Færsluflokkur: Trúmál og siðferði
26.10.2009 | 10:45
Hvað má og hvað má ekki
Eins og flesta bloggara hér um slóðir rekur eflaust minni til var bloggi hins dularfulla DoctorE lokað fyrir ummæli hans um spákonu sem hann sagði geðveikt glæpakvendi. DoctorE tók hús á blogginu mínu í gær og spurði einfaldrar spurningar eða;
"Ég er að spá hvort ég hefði verið bannaður á sínum tíma ef ég hefði gefið í skyn að myrða ætti sjáandann án dóms og laga... í stað þess að segja bara að hún væri annaðhvort geðveik og eða glæpakvendi
DoctorE, 25.10.2009 kl. 21:21"
Athugasemd Doctorsins var vitaskuld í tengslum við umfjöllun mína á afar ósmekklegum athugasemdum Lofts Altice á bloggsíðu Jóns Vals Jenssonar. Jóni fannst greinilega nóg komið og fjarlægði athugasemd Lofts og lokaði þar á eftir alfarið fyrir athugasemdir.
Í framhaldi af birtingum hinna myrku athugasemda Lofts Altice víða á blogginu urðu einhverjir, þ.á.m. Björn Birgisson til að kalla eftir því að bloggi Lofts yrði lokað. Guðmundur 2. Gunnarsson skrifaði af því tilefni;
"Var að benda honum á að ef Loftur verði bannaður, þá er óhjákvæmilegt að hann sjálfur verði það líka fyrir að margbirta texta sem hann vill láta bannfæra mann fyrir. Bendi honum á að hann yrði jafn sekur einhverjum sem birti barnaníð, ef hann myndi endurbirta það til að vekja athygli á glæpnum.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 25.10.2009 kl. 21:09"
Mér finnast þessar tvær athugasemdir umhugsunar verðar. - Hvað athugasemd DoctorE varðar finnst mér hann hafa nokkuð til síns máls. Hvernig er hægt að leyfa blogg manns sem ýjar að því að aflífa beri pólitíska andstæðinga hans, en banna uppnefningar.
Hvort er alvarlegra?
Og sé því borið við að Doctorinn hafi oft áður verið aðvaraður má benda á að Þessi athugasemd Lofts á síðu Jóns Vals er ekkert einsdæmi um grófar duldar hótanir. Á bloggsíðu Lofts Altice er t.d þetta að finna;
"18.4.2009 | 11:49
Landráðamenn allra flokka sameinast !
Er það raunverulega svo, að þessu landráðahjali um innlimun landsins í Evrópusambandið (ESB) eigi ekki að linna ? Eru predikarar Andskotans (ESB) ekki að verða saddir lífdaga ? Þarf þjóðin að losa þessa menn við hausinn á sér, svo að þeir þagni ?"
Athugasemdin frá Guðmundi finnst mér líka áhugaverð. Hvernig er hægt að segja frá því í miðlum að einhver hafi verið ásakaður eða dæmdur fyrir að segja eitthvað ef ekki má vitna í ummælin. Við það eitt að vitna í þau verða ummælin eflaust kunnari sem eykur á skaðsemi þeirra, sérstaklega ef þau eru ærumeiðandi. -
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 10:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
21.10.2009 | 03:58
"En innrásin í Írak var réttlætanleg" sagði Davíð Oddsson
Á vordögum 2003 réðist Bandaríkjaher inn í Írak. Sér til stuðnings við innrásina höfðu Bandaríkjamenn 10 aðrar þjóðir, sumar hverjar herlausar smáþjóðir eins og Ísland.
Helgi Ágústsson þáverandi sendiherra Íslands í Bandaríkjunum var spurður að því á þessum tíma af blaðakonunni Dönu Milbank hvort Ísland hugðist senda hermenn til Írak.
"Auðvitað ekki" svaraði Helgi, "Við höfum engan her. Þessi var góður, já. Við lögðum niður vopn einhvern tíman á 14. öld.....Okkar hlutverk verður enduruppbygging og mannúðaraðstoð".
Upphaflega átti innrásin að heita "Operation Iraqi Liberation". Þessu var breytt í "Operation Iraqi Freedom" vegna þess að hitt hefði verið skammstafað OIL.
Það hefði samt verið meira viðeigandi því allir vissu að stríðið var háð vegna olíuhagsmuna Bandaríkjanna og Bretlands en ekki vegna þess að meiri ógn stæði af Írak en öðrum þjóðum. Í ljós kom að öll gögn sem áttu að sýna og sanna það, voru fölsuð.
Halldór Ásgrímsson og Davíð Oddsson nú ritstjóri á Mogga, voru báðir miklir fylgismenn þessarar innrásar Bandaríkjanna í Írak sem leitt hefur af sér dauða yfir hundrað þúsund óbreyttra íbúa landsins og er ann að.
Til Þess að stuðningur þeirra við stríðið yrði Bandaríkjamönnum ljós settu þeir þjóðina á lista yfir stuðningsaðila innrásarinnar sem Bandaríkin notuðu síðan til að flagga framan í þá sem sögðu að þau stæðu þarna í ólöglegri árásarstyrjöld.
Davíð Oddsson flutti ræður í fínum boðum hér heima og erlendis og sagðist þess fullviss að allt væri þetta hernaðarbrölt öllum fyrir bestu. Í Washington sagði hann þetta;
Iceland aligned itself with the nations in the Coalition of the Willing under US leadership before the Iraq war. We are all aware of the problems and difficulties that have arisen after the invasion and which have led to even more claims than before that it was a mistake made on false assumptions.
But the invasion of Iraq was justified. The Iraqi regime was a threat to peace and stability. Under Saddam Hussein, Iraq had attacked its neighbours, and not only produced weapons of mass destruction, but used them as well. Address by Davíð Oddsson, Prime Minister of Iceland
The American Enterprise Institute, Washington DC, 14 June 2004
Í fínni veislu á Bessastöðum sagði Davíð áður en hann skálaði við viðstadda;
"Í mínum huga er ekki vafi á að styrjöldin var í raun óumflýjanlegur endapunktur á þeim aðgerðum sem gripið var til 17. janúar 1991. Hvorki vopnahlésskilmálum né ályktunum hinna Sameinuðu þjóða hafði verið fylgt og ógnarstjórnin söm og áður. Og hvað sem deilum um lögmæti styrjalda líður er ekki vafi á að friðsamlegra er í þessum heimshluta nú en fyrir hana." 27. mars 2004
Spurningin er hvort ekki sé kominn tími til að Davíð Oddson, sem enn er í mikilli ábyrgðarstöðu í íslensku samfélagi, biðji þjóðina afsökunar á þessum skelfilegu mistökum sem öllum eru nú orðin ljós, mistökunum sem honum urðu á þegar hann gerði Ísland og Íslendinga alla siðferðislega samábyrga fyrir öllum þessum skelfingum í Írak.
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 11:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (53)
14.10.2009 | 02:43
Beðið fyrir Icesave
Boðið er til þver-pólitísks bænafundar við Alþingishúsið næsta sunnudagsmorgunn kl; 06:00 til að biðja fyrir farsælli lausn Icesave málsins. Tekið skal fram að hver og einn getur ákallað þann guð sem honum sýnist, jafnvel Mammon ef einhverjum hugnast það eða þá Helga Hós, fyrir þá sem það vilja.
Einkum eru flokkspólitískir rétttrúnaðarbloggarar, með sitt óþrjótandi þolgæði þrátt fyrir að hafa aldrei rétt fyrir sér, hvattir til að mæta og fara með sínar hefðbundnu bölbænir, ef ekki til annars en að öllum verði ljóst hversu einlægir þeir eru.
Fundurinn er boðaður vegna þess að fullreynt þykir að mannleg máttarvöld fái gengið frá Icesave málunum svo að friður og sátt verði meðal þjóðarinnar um niðurstöðuna.
Í þessu mikla prófmáli þjóðarinnar þar sem fyrst og fremst reyndi á hvort hún væri raunverulega nægilega samhuga til að teljast "ein þjóð" sem hefði nægilega mikla þjóðarvitund til að standa saman þegar sjálfri tilvisst hennar var ógnað, hafa mál öll þróast á þann veg að flokkadrættir á meðal hennar hafa aldrei verið meiri. -
Icesave deilan hefur sýnt þjóðinni með óyggjandi hætti að hún hefur algerlega gleymt þeim gildum sem gerðu hana að þjóð. Gömlu heilræðin eru öll orðin að óþolandi klisjum sem enginn fer lengur eftir.
Dæmi; Sameinaðir stöndum vér, sundraðir föllum vér. Þetta er nú orðið öfugmæli. Sundrung hefur reyndar verið endurnefnd og kallast núna "aðhald" sem sagt er afar nauðsynlegt fyrir lýðræðið. Æðsta og besta skipulag lýðræðis er að hafa stjórn og stjórnarandstöðu. Eins og "gamla sundrungin", krefst "aðhaldið" þess að stjórnarandstaðan sé ávalt ósammála öllu því sem stjórnin hefur að segja. Þess vegna segja pólitíkusar og flestir trúa því; Sundraðir stöndum vér, sameinaðir föllum vér.
Þá er þjóðin líka svo heilaþveginn að hún kannast varla lengur við orðið samvinna. Það orð er orðið algerlega úrelt. Í staðinn notar hún ætíð orðið samkeppni og hnýtir aftan í það orð til vonar og vara, setningunni; "til að forða fákeppni" . Fákeppni er mesti bölvaldur sem hægt er að ímynda sér, nema þegar hún er sköpuð í krafti samkeppni að sjálfsögðu.
Fundinum verður auðvitað aflýst ef að Icesave málið verður að mestu til lykta leitt með einarðri meirihluta samþykkt Alþingis fyrir Sunnudagsmorgunn og/eða Bretar og Hollendingar fá endanlega nóg af vitleysunni í okkur og samþykkja samninginn með öllum sínum fyrirvörum og bókhaldsrugli.
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 03:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
8.10.2009 | 17:47
Kristnir eru fjölmennastir og herskáastir
Herskáustu þjóðir heimsins eru kristnar. Alla tíð frá því að þau trúarbrögð grundvölluðu sig sem megin átrúnaður rómverska ríkisins hafa áhangendur þeirra, í blóra við skýr skilaboð höfundar þeirra, stofnað til flestra og mannskæðustu styrjalda í sögu mankynsins. Flest þau stríð hafa ekki verið háð í nafni trúarinnar en engu að síður af áhangendum hennar.
- Christianity: 2.1 billion
- Islam: 1.5 billion
- Secular/Nonreligious/Agnostic/Atheist: 1.1 billion
- Hinduism: 900 million
- Chinese traditional religion: 394 million
- Buddhism: 376 million
- primal-indigenous: 300 million
- African Traditional & Diasporic: 100 million
- Sikhism: 23 million
- Juche: 19 million
- Spiritism: 15 million
- Judaism: 14 million
- Baha'i: 7 million
- Jainism: 4.2 million
- Shinto: 4 million
- Cao Dai: 4 million
- Zoroastrianism: 2.6 million
- Tenrikyo: 2 million
- Neo-Paganism: 1 million
- Unitarian-Universalism: 800 thousand
- Rastafarianism: 600 thousand
- Scientology: 500 thousand
Hér að neðan er listi yfir manskæðustu styrjaldirnar sem háðar hafa verið í heiminum.
- 60,000,00072,000,000 - World War II (19391945), (see World War II casualties)
- 36,000,000 - An Shi Rebellion (China, 755763)
- 30,000,00060,000,000 - Mongol Conquests (13th century) (see Mongol invasions and Tatar invasions)
- 25,000,000 - Manchu conquest of Ming China (16161662)
- 20,000,000 - World War I (19141918) (see World War I casualties)
- 20,000,000 - Taiping Rebellion (China, 18511864) (see Dungan revolt)
- 20,000,000 - Second Sino-Japanese War (19371945)
- 10,000,000 - Warring States Era (China, 475 BC221 BC)
- 7,000,000 - 20,000,000 Conquests of Timur the Lame (1360-1405)
- 5,000,0009,000,000 - Russian Civil War and Foreign Intervention (19171921)
- 5,000,000 - Conquests of Menelik II of Ethiopia (1882- 1898)
- 3,800,000 - 5,400,000 - Second Congo War (19982007)
- 3,500,0006,000,000 - Napoleonic Wars (18041815) (see Napoleonic Wars casualties)
- 3,000,00011,500,000 - Thirty Years' War (16181648)
- 3,000,0007,000,000 - Yellow Turban Rebellion (China, 184205)
- 2,500,0003,500,000 - Korean War (19501953) (see Cold War)
- 2,300,0003,800,000 - Vietnam War (entire war 19451975)
- 300,0001,300,000 - First Indochina War (19451954)
- 100,000300,000 - Vietnamese Civil War (19541960)
- 1,750,0002,100,000 - American phase (19601973)
- 170,000 - Final phase (19731975)
- 175,0001,150,000 - Secret War (19621975)
- 2,000,0004,000,000 - Huguenot Wars
- 2,000,000 - Shaka's conquests (1816-1828)
- 2,000,000 - Mahmud of Ghazni's invasions of India (1000-1027)
- 300,0003,000,000[91] - Bangladesh Liberation War (1971)
- 1,500,0002,000,000 - Afghan Civil War (1979-)
- 1,000,0001,500,000 Soviet intervention (19791989)
- 1,300,0006,100,000 - Chinese Civil War (19281949) note that this figure excludes World War II casualties
- 300,0003,100,000 before 1937
- 1,000,0003,000,000 after World War II
- 1,000,0002,000,000 - Mexican Revolution (19101920)
- 1,000,000 - IranIraq War (19801988)
- 1,000,000 - Japanese invasions of Korea (1592-1598)
- 1,000,000 - Second Sudanese Civil War (19832005)
- 1,000,000 - Nigerian Civil War (19671970)
- 618,000[95] - 970,000 - American Civil War (including 350,000 from disease) (18611865)
- 900,0001,000,000 - Mozambique Civil War (19761993)
- 868,000[96] - 1,400,000[97] - Seven Years' War (1756-1763)
- 800,000 - 1,000,000 - Rwandan Civil War (1990-1994)
- 800,000 - Congo Civil War (19911997)
- 600,000 to 1,300,000 - First Jewish-Roman War (see List of Roman wars)
- 580,000 - Bar Kokhbas revolt (132135CE)
- 570,000 - Eritrean War of Independence (1961-1991)
- 550,000 - Somali Civil War (1988- )
- 500,000 - 1,000,000 - Spanish Civil War (19361939)
- 500,000 - Angolan Civil War (19752002)
- 500,000 - Ugandan Civil War (19791986)
- 400,0001,000,000 - War of the Triple Alliance in Paraguay (18641870)
- 400,000 - War of the Spanish Succession (1701-1714)
- 371,000 - Continuation War (1941-1944)
- 350,000 - Great Northern War (1700-1721)
- 315,000 - 735,000 - Wars of the Three Kingdoms (1639-1651) English campaign ~40,000, Scottish 73,000, Irish 200,000-620,000
- 300,000 - Russian-Circassian War (1763-1864) (see Caucasian War)
- 300,000 - First Burundi Civil War (1972)
- 300,000 - Darfur conflict (2003-)
- 270,000300,000 - Crimean War (18541856)
- 255,000-1,120,000 - Philippine-American War (1898-1913)
- 230,0001,400,000 - Ethiopian Civil War (19741991)
- 224,000 - Balkan Wars, includes both wars (1912-1913)
- 220,000 - Liberian Civil War (1989 - )
- 217,000 - 1,124,303 - War on Terror (9/11/2001-Present)
- 200,000 - 1,000,000- Albigensian Crusade (1208-1259)
- 200,000800,000 - Warlord era in China (19171928)
- 200,000 - Second Punic War (BC218-BC204) (see List of Roman battles)
- 200,000 - Sierra Leone Civil War (19912000)
- 200,000 - Algerian Civil War (1991- )
- 200,000 - Guatemalan Civil War (19601996)
- 190,000 - Franco-Prussian War (18701871)
- 180,000 - 300,000 - La Violencia (1948-1958)
- 170,000 - Greek War of Independence (1821-1829)
- 150,000 - Lebanese Civil War (19751990)
- 150,000 - North Yemen Civil War (19621970)
- 150,000 - Russo-Japanese War (19041905)
- 148,000-1,000,000 - Winter War (1939)
- 125,000 - Eritrean-Ethiopian War (19982000)
- 120,000 - 384,000 Great Turkish War (1683-1699) (see Ottoman-Habsburg wars)
- 120,000 - Third Servile War (BC73-BC71)
- 117,000 - 500,000 - Revolt in the Vendée (1793-1796)
- 103,359+ - 1,136,920+ - Invasion and Occupation of Iraq (2003-Present)
- 101,000 - 115,000 - Arab-Israeli conflict (1929- )
- 100,500 - Chaco War (19321935)
- 100,000 - 1,000,000 - War of the two brothers (15311532)
- 100,000 - 400,000 - Western New Guinea (1984 - ) (see Genocide in West Papua)
- 100,000 - 200,000 - Indonesian invasion of East Timor (1975-1978)
- 100,000 - Persian Gulf War (1991)
- 100,0001,000,000 - Algerian War of Independence (19541962)
- 100,000 - Thousand Days War (18991901)
- 100,000 - Peasants' War (1524-1525)
- 97,207 - Bosnian War (1992-1995)
- 80,000 - Third Punic War (BC149-BC146)
- 75,000 - 200,000? - Conquests of Alexander the Great (BC336-BC323)
- 75,000 - El Salvador Civil War (19801992)
- 75,000 - Second Boer War (18981902)
- 70,000 - Boudica's uprising (AD60-AD61)
- 69,000 - Internal conflict in Peru (1980- )
- 60,000 - Sri Lanka/Tamil conflict (1983-2009)
- 60,000 - Nicaraguan Rebellion (1972-91)
- 55,000 - War of the Pacific (1879-1885)
- 50,000 - 200,000 - First Chechen War (19941996)
- 50,000 - 100,000 - Tajikistan Civil War (19921997)
- 50,000 - Wars of the Roses (1455-1485) (see Wars involving England)
- 45,000 - Greek Civil War (1945-1949)
- 41,000100,000 - Kashmiri insurgency (1989- )
- 36,000 - Finnish Civil War (1918)
- 35,000 - 40,000 - War of the Pacific (18791884)
- 35,000 - 45,000 - Siege of Malta (1565) (see Ottoman wars in Europe)
- 30,000 - Turkey/PKK conflict (1984- )
- 30,000 - Sino-Vietnamese War (1979)
- ~28,000 - 1982 Lebanon War (1982)
- 25,000 - Second Chechen War (1999 - present)
- 25,000 - American Revolutionary War (1775-1783)
- 23,384 - Indo-Pakistani War of 1971 (December 1971)
- 23,000 - Nagorno-Karabakh War (1988-1994)
- 20,000 - 49,600 U.S. Invasion of Afghanistan (20012002)
- 19,000+ - MexicanAmerican War (1846-1848)
- 14,000+ - Six-Day War (1967)
- 15,00020,000 - Croatian War of Independence (19911995)
- 11,053 - Malayan Emergency (1948-1960)
- 11,000 - Spanish-American War (1898)
- 10,000 - Amadu's Jihad (1810-1818)
- 10,000 - Halabja poison gas attack (1988)
- 7,26410,000 - Indo-Pakistani War of 1965 (August-September 1965)
- 7,00024,000 - American War of 1812 (1812-1815)
- 7,000 - Kosovo War (19961999) (disputed)
- 5,000 - Turkish invasion of Cyprus (1974)
- 4,588 - Sino-Indian War (1962)
- 4,000 - Waziristan War (2004-2006)
- 4,000 - Irish Civil War (1922-23)
- 3,000 - Civil war in Côte d'Ivoire (2002-2007)
- 2,899 - New Zealand Land Wars (1845-1872)
- 2,6047,000 - Indo-Pakistani War of 1947 (October 1947-December 1948)
- 2,000 - Football War (1969)
- 2,000 - Irish War of Independence (1919-21)
- 1,9754,500+ - violence in the Israeli-Palestinian conflict (2000 -)
- 1,724 - War of Lapland (1945)
- 1,500 - Romanian Revolution (December 1989)
- ~1,500 - 2006 Lebanon War
- ~1,400 - Gaza War (December 2008 - January 2009)
- 1,000 - Zapatista uprising in Chiapas (1994)
- 907 - Falklands War (1982)
- 62 - Slovenian Independence War (1991)
Um fjórðungur mannkyns múslímar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 18:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
1.10.2009 | 22:43
Leikkona og rithöfundur krefjast trúfrelsis í Íran
Mikilsvirtir Íranir krefjast trúfrelsis
Washington, 30 september 2009 (BWNS) ― Metsöluhöfundur og leikkona, sem
hefur hlotið tilnefningu til Academy award verðlaunanna, eru meðal þeirra
sem krefjast trúfrelsis í Íran og að ofsóknunum gegn baháíum í Íran verð
hætt.
Um 1400 áheyrendur hlíddu á fyrirlestra Dr. Azar Nafisi, sem er höfundur
bókarinnar Reading Lolita in Tehran, og frú Shohreh Aghdashloo, sem hefur
verið tilnefnd til Academy award verðla fyrir leik sinn í myndinni House of
Sand and Fog. Fyrlestrarnir voru fluttir í Lisner fyrirlestrarsalnum í
Georg Washington háskólanum í Bandaríkjunum.
Nafisi og Aghdashloo eru báðar
af írönskum uppruna og hvorug baháíar.
Dr. Nafisi hvatti í sínu erindi fólk til að reyna setja sig í spor þeirra
sem væru nú ofsóttir í Íran og sagði þá meðal annars: Ég spyr sjálfa mig
hvernig mér myndi líða ef búið væri að svipta mig öllum grundvallar
mannréttindum í landinu sem ég lít á sem heimaland mitt, í landinu þar sem
ég fæddist bæði inn í tungumálið og menninguna, í landinu þar sem foreldrar
mínir og foreldrar þeirra fæddust og lögðu sitt af mörkum til samfélagins?
Dr. Nafisi sagði að þessi barátta í Íran væri ekki af pólitsíkun toga, hún
snérist um að fá að vera til. Þetta ætti bæði við um baháíana og alla aðra
í Íran sem dirfast að vera öðru vísi, sem dirfast að láta í ljósi þá ósk að
þeir fái að njóta valfrelsis.
27.9.2009 | 03:44
Ekkert að marka páfa
Þann 9. maí fyrr á þessu ári, hélt Benedikt 16. páfi um margt merka ræðu í Al-Hussein Bin Talal moskunni í Jórdaníu. Ræðuna hélt hann eftir að hafa verið boðinn þangað velkominn trúarleiðtogum múslíma og rektorum háskólanna í Jórdaníu. Fyrr um daginn hafði hann blessað hornsteininn að Madaba háskólanum þar sem bæði kristnir og múslímar munu stunda nám. Í máli Benedikts kom fram að sá Guð sem kaþólikkar tilbiðja sé sá sami og múslímar ákalla.
Hann sagði meðal annars;
"Kristnir lýsa Guði einmitt, meðal annars, sem skapandi vitsmunum, sem skipar og leiðbeinir veröldinni. Og Guð hefur gefið okkur getuna til að deila með honum þeim vitsmunum og geta þannig hagað okkur í samræmi við það sem er gott. Múslímar tilbiðja Guð, skapara himins og jarðar, sem talað hefur til mannkynsins.
Og sem átrúendur á hinn eina Guð vitum við að mannlegir vitsmunir eru í sjálfu sér gjöf Guðs og að þeir rísa til hæðstu hæða þegar þeir eru uppljómaðir af ljósi sannleika Guðs."
Ræðuna í fullri lengd á ensku er að finna hér.
Þegar að ný stjórnmálsamtök kváðu sér hljóðs hér á blogginu fyrir nokkrum dögum og mótmæltu á bloggsíðu sinni að múslímar fengu aðgang til bæna að kapellu Háskóla Íslands, sá forsvarsmaður þessa svokallað "Kristilega þjóðarflokks", kaþólikkinn Jón Valur Jensson, ástæðu til að efast um að Páfi hefði verið að meina það sem hann sagði.
Jón Valur hafði þetta að segja um málið, eftir að honum hafði verið bent á að æðsti embættismaður kirkjunnar hans hefði staðfest að Guð Íslam og Guð kristinna væri sá hinn sami.
"þessi orð Benedikts páfa 16. mætti hugsanlega lesa í þessari merkingu: "Múslímar tilbiðja Guð, [sem þeir líta á sem] skapara himins og jarðar, sem talað hefur til mannkynsins". Þarna væri áherslumunur, sem getur þýtt merkingarmun."
Til vara sagði Jón Valur að æðri orðum Páfans sem reyndar er álitinn af kaþólikkum óskeikull í öllum túlkunaratriðum trúarinnar, væru orð þrettándu aldar kennimannsins Tómasar af Aquinas, sem hefði sagt að Guð Íslam og hinn kristni Guð væri ekki sá sami.
Nú vill svo til að eftir Tómas liggur ágætis útlistun á hvernig Guð kristinna manna er og hann er alveg samhljóma þeirri sem múslímar nota. Í Summa Theologica ræðir Tómas um eðli Guðs. Með quinquae viae (útilokunaraðferð) kemst hann að fimm niðurstöðum um Guð.
- Guð er ekki samsettur.
- Guð er fullkominn.
- Guð er óendanlegur.
- Guð er óumbreytanlegur.
- Guð er einn.
Undir alla þessa eiginleika Guðs mundi Múhameð taka og gerir það í Kóraninum á mismunandi stöðum.
Þannig gengur vara-vörn Jóns heldur ekki upp.
Nú fer Jón Valur sem áður mikinn á blogginu til að útbreiða boðskapinn fyrir nýja flokkinn og hefur greinilega brotið af sér allar viðjar, því ekki fer hann eftir því sem páfinn segir um að sýna umburðalyndi íslömskum námsmönnum við HÍ og ekki er hann þjóðkirkjumaður og því spurning hvaða umboð hann telur sig hafa til að mótmæla notkun kapellunnar.
Helst er hægt að álykta af málflutningi Jóns að hann hafi stofnað sína eigin útgáfu af kristnum samtökum, einskonar Kristilegan Sértrúar-þjóðarflokk.
Fagnaði falli kommúnismans | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 03:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (55)
24.9.2009 | 16:11
Öfgafull "kristin" stjórnmálasamtök
Ný "kristin" stjórnmálasamtök sem kalla sig "kristinn þjóðarflokk" hafa verið stofnuð og opnað bloggsíðu til að kynna baráttumál sín. Fyrsta málið sem þeir láta til sín taka er að berjast á móti því að nemendur Háskóla Íslands sem fylgja Íslam verði leyft að fara með bænir sínar í kapellu háskólans en til þess hafa skólayfirvöld gefið sitt leyfi.
Það sem gerir þessi mótmæli samtakanna afar hjáróma er að kapellan er reist og viðhaldið af almennafé rétt eins og Þær kapellur og kirkjur sem eru reistar fyrir kirkjugarðsgjöld eins og kapellan í Fossvogi og á Akureyri.
Til margra ára hefur það tíðkast að fólk sem ekki tilheyrir þjóðkirkjunni hafa fengið inni með útfarar-athafnir sínar í þeim kapellum. Ekki hefur þótt stætt á því að mismuna landsmönnum að þessu leiti með tilliti til trúar þeirra.
Ef að sjónarmið hinna nýja "kristilegu" stjórnmálassamtaka fengju að ráða, (sem mér þykir samt harla ólíklegt) þá mundi þessi sjálfssagða þjónusta við þá sem ekki tilheyra þjóðkirkjunni og/eða ekki eru taldir nægilega kristnir til að geðjast þessum samtökum, leggjast af.
Færi þá fyrir lítið stefið í sálmi Matthíasar Jochumssonar: "Ó, maður, hvar er hlífðarskjól", sem þó var sungin við vígslu kapellunnar í háskólanum.
Einn af forsvarsmönnum þessarar samtaka ku vera Jón Valur Jensson en samtökin opnuðu síðu undir kennitölu á félagi sem hann rekur; Lífsréttur,útgáfustarfsemi, KT.4902871839 Pósthólf 1014 121, Reykjavík.
Jón er kaþólskrar trúar og ekki meðlimur í þjóðkirkjunni en umrædd kapella var þó á sínum tíma vígð af vígslubiskupi hennar.
Spurningin er hvað það er sem gefur Jóni rétt til að krefjast þess að fólk sem ákallar Guð á sama máli og Kristur gerði sjálfur, (Allah= Guð á arameísku, sú tunga sem Kristur mælti á) og viðurkennir Krist sem "anda Guðs" (Ruhollah) hafi ekki rétt til þess í húsakynnum Háskóla Íslands.
Mundu þá samtökin einnig vilja úthýsa gyðingum, eða vottum Jehóva og mormónum sem margir "kristnir" telja ekki kristna þótt þeir kalli Guð Jehóva og Krist Krist í bænum sínum?
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 16:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (73)
23.9.2009 | 00:43
Kristnir hóteleigendur ákærðir fyrir að móðga múslíma
Í júlí mánuði lentu kristin hjón sem reka hótel í Liverpool í orðaskaki við einn gesta sinna, íslamska konu. Konan hefur núna kært hjónin fyrir að nota ; ógnandi og móðgandi orðalag og verið með óviðeigandi trúarlegar aðdróttanir í garð hennar.
Hjónin Ben (53) og Sharon Vogelenzang (54), voru í kjölfar kærunnar boðuð á lögreglustöð til yfirheyrslu.
Réttarhöld munu fara fram yfir hjónunum í desember en viðurlög eru allt að 5000 punda sekt fyrir að brjóta hin "almennu siðalög" landsins sem taka til "opinberra móðgana" af þessu tagi.
Þótt að málavextir séu enn óljósir er haldið að hjónin hafi verið að svara fyrir beina árás gests þeirra á kristna trú þar sem hún hélt því fram að Kristur hafi verið "minniháttar spámaður".
Hjónin eru sögð hafa svarað því til að Múhameð hafi verið stríðsherra og að klæðnaður íslamískra kvenna sé ákveðin tegund af fjötrum.
Þau neita því að andsvör þeirra hafi verið ógnandi og segjast hafa fullan rétt til að útskýra trú sína.
Eftir að hjónin voru kærð hafa viðskipti við Hótelið sem þau stýra dregist mjög saman og þau segja allar líkur á að þau verði að hætta rekstrinum. Hótelið naut góðs af því að vera í nágrenni sjúkrahúss sem beindi talert að viðskiptum til þeirra. Meðal viðskiptavina á vegum sjúkráhússins var einmitt umrædd kona sem kærði þau.
Hjónin eru starfandi í kristnum félagsskap sem heita Bootle Christian Fellowship. Lögmaður þeirra hefur ráðlagt þeim að ræða ekki efnislega orðasamskipti þeirra og Múslíma konunnar. Þau eru einnig studd af þrýstihópnum Christian Institute sem greiðir fyrir lögfræðiþjónustu þeirra.
Margir lögfræðingar hafa tjáð sig í fjölmiðlum um áhyggjur sínar yfir því hvernig lögreglan notar almennu siðalögin (Public Order Act) til að handtaka fólk sem lendir í orðaskaki þegar lögunum var ætlað að halda uppi einhverri reglu á götum úti þar sem ofbeldi og skrílslæti geta brotist út í kjölfarið á heiftugum orðaskiptum.
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 11:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
21.9.2009 | 03:16
Hvers vegna eru ekki allir dagar friðardagar?
,Við vitum ekki hvort Talibanar ætla sér að hafa Friðardaginn í heiðri eða ekki. Þessi dagur snýst ekki um stjórnmál heldur mannúð."Þar mælti Aleem Siddique fulltrúi Sameinuðu þjóðanna orð að sönnu. Hann veit sem er að stjórnmál geta ekki snúist um mannúð. Í heimi stjórnmálanna ráða allt önnur gildi og sjónarmið.
Í dag lifir allt mannkynið í skugga styrjalda og það hefur gert það svo lengi að það á erfitt með að ímynda sér hvað friður mundi hafa í för með sér. Flestir gera sér grein fyrir að styrjaldir valda þjáningum og að friður mundi binda endi á þær þjáningar. Sú skilgreining felur í sér að þar sem ekki geisar styrjöld ríki friður. En er það virkilega svo?
Stríð hefur ætíð verið bein afleiðing þess að mannleg samskipti rofna og mannréttindi eru látin lönd og leið. Við erum samt að byrja að gera okkur grein fyrir því að enginn vinnur stríð og að virða mannréttindi felur í sér mun meira en að "þola" hvert annað. Að virða mannréttindi verður að þýða annað og meira en að loka augunum fyrir því sem skilur okkur að. Það verður að skila okkur þeim skilningi að fjölbreytileikinn sé æskilegur og uppspretta bæði styrks og fegurðar.
Og jafnvel þótt okkur lærist að meta fjölbreytileika að verðleikum, er það aðeins áfangi á leið okkar til að koma á fullum mannréttindum í heimi þar sem ekki er að finna minnsta vott af andúð á milli íbúa hans. Að ná því markmiði sem þýðir í raun sameining mannkynsins, verður örugglega ekkert auðveldara en að enda styrjaldir í heiminum.
En fyrst verður að leggja af stað í þessa mikilvægu óvissuferð. Sameining mannkyns verður að vera hið eiginlega markmið friðar. Sú leið mun án efa útheimta raunir og mistök en líka lærdóm. Ef að við komum á friði í þeim tilgangi að ryðja leið nýjum tíma einingar mannkynsins þar sem mannréttindi verða virt að fullu, verður sá friður varanlegur.
Og hvernig einingu á ég þá við? Til að byrja með á ég við einingu í hugsun sem mun leiða til einingar í gjörðum. Það felur í sér að ekki nægir lengur að vera sammála um að vera ósammála.
Samráð verður að leiða til samþykkta sem eru grundvallaðar á sannleika, frekar en málmiðlunum við hann og til þess sem er til heilla fyrir alla fjölskyldu mannskynsins frekar en fáeina meðlimi hennar. Í kjölfar þeirra samþykkta verður að taka ákvarðanir um hvernig þeim skal framfylkt.
Og hver eru fyrstu skrefin á þessari leið?
Þau taka til róttækra breytinga á afstöðu okkar til; skólamála þ.e. kennarastéttarinnar og barna okkar, vistfræðilegrar nýtingar náttúruauðlinda, matvælagerðar og dreifingu matvæla, borgar og dreifbýlis- menningar, Þjóðernis, kynþátta, trúarbragða og kynjanna, upplýsingaöflunar, vísinda og samfélagsfræða.
Um þau mun ég fjalla í næsta pistli.
Enginn hernaður á Friðardaginn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.9.2009 | 03:27
Japanir taka af lífi gamalmenni á áttræðis aldri.
Eftir að hafa borðað morgunmat á jóladag árið 2006 var þremur öldruðum japönskum föngum og miðaldra fyrrum leigubílstjóra tilkynnt að þeir yrðu hengdir eftir klukkustund. Þeim var skipað að hreinsa klefa sína, biðja bænir sínar og skrifa erfðaskrár sínar.
Einn þeirra, Fujinami Yoshio, 75 ára fangi á dauðdeildinni skrifaði á snepil sem hann sendi til stuðningsfólks síns, áður en honum var ekið að gálganum í hjólastól; "Ég get ekki gengið sjálfur, ég er veikur, samt getið þið fengið ykkur til að drepa slíkan mann. Ég ætti að vera sá síðasti."
Japanir hafa löngum haft orð á sér fyrir að vera ólinir við sakamenn. Í Japan enda 99% af málum sem koma fyrir dóm með sakfellingu hins ákærða. Þá er einnig til þess tekið að stærsti hluti ákærðra játar á sig glæpinn.
Í Japan er dauðarefsing enn við lýði og nýtur mikils fylgis meðal almennings en 102 fangar bíða nú aftöku á dauðadeildum ríkisins. Margir þeirra eru háaldraðir og hafa verið geymdir í einangrun í tugi ára.
Aðstaða þeirra er svo skelfileg að Amnesty International (AI) hefur nýlega sent frá sér greinagerð þar sem fullyrt er að margir þeirra séu þegar orðnir geðveikir af vistinni. AI fer fram á að öllum aftökum í landinu verði frestað og gengið verði úr skugga um geðheilsu fanganna þar sem alþjóðleg lög kveða á um að ekki megi taka af lífi geðveika einstaklinga. Þá geri japönsk lög ráð fyrir hinu sama.
Talsmaður IA telur að meðferð fanganna á dauðdeildunum einkennist af "þögn,einangrun og algeru tilvistarleysi".
Fangar eru látnir vita af aftöku sinni með mjög skömmum fyrirvara. Þeir fá aðeins að hreyfa sig þrisvar í viku en verða þess á milli að sitja kyrrir í klefum sínum. Samskipti við aðra fanga eru engin. Af þessum sökum þjást þeir af geðsjúkdómum og ímyndunum.
Frá 1. janúar 2006 til 1. Janúar 2009 hafa 32 fangar verið teknir af lífi Japan. 17 þeirra voru eldri en 60 ára. Fimm voru á áttræðisaldri.
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 11:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)