Heldri bloggarar

bloggersÉg hef lengi verið að hugsa um að skrifa pistil um Félag heldri bloggara á blog.is en einhvern veginn ekki komið mér að því fyrr en nú. Ég hef sterkan grun um að ástæðan fyrir þessu framtaksleysi sé sú, að þetta ágæta félag er ekki til.

Það ætti að vera til og gæti orðið til, en mér vitanlega hefur það ekki verið stofnað enn.

Félag heldri bloggara gæti starfað mjög svipað og önnur menningarfélög. Félagar kæmu saman einu sinni tvisvar á ári, til að sýna sig og sjá aðra, hvetja hvern annan til dáða og klappa hverjum öðrum á bakið.

Eða kannski er þetta bara gömul hugmynd sem ég greip út úr ljósvakanum, og sem löngu er búið að afgreiða sem dauðadæmt rugl.


Vatn

picture1"Vatn er olía framtíðarinnar" "Vatn verður meira virði en gull"  "Vatn er gjaldmiðill framtíðarinnar"  

Allt eru þetta fyrirsagnir úr fjölmiðlum heimsins fyrir fimm árum. Þessi umtalaða framtíð er komin. Vatn er alveg við að verða verðmætasta vara heimsins. Og íslendingar ráða sem stendur yfir dágóðum forða ferskvatns. Hvenær stórfeldir vatnsflutningar frá landinu verða að veruleika, er aðeins tímaspursmál. Eitt er víst að vandamál heimsins verða ekki leyst án þess að til þess komi.

Þegar í dag líta margir alþjóða-hagfræðingar svo á að vatn sé verðmætara en olía. Þrátt fyrir að 70% yfirborðs jarðarinnar sé þakið vatni er aðeins 3% hæft til drykkjar. Af þeim 3% er tveir þriðju hlutar bundnir í snjó og jöklum. Því er aðeins 1% af öllu vatni heimsins aðgengilegt til neyslu. 97%  er saltvatn eða sjór sem ekki er hægt að nota til neyslu eða jarðræktar.

350px-%C3%9EingvallavatnÞað er ekkert meira af ferskvatni á jörðinni nú en til var fyrir milljón árum. En í dag deila 6.000.000.000. manns vatninu, auk landdýranna. Síðan árið 1950 hefur mannfjöldi jarðarinnar tvöfaldast og vatnsnotkun þrefaldast.

Vatnsskortur er víða orðið alvarlegt vandmál í heiminum og upp á síðkastið á svæðum þar sem hans hefur ekki gætt fyrr.  

Samkvæmt skýrslum Sameinuðu þjóðanna liggja í  50% af sjúkrarúmum heimsins, sjúklingar sem veikst hafa af slæmu eða menguðu vatni. Í þróunarlöndunum má rekja 80% allra sjúkdóma til mengaðs vatns eða vatnsleysis. 5 milljónir deyja árlega af þeim sjúkdómum. Talið er að 1,1 milljarður manna líði daglega alvarlega fyrir vatnskort og að sú tala muni fara í 2.3 milljarðar fyrir árið 2025.

Vatn_storIðnvæðing heimsins á einnig þátt í að gera heilnæmt drykkjar vatn að munaðarvöru. Á þéttbýlum svæðum eins og í Kína, á Indlandi, í Afríku, Mexíkó, Pakistan, Egyptalandi, og í Ísrael hefur fersku vatni verið fórnað fyrir mengandi iðnað.  

Jarðrækt og áburður valda mestu vatnsmenguninni í heiminum en Skordýraeitur á þar einnig stóran þátt.

Þótt jarðvegshreinsun og eiming vatns sé í dag mikill iðnaður er talið að allt að 95% skólps frá almenningi og 75% af iðnaðarskólpi sé hleypt út í yfirborðsvatn án allrar meðhöndlunar. 


Fuglar sem byggja og búa í þorpum

SociableWeaverÁ Norður-Höfða Suður-Afríku er að finna kyndugan smáfugl sem ég veit ekki hvort á eitthvað íslenskt heiti. Á ensku er hann kallaður Sociable Weaver  og á  latínu Philetairus socius. Nafnið er gefið fuglinum vegna þess háttar hans að vefa sér hreiður og bústaði í félagi við aðra fugla af sömu tegund. Íslenska nafnið mætti því alveg vera "Félagsvefari".

"Félagsvefarinn" er svo sem ekki mjög merkilegur á að líta. Það sem gerir hann verulega frábrugðin öðrum fuglum er að hann býr sér svo stóran bólstað að allt að 300 fuglar geta hafst þar við. Í raun vefa fuglarnir sér einskonar fuglaþorp í greinum trjáa, sem hvert hefur í kringum 50 íbúðir og jafn margar dyr.

Webervogelnst_AuoblodgeÞorpið getur verið allt að eitt tonn á þyngd, 40 fermetrar í rúmmál og dæmi eru til um að tréð hafi sligast undan þunga þorpsins og brotnað.  Að neðan verðu liggja inn í þorpið göng sem gerð eru úr stífum stráum sem liggja öll inn á við til að gera snákum og öðrum óvinum erfitt fyrir að komast inn í þorpið.

Hver íbúðarhola er hnefastór og fóðruð með mjúkum stráum og hárum. Yfir þorpið reisa fuglarnir vatnshelt þak þannig að í þorpsholunum er ætíð þurrt.

Allt árið í kring erfiða "Félagsvefararnir" við að byggja, bæta og breyta bústöðum sínum. Þessi óvenjulegu en þægilegu hýbýli laða gjarnan að aðra fugla þannig að vefararnir eru sjaldnast einir í þorpunum. Þar má sjá bæði smá-fálka jafnt sem rauðhöfðaðar finkur á ferli.

sociable_weaver_nest_da


Hvað er svona spes við páskadag

elijah_chariot_of_fireÞá er hátíðlegasti og elsti helgidagur kristinnar trúar genginn í garð. Skilningur sumra er að á þessum degi fyrir réttum 2000 árum eða svo, hafi tilgangur gjörvallrar sköpunarinnar uppfyllt sig. Sú túlkun gerir ráð fyrir að dauði Krists sé miklu mikilvægari fyrir sáluhjálp fólks en líf hans og kenningar. Þeir sem halda því fram segja líka að einstæði Krists sé fólgið í því að hann einn reis upp frá dauðum og sté upp til himna. Þeir  verða auðvitað að horfa fram hjá öðrum frásögnum í Biblíunni sem eru afar hliðstæðar, og gera það yfirleitt léttilega.  Sem dæmi, var farið á slá vel í Lasarus þegar að Kristur kallaði hann til lífs aftur, þannig að Lassarus reis upp frá dauðum löngu á undan Kristi. Nokkrum hundruðum árum hafði spámaðurinn Elía spreytt sig á svipuðu kraftaverki með góðum árangri. Hann var auk þess sjálfur uppnuminn til himna með miklum gustó eða eins og því er lýst í Síðari Konungabók;

 "11 En er þeir héldu áfram og voru að tala saman, þá kom allt í einu eldlegur vagn og eldlegir hestar og skildu þá að, og Elía fór til himins í stormviðri. 12 Og er Elísa sá það, kallaði hann: "Faðir minn, faðir minn, þú Ísraels vagn og riddarar!" Og hann sá hann ekki framar.

En ef við höldum okkur við atburði þá sem sagðir eru hafa átt sér stað á páskasunnudag fyrir rétt um 2000 árum, þá er þeim lýst í öllum fjórum guðspjöllunum.

Jóhannes ríður á vaðið með frekar látlausri frásögn þar sem allir eru voða mikið að flýta sér og hlaupa þess vegna talvert um. Það eina sem þeir finna er tóm gröf;

marymagdalene-SimoneMartini20 Jóhannes
1 Fyrsta dag vikunnar kemur María Magdalena til grafarinnar svo snemma, að enn var myrkur, og sér steininn tekinn frá gröfinni. 2 Hún hleypur því og kemur til Símonar Péturs og hins lærisveinsins, sem Jesús elskaði, og segir við þá: "Þeir hafa tekið Drottin úr gröfinni, og vér vitum ekki, hvar þeir hafa lagt hann."

3 Pétur fór þá út og hinn lærisveinninn, og þeir komu til grafarinnar. 4 Þeir hlupu báðir saman. En hinn lærisveinninn hljóp hraðar, fram úr Pétri, og kom á undan að gröfinni. 5 Hann laut inn og sá línblæjurnar liggjandi, en fór samt ekki inn. 6 Nú kom líka Símon Pétur á eftir honum og fór inn í gröfina. Hann sá línblæjurnar liggja þar 7 og sveitadúkinn, sem verið hafði um höfuð hans. Hann lá ekki með línblæjunum, heldur sér samanvafinn á öðrum stað. 8 Þá gekk einnig inn hinn lærisveinninn, sem komið hafði fyrr til grafarinnar. Hann sá og trúði. 9 Þeir höfðu ekki enn skilið ritninguna, að hann ætti að rísa upp frá dauðum. 10 Síðan fóru lærisveinarnir aftur heim til sín.

Næst kemur frásögn Markúsar. Þar eru Maríurnar orðnar tvær auk einhverrar Salome. Þá kemur ungur maður í hvítri skikkju til sögunnar.

mary,mary,salome16 Markús
1Þá er hvíldardagurinn var liðinn, keyptu þær María Magdalena, María móðir Jakobs og Salóme ilmsmyrsl til að fara og smyrja hann. 2Og mjög árla hinn fyrsta dag vikunnar, um sólarupprás, koma þær að gröfinni. 3Þær sögðu sín á milli: "Hver mun velta fyrir oss steininum frá grafarmunnanum?" 4En þegar þær líta upp, sjá þær, að steininum hafði verið velt frá, en hann var mjög stór. 5Þær stíga inn í gröfina og sjá ungan mann sitja hægra megin, klæddan hvítri skikkju og þær skelfdust.

Þá kemur framburður Lúkasar og færist nú fjör í leikinn. Konurnar eru aftur þrjár og einhver Jóhanna hefur slegist í för með Maríunum. Nú eru mennirnir sem þær sjá orðnir tveir og klæðin eru ekki lengur aðeins hvít, heldur skínandi og Þeir tala til kvennanna.

REF+-+Noli+me+Tangere+-+Giotto24 Lúkas
1En í afturelding fyrsta dag vikunnar komu þær til grafarinnar með ilmsmyrslin, sem þær höfðu búið. 2Þær sáu þá, að steininum hafði verið velt frá gröfinni, 3og þegar þær stigu inn, fundu þær ekki líkama Drottins Jesú. 4Þær skildu ekkert í þessu, en þá brá svo við, að hjá þeim stóðu tveir menn í leiftrandi klæðum. 5Þær urðu mjög hræddar og hneigðu andlit til jarðar. En þeir sögðu við þær: "Hví leitið þér hins lifanda meðal dauðra? 6Hann er ekki hér, hann er upp risinn. Minnist þess, hvernig hann talaði við yður, meðan hann var enn í Galíleu. 7Hann sagði, að Mannssonurinn skyldi framseldur verða í hendur syndugra manna og krossfestur, en rísa upp á þriðja degi."

8Og þær minntust orða hans, 9sneru frá gröfinni og kunngjörðu allt þetta þeim ellefu og öllum hinum. 10Þessar konur voru þær María Magdalena, Jóhanna og María móðir Jakobs og hinar, sem voru með þeim. Þær sögðu postulunum frá þessu. 11En þeir töldu orð þeirra markleysu eina og trúðu þeim ekki. 12Pétur stóð þó upp og hljóp til grafarinnar, skyggndist inn og sá þar líkklæðin ein. Fór hann heim síðan og undraðist það, sem við hafði borið.

Matteus slær síðan öllum hinum við. Þar byrjar sagan á jarðskjálfta, síðan koma tvær Maríur, þá er mættur engill og varðmenn komnir vettvang sem eru lafandi hræddir. Svo talar engillinn við konurnar en hápunkturinn er þegar Kristur sjálfur birtist og tekur fagnandi á móti þeim.

Etty_William_Christ_Appearing_to_Mary_Magdalene_after_the_Resurrection28 Matteus
1Að liðnum hvíldardegi, þegar lýsti af fyrsta degi vikunnar, komu þær María Magdalena og María hin til að líta á gröfina. 2Þá varð landskjálfti mikill, því engill Drottins sté niður af himni, kom og velti steininum og settist á hann. 3Hann var sem elding ásýndum og klæðin hvít sem snjór. 4Varðmennirnir skulfu af hræðslu við hann og urðu sem örendir.

5En engillinn mælti við konurnar: "Þér skuluð eigi óttast. Ég veit, að þér leitið að Jesú hinum krossfesta. 6Hann er ekki hér. Hann er upp risinn, eins og hann sagði. Komið og sjáið staðinn, þar sem hann lá. 7Farið í skyndi og segið lærisveinum hans: ,Hann er upp risinn frá dauðum, sjá hann fer á undan yður til Galíleu. Þar munuð þér sjá hann.' Þetta hef ég sagt yður."

8Og þær fóru í skyndi frá gröfinni, með ótta og mikilli gleði, og hlupu að flytja lærisveinum hans boðin.

9Og sjá, Jesús kemur á móti þeim og segir: "Heilar þið!" En þær komu, féllu fram fyrir honum og föðmuðu fætur hans. 10Þá segir Jesús við þær: "Óttist ekki, farið og segið bræðrum mínum að halda til Galíleu. Þar munu þeir sjá mig."

Þessar mismunandi útgáfur Guðspjallanna af því hvernig lærisveinunum varð kunnugt um að að Kristur væri upprisinn bera vitni um að sagan hefur breyst eins og ævintýri í aldanna rás. Það Guðspjall sem  síðast er samið, hefur bætt flestu við söguna og gert hana ævintýralegri en hinar frásagnirnar sem eru eldri.

Það sem fæstir kristnir gefa nokkurn gaum er sú staðreynd að í þrjá daga var Kristindómurinn dauður. Upprisa kristindómsins er stóri punkturinn í þessari sögu sem hefst með því að María kallar saman fyrsta fund lærisveinanna til að ráða ráðum sínum eftir aftöku Krists. - Það finnst mér öllu meiri áfangi í sögu trúarbragðanna en yfirnáttúrulegar skýringar á því hvað varð um líkama Krists.


Kristur heimsækir helvíti

Samkvæmt kristnum hefðum eyddi Kristur öllum þessum degi (laugardegi) í helvíti. Allir fermdir Íslendingar hafa játað því að trúa þessu, enda mjög mikilvægt atriði, svo mikilvægt að því er komið 11largepfyrir í sjálfri trúarjátningunni sem er eitt af því  fáa sem flestir kristnir söfnuðir hafa látið vera í friði og haldið til haga í gegnum aldirnar. Það er í sjálfu sér merkilegt því ekki eina setningu í trúarjátningunni er að finna í sjálfri Biblíunni, heldur er hún umorðun á ákveðnum skilningi boðskapar hennar.

En  í dag fyrir tveimur áraþúsundum eða þar um bil var mikill fögnuður í helvíti, því Kristur var kominn í heimsókn. Allt frá því Lúsífer hafði stofnað staðinn ásamt englunum sem fylgdu honum, stóð straumurinn af slæmu fólki til helvítis. Þar var fólkið pínt í eldinum og það skiljanlega glatt að sjá Krist loksins sem  eyddi þessum laugardegi í að frelsa það úr klóm Lúsífers og koma því til himna. Sjálfsagt hefur Kristur frelsað englana líka, því Kristur kom jú til að "allir gætu öðlast eilíft líf".

Lúsífer var sem sagt frekar illa staddur þarna fyrir 2000 árum, einn og yfirgefinn eftir daginn. Samkvæmt sögunni átti Lúsífer að hafa verið klárasti engillinn á himni. Hann var svo klár að hann sá ekki hvað það var vonlaust að rísa upp gegn almættinu og byrjaði að slást. Ef að hann var sá klárasti, hljóta hinir englarnir að hafa verið hrikalega heimskir, enda fylgdu þeir Lúsífer út í vonlausa baráttuna.  

En Kristur, sem sagt tæmdi helvíti fyrir 2000 árum en skildi lúserinn Lúsífer eftir einann. Síðan hefur hann reynt að vera duglegur að safna sér nýjum árum og púkum til að hrekkja menn og gabba þá til fylgis við sig. Og þeir sem láta ginnast eiga ekki von á neinni miskunn. Þeir munu kveljast í helvíti til eilífðarnóns.


Augun í Írak

bloodÖruggasti staðurinn í Bagdad hefur um langt skeið verið sá staður eða svæði þar sem sjálfsmorðssprengjufólk hefur látið til skarar skríða hverju sinni, næstu klukkustundirnar eftir að það hefur kippt í spottann eða ýtt á hnappinn. Það er ekkert óvenjulegt eða sjokkerandi lengur við tugi sundursprengdra líka eða blóðuga líkamsparta á víð á dreif. Og vegna þess að eftir að ósköpin hafa dunið yfir,  hraða vitnis-samsærismennirnir sér af vettvangi til að segja frá "hetjudáðinni" á næsta sellufundi, sækjast bandarískir hermenn eftir að að sjá um öryggismálin á slíkum vettvangi. -

Fréttamenn sem venjulega þyrpast líka á staðinn til að taka myndir af ferskasta blóðbaðinu, hafa sagt frá því í einkaviðtölum að þegar að líkamsleyfum fólks er sópað saman, séu augun eini líkamshlutinn sem þeir beri kennsl á í fljótu bragði. Allt annað er eins og torkennilegir blóðkögglar. Það er einhver kaldhæðni í því að á meðan sum fórnarlömbin lifðu, sá almenningur aldrei meira af þeim en í augu þeirra. Gott að fréttamennirnir  þekkja ekkert til Vatnsenda-Rósu og kveðskapar hennar.

cameraÞegar að einhver sprengir sig í loft upp með sprengjubelti um mittið, verður oftast of lítið eftir af viðkomandi, til að hægt sé að bera á hann kennsl. Til þess eru því oftast notaðar upptökur úr myndavélum sem komið hefur verið fyrir af Bandamönnum víðs-vegar um borgina, einkum við opinberar byggingar, moskur og markaði. Að auki hafa Bandamen nokkur gervitungl sem stara sínum rafrænu augum niður á borgina með svo öflugum linsum að þær geta lesið á merki-flipanna í hálsmálununum á stuttermabolum drengjanna. 

peacock-eyeÍ Írak hefur augað fleiri menningarlegar skírskotanir en í flestum öðrum samfélögum. Flest heimili eru skreytt með  páfuglsfjöðrum enda fjaðrirnar taldar heillatákn. "Augu" fjaðranna minna fólk á allt-sjáandi auga Guðs. Skiljanlegt að í Evrópu eru páfuglsfjaðrir taldar óheillamerki á heimilum og augu þeirra sögð augu skrattans. Ekki síður í dag en á tímum Saddams Husayns eru augu stóra bróður allsstaðar í Bagdad.


Íslendingar taka gleði sína á ný

article-1081683-02EE7F5100000578-812_468x286Það er alltaf gott að fá góðar fréttir að heiman. Vissulega, svona rétt fyrir og eftir að landið fór á hausinn (eins og útendingar tala um það) voru tíðindin fá sem virkilega glöddu litla stolta íslenska hjartað. Drungi virtist leggjast yfir þjóðina, af fréttum að dæma og sumum var svo misboðið að þeir fóru út að berja búsáhöldin sín í mótmælaskyni.

Nú hafa Íslendingar greinilega heldur rétt betur úr kútunum. 88% þjóðarinnar segist samkvæmt nýjustu könnunum vera mjög ánægt með líf sitt. Margt bendir til að þetta sé satt og landið, þjóðin og þingið sé aftur búin að finna fjölina sína eins og þeir segja í handboltanum. Kunnuglegt karp í þingsölum, dægurhjalið á blogginu og Silfur Egils aftur orðið leiðinlegt.

Spurning hvort nokkuð hafi bjátað á hjá fólki yfirleitt, ég meina svona innast inni þar sem þeir eru mest hamingjusamir, þegar þeir sögðu allt vera að fara fjandans til. Satt að segja efast ég um að hamingjusveiflurnar geti verið svona djúpar og háar á stuttum tíma. Nem að Íslendingar séu svo æðrulausir að þeir halda hamingju sinni sama hvað á gengur. Það er örugglega langlíklegasta skýringin. Já Einmitt.

Lengi lifi Ísland, hamingjusamasta þjóð í heimi


Apaspjall

Gibbon_Amiens_26873í stað þess að sveifla sér milli trjánna og taka þátt í ærslum hinna gibbon apanna sat Aude, ungur karlapi, þögull undir tré og virtist þungt hugsi. Ale, systir hans sá að það amaði eitthvað að og settist hjá honum. Hún sagði ekki neitt um stund en einbeitti sér við að naga hríslu eins og hún væri gómsætur sykurreyr. Loks stóðst Aude ekki mátið lengur og spurði:

Geturðu ekki nagað þessa hríslu einhversstaðar annarsstaðar?

Ale; Jú jú, en ég kom nú hérna af því að ég sá að þér líður eitthvað illa. Kannski borðaðir þú of mikið af mangó í gær.

Aude: Mangó, nei það er ekkert að mér í maganum.

Ale Hvað er það þá?

Aude; Ég varð bara svo dapur allt í einu. Ég var að hugsa um hvernig órangútunum fækkar dag frá degi þarna á suður frá.

Ale; Hvað kemur það þér við; því færri sem þeir eru, því meira er að hafa fyrir okkur.

Aude; Þetta er nú mjög eigingjarnt sjónarmið. þeir eru einu sinni apar eins og við.

Ale; Eigingirni, hún er ekki til. Þeir hafa ekki vit á að bjarga sér eins og við. Þetta er bara lögmál, þeir sem geta bjargað sér lifa, hinir.....deyja.

Aude; En það er ekkert réttlæti í þessu. Órangútarnar hafa lifað á þessu svæði síðan allt byrjaði. Svo kemur þessi mannapi sem allt virðist eiga og geta. Hann heggur niður skóginn bara til að rækta sykur handa sjálfum sér og allir aðrir verða að víkja. Hvað eiginlega gefur honum rétt til að haga sér svona.

75116-004-6CA367EAAle; Réttlæti, það er ekkert til sem heitir réttlæti. Náttúran er ekki réttlát. Mannapinn er einfaldlega klárasti apinn í skóginum og þess vegna hæfastur. Hann þarf greinilega á öllu þessu sem hann framleiðir að halda. Eins og ég var að segja, þeir sem geta bjargað sér, lifa.

Aude; Nú ef það er ekki til neitt réttlæti, þá gæti mannapinn í það minnsta sýnt smá miskunnsemi. Hann tekur ekkert tillit til neins, bara veður áfram og heggur allt í burtu sem hægt er að lifa af.

Ale; Hvað ertu nú að bulla. Það er heldur ekkert til sem heitir miskunnsemi. Það sem þú tekur fyrir miskunnsemi, er þegar stóru aparnir vægja litlu öpunum til þess að stofninn þurrkist ekki út. Mannapinn hefur engar slíkar kenndir til okkar eða annarra dýra.

Aude; En allt hjá mannapanum er bara svo yfirgengilegt. Til hvers þarf hann allan þennan skóg, allt þetta svæði sem hann leggur undir sig. Hvernig væri að hann sýndi smá hógværð.

logged_forestAle. Það er eins og þú skiljir ekki þetta grundvallaratriði að það er aðeins eitt lögmál sem gildir. Það er að sá hæfasti til að lifa lifir, hinir deyja. Kallaðu það bara lögmál frumskógarins. Allt þetta sem þú ert að tala um hefur enga merkingu sem nær út fyrir þetta lögmál. Hógværð er bara þegar þú borðar ekki allt sem þú getur borðað í dag vegna þess að þá mundir þú fá meltingartruflanir og veikjast.

Aude; Ég hef nú samt áhyggjur af þessu. Hvað gerum við þegar að mannapinn kemur hingað til þess að höggva skóginn.

Ale; Það sem skiptir máli er dagurinn í dag. Við getum ekkert vitað hvað gerist á morgunn. Hvers vegna að eyða tímanum í að hafa áhyggjur af því sem enginn ræður nokkru um. Komdu bara aftur upp í tré og sveiflaðu þér eins og við hin. Nóg til af mangó og allt í goodí.

Aude sá að það var tilgangslaust að ræða áhyggjur sínar frekar við systur sínar. Hann stóð á fætur og teygði sig í næstu grein og vó sig upp í tréð.

Um leið og Ale ætlaði að fylgja honum fann hún fyrir sársauka í brjóstinu. Hún leit niður og sá blóð sitt drjúpa úr stóru gati í miðjum brjóstkassanum. Henni sortnaði fyrir augum og féll síðan máttvana á jörðina.

 

Þessi stutta frásögn er tileinkuð spjallvinum mínum Kristni Theódórs og DoctorE.


"persónukjör" er orðið persónulíkjör

voting1Það er augljóst á öllu að allir flokkarnir sem eiga fulltrúa á þingi eru mjög smeykir við að losa um hald sitt á því ferli sem gengur undir nafninu lýðræði hér á landi. Krafa fólks í Búsáhaldabyltingunni um minna flokksræði, var, eins og ég skildi hana, m.a. krafa um að hægt yrði að kjósa einstaklinga í stað lista eða flokka til þings.

Sú hugmynd um "persónukjör" sem er að veltast um í þinginu þessa dagana, er andvana svar við þeirri kröfu. Liðið lík og ekkert lík því sem verið var að mælast til. Nær að kalla hana "Frumvarp um persónulíkjör."

Frumvarpið er minniháttar breytingartillaga á ríkjandi fyrirkomulagi. Þess vegna sýti ég það litið þótt hún komist ekki í gegnum þingið. Samkvæmt henni og ríkjandi fyrirkomulagi þarftu ætíð að kjósa lista eða flokk, ekki einstaklinga.

Þess vegna er hugtakið "persónukjör", eins og að er notað af alþingismönnum um þessar mundir, afar villandi. Nær væri að þeir notuðu orðið "persónuröðun"  Þ.e. fólk fær að velja röð manna á listanum sem það kýs.

Ef þú ert ekki fylgjandi neinum flokki en gætir samt sem áður hugsað þér að kjósa einstaklinga sem í framboði eru á mismunand listum, verður þú að skila auðu eða hreinlega leiða kosningarnar hjá þér.

Til nánari glöggvunar er eftir farandi lesning góð.

Hugtakið persónukjör getur verið misvíðfeðmt og virðist rófið í þeim efnum vera eftirfarandi og er þá kostunum raðað eftir því hvað þeir ganga langt:


P0: Frambjóðendum er skipað á framboðslista og í þeirri röð sem framboðin, flokkarnir, kjósa t.d. að loknum prófkjörum. Kjósendur velja lista en fá engu breytt um röð frambjóðenda. Þessi leið felur því ekki í sér persónukjör en er tilgreind sem grunnviðmiðun.


P1: Kjósendur velja sem fyrr lista en geta haft áhrif á röðun frambjóðenda á þeim sama lista með umröðun, útstrikun eða með því að draga einhverja sérstaklega fram með krossamerkingum. Misjafnt er hver eru áhrif þessara breytinga allt frá því að vera óveruleg upp í að þau geti verið afgerandi sé þátttaka nægileg.


P2: Listum er stillt upp í óskaröð framboða allt eins og í P0 en röðunin er aðeins til leiðbeiningar kjósendum. Beinar merkingar þeirra ráða því alfarið hverjir veljast af listunum á þing.


P3: Nú er listum stillt upp óröðuðum þannig að kjósendur ráða því alfarið hverjir á listunum komast á þing – og fá enga leiðsögn til þess á kjörseðlinum eins og í P2.


P4: Næsta skref í persónukjöri er að kjósendur megi tína til frambjóðendur af fleiri en einum lista. Þar sem það er leyft fylgir því að jafnaði pólitísk ábyrgð í þeim skilningi að vali á frambjóðanda fylgir að listi hans fær tilsvarandi hlutdeild í atkvæði kjósandans. Þetta er þó ekki algilt.


P5: Frambjóðendur standa ekki á listum heldur bjóða sig fram sem einstaklingar. Víðast hvar er frambjóðendunum þó heimilt, ef ekki skylt, að gera grein fyrir flokkstengslum sínum á kjörseðlinum. Segja má að fyrirkomulag einmenningskjördæma falli undir þessa gerð persónukjörs. Einnig eru dæmi um fjölmenningskjördæmi með persónukjöri af þessu tagi.

Tekið úr grein af Visir.is sem má lesa alla hér

20081020__EARLY_VOTING1_HR~p1Af þessum kostum er ég hallastur undir P5. Best er þá að notast við fjölmenningskjördæmi (nema umtalverð fækkun verði á þingmönnum) og það ætti hreinlega að banna að sýna flokkstengsli á kjörseðlinum. Mér er ljóst að til þess að svo geti orðið þarf að breyta stjórnarskránni og kosningarlögunum í framhaldi af því. Þess vegna bind ég vonir við að stjórnlagaþing komi saman sem fyrst og að breytingatillögur þess verði til þess að hnekkja flokksræðinu og alvöru lýðræði komi í staðinn.

 

Að lokum; Ég staldraði við listann yfir "innlendar fréttir" neðst ásíðu mbl.is. Þær voru þessar;

Mér varð strax ljóst að þær átti að lesa í samhengi. Samfylkingin er áfram stærst vegna þess að kannabisræktin var stöðvuð. Enginn sátt um Breiðavikurmál og enn óvíst um sumarönnina þar. Eigið fé Strætó bs. neikvætt um 57% af eigum og þess vegna ekki fallist á bjórdrykkju að afloknum akstri.

Það mátti nýta sér kerfisvillu í netbanka (og stela milljónum) en maður fær 4 ára fangelsi fyrir fíkniefnainnflutning. Um 300 var sag upp í hópuppsögnum sem lagði loftnetsmastur á hliðina, og ég er ekki undrandi á því.


Karl Bretaprins neitar að biðjast afsökunar á ummælum sínum!

prince-charlesÞrátt fyrir áköf mótmæli mín og þar af leiðandi umtalverða aukningu á umferð Íslendinga á heimasíðu Karls Bretprins í dag, sem taka vildu þátt í að andmæla umælum hans þar sem hann hæddi mig og aðra Íslendinga svo til opinberlega, bólar ekkert á afsökunarbeiðni frá honum.

Fyrir mína parta skil ég tilvonandi þjóðhöfðingjann vel, því ummælin áttu sér aldrei stað, né gerðist neitt af því sem tengdist frásögn minni í pistlinum hér næst á undan.

Um var að ræða 1. apríl gabb.

Ég verð að viðurkenna að mér hefur sjaldan verið eins skemmt hér í bloggheimum og í dag/gær. Allan daginn var ég að vakta athugasemdir til að reyna forða því að upp kæmist við lestur athugasemdanna að þetta væri allt saman tilbúningur.

Ég greip til þess ráðs að fjarlægja nokkrar athugasemdir sem komu fljótlega frá glöggum lesendum og sem hefðu komið upp um gabbið. En nú hef ég birt þær aftur eins og sjá má í athugasemdahala pistilsins.

Rétt um 2000 manns lásu greinina og margir létu greinlega blekkjast af þessum græskulausa grikk og ég vona að hann eigi ekki eftir að draga neinn dilk á eftir sér, sem gæti samt vel gerst, einkum ef það kemur í ljós að einhver hafi í raun og veru sent prinsinum harðorð skilaboð. Það er vissulega hægt að koma til hans skilaboðum í gegn um heimsíðu hans, þótt ég efist um að þau fari beint í pósthólfið hans. Ég verð því að biðja Karl Bretaprins afsökunnar á að hafa notfært mér nafn hans og heiður á þennan vafasama hátt, og geri það hér með.

Ég birti hér fyrir neðan þær athugasemdir sem gerðar voru við "yfirlýsinguna", þ.e. undirsíðuna þar sem gabbinu var uppljóstrað og er vitnisburður þeirra sem létu blekkjast.

Urrrrrrrrrr... You had me gjörsamlega going there... Mér var rétt forðað frá því að gera þetta að milliríkjamáli... Þú ert heimsklassa hrekkjalómur, það get ég svarið :)

Ólafur Kr. Ólafsson (IP-tala skráð) 1.4.2009 kl. 01:13

2 Smámynd: Sólveig Þóra Jónsdóttir

Skammstu þín.

Sólveig Þóra Jónsdóttir, 1.4.2009 kl. 01:24

3 Smámynd: Sólveig Þóra Jónsdóttir

Grin

Sólveig Þóra Jónsdóttir, 1.4.2009 kl. 01:24

4 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

 

So sorrrrry Ólafur. Takk fyrir að taka þátt :)

Sólveig, alveg niður í stórutá Devil

Svanur Gísli Þorkelsson, 1.4.2009 kl. 02:02

5 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

 

fyrirgefðu Svanur ekki vildi ég eyðileggja skúbbið,  en auðvitað tókstu út athugasemdina, enda var ég ekki búin að kíkja.

Ég er bara nokkuð sperrt yfir að hafa fattað 1sta apríl, venjulega hleyp ég af göflunum þennan dag, bláeyg og saklaus! Tounge

Jenný Stefanía Jensdóttir, 1.4.2009 kl. 07:02

6 Smámynd: Grétar Eir

fíbl ;-) náðir mér gersamlega ;-) manni bregður ekki við neitt núorðið ! en flott ég hljóp .......... á vegginn

Grétar Eir, 1.4.2009 kl. 08:17

7

Jæja..alveg hljóp ég í hring ha,ha...þú náðir mér alveg þarna.

Þórey (IP-tala skráð) 1.4.2009 kl. 08:30

8

Mér fannst þessi viðbrögð frekar ólik þér. Þannig að mig grunaði 1 apríl.

Ingo (IP-tala skráð) 1.4.2009 kl. 09:33

9 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

 

Þette er í góðu lagi Jenný.  Ég læt allra athugasemdir koma fram í lok dags . Þá sjá allir hvernig þetta gekk fyrir sig :)

Æ Grétar minn. Vonandi nærðu mér seinna í staðinn.

Þórey; Devil Takk fyrir að taka þátt.

Ingó; Já þú segir nokkuð :)  Ég hef nú velt því fyrir mér hvernig ég mundi bregðast við ef svona nokkuð gerðist í raun og veru. Hvað heldur þú?

Svanur Gísli Þorkelsson, 1.4.2009 kl. 09:48

10

 

Góður þessi. En ég hefði alveg trúað þessu, enda ekki í fyrsta sinn sem meðlimur í bresku konungsfjölskyldunni hefur móðgað fólk. Prince Philip maður Elísabetar hefur átt nokkur góð móment:

t.d. þessi:

During a state visit to China in 1986, he famously told a group of British students: "If you stay here much longer, you'll all be slitty-eyed".

Og fleiri hér:

http://news.bbc.co.uk/2/hi/uk_news/1848553.stm

Kristján Úlfsson (IP-tala skráð) 1.4.2009 kl. 10:50

11 Smámynd: Jakob S Jónsson

Ég var farinn að leita að athgasemdadálkinum á heimasíðu prinsins. Fann hann hvergi og fór þá á "þjónustutakkann" sem þú hafðir útbúið. Ég tel mig nokkuð heppinn að hafa hvergi fundið athugasemdadálkinn. Þetta var glæsilegt aprílgabb.

Jakob S Jónsson, 1.4.2009 kl. 12:54

12

 

Góður, loksins eitthvað á íslensku netmiðlunum sem fékk mann til að brosa Grin

ASE (IP-tala skráð) 1.4.2009 kl. 12:55

13 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

 

Takk fyrir það Kristján, Jakob og ASE að taka þátt í gríninu.

Philip er nú alveg kapítuli út af fyrir sig Kristjánog það væri verðugt verkefni að taka saman alla skandalanna sem hann hefur látið út úr sér.

Svanur Gísli Þorkelsson, 1.4.2009 kl. 13:09

14

Þetta var eitthvert besta aprílgabb sem ég hef hlaupið! ég gerði dauðaleit á siðunni og var byrjaður á bréfi til Clarence House og allt það. Af því ég vinn í Bretlandi hef ég heyrt þessa brandara alla og var ekki skemmt. Takk fyrir - frábært.

Árni Helgason (IP-tala skráð) 1.4.2009 kl. 14:29

15

Hahahahahaha!!! Þetta var gott gabb :D Ég var orðin mjög æst yfir þessum dónaskap í prinsinum... Hahahaha! :D

Sunneva Lind (IP-tala skráð) 1.4.2009 kl. 14:35

16 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Brilljant.

Jenný Anna Baldursdóttir, 1.4.2009 kl. 14:37

17 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

 

Góður Árni LoL

Ég er næstum farinn að trúa þessu sjálfur Sunneva Lind. Frown

Takk Jenný mín.

Svanur Gísli Þorkelsson, 1.4.2009 kl. 14:48

18

Ég held að þú hefðir verið fljótur að svar Karli og notað húmorinn að vopni.

Ingo (IP-tala skráð) 1.4.2009 kl. 14:59

19 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

 

Aaa.  Auðvitað maður.

Mér fannst þetta eitthvað reifarakennt en frásögnin að öðru leiti svo sannfærandi.  Þ.e það reifarakenda var að prinsinn hefði gefið sig á tal við þig si sona með þessum hætti.  Hálf ævintýralegt.

En þú náðir mér.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 1.4.2009 kl. 15:46

20 Smámynd: Magnús Sigurðsson

 Shy Whistler 





Magnús Sigurðsson, 1.4.2009 kl. 17:12

 

  


Karl Bretaprins gerir grín að Íslendingum og segir þá skulda Elízabetu móður sinni peninga.

new%20bath%20spa%20cornerKarl Bretaprins heimsótti borgina Bath í gærdag, (heimaborg mína um þessar mundir) þar sem hann var viðstaddur formlega opnun nýrrar viðbyggingar sem er yfir einu náttúrulegu heitavatns-baðlindinni í Bretlandi; Sjá Bath Spa.

Lindin sem hefur verið í notkun allt frá dögum Rómverja, hlaut  mikla andlitslyftingu þegar yfir hana var byggt umdeilt en veglegt húsnæði. Karl er mikill áhugamaður um byggingalist og varð því við  boði borgaryfirvalda að opna viðbygginguna formlega.

Til að gera langa sögu stutta, var ég einnig viðstaddur opnunina. Kannski af því að ég er frá landi þar sem heitavatns lindir eru algengar, og hafði að auki komið að gerð kynningarmyndbands fyrir staðinn, var mér boðið að vera einn gestanna.

Karl sem mætti með fríðu föruneyti, klippti á borðann og hélt síðan stutta ræðu við þetta tækifæri. Þar næst sté hann úr pontu og gaf sig á tal við viðstadda sem stóðu í litlum hópum vítt og breitt um viðhafnarsalinn.

BathSpaRooftopPoolSvo vildi til að ég var í fyrsta hópnum sem hann staldraði við hjá þar sem ég var þarna í boði kynningarfulltrúa staðarins. Kynningarfulltrúinn kynnti alla í hópnum og Karl tók í hönd þeirra. Þegar hann koma að mér (ég var síðastur) rak Karl þegar í stað augun í lítið merki með íslenska fánanum sem ég bar í jakkabarminum.  "Oh, have you ever been to Iceland"  spurði hann um leið og hann benti á barmmerkið.  "I am in fact Icelandic sir," svaraði ég. Hann brosti og spurði svo sposkur; "Any chance you fellows will ever pay may mother what you owe her? ." Ég varð skiljanlega hálf hvumsa en gerði mér samt strax grein fyrir hvað hann var að fara. Hann var að skýrskota til  leigu sem eitt af útrásarfyrirtækjum Íslendinga hafði ekki getað greitt Elísabetu drottningu þegar það fór á hausinn. Fyrirtækið (Kaupþing) hafði aðsetur í einni af mörgum eignum drottningar sem hún á í miðri London. Fréttir um málið höfðu birtist fyrir skömmu á Íslandi,   m.a. hér.

Prince%20CharlesÉg ætlaði að fara að svara honum einhverju, þegar hann spurði aftur; "What is the capital of Iceland? About three quids isn't it?" Svo snéri hann í mig baki og gekk hlæjandi yfir að næsta hóp.

Allt í kringum mig var fólk sem vel hafði heyrt það sem prinsinn sagði. Það skellihló með honum, að mér.

Það fyrsta sem ég gerði eftir að ég kom heim var að skrifa harðorð mótmæli á heimasíðu Karls Bretaprins fyrir ókurteisi hans og hótfyndni, ekki bara í minn garð, heldur lands míns og þjóðar hverrar gestrisni hann sjálfur hefur notið.

Þeir sem vilja taka þátt í að gefa honum orð í eyra geta gert það hér á heimasíðu hans hátignar.

 

 

 

 

 

Ef þér gengur illa að finna "athugasemdaflipann" á síðu Karls, geturðu skrifað undir sérstaka yfirlýsingu sem ég hef undirbúið  hér.

 


Þjóðstjórn á Íslandi eftir kosningar

c_documents_and_settings_eythor_desktop_blog_is_geir_og_ingibjorgEf fer sem horfir mun næsta ríkisstjórn landsins verða mynduð af Samfylkingu og Vinstri grænum. Kosningarnar virðast í dag miðað við skoðannakannanir, nánast formsatriði. Vonir F, L  og O lista um að koma að fólki á þing, eru daufar. 5% reglan sér fyrir því.

Sjálfstæðisflokkurinn mun hvíla sig "á bekknum" eins og Jóhanna orðar það, næstu fjögur árin og Framsókn mun halda áfram að reyna finna sér tilverurétt. -

Starfskraftarnir sem er að finna í flokkunum utan ríkisstjórnar, munu ekki nýtast þjóðinni nema að takmörkuðu leiti.

Öflug stjórnarandstaða er ávísun á seinkun mála þegar hraði er mikilvægur, óeiningu þegar eining er mikilvæg og þras þegar stefnan þarf að vera skýr.

Samt tala allir flokkar um að úr aðsteðjandi vandamálum verði ekki greitt nema að allir landsmenn leggist á plóginn.

Með það í huga legg ég hér með til að stjórnarandstaðan verði lögð af. Ég er ekki að grínast!!

Miðað við aðstæður væri farsælast að mynduð yrði þjóðstjórn allra flokka og lista sem eiga fulltrúa á þingi eftir kosningar. Þjóðstjórn  sem bundin væri af sterkum og vel skilgreindum stjórnarsáttmála  mundi vonandi breyta pólitísku landslagi þjóðarinnar til frambúðar. Ekki veitir af.

Ábyrgðin fyrir endurreisn landsins félli á alla flokka jafnt sem og hólið, ef vel til tekst. Eftir að hafa lesið samþykktir landsfundanna, get ég ekki betur séð en það sé hvort eð er miklu fleira sem sameiginlegt er með hugsjónum  og jafnvel áherslum flokkanna fyrir nánustu framtíð, en það sem á milli ber.

Hafi verið ástæða til þess að mynda þjóðarstjórn áður en síðasta ríkisstjórn féll, eins og tillaga kom fram um, er tvöfalt meiri ástæða til þess í dag. Þeir sem lögðust harðast gegn þjóðstjórninni eru farnir frá og kröfum þeirra að öðru leiti um ákveðna hreinsun í embættismannkerfinu verið fullnægt. Afar erfiðir tímar eru framundan sem þjóðin þarf að takst á við jafnframt sem hún gerir kröfu til meiri samvinnu, gagnsæis og heiðarleika en áður hefur tíðkast. -  Þjóðstjórn er lausnin -


"Eins og álfur út úr hól"

kps09040575Íslendingar elska skáldin sín enda menning þeirra að stórum hluta byggð á skáldskap. Enn í dag, og ég hygg að það sé einsdæmi á meðal þjóða heimsins, koma Íslendingar saman í þeim einum tilgangi að yrkja og hlusta á aðra yrkja.

Að kasta fram stöku við öll möguleg tækifæri er jafnmikil andleg þjóðaríþrótt og glíman er líkamlega. Að geta komið áleiðis meiningu sinni í bundnu og hug-mynda skreyttu eða rímuðu máli, þykir næg ástæða til að hljóta æðstu hylli, bæði í lifandi lífi og að fólki gengnu.

Sem dæmi þá hvíla  bein  (mest af þeim alla vega) aðeins tveggja einstaklinga í þjóðargrafreitnum á Þingvöllum. Báðir voru og eru elskuð og dáð skáld. Þá kemur íslenskur þingheimur saman einu sinni á ári þar sem andlega þjóðaríþróttin er í hávegum höfð og gráglettnar vísur, limrur og ferskeytlur fljúga um sali.

Í óbundnum skáldskap, sem er ekki síður mikilvægari grein íslenskrar menningar, þykja best þau skáld sem ekki þurfa að segja alla söguna beinum orðum heldur kunna að nota sér líkingamálið og skýrskotannir. Fólki er þá frjálst að lesa út úr frásögninni eins og því best lætur.

FairyLandWEBÍ pólitík er þessi frásagnartækni oft notuð, sérstaklega þegar koma þarf höggi á andstæðinginn á þann hátt að hann geti ekki vel svarað fyrir sig. Sumir kalla það að senda eitraðar pillur, aðrir kalla það bakstungur.

Gott dæmi um þetta er að í gær sté í pontu á fjölmennum fundi eitt af hinum dáðu skáldum þjóðarinnar. Í þaulhugsaðri ræðu sinni talaði hann m.a. um núverandi forsætisráðsfrú. Þegar hann vildi lýsa viðbrögðum hennar greip hann til gamallar íslenskrar líkingar og sagði hana hafa verið eins og "álfur út úr hól", og bætti svo við til að leggja enn frekari áherslu á þetta atriði; "enda lítur hún út eins og álfur út úr hól."

Á fundinum var mikið hlegið að þessu "gríni" skáldsins. Máltilfinningin sagði flestum fundargestum það, að vera eins og "álfur út úr hól",  merki að hún væri utangátta og að,  hún liti út eins og álfur út úr hól,  merki að hún líti skringilega út.

Aðrir vissu að ekkert í þessari ræðu var vanhugsað og skildu að öllu lymskulegra háð var á hér á ferðinni. Íslenska orðið álfur er bein þýðing á enska orðinu "fairy" sem jafnframt er slanguryrði um samkynhneigt fólk. Þar sem forsætisráðsfrúin er samkynhneigð, er háðið skírskotun til kynhneigðar hennar "undir rós". 


10 einkenni Alzheimer.

Hinum skelfilega sjúkdómi Alzheimer hefur verið skotið inn í umræðuna, alltént með ósmekklegum hætti. Það hlýtur að vera einsdæmi að fyrrum "landsfaðir" þjóðar lýsi því yfir á fjölmennum og fjölmiðalvöktuðum fundi, að hann vonist til að annar nafngreindur einstaklingur sé haldinn Alzheimer.

Flesti sjúkdómar takmarka getu þína til að njóta dagsins og jafnvel framtíðarinnar. Alzheimer rænir þig ekki bara nútíð og framtíð, heldur fortíð þinni líka. Minningarnar og tilfinningarnar sem tilheyra þeim, ástvinir og hugmyndirnar sem við varðveitum með okkur um þá, hverfa í móðuna sem heitir Alzheimer. Alzheimer rænir þig að lokum öllu sem gerir þig að þér.

Sem tilraun til þess að umræðan fari ekki öll í vandlætingu á höfundi téðra ummæla, þótt hún kunni að vera verðskulduð , birti ég hér að neðan 10 algengustu einkenni sjúkdómsins sem kenndur er við Alzheimer.

Minnisleysi

Fólk gleymir oft nýlegum upplýsingum og getur ekki munað þær, jafnvel þó síðar sé.

Eðlilegt er að ; Gleyma stöku sinnum nöfnum og dagsetningum.

 

Að eiga erfitt með að framkvæma dagleg verk.

Fólk á í erfiðleikum með að skipuleggja og framkvæma dagleg verk. það getur átt í erfiðleikum með að elda mat, velja símanúmer eða taka þátt í leikjum.

Eðlilegt er að; Muna ekki endrum og eins hvers vegna þú fórst inn í herbergið eð a hvað þú ætlaðir að segja.

 

Erfiðleikar með mælt mál 

 Fólk með Alzheimer sjúkdóminn, man oft ekki einföld orð eða nota í stað þeirra óalgeng orð þannig að erfitt verður að skiljamálfar þeirra. Það er kannski að leita að tannbursta og segir þá; "þetta sem ég set í munninn".  

Eðlilegt er að; Fólk lendi af og til í erfiðleikum með að finna rétt orð.

 

Að ruglast á tíma og staðsetningu.

 Fólk með Alzheimer getur villst í nágrenni heimilis síns, gleymt með öllu hvar það er statt og hvernig það komst þangað sem það er statt og veit ekki hvernig það á að komast heim.

 Eðlilegt er að; gleyma stundum hvaða dag þú átt að vera einhversstaðar.

 

Slæm dómgreind.

 Þeir sem þjást af sjúkdóminum eiga það til að klæða sig á óviðeigandi hátt, geta farið í margar peysur á heitum degi eða litlu sem engu í köldu veðri. Dómgreind þeirra er skert og það getur átt það til að eyða háum peninga-upphæðum í símasölumenn. 
 

Eðlilegt er að; Gera eitthvað kjánalegt endrum og eins.

 

Að eiga erfitt að hugsa rökrétt 

Alzheimer sjúklingar eiga venjulega erfitt með að framkvæma flókin verk, gleymir gildi talna og hvernig á að nota þær.  
 

Eðlilegt er að; Finnast erfitt að reikna saman í huganum stöðuna á kortinu þínu.

 

Að týna hlutum 

Fólk með Alzheimer á það til að setja hluti á mjög óvenjulega staði; straujárnið í ísskápinn eða úrið sitt í sykurskálina.

Eðlilegt er að; Finna ekki lyklana eða veskið sitt af og til.
Breytingar á skapferli 

 Alzheimer sjúklingar geta sýnt mjög skjóttar skapferlisbreytingar. Frá ró getur grátur sótt að því og síðan reiði, án sýnilegra orsaka.

Eðlilegt er að; Að finna til sorgar eða reiði af og til.

 

Breytingar á persónuleika

Persónuleiki Alzheimer sjúklingar getur breyst mjög mikið. Þeir verða mjög ringlaðir, finnst annað fólk grunsamlegt, verður auðveldlega hrætt og háð öðrum fjölskyldumeðlimum. 

Eðlilegt er að; Persónuleiki fólks breytist lítillega með aldrinum.
Skortur á frumkvæði 

 Alzheimer sjúklingar geta misst allt frumkvæði. Það getur setið fyrir framan sjónvarp klukkustundum saman, sefur meira en vant er og vill ekki taka þátt í daglegum störfum. 

Eðlilegt er að; Verða þreyttur á vinnunni eða samfélagskyldum.

Skálmöld, vargöld

Ég var ekki fyrr sestur til að skrifa um vopnahjal og yfirlýsingar nokkurra bloggara um að tími væri kominn til að "grípa til vopna" til að mæta aðgerðaleysi stjórnvalda í hinum ýmsa vanda sem að þjóðinni steðjar, þegar ég rak augun í digurbarkalegar yfirlýsingar ræðumanns á landsfundi Sjálfstæðismanna. Þar hvatti hann til vígbúnaðar flokksins.  Er þetta er það sem koma skal;  Skálmöld og vargöld á Íslandi?

attackOrð eru til alls fyrst stendur einhvers staðar en spurningin er hvort einu úrræðin sem þjóðin hefur sé að finna sér "ný sverð" til að berjast með. Ég skil það vel að fólk sé komið á fremstu snös og grípi því til svona orðalags þótt því sé ekki ætluð bókstafleg merking. En það getur ekki virkað öðruvísi en olía á eld þeirra sem dottnir eru fram af, sérstaklega þegar því er slegið upp, eins og vænta mátti, svo til án skýringa, í fyrirsögnum fjölmiðlanna.

Hvað gerist ef að róttækir aðgerðarsinnar taka "sjálfstæðishetjuna" á orðinu? Hvað gerist ef að þeir láta verk fylgja þeim orðum sem þeir hafa þegar látið falla í heyrenda hljóði? Ég vil ekki hugsa þá hugsun til enda.

Ég birti fyrir skömmu lista yfir fjölda friðsamlegra aðgerða sem aðgerðarsinnar gætu gripið til. Þau voru tekin upp úr umfangmikilli rannsókn sem gerð hefur verið á ferli mótmælaaðgerða víða um heim.  En aðgerðasinnar vita að sú hætta er ætíð fyrir hendi að aðgerðirnar fari úr böndunum og verði ófriðsamlegar. Smjörþefinn af slíku sáu Íslendingar um áramótin s.l. Næstu skref, séu þau tekin, geta verið skipulagðar ófriðsamlegar aðgerðir. Það er ástand sem fáir vilja örugglega sjá en óvarleg orð gætu hrundið af stað þegar óánægjan grasserar óhindruð í samfélaginu.

Hér


Að drekka heitt te getur valdið krabbameini.

teapot2Það er vandlifað í þessum heimi og margt mannanna bölið. Maður var ekki fyrr búinn að venja sig af kaffiþambinu, þegar þetta kemur í bakið á manni.

Að drekka of heitt te er nú talið geta valdið krabbameini í vélinda, rétt eins og reykingar og brennivínsdrykkja.

Það eru alla vega niðurstöður íranskra lækna sem undruðust háa tíðni krabbameins í vélinda meðal fólks sem hvorki reykir eða drekkur áfengi. Um það fjallar frétt BBC sem er að finna hér í fullri lengd.

Ólíkt því sem gengur og gerst í mið-austurlöndum nota vesturlandbúar mjólk út í tevatnið sem kælir það nægjanlega til að það verði ekki skaðlegt, eða niður fyrir 70 gráður.

Einkum eru Bretar þekktir fyrir þennan sið, sem er talin algjör helgispjöll á drykknum þegar austar dregur. Annars fjallaði ég ekki fyrir löngu um hvernig á að gera fullkominn tebolla. Áhugasamir sem ekki sáu þann "gagnmerka pistil" geta fundið hann hér.


Mikil litadýrð í íslenskri pólitík, segir Dr. Phil

Dr. Phil sem spáir í tölur, bókstafi og liti sendi mér orðsendingu þar sem hann spáir í ástandið á Íslandi og hvernig hið pólitíska landslag kemur honum fyrir sjónir næstu vikur. Hann sagði réttilega fyrir um að viðbótar-framboðin við F, V,S,D, og B listana yrðu; P,L, og O. Sjá hér

Það var í fyrsta sinn sem hann spáði fyrir um óorðna hluti sem tengjast landinu fyrir utan þá sem tengjast gengi handboltalandsliðs karla, nú síðast um leikinn gegn Eistum. Hann lofaði eftir leikinn að gera  kosningunum sem framundan eru nánari skil, en vegna þess að margir hafa um það beðið, féllst hann á að gera einskonar milli spá um stöðuna fram að kosningum.

northern-lightsMillispá Dr. Phils.

Mikil ólga er í litunum á Ísandi þessa dagana og þeir minna helst á norðurljósin.

Litirnir sem núna ólga munu skjótt byrja að blossa á þann hátt sem íslendingar hafa aldrei orðið vitni að áður. Í stuttan tíma munu litirnir leyftra með ofsa og reyna að sundra hver öðrum, en verða svo skýrir aftur. 

Tveir grænir litir eru nokkuð áberandi, annar verður daufari en hann hefur nokkru sinni áður verið, hinn skærari en hann hefur nokkru sinni verið. Tengsl eru á milli litanna sem varða brúna og gráa litinn.

Bláu litirnir eru líka tveir og þar yfirtekur sá sterk-blái ljósbláa litinn þannig að hann sést varla.

Rauði liturinn er mest áberandi um þessar mundir og hann mun halda styrk sínum.

Á milli þessara lita má sjá appelsínugult flökt sem er mjög áberandi en samt veikt. Framtíð þess er mjög óljós og veltur á eldingunni. 

 Aðrir litir eru svo óskýrir að þeir greinast ekki.

Yfir öllum þessum litadansi liggur risastór himinblár og styrndur hjúpur sem allir litir óttast. Sérstaklega þó fánalitir þjóðarinnar.

Af bókstöfum er það að segja að allt er við það sama nema að P er orðið ansi dauft og óvíst að hann verði meðal hinna stafanna á ögurstundu.

PS. 

Viku fyrir kosningar mun ég segja þér nákvæmlega hvernig tölustafirnir haga sér. Eitt get ég samt sagt um þær nú; Þeir hafa aldrei fyrr verið eins lágir og aldrei fyrr verið eins háir.


Sársauki fórnarlambs nauðgara í myndum

Eyes_Zoom8_CL250_Zoom4_CL250_Zoom2_CL250Í mörg ár þurfti Fatíma að þola nauðganir og aðra kynferðislega misnotkun þar sem hún ólst upp hjá strangtrúaðri fjölskyldu sinni í Abu Dhabi. Hún þoldi ofbeldið í mörg ár án þess að segja móður sinni frá því. Henni tókst að lokum að flýja land og dvelst núna í Bandaríkjunum. Í dag er hún 26 ára og hér segir hún sögu sína og hvernig ljósmyndun varð að leið fyrir hana til að tjá sársauka sinn.

Myndin er krækja á myndband frá BBC sem sýnir nokkarar af myndum Fatímu og undir þeim talar hún um líf sitt.


Hver þekkir hvern, hver elskar hvern

Ég veit alveg að þessi fyrirsögn er eins og titill á slúðursíðu og ég verð að viðurkenna það, að slúður hefur stundum slæðst inn í bloggin mín. Svo er þó ekkiif-logo-cb um þennan pistil og þeir sem eru í leit að góðri kjaftasögu þurfa því ekki að lesa lengra. Fyrirsögnin er þó alveg í samræmi við efni greinarinnar eins og þeir munu komast að sem hafa nennu til að stauta sig í gegnum eftirfarandi;

Ég hef stundum lagt mig eftir því að taka þátt í umræðu um trúmál hér á bloggslóðum. Auðvitað er fólk mismunandi statt í þeim efnum, sumir trúlausir, aðrir mjög trúaðir en flestir láta sér fátt um finnast, kannski vegna þess að þeir álíta trú sína vera einkamál. Aðrir vegna þess að þeir hafa yfirleitt lítinn áhuga á málefninu og því ekki gert sér far um að kynna sér það.

Ég hef samt tekið eftir því í þessum viðræðum að flestir tala út frá tiltölulega þröngri sýn á trúarbrögðin yfirleitt. Þeir sem eru trúlausir lýsa gjarnan yfir vanþóknun sinni á öllu sem trú viðkemur en þeir sem segjast trúaðir  er vel kunnugt um boðskap sinnar eigin trúar en vita lítið um önnur trúarbrögð. Það bendir til að þeir hafi eins og reyndar er um okkur flest, látið fæðingarstað og menningu hans, ráða trú sinni. - Það þýðir að ef viðkomandi hefði t.d. verið fæddur og uppalinn í Burma, mundi hann eflaust vera dyggur Búddisti.

Ég nálgast trúmál öðruvísi. Vegna þess hafa margir átt erfitt með að skilja sjónarmið mín og hvað liggur þeim til grundvallar. Sem tilraun til að bæta úr því, langar mig að koma eftirfarandi á framfæri:

Frá alda öli hefur trú manna og trúarbrögð þeirra skipt mestu máli í lifi þeirra. Ég á ekki bara við þá sem sérstakan áhuga höfðu á trúmálum, heldur gjörvallt mannkynið. Allt frá æsku og fram á dauðadægur, gerðu menn og konur, um aldir og um allan heim, það sem þau gerðu, vegna þess að trúarbrögð þeirra kváðu á um að svona skyldi gert. Og ef þau gerðu eitthvað stórkostlegt eða sérstakt, var það helgað þeim guði sem þau trúðu á. Þannig gekk lífið fyrir sig í stórum dráttum í öllum heimsálfum jarðarinnar. Guðirnir voru nefndir mismunandi nöfnum, en þegar grannt er skoðað var afstaða fólks til þeirra og trú afar áþekk.

Spurningarnar sem vakna fljótlega eftir að fólk byrjar að kynna sér trúmál eru margar og meðal annarra þessar; 

hvernig stendur á því að trúin var og er enn svona öflugur áhrifavaldur í lífi fólks?

Í öðru lagi, af hverju aðhyllist fólk kenningar einna trúarbragða en hafnar öðrum?

Og í þriðja lagi, hvers vegna hafa kenningar trúarbragðahöfundanna svona mikil áhrif á meðal fólks að það reynir að lifa eftir þeim, jafnvel í þúsundir ára, á meðan kenningar annarra kennimanna, jafnvel þótt þeir séu voldugir konungar eða þjóðarleiðtogar, falla fljótt í dá og gleymsku og lifa jafnvel ekki þá sjálfa?

Heimspekikenningar Sókratesar og Platós, Konfúsíusar og Lao-Tse, Aristótelesar og Kants, blönduðust inn í menningarheimana, en kenningar þeirra virkuðu eins og stuðningur við ríkjandi kenningar sem komu frá trúarbragðahöfundunum.

Hvers vegna túum við? 

Svarið við fyrstu spurningunni má rekja til þarfa sem allir menn eiga sameiginlegar. Látum liggja á milli hluta hvernig þær þarfir eru tilkomnar. Þarfirnar eru tvær og sú fyrri lýsir sér best í þorsta mannskepnunnar eftir því sem við getum kallað samheitinu þekkingu. Strax eftir fæðingu byrjar þekkingaröflun okkar og hún helst út ævina eða svo lengi sem við höfum heilbrigði til.

Hinn þörfin kemur best fram í  þrá okkar eftir að eiga samneyti við hvert annað í öryggi og elsku. Yfir þessa þrá eftir að elska og vera elskuð getum við notað samheitið ást eða kærleika. Þessi þörf blandast kynþörf okkar og tengist vissulega hvötum okkar til að vernda og viðhalda "tegundinni" en teygir sig líka að mörgu leyti langt út fyrir þann ramma.

Þessar tvær eðlislægu hvatir fléttast oft saman. Við elskum þekkinguna og við viljum þekkja það sem við elskum. Þeir vitsmunir sem mannskepnan ræður yfir greir henni kleift að skilja samhengi hluta. Sá skilningur krefst hugtaks sem við köllum "tilgang". Við skilgreinum tilgang allra hluta sem við þekkjum. Í ljósi tilgangs síns fær hluturinn merkingu.  

Um leið og spurningin um "tilgang" okkar sjálfra er spurð veltur svarið á hvernig eðlislægu hvatirnar, að elska og þekkja, bregðast við hjá hverju og einu okkar. Hvenær það gerðist fyrst í þróun mannsins er ekki vitað, en það gerist enn hjá okkur öllum, einhvern tímann á lífsleiðinni. Það sem við í daglegu tali köllum trú, er þegar við yfirfærum þessar hvatir yfir á guðdóm. Guðstrú er með öðrum orðum þörfin til að þekkja og elska "Guð" í því tilfelli, með það fyrir augum að setja sjálfan sig í samhengi (finna tilgang) við alheiminn.

Hvers vegna bara "mín" trú?

Flest okkar hafa alist upp við ákveðna gerð trúarbragða. Í heiminum öllum eru fjöldi trúarbragða og óteljandi undirflokkar eða kvíslir út frá þeim sem stundum eru kallaðir sértrúarflokkar. Stærstu trúarbrögðin eru; Kristni, Íslam, Búddismi, Gyðingatrú og Hindúatrú. Að auki eru til aragrúi af ýmsum átrúnaði sem ekki tengjast þessum stóru trúarbrögðum á neinn augljósan hátt. Mörg trúarbrögð áttu áður stóra hópa fylgjenda en eru í dag aflögð með öllu.  

Á Íslandi er það hin Kristna Evangelíska Lúterska Kirkja sem er ríkistrú. Frá blautu barnsbeini hefur okkur verið innrætt túlkun Marteins Lúters á Kristindóminum og að hún sé sú eina rétta. Jafnframt er okkur innrættur ákveðnir fordómar gagnvart öðrum trúarbrögðum, því túlkun Lúters var sú að Kristur væri sonur Guðs, upphaf og endir allra leiðbeininga frá Guði.

Það sama er upp á teningum hjá flestum fylgjendum annarra trúarbragða. Múslímum er kennt að Múhameð sé "innsigli spámannanna" og að hann sé sá síðasti í röð boðbera Guðs. Gyðingar trúa því að Móses einn hafi haft umboð til að setja lög fyrir Guðs hönd og Búddistar telja að engir fái uppljómun eða komist í Nirvana nema með því að fara eftir kenningum Búdda. Fáir skeyta um að boðskapur þessara trúarbragða er sem fyrr segir afar áþekkur á marga lund og það er miklu meira sem flytjendur þeirra eiga sameiginlegt en það sem á milli skilur. Fólk er yfirleitt miklu uppteknara af lömpunum sjálfum en ljósinu sem frá þeim skín.

Hvers vegna hafa kenningar trúarbragðahöfundanna svona mikil áhrif?

þrennt eiga allir þessir trúarbragðahöfundar óumdeilanlega sameiginlegt. Þeir segjast allir hafa umboð til þess að leggja öðrum mönnum lífsreglurnar og boða í því sambandi ákveðna siðfræði. Annað, að kenningar þeirra hafa náð að breiðast út, þrátt fyrir harða andstöðu ríkjandi stjórnvalda og trúarleiðtoga, og verða að lokum undirstaða menningar sem gjarnan er við þá kennd. Eftir mikla mótstöðu og nokkuð langan tíma voru það stundum  konungar sem tóku trúna og gerðu hana að ríkistrú sem síðan varð til þess að hún breiddist út um álfur. Þannig var t.d. með Kristna trú og Búddisma. Íslam voru það kalífarnir sem lögðust í landvinninga og þeim fylgdi trú Múhameðs.

Að valdhafar gerðu einn eða annan átrúnað að ríkistrú var alls ekki svo óalgengt, en að átrúnaðurinn lifði þá, yrði áhrifaríkari og útbreiddari en ríki þeirra var nokkru sinni, gerðist ekki oft. En þannig er með stærstu trúarbrögð mannkynsins sem gjarnan eru því nefnd "heimstrúarbrögð".  Í raun má segja að ein af bestu sönnunum fyrir því að stofnendur trúarbragðanna hafi raunverulega haft "guðlegt" umboð, sé hversu mikil og varanleg áhrif kenningar þeirra höfðu á mannkynið og sögu þess. Kenningum þeirra fylgdi kraftur sem ekki fylgdi kenningum venjulegra manna.

Þriðja atriðið sem sameiginlegt er með trúarbragðahöfundunum er að þeir segjast allir vera tengdir hver öðrum á andlegan hátt. Þeir viðurkenna umboð forvera síns, líkt og Kristur viðurkenndi Móses og Múhameð Krist, og þeir segjast allir munu snúa aftur "í fyllingu tímans." Í öllum trúarbrögðum er að finna fyrirheitið um "guðsríkið" á jörðu. Þetta er ástæðan fyrir því að margir gyðingar sá Messías í Kristi og margir hindúar sáu Budda sem endurkomu Krishna. Sjálfir halda trúarbragðahöfundarnir því  fram að hlutverk kenninga þeirra sé að leysa af hólmi kenningar forvera þeirra sem hafi spillst í meðförum manna og því sé nauðsyn á endurnýjun.

Þennan skilning á trú og trúarbrögðum sæki ég til minnar eigin trúar sem hægt er fyrir áhugasama að fræðast um á krækjum (Bahai)  hér til vinstri á bloggsíðunni.


Kína ræður för

dalai_lamaÆgivald Kína yfir þjóðum heimsins verður æ ljósara. Íslendingar fengu smjörþefinn af því þegar að Jiang Zemin kom til landsins 2002 og Falun Gong meðlimum var annað hvort bannað að koma til landsins til að mótmæla eða þeir settir í stofufangelsi.

Nú hafa Suður-Afrísk stjórnvöld neitað Dalai Lama um vegbréfsáritun svo hann kemst ekki á ráðstefnu sem halda á í vikunni í Jóhannesarborg. Ráðstefnan er tengslum við fyrirhugaða heimsmeistarakeppni í fótbolta sem haldin verður í landinu 2010 og þar mun verða rætt um hlutverk íþróttarinnar í barráttunni við kynþáttahyggju. Ástæðan er, er sögð af stjórnvöldum í Pretoríu " að koma Dalai Lama mundi ekki þjóna hagmunum Suður-Afríku sem stendur".

Nú skilst mér að það standi til að Dalai Lama muni heimsækja Ísland. Það verður fróðlegt að fylgjast með viðbrögðum kínverskra yfirvalda þegar nær líður að þeirri heimsókn og enn merkilegra að fylgjast með viðbrögðum íslenskar stjórnvalda.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband