Færsluflokkur: Bloggar

Le petit homme

ShortyMjög margir af vinsælustu karl-fyrirmyndum 20. aldarinnar, allt frá fótboltaköppum eins og Diego Maradona til breiðfylkinga af karlleikurum frá Hollywood, voru eða eru afar smávaxnir.

Meðal þeirra eru; Tom Cruise (1.702 m) Danny DeVito (1.524 m) Dustin Hoffman ( 1.676 m) Dudley Moore ( 1.588 m) Al Pacino (1.664 m)

Þrátt fyrir frægð sína og vinsældir hafa þeir mátt þola marga háð-stunguna. Til dæmis er nafn kvikmyndarinnar "Get Shorty" er einmitt sótt í þessa klisju.

Þá voru mörg af stórmennum sögunnar, frekar rindilslega vaxnir og þurftu fyrir þær sakir að þola ýmsar rætnar glósur. Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti er einn stysti þjóðarleiðtogi heimsins. Hann er right up there með Kim Jong-il frá N-Kóreu og Putin Rússlandsforseta.  

Nicolas hefur fengið sinn skammt af háði vegna þess hve stuttur hann er og hégómagirni hans sjálfs gefur fólki oft ærna ástæðu til að minnast á smæð hans.

Nicolas og Putin Rússlandsforseti taka sig ágætlega út saman, áþekkir á hæð og báðir ganga þeir með þá grillu, þrátt fyrir rindilsháttinn, að þeir séu ímynd karlmennskunnar. Kannski var það einmitt smæð þeirra sem var hvatinn að því að þeir sóttust eftir áhrifum og komust í efstu valdastöður heimalanda sinna. 

Alla vega virðast Íslendingar hafa gert sér grein fyrir að það fer ekki allt eftir stærðinni. Um það vitna orðariltækin.....margur er knár þótt hann sé smár.... og oft veltir lítil þúfa þungu hlassi...og þekkiði ekki einhverja fleiri svona málshætti sem segja það sama????


mbl.is Stærðin sögð skipta máli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er hægt að stöðva bloggróg?

image01418Eins og mál hafa þróast er bloggið eini fjölmiðillinn sem almenningur á svo til óheftan aðgang að til að tjá sig á almannafæri. Sumir eru smeykir við að standa með fullu nafni og kennitölu að baki skoðana sinna á þessum vettvangi og skrifa því undir dulnefni, minnugir þess að reynslan sýnir að það geti verið viturlegt að fara leynt, sérstaklega þar sem þröngur hópur valdhafa er í aðstöðu til að beita sér óvægilega gegn fólki sem ekki er þeim þóknanlegt í málflutningi sínum.

Auðvitað býr  þessi óheftanalegi miðill við vissa annmarka og neikvæðu hliðar hans eru flestum augljósar. Það er til dæmis ekki hægt að stöðva þá sem eru ákveðnir í að misnota hann til að koma höggi á þá sem þeim er illa við og slúður og missagnir vaða uppi.

Baktal og rógur, sem reyndar er viðamikill hluti af efni flestra nútíma fjölmiðla og það sem gjarnan er réttilega flokkað undir slúður, er viðtekin og sjálfsagður fylgifiskur nútíma fjölmiðla-menningar. -

Þeir sem kjósa að lifa lífi sínu "í sviðsljósinu" verða fyrir fjölmörgum slíkum slúður-árásum af hendi fjölmiðla og þeir sem ekki hafa nægilegan harðan skráp til að standa slíkt af sér eiga í raun ekkert erindi í inn í þá ljónagryfju sem fylgir því að vera "opinber" persóna.

bigstockphoto_Two_Rats_2253199Nýlega hafa nafnlausir bloggarar legið undi ámæli frá stjórnmálamanni og þekktum peningamanni fyrir að hafa vegið að þeim og mannorði þeirra með athugasemdum við bloggfærslur og/eða í sjálfum pistlunum.  - Þessum opinberu persónum finnst skiljanlega súrt í broti að vita ekki deili á þeim sem óhróðrinum dreifa og finnst þess vegna þeir ekki geta borið almennilega hönd yfir höfuð sér. Það þýðir; kært viðkomandi fyrir róg.

Vitandi að það er ekkert sem getur stöðvað aðgang almennings að internetinu og að fólk tjái sig á því eins og því einu sýnist, verða opinberar persónur að gera sér grein fyrir því að orðstír þeirra er algerlega komin undir heiðarleika og jafnvel traustverðugleika almennings. Það hlýtur að vekja þeim ugg í brjósti, vitandi um alla breyskleika sína eins og mannlegt er. 

cover1Þess vegna er ekki undarlegt þótt einhverjir reyni að snúa málum sér í hag þegar tækifæri býðst, með því að ásaka bloggara um að vera orsök vandræða sinna og segja þá t.d. ábyrga fyrir óvinsældum sínum og því vantrausti sem fólk hefur fengið á þeim. Þetta má t.d. heimfæra upp á fyrrverandi viðskiptamálráðherra.

Hann lýsti því yfir að hann hafi verið ofsóttur af nafnlausum bloggurum sem eyðilagt hafi fyrir honum orðstír hans. Þótt að ég sé persónulega á því að það hafi ekki verið úr háum söðli að detta fyrir þennan ákveðna einstakling, finnst mér hann allrar samúðar verður. Slæmt hátterni á aldrei að verðlauna og verður að fordæma. 

En jafnframt verður að minna hann og aðra sem tekist hafa á hendur stjórn þjóðarskútunnar, að niðrí lest mala rotturnar og þær eru jafn miklir ferðlangar á þessari sjóferð og þeir sjálfir og eiga jafn mikið, ef ekki meira, undir því að þeir geti staðið af sér ágjöfina upp á þilfarinu, svo líkingin sé pínd til hins ýtrasta. 


Hið dularfulla sjórán á Arctic Sea

alg_cargo-ship_arctic-seaÍ júlí mánuði sigldi skipið Arctic Sea frá Finnlandi með rússneska áhöfn innanborðs. Förinni var heitið til Alsír og um borð var samkvæmt farmskjölum; timbur talið ca. tveggja milljóna dala virði.  Nokkrum dögum síðar var tilkynnt um hvarf skipsins og síðan að skipinu hefði verið rænt af sjóræningjum. Ef rétt reynist er þetta fyrsta sjóránið á þessum slóðum í nokkur hundruð ár.

 Mjög fljótlega varð ljóst að ekki var allt sem sýndist. Upp spruttu sögur um að skipið hefði einhvern allt annan farm en farmskjölin segðu til um.

Það sem gerst hefur síðan er að skip úr rússneska flotanum hafa fundið Arctic Sea og mennirnir sem komu um borð í skipið þann 24. júlí hafa verið ákærðir fyrir mannrán og sjórán. Skipsstjórinn og  áhöfnin eru einnig enn í haldi og hver sem farmurinn var, hefur hann verið kyrrsettur.

119051-russia-charges-eight-with-arctic-sea-hijacking-410x230Við fyrstu leit fannst ekkert óvenjulegt í lestum skipsins og nú hafa rússnesk yfirvöld gefið út yfirlýsingu sem sjálfsagt verður að duga sem endanleg skýring á því sem gerðist. Þetta var tilraun til sjóráns sem rússneski sjóherinn kom í veg fyrir án þess að skoti væri hleypt af.

Ýmis smáatriði sem virka ruglandi eru látin óskýrð og þess vegna grunar marga að sannleikurinn sé öllu vafasamari. Bent hefur verið á þann möguleika að Arctic Sea hafi verið að flytja vopn til mið-austurlanda og skipið hafi verið stöðvað af Ísraelsmönnum.

Sá sem er hvað fróðastur um málið er án efa sérfræðingur ESB um sjórán; Tarmo Kouts aðmíráll frá Eistlandi . Hann segir að ef farmurinn hafi verið flugskeyti geti það skýrt furðulega hegðun Rússa þennan mánuð sem atburðirnir áttu sér stað.

article-0-061D600A000005DC-187_468x344Kouts segir að lang-líklegast sé að Ísraelsmenn hafi stöðvað skipið. Þeirri útgáfu hafa rússnesk yfirvöld mótmælt kröftuglega og fulltrúi Rússa hjá NATO, Dmitri Rogozin hefur sagt að Kouts eigi að "hætta þessari munnræpu".

Útgáfan frá Moskvu er svona; Arctic Sea, mannað rússneskri áhöfn, sigldi frá Finnlandi þann 22. júlí undir maltneskum fána á leið til Alsír. Um borð var timbur sem var tveggja milljóna dollara virði. 24. júlí réðust átta fyrrum rússneskir mannræningjar um borð.

Tækið sem gaf til kynna staðsetningu skipsins var tekið úr sambandi í enda mánaðarins þegar að skipið sigldi út úr Ermasundi út á Atlantshaf og hvarf svo eftir það. 12. ágúst sendi rússneski sjóherinn skip á vettvang til að leita að Arctic Sea. Viku seinna lýstu Rússar því yfir að skipinu og áhöfninni hefði verið bjargað.

arctic-sea_1466102cEn eftir því sem fleiri smáatriði málsins komu í ljós, varð sagan æ gruggugri og skýringar Rússa hjálpa lítið til að skýra hana.

Til dæmis er spurt; af hverju réðust ræningjarnir á Arctic Sea sem sigldi með mjög ódýran farm, þegar fullt var af skipum  á sömu slóðum með miklu verðmætari farm? Hvers vegna sendi skipið ekki út hjálparkall þegar á það var ráðist?

Hvað var forseti Ísraels Shimon Peres að gera í skyndiheimsókn til Rússlands daginn eftir að skipinu var bjargað?

 Hversvegna beið Rússland svona lengi með að senda skip á vettvang til að finna skipið?

 Og hvað meinti Dmitri Bartenev, bróðir eins hinna meintu sjóræningja þegar hann sagði í viðtali við eistneska sjónvarpið þann 24. ágúst að bróðir sinn og félagar hans hefðu verið "veiddir í gildru." "...þeir fóru til að finna vinnu og nú eru þeir peð í einhverjum pólitískum leik"?

btre57k1eyt00btre57k1eyt00i50878800Svo eru það spurningarnar í tengslum við björgun Arctic Sea. Skipanir komu frá Kremlin, Anatoly Serdyukov varnarmálráðherra um að floti sem m.a. samanstóð af kafbátum og tundurspillum tæki þátt í aðgerðinni ásamt fleiri skipum. Til hvers þessir miklu yfirburðir gegn átta mönnum?

Það tók fimm daga að finna skipið þótt utanríkisráðuneytið bæri það seinna til baka og sagði að rússnesk stjórnvöld hefðu alltaf vitað hvar skipið væri.

Til að fljúga áhöfninni og ræningjunum til Moskvu, alls 19 manns, voru sendar tvær risastórar hergagna-flutningsvélar.

Og þegar komið var til Moskvu var áhöfnin sett í einangrun eins og sjóræningjarnir. Hvorugir máttu tala við fjölskyldur sínar hvað þá fjölmiðla.

"Af þeim staðreyndum sem liggja fyrir,  án getgáta, er ljóst að þetta var ekki sjórán" segir Mikhail Voitenko, ritstjóri rússneska sjávarmála ritsins Sovfrakht, sem hefur fylgst með og skýrt frá óvenjulegum atburðum sem gerast til sjós, í tugi ára. "Það er ekki hægt að fela skip í margar  vikur nema með aðstoð ríkisstjórna."


Heimssál blaðamanna og fyrirsætan sem notar föt númer 14

glamour-magazine-272x368Það er ekki á hverju degi sem fyrirsætur komast í heimspressuna fyrir það eitt að líta ekki út eins og flestar fyrirsætur gera. En það gerði Lizzie Miller, tvítug bandarísk stelpa sem sat fyrir í nýjasta tölublaði tímaritsins Glamour. Hún notar víst talsvert stærri númer en aðrar fyrirsætur gera, en hver sér það á myndum eins og þessari sem príðir forsíðu þessa bandaríska tímarits. 

Það sem mér finnst mest áhugavert við þessa frétt er að hún skuli vera frétt sem birtist í öllum helstu fjölmiðlum heimsins. Það er eins og að Lizzie hafi snert við einhverju í heimssál blaðamanna og fjölmiðlafólks sem segir þeim að það séu fréttir, ekki bara til næsta bæjar, heldur tíðindi sem heimsbyggðin má ekki missa af, að stúlka sitji fyrir hjá tímariti sem hefur maga, læri og brjóst eins og flestar jafnöldrur hennar.

lizzie-miller-276x368Sagan segir að tímaritið hafi fengið óvenju mikil viðbrögð við þessari myndbirtingu. Konur víðs vegar um Bandaríkin segjast hafa "gert sér grein fyrir að það væru til aðrar konur sem litu út eins og þær."

 Það gefur sterklega til kynna að búið sé að koma þeirri firru kyrfilega fyrir í bandarískum konum að flestar konur líti út eins og myndirnar af súpermódelunum þar sem hver punktur hefur verið fótósjoppaður.


Jessica Simpson um undirfötin sín

jessica_simpson_black_whiteLjósið fer hraðar en hljóðið. Þess vegna virðast sumar manneskjur ljóma þangað til þú heyrir hvað þær eru segja.  

Mér datt þessi lumma í hug þegar ég las þetta (gamla) slúður um Jessicu Simpson sem ég féll fyrir í ca. 10 sekúndur fyrst þegar ég sá myndina af henni.  Svo las ég viðtalið þar sem hún segir að hún "trúi því fastlega" að nærfötin hennar "setji tóninn" fyrir daginn. Þessi 29 ára gamla ljóska sem er nýbúin að setja á markaðinn eigin undirfatalínu sagði þessa ódauðlegu setningu við það tækifæri; "Auðvitað elska ég undirfatnað. Hvaða stelpa gerir það ekki? Undirfatnaðurinn minn endurspeglar hvernig mér líður þegar ég vakna og hjálpar mér að setja tóninn fyrir daginn. Ég klæðist því sem skap mitt segir til um".

Með svona gullkorn á reiðum höndum ætti hún vel heima í Simpson teiknimyndunum. Hún þarf ekki einu sinni að breyta um nafn.


Auglýst eftir "Nýja Íslandi"

New_Iceland_Youth_Choir_08Núverandi stjórnvöldum er tíðrætt um að þeirra helsta verkefni sé að "moka flórinn" eftir langvarandi óstjórn fyrri ríkisstjórna og "slökkva eldanna" sem ógna þjóðarskútunni og kveiktir voru af hálfri þjóðinni, miðað við öll krosstengslin sem eru að koma upp úr kafinu.

Að bjarga því sem bjargað verður er auðvitað göfugt verkefni og þarft. Fram að þessu hefur verið nóg að gera við að fá það samþykkt að flórinn og eldarnir verði yfirleitt meðhöndlaðir á einhvern hátt. Orkan og tíminn sem farið hafa í þetta verk fram að þessu hafa ekki skilið eftir mikið til að sinna öðrum og ekki síður brýnni málum. Það sem um ræðir er stefnumótun fyrir nýja þjóðarsátt og viðreisnarsýnar fyrir þjóðina.

Því miður sér ekki enn fyrir endann á björgunarstarfinu og ef fer sem horfir, munu stjórnmálflokkarnir halda áfram að nálgast lausnirnar sem ákveðið verður að beita, út frá sínum þröngu flokkspólitísku  hagsmunum.

P4251629Áður en gengið var til kosninga fyrr á árinu, voru margir vongóðir um að mikilla endurbóta í þjóðfélaginu væri að vænta. Þannig töluðu stjórnmálamenn þá og almenningur talaði um "Nýja Ísland" og nýja sýn sem sameina mundi þjóðina í að endurreisa efnahagslíf hennar á réttlátari grunni. Þessi sýn, hafi hún nokkru sinni verið til í huga stjórnmálamanna, hefur horfið í þoku flokkspólitískra þræta og sundurlyndi.

Agnar Kristján Þorsteinsson (AK-72) skrifaði fyrir skemmstu afar góða grein sem hann nefnir "Hugleiðingar Ísþræls".

Í niðurlagi greinarinnar setur höfundar fram kröfur sem bergmála vel þær hugmyndirnar um betra og réttlátara samfélag sem svo mikið var haldið á lofti fyrir kosningar og kominn er tími til að minna kröftuglega á aftur því þær virðast hafa gleymst fljótlega eftir að stjórnmálaflokkunum var aftur gefið umboð til að stökkva niður í kunnuglegar skotgrafir sínar í meðhöndlun allra mála. Kröfur Agnars eru m.a. sem hér segir; 

Ég krefst þess og tel það algjört skilyrði, að hér verði myndað nýr samfélagssáttmáli eða hið „Nýja Ísland“ og það verði ekki andvana fætt eða kæft í þinghúsinu eftir að róast í samfélaginu. Það skal verða stjórnlagaþing, það skal verða ný stjórnarskrá skrifuð af almenningi og fyrir þjóðina alla.

Ég krefst þess að þingmenn, ráðherrar og stjórnsýslan öll verði látin gangast undir strangar siðareglur sem hafi hagsmuni almennings að leiðarljósi og að Alþingi verði ekki lengur skúffufyrirtæki valdaætta, viðskiptablokka, auðmanna eða Viðskiptaráðs heldur Alþingi verði fyrir alla borgara landsins.

Ég krefst þess að það verði tryggt með lögum að siðferði verði látið ríkja í viðskiptum og þrengt verði að því frelsi sem orsakaði hrunið, frelsinu til að mega vera siðblindur og iðka slíkt í viðskiptum og hörð viðurlög verði sett við brotum þar.

Og að lokum krefst ég þess, að hér rísi upp réttlátt samfélag,  gott samfélag sem ég get og vil búa í, samfélag þar sem maður getur horft framan í spegilinn og sagt:“Ég þraukaði, ég barðist og ég uppskar samfélag vonar, virðingar og sáttar öllum til handa.“ Ef það gengur eftir og þetta haft að leiðarljósi, þá er ég tilbúinn til þess að þrauka þorrann. Ef ekki þá er bara eitt sem hægt er að segja:

„Guð blessi Ísland, ég er farinn!“


Keppt um að komast til Tortóla

modern-vikings-the-race-to-tortola"Nútíma Víkingar" setur þig í spor nútíma víkinga eða "útrásarvíkinga" eins og þeir eru kallaðir á Íslandi. Markmið leiksins er að koma eins miklu af "skítugum" peningum til karabísku eyjarinnar Tortóla til hreinsunar. Komdu eins miklu af skítugum peningum undan og hægt er áður en að lögreglan nær þér. Lykilinn að góðum árangri er í verðbréfunum. Safnaðu peningum og verðbréfum.

Þetta eru byrjunarleiðbeiningarnar í tölvuleik sem þau Friðrik, Guðný og Friðbert hafa hannað og heitir "Modern Viking - The Race to Tortola". Hann er að finna hér. og víða annarsstaðar á netinu.

dickheadEins og kom fram í fréttum fyrr á árinu voru mörg hundruð félög stofnuð á Tortóla eyju af íslenskum aðilum og dótturfélögum íslenskra fyrirtækja erlendis.

Eflaust hafa þær fréttir orðið kveikjan að leiknum. Í leiknum er löggan á fleygiferð til að reyna að ná útrásarvíkingunum og að því leiti er hann ekki raunveruleikanum samkvæmur.

Tortóla er mikil skattaparadís og hefur eins og hinar Jómfrúareyjarnar miklar tekjur af að þjónusta þá sem vilja skjóta peningum sínum undan skatti í heimalöndum sínum.

Á Tortóla er líka góð aðstaða er fyrir þá sem geta hugsað sér að setjast í helgan stein eftir að hafa sankað að sér einhverju fé, illa fengnu eða ekki og sólað sig í góðu yfirlæti í sundlaugum eða heitum hafstraumunum sem leika um eyjarnar. Aðeins 7% eyjarbúa eru ekki innfæddir og Íslendingana sem þar búa má t.d. þekkja úr langri fjarlægð.

 

 

 


Af hverju girðir hún bara ekki niðrum sig og málið er dautt?

0f654420-67c3-4177-adaa-47055daaf899

Af hverju girðir hún bara ekki niðrum sig og málið er dautt?

Margir spurðu þessarar spurningar og enn fleiri hugsuðu hana þegar sá kvittur komst upp að Caster Semenya, 18 ára stúlka frá suður Afríku sem vann óvænt 800 metra hlaupið (1:55.45.) á heimsmeistaramótinu í frjálsum í Berlín fyrir nokkrum dögum, væri ekki stúlka heldur karlmaður. 

En því miður er málið ekki svona einfalt. Kyn ræðst víst ekki lengur af gerð kynfæra fremur en kynhneigð.  Til að greina kyn hennar (ég læt hana njóta vafans og kalla hana "hana") svo ekki verði um villst verður hún að ganga í gegnum margar læknaskoðanir og rannsóknir.

ThipeTsholofeloSumar þeirra eru ansi flóknar.  Að þeim verða að koma hol-líffærasérfræðingur, kvenlæknir, sálfræðingur, litninga og erfða-sérfræðingur og innkirtlafræðingur og  vaka og hormónafræðingur.

Gullpeninginn sem hún vann fékk hún að taka með sér á skilorði. Ef hún greinist sem kvenmaður fær hún að halda honum. Niðurstöður í hinum margþátta rannsóknum sem hún verður að gangast undir er ekki að vænta fyrr en eftir nokkrar vikur.

Ég læt hér að fylgja niðurlag greinar á ensku af taragana.com. sem fjallar um málið.

About 1 percent of people are born with some kind of sexual ambiguity, sometimes referred to as intersexuality. These people may have the physical characteristics of both genders, a chromosomal disorder, or simply have ambiguous features. People who have both male and female organs are hermaphrodites.

Until 1999, the International Olympic Committee analyzed chromosomes from saliva samples to confirm the gender of female competitors and prevent men from masquerading as women. Other sports organizations have called the tests unreliable. The tests were scrapped before the 2000 Sydney Games.

The most common cause of sexual ambiguity is congenital adrenal hyperplasia, an endocrine disorder where the adrenal glands produce abnormally high levels of hormones.

In women, this means a masculine appearance. They may have female sexual organs, but the ovaries may be unable to produce estrogen, preventing the growth of breasts or pubic hair.

There are also several rare chromosomal disorders where women may have some male characteristics. Women with Turner syndrome, which affects about 1 in 2,000 babies, typically have broad chests and very small breasts. Their ovaries do not develop normally and they cannot ovulate.

About 1 in 1,000 women are also born with three X chromosomes. They tend to be exceptionally tall, with long legs and slender torsos. They usually have female sexual organs and are fertile.

A handful of athletes have typically dropped out or been thrown out of the Olympics for failing gender tests over the years. But no evidence supports the idea that such competitors have an unfair athletic advantage.


Sláðu blettinn til að losna við streituna

Það er fátt sem lyktar betur en nýslegið gras. Um þetta getur fjöldi Íslendinga vitnað, ekki hvað síst þeir sem alist hafa upp í sveitum landsins. Borgarbúar vita þetta líka því jafnvel þótt sumir heykist á því um stund að slá blettinn, líður þeim alltaf betur eftir að verkinu er lokið. 

Hamingjan er heyskapur

CIMG0018Nýjar rannsóknir benda til þess að heyskapur og blettasláttur geti hamlað streitu. Í ljós hefur komið að efni sem losnar þegar gras er slegið gerir fólk glaðara og hægir á elliglöpum. Vísindamennirnir sem stóðu að þessum rannsóknum segja að efnið virki beint á heilann og hafi einkum áhrif á minnis og tilfinningastöðvar hans staðsettar á svæðum sem nefnd hafa verið Amygdala og Hippocampus.

Eftir sjö ára rannsóknir hefur tekist að búa til ilmvatn sem lyktar eins og nýsleginn blettur og verður sett á markaðinn fljótlega undir nafninu “eau de mow”.

Frekari upplýsingar um þessa "nýju" uppgötvun hér.


Michael Jackson bloggar hér!

mjb4Ég veit ekki af hverju Michael Jackson kaus að senda mér þetta skeyti og biðja mig um að þýða það og birta það hér á blogginu.

Kannski er það vegna þess að hann veit að ég er svo frjálslyndur. Það er næstum sama hvaða vitleysa er í gangi, ég lep það upp og birti eitthvað um það hér á blogginu, svo fremi sem mér finnst fyrirsögnin geta verið flott.  

Eða kannski er það vegna þess að ég var aldrei yfir mig hrifinn af Jackó þótt mér fyndist hann góður sjómaður og nú er hann að gera lokatilraunina til að vinna mig á sitt band.

Alla vega ætla ég að verða við bón hans í þetta sinn og birta skeytið frá honum sem er það fyrsta sem hann hefur sent frá sér, eftir því sem ég best veit, eftir að hann lést.

Kæru vinir.Bandit

pillar_22690_lgAllar fréttir um að ég sé enn í tölu lifenda eru stórlega ýktar. Það er alveg rétt sem fram hefur komið í fréttum að ég sofnaði og hef ekki vaknað aftur.

Ástæðan fyrir að ég sendi þetta skeyti er að mig langar að koma sérstökum skilaboðum til ykkar.

En fyrst langar til að koma því á framfæri við alla íslenska aðdáendur mína og bara alla Íslendinga að gefast ekki upp þótt móti blási. Ég vil að þeir viti að þeir eiga alla mína samúð á þessum síðustu og erfiðustu tímum.  Ég veit nefnilega af eigin reynslu hvað það er þegar manni finnst útlitið vera heldur dökkt. Ég hef fundið fyrir því á eigin skinni get ég sagt ykkur. Og hvernig það er að vera smáður af fólki sem ekkert þekkir mann. Ég var líka, eins og þið, neyddur til að borga háar upphæðir fyrir hluti sem ég átti enga sök á. Og ég veit svo sannarlega hvað það er að vera blankur en þykjast eiga peninga, eftir að hafa verið rændur af einhverjum fjármálaspekingum. Ég tala því af reynslu.

Þá eru það skilaboðin sem mér fannst að ég yrði að senda ykkur eftir að ég heyrði hversu hræðilegt útlitið hjá ykkur er eftir bankahrunið og allt það.

Þannig er að ég fann snemma fyrir því að mér líkaði ekki við andlitið á mér. Ég gekkst því undir all-margar lýtaaðgerðir.Blush  En það var alveg sama hversu mikið mér var breytt, ég var aldrei alveg ánægður með útlitið. Á endanum endaði ég uppi með ónýtt nef framan í mér og mér var sagt af lýtalækninum mínum að ef hann hreyfði meira við því mundi það detta alveg af.Sick

Nú veit ég að útlitið hjá mörgum ykkar á Íslandi er svart, eins og það var hjá mér og meira að segja svo slæmt hjá sumum ykkar að þið eruð að hugsa um að flýja land.

Það finnst mér óheillaráð. Útlitið er nefnilega ekki allt. Ég reyndi að flýja mitt útlit og endaði uppi næstum neflaus. 

Þið verðið að sætta ykkur við það sem þið eruð og vera ánægð með það sem Guð hefur gefið ykkur.

Vona svo að þið séuð dugleg við að hlusta á lögin mín og núna er mér alveg sama þótt þið halið þeim niður ólöglega. 

Bestu kveðjur

Michael Jackson Bandit

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband