nýjar stjörnur komið í stað hinna fyrri. Snyrtilegir og meinlausir herramenn á borð við Cliff Richard. Með þeim hugðust hljómplötuútgefendur í Bandaríkjunum reyna að hemja rokktónlistina. Breskir plötuframleiðendur fóru eins að í Lundúnum. Vinsælustu lögin voru í dúr við “ Living doll “ sem var fyrsta lagið sem Cliff Richard seldi í meira en milljón eintökum. Hann varð eftirlæti breskra poppiðnaðarins. Flestir Breta hlustuðu á Cliff og popptónlist á meðan Quarrymen reyndu sig við lög eftir Fats Domino og Ray Charles.   

En unglingar í Liverpool héldu sig við rythmablús. Íbúar hafnarborgarinnar Liverpool voru harðgerðir og vildu hlusta á kjarnmikla tónlist.  Mörg skip sigldu þaðan til Bandaríkjanna. Margir frá Liverpool réðu sig á þessi skip. Þeir komu heim með plötur sem hvergi fengust á Englandi nema í Liverpool.  Hljómsveitirnar þar stældu tónlist Gene Vincents og annarra.  Grjótpálarnir voru ein þessara hljómsveita. John og Paul léku báðir á rythmagítara. Tveir nýir menn léku með þeim. Sextán ára gítarleikari George Harrison, og vinur Johns úr listaskólanum,  Stuart Sutcliffe.

stu8Í hópi bekkjarfélaganna var George Harrison þekktur sem sonur mannsins sem ók skólabílnum. Hann var yngstur fjögurra barna og eftirlætis barnið í fjölskyldunni. Þegar á barnsaldri var hann sjálfstæður og einrænn. George eignaðist fyrsta gítarinn sinn 1956. Hann átti ekki eins hægt með að leika og Paul. En hann var þolinmóður og einarður. Móðir hans var hjá honum á hverju kvöldi meðan hann lærði lög Buddy Hollys. George elti Grjótpálana í von um að komast í hópinn. George var þremur árum yngri en John sem taldi hann alltof ungan til að fá að slást í hópinn. Loks var hann samt tekinn í hópinn; ekki aðeins vegna þess að hann lék á gítar, heldur umbar móðir hans hávaðann í hljómsveitinni þegar hún æfði í húsakynnum hennar.

Stuart Sutcliffe þótti efnilegasti nemandinn í listaskólanum. Hann var bekkjarbróðir Johns og notaði rokkið til að auka á listamannsímynd sína. Hann kunni ekkert að spila en var tekinn í hópinn þegar hann keypti gítar fyrir peninga sem hann hafði fengið fyrir að taka þátt í listasýningu. Með nýjum mönnum breyttist nafn hljómsveitarinnar. Fyrst var það Johnny and the moon dogs, næst Silverbeatles og loks árið 1960 The Beatles.

Enn fengu þeir hvergi laun fyrir leik sinn.


Bill Barry einn af skólafélögunum sem þekkti Bítlana á þessum árum segir svo frá; Þeir fengu fyrst borgað þeagar þeir spiluðu í listaskólanum. Það var árið 1958. Paul og George voru í Vísindaskóla en John og Stuart voru í Listaskóla. Þeir áttu ekki peninga fyrir hljóðfærum. Við Stuart lögðum til að nemendafélagið borgaði þeim svo þeir gætu eignast hátalarakerfi. Þeir léku á skóladansleikjum og urðu að skólahljómsveit. Utan skólans unnu þeir á Jacaranda, lítilli kaffistofu, en þar léku þeir í kjallaranum. Hver þeirra fékk víst um 15 krónur.

Allan Nokkur Willams átti þá veitingastaðinn Jacaranda. Hann vann einnig smáviðvik fyrir listamenn borgarinnar. Það  nýjasta hjá honum var að útvega skemmtistað einum Í Hamborg rokkhljómsveitir frá Liverpool. Willams stakk upp á Bítlunum þegar hann fékk ekki aðra hljómsveit. 

1960-beatles-hamburg_germanyAllan Willams segir svo frá þessu; Þarna lék ein frægasta hljómsveit Liverpool þar sem Howie Case lék á sólógítar. Hann sendi mér bréf þar sem í stóð að þetta gengi vel í Hamborg en ef ég sendi þessa ræfla Bítlana, eyðilegði ég allt. “ Sendu þá ekki í guðanna bænum” endaði bréfið. .Um þetta leyti vantaði Bítlana trommuleikara sem oftar. Þeir höfðu leikið í klúbbi sem frú Best stjórnaði en sonur hennar Pete, lék á trommur. 

Paul segir svo frá. Ég var kynntur fyrir Pete. Ég bað hann að leika. Hann gerði það ekki  vel en þolanlega. Ég sagði “ Þetta nægir. Förum nú til Hamborgar”. ” Hamborg var Las Vegas Evrópu, æsandi borg og fjörug”.Þar mátti gera allt.

Um þetta leyti var Hamborg alræmd hjá Englendingum. Vegna skemmtanahverfisins. Reeperbahn, en þar voru undarlegar kynlífssýningar, grímulaust vændi og konur sem glímdu í leðju. Tónlistin var algert aukaatriði.

Tony%20Sheridan%20signed%20receipt%202%20%20smallTony Sheridan var einn fyrstu ensku tónlistarmannanna sem fóru til Þýskalands. Hann kom áður reglulega fram í breskum sjónvarpsþáttum. Í Hamborg varð hann brátt stjarna staðarins og fastamaður á Reeperbahn.


Tony Sheridan segir svo frá þessum tímum; Við fluttum útþynnt þýskt rokk.. Sýndarmennskan var mikil í kringum þetta. Áhorfendur hvöttu til þess.

Willams útvegaði Bítlunum starf á tveimur ömurlegum stöðum, Kaiserkeller og Indra. Þar léku þeir í tvo mánuði allt að sjö stundir áhverju  kvöldi. 

Horts Eascher sá sem rak Stes club í Hamburg staðfesti frásögn Tonis; Aðbúnaðurinn var ólíkur því sem þeir áttu að venjast. Meðan þeir léku hér  bjuggu þeir í gluggalausri kytru. Þetta voru hræðilegar aðstæður. 

     
Horst Facher fyrrum hnefaleikari sem hafði verið bannað að keppa vegna þess að hann drap sjómann, varð vinur og verndari hljómsveitarmanna frá Liverpool.  Stuart sá elsti af hljómsveitinni var nýorðinn tvítugur en Bítlarnir höfðu alist upp í hafnarborg og voru því lífsreyndir. Samt urðu þeir hissa á öllu því slarki, eiturlyfjum og áfengi sem bauðst í Hamborg. Erfiðið og langur vinnutími fjarri heimkynnum efldi þá og tónlist þeirra. Hljómsveitin varð samhent og lagavalið fjölbreyttara. Þeir voru ekki lengur ræflar sem enginn kærði sig um. Þeir voru atvinnumenn. Þeir léku sjö stundir á kvöldi og því varð lagavalið að vera fjölbreytt. Menn urðu að standa sig eða gefast upp.  

Tony Sheridan segir svo frá: Þegar leikið var sjö tíma á kvöldi í tvo mánuði fengu menn mikla reynslu, lærðu að beita röddinni og þeim fór fram í gítarleiknum.Öllum sem fóru til Hamborgar, fór mikið fram. 

Paul McCartney talar einnig um þessa tíma á þessa leið: Við listþróun einkum tónlistar, verða vissir staðir eins konar uppeldisstöðvar.

Hamborg var slíkur staður. Bill Harry bjó með John og Stuart á listaskólaárunum. Á meðan þeir voru í Hamborg var hann í Liverpool og varð brátt sérfróður  um tónlistarmál borgarinnar. Brátt gaf hann út dagblað þar sem fjallað var um nýjar hljómsveitir og nýja skemmtistaði. Bítlarnir voru enn óþekktir þegar þeir komu frá Hamborg.

Bill Harry segir svo frá; Ég kynnti þá sem bestu hljómsveit Liverpool þótt þeir væru það ekki þá þvi þeir voru vinir mínir. Brian Kelly vissi hvað í þeim bjó og lét þá leika  á skemmtunum sem hann hélt og nutu þeir því mikilla  vinsælda þá.

Billy J Kramer bætir við; Þeir komu fyrst fram í Litherland, bara fjórir piltar upp á sviði. Þá voru allar hljómsveitir í búningi. Þeir voru í gallabuxum og leðurjökkum og reyktu. 

Allan Willams hefur þetta að segja um þennan atburð; Allir urðu stjarfir þegar Bítlarnir byrjuðu að stappa síðan hlupu allir æpandi að sviðinu.

cave01Eftir að Bítlarnir komu fyrst fram á Litherland sóttust eigendur lítilla skemmtistaða eftir þeim. Póstmaðurinn Bob Wooler sem var gerkunnugur öllum hljómsveitum Liverpool, hafði nýlega gerst plötusnúður á stað sem kallaður var the Cave eða Hellirinn en þar var fluttur Jass. Hann fékk hljómsveitir til að leika í hádeginu. Þar á meðal voru Bítlarnir.   Bítlarnir komu reglulega fram í Hellinum . Þeir héldu áfram að æfa og læra ný lög eins og í Hamborg.

Bob Woopler; Ég sótti plötuna “Hippy Hippy Shake “ í safnið mitt. Ég hafði ekki leikið lagið lengi en John hafði heyrt það. Hann spurði hver syngi. Honum féll lagið því það var í raddsviði hans. Þeir voru fljótir að læra lagið.
John og Paul höfðu samið minnst hundarð lög saman síðan þeir kynntust en höfðu ekkert hljóðritað, frumsamið eða eftir aðra.Þegar þeir fóru öðru sinni til Hamborgar 1960, sungu þeir inn á plötu en þá sem bakraddir hjá vini sínum Tony Sheridan.


Tony Sheridan; Þetta var klúðursleg rokkútsetning á “ My Bonnie “.Þetta var eingöngu ætlað þýska markaðnum. Ég fór að eins og Gene Vincent. Hann hafði heyrt plötu með Ray Charles. En þjóðverjar höfðu lært lagið í skólanum og ég átti að syngja lag sem þeir kynnu.


Þótt þetta væri fyrsta platan skipti meira að Stu ákvað að verða eftir í Þýskalandi og mála og vera hjá Astrid hinni þýsku unnustu sinni. Þegar Bítlarnir sneru heim lék Paul á bassann. Haustið 1961 voru Bítlarnir orðnir vinsælir bæði í Liverpool og Hamborg. Það var orðið hversdagslegt að leika í Hellinum og þýskum skemmtistöðum. Ekkert miðaði áfram. Þeir virtust hafa náð eins langt og hægt var utan háborgarinnar Lundúna. 


Bill Harry; Stórlaxarnir í Lundúnum réðu öllu og þeir vildu ekkert hafa með hljómsveitir utan af landi að gera. Bítlarnir og aðrar hljómsveitir í Liverpool töldu að þeim væri ætlað að leika fyrir fáeinar krónur og  lengra kæmust þeir ekki.


Paul Mc Cartney; En Brian Epstein taldi að gera mætti plötuupptöku. Engum okkar hafði dottið slíkt í hug. Hann hafði engin afskipti haft af poppurum fyrr. 


EpsteinBrian Epstein; Ég fór í Hellinn og heyrði Bítlana leika. Þetta var mér nýr heimur. 


Epstein var lítið gefinn fyrir rokktónlist. Hann hafði meiri áhuga á leikhúsum og léttklassískri tónlist en hann  stjórnaði plötudeildinni í húsgagnaverslun föður síns og fylgdist því með popptónlist af nauðsyn. Hefði ekki  verið spurt um “ My Bonnie” hefði Brian aldrei farið í Hellinn. 


Ég hreifst af taktfastri tónlist og kímnigáfu þeirra. Þegar ég hitti þá síðar hreifs ég af persónutöfrum þeirra.


Brian kunni ekkert með umboð fyrir hljómsveitir að fara, en hann fullvissaði Bítlana um að hann hefði sambönd og gæti gert þá fræga. Fjölskylda hans var rík og átti plötuverslanir og hann var í aðstöðu til að gera menn fræga. Áður en Brian gat gert þá fræga varð hann að gera nokkrar breytingar. Brian lét taka fínar myndir af þeim í jakkafötum. Hann fegraði ímynd þeirra.


Bill Harry; John hafði gefið mér gamlar myndir af sér með klósettsetu um hálsinn eða þar sem hann var á Reeperbahn og las í blaði á nærbuxunum einum saman. Hann bað um að fá myndirnar aftur því nú leyfði Brian  ekkert slíkt.


Þrátt fyrir viðleitni Brians var sjóndeildarhringur Bítlanna þröngur. Ekki bætti  þriðja Hamborgarferðin skapið. Stuart Sutcliffe hafði þjáðst af slæmum höfuðverk í tvö ár eða síðan fantar höfðu ráðist á hljómsveitina í Liverpool. Daginn áður en hljómsveitin  kom til Hamborgar, lést Stuart úr heilablæðingu. Bítlarnir voru miður sín vegna láts hans. Þeim leiddist að leika á sömu gömlu stöðunum og þurftu að fá góðar fréttir.


medium_beatles_george_martin_3George Martin; Dag nokkurn kom Brian Epstein til mín og kvaðst vera með hljómsveit sem ég ætti að vinna með. Brian vildi láta gera plötu eftir segulbandsupptöku. Tæknimanninum fannst upptakan góð. Brian kvaðst hafa farið til allra plötuútgefenda en enginn hefði viljað gera neitt. Þá sneri hann sér til mín því ég var talinn sérvitur og þirði að taka að mér svona furðufugla.


Það var eins líklegt að George Martin stjórnaði upptökum með rokkhljómsveit og að Brian gerðist umboðsmaður þeirra. Hann hafði góða tónlistarmenntun en vann að upptökum á sérkennilegum skopplötum. En George var vakandi fyrir nýjum hugmyndum og hreifst af upptökunni sem Brian kom með.


George Martin; Tónlistin var ekki sérlega frumleg en hljómurinn var athyglisverður. Ég fékk þá í reynsluupptöku.  Ég var með þeim nokkra stund og komst að því hvers þeir voru megnugir. Þeir áttu  afbrigði af “ Please Please me “ sem leikið var fremur hægt.   Þeir voru líka með “Love me do” og fleiri slík lög. Þeir sungu margvíslega svo ég kynntist röddunum. Ég var að leita að einhverjum  á borð við Cliff Richard, Elvis Presley eða Tommy Steele. Yrði John eða Paul aðalsöngvarinn hugsaði ég með mér? George virtist ekki hafa jafngóða rödd og þeir. Þá fékk ég hugmynd: Þeir áttu allir að syngja eins og þeir sungu. Ég hreifst ekki bara af tónlist þeirra heldu þeim sjálfum.


George Martin  ákvað upptökudag,  en áður þyrfti að gera eina breytingu. Pete Best var líklega myndarlegastur þeirra. Hann var hæggerður og skemmtilega önugur. 

petebestBill Harry; Í byrjun var Pete vinsælasti Bítillinn, einkum meðal stúlknanna. Þegar hljómsveitin lék hrópuðu þær af hrifningu yfir honum.  En hann var ekki góður trommuleikari. Góðan trommuleikara þurfti til að sameina hljómsveitina. Ég sagði við Brian að ég gæti útvegað annan trommuleikara fyrir upptökuna en Pete gæti leikið annars staðar með hljómsveitinni. Ég frétti svo síðar að þeir höfðu hugsað hið sama. 


Nýi trommuleikarinn sem fenginn var hét Richard Starkey, betur þekktur í Liverpool sem Ringo Starr. Ringo var úr fátækrahverfi í Liverpool . Í æsku þurfti hann oft að fara á sjúkrahús sökum ýmissa krankleika. Þegar Skiffle-æðið hófst komst hann yfir  trommusett og tók að leika með ýmsum hljómsveitum borgarinnar en gerðist loks fastamaður hjá helsta keppinauti Bítlanna, Rory Storme og Fellibyljunum. Hann hafði leikið með Bítlunum um stundarsakir en nú var hann fastráðinn.

smuklovemedoGeorge  Martin; Ég vildi fá eitthvað frumlegt ekki gömlu lögin sem þeir höfðu leikið. “ Love me do” var besta lagið sem þeir áttu þá. Ég þóttist vita að lagið yrði ekki mjög vinsælt.

Brian hætti ekki á neitt og sendi 10.000 eintök af plötunni í verslun sína í Liverpool.Plöturnar seldust ekki allar samt nóg til að platan komst í 17. sæti vinsældarlistans.  Frumraunin tókst allvel en Martin var ekki ánægður. Hann vildi að þeir hljóðrituðu lag eftir atvinnulagasmið “Það lag hét ´How do you do it”.


1George Martin; Þeir kváðust vilja hljóðrita eigin lög. Þá bað ég þá að koma með eins gott lag. Þeir komu með “ Please Please Me” Nú á meiri hraða. Strax og upptöku var lokið vissi ég að lagið kæmist á toppinn. Paltan kom út í Janúar 1963. Innan mánaðar seldist engin plata betur.   Ég vildi taka upp breiðskífu sem allra fyrst.  Árið 1962 var hljóðver EMI frumstætt miðað við það sem nú er. Allt fór beint inn á segulband. Við byrjuðum kl.tíu á morgnana og hættum kl.ellefu á kvöldin. Þá var ekki hægt að hljóðblanda.Við tókum “ Twist and shout.” tvisvar upp  í lokin þegar John var orðinn  rámur eftir daginn.


SheLovesYouPSHugmyndin um breiðskífu skilaði skjótt árangri. Á þessum dögum sömdu fáir flytjendur lögin sjálfir. Þess vegna var sjaldgæft að fá svo mörg frumsamin  lög á einni plötu. John og Paul voru rétt komnir á þrítugsaldur en samt prýðisgóðir lagahörfundar. Hljómsveitin var furðu fáguð.  “ She loves you”  varð líka metsöluplata. Þessi óvænta velgengni kom Bítlunum og Brian á óvart. Bítlarnir voru nú orðnir nokkuð frægir en þeir léku enn í Hellinum og komu fram á skemmtunum hjá frægum söngvurum á borð við Helen Shipiro og Tommy Roe. En aðdáendunum fjölgaði. Unglingar biðu næturlangt til að geta keypt miða að tónleikum þeirra.


Bill Harry; Ringo langaði mest að opna hárgreiðslustofu. Hann taldi sig geta grætt smáræði á tónlistinni og farið síðan út í þau viðskipti. Þá grunaði hvorki Bítlanna og Brian Epstein að Bítlaæði myndi vara í mörg ár. Þeir áttuðu sig ekki á þessu fyrr en þeir komu fram á Palladíum í Lundúnum.


Sunnudagskvöld á Palladíum var þá vinsælasti sjónvarpsþáttur á Englandi. Fimmtán milljónir Sjónvarpsáhorfenda sáu hljómsveitina í fyrsta sinn 13. Október 1963.

beatlemania-783942Daginn eftir var ekki talað um annað en Bítlana. Þeim hafði sannarlega miðað áfram. Næst komu þeir fram á Konunglega skemmtikvöldinu. 

John sagði þar brandara. Þeir sem sitja í almennum sætum klappi lófunum.  Þið hin látið bara klingja í skartgripunum.


Þeir voru komnir í hóp höfðingjanna. Fjögur ungmenni úr útnáranum Liverpool voru skyndilega á allra vörum. Menn hrifust ekki aðeins af tónlist þeirra þótt fjörleg væri og óútreiknanleg. Bítlarnir hrifu blaðamenn og síðan lesendur.


Glefsur úr blaðaviðtali við Bítlana;
Blm; Þið verðið milljónamæringar í árslok. Hvernig ætlið þið að eyða fénu?
John; Hvaða fé? Við höfum hugleitt þetta.
Paul; Líklega höldum við John áfram að semja lög eins og við höfum gert í hjáverkum. Ég vonast til að geta grætt nóg til að hafa eignast fyrirtæki.

John um hvað lengi þeir myndu endast; Það verður kannski í næstu viku eða eftir tvö - þrjú ár. Ég held við verðum í mesta lagi fjögur ár enn.
Ringo; Mig hefur alltaf langað að eignast hárgreiðslustofu, öllu heldur marga stofur. Setja strípur í hár og bjóða frúnum te. 
John;  það er ekki að vita hve lengi þetta varir. Við getum verið montnir og sagt tíu ár en með heppni varir þetta í þrjá mánuði. 


Enginn plata hafði selst jafnmikið fyrir fram og önnur breiðskífa Bítlanna. Ómótstæðileg orka og einstakur samhljómur sex nýrra laga þeirra Lennons og McCartneys og átta lög eftir aðra.  þetta var frumleg blanda. Bítlarnir settu ótrúleg met.  Litlu plöturnar höfðu gefið hundrað miljónir í tekjur. Bítlarnir voru einir  efstir á vinsældarlistanum á Bretlandi í næstum hálft ár. Willams Mann fullyrti í London Times að lagagerð Bítlanna svipað til Gustaf Mahlers. Hann taldi John og Paul “ laga höfunda ársins 1963”.

   
Bítlarnir höfðu lagt England að fótum sér. Næst voru það Bandaríkin.


pshandGeorge Martin;  Þegar “ Please Please me”. var orðið vinsælt sendum við plötuna til capital records en Emi átti það fyrirtæki og við  báðum þá að koma henni á framfæri. Þeir svöruðu : “ þetta verður aldrei vinsælt hér.”Við tókum þessu illa. Því skyldi hún ekki seljast þótt hún væri frá Englandi? Síðan sendum við næstu plötu því hún var líka góð. “ Þið kunnið ekki að gera plötu fyrir bandaríska markaðinn var svarið sem við fengum þá. Þetta er bara ekki nógu gott”. Það var fyrst eftir ár að fréttir af frægð Bítlanna bárust til Bandaríkjanna A Capital gat ekki lengur veitt viðnám þegar “ I wanna hold your hand”. kom út. Þá var sem flóðgáttirnar opnuðust.  Í desember 63 tóku plötusnúðar í Bandaríkjunum að leika “ I wanna hold your hand”. Í febrúar 64 hafði selst hálf önnur miljón platna. Bítlarnir voru orðnir vinsælasta hljómsveitin í Bandaríkjunum jafnvel áður en þeir komu þangað.


Bítlarnir voru óviðbúnir svo glæstum viðtökum. Þeir sáu mannfjöldann þegar flugvél þeirra renndi í hlað og töldu að einhver annar, kannski forsetinn, væri líka að koma. En gamla kímnigáfan kom í ljós á blaðamannafundinum.


Viðtal við Bítlana.

Blm; Sumir segja að þið getið ekki sungið.
John; Já við vitum það svaraði John En við þörfnumst peninganna.
Blm; Ætlið þið að láta klippa ykkur hér? 
Ringó; Nei við fórum til rakarans í gær. 


beatles tvBrian Epstein hafði pantað herbergi fyrir þá á Hotel PLAZA undir réttum nöfnum. Hótelstjóranum brá þegar hann komst að því að þessir kaupsýslumenn frá Bretlandi voru Bítlarnir. En það vissu þúsundir æpandi unglinga sem tók á móti þeim við hótelið. Sagan frá Bretlandi endurtók sig í Bandaríkjunum. Áhorfendur flykktust á hljómleika þeirra og veittu tilfinningum sínum útrás. Blaðamenn voru hrifnir og líkt og í Lundúnum fjórum mánuðum fyrr komu Bítlarnir fram í sjónvarpi þar sem þeir sáust á næstum hverju heimili. Fyrst í hinum fræga Sjónvarpsþætti  Ed Sullivans. Sem kynnti þá þannig; Í öllum dagblöðum eru fréttir af ungmennum frá Liverpool sem kalla sig Bítlana. Þeir komu tvisvar fram í þættinum í kvöld nú strax og í síðari hlutanum. Góðir áhorfendur, Bítlarnir!
Þeir héldu úr sjónvarpsþætti Ed Sullivans til Whasington þar sem þeir héldu fyrstu tónleika sína í Bandaríkjunum. Þeir áttu eftir að venjast því sem beið þeirra þar.


John; Við þökkum þeim sem hafa keypt  plötuna okkar og gefið okkur þannig færi á að koma hingað.


Einn áhorfenda komst þannig að orði eftir tónleikanna. Ég hef séð flestar hljómsveitir og nú Bítlana. Líf mitt er fullkomnað.  Bítlunum hafði vegnað vel í Bretlandi en hér jókst velgengnin um allan helming. Svo skjótar vinsældir höfðu aldrei sést í bandaríska tónlistariðnaðinum. 4. apríl 1964 áttu þeir fimm efstu lög á bandaríska vinsældarlistanum yfir hundrað vinsælustu smáplöturnar. 
Í Viðtali við Bítlana eftir að þeir komu heim til Bretlands voru þeir spurðir. Voru Bandaríkin eins og þið höfðuð haldið? Og þeir svöruðu: Við héldum að þarna gengi allt hægar fyrir sig og menn yrðu að venjast okkur,  en allir virtustu þekkja okkur.   

beatles_starring_in_hard_days_nightÞegar Bítlarnir komu heim til Englands hófust þeir handa við gerð fyrstu myndar sinnar, “ A Hard days night”. Í myndinni sem Richard Lester leikstýrði, léku Bítlarnir sjálfa sig og í henni voru ný lög eftir þá Lennon og MC Cartney. 
Í blaðaviðtali við John var hann spurður. Hvað um Bandaríkin?
Þau eru handan Grænlands,
svaraði hann. 
Hefur velgengnin breytt lífi ykkar?
Ég vil halda Bretlandi hreinu, svaraði John.
Ertu “ moddari eða rokkari Ringo? 
Mokkari. 


Í júní 64 fóru þeir í fyrstu hnattreisu, til Norðurlanda, Hollands, Austurlanda og Ástralíu. Hálskirtlar voru teknir úr Ringo og því missti hann af megin hluta ferðarinnar. Jimmy Nicol settist við trommurnar í stað hans. Í ágúst ferðuðust þeir 35.000 km um Norður- Ameríku. Á hálfu ári léku Bítlarnir í meira en fímmtíu borgum í fjórum heimsálfum. 

Hvar sem þeir fóru var þeim tekið frábærlega. Lökin sem þeir sváfu við á Hótelunum voru umsvifalaust tekin eftir notkun og rifin niður í ræmur og þær síðan seldar hæstbjóðenda.  
Þreytulegir andlitsdrættir á næsta plötuumslagi sýndu að bítlaæðið var ekki bara dans á rósum. Svartsýni gætti í laginu “ Baby´s Black “ og “ I´m looser” sem samið var undir áhrifum frá Dylan. Frumsömdu lögin átta voru fremur dapurleg. Einkum í samanburði við gleðina í “ Hard days night”.
En frá listrænu sjónarmiði voru Bítlarnir í framför. Enn settu John og Paul met með lögum sínum. Meira hugvit var í lögunum og útsetningar margbrotnari. Nú tók að bera á sköpunargáfu  hvers um sig.for sale

George Martin; Það var almælt að John semdi textana og Paul lögin. Svo einfalt var það ekki. Paul gat  samið góð ljóð og John góð lög. Þeir byrjuðu á að semja lögin saman en það stóð ekki lengi þeir sömdu lögin hvort í sínu lagi og léku svo fyrir hvern annan og komu svo með tillögu um breytingar. Þannig var samstarf þeirra. En heilbrigð samkeppni var á milli þeirra. Sá sem hafði samið lag söng það fyrir mig. Oftast við eigin undirleik. Ég settist en þeir stóðu fyrir framan mig og sungu. Síðan ákváðum við hvað gera skyldi, í hvaða tóntegund ætti að flytja þetta. Og hvaða hljóðfæri skyldi nota. Þeir vildu stöðugt fá nýja hljóma. Þeir voru næstum nýjungagjarnari en ég. Undir lokin var ég orðinn alveg tómur. Þeir vildu fá ný hljóð nýja tóna og hljóðfæri. “ Hvernig get ég breytt röddinni spurðu þeir.?  Stundum vissu þeir hvað þeir vildu en það var sjaldnast. Þessi tilraunastarfsemi var skemmtileg. Allt virtist auðveldara hjá þeim en öðrum sem ég hafði unnið með. Þeim var svo eðlilegt að finna réttan hraða og stíl á lögin.


helpNæsta plata áti að heita eftir kvikmynd sem þeir réðust næst í að gera og var kölluð “Átta handleggir utan um þig”. Á síðustu stundu var nafninu breytt í  Help!  Tónlistin úr Help varð til þess að þeir losnuðu úr stöðluðum Bítlalögum, sérstaklega með lagi sem nefnt var til bráðabirgða “ Eggjahræra”.


George Martin; Þegar Paul söng þetta lag fyrir mig fyrst sagði ég að ekki væri hægt að leika á trommur við það, þetta væri ekki Bítlalag. Mér fannst þurfa strengjasveit. Hann kvaðst ætla flytja það í anda Mantovanis. Ég stakk upp á strengjakvartetti. Hann féllst á það. Ég tók upp söng hans við eigin undirleik og bætti síðan við strengjakvartetti. Þannig fór þetta á plötu.


Bítlunum var um þessar mundir sýndur margvíslegur sómi heima fyrir. Drottningin sæmdi þá einni æðstu orðu landsins. Sumir þeirra sem hlotið höfðu orðuna reiddust og hótuðu að skila henni en aðdáendurnir voru í vímu sem endranær.

Rubber%20SoulÍ desember 1965 tóku  Bítlarnir upp enn eina breiðskífu. “ Rubbler soul “. Lögin voru rólegri. George kom fram með nýjan hljóm með framandlegu indversku hljóðfæri, Sítar. John var farinn að semja texta um sjálfhygli. Rubble soul  gaf til kynna að Bítlarnir væru ekki lengur, eingöngu ljúflingar með lubba. Á tónleikum var erfitt að ná fram þeirri tónlist sem var á plötum þeirra. Þetta, auk ferðaþreytunnar, olli því að krafturinn var ekki jafn mikill og á fyrri tónleikum. Í Austurlandaferðinni í júní 1966 kom í ljós að Bítlaæðið var að ganga sér til húðar. Í Filippseyjum kom til óeirða  þegar þeir slysuðust til að snupra forsetafrúna. Í Bandaríkjunum voru ummæli Johns um trúarhnignun ekki höfð rétt eftir honum í unglingatímariti. 


Útvarpssendingar í Bandaríkjunum hljómuðu eitthvað á þessa leið; Við minnum ykkur á að sniðganga Bítlana og  muna ummæli þeirra. Munið að fara með Bítlaplötur ykkar og Bítladót til Birmingham í Alabama þar sem draslið verður brent á báli.

biggerthangodJohn reyndi að bera hönd yfir höfuð þeira í viðtali; Ég gat um það í samræðum að við hefðum meira gildi fyrir krakkana er Jesús. Ég ætlaði ekki að móðga neinn en svona er þetta. Þetta á frekar við í Englandi en Bandaríkjunum. Ég segi ekki að við séum  betri  eða meiri eða að við berum okkur saman við persónuna Jesúm. eða við Guð..hvað sem hann nú er. Þetta var haft rangt eftir mér með þessum afleiðingum. 

 Stúlkurnar æptu að vísu enn  en eftirvæntingin var horfin. Ferðalögin voru orðin óbærileg. Þeir voru sem í fjötrum  tónleikahalds og hótela. Þeir fjórir einir vita hvernig líf þetta var. 

George Martin segir svo frá:  Meira að segja við Brian vissum ekki hvað þeir máttu þola á tónleikaferðunum. Menn átu morgunverð og ferðuðust allan daginn. Þúsundir manna biðu við hótelin. Þeir snæddu á herbergjunum. Ég veit ekki hvernig þeir gátu þolað þetta. 


Í Sjónvarpsútsendingu í bandaríkjunum var haft eftir einum lögregluþjónanna sem átti að gæta þeirra. Við erum ábyrgir fyrir íbúum Minnepolis og berum öryggi unglinganna fyrir brjósti. Þótt móðursýkin grípi þá og þeir gangi og langt, vitum við í hverjum ábyrgðin er falin. Sjálfur er ég ekkert hrifinn af Bítlatónlist. Einn þeirra sagði með enskum hreim að þeir kæmu aldrei aftur til Minnepolis. Ég sagði að mér væri hjartanlega sama. 


Viðtal við aðdáenda.  Ég ætlaði að senda þeim línu um að veifa okkur en þeir litu aldrei til okkar.


Paul átti hugmyndina að því að tengja saman lögin á “ Sgt. Pepper band.” Milljónir manna keyptu “ Pepper”. Gagnrýnendur og tónlistarmenn lofsungu plötuna. Hún var meistara verk Bítlanna. Viðhorf, grafísk hönnun, tíska, málfar og jafnvel upptökutæknin gerbreyttust með plötunni. Platan kom við viðkvæmar taugar í mönnum og nú hófst skeið nýrra hátta og skynjunar.

  
 Milton O Kun;  Þegar “ Sgt Pepper” kom fyrst út hlustuðu allir tónlistarmenn  á plötuna vikum saman og ræddu um hana. Allir töldu hana marka tímamót.

  
Bruce Johimton;
Einhver kom með upptökuna af  “ Sgt Pepper” þar sem við fögnuðum því hve margar metsöluplötur við hefðum gert. Ég held sú hrifning, sem platan vakti, verði aldrei endurtekin. Hún var fyrsta poppplatan sem talin var listaverk.


Wilfred Mellers; Ég tel “ Sgt. Peppers” merkasta framlag til stuttrar sögu  poppsins. Þá fyrst var hægt að hlusta á tónlist Bítlanna.


theBeatlesEnginn hafði haft jafnmikil áhrif og Bítlarnir. Þeim var falið að vera fulltrúar Breta í “ Heimurinn okkar”, fyrstu dagskránni sem sjónvarpað var beint um allan heim. Af því tilefni sömdu þeir “ All you need is love” og fluttu það með kór frægra vina sinna fyrir 200 miljónir áheyrenda. Í leitinni að alheims kærleikanum kynntust Bítlarnir Maharishi Mahesh, indverskum kennimanni, sem kynnti innhverfa íhugun.


George Martin; Um þessar mundir voru bítlarnir orðnir yfur sig þreyttir á ferðalögunum. Þeir vildu vinna meira í hljóðverinu og lifa einkalífi en það áttu þeir ekki.


revolverSíðustu tónleikar Bítlanna voru í San Francisco 29. Ágúst 1966 þótt það væri ekki ætlunin. Þá urðu þáttaskil. Með “ Revoler” hurfu  hinir gamalkunnu  Bítlatónar.  Á henni sungu þeir um “ Ealenor Rigby”  ógifta einmana konu og um gulan kafbát.  Fleira en textarnir höfðu breyttist. Tvö laga Johns urðu til eftir að hann hafði gert tilraunir með eiturlyf.


Í nóvember 1965 tóku Bítlarnir til við að gera næstu plötu. Lyf sem breyttu geðslagi þeirra voru notuð til að örva ímyndunaraflið. Þeir hugleiddu að gera plötu um æsku sína en Capitol krafði þá um plötu strax. Því voru tvö lög gefin strax út á smáplötu og nú gerðu Bítlarnir jafnframt í fyrsta sinn kvikmynd til að auka sölu plötunnar.


sgt_pepperGeorge Martin hefur orðið.” Strawberry Fields” var fyrst afar einfalt lag.John beitti mjög myndlíkingum í textanum. Hann hafði unun af orðaleikjum og að láta sjást eitthvað í orðunum.   Hann sagði mér að hann væri óánægður með plötuna og sig langaði að endurtaka hana. Hann vildi að ég útsetti lögin. Nokkru síðar sagði hann að sér líkaði það sem við hefðum gert en sér líkaði jafnframt fyrri takan.Væri ekki hægt að sameina þetta. Nota kannski helminginn af hvorri töku? Ég benti á að þetta væri mismunandi tóntegund, og hraðinn væri ekki hinn sami. Hann sagði að ég gæti bætt úr því. Ég jók hraðann á annarri tökunni og gat skeytt þeim saman. Þeir spurðu mig stöðugt um hljóðfæri og hljómsveitir. Ég kynnti þeim fagott og önnur hljóðfæri. Ég játa að  ég lét þá aldrei heyra í trompeti. Kvöld nokkurt  sá  Paul í sjónvarpi, Bandenborgar konsert Bachs og hreifst af píkalótrompetleiknum. Hann spurði hvort hann gæti notað trompet. Honum hafði dottið það í hug ekki mér. Við fengum mann úr sinfóníuhljómsveitinni til að leika.


Upptökum var haldið áfram en án ákveðins viðfangsefnis. John lagði til næstu tvö lög.


George Martin: John sagði: þetta á að verða tónlistarblossi sem byrjar á engu og endar á gífurlegum hávaða. “ Ég útsetti þetta þannig að það byrjaði lágt og lokatóninn var hæsta nóta sem þeir náðu. Þegar ég tók að stjórna hljómsveitinni bannaði ég mönnum  að hlusta hverjum á annan. Þeir yrðu sjálfir að komast alla leið upp. John samdi “ Mister kite” og fékk hugmyndina að laginu af veggspjaldi sem hann átti. Spjaldið var gömul fjölleikahúss auglýsing og textinn er næstum orð réttur í ljóðinu. Hann kvaðst vilja skapa  fjölleikahússtemningu. Hann vildi nota hljóðlíkingar. Þegar að því kom að Harry hestur tæki við stjórn lét ég John leika lagið sjálft á orgel en ég þyrlaði upp tónum í gamansömum dúr á annað en þetta nægði ekki og ég fann lög flutt á gufuorgel. Ég hljóðritaði sumt af þessu og lét tæknimann skipta bandinu í smáhluta, um 30 sm hér og þar. Einhvern veginn óx platan sjálfkrafa þegar ég fór að raða lögunum á hana. 


George Martin varð mikilvægari við hljóðritanirnar en nokkru sinni fyrr. Tónlistin varð margbrotnari og Martin var allt í senn lagahöfundur útsetjari og upptökustjóri og hann leiddi þá inn á ókannaðar lendur tónlistarinnar. Á sama tíma sökktu Fjórmenningarnir sökktu sér niður í kenningar Maharishi Mahesh . 25 ágúst 1967 fóru þeir til Wales til að fræðast hjá meistaranum sem þar dvaldist.


marbeatMirianne Faithful; Okkur langaði að læra allar agareglur lífsins. Hann kenndi okkur að vera með sjálfum okkur. Það var svo skrýtið að um leið og þeir lærðu að lifa einir, þá dó Brian.


Meðan, Bítlarnir voru hjá meistara sínum dó Brian Epstein í íbúð sinni í London. Hann hafði tekið of stóran skammt af lyfjum. Menn voru farnir að efast um  hæfni hans sem kaupsýslumanns. Einkalíf hans varð æ flóknara. Samkynshneigð var pukursmál árið 1967.  Hljómsveitin hafði trygga stöðu en hann var  ekki fyrirliði hennar lengur. Bítlarnir þustu harmi lostnir aftur til Lundúna þar sem hópur blaðamann sat fyrir þeim.


John;  Ég talaði  við hann á miðvikudagskvöldið, kvöldið áður en hann hlustaði á Maharashi. Hann virtist í góðu skapi.
Blm. Hvenær sagðist hann vilja læra þetta?
John;  Á Föstudag var hringt til okkar og sagt að Brian kæmi á mánudag.
Blm. Farið þið aftur til Wales?
John; Við megum varla vera að því. Meistarinn fer á fimmtudag og við þurfum að gera margt. Við verðum að hitta hann síðar.
Blm; Hann ræddi víst víst ykkur í dag. Hvaða ráð gaf hann ykkur?                                                   John; Hann sagði okkur að láta sorgina ekki buga okkur. Hann bað okkur að hugsa hlýlega um Brian því allar hugsanir okkar um hann bærust til hans.                                                                                  Blm; Hafði hann hitt Epstein?                                                                                                       John; Nei, en hann hlakkaði til að kynnast honum.


-Brian_epsteinGeorge Martin; Bítlarnir söknuðu Brians sárt því hann hafði komið þeim saman og kynnt þá þannig að tekið væri eftir þeim.
Nicholas Schaffner: Um það leyti sem “ Sgt Pepper” kom út þurftu Bítlarnir ekki lengur á því að halda að selja í ímynd  sína, voru hættir hljómleikaferðum og því hafði Brian lítið að gera. Brian hafði talið sig tengilið en var það ekki lengur. Nú sagði enginn “nei” við þá, annars er óvíst hvort þeir hefðu hlustað á Brian hefði hann lifað lengur.


MagicalMysteryTourÞeir reyndu sjálfir að gera kvikmynd, Töfraferðina. Þeir sömdu handrit og leikstýrðu sjálfir. Þessi klukkustundarlanga sjónvarpsmynd var fyrsta verkefni þeirra eftir lát Brians. Paul átti stærstan hlut í gerð myndarinnar. Hugmyndin var sú að fara um England á langferðabíl ásamt vinum, leikurum og fjölleikahúsa-fyrirbærum og kvikmynda allt sem gerðist. Því miður gerðist ekkert. Myndin fékk harða gagnrýni, og menn tóku að átta sig á að Bítlarnir voru skeikulir. Myndin var aldrei sýnd í Bandaríkjunum, þar kom út plata með sama heiti. Platan var heldur dapurlegt bergmál af “ Sgt. Pepper”.


Í febrúar fóru Bítlarnir með Maharishi til Indlands. Ferðin hafði verið ráðgerð þegar Brian dó. Með þeim fóru tveir úr Beach Boys. Donovan, Mía Farrow og fleiri. Þarna ætluðu þau að vera í þrjá mánuði, fasta, syngja og liggja á bæn. Undir lokin tóku Bítlarnir að efast um að meistarinn hefði eingöngu andleg áhugamál þegar kvisaðist að ein konan úr hópnum hefði orðið fórnarlamb jarðneskra hvata hans. Auk þess gast Ringo ekki að matnum. Á Vesturlöndum lýstu þeir yfir því að þeir og leiðtoginn andlegi væru skildir að skiptum. Haft var eftir John: Okkur varð á.Hafa milljónir manna gert sömu mistök?Það er þeirra mál. Við erum mannlegir.

Paul: Við töldum hann fremri venjulegum Bretum.

Þeir sögðu líka hvað kæmi í stað Brians. Þeir ætluðu að reka fyrirtæki fyrir sjálfa sig. Það átti að heita Epli.

ApplecorpsJohn; Við störfum við plötuútgáfu, kvikmyndagerð og rafeinda þjónustu, auk þess sem við framleiðum eitthvað. Við viljum koma á kerfi svo þeir sem vilja gera kvikmyndir þurfa ekki að skríða fyrir mönnum  eins og…ja kannski ykkur.


Meðan á stofnun fyrirtækisins stóð var erfitt að ganga frá einu máli frá dögum Brians.  George Martin. Piltunum fannst það snjöll hugmynd að láta gera teiknimynd um sig. Þeir vildu hafa hana í líkingu við Steinaldarmennina.


24-546~The-Beatles-Yellow-Submarine-PostersEn þeir urðu ánægðir því myndin varð tiltölulega vel heppnuð. Reyndar áttu Bítlarnir lítinn þátt í teiknimyndinni. Þeir tóku upp fjögur ný lög og bættu við tveimur lögum og annað þeirra varð kveikjan að myndinni en þar kljást teiknibítlarnir við bláu óþokkana. Myndin náði vel sérkennum og anda Bítlanna. Þótt myndin yrði ekki mjög vinsæl bætti hún verulega upp þann hnekk: sem Töfraferðin olli þeim. Marianne. Bítlunum gekk framar illa um þetta leyti. Menn vissu ekki hvort þeir næðu sér á strik.

heyjudeEn þá kom Paul í mannfagnað með upptöku sem hann hafði nýlokið við. 
Hey jude var fyrsta plata sem Epli gaf út. Lagið tók sjö mínútur í flutningi, var helmingi lengra en flest lög sem voru um það bil þriggja mínútna. Enn var gerð undantekning með Bítlana. Þetta varð vinsælasta smáplata þeirra. Á Indlandi höfðu John og Paul fengið hugmynd að um rúmlega þrjátíu lögum. George og Ringo unnu líka að lagasmíð. Þeir áttu nægilegt efni í tvær plötur. Þær áttu bara að heita Bítlarnir. Kaldhæðnislegt heiti því við gerð þeirra var minna um hópvinu en nokkru sinni fyrr. 

Nicholas Shcaffner; Þeir sömdu hver í sínu horni höfðu eigin stíl og vildu sem minnst af því vita hvað hinir gerðu.


Ringo varð leiður á fullkomnunaráráttu Johns, gekk út og lét ekki sjá sig í viku. George varð óánægður með að hann átti yfirleitt aðeins tvö lög á plötu Ekki dró boðsgestur Johns úr spennu í hljóðverinu. Yoko Ono var framúrstefnulistamaður. Þau John höfðu þekkst í tvö ár. Hún var ekki aðeins ástkona hans heldur stöðugur félagi og samstarfsmaður í listum. “ Níunda byltingin” var eitt af því fyrsta sem John og Yoko unnu saman að. Þetta var skyldara því sem Yoko hafði fengið við en tónlist Bítlanna. Hinir,  þar á meðal George Martin, reyndu að aftra því að lagið færi á plötuna, The Beatles. Spennunnar varð vart á plötunni.Hún varð sjálfkrafa gullplata en gagnrýnendum þótti hún hvikul og óskipuleg. Bítlarnir skildu þetta og ákváðu  að nálgast uppruna sinn með næstu plötu.

sc0006_the-beatles-white-album-postersNicholas Schaffner segir frá. Bítlarnir höfðu  verið að vinna að “ Let it be “ Þegar hvíta albúmið kom út. Þar var meiri rokktónlist en á næstu plötum á undan. Þeir vildu gera næstu plötu með hreinu rokki og vera bara Bítlarnir. 

Gamall vinur kom til sögunnar og það varð þeim frekari hvatning til að hverfa  að einfaldari tónlist.

Billy Preston; Ég kynntist Bítlunum árið 1962. Ég var þá á ferð með  Little Richard  og Sam Cooke. Margar enskar hljómsveitir skemmtu okkur, Bítlarnir, Gerry and the pacemakers og fleiri. Ég hlustaði á þá þegar ég mátti vera að því og vinátta tókst með okkur. Tveimur árum síðar var ég á ferð með Ray Charles. George Harrison var meðal áheyrenda. Daginn eftir bauð hann mér að koma til Bítlanna. Ég fór á skrifstofu Eplis þar sem menn skiptust á hugmyndum og ég fékk að leika það sem ég vildi. Einleikur minn í “ Get Back” er verk mitt.

  
Eldmóður Billy Preston nægði samt ekki. Enn mögnuðust vonbrigðin og deilurnar sem hófust meðan unnið var að Hvíta albúminu.  John reyndi að koma lagi á hlutina. Hinum líkaði ekki ráðríki hans. En þetta var eina leiðin til að ná þeim saman. John fór oft í burt með Yoko. Gorege kvaðst ekki vilja vera með ef hún ætti að vera þarna. Tálsýnirnar hurfu. Afraksturinn varð hundrað lög en enginn þeirra vildi vinna frekar við þetta.

abbeyGeorge Martin; Þegar upptökum lauk í janúarlok 1969 voru lögin og kynningarkvikmyndir settar í geymslu. Ég taldi að þetta væru endalokin og vildu ekki lengur vera með í þessu. Því kom mér á óvart að þegar upptökum lauk spurði Paul mig hvort ég vildi stjórna upptökum á plötu sem væri í anda fyrri platna. Ég bauðst til að gera það sem ég gæti. Þannig varð “ Abbey road” til. Það var ekki alveg eins og forðinn því þeir sömdu enn lögin sín hver og einn og fengu aðra en félaga sína til að leika undir. Við Paul unnum einkum að þeirri hlið plötunnar þar sem lögin eru tengd saman. John vildi fremur gamaldags rokktónlist. Þannig áttu þeir hvor sína hlið plötunnar. “ Abbey Road” var fágaðasta plata þeirra til þessa. Þar var ekki beitt brellum eða sjaldgæfum hljóðfærum. 

Nú gerðist það í fyrsta sinn um langa hríð að fjórmenningarnir léku allir í flestum lögunum. Þótt tónlistin væri fágaðri en meðan þeir léku í Hellinum staðfestu þeir að þeir gátu enn leikið rokktónlist.

Lenny Kayd segir svo frá. Þegar hlustað er á plötuna læðist sá grunur að manni að þeir hafi verið samtaka vegna þess aðeins að þeir þeir vissu að þar með lyki samstarfi þeirra.

20. Mars 1969 giftust John og Yoko við litla athöfn á Gíbraltar. Viku fyrr hafði Paul gifst Lindu Estman, ljósmyndara frá New York. Ringo og George höfðu verið kvæntir í mörg ár. Fjölskyldulífið togaði í þá. Fyrirtækinu gekk ekki sem skyldi. John hafði þá nýlega sagt: “ Við töpum á fyrirtækinu. Ef þessu heldur áfram verðum við gjaldþrota eftir hálft ár. “ Fyrirtækið var illa sett. Hvarvetna blöstu við hálfköruð verk og glataðar hugsjónir. En þeim barst hjálp. Allen klein snjall endurskoðandi, hafði áður hjálpað Rolling Stones kom til skjalana. Paul mótmælti. Hann vildi að mágur hans hjálpuðu þeim. En hann mátti sín einskis gegn hinum. Í maí 1969 varð Klein framkvæmdastjóri Bítlanna. Eitt hið fyrsta sem Klein gerði var að ráða Bandaríkjamanninn Phil Spector til að ljúka við gerð plötunnar “ Let it Be”.

let it beNicholas Schaffner; Phil Spector átti að koma skipulagi á þau ógrynni af efni sem til var í plötuna. Hann fór yfir efnið, bætti við hljóðfærum og reyndi að koma heimildarmynd á lögin. Phil Spector barðist við plötugerðina en á meðan gátu George  Martin, Allen Klein og Bítlarnir ekki bjargað skemmda Eplinu eða endurvakið eldmóðinn frá fyrstu árunum. Þeir höfðu hver sín áhugamál. Þeir vildu sýna hvað þeir gætu gert á eigin spýtur.  Í stað þess að vera fjögurra manna hljómsveit voru þeir fjórir einstaklingar sem fóru hver sína leið.

Undanfarið hálft annað ár höfðu John, George og Ringo hótað að hætta en Paul fékk þá ofan af því. En nú var komið að Paul. Þegar plata kom út með honum einum í apríl 1970 varð ljóst að vinsælasta popphljómsveit sögunnar var hætt störfum.  Let it be Kom út er fimmtán mánuðir voru liðnir síðan upptöku hennar lauk. Platan hljómaði eins og vera bar: Hinsti söngur Bítlanna. Menn urðu að sætta sig við að Bítlarnir tilheyrðu sjöunda áratugnum. En áhrifa þeirra gætti mjög næstu áratugina og gera það enn.

George Martin; Það vildi svo vel til að Bítlarnir komu fram á sjónarsviðið á réttum tíma. Þeir völdu ekki tímann sjálfir og Þeir fjölluðu um tilfinningar samtíðarfólks þeirra. 

 


Mamma Afríka látin.

miriam_wideweb__470x318,0Hin kunna söngkona frá suður-Afríku Miriam Makeba, þekkt sem rödd Afríku er látin, 76 ára að aldri. Makeba lést eftir tónleika sem hún héllt í borginni Caserta í norður Ítalíu. Makeba var þar til að styðja við bakið á rithöfundinum Roberto Saviano sem hefur verið hótað lífláti af ítölsku mafíunni, en hún er alþekkt fyrir þrotlausa baráttu sína fyrir margskonar mannréttindamálstaði víða um heiminn.

Hjartaáfall er talið hafa orðið þessari heimsröddu að aldurtila.

Segja má að Mekaba hafi verið fyrsta ofurstjarna Afríku en hún var sem kunnugt er gerð útlæg úr heimalandi sínu í meira en 30 ár. Hún ávarpaði Sameinuðu þjóðirnar, söng fyrir  John F. Kennedy og var gefin heiðurþegn- réttindi í 10 löndum. Þegar hún giftist "Svarta Afls"  Stokely Carmichael seint á sjöunda áratug síðustu aldar og flutti til Geníu fældi hún frá sér bandarísku umboðsmennina sem þóttust ætla að greiða veg hennar í Ameríku.

Mömmu Afríku var boðið  til baka til heimalands síns af  Nelson Mandela árið1990 en hún hélt áfram að syngja sína einkennilegu blöndu af Afríkutónlist og djassi fram á síðasta dag þrátt fyrir að hafa tilkynnt fyrir þremur árum að hún ætlaði sér að setjast í helgan stein. "'Jú ég sagðist ætla að hætta, en það eru svo margir sem hafa haft samband og sagt að ég hafi ekki komið til að kveðja" sagði hún nýlega í viðtali.

Ferill Makebu virtist alltaf í uppnámi, hún barðist á tíma við krabbamein, fór í gegn um fjóra hjónaskilnaði og þoldi afar ótímabært lát dóttur sinnar.  nóg um það að sinni. Hér er Dívan mætt með Pata Pata


Vörn McHenry virkis

John_smithUm Miðja átjándu öld var starfandi í London félagsskapur sem kallaði sig The Anacreontic Society. Nafnið var fengið frá gríska ljóðskáldinu Anakreon sem lifði og skrifaði á sjöttu öld fyrir Krist. Félagsskapurinn sem samanstóð af áhugahljóðfæraleikurum frá London, hafði að markmiði að standa fyrir tónleikum af og til en aðallega komu þeir saman til að gæða sér öli og vínum.

471px-Key-Francis-Scott-LOCEinn af meðlimum félagsins hét John Stafford Smith og einhvern tíman eftir 1760 samdi hann lag og félagi hans og forseti félagsins Ralph Tomlinson, setti við það drykkjuvísur. Lagið varð afar vinsælt beggja megin Atlantshafsins og var jafnvel sungið á jarðarförum enda hét það "Til Anakreons í himnaríki".

Árið 1812-15 háðu Bandaríkin frelsisstríð sitt gegn Bretum. Þann 3. September 1814 var 35 ára Bandarískum lögfræðingi  Francis Scott Key að nafni, ásamt félaga sínum John S. Skinner,  falið af sjálfum forsetanum James Mafison  fá bandarískan fanga; Dr. William Beanes, lausan en honum var haldið af Bretum á heimili hans í Upper Malboro í Maryland fylki.

800px-Ft__Henry_bombardement_1814Bæði Key og Skinner enduðu sem fangar Breta um borð í herskipinu HMS Minden og urðu þannig vitni að því þegar að herskip úr breska flotanum létu fallbyssuhríðina dynja á virkinu sem gætti hafnarinnar í Baltimore í Marylandfylki.  Virkið var nefnd McHenry.

Key var svo hrærður þegar hann sá bandaríska fánann þá 15 stirndan og með 15 rendur,  sundurtættan enn að húni þegar að morgnaði, að hann settist niður og skrifaði fjögra erinda ljóð. Key var ekki gott skáld og ljóðið var heldur ekki gott og yfirmáta væmið en hann fékk það samt birt skömmu eftir að hann var látin laus, undir nafninu "Vörn McHenry virkis."Key lagði einnig til að ljóð hans yrði sungið við "slagarann" sem John Stafford Smith hafði samið og gekk undir nafninu "Til Anakreons í himnaríki".380px-US_flag_15_stars_svg

Söngurinn varð þekktur undir nafninu "Hinn stjörnum skrýddi fáni" (The Star-Spangled Banner)  sem er tilvitnun í eina hendingu ljóðsins. Venjulega er aðeins fyrst erindi ljóðsins sungið.

Brátt varð texti Key afar vinsæll og hann sungin í tíma og ótíma um öll Bandaríkin. Lagið var 1889 upptekið sem baráttusöngur Bandaríska flotans en 3. Mars 1931 var það gert að Þjóðsöng Bandaríkjanna.

The Star Spangled Banner

eftir  Francis Scott Key

O say! can you see, by the dawn's early light,
  What so proudly we hail'd at the twilight's last gleaming?
Whose broad stripes and bright stars, thro' the perilous fight,
  O'er the ramparts we watched were so gallantly streaming?
And the rockets' red glare, the bombs bursting in air,
  Gave proof thro' the night, that our flag was still there.
O say! does that Star-Spangled Banner yet wave
  O'er the land of the free and the home of the brave?

On the shore, dimly seen thro' the mist of the deep,
  Where the foe's haughty host in dread silence reposes,
What is that which the breeze, o'er the towering steep,
As it fitfully blows, half conceals, half discloses?
Now it catches the gleam of the morning's first beam,
  In full glory reflected now shines in the stream.
'Tis the Star-Spangled Banner.  O long may it wave
  O'er the land of the free and the home of the brave.

And where is that band who so vauntingly swore,
  That the havoc of war and the battle's confusion
A home and a country should leave us no more?
  Their blood has wash'd out their foul footstep's pollution.
No refuge could save the hireling and slave
  From the terror of flight or the gloom of the grave,
And the Star-Spangled Banner in triumph doth wave
  O'er the land of the free and the home of the brave.

O thus be it ever when freemen shall stand
  Between their lov'd home and war's desolation,
Blest with vict'ry and peace, may the Heav'n-rescued land
  Praise the pow'r that hath made and preserv'd us a nation.
Then conquer we must, when our cause it is just,
  And this be our motto, "In God is our Trust."
And the Star-Spangled Banner in triumph shall wave
  O'er the land of the free and the home of the brave.

 


Fimmti Bítillinn

beatles%20usmurrayk381Þegar talað er um fimmta Bítillinn er átt við einhvern þeirra sem sagður er eiga þann heiðurstitil skilinn vegna tengsla sinn við merkustu hljómsveit allra tíma The Beatles. Til mikillar gremju Brian Epsteins, var það sjálfsagt bandaríski plötusnúðurinn Murray the K sem fyrstur gerði tilkall til titilsins á grundvelli vinskapar síns við Bítlana í fyrstu heimsókn þeirra til Bandaríkjanna árið 1964. -

sutcliffe2En aðrir ættu titilinn miklu fremur skilið þeirra á meðal, Stu Sutcliffe sem lést nokkru áður en hljómsveinin var heimsfræg, Pete Bestsem var trommuleikari hljómsveitarinnar áður en Ringo Starr gekk til liðs við hana, Neil Aspinall sem var vinur, aðstoðarmaður og framkvæmdastjóri sveitarinnar á hljómleikaferðalögum hennar eða George Martin sem var útsetjari og upptökustjóri á hljómplötum hennar. pete-best-auto2

EpsteinG0508_468373Að auki hefur verið nefndur til sögunnar úr allt annarri átt og löngu eftir á, knattspyrnumaðurinn George Bestsem var fyrstur knattspyrnumanna til að verða að poppstjörnu. Hann safnaði löngu hári, var frá Manchester (næstum því Liverpool) og gekk um í bítlaregalíu eins og hún tíðkaðist á sjöunda áratug síðustu aldar. News1_1george%20best

Í Bretlandi og jafnvel víðar, á orðatiltækið "fimmti bítillinn" við um einhvern sem missir af velgengni einhvers sem hann hafði verið hluti af. Þetta á vissulega við um bæði Stu Sutcliffe og Pete Best í bókstaflegri merkingu.

 LBC útvarpsþætti árið 1989 kom hlustandi með þá eftirtektarverðu tillögu að fimmti Bítillinn væri Volkswagen bjallan utan á Abbey Road plötualbúminu. Kannski luma einhverjar lesendur á enn betri tillögum?  abbey_road


Bestu vinir....

 Bretar bjóða Íslandi lán og taka Landsbankann af hryðjuverkalistanum. Maður klökknar.

Bretar beita stóru fallbyssunum

andrew-lloyd-webberÞá hefur það loks gerst sem allur Eurovision heimurinn óttaðist. Bretar ætla að beita sínum stærstu kannónum og fá fremsta popptónskáld sitt og söngleikjahöfund 60 ára Andrew Lloyd Webber til að semja næsta framlag Bretlands til Euróvision keppninnar. Andrew ætlar ekki aðeins að semja lag og texta heldur ætlar hann að standa fyrir mikilli leit að væntanlegum flytjenda lagsins og sjónvarpa öllu dæminu eins og hann gerði þegar hann leitaði að söngkonu til að fara með hlutverk Maríu í uppsetningu hans á Tónaflóði á síðasta ári.  pp_uk_31

Þátturinn á að heita "land þitt þarfnast þín" (Your Country Needs You)og það má nærri geta hvernig lógó auglýsingaherferðarinnar verður.

Keppnin fer þannig fram að sex söngvarar sem valdir verða af Andrew komast í úrslit og síðan mun breska þjóðin velja á milli þeirra. 

Bretar hafa ekki tekið Eurovision mjög alvarlega upp á síðkastið og sent í keppnina hvert aulalagið á eftir öðru, enda hefur árangurinn verið eftir því. Nú á að gera á því máli mikla bragarbót enda blása  Bretar til mikilla sóknar á öllum sviðum fjármála og lista um þessar mundir. Segjast ætla leiða heiminn í þessu tvennu og svo íþróttum líka eftir 4 ár þegar þeir halda ólympíuleikana í London.

Sjálfur gantast Andrew með þetta verkefni og segir m.a. "Í lífi mínu hef ég aldrei sveigt fram hjá erfiðum verkefnum og þetta lítur út fyrir að vera það stærsta sem ég hef tekist á við" . Þetta er auðvitað þó nokkuð þegar haft er í huga að þar talar höfundur söngleikja eins og  Jesus Christ Superstar, Cats, The Phantom of the Opera og Evita.

Nú er bara að sjá hvernig aðrar Evrópuþjóðir svara þessu átaki Breta og ekki hvað síst Ísland sem hefur nú tækifæri eina ferðina enn til að sýna heiminum hvað í þjóðinni býr og hefur auk þess harma að hefna gegn Bretlandi :)


50 ára starfs-afmæli Cliffs Richards

cliffFyrir réttri viku síðan hélt popphetjan Cliff Richard upp á að fimmtíu ár voru liðin frá því að hann hóf feril sinn í skemmti og söngbransanum. Merkilegt þykir, að honum tókst að koma lögum sínum á topp tíu listann í Bretlandi á öllum fimm áratugum ferils síns. 

Í tilefni þessara tímamóta tók Sir. Richard á móti vinum og vandamönnum á The Dorchester í London. Þar voru samankomin mörg af stórmennum Bretlands, þ.á.m. Cilla Black og  Gloria Hunniford, Cherie Blair og Dame Kelly Holmes.

Á ferli sínum hafa 14 lög með Cliff náð fyrsta sæti á breska vinsældarlistanum og um þessar mundir er lag hans  Thank You For a Lifetime, í þriðja sæti á þeim lista. Á undan því koma amerísku rokkararnir í Kings of Leon's með lagið "Sex on Fire"og  Katy Perry með lagið "I Kissed a Girl."

cliff_richard_1876743Sir Cliff, sem er  67 ára hefur sent frá sér 120 sérútgáfur og plötur og hefur selt yfir 250 milljónir þeirra víðsvegar um heiminn.

Síðasta lagið sem náði verulegum vinsældum var  Millennium bænin 1999 sem náði fyrsta sæti þótt margar útvarpsstöðvar tækju það úr spilun hjá sér.

Í  nýrri sjálfsævisögu sinni My Life, My Way,segir Cliff sem er afar kristinn frá vináttu sinni og vel kunns fyrrum kaþólsks prests, föður John McElynn, sem er bandarískur og fyrrum trúboði sem Cliff deilir heimili sínu með.

Hann lýsir föður  McElynn sem "félaga" sínum og "blessun sinni".

Hann segir einnig frá því að tvisvar sinnum hafi hann íhugað að ganga í hjónaband. Í fyrra skiptið með söngkonunni singer Jackie Irving og það seinna með Sue Barker.

Cliff á auðvitað fjölda aðdénda á Íslandi sem sannaðist best þegar hann kom til landsins hér um árið og sjarmeraði allar miðaldra konur upp úr skónum rétt eins og hann hafði gert þegar þær voru unglingar.

 


Fimmtugur á morgunn - Til hamingu með daginn Michael Joseph Jackson

jacko_lHann er frægasti einstaklingur á jörðinni samkvæmt fjölda skoðanakannanna sem gerðar hafa verið á síðastliðnum árum.

Líklega finnst öllum niðurstöðurnar svo ótrúlegar, hvernig er öðruvísi hægt að skýra fjölda þessara kannanna.

Já frægastur allra lifandi í heiminum og frægastur allra sem lifað hafa, frægari en Kristur og Buddha, frægari en Drottningin eða Diana prinsessa.

Hann heitir Michael Joseph Jackson (f. 29. ágúst 1958)og verður fimmtugur á morgunn.

En samt vita afar fáir hvernig hann lítur út í dag. Andlit hans hefur tekið miklum breytingum í fjölda lýtaaðgerða og hann hefur þann sið að fela það með grímu, treflum eða bak við risastór sólgleraugu.

Fyrir nokkrum mánuðum gekk sá orðrómur að hann hefði hug á að flytjast til Englands frá Dubai, þar sem hann hefur átt heimili eftir að hann hrökklaðist frá búgarðinum og dýragarðinum sínum Neverland í kjölfarið þess að hafa verið sýknaður af ásökunum um barnaníð fyrir þremur árum. 

Michael_Jackson_10Sagt var þá að hann hefði áhuga á að taka aftur upp samstarf við bræður sína þá Jermaine, Tito, Marlon og Jackie og endurreisa þar með Jackson five.

Sá orðrómur er nú að fullu niðurkveðinn, enda hefur komið í ljós að Michael hefur ekki talað við bræður sína síðan hann var sýknaður. -

Jafnframt fylgir sögunni að bræðurnir hafi gert sitt besta til að ná í Michael til að rukka hann um 840.000 dollara sem þeir segja hann skulda þeim í stefgjöld fyrir Jackson 5 tónlistina.

Búist er við að bræðurnir stigi allir á svið þegar þeir taka við viðurkenningu fyrir feril sinn á BMI Urban Awards samkomunni 4. sept. n.k. fyrir utan Michael að sjálfsögðu sem sagður er vera afar veikur og bundinn hjólastól um þessar mundir.

.


Galdra-rokk og Rökkur-rokk

potterguitarOh, Cedric, I can't believe you are dead/ Oh, Cedric, now you're in 'Twilight' instead/ Oh, Cedric, vampires are no fun to haunt/ Oh, but Edward, you can bite me if you want"— "Cedric," by the Moaning Myrtles

Hvernig er betur hægt að tjá aðdáun sína og ást á bókmenntum en með að stofna hljómsveit og helga tónlistina söguhetjum uppáhalds bóka sinna.

Fyrir fimm árum var hljómsveitin Harry and the Potters stofnuð. Paul DeGeorge gítarleikari og söngvari hljómsveitarinnar rifjar upp í nýlegu viðtali við MTV hvernig hljómsveitin stóð í að dreifa bolum sem á stóð "Stofnaðu eigin hljómsveit um bækur". "Við vorum bara með öðruvísi hugmyndir um hvað hljómsveitir geta verið" segir Paul," við ætluðum ekki að stofna Galdra-rokk hreyfingu, hún bara þróaðist." Þessar hljómsveitir bera nöfn fengin beint úr Harry Potter bókunum. Hér koma nokkur dæmi;

  • wizardrock1The Butterbeer Experience
  • The Cedric Diggorys
  • Celestial Warmbottom
  • DJ Luna Lovegood
  • Draco and the Malfoys
  • Fred and George
  • The Hungarian Horntails
  • Justin Finch Fletchley
  • Lauren from The Moaning Myrtles
  • Nagini
  • Oliver Boyd and the Rememberalls
  • The Princess of Hogwarts
  • The Remus Lupins
  • Split Seven Ways
  • Swish and Flick
  • The Whomping Willows

Þeir sem hafa áhuga á að kynna sér hvernig herlegheitin hljóma geta valið sér lag eða lög af þessari síðu

Í dag eru starfandi ekki færri en 500 Galdra-rokk hljómsveitir sem koma fram í bókasöfnum, klúbbum,samkomum og Harry Potter ráðstefnum. Hreyfingin hefur getið af sér aðra undirdeild sem kallast Rökkur rokk (Twilight rock) "Hvers vegna kalla þeir þetta ekki blóðsugu-rokk" spyr DeGeorge."En það er frábært að sjá hljómsveitir sem velja sem þema bíómyndir og aðrar bækur"

Rökkur-rokk hljómsveitir eru ekki margar en sumar hafa þegar getið sér gott orð eins og The Bella Cullen Project, Bella Rocks og the Mitch Hansen Band. Þegar hefur borið á ríg á milli móður og afkvæmis, þar sem sumir óttast að Rökkur-rokkið muni taka yfir Galdra-rokk hreyfinguna.

what-is-wizard-rockÞegar að spurningu um tilvistarrétt rökkur rokks var varpað fram á Harry Potter Terminus ráðstefnunni fyrir skömmu, bauluðu þátttakendur. En þegar Matt Maggiacomo úr the Whomping Willows svaraði; "Hljóma þeir eins og  Hannah Montana?"  klöppuðu hlustendur.

"Rökkur rokk er eins Hannah Montana bókmenntanna útskýrði Alex Carpenter úr Remus Lupins." Ef þú tilheyrir ekki 14-16 ára hópnum er mögulegt að þú hlustir á það og að það festist í hausnum á þér. En það auðgar ekki líf þitt eins og Harry Potter gerir."

 

 


Pete Doherty hefur E-andi áhrif á útisamkomugesti

petedoh460Það á ekki af þessum strák að ganga. Síðastliðin laugardag átti hann að spila á útihátíð í Salsburg í Austurríki,  en missti af flugvélinni svo aðrir liðmenn hljómsveitarinnar hans Babyshambles, þurftu að afsaka fjarveru hans fyrir þúsundum óánægðra gesta.

Hljómsveitin og Pete áttu því næst að leika á útihátíðinni Moonfest í Westbury 29-31 Ágúst en nú hafa yfirvöld þar um slóðir sett bann á samkomuna á þeirri forsendu að Pete og bandið hans hafi svo "E-andi" áhrif á gestina. "Þeir gefa fyrst allt í botn,  róa svo liðið niður og mynda einskonar hringiðu effect. " segir lögreglumaðurinn sem var sérstaklega fenginn til að taka saman skýrslu um áhrif Petes á útihátíðargesti. Babyshambles og Pete hafa verið að spila á útihátíðum í allt sumar og þetta er í fyrsta sinn sem yfirvöld setja sig beint gegn því að hljómsveitin komi fram.

Babyshambles_32154aEftir að lögreglu-úttektinni á Babyshambles g-áhrifunum var lekið í fjölmiðla hefur lögreglan borið því við að þeir sem geri út hátíðina hafi ekki ráðið nægilega marga til gæslu, en gert var ráð fyrir að um 5000 mans sæktu hátíðina.  "Málið er akki atriðið sjálft, heldur liðið sem fylgir honum. Wiltshire lögreglan er ekki á móti Pete Doherty eða Babyshambles en aðbúnaður á staðnum er algjörlega ófullnægjandi" er haft eftir yfirlögregluþjóni sýslunnar.

Rokkhátíðir og fjölmennar útisamkomur hafa tíðkast hér í Bretlandi frá 1967 og allir vita að þar fara saman mikil eiturlyfjaneysla og rokktónlist. - Það er gengið að því sem gefnu - Þess vegna minna þessi viðbrögð yfirvalda nokkuð á viðbrögð fullorðins fólks seint á sjötta áratugnum, þegar fyrst var farið að leika rokk í útvarpi. Tónlist djöfulsins var það kallað. -


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband