Bretar fá 10% til baka frá Icesave

article-1072611-02C1CF0A000004B0-738_468x286Enn hrína Bretar yfir afleiðingum hruns íslensku bankanna, einkum þó yfir að hafa lagt mikið fé inn á Icesave reikninginn. Þeim þykir súrt að fá ekki  til baka nema kannski 10% af innlánsfénu og það er skiljanlegt. (Sjá grein BBC) 

Gremja þeirra hefur snúist upp í ásakanir á hendur hvor öðrum um hver hafi átt sökina á því að stór bæjarfélög í Bretlandi voru að leggja inn á Icesave reikninginn peninga allt fram að þeim degi er hrunið varð.

Þannig varð gjaldkerinn í Kent fyrir því óláni að opna ekki emailið sitt sem varaði hann við því að Isesave væri ekki lengur neitt "save" og hann lagði því þrjár milljónir punda inn á reikninginn 1. okt. síðast liðinn. Kentbúar eiga inni hjá Icesave 50 milljónir punda. Sjálf eftirlitsstofnunin sem á að líta eftir með fjárfestingum bæjarfélaganna í Bretlandi lagði 10 milljónir in á Icesave, svo erfitt er um vik fyrir menn að finna góðan blóraböggul.


Dagurinn þegar allt hrundi

GD6593838@1929-----Panicked-sto-3157Dagurinn hófst með hefðbundnum hætti á verðbréfamarkaðinum á Wall street í New York, stærsta peningamarkaði í heiminum, þann 24. október 1929. Kauphallarmenn voru samt taugaóstyrkir. Á síðastliðnum vikum hafði markaðurinn sveiflast upp og niður eins og jóhjó. Verð voru ýmist há eða lág og svo var einnig um bjartsýni og vonir verðbréfamiðaranna.

Á seinni hluta þriðja tug aldarinnar síðustu rann á Bandaríkjamenn kaupæði. Varningur og hlutabréf í nánast hverju sem var, runnu út ein og heitar lummur og auðvelt var að fá lán fyrir því sem hugurinn girntist. 

stocks-1929Svallveislan var fjármögnuð að mestu af spákaupmönnum sem voru fullvissir að sí-hækkandi kaupverð tryggði þeim ágóða. Undir það síðasta varð þeim samt ljóst að margir mundu ekki geta staðið í skilum á lánum sínum. Um miðjan október 1929 höfðu verð hlutabréfa á markaðinum fallið svo mikið að þúsundir manna reyndu hvað þeir gátu til að selja verðlaus hlutabréf sín. Þær aðgerðir gerðu ekkert annað en að auka á verðhrunið.

Á deginum sem síðar var kallaður "Svarti Fimmtudagurinn" hrundu innviðir bandaríska hagkerfisins í sölustormi angistarfullra verðbréfasala. Klukkan ellefu að morgni  24. október, klukkustund eftir opnun verðbréfamarkaðarins, greip um sig skelfing á kauphallargólfinu. Fjárfestar sem héldu sig hafa keypt bréf í ábatasömum fyrirtækjum, skipuðu verðbréfamiðlurunum að selja, fyrir hvaða verð sem fékkst, jafnvel fyrir ekki neitt.

Á kauphallargólfinu hlupu menn um eins og þeir væru sturlaðir. Svitabogandi og hvítir í framan reyndu þeir hvað þeir gátu til að losa sig við nánast verðlausa pappíra.

wallUm hádegi virtist mesta skelfigin vera liðin hjá. Hópur þekktra bankaeigenda sem höfðu krunkað sig saman gaf út þá yfirlýsingu að hann mundi kaupa hlutbréf fyrir allt að þrjátíu milljónir með það fyrir augum að styðja við markaðinn. Klukkustund síðar tróð Richard Whitney forseti kauphallarinnar sér í gegnum þvöguna á gólfinu og tilkynnti að hann vildi kaupa hlutbréf á yfirverði fyrir 20.000.000 dollara. Á örfáum mínútum hafði hann eytt allri upphæðinni. Áhrifin af framtaki bankamannanna voru skammvinn. Hvaðanæva af landinu bárust boð í gegn um bréfborðaritara kauphallarinar frá fjárfestum um að þeir vildu selja.

Kauphöllin lokaði að venju klukkan þrjú, en fram eftir allri nóttu voru ljós logandi í skrifstofum hennar þar sem verðbréfasalar reyndu að greiða úr viðskiptum dagsins. Veitingastaðir í kring voru opnir fram á miðja nótt og öll hótel voru full af örþreyttum viðskiptajöfrum og verðbréfamiðlurum.

Löngu seinna kom í ljós að 12.894.650 hlutir hefðu verið seldir þann dag. Að jafnaði fóru fram í kauphöllinni mánaðarlega 4 milljónir viðskipta.

Næstu daga fóru fram töluverð viðskipti í kauphöllinni og á Sunnudeginum kváðu mörg af dagblöðum landsins upp með að það versta væri yfirstaðið og að viðskiptin mundu braggast á komandi vikum.

PD2438406@People-gather-on-the--940Á Mánudeginum byrjuðu verðbréf aftur að falla í verði og enn meira á þriðjudeginum "hræðilega". Þá var orðið ljóst að það versta var enn framundan. Þann dag var skipst á 16.5 milljón hlutum áður en botninn datt endanlega úr markaðinum og engir voru lengur eftir til að kaupa. 14.000 milljónir dollara í pappírsverðmætum urðu þann dag að engu. Einn miðlaradrengurinn bauð t.d. verðbréf sem sex dögum áður höfðu verið metin á 100.000 dollara fyrir einn dollar, og fékk hann.

Þrátt fyrir þetta voru enn nokkrir auðjöfrar sem töluðu digurbarkalega. Einn slíkur var John D. Rockefeller, olíubaróninn mikli. Hann tilkynnti að hann mundi kaupa "góð almenn hlutabréf". Eddi Connor frægur skemmtikraftur sem hafði tapað öllu í kauphallarhruninu sagði um Rockefeller af því tilefni; "Hann hefur efni á því, enginn annar á peninga eftir".

depressÁstæður hrunsins var án efa kauphallarbrask, ekki ósvipað því sem fór fram á Íslandi á síast liðnum árum. Fólki var lofað mikilli ávöxtun af útblásnum verðbréfum sem engin innistæða var í raun fyrir. Þegar að blaðran sprakk, stöðvuðust lánaviðskipti og atvinnulífið lamaðist. Upp komst m.a um 15 starfsmenn Union Industrial Bank sem höfðu spilað með eignir bankans og vörslufé hans eins og það væri þeirra eigið fé. í kjölfarið var farið að rannsaka fleiri banka í Bandaríkjunum og var sá banki vandfundinn sem ekki hafði á einn eða annan hátt tekið þátt í Hrunadansinum.

Í kjölfar bankahrunsins fylgdi kreppa sem teygði anga sína víða um heim og stóð sumstaðar allt fram undir heimstyrjöldina síðari.


"Sá sem drap Osama Bin Laden"

benazir-bhutto20Í nóvember 2007, skömmu eftir að Benazir Bhutto snéri aftur til heimalands síns Pakistan, tók hinn víðkunni sjónvarpsmaður David Frost við hana sjónvarpsviðtal. Nokkrum dögum áður hafði hún lifað af banatilræði sem varð yfir 100 manns að bana. Frost spurði hana hvort hún vissi hverjir hefðu staðið að baki tilræðisins. Hún svaraði og nefndi meðal annarra á nafn Omar Sheikh og bæti svo við "sá sem drap Osama Bin Laden".

Frost deplaði ekki auga og spurði Benazir ekkert frekar út í málið.

Mánuði áður þegar Benazir var enn í  útlegð í Bretlandi  hafði hún heitið því í öðru viðtali að "hjálpa bandarískum hervöldum í baráttunni gegn Osama Bin Laden ef hún kæmist til valda aftur." 

Osama hefur lítið borið á góma upp á síðkastið. Reyndar fullyrti John McCain sá sem Obama sigraði í forsetkosningunum í Bandaríkjunum "að hann vissi hvernig mætti ná" honum, en að öðru leiti hafa fáir á hann minnst. CIA viðurkenndi t.d. fyrir löngu að "slóð hans væri köld" og að síðustu staðfestu fregnir af honum séu myndband sem gert var í október 2004. Það myndband var tekið í þorpi í Pakistan og sýnir máttfarinn og tekinn mann sem ekki getur hreyft á sér hægri handlegginn.

obl0622Þá fullyrða talibanar að þeir séu löngu hættir að taka við skipunum frá samtökum Osama; Al-Qaeda, og hegðun þeirra bendir til að það sé satt.

En hvers vegna er ekki leitað staðfestingar á þessari fullyrðingu Benazir Bhutto í sjónvarpsviðtalinu við Frost?

Hún nafngreinir manninn Ahmed Omar Saeed Sheikh og hann er ekki beint ókunnur leyniþjónustum Pakistan, Bandaríkjanna og Bretlands.

Hann er fæddur ( 23. des. 1973) Breti af pakkistanískum foreldrum og er þekktur fyrir að vera tengdur hinum ýmsu samtökum múslíma, þ.á.m. Jaish-e-Mohammed, Al-Qaeda, Harakat-ul-Mujahideen og Talibana.

Þann 6. oktober 2001 bar CNN fréttastofan ónefndan háttsettan bandarískan fulltrúa fyrir þeirri frétt að komið hefði í ljós að  Ahmed Omar Saeed Sheikh (Sheik Syed), hefði undir nafninu  "Mustafa Muhammad Ahmad" sent 100,000 dollara frá Sameinuðu Araba-furstdæmunum til Mohammed Atta. Atta þessi útdeildi síðan peningum meðal þeirra sem framkvæmdu árásirnar á Bandaríkin 11. sept. sem þá voru staddir í Florida. Atta átti einnig að hafa sent til baka til Furstadæmanna nokkur þúsund dollara sem gengu af greiðslunum til flugvélaræningjanna. Viðtakandi var Ahmed Omar Saeed Sheikh. CNN fékk þetta staðfest síðar.

 12540352-5c6b983434482d1394c4334d68e49e13Árið 1994 var Omar handtekinn og fangelsaður fyrir þátttöku í mannráni á Indlandi en látinn laus árið 1999 og fluttur til Pakistan þar sem hann var notaður í fangskiptum við Talibani sem héldu föngnum farþegum Indverska flugfélagsins (flug 814).

Omar er samt almenningi  best kunnur fyrir þátttöku sína í ráninu og morðinu á Daniel Porter 2002, blaðamanni sem starfaði fyrir Wall Street Journal. Fyrir það var hann handtekinn af lögreglunni í Pakistan í febrúar 2002 og síðan dæmdur til dauða 15. júlí sama ár. Hann áfrýjaði máli sínu en það hefur enn ekki  verið tekið fyrir af dómsvöldum þar í landi. Töfin á meðhöndlun málsins er rakin til afskipta Pakistannísku leyniþjónustunnar ISI.

Í bók sinni "í skotlínunni" staðhæfir Pervez Musharraf, fyrrum forseti Pakistans, að Omar hafi upphaflega verið í þjónustu bresku leyniþjónustunnar MI6 og hafi verið ráðinn af henni þegar hann stundaði nám í London School of Economics. Hann segir enn fremur að Sheikh Omar hafi verið sendur af MI6 til Balkanlandanna þar sem hann hafi starfað sem leyniþjónustumaður. Að lokum fullyrðir Pervez að Omar hafi skipt um lið og orðið gagnnjósnari eða hreinlega hollustulaus málaliði.

1125565Í réttarhöldunum yfir honum þar sem deilt var um þátttöku hans í aftökunni á Daniel Porter var framburður hans svona; "Ég vil ekki verja þessar gjörðir. Ég gerði þetta....rétt eða rangt, ég hafði mínar ástæður. Mér finnst að land ykkar ætti ekki að sinna þörfum Ameríku".Omar hélt því líka fram við réttarhöldin að hann hefði gefið sig fram við leyniþjónustu landsins ISI, viku áður en hann var síðan handtekinn.

Omhar býður þess enn í fangelsi í Pakistan að áfrýjun hans verði tekin fyrir en lögfræðingar hans segjast munu byggja vörn sína á nýlegri játningu Khalid Sheikh Mohammed að hann hafi banað Daniel Pearl. 

Fram að þessu hefur enginn orð á því við að bera undir Ahmed Omar Saeed Sheikh fullyrðingu Benazir Bhutto sem eins og allir vita lét lífið í sjálfsmorðárós sem á hana var gerð 27. des. 2007. Hverjir stóðu að þeirri árás hefur enn ekki verið upplýst.


Íslensku glæpagengin enn í góðum málum

meyer-lanskyHelsta vandamál allra stórtækra glæpamanna er hvernig þeir eigi að koma peningunum sem þeir svindla, stela eða fá fyrir ólöglega starfsemi sína, aftur  í umferð og geti eytt þeim aftur í það sem þá lystir, án þess að yfirvöld geti hankað þá.  Aðferðirnar sem þeir beita gengur undir samheitinu peningaþvætti. Besta aðferðin, lengst af,  þótti að kaupa banka, helst í landi þar sem stjórnvöld eru ekkert að fetta fingur út í starfsemi bankanna og láta þá óáreitta.

Þetta gerði t.d. Mafíósinn frægi, Meyer Lansky á Kúbu á fjórða og fimmta ártug síðustu aldar og naut til þess stuðnings herhöfðingjans Batista sem svo varð forseti landsins 1952. Flestum er kunnugt um þá sögu og inn á hana kemur m.a. Mario Puzo í öðru bindi um Guðföðurinn en þar er Meyer látin fara með dálitla ræðu um hversu möguleikarnir fyrir glæpagengin séu miklir þar sem ríkisstjórnin og löggjöfin sé vinveitt þeim. Hann kallar Kúbu "paradís" hvað það snerti.

Helstu tekjur þessara glæpagengja á Kúbu voru af eiturlyfjasölu, spilavíta-rekstri og vændi. Þau  fluttu illa fengna peninga sína frá Bandaríkjunum og fjárfestu í bönkunum í Havana, lúxushótelum, bílum og flugvélum og afganginn sendu þeir til Sviss.

Á Íslandi hefur svindl og ákveðin gerð peningaþvættis verið hafinn upp til hærri hæða enn nokkru sinni gerðist á Kúpu. Glæpahyskinu þar þótti mikilvægt að Bankar þeirra héldu "löglegu" yfirbragði og forðaðist að nota þá beint til ólöglegrar starfsemi. 

davi_og_bjorgolfur_mbl_kristinnEn eftir að bankarnir voru einkavæddir á Íslandi, hófst umfangsmikil  fjárplógsstarfsemi sem fólst í því að gera bankana sjálfa að aðal tekjulindinni. Aðferðin fólst m.a.  í því að bjóða útlendingum himinháa vexti fyrir innlánsfé sem síðan var komið undan inn á bankareikninga á hinum ýmsu aflöndum. Bankarnir fölsuðu skýrslur sem sýndu að eignir bankanna væru miklu meiri en þær voru í raun og veru og fengu peninga lánaða út á það  hjá öðrum bönkum sem síðan var komið fyrir í lúxuseignum og skúffufyrirtækjum víða um heim.  Að auki var sparifé Íslendinga, opinberum sjóðum landsins, hlutabréfum  og öðru vörslufé bankanna, komið undan á svipaðan hátt. Segja má að græðgi glæponanna sjálfra hafi að lokum slátrað mjólkurkúnni, enda hún orðin mögur og mergsogin.

ee3080fc2bd3a4aAð koma öllu þessu í kring tók nokkurn tíma en á meðan þessi iðja stóð sem hæst voru þjófarnir hilltir á Íslandi og þeim færðar orður fyrir framgöngu sína í þágu þjóðarinnar. Stjórnvöld studdu við bakið á þeim með því að láta þá algjörlega óáreitta enda störfuðu þeir í anda stefnu þeirra, þ.e. óheftrar frjálshyggju sem kveður á um að efnahagslögmálin sjái sjálf um að allt gangi eðlilega fyrir sig.

2003043018243124Það sem er undarlegast samt, núna þegar upp hefur komist um svindlið og þjófnaðina sem voru svo stórfelldir að við jaðrar að landið sé gjaldþrota, þá þorir enginn enn að sækja skálkana til ábyrgðar. Fólk hamast í pólitíkusunum sem létu þetta viðgangast og krefjast þess að þeir fái ekki að koma lengur að stjórn landsins, en sjálfir glæponarnir fara frjálsir ferða sinna, njóta enn illa fenginna auðæfanna og að því er virðist hafa algjörra friðhelgi.

Þegar að smá-þjófar eru handteknir af lögreglu, er þeim haldið í gæslu ef hætta þykir á því að þeir geti spillt sönnunargögnum í málinu eða komið þýfinu undan. En um landræningjana, íslensku nývíkinganna, gilda önnur lög.

Að auki ætlast stjórnvöld til þess að almenningur í landinu, greiði nú af litlum efnum, það sem svindlararnir höfðu af erlendum aðilum af fé.  


10 áhrifamestu persónur Íslandssögunnar

Margir sem velta fyrir sér hlutunum í sögulegu samhengi hljóta fyrr eða síðar að spyrja sig spurningarinnar; hver er áhrifamesta persóna allra tíma. Á netinu er að finna fjölmarga lista sem gerðir hafa yfir kandídata í þann hóp og margir þeirra eru sammála mati Michaels H. Hart sem skrifaði bókina The 100: A Ranking of the Most Influential Persons in History sem kom fyrst út árið 1978.

Egil_Skallagrimsson_17c_manuscriptÉg ætla ekki að að tjá um þann lista að sinni en þess í stað að þrengja aðeins hringinn. Það væri verulega áhugavert að sjá hverjir íslendingar í dag telja 10 mikilvægustu og áhrifamestu Íslendinga sem hafa lifað hafa frá upphafi Íslandsbyggðar. Nú hvet ég ykkur, lesendur góðir til að leggja höfuðið aðeins í bleyti og láta síðan í ykkur heyra og skrifa niður í röð frá 1-10 nöfn þeirra tíu einstaklinga sem þið teljið að ættu að tilheyra þessum hópi. Það væri gaman ef eins og ein skýringarlína fylgdi hverri tilnefningu. Til að sýna gott fordæmi ríð ég á vaðið og birti minn lista hér að neðan.

(Þeir sem ekki nenna að telja upp tíu telja bara eins marga og þeir vilja)

 

1. Snorri Sturluson (Fyrir ritverk sín og að varðveita helstu stoðir íslenskrar menningar)

2. Jón Sigurðsson (Fyrir að berjast fyrir sjálfstæði þjóðarinnar)

3. Jónas Hallgrímsson (Fyrir að hafa meira að segja en flestir og segja það betur en allir)

4. Ari Fróði (Fyrir fræði sín og heimilda varðveislu)

5. Guðbrandur Þorláksson Biskup (Fyrir lærdóm sinn og þátt í útgáfu Biblíunnar á Íslandi)

6. Árni Magnússon (Fyrir að bjarga þjóðarverðmætum Íslands frá glötun)

7. Davíð Oddsson (Fyrir að móta mesta velferðartíma landsins fyrr og síðar)

8. Vigdís Finnbogadóttir (Fyrir framlag sitt til aljóðamála og kvenréttindamála)

9. Egget Ólafsson (Fyrir framlag sitt til upplýsingarinnar á Íslandi)

10. Björk Guðmundsdóttir (Fyrir að vera mesta og besta landkynning sem landið hefur átt.)


Hvers vegna Sjálfstæðismenn fá ekki lengur að vera með

Landsmenn virðast stefna að því ljóst og leynt að útiloka Sjálfstæðisflokkinn frá allri aðkomu að nýrri stjórn eftir kosningar og frysta hann alveg úti. Þátttaka í prófkjörum hans var dræm og víða drógu óánægðir flokksmenn framboð sín til baka eftir að úrslit þeirra urðu kunn. Þannig var t.d. með bekkjarsystur mína og jafnaldra, Björk Guðjónsdóttur þingkonu í Keflavík.

Í kjölfarið á landsfundi VG gaf flokkurinn út afdráttarlausa yfirlýsingu þess efnis að hann mundi ekki mynda stjórn með Sjálfstæðisflokknum hverju sem tautaði.

no_bullshitLandsfundur Sjálfstæðisflokksins verður líka sögulegur en þar munu takast á um formannsætið andstæð öfl. Maðurinn að norðan sem talar enn um stétt með stétt, af því hann veit að hann tilheyrir annarri stétt en sumir aðrir Íslendingar, vill verða formaður flokksins og berjast um leiðtogaembættið við erfðaprinsinn með Loft á milli laga. Flokkurinn hefur komust að því, eftir fína úttekt á sjálfum sér, að sjálftaka og nýfrjálshyggja sé enn fín stefna, og að það hafi verið meðlimir flokksins að þeir fóru ekki nógu vel eftir stefnunni og þess vegna hafi illa farið.

Það er búið að þröngva Jóhönnu til að leiða Samfylkinguna, enda mundi flokkeigendafélagið hennar ekki sætta sig við neina ferska vinda þar á bæ, ef þeir eru þá til. SF hefur um þessar mundir í vinnu hjá sér ýmsa smágutta við að kasta skít í Sjálfstæðismenn og þau rúm tuttugu og fimm prósent sem segjast ætla að kjósa flokkinn. Það gengur mjög vel því nóg er til af skítnum þar á bæ.   

Þá heldur  litli græni dvergurinn áfram prumpinu í baðinu og sér ekkert nema loftbólur. Nú segja menn að hann hafi "toppað" of snemma og þess vegna hrynji fylgið af honum aftur. Hann kom sér á blað eins og kunnugt er,  fyrir að segjast vilja gefa landsmönnum eftir 20% af skuldum þeirra. Nú íhugar hann að bjóða betur, eða svokallað 0 lausn sem einkum er þekkt frá Kambódíu.

Fylgið við kröfur búsáhaldabyltingarinnar er svo mikið að ekki dugðu færri en þrjú framboð til að fullnægja þeim og þess vegna er PLO boðið velkomið til starfa á Íslandi.

Þannig lítur sviðið út í augnablikinu frá sjónarhorni þess sem er alfarið að móti flokkspólitík af öllu tagi og hlakkar mikið til þess tíma þegar allir stjórnmálflokkar verða lagðir niður.

Ef kerfið væri flokkslaust fengju t.d. þeir sem tilheyra nú Sjálfstæðisflokki alveg að vera með, litlir grænir strumpar með hvellar verkstjóraraddir mundu bara þykja skemmtilegir, Jóhanna mundi losna við að stýra einhverju batteríi sem gerir ekkert annað en að taka frá henni tíma, VG liðið mundi ekki þurfa að óttast að verða að bíða í tugi ára eftir að geta sett bann á klámhundana sem eftir eru og PLO meðlimir þyrftu akki að grípa til hryðjuverka af neinu tagi, ekki einu sinni að eyðileggja búsáhöld.


Flónafleyið

Narrenschiff_%281549%29Flónafleyið er kunn táknmynd úr bókmenntum og listum Evrópu. Táknmyndin sýnir gjarnan skip sem fullt er af flónum og kjánum, sem skeytingarlausir sigla um á stjórnlausu  fleyinu. Slík er grindin í bók Sebastíans Brant (Ship of fools) sem kom út árið 1494 sem síðar varð kveikjan að hinu fræga málverki Bosch með sama nafni. Í sögunni er sagt frá skipi (Reyndar heilum flota til að byrja með) sem leggur upp frá Basel á leið til paradísar flónanna. Á 15. og 16. öld var oft notast við þessa táknmynd fyrir kaþólsku kirkjuna (örk frelsunarinnar).

Málverk Bosch er full af táknum.

BoschShipOfFoolsUglan í trénu er tákn trúvillunnar þar sem hálfmáni Íslam er á fánanum ´blaktir yfir skipinu. Lútan og kirsuberin eru kyntákn.Fólkið í vatninu er táknrænt fyrir höfuðsyndirnar græðgi og girnd. Úthverfa trektin er tákn fyrir brjálæði. Stóri steikti fuglinn er tákn fyrir græðgina, hnífurinn sem notaður er við að skera hana er reðurtákn og einnig reiðinnar. Munkur og nunna syngja saman og það hefur kynferðislega skírskotun sérstaklega þar sem lútan er á milli þeirra og samkvæmt rétttrúnaðinum ættu þau að vera aðskilin.

Líkingar við "flónafleyið" er enn vinsælt þema og ekki hvað síst þegar kemur að pólitíkinni. Hér að Íslandi er "þjóðarskútan" algengt samheiti yfir þjóð og land og margar skopteikningar sem birst hafa upp á síðkastið sýna skýrskotannir til þessarar kunnu táknmyndar.

Í bók sinni "Brjálsemi og siðmenning" heldur Michel Foucault því fram, án þess að nokkurn tíman hafi fundist nokkrar heimildir því til sönnunar, að það hafi verið stundað á miðöldum í Evrópu að fylla skip af fáráðlingum, sem síðan fengu hvergi að leggja að landi.

Líklega hefur vakað fyrir Nasistum að skýrskota til þessara líkinga, með lúalegum áróðurs-aðgerðum sínum árið 1939. Þær eru eflaust mörgum kunnar af bók og síðar kvikmynd sem byggð var á atburðunum en hvortveggja var nefnt "Sjóferð hinna dæmdu".

Árið 1939 ákvað áróðursráðuneyti Hitlers í Þýskalandi að sýna fram á að þeir væru ekki eina þjóðin sem álitu að Gyðingar væru til vansa í heiminum. Þeir ákváðu að sýna fram á að engin af vestrænum þjóðum væri tilbúin til þess að taka við flóttafólki að gyðingaættum.

StLouisHavanaUm borð í lúxus ferðamannaskipinu St. Louis sem lagði upp frá Hamborg í maí 1939 voru 936 Gyðingar sem allir voru landflótta hælisleitendur.

Á yfirborðinu virtist sem Nasistarnir væru að sína mildi sína með því að hleypa þessu fólki úr landi og að nýtt líf biði þess á áfangastað skipsins í Havana á Kúpu.

Öllum hafði verið úthlutað ferðamannaáskrift en engin hafði innflytjendaleyfi. Stjórn nasista var vel kunnugt um að slík leyfi yrðu ekki auðfengin. Án þeirra mundi þeim ekki verða leyft að fara frá borði á Kúpu og eftir það mundi engin af þjóðunum við norður-Atlantshaf taka við þeim. 

Í kjölfarið mundu þær þjóðir ekki geta sett sig á háan hest þegar að Þýskaland tæki fyrir alvöru á "gyðingavandmálinu" og einnig að sýnt væri að Nasistarnir væru að reyna að leysa þau mál á mannúðlegan hátt.

Áætlun nasista gekk að mestu eftir.

StLouisPortholeRíkisstjórnin á Kúpu undir stjórn Federici Laredo Brú hafnaði að viðurkenna bæði ferðamannavegabréf gyðinganna og að veita þeim pólitískt hæli. Það olli uppreisnarástandi um borð í skipinu. Tveir farþegar frömdu sjálfsmorð og fjöldi fólks hótaði að gera slíkt hið sama. 29 farþegum tókst við ramman leik að sleppa í land í Havana.

Skipinu var nú beint til stranda Bandaríkjanna en 4. júní var því neitað um að taka þar land vegna beinnar fyrirskipunar Roosevelt forseta. Til að byrja með sýndi Roosevelt ákveðinn vilja til að taka við sumum farþeganna í samræmi við innflutningslögin frá 1924. En málinu var einnig sýnd mikil andstaða af Cordell Hull forsetaritara og af Demókrötum í Suðurríkjunum sem hótuðu að sýna Roosvelt ekki stuðning í komandi kosningum 1940 ef hann hleypti Gyðingunum inn í landið.

St. Louis reyndi eftir það að sigla til Kanada en var neitað um hafnarleyfi þar líka.

Skipið silgdi því næst aftur yfir Atlantshafið og fékk að taka land á Bretlandseyjum. Þar fengu 288 farþeganna landvistarleyfi. Restin fór fá borði í Andverpen og 224 þeirra fengu að fara til Frakklands, 181 til Hollands og 161 til Belgíu.

Skipið snéri síðan aftur til Hamborgar farþegalaust.

Miðað við það hlutfall Gyðinga sem lifðu af Helförina í þessum löndum er gert ráð fyrir að af farþegum St. Louis hafi um 709 komist af en 227 látið lífið, flestir í útrýmingarbúðunum í Auschwitz og Sóbibor.


OLED - Framtíðin er ljós

Fiber_Optics_FabricÍ náinni framtíð er góður möguleiki á því að fólk geti horft á uppáhalds kvikmyndirnar sínar á jakkaerminni eða horft á sjónvarpið á handtöskunni sinni. Mjólkurfernan lætur þig vita ef mjólkin er súr og veggfóðrið í stofunni einn risastór tölvuskjár.

Hin nýja OLED tækni sem gefur möguleika á því að framleiða örþunna "skjái" sem hægt er jafnvel að sníða í fatnað eða festa utaná klæðnað fólks verður fljótlega nógu ódýr til að gera allt þetta að veruleika.  OLED skjáir eru þegar komnir í framleiðslu þótt dýrir séu en tæknin er byggð á notkun lífrænna ljósa díóða.

Notagildi þessarar nýju tækni er afar fjölþætt. Nota má OLED filmuskjái til að pakka inn varningi þannig í staðinn fyrir áprentaða vörumerkimiða mundi koma "lifandi" mynd.

transform_clothes_1 OLED myndarammar eru þegar fáanlegir og gerðar hafa verið OLED bindisnælur og aðrir skartgripir. Þá þarf ekki lampanna við lengur, því púðar eða borð koma í þeirra stað.

Það kann því ekki að vera langt í að fólk geti bókstaflega gengið um eins ljósaskilti og myndirnar á veggjunum verði á stöðugri hreyfingu eins og í Harry Potter.

yoghourt_warning_2


Stríðið endalausa

bush-banner-cp-4786949Það eru sex ár frá því að Bandaríkin með aðstoð Breta og fulltingi nokkurra smáþjóða þ.á. m. Íslands réðust inn í Írak á vordögum 2003. Tilgangurinn var vitaskuld að finna og eyða gereyðingarvopnum Saddams, drepa hann og þá sem honum fylgdu að málum, viljugir eða óviljugir. Nokkrum mánuðum seina lýsti Georg Bush yfir fullnaðarsigri þar sem hann stóð á þilfari bandarísks flugmóðurskips í Persaflóa og heimsbyggðin fagnaði með áhöfninni.

Í dag, sex árum og 700.000 mannslífum síðar heldur stríðið áfram og enginn friður er í sjónmáli.  Landflótta Írakar skipta milljónum og stöðugleiki landsins er enginn, ekki á nokkru sviði. Landið er enn vígvöllur.

BushÁ sama tíma hafa bæði þeir sem hófu stríðið og studdu það, horfið af sjónarsviðinu á einn eða annan hátt. Saddam, erkióvinurinn hefur verið hengdur og flestum félaga hans og fjölskyldumeðlimum grandað. Tony Blair með sinn "the right thing to do" frasa farinn frá völdum og í gangslaust embætti. George Bush og hans slekti allt sem ekki var þegar búið að segja af sér, farið að semja bækur um óhugnaðinn og á Íslandi eru bæði Halldór Ásgrímsson og Davíð Oddson, helstu stuðningsmenn innrásarinnar og stríðsins, báðir farnir frá við slæman orðstír.

b040628bbAllir þeir sem komu að innrásinni í Írak gerðu sér vonir um að arfleyfð þeirra og orðstír yrði mikill. "Sagan mun réttlæta gjörðir mínar" endurtók Bush í sífellu á hundadögum valdaferils síns. "Ég gerði það sem ég taldi rétt að gera" er enn viðkvæði Tony Blair. Og allt fram á þennan dag hafa hvorki Davíð Oddson eða Halldór Ásgrímsson sýnt hina minnstu iðrun yfir því að hafa bendlað Ísland við þessar vanhugsuðu og afdrifaríku hernaðaraðgerðir.

large_GIs-bomb-site-Baghdad-Feb15-09Eftir situr heimsbyggðin og Íraska þjóðin með þennan voðagjörning sem þeim tekst ekki að finna leið út úr. Þrátt fyrir stjórnarskipti í Bandaríkjunum og fyrirheit um tímasetta áætlun um að draga herlið sitt úr landinu (Bandaríkjunum vantar fleiri hermenn til að berja á Afgönum) að mestu, heldur blóðbaðið í Írak áfram.

Eftirmálar þessa stríðs eiga eftir að elta mannkynið alla þessa öld. Olíusamningar Íraks við vesturveldin sem íraska þinginu var gert að samþykkja fyrir einu ári, munu sjá til þess. Algjör vanageta innrásaraðilanna og leppstjórnar þeirra til að taka á vandamálum trúar og þjóðarhópanna sem byggja Írak, mun einnig draga á eftir sér langan dilk.


Spáin um úrslit leiksins við Eista á Sunnudag og Dr. Phil svarar tveimur spurningum

Þá er komið að því að efna loforðið og birta hér spádóm Dr. Phil um leikinn við Eistlendinga á morgunn. Dr. Phil ræður aðeins í liti, tölustafi og bókstafi í spádómum sínum en þeir geta verið furðu nákvæmir þrátt fyrir það. En þá er það leikurinn á morgunn.

estonia-flagDr. Phil segir; það er pott þétt að sú þjóð sem hefur bláan lit í fána sínum sigrar og sú þjóð sem hefur ekki færri en tvo liti í fána sínum hefur betur. Ég tek það fram að jafnt verður á öllum tölum þar til að annað liðið nær að síga fram úr og að meira en fjórar tylftir marka verða skoraðar í leiknum."

iceland-flagEf að ég reyni nú aðeins að hjálpa við túlkun þessa spádóms þá lítur dæmið út svona. Báðar þjóðirnar hafa þrílita fána. Eistneski fáninn er svartur hvítur og blár, sá íslenski rauður, blár og hvítur.  Í fljótu bragði virðist spádómur Dr. Phils því geta átt við báðar þjóðirnar. En ef við höldum okkur við strangar vísindalegar skilgreiningar þá eru hvorki hvítt eða svart raunverulega litir. Svart varpar sem sagt ekki frá sér neinum lit og hvítt varpar frá sér öllum litum. Ef að tekið er tillit til þessa hljóta það að vera Íslendingar sem hafa sigur því þeir eru með tvo liti í fána sínum, rautt og blátt en Eistlendingar aðeins með einn, blátt. Saman ber; "sú þjóð sem hefur ekki færri en tvo liti í fána sínum hefur betur."

Dr. Phil svaraði einnig emailum mínum varðandi spurningarnar tvær sem bárust frá bloggvinum mínum í gær og svörin við þeim eru eftirfarandi;

Til "Love Her Everyone" Íslendingar berjast við rauða litinn. Hann er allsráðandi á bankareikningunum þeirra. Atvinnuástandið er svart og það byrjar ekkert að lýsast fyrr en á níunda mánuði ársins 2009. Framundan hjá þér eru hærri mínus tölur. Þær byrja að lækka aftur á sjöunda mánuði ársins 2009 ef  þú elskar græna litinn.

Skilaboð til ungmeyjarinnar á skerinu; Marga Íslendinga fýsir að flýja hvíta og gráa litinn. En þegar að græni liturinn fer að sjást, róast þeir aftur. Fáir munu því fara enda ástandið svart í flestum löndum.


"Hér skal borg mín standa"

2-1Strandlengjan við ósa árinnar Neva sem Pétur l keisari í Rússlandi, tók herskildi af óvinum sínum Svíum árið 1703, leit ekki út fyrir að vera mikilvægur landvinningur. Hún var í raun lítið annað en þokuklædd mýri, gaddfrosin hálft árið og samfeldur fenjapyttur hina sex mánuðina. Í augum Péturs hafði hún samt einstæðan og ómótstæðilegan eiginleika. Árósinn opnaðist út í Finnlandsflóa og bauð upp á þann aðgang að hafi til vesturs sem Rússland hafði lengi sóst eftir. Á eyju í árminninu ákvað keisarinn að byggja virki sem búið skyldi öllum helstu nýungum þeirra tíma, sinnt gæti viðskiptum við þróaðri lönd Evrópu og í tímanna rás mundi það einnig þjóna sem flotastöð fyrir rússneska flotann. Sagan hermir að Pétur hafi gripið byssusting af hermanni einum og strikað með honum ferhyrning í blauta mýrina og sagt "Hér skal borg mín standa."

peterJarðvinna við virkið hófst 16. maí sama ár. Það skyldi  heita í höfuðið á heilögum Pétri og heilögum Páli. Fyrsta stigið var að byggja upp eyjuna þannig að hún væri öll fyrir ofan sjólínu. Síðan þurfti að sökkva þúsundum staura í jarðveginn til að hann gæti borið byggingar. Þeir sem unnu við jarðvegsflutninganna höfðu sumir hverjir hvorki skóflur eða hjólbörur og urðu því að skrapa saman moldinni og bera hana í skyrtulafinu.

Hernaðarlega séð var bygging virkisins réttlætt skömmu seinna þegar að sænski herinn mætti á vettvang á norðurbakka árinnar í júlí mánuði 1703. Pétur réðist á þá og fór sjálfur fyrir sex herdeildum sem hröktu Svíana til baka. Næstu 18 árin gekk hvorki né rak í herbrölti þjóðanna gegn hvor annarri. En jafnvel þegar verst gekk gegn Svíum, féllst Pétur aldrei á að láta þeim eftir virkið sem átti eftir að verða að borginni Pétursborg.

Þá þegar, stóð hugur Péturs til meira en að byggja þarna virki. Staðurinn skyldi verða dvalarstaður hans og þar mundi rísa hin nýja höfuðborg hans, nálægt hafi og Evrópu en fjarri Mosku sem honum líkað aldrei við. Pétur hafði áður ferðast víða um Evrópu og þegar hann snéri aftur til Rússlands var hann uppfullur af hugmyndum um hvernig mætti fleyta Rússlandi í átt til iðnvæðingar og nútímalegri hátta.  

0-st-petersburg_masterAð breyta virkinu í borg tók mörg ár. Pétur reiddi sig mjög á ráðleggingar ítalska arkitektsins Domenico Trezzini sem hrifinn var af Barokk stílnum, og á feiknafjölda af leiguliðum og vinnuföngum. Um langan tíma var borgarsvæðið eitt risastórt byggingarsvæði. Múrsteina og steinlímsverksmiðjur voru settar upp, heilu skógarnir höggnir niður og sögunarmillur knúnar vatni og vindi voru fjölmargar. Grjót í byggingarnar var svo torfengið að Pétur setti það í lög að hvert skip sem lagði upp við höfnina yrði að koma með a.m.k. 30 steinblokkir og að hver hestvagn sem til borgarinnar kæmi skyldi flytja með sér a.m.k. þrjár steinhellur. En jafnvel þetta dugði ekki til. Um tíma gerði hann það ólöglegt að byggja hús úr steini annars staðar en í Pétursborg að viðlagðri eignaupptöku og útlegð.

Stöplar voru settir niður, skógar felldir, hæðir flattar út, skurðir og díki grafin af sveltum verkamönnum sem lifði við hræðilegar aðstæður, hrjáðir af malaríu og niðurgangi. Hnútasvipa með járnhöglum var óspart notuð við minnsta brot og þeir sem reyndu að flýja var hegnt með því að skera af þeim nefið við beinið. Að minnsta kosti 30.000 manns létu lífið við byggingu borgarinnar. Ef virki heilags Péturs og heilags Páls var byggt á mýri þá var Pétursborg byggð á mannabeinum.

Flestar evrópskar bogir hafa vaxið smá saman með auknum viðskiptum, iðnaði og fólki sem fluttist  til þeirra úr sveitunum. Vöxtur Pétursborgar var knúinn áfram af einum manni. Þeir sem tilheyrðu hirð hans og fjölskyldu voru þvingaðir til að byggja sér hús í Pétursborg. Byggingarlagið var ákvarðað í lögum og það varð að vera samkvæmt "enska stílnum". Seinna var hinum efnameiri gert að bæta við hæð á húsin sín og þeir fengu engu um það ráðið. Bæði aðallinn og búaliðið kveinaði undan járnvilja Péturs.

l_4b2892631697ea26160724f6f87a62f6Þótt Pétur gerðist stundum skáldlegur um borgina sína sem hann gerði að höfuðborg Rússlands árið 1712 var hún enn óhrjálegur staður. Kuldalega regluleg fraus hún á vetrum en varð að heitu pestarbæli á sumrum. Hún var girt skógum og fenjum á alla vegu og sem dæmi þá drukknuðu átta hestar franska ambassadorsins á leiðinni við að komast að borginni. Jafnvel árið 1714 þegar Tezzini hóf byggingu Péturs og Páls barrokk kirkjunnar, voru tveir hermenn drepnir af úlfum þar sem þeir gættu  byggingarstaðarins.  Á hverju hausti flóði Neva yfir bakka sína og hreyf með sér nokkur timburhús borgarinnar.

En ekkert fékk stöðvað Pétur. Árið 1709 sigraði hann Svíana endanlega í orrustunni við Poltava og eftir það var borgin hans og gáttin í vestur örugg. Árið 1710 lauk byggingu Alexander Nevsky kirkjunnar og vetur og sumarhallir fylgdu á eftir. Brátt voru byggð bókasöfn, listsýninga-salir, söfn, dýragarður og vísindaakademía.

Það var Menshikov, ráðherra Péturs, sem sagði réttilega fyrir um framtíð Pétursborgar, að hún mundu verða Feneyjar norðursins sem gestir mundu heimsækja til að dást að fegurð hennar. Eftir dauða Péturs árið 1725 kepptust keisarar og keisaraynjur Rússlands við að skreyta borgina með höllum og kirkjum, breiðstrætum, höfnum og opinberum byggingum. Borgin jafnast fyllilega á við Feneyjar og Versali hvað byggingarlist varðar og framlag sitt til menningar og lista. Hún er tákn fyrir einarðan ásetning Rússlands til að verða hluti af Evrópu.


Dr. Phil spáir fyrir um kosningarnar á Íslandi

DSC02193Dr. Phil lætur ekki að sér hæða þegar kemur að spádómum hans um Ísland. Eins og frægt er orðið sagði hann nákvæmlega fyrir úrslitin hjá "strákunum okkar" á Ólympíuleikunum í Kína á síðasta sumri. Hann spáði líka rétt fyrir um hver mundi vinna í leiknum við makadónanna og nú undirbýr hann spádóm sinn um leikin á Sunnudaginn við Eista sem verður birtur hér á Laugardaginn.

Í athugasemd um spádómsgáfu Phils var ég spurður að því hvort hann gæti ekki sagt eitthvað meira fyrir um framtíð Íslands eins og t.d. kosningaúrslitin í þingkosningunum komandi. Ég hringdi í hann og spurði. Hann hélt nú það. Það fyrsta sem hann spurði að samt, var hvað Frelsishreyfing Palestínuaraba (PLO) hefði með Ísland að gera.

Ég sagðist ekki vita til að hún kæmi neitt nálægt íslenskri pólitík. Hann sagði þá að það væri alveg klárt að PLO væri í þann mund að reyna að hasla sér völl á Íslandi. Hann sagði líka að PLO yrði ekki mikið ágengt í þessum kosningum en margir sæju þá samt sem álitlegan kost við þá flokka sem fyrir eru. Ég var alveg gáttaður á þessum fullyrðingum Phils og það var ekki fyrr en samtalinu lauk að ég fór að spá í listabókstafi nýju framboðanna. Þá rann upp fyrir mér ljósið. P,L, og O.

Áður enn samtalinu lauk sagði Dr. Phil að hann mundi koma fljótlega með yfirgripsmeiri spá og nákvæmari. Eins og við vitum segir Phil fyrir hlutina með því að tala um bókstafi, liti og tölur. Þessi spásagnargáfa er því eins og sniðin að spádómum um kosningar og úrslit þeirra. Ég hlakka til að heyra frá Dr. Phil á næstu dögum. Ykkur er líka velkomið að ég komi áleiðis spurningum ykkar ef ykkur leikur hugur á að vita eittvað fyrirfram.


Vor í lofti og Íslendingar á sigurbraut segir Dr. Phil

300px-Pulteney_Bridge,_Bath_2Vorið er komið og grundirnar gróa, alla vega hér í Bath á Englandi. Síðustu tveir dagar hafa fært mér sanninn heim um að vorið sé komið fyrir alvöru. Það er yfir 18 stiga hiti og rjóma blíða, gróðurinn óðum að taka á sig lit eins og mannlífið.

Kaffihúsin eru búin að setja stóla og borð út á stéttar, dagblöðin liggja hreyfingarlaus á borðunum og smáfuglar tísta í trjánum eins og þeir hafi eitthvað mikilvægt að segja. Ungmennin sitja í hópum á graseyjunum út um alla borg og eldra fólk stansar lengur við til að spjalla á götuhornunum. Þetta er skemmtilegur tími.

Ég er byrjaður að ræða aftur við Dr. Phil um handboltann. Hann er góðkunningi lesenda minna frá því á ólympíuleikunum í fyrrasumar. Hann sagði mér í fyrradag að Íslendingar mundu vinna landa Alexanders mikla.  Það gekk eftir.  Á Laugardaginn ætlar hann að spá fyrir um leikinn við Eistlendinga. Hann var með allt á hreinu í spám sínum um gengi íslenska liðsins á ólympíuleikunum, þannig að ég bind miklar vonir við spádómshæfileika hans.


Eru til alvöru blóðsugur?

GrímurÞað er eins og að aftur sé að færast líf í skálkana sem enn eiga peninga á Íslandi, eftir að landsmenn hættu að berja búsáhöldin sín á Austurvelli. Um tíma var eins og skarkalanum tækist að fæla þá frá ódæðisverkunum líkt og hvítlaukur virkar á blóðsugur og þeir létu lítið fyrir sér fara opinberlega um hríð.

Nú þegar þeir halda að mesta púðrið sé farið úr byltingunni, eru þeir aftur komnir á kreik. Í þetta sinn eru notuð ný brögð. Í bland við að  bókfæra einhverjar eignir fyrirtækisins miklu hærra en þær eru virði og fá svo lán út á það,  er um að gera að nýta sér kreppuástandið og fá starfsfólk fyrirtækjanna til að gefa eftir hluta af launum sínum og/eða löglegum launahækkunum.

Þannig geta eigendur fyrirtækjanna haldið áfram að fá greiddan út arð fyrir það að eiga eitthvað í fyrirtækinu.

Sumt breytist þó ekki. Best er að gera þetta á hefðbundinn hátt og passa að láta þá sem eiga að svara fyrir það ekki vera við. Þá geta þeir alltaf sagt; Ja ég var nú ekki á landinu þegar þetta var gert. Eða, ég veit það ekki, ég er ekki enn búinn að lesa skýrsluna.

Gott dæmi um þessar mundir um slíka skálka sem fela sig í skugganum, eru stjórnarformaður HB Granda, Árni Vilhjálmsson sem er um þessar mundir eitthvað að bjástra á Chile. Þá er það Ólafur Ólafsson stjórnamaður og einn stærsti eigenda HB Granda sem ekkert vill segja um málið og Kristján Loftsson varaformaður stjórnarinnar sem ekki talar við blaðmenn heldur.

Skrýtið hvernig það er eins með allar alvöru blóðsugur. Þær þola illa dagsljósið. Landsmenn þurfa greinilega að draga fram stærri sleifar og stærri potta en nokkru sinni áður.

42-16146390


Ég mun drepa Ali

230392279_16bac6ffccDrengirnir komu gangandi í rikinu eftir moldartröðinni á milli tjaldanna. Þeir eru 12 ára og leiðast hönd í hönd eins og ungir drengir gera oft í austurlöndum enda bestu vinir. Báðir heita þeir hinu algenga nafni Ali. Þeir eru að fara í sjónvarpsviðtal þar sem þeir er spurðir út í líf sitt í Afganistan áður en fjölskyldur þeirra voru drepnar og líka út í það hvernig lífið í þessum stóru flóttamannbúðum fyrir Afgani í Pakistan gengi fyrir sig. Meira en ein milljón Afgana dveljast nú í slíkum búðum. Fjölskylda annars var drepin í loftárás bandamanna og fjölskylda hins lést í sprengjuárás frá Talibönum.

Annar er staðráðin í að ganga í lið með Talibönum þegar hann fær aldur til. Vinur hans er jafn staðráðin í að ganga í þjóðherinn í Kabúl.

Hvað ætlið þið að gera ef þið mætið hvor öðrum á vígvellinum, spyr sjónvarpskonan. Báðir svöruðu óhikað;  "Ég mun drepa Ali."

Í Afganska þjóðhernum eru nú 180.000 manns. Af útlendum hermönnum í landinu eru um 100.000 manns, fyrir utan leiguliða og her-verktaka. Allir eru að eltast við Talibana sem enginn veit hvað eru margir. Engir sigrar hafa raunverulega unnist frá því að Talibanar voru hraktir frá völdum í Kabúl. Skærur og skotárásir eru daglegt brauð en jafnskjótt og eitt þorp hefur verið jafnað við jörðu flyst andstaðan við erlenda "setuliðið" yfir í næsta þorp.

Allir herforingjar sem starfað hafa á vegum NATO í Afganistan hafa annað hvort sagt það berum orðum eða gefið það í skin að þetta sé stríð sem ekki er hægt að vinna. Afganistan hefur aldrei verið sigrað af erlendum herjum þótt margir hafi reynt. Bretar hafa gert hvað þeir gátu til þess allt frá miðbiki 19. aldar, Persar, og Rússar hafa reynt það án árangurs.

oil_flagSamt halda Bretar og Bandaríkjamenn áfram þessum kjánagangi og bera því við að þeir séu að leita að Al-Qaida mönnum og Osama Bin Laden og fá bændur til að rækta eitthvað annað en Valmúga. Talibanarnir segjast vera löngu hættir að taka við fyrirskipunum frá Al-Qaida. Að drepa erlenda hermenn er vinnan þeirra. Þeir fá borgað í dollurum sem koma víðsvegar að úr heiminum. Þeir vinna á daginn og slaka svo á á kvöldin, reykja og drekka.

En hvað eru Bandaríkin og Bretland með NATO regnhlífina á lofti að vilja í þessu landi. Það hefur margoft verið bent á ástæðuna en fjölmiðlar eru tregir til að taka upp málið. Sumir afgreiða það sem "samsæriskenningu".  Auðvitað mundu Bandaríkin aldrei leggjast svo lágt að ráðast inn í land vegna olíu.

 


Eftirlegukindin Ísland

Ísland fyrir allaHún er heit umræðan þessa dagana um hvort Íslandi sé betur sett innan eða utan Evrópubandalagsins. Ein er hlið á því máli sem sjaldan sést rædd, enda hagsmunapólitíkin í forsæti eins og vanalega. -

Þegar við lítum yfir farin veg mannkynsins síðast liðin 10 þúsund ár má greinilega sjá að menningarleg þróun okkar krefst stöðugt stærri samfélagsheilda. Ef stiklað er á stóru í þessari söguskoðun sjáum við að fjölskyldan óx af hirðingastiginu og varð að ættbálki sem gat með samvinnu ræktað landið.  Ættbálkarnir mynduðu með sér borgríki þar sem iðnaður og verslun varð til. Borgríkin mynduðu með sér bandlög sem urðu að lokum að þjóðum. Nú streitast þjóðirnar til við að mynda með sér þjóðabandalög sem að lokum munu sameinast í einu  alþjóðlegu ríkjasambandi. Hinar umfangsmiklu breytingar á högum og háttum manna þegar að þeir hættu að reiða sig á veiði og því sem þeir gátu safnað og fóru að rækta jörðina marka svo mikil tímamót að áhrifamestu rit heimsins eins og Biblían, hefjast á frásögninni af þeim.

Kirkjuvogskirkja HafnirLífsafkoma fólks heimsins og lífsgæði þess á hverju stigi, valt og veltur ætíð á að hvaða marki það var tilbúið til að tileinka sér þau sjónarmið sem gerðu þeim kleift að taka þátt í þessari framvindu menningarlegrar og samfélagslegrar þróunar. Eftirlegukindurnar og þeir sem heltust úr lestinni, stöðnuðu og tíndust.

Það kann vel að vera að Ísland geti streist á móti þessari, að því er virðist, ómótstæðilegu tilhneigingu sögu-framvindunnar  í einhver ár í viðbót, en þeir geta ekki vonast til að stöðva þróunina.  Fyrr eða seinna verða þeir að semja sig inn í þjóðabandalagið eins og aðrar þjóðir eða gerast ein af eftirlegukindunum og lúta þá örlögum þeirra. 

svarthvíttSú heimskreppa sem læsir nú klónum um mannkynið á eftir að herða takið til muna enda er hún aðeins byrjunin á miklum samfélagslegum hamförum á borð við þær sem áttu sér stað þegar að mannkynið sagði skilið við hirðingjalífs-stíl sinn og tók upp fasta búsetu og jarðrækt. Að auki er hún uppgjör við helstefnu blindrar efnishyggju sem einhverjir gáfu réttnefnið "frjálshyggja" því undir henni er öllum allt leyfilegt. Hugmyndafræðilega er hún ímynd fjárhagslegs Darwinisma.

Næstu skref í samfélagsþróun mannkynsins verða tekin þrátt fyrir tregðu þess til að stíga þau. Í því sambandi er sannarlega um líf eða dauða að tefla. Það er t.d.  fyrirsjáanlegt að á næstu áratugum verður tekin upp alheimsleg minnt og staðlað efnahagskerfi sem tryggir fólki sömu laun fyrir sömu vinni hvar sem það er í heiminum. Samtímis verða auðlindir heimsins álitnar tilheyra mannkyninu öllu frekar en einstaka þjóðum enda er vistkerfi hans svo samfléttuð að ómögulegt er þegar að réttlæta tilkall einnar þjóðar til nýtingu þeirra umfram aðrar.

Ísland sem er svo ríkt af varningi sem í framtíðinni munu skipta mesta máli fyrir afkomu mannkynsins, vatni og orku, ætti að vera í fararoddi þeirra þjóða sem vilja deila með heiminum auðlindum sínum, í stað þess að draga á eftir fæturna eins og staðan er í dag.


Segir Jóhönnu Sigurðardóttur eiga sök á hruninu

Úlfur í sauðargæru.

Sjaldan eða aldrei áður hafa Íslendingar verið jafn sammála um ágæti forsætisráðherra síns. Vissulega hafa heyrst hjáróma gagnrýnisraddir, en mikill meirihluti þjóðarinnar er samt á því að Jóhanna sé vönduð og góð manneskja og að hún sé ein fárra stjórnmálamanna sem hefur hreinan skjöld þegar kemur að spillingu á borð við þá sem olli bankahruninu.

Ég hef eytt dálitlu púðri hér á blogginu í að útskýra það sjónarmið mitt að flokkapólitík sé mannskemmandi. Ef dæma má eftir viðbrögðum sumra fallkandídatanna í prófkjöri flokanna um helgina, þarf ekki fleiri vitnanna við.

Einn þeirra lýsir reynslu sinn svona; "Vissulega var þetta snörp keppni aðeins tvær vikur eða svo...ég fann verulega fyrir því hvað maður verður sjálfhverfur í þessu stappi öllu saman... það fór að hamast í mér gamla góða keppnisdæmið og allt fór á fulla ferð... óholl spenna fór að byggjast upp sem ég tel að sé hverjum einstaklingi óholl. "

johanna1Annar frambjóðandi sem ekki náði tilætluðum árangri kvartar yfir því að fá ekki að vita hvar hún lenti. Greinileg mjög gröm skrifar hún; "Þessi samskipti við okkur frambjóðendur virðast algjört hugsunarleysi og ég treysti því að þau endurtaki sig ekki nú þegar búið er að benda á að þau eru ekki boðleg."

Sá þriðji sækist eftir formannsætinu í sínum flokki, þótt flokksystkini hans hafi hafnað honum í prófkjörinu svo rækilega að  honum er ekki einu sinni sagt í hvaða sæti hann lenti. Þessi sami maður fullyrðir á bloggsíðu enn annars fallista í sama prófkjöri, að Jóhanna Sigurðardóttir eigi raunverulega sök á hruninu. - Fyrir þessu færir hann langsótt rök sem ná áratug aftur í tímann. Í síðustu skoðanakönnun naut Jóhanna trausts meira en 70% þjóðarinnar.

Mér finnst þetta gott dæmi um mannskemmandi áhrif flokkapólitíkur. Ætti  fólk ekki að hugsa sig tvisvar um áður en það ákveður að taka þátt í sóðaleiknum, ef að vonbrigðin og gremjan yfir því að  tapa, fer svo illa með það að það grípur í örvæntingu sinni til sögufalsanna og áróðurs af þessu tagi?

Annars er mjög lærdómsríkt að fylgjast með vonsviknum pólitíkusum um þessar mundir yfirleitt. Um leið og komið hefur í ljós að þeim er hafnað, byrja sumir að ata flokkinn sinn ávirðingum. Aðrir hafa ekki meiri sjálfsvirðingu en svo að þeir hlaupa yfir í aðra flokka í von um upphefð þar á bæ.


100 forhúðir fyrir kóngsdótturina

Abraham1Sumir undra sig á því að kristið fólk umsker ekki sveinbörn sín þrátt fyrir að trúin sé sprottin úr gyðinglegum hefðum þar sem umskurður var stundaður í  þúsund ár fyrir burð Krists. Umskurður ungsveina á rót sína að rekja, samkvæmt Biblíunni, til fyrirskipunar Guðs til Abrahams í fyrstu Mósebók 17:9-15;

 9 Guð sagði við Abraham: "Þú skalt halda minn sáttmála, þú og niðjar þínir eftir þig, frá einum ættlið til annars. 10 Þetta er minn sáttmáli, sem þér skuluð halda, milli mín og yðar og niðja þinna eftir þig: Allt karlkyn meðal yðar skal umskera. 11 Yður skal umskera á holdi yfirhúðar yðar, og það sé merki sáttmálans milli mín og yðar. 12 Átta daga gömul skal öll sveinbörn umskera meðal yðar, ættlið eftir ættlið, bæði þau, er heima eru fædd, og eins hin, sem keypt eru verði af einhverjum útlendingi, er eigi er af þínum ættlegg. 13 Umskera skal bæði þann, sem fæddur er í húsi þínu, og eins þann, sem þú hefir verði keyptan, og þannig sé minn sáttmáli í yðar holdi sem ævinlegur sáttmáli. 14 En óumskorinn karlmaður, sá er ekki er umskorinn á holdi yfirhúðar sinnar, hann skal upprættur verða úr þjóð sinni. Sáttmála minn hefir hann rofið."

Davíð með forhúðirnarUmskurðir tíðkuðust líka meðal forn-Egypta en siðurinn lagðist þar af og er hvergi trúarleg skylda nema meðal Gyðinga. Fræg af endemum er frásögnin í fyrstu Samúelsbók sem segir frá þegar Davíð reynir að ná sáttum við Sál konung um að gefa sér dóttur hans sem Davíð girntist;

24 Þjónar Sáls báru honum þetta og sögðu: "Slíkum orðum hefir Davíð mælt." 25 Þá sagði Sál: "Mælið svo við Davíð: ,Eigi girnist konungur annan mund en hundrað yfirhúðir Filista til þess að hefna sín á óvinum konungs.'" En Sál hugsaði sér að láta Davíð falla fyrir hendi Filista. 26 Og þjónar hans báru Davíð þessi orð, og Davíð líkaði það vel að eiga að mægjast við konung. En tíminn var enn ekki liðinn, 27 er Davíð tók sig upp og lagði af stað með menn sína og drap hundrað manns meðal Filista. Og Davíð fór með yfirhúðir þeirra og lagði þær allar með tölu fyrir konung, til þess að hann næði mægðum við konung. Þá gaf Sál honum Míkal dóttur sína fyrir konu.

Egyptar umskeraJesús var umskorinn í samræmi við þessi fyrirmæli Guðs til þjóðar sinnar (Lúkas 2.21.) og allir postularnir voru karlmenn af gyðinglegum ættum og hljóta því að hafa verið umskornir.

Í Postulasögunni má lesa hvernig Páll postuli byrjar að boða þjóðunum fyrir botni Miðjarðarhafs kristna trú. Það varð til þess að deilur spruttu upp á meðal kristinna hvort nauðsynlegt væri að umskera þá sem tóku hina nýju trú. Í Postulasögunni 15.1 segir svo;

1 Þá komu menn sunnan frá Júdeu og kenndu bræðrunum svo: "Eigi getið þér hólpnir orðið, nema þér látið umskerast að sið Móse." 2 Varð mikil misklíð og þræta milli þeirra og Páls og Barnabasar, og réðu menn af, að Páll og Barnabas og nokkrir þeirra aðrir færu á fund postulanna og öldunganna upp til Jerúsalem vegna þessa ágreinings.

Uumskurður meðal GyðingaÍ kjölfarið á þessum deilum hinna fyrstu kristnu manna voru þeir kallaðir saman til fundar í Jerúsalem til að ræða málið. En segir Postulasagan frá þeim fundi;

Þá risu upp nokkrir úr flokki farísea, er trú höfðu tekið, og sögðu: "Þá ber að umskera og bjóða þeim að halda lögmál Móse."

6 Postularnir og öldungarnir komu nú saman til að líta á þetta mál. 7 Eftir mikla umræðu reis Pétur upp og sagði við þá: "Bræður, þér vitið, að Guð kaus sér það fyrir löngu yðar á meðal, að heiðingjarnir skyldu fyrir munn minn heyra orð fagnaðarerindisins og taka trú. 8 Og Guð, sem hjörtun þekkir, bar þeim vitni, er hann gaf þeim heilagan anda eins og oss. 9 Engan mun gjörði hann á oss og þeim, er hann hreinsaði hjörtu þeirra með trúnni. 10 Hví freistið þér nú Guðs með því að leggja ok á háls lærisveinanna, er hvorki feður vorir né vér megnuðum að bera?

Umræðurnar héldu áfram um drykklanga stund og enduðu með því að Jakob bróðir Krists segir;

19 Ég lít því svo á, að eigi skuli íþyngja heiðingjum þeim, er snúa sér til Guðs, 20 heldur rita þeim, að þeir haldi sér frá öllu, sem flekkað er af skurðgoðum, frá saurlifnaði, frá kjöti af köfnuðum dýrum og frá blóði. 21 Frá fornu fari hafa menn prédikað Móse í öllum borgum. Hann er lesinn upp í samkundunum hvern hvíldardag."

Það er í sjálfu sér athyglisvert að Pétur lýsir umskurðinum sem oki sem hann og forfeður hans hafi þurft að bera, og gefur þannig í skyn að til hafi verið gyðingar sem voru umskurðinum fótfallnir. Hann gerir sér glögga grein fyrir að muni verða hindrun á vegi fkarlmanna við að móttaka kristna trú ef þeim yrði gert að undirgangast umskurð. Samt sem áður má lesa í næsta kafla hvernig Páll sjálfur tekst á hendur að umskera Tímóteus til að gera hann hæfari til að stunda trúboð meðal Gyðinga.

Í bréfum sínum leggur Páll sig fram um að  þróa hugmyndina um táknrænan og andlegan umskurð, frekar en bókstaflegan. Í framhaldi af því lögðust umskurðir af í kristinni trú sem trúarleg skylda þar til á síðustu öld.  Árið 1963 kom út bók eftir  SI McMillen, sem heitir "None of these Diseases" þar sem hann segir að Móselögin hafi komið til af heilsufarslegum ástæðum. Það er aftur á móti ekkert sem bendir til að umskurður hafi nokkuð með heilsu mana að gera, hvorki til hins verra eða betra. En bókin vakti athygli og rímaði vel við umskurðardelluna sem ríkti meðal lækna í Bandaríkjunum á seinni hluta síðustu aldar.

Umskurður kvenna

umskurður stúlkubarnsUm það sem stundum er kallaður umskurður kvenna, gegnir allt öðru máli. Um er að ræða afskræmingu á kynfærum kvenna sem hafa margar skaðlegar afleiðingar í för með sér og er víðast hvar fordæmdur sem villimannleg grimmd.  Talið er að siðurinn sé ævaforn og eigi rætur sínar að rekja til suðaustur Afríku. Þaðan barst hann til Arabíu og miðausturlanda. Siðurinn viðgengst enn hjá frumstæðum ættbálkum Afríku og Arabíuskagans, einkum þeirra sem játa íslamska trú og hefur því verið settur í samband við Íslam.

Ætlunin með "umskurði" kvenna er að reyna að  koma í veg fyrir að konan njóti kynlífs og verði þannig trygg eiginmanni sínum. Hún má samt ekki neita honum um hjúskaparrétt hans. Umskurðurinn er því gróf valdbeiting og kúgunaraðferð sem konurnar eru beittar og sem ekki eiga sér neina stoð í Íslam þó varla sé hægt að segja að þau trúarbrögð séu höll undir jafnrétti kynjanna.


Hinn dularfulli William Shakespeare

Besti rithöfundur allra tíma er yfirleitt sagður William Shakespeare. þótt flestir séu sammála um að afrek hans á sviði bókmenntanna óviðjafnanleg er enn umdeilt hver sá maður var í lifanda lífi. William skrifaði þrjátíu og sex leikrit þ.á.m. Hamlet, Macbeth, Lér Konung, Júlíus Sesar og Óþelló.

william_shakespeareAð auki reit hann 154 frábærar sonnettur og nokkur lengri ljóð. Þrátt fyrir að Shakespeare hafi verið enskur, er hann fyrir löngu orðin heimspersóna og sá sem hvað oftast er vitnað í af rithöfundum þessa heims sem og leikmönnum. Orðatiltæki og málshættir úr ritum hans eru svo algengir að sumum hverjum er alls ókunnugt um þegar þeir vitna í orð hans.

Hið almenna viðhorf (stundum kallað orthadox) er að höfundurinn William Shakespeare (einnig skrifað Shaxpere, Shakspeyr, Shagspere eða Shaxbere) hafi verið maðurinn sem hét William Shakespere og var fæddur árið 1564 í Stratford á Avon og dó þar árið 1616.

Æviferill hans í stuttu máli var svona; Faðir Shakesperes var um tíma farsæll ullarkaupmaður en lánið lék ekki við hann. William sonur hans ólst því upp við fátækt. Hann gekk í barnaskólann í Stratford og lærði þar latínu og sígildar bókmenntir.  Þegar að William varð átján ára gerði hann unga konu, Anne Hathaway, ófríska. Hann gekk að eiga hana og nokkrum mánuðum seinna ól hún fyrsta barn þeirra.

Tveimur og hálfu ári seinna ól Anne tvíbura. Áður en William náði tuttugu og eins árs aldri hafði hann fyrir fimm manna fjölskyldu að sjá. Um næstu sex ár í ævi Williams eru ekki til neinar heimildir. En snemma á árinu 1590 er hann sagður starfa með í leikhópi í London. Honum gekk vel sem leikara og hóf fljótlega að skrifa leikrit og ljóð.

Árið 1559 var hann þegar talinn vera fremstur rithöfunda á Englandi fyrr og síðar. Shakespere dvaldist í London í rúm tuttugu ár og komst fljótlega í álnir þannig að árið 1597 gat hann keypt sér nýtt hús (New Place) í Stratford. Fjölskylda hans dvaldist í Stratford allan þennan tíma og William sá fyrir þeim.

Það þykir einkennilegt að Shakespere gaf ekki sjálfur úr neitt af leikritum sínum en óforskammaðir prentarar sáu að þarna var á ferðinni góð söluvara og stálust til að gefa út verk hans sem oft voru þá ónákvæm og ranglega með farin. Shakespere gerði engar tilraunir til að koma í veg fyrir þennan höfundarstuld.

Legsteinn ShakaspereÁrið 1612, fjörutíu og tveggja ára að aldri, hætti Shakespere skyndilega að skrifa, hélt til baka til Stratford þar sem hann bjó í faðmi fjölskyldu sinnar til dauðadags í apríl 1616 og var þá grafinn í kirkjugarði staðarins. Legsteinninn á leiði hans ber ekki nafn hans en nokkrum árum síðar var minnismerki um hann komið fyrir á kirkjuveggnum.

Nokkrum vikum fyrir dauða hans gerði hann erfðaskrá þar sem hann arfleiddi Susönnu dóttur sína að flestum eignum sínum. Hún og afkomendur hennar eftir hennar dag, bjuggu í New Place þar til 1670.

Þess skal gæta að stór hluti af þessum æviágripum sem minnst er á hér að ofan eru byggðar á getgátum þeirra sem aðhyllast "orthadox" útgáfuna um æviferil Shakasperes. Til dæmis eru engar heimildir til um að William hafi nokkru sinni gengið í barnaskólann í Stratford. Engin minnist nokkurn staðar á að hafa verið skólabróðir eða kennari stórskáldsins. Þá ríkir einnig óvissa um leikaraferil hans.

Minnismerkið um ShakespereVandamálið við ævi "þessa" Shakespears, sem margir af "orthadox" ævisöguriturum hans viðurkenna, er að undarlega litlar upplýsingar er að finna um jafn merkan mann. Á tímum Elísabetar drottningar voru til fjölmargir sagnritarar, blaða og bæklingaútgefendur. Segja má að gnótt heimilda sé til yfir tímabilið og milljónir frumrita af ýmsu tagi frá þeim tíma hafi varðveist. Samt hafa aðeins fundist fáeinar heimildir um Sheikspere og engin þeirra lýsir honum sem leik eða ljóðskáldi. Í þau tuttugu ár sem sagt er að hann hafi dvalist í London virðist hann hafa verið næsta ósýnilegur.

Í heimabæ hans Stratford virðist engin hafa vitað neitt um að mesti rithöfundur þeirra tíma bjó á meðal þeirra. Hvorki fjölskylda hans eða aðrir bæjarbúar nefna það að hann skuli hafa verið rithöfundur, hvað þá landþekkt leikritaskáld. Erfðaskrá hans minnist hvergi á ritverk hans eða hefur að geyma nokkur fyrirmæli um meðhöndlun þeirra. Þegar hann lést voru ekki færri en tuttugu leikrita hans enn óbirt.

Það er því ekki nema von að margir hafi komist að þeirri niðurstöðu að upplýsingarnar séu ekki að finna vegna þess að þeim var viljandi leynt og höfundinum valið nafn sem hjálpaði við að hylja slóð hins raunverulega "Shakespears".

Marga hefur lengi grunað að rithöfundurinn mikili hafi verið einhver allt annar maður sem eingöngu fékk nafn Williams frá Stratford lánað og þeirri blekkingu hafi síðan verið viðhaldið af ættingjum skáldsins þegar að verk þau sem kennd eru við Shakespeare voru fyrst gefin út árið 1623.

Á meðal efasemdamannanna eru afar þekkt nöfn eins og t.d. Mark Twain, Orson Welles, Charlie Chaplin, Sigmund Fraud, Harry A. Blackmun, Charles Dickens, Rlph Waldo Emerson og Walt Whitman.

Margir menn hafa verið kynntir til sögunnar sem mögulegir kandidatar og á meðal þeirra merkismenn eins og heimspekingurinn Francis Bacon.

Edward de Vere 2En líklegastur allra er talin vera Edward de Vere, sjöundi jarlin af Oxford og er í því sambandi talað um  Oxford kenninguna. Um ævi þess manns er talvert vitað. Hann var fæddur árið 1550 og var af kunnum og auðugum aðalsættum. Hann hlaut bestu menntun sem völ var á og þjálfun í siðum aðalsins. Hann stundaði útreiðar, veiðar, herlist, hljóðfæraleik og dans. Hann hafði einkakennara sem kenndi honum frönsku og latínu. Hann fékk að lokum gráður bæði frá háskólanum í Cambridge og Oxford.

Engum sem lesið hefur Shakespeare getur dulist að höfundurinn er víðlesinn, vel menntaður og kunnugur vel hirð og hallarsiðum og háttum aðalsins yfirleitt. Edward uppfyllir þær kröfur á mjög sannfærandi hátt.

Edward ferðaðist einnig víða um Evrópu um tíma og dvaldist m.a. í öllum þeim ítölsku borgum sem Shakespeare finnur leikritum sínum stað. Hann var í góðum tengslum við leikhúsin í London og var forsvarsmaður a.m.k. eins þeirra. Hann hafði nægan tíma til að sinna skriftum og góðar tekjur (1000 pund á  ári) frá Englandsdrottningu sem reyndar aldrei skýrði fyrir hvað hún greiddi de Vere þau laun. 

Shakespeare helgaði nokkur af leikritum sínum þekktum aðalsmönnum sem allir áttu það sameiginlegt að tengjast Edward fjölskylduböndum. Hann lést í plágufaraldrinum sem gekk yfir England árið 1604 og er grafinn í Hackney nálægt þorpinu Stratford sem á þeim tíma var mun stærra en Stratford við Avon.

Einkalíf Edward var með þeim hætti að mörg atvik í lífi hans gætu hæglega veið fyrirmynd af sennum og atburðum sem Shakspeare fléttar inn í leikrit sín.

Svona mætti lengi telja og er það reyndar gert á listilegan hátt í bókinni The Mysterious William Shakspear eftir Charlton Ogburn.

Edwavr de Vere 1En hvers vegna vildi Edward þá halda því leyndu að hann væri maðurinn á bak við skáldsnafnið? Það kunna að hafa verið margar ástæður fyrir því. Á þessum tíma var það forboðin iðja fyrir aðalsmenn að skrifa ljóð og leikrit ætluð leikhúsunum.

 De Vere var þekktur hirðmaður drottningar og fólk hefði vafalaust verið fljótt að draga sínar ályktanir af ýmsu í verkum Shakespeare ef það hefði vitað um tengsl höfundarins við hirðina. þá eru margar af sonnettum skáldsins ortar til ástmeyjar þess. Það mundi hafa orðið eiginkonu jarlsins til mikillar smánar ef nafn höfundar þeirra hefi verið heyrum kunnugt. Að auki voru nokkrar þeirra ortar til elskhuga af karlkyni sem mundi hafa valdið regin hneyksli fyrir jarlinn á þeim tímum.

Hér er ekki kostur á að rekja öll þau rök sem leiða líkur að því að Edward de Vere sé hinn sanni Shakespeare og þessi pistill er líklega þegar orðinn of langur fyrir þennan vettvang. Ég hef sett krækjur við nöfn sumra sem hér koma við sögu og ég hvet áhugasama lesendur til að nýta sér þá  til að kynna sér frekar málið um hinn dularfulla William Shakespeare.


Að setja rassinn í klór

RassgatsklórFyrirsögnin er reyndar miklu prúðmannlegri en efni þessa pistils gæti hæglega gefið tilefni til. (En aðgát skal höfð í nærveru sálar.) Það sem um ræðir er ný fegrunartækni og fegrunarlyf sem ætlað er fyrir þann hluta líkamans sem virðist algjörlega hafa orðið útundan fram að þessu í líkamsfegrunar-æði nútímans.

Það er sem sagt byrjað að selja fegrunarlyf fyrir endaþarminn og svæðið í kringum op hans.(Venjulega kallað rassgat) 

Hugmyndin er að gera aftur hvítan eða bleikan þennann mikilvæga líkamhluta sem mörg okkar sjáum svo sjaldan að við höfum ekki einu sinni hugað að litnum á honnum.

Þetta svæði hefur, er mér sagt, tilhneygingu til að dökkna og verða brúnleitt á fullorðinsárum sem mörgum æskudýrkandanum þykir bagalegt. Þess vegna hefur skapast eftispurn eftir bleikingarefni sem hægt er að nota á endaþarma og nú er það komið á markaðinn.

Ég get því miður ekkert fullyrtt um virkni efnissins persónulega og kem ekki til með að gera það að sinni. (Aldrei að að segja aldrei)  

Satt að segja finnst mér þessi tegund fegrunaraðgerða minna dálítið á síðustu tvö bloggefni mín, þ.e. tilraunir frambjóðenda í prófkjörum til að sannfæra okkur um að það hafi orðið eðlisbreyting á viðhorfum þeirra. Ég er nokkuð viss um að það sé alveg sama hversu lengi þú leggur rassinn á þér í klór, á endanum kemur það sama út úr honum og fyrr.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband