Færsluflokkur: Bloggar

Risabolinn Chilli

BigCowHann heitir Chilli og hann er stundum kallaður "góðlyndi risinn" sem er eins gott fyrir Töru Nirula, stúlkuna sem sér um hann og sést hér á meðfylgjandi mynd.  Chilli hefur orð á sér fyrir að vera ljúflingur og hvers manns eftirlæti.

Eigendur Chilli hafa haft samband við heimsmetabókina sem nú metur gögnin um það hvort nautið er mögulega það stærsta í Bretlandi.

Þetta svarthvíta frísneska ungnaut vegur meira en eitt tonn og er sex fet og sex tommur á hæð sem er einni tommu hærra en hæsta naut Bretlands er skráð í dag.

Þrátt fyrir stærð sína, hefur Chilli aldrei verið alinn á neinu nema venjulegu grasi og sælgæti endrum og eins.

bigcowBNS_468x341Tuddinn er næstum jafn hár og hann er langur sýndi þess snemma merki að hann mundi verða stór, en hann var skilinn eftir á tröppunum á  Ferne dýraskjólinu í Chard, Somerset, aðeins sex daga gamall ásamt systur sinni sem aldrei hefur stækkað neitt umfram aðrar kýr. 

bigcowBNS_468x334Núna, níu árum seinna er Chilli enn að stækka og trúlega fer hann langt yfir núverandi hæðarmet kusa í Bretlandi og jafnvel í heiminum en það á bolinn  Fiorino sem býr á Ítalíu og er sex fet og átta tommur á hæð.

Stærð Chilli varð fyrst áþreifanleg þegar einhver tók eftir því að hann passaði ekki lengur í básinn sem honum var ætlaður í fjósinu.

(Það minnir nokkuð á ástæðuna fyrir því að aldrei var farið út í að splæsa gen íslenska kúakynsins við það norska, því þótt það mundi eflaust auka mjólkurframleiðslu þess íslenska, mundi um leið þurfa að stækka alla bása í íslenskum fjósum og af því hljótast mikill kostnaður)


3000 ára gömul mynd af Michael Jackson

mj egyptFyrir rúmum 3000 árum gerði einhver listrænn Egypti þessa andlitsmynd af landa sínum sem líkleg var kvenkyns. Þegar að munir frá Egyptalandi streymdu út úr landinu á erlend söfn fyrir rúmum hundrað árum, lenti þessi andlitsmyndmynd á Field safninu í Chicago og hefur víst verið þar til sýnis síðustu áratugina.

Þetta mundi varla teljast í frásögur færandi ef ekki væri fyrir þá undarlegu tilviljun að myndin er ákaflega lík Micahel heitnum Jackson þegar hann var ungur og  hafði ekki  látið rústa á sér andlitinu með fjölda lýtaaðgerða.  Það er að segja, fyrir utan nefið sem er mjög svipað og það varð á Jackson eftir aðgerðirnar allar, ef það var þá ekki gervinef eins og sumir halda fram.

Essential-Michael-JacksonNú hafa stjórnendur safnsins runnið að peningaþefinn af  post mortum Jackson æðinu og komið á kreik getgátum um að Jackson kunni að hafa haft þessa brjóstmynd að fyrirmynd þegar hann lét breyta andliti sínu.

Ég hef forðast eins og heitan eldinn að blogga um Michael eftir að hann lést en stenst ekki lengur mátið. Þessi saga er einum og góð.

 


Hafdís Huld og Bubbi

3afsfgdsfgHún er eins og ferskur blær og hann eins og kletturinn í hafinu. Ég var að koma af tónleikum með Hafdísi Huld og Bubba. Þau sungu og spiluðu fyrir troðfullum sal á Rósenberg. Bubbi hitaði upp fyrir Hafdísi og  tók m.a. nokkur lög sem ég hef ekki heyrt áður. Eitt um 14 ára stúlku sem var nauðgað af fjórum piltum og annað um homma sem verður fyrir ofsóknum á vestfjörðum.

Ég veit ekki nákvæmlega hvað það er við Hafdísi Huld sem fær mann til að hlusta á hana af svo mikilli einbeitingu að mann verkjar í kjálkanna. Hún er stórskemmtileg á sviði og textarnir hennar (á ensku) eru bráðsmellnir og frumlegir. Alistair, kærastinn hennar, spilar undir öll lögin og það er ljóst að á milli  þeirra ríkir sérstakur andi sem skilar sér á sviðinu.

113705Bubbi og Hafdís tóku saman lagið í lokin. Munurinn á þessum tveimur frábæru tónlistarmönnum getur ekki hafa farið fram hjá neinum. - Bubbi svo gamall í hettunni og svo góður að jafnvel mistökin sem hann gerir eru flott. Hafdís, upprennandi stjarna, óðum að hasla sér völl á erlendri grundu (eitthvað sem Bubba tókst aldrei að fullu) og ein af björtustu vonum Íslands. Textar hennar og lög eru létt og full af græskulausu gamni en lög og textar Bubba eins og hann sé sjálfskipuð samviska þjóðarinnar.

Fárbær skemmtun í alla staði. Takk fyrir það Hafdís Huld, Bubbi og Alistair.


Hver eru þín "Sjö undur veraldar"?

SevenWondersOfTheWorldFyrir skömmu voru tilkynnt úrslit í alþjóðlegri atkvæðagreiðslu sem fór fram um það hver skyldu teljast hin nýju "sjö undur veraldar". Yfir 100 milljón atkvæði voru send inn til svissnesku stofnunarinnar sem stóð fyrir kosningunni en úrslitin voru samt nokkuð fyrirsjáanleg. 

Í gegnum tíðina hafa verið gerðir nokkuð margir listar yfir "sjö undur veraldar" og þeim jafnvel skipt upp í tímabil, fornaldar undur, miðalda undur og nútíma undur. Ég ætla ekki að elta ólar við þá lista hér en rétt er að geta hinna sjö upphaflegu undra.

Af hinum  fornu sjö undrum veraldar, er aðeins eitt enn uppistandandi en það er píramídinn mikli í Giza. Hin voru, eins og flestir vita; hinir svífandi garðar Babýlon, styttan af Seifi á Ólympíu, hof Artemiar í Ephesus, grafhvelfing Halikarnassusar, risastyttan við innsiglinguna á Rhodes og vitinn við Alexandríu.

14wondarHin nýju undur sem urðu fyrir valinu í umgetinni kosningu voru; Chichen Itza á Yucatán-skaga í Mexikó, Kristsstyttan yfir Rio de Janeiro í Brazilíu, Colosseum í Róm, Kínamúrinn, Machu Picchu í Perú,  Petra í Jórdaníu, Taj Mahal á Indlandi og síðan píramídinn í Giza.

Ég verð að viðurkenna að þessi kosning fór alveg framhjá mér en ég sé á þessum úrslitum að mín atkvæði hefðu hvort eð er farið ofan garð og neðan.

Þau hefðu verið einhvern veginn svona;

.IMG_9470_Plaine_des_jarres_sSteinkrukkusléttan í Norður Laos.

 

Lotus-Temple-delhiLótusinn í Nýju Delhí á Indlandi.

 

5574106Savuka gullnáman í suður Afríku.Hún er 4 km djúp.

news-011909b-lgTunglferja Apollós 11.

 

(Troll A) troll_design_medTröllið A, norski olíuborpallurinn.

 

 

 

mearot_avivNahal Mearot hellarnir á Karmel fjalli í Ísrael.

1Svissneski öreindahraðallinn

 

 

 

 

 

 


Hvernig þú færð aðra til að líka við þig

South%20ParkAllir vilja að örðum líki vel við sig. Hundruð þykkra doðranta hafa verið skrifaðar um efnið en yfirleitt eru þær svo flóknar að fólk gleymir þeim jafnóðum. Þess vegna ákvað ég að taka saman í eins stuttu máli og hægt er, þá þætti sem reynslan hefur sýnt að gerir fólk vinsælla en nokkuð annað. Ef þú tileinkar þér þessar einföldu ráðleggingar mun fólki líka við þig. Prófaðu bara í næsta skipti sem þú hittir einhvern. Ég ábyrgist að þetta virkar.                                   Ef ekki færðu peningana þína aftur:)

Til að fólki líki við þig skaltu:

1. Sýna öðru fólki einlægan áhuga.

2. Brosa

3. Muna eftir hvað fólk heitir.

4. Spyrja spurninga....og þegja svo

5. Spyrja um það sem aðrir hafa áhuga á

6. Slá fólki einlæga gullhamra


Klúður hjá Neil Armstrong í "tunglskrefinu"

Frægasta setning síðust aldar er ótvírætt setningin sem Neil Armstrong sagði þegar hann fyrstur manna steig niður á tunglið 20. júlí árið 1969; . "One small step for man. One giant leap for mankind".

 Svona hefur setningin verið skrifuð og þetta er það sem heyrist á öllum afritum af setningunni sem milljónir manna heyrðu hann segja í beinni útsendingu frá fyrstu tungllendingunni þegar Neil sté úr stiga tunglferjunnar Erninum og niður á mánann.

Neil Armstrong during Apollo 11 mission (Nasa)                                    Ein af fáum myndum sem til eru af Neil Armstrong á tunglinu

"Eitt lítið skref fyrir manninn. Eitt stórt stökk fyrir mannkynið" sem er bókstaflega þýðingin á þessari setningu. Í þessu samhengi þýðir "manninn" það sama og "mannkynið" þannig að setningin verður merkingarfræðilega hálfgert klúður.

Þess vegna hefur Neil Armstrong ávallt haldið því fram að hann hafi sagt "Eitt lítið skref fyrir mann." þ.e. "One small step for a man" en a-ið hafi fyrirfarist í útsendingunni og einfaldlega ekki heyrst. Auki hafi hann mjög mjúkan hreim eins og allir frá Ohio þar sem a-in heyrast varla.

 

Neil Armstrong (Nasa)
Mr Armstrong sagði að hann hefði sagt "eitt lítið skref fyrir mann"

Nú hefur verið sannað að a-ið var aldrei sagt og að Neil hefur líklega sleppt því vegna álagsins sem hann var undir.

Þegar setningunni hefur verið breytt í stafrænar upplýsingar sést vel að það er ekkert pláss fyrir a-ið því að r-ið í "for" rennur saman við m-ið í "man". Rannsókn á raddbeitingu Armstrongs gefur til kynna að hann hafi ætlað að sega "a man" því hann hækkar tóninn í "man" en lækkar hann í "mankind".

Þá bendir margt til að þessi fræga setning sem allir hafa haldið vera samda fyrir Neil að segja af einhverjum hjá NASA eða jafnvel í Hvíta húsinu, hafi verið spunnin upp af honum sjálfum á staðnum.

Bent er á að hrynjandin í málfari Armstrongs og að það vanti samtengingar í textann eins og "og" eða "en" sem yfirleitt fylgir skrifuðum texta, séu vísbendingar um að hann hafi sagt það sem hann sagði af sjálfum sér. Merkingarfræðileg mistök hans renna líka stoðum undir þessa kenningu.  

                    Tunglferjan Örnin á leiðinni niður á Tunglið 20. júlí 1969
 

 

Of hrædd til að ferðast saman í sömu flugvél -

090602-flight-main-12e07f87-6448-4ade-9a41-cf51495a3f7bSögur þeirra farþega sem hurfu í Atlantshafið með flugi Air France AF 447 og aðstandenda þeirra eru byrjaðar að flæða um fjölmiðlana og netið. Ein þeirra segir frá hinni sænsku Schnabl fjölskyldu.

Christine 34 ára og eiginmaður hennar höfðu búið í Rio de Janeiro í tíu ár, en upprunalega voru þau frá Svíþjóð. þau áttu tvö börn, Philip fimm ára og þriggja ára dóttur.

Þau ákváðu að heimsækja Svíþjóð saman en vegna þess að bæði voru hrædd við að lenda í flugslysi ákváðu þau að skipta fjölskyldunni upp og taka sitt hvora vélina til Parísar og aka þaðan til Svíþjóðar.  

Herra Schnabl  ásamt dótturinni tók vél sem fór á undan og þau lentu  heilu á höldnu í París nokkrum tímum seinna. Hann spurðist fyrir um vélina sem Christine kona hans og sonur hans Philip höfðu tekið og fór í loftið tveimur tímum á eftir hans vél.

Honum var þá sagt að hennar væri saknað. 


Mörgæsa-hommarnir Z og Vielpunkt

image.axd?picture=gaypenguinsÍ dýragarðinum í Bremerhaven, búa þeir Z og Vielpunkt. Þeir eru samkynhneigðar karlmörgæsir sem var gefið egg að liggja á eftir að raunverulegir foreldar þess höfðu hafnað því.  -

Hommaparið er nú afar upptekið við að ala upp ungann sem er þegar orðin fjögra vikna gamall.

Dýragarðurinn komst í fréttirnar 2005 þegar hann setti á laggirnar sérstaka rannsókn á samkynhneigð mörgæsa þá ljóst varð að meðal mörgæsa garðsins voru þrjú pör af samkynhneigðum karlfuglum.

Þessi Þrjú pör gerði ítrekaðar tilraunir til að eðla sig og reyna síðan að liggja á og klekja út steinvölum í kjölfarið.

gay-penguinsÞegar að stjórnendur dýragarðsins létu fljúga fjórum kvenfuglum til Þýskalands og koma þeim fyrir í sömu kerbúrum og karlfuglunum samkynhneigðu, urðu þeir að hætta við þau áform all-snarlega, vegna gífurlegra mótmæla samkynhneigðra aðgerðasinna, sem ásökuðu dýragarðinn um afskipti af eðlilegri hegðun dýrana.

Samkynhneigðu mörgæsirnar sex fengu að vera áfram dýragarðinum og nú ala tvær þeirra upp ungan sem þeir sjálfir klöktu út úr eggi sem hafði verið hafnað. Samkynhneigð meðal mörgæsa er þekkt fyrirbrigði annarstaðar frá og einnig að mörgæsahommar hafi tekið að sér munaðarlausa unga og alið þá upp.

Á síðasta ári t.d. átti að reka tvo  mörgæsa-homma í burtu úr dýragarði í Kína fyrir að stela eggi frá gagnkynhneigðu pari. Eftir að dýraverndunarsamtök tóku málstað hommanna var þeim gefið egg til að klekja og voru þeir eftir það til friðs.

Vel er einnig kunnugt um samkynhneigð meðal annarra dýra sem þó er ekki að fullu skýrð. Því hefur verið haldið fram að hún þjóni fjölbreyttum tilgangi. Meðal bonobo apa sé hún notuð til að árétta yfirráð og meðal sumra fuglategunda séu það kvenfuglar sem para sig saman til að ala upp ungana. 

Hjá öðrum tegundum sé það hvötin til að eðla sig þótt enginn sé makinn af gagnstæðu kyni til staðar, en líkt og hjá mönnum, virðast sumar tegundir njóta kynlífs sem ekki hefur í för með sér tímgun.


Harmleikurinn við Beachy Head

Breskir fjölmiðlar hafa fjallað mikið um þá hörmulegu atburði sem áttu sér stað s.l. sunnudag við Beachy Head hamra í austur Sussex. forsaga þeirra er í stuttu máli þessi;

Kazumi, Neil og SamKazumi og Neil Puttick eignuðust son fyrir fimm árum. Þau nefndu hann Sam. Aðeins sextán mánaða lenti hann í bílslysi og hlaut af því miklar mænuskemmdir. Sam lamaðist frá höfði og niður. Móðir hans Kazumi sem var hjúkrunarkona að mennt helgaði sig algjörlega umönnun Sams litla og sérstakur sjóður var stofnaður til styrktar honum. Með aðstoð sjóðpeninganna var keyptur sérútbúnaður fyrir Sam. Í janúar er haft eftir föður hans í viðtali þar sem hann þakkaði öllum sem að höfðu komið. "Ég er faðir sem aðeins langar til að sjá son sinn vaxa úr grasi hamingjusaman og heilbrigðan. Þið hafið gefið fjölskyldu okkar tækiæri til að sjá son okkar alast upp, þrátt fyrir slysið, og verða að þeirri persónu sem hann alltaf hefði orðið að."

Fyrir viku síðan veiktist Sam og læknar greindu hann með alvarlega heilahimnubólgu. Foreldrum hans var sagt að batahorfur væru afar litlar. Þau ákváðu að fara með Sam heim þar sem hann dó s.l. föstudag.

Á sunnudagskvöl fann strandgæslan lík Kazumi, Neils og Sams fyrir neðan klettana við ströndina við Beachy Head. Bifreið þeirra hjóna fannst í stæði skammt frá þessum alræmda sjálfvígastað, um 150 km. frá heimili þeirra. Niðurbrotin og yfirbuguð af sorg höfðu hjónin komið líki Sams fyrir í bakpoka ásamt uppáhalds leikföngunum hans og stokkið með hann á milli sín fram af 150 metra háum sjávarklettunum.

 

Hér að neðan er stutt myndband sem sýnir foreldra Sams þjálfa hann.


"Its a little piece of Iceland in my yard"

Svanir og garður 005Fyrir framan hverja íbúð í húsaröðinni þar sem ég bý í borginni Bath á Englandi, eru smá blettir sem íbúunum eru ætlaðir til afnota. Bletturinn fyrir framan íbúðina mína er sá eini sem er ósleginn. Ástæðan er sú að aðeins á þessum litla bletti má sjá blóm sem minna mig á Ísland. Fíflar, biðukollur, sóleyjar og baldursbrár. Ekki að heimþrá kvelji mig neitt sérstaklega, en mér finnst samt gott að geta litið út um gluggann og séð eitthvað afar kunnuglegt. Ég hef tekið eftir því að þessi blóm er hvergi að finna í öðrum húsgörðum hér í kring. En í garðinum mínum dafna þau vel. Jafnvel á túninu sem liggur niður að ánni Avon hinumegin við götuna, sjást þau hvergi. 

Nágrannar mínir halda auðvitað að ég sé bara svona latur að ég nenni ekki að slá blettinn. En þeir sem hafa haft orð á þessu við mig hafa fengið þessa skýringu. "Its a little piece of Iceland in my yard".

Svanir og garður 001Annars hef ég verð dálítið miður mín undafarna daga. Álftaparið sem ég bloggaði um fyrir stuttu lenti greinilega í einhverjum hremmingum með varpið. Fyrir nokkrum dögum kom ég að hreiðrinu og sá að það var autt. Tvö egg lágu út í vatninu, enginn skurn eða neitt í hreiðrinu og hvorugt þeirra hjóna sjáanlegt á ánni.

Maður nokkur sem sá að ég var að skyggnast um eftir þeim, stoppaði mig og sagði að það væri haldið að varpinu hefði verið spillt af einhverjum pörupiltum. Ég tók þessa skýringu trúanlega og syrgði í hljóði mennska ónáttúru.

Í dag gekk ég upp með á og viti menn. Í grennd við hreiðrið sá ég hvar hjónin komu siglandi og ekki var betur séð en að á baki karlsins sætu tveir örsmáir dúnboltar. Hvað sem gerðist tókst frúnni greinilega að klekja út tveimur eggjum, og það var alla vega nóg til að ég tæki gleði mína á ný.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband