Geymdu barnið sitt í frosti í nær 11 ár

Shani Moran SimmondsÞessi litla stúlka heitir Shani Moran Simmonds. Hún var getin árið 1996 en fæddist ekki fyrr en árið 2006. Líffræðilega er hægt að segja að hún sé bæði 14 ára og þriggja ára. Hún er talið elsta "frostbarnið"  (frostie) í heiminum.

Foreldrar hennar heita Debbie og Colin og búa í Bretlandi. Þau reyndu árangurslaust að eignast barn á árunum 1995-6. Læknarnir sem þau leituðu til komust að því að báðir eggjaleiðarar Debbie voru stíflaðir.

Læknunum tókst samt að taka úr Debbie talvert af eggfrumum og frjóvga þau með sæði Colins. En þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir tókst ekki að fá fóstrin til að lifa eftir að þeim hafði verið komið fyrir í Debbie.Að lokum gáfust þau upp og eftir það sættust þau á að þeim yrði ekki barna auðið.

Í 11 ár greiddu þau samt 150 pund á ári fyrir frostgeymslu á þeim fóstrum sem eftir voru án þess þó að hafa nokkra von um að þau mundu nokkru sinni verða að börnum.

Í Bretlandi er löglegt að geyma fóstur í allt að 10 ár og aðeins lengur ef læknar telja einhverja von um að mögulegt sé að koma þeim á legg. Þegar að þeim hjónum var tilkynnt um að árin 10 væru úti og fyrir dyrum stæði að eyða fóstrunum ákváðu þau að reyna einu sinni enn. Tækninni hefur fleytt fram á þessum tíma og ný lyf til að örva vöxt fóstra komið fram.

Colin og Debbie Moran SimmondsTveimur fóstrum var komið fyrir í Debbie og í þetta sinn hafnaði líkami hennar bara öðru fóstrinu. Debbie varð ófrísk og ól heilbrigða og fallega dóttir eftir eðlilega meðgöngu.

Saga Debbie og Colins er vitaskuld miklu flóknari og lengri en hér verður við komið að segja frá, en þeir sem hafa áhuga á að kynna sér þessa óvenjulegu frásögn geta nálgast hana á enskri tungu hér. 


Hafa rétt til að vera jafn óhamingusamar og karlar

unhappy%20coupleAð skoða samtímann í ljósi viðtækra og marktækra skoðanakannana, gefur okkur m.a. tækifæri til þess að sjá hvaða áhrif ný hugmyndafræði hefur á samfélagið.

Fyrir 1970, áður en kveinréttindabaráttan náði hámarki á vesturlöndum, fór fram viðamikil skoðanakönnun sem sýndi að konur álitu sig öllu jafna, umtalsvert hamingjusamari en karlar.

Á síðustu 30 árum hafa tækifæri kvenna til að velja hvort og hvenær þær kjósa að stofan til fjölskyldu og barneigna, til að ganga menntaveginn og til að láta að sér kveða í stjórnmálum og atvinnulífi, aukist til muna. Jafnrétti kynjanna hefur verið lögfest í vel flestum löndum vesturheims.

Niðurstöður nýrrar bandarískrar könnunar sem einnig náði til Evrópulandanna og kynnt hefur verið undir nafninu "Mótsögnin um minnkandi hamingju kvenna" sýnir að hamingja kvenna er nú til jafns við það sem gengur og gerist á meðal karla.

Þeir sem stóðu fyrir könnuninni viðurkenna að konur séu í dag líklegri til að segja hug sinn allan en  þær voru þegar viðmiðunarkönnunin var gerð um 1970. Þannig er mögulegt að niðurstöður þeirrar könnunar hafi verið skekktar af tilhneigingu kvenna á þeim tíma, til að látast vera sáttar við sinn hlut, vegna þess að almenn viðhorf styrktu þá ímynd kvenna að þær ættu helst heima í eldhúsinu, uppteknar af barnauppeldi.

Ein af spurningunum sem vakna þegar rýnt er í þessa nýju könnun er hvort þau karllægu gildi sem svo greinilega ráða lögum og lofum í samfélaginu og konum er boðið að tileinka sér, hafi þær áhuga á að neyta jafnréttis síns, séu yfirleitt til þess fallin að auka hamingju fólks. 


Hvaða þvingunarleiðir nota kínversk stjórnvöld á Íslendinga?

protest_logreglaHvað veldur þessari þjónkun íslenskra stjórnavalda við gerræðislega tilburði kínverskra stjórnvalda til að kúga fólk, hvort sem er heima hjá sér eða að heiman. Fyrir fáeinum árum var fjöldi Falun Gong fylgjenda settur í stofufangelsi á Íslandi á meðan að tekið var á móti forseta Kína með pompi og prakt. Enn fleirum var meinað um að koma til landsins, allt vegna þess að forsetinn sem m.a. var frægur fyrir að stjórna aðgerðum kínverska hersins gegn mótmælendum á torgi hins himneska friðar 1989, þoldi ekki að sjá gulklædda Falun Gong fylgjendur nokkurs staðar í nágrenni við sig.

Nú halda íslensk stjórnvöld sig vel í fjarlægð frá Nóbels-friðarverðlaunahafanum Dalai Lama.  Kínversk stjórnvöld hafa horn í síðu hans eftir að hann var hrakinn af þeim frá heimalandi sínu Tíbet, sem Kínverjar hernumdu.

1.5451.bigHvar sem Dalai Lama fer, fylgja kröftug mótmæli frá kínverskum stjórnvöldum sem flest lönd þó virða að vettugi. En ekki Ísland. Jafnvel þótt koma hans sé ekki í boði ríkisins hefði verið við hæfi að sýna þessum manni sem álitinn er talmaður friðar og sátta, langt út fyrir raðir þeirra sem fylgja honum að málum í trúarlegu tilliti, tilhlýðilega virðingu í stað þess að láta sem hann sé eins og hver annar ferðalangur.

Spurningin sem stjórnvöld ættu að svara, sérstaklega eftir að hafa miklað sig af nýjum og opinskáum stjórnarháttum, er; hvað hafa Kínverjar á Íslendinga og hvaða þvingunarleiðir nota þeir til að kúga íslensk stjórnvöld til hlýðni?

 


Tískugúrúinn Bruno með rassinn í andlitið á MNM

Háðfuglinn Sacha Baron Cohen í hlutverki hins hýra tískugúrús Bruno tók þátt í afhendingu MTV verðlaunanna. Innkoma hans sem fljúgandi engils var söguleg því hann lenti með afturendann beint á andliti stórstörnu-rapparans MNM. (Sjá VIDEO) MNM var ekki skemmt og strunsaði út í kjölfarið.

Sjón er sögu ríkari, Hér er myndbandið af atvikinu.

http://www.dailymotion.com/video/x9gc1z_brunoeminem

Bruno&MNM

 


Susan Boyle lögð inn á geðdeild

susanBoyle_1401021cAðeins einum degi eftir að hafa náð öðru sæti í stærstu hæfileikakeppni Bretlands, er söngkonan Susan Boyle í vandræðum. Miskunnarlaus pressan sem m.a. hefur uppnefnt hana "loðna engilinn" veittist að henni á rætinn hátt strax daginn eftir og sagði að hún hefði "tapað" keppninni þrátt fyrir að hafa fengið lengri tíma á sviðinu en aðrir keppendur. Þá hefur mikið verið gert úr þeim peningum sem Susan á hugsanlega í vændum vegna frægðar sinnar, þótt ekki hafi enn verið skrifað undir einn einasta samning þar að lútandi. Nú hefur Susan fengið alvarlegt taugaáfall og verið lögð inn sjálfviljug á geðdeild í Lundúnum. Scotland Yard skýrði frá því að lögreglan hefði verið kölluð að hóteli hennar í gærkveldi og að læknir hefði úrskurðað hana til vistar á stofnuninni í samræmi við geðheilsulögin. Pistill um Susan skrifaður fyrir keppnina á laugardagskvöld hér.

Millvina  Dean Látin

millvina%20deanHún var aðeins níu vikna gömul og á leið yfir Atlantshafið með foreldrum sínum  um borð í Titanic þegar það sökk. Í gær fór hún yfir móðuna miklu síðust allra farþega hins fræga fleys, búin að lifa rúm 97 ár. Fyrir nokkru skrifaði ég fáeinar línur um Millvinu hér á blogginu. Við það er í sjálfu sér engu að bæta. Þann pistil er að finna hér


Baugsbossar styrkja aftur stöðu sína í Bretlandi

6006b020451314e48cde880d286dce84_300x225Um hríð hefur ekki borið mikið á fréttum um Ísland eða Íslendinga í bresku pressunni. En í dag vekur The Mail on Sunday athygli á því að Baugsbossarnir Gunnar Sigurðsson og Jón Ásgeir sé aftur farnir að færa sig upp á skaftið í bresku athafnalífi, þrátt fyrir að fjöldi manns sitji með sárt ennið eftir viðskiptaævintýri þeirra í landinu. 

jon-asgeir-londonGunnar er nú aftur komin í stjórn House of Fraser en hann gaf eftir stöðu sína þar á síðasta ári. Hann er þá í stjórn sjö fyrirtækja, þar á meðal fyrrum Baugseigninni Aurum Holdings sem eiga skartgripakeðjuna Goldsmiths og Corporal Limited sem eiga leikfangaverslunina Hamleys. Sigurður situr einnig í stjórn móðurfyrirtækis House of Fraser sem heitir Highland Group þar sem hann hefur setið frá því árið 2006. Jón Ásgeir sem einnig á sæti í stjórn Highland Group er stjórnarformaður Iceland verslunarkeðjunnar sem selur frosin matvæli í Bretlandi.

 


Óvenjuleg starfsþjálfun kínverskra hermanna

Kínverskir hermenn eru þjálfaðir á óvenjulegan hátt eins og sést á þessum myndum. Störfin sem þeim er gert að vinna eru líka óvenjuleg, eins og sést á myndbandinu sem krækt er við hér. Þar sjást kínverskir hermenn skjóta tíbetska flóttamenn sem leggja lífið í sölurnar til að komast í námunda við leiðtoga sinn Dali Lama. Dali Lama er eins og kunnugt er væntanlegur til landsins eftir nokkra daga.

 Kínverskur hermaðurKínverskir hermenn 5Kínverskir hermennKínverskir hermenn 2Kínverskir hermenn 3


Hvernig þú getur sigrað kreppuna

Svarið er ekki eins flókið og þú heldur. Ef þú ert þeirrar skoðunar að núverandi hagstjórn sé á réttri leið eða að ekkert betra sé í boði, þarftu að skipta um skoðun. Plástrar á graftrarkýlin duga skammt þegar allt blóðið er sýkt. Allt bendir til að björgunaraðgerðir núverandi stjórnvalda á Íslandi muni ekki hafa nein áhrif önnur en að auka á erfiðleikanna, rétt eins og þreytt úrræði Browns í Bretaveldi við að moka lánuðum peningum í  bankahítina. Það sama er upp á teningnum hjá Obama sem mikið til gerir það sama og Brown og reynir jafnframt að kikkstarta atvinnulífinu með séraðgerðum. Það er sama hvert er litið, hvarvetna blasir við ráðleysið og skort á hugmyndafræði til að takast á við sí dýpkandi heimskreppu, sigrast á henni og byggja upp að nýju. 

eop-globeÚrræðin sem gripið hefur verið til fram að þessu og þau sem sögð eru í farvatninu, eru grundvölluð á sömu hagfræðikenningunum og orsökuðu kreppuna. Þau rök að hagfræðin lúti  lögmálum sem séu óháð þankagangi þeirra sem að hagstjórninni koma, hafa verið kyrfilega hrakin. 

Það er löngu orðið ljóst og viðurkennt að hinar djúpu sprungur í hagkerfinu eru ekki aðeins af völdum andvaraleysis sem er innbyggt í hagfræðikenningarnar,  heldur djúpstæðum fölskum ályktunum um eðli hagstórnar í heimi sem skroppið hefur saman á síðustu öld í eitt alheimslegt þorp.

Kenningarnar ollu hruninu fremur enn nokkuð annað. Þrengingarnar af völdum þeirra munu vara svo lengi sem þær varða leið okkar. Kreppan er í því samhengi ekki skammtíma fyrirbrigði sem kemur til með að lagst, heldur viðvarandi ástand. Sprungurnar verða ekki ekki lagfærðar því þær hafa gliðnað og eru orðnar að gjám. 

Grundvallarmarkmið hina gamla og meingallaða hagkerfis er viðhald og sköpun hagvaxtar. Sífeldur hagvöxtur kallar á stöðuga útþenslu og hún á meiri og stöðugri neyslu bæði ríkis og almennings. Aukin neysla kallar á aukin ágang á auðlindir jarðarinnar sem eru ekki ótakmarkaðar og um leið og þær þverra, er komið á endastöð. 

Seint á síðustu öld var gripið til gripið til falskrar verðmætasköpunar um allan heim, sérstaklega með ofmati fasteigna,  til að fjármagna neyslu einkum vesturlada um hríð og forða hjólum kerfis sem í raun var komið í þrot, frá því að stöðvast.  Nú hefur þetta falskerfi hefur verið afhjúpað og komið er að skuldadögum. Núverandi kreppa mun halda áfram að dýpka uns brugðist verður við með nýjum viðhorfum til hagstjórnar og nýju hagkerfi í framhaldi af því. 

Upptaka nýrra hagfræðikenninga er það eina sem dugar. Það mun taka tíma að koma þeim í gagnið en ef það verður ekki gert, mun hrunadansinn halda áfram og enda með stórkostlegum hörmungum.

Megin áherslur hinnar nýju hagstjórnar

Hin nýja hagstjórnarfræði hefur ekki arðsemi eða hagvöxt að aðalmarkmiði. Aðalmarkmið hennar er að skapa jafnvægi þar sem framboð verður aldrei meira en eftirspurn og öfgar auðs og fátæktar í heiminum hverfa. 

f0056-01Hún byggir á lífrænum vexti frekar en mekanískum eins og hagkerfisómyndin sem við búum við gerir.

Raunverulegar auðlindir jarðarinnar, fæða, orka og hráefni eru undirstaða gjaldmiðlanna ekki huglægt mat á tilbúnum eða fagurfræðilegum hlutum. Gull eða eðalsteinar eru t.d. ekki ásættanlegar baktryggingar gjaldmiðils.

Upptaka alheimslegs gjaldmiðils er nauðsynlegur hluti af  þessri heilrænu lausn sem leggur áherslu á að öll hagræn sýn nái til alls heimsins í senn, ekki aðeins ákveðinna landa eða álfa.

Lífrænn vöxtur felur í sér þann skilning að ef einn hluti hinnar lífrænu einingar verður útundan, mun öll lífveran þjást. Fjármagn heimsins verður að flóa og næra allan heiminn eins og blóð líkamans flóir um og nærir hann allan.

Grundvallarforsenda fyrir upptöku hins nýa hagkerfis er samhliða tilkoma jafnra tækifæra til menntunar í öllum löndun heims þar sem einstaklingsbundnir eiginleikar hvers og eins fá að njóta sín.

Dæmi um breytingar sem yrðu á högum fólks:

Innláns vextir mundu vera 3% og útlánsvextir aldrei meiri en 4%.

Engir tollar mundu vera á varningi og engar niðurgreiðslur eða jöfnunargreiðslur til útvegs, landbúnaðar eða annara atvinnugreina leyfðar.  

Tekjuskattur mundi aldrei vera hærri en 19% og  fólk fengi sjálft að ákveða og sækja um þá prósentu sem það vill greiða hvert ár.


20.000 drepnir á meðan heimurinn horfði annað

Meðfylgjandi myndband talar sínu máli. Komið hefur í ljós að á lokasprettinum í borgarstyrjöldinni á Siri Lanka voru meira en 20.000 óbreyttra borgara drepnir af ríkishernum. Fulltrúar Sameinuðu þjóðanna sem fyrstir fengu aðgang að þeim svæðum þar sem Tamílar vörðust hvað harðast, segja að sú tala eigi eftir að hækka. Ríkisstjórn Siri Lanka lét eins og kunnugt er banna allan aðgang fréttamanna og hjálparstofnanna að þeim svæðum sem harðast urðu úti í bardögunum. 


Susan Boyle, undur eða viðundur?

BGT_682_469990aHreyfingar hennar á sviðinu þegar hún hristi á sér mjaðmirnar minntu á  litla stúlku sem er að reyna að herma eftir sexý hreyfingum fullorðinna kvenna og að hún tönglaðist á setningunni "I know nothing" eins og þjónninn Manúel í Fawlty Towers.

Annað kvöld (laugardagskv.30.mai) ráðast úrslitin þetta árið í stærstu og vinsælustu hæfileikakeppni Bretlands "Britain Got Talent".( hér eftir BGT) 

Keppnin er "raunveruleikaþáttur " sýndur í beinni þar sem allt getur gerst og framleiðendur gera sitt besta til að vekja hlátur og grát.  Keppnin er hugarfóstur Símonar Cowell, mannsins sem allir elska að hata og meðdæmendur hans eru þau Piers Morgan og Amanda Holden. Áhorf á þennan umdeilda þátt hefur verið með eindæmum, sérstaklega á undaúrslitin sem staðið hafa yfir öll kvöld þessa viku og búist er við að allt að 14 milljónir muni fylgjast með lokakvöldinu.

BGT hefur verið talvert gagnrýnd þetta árið fyrir að vera miklu nær nútíma útgáfu af viðundrasýningu eins og þær tíðkuðust á tímum Viktoríu Bretadrottningar, en raunsannri leit að hæfileikaríku fólki. Feitir dansandi feðgar, maður sem boraði í gegnum nefnið á sér og hengdi þunga hluti í andlitið á sér, burlesque dansari með sjálflýsandi brjóst og Darth Vader eftirherma komust öll í undanúrslit.

susan-boyle-b4-afterEin af þeim sem komin er úrslitin er hin miðaldra skoska jómfrú Susan Boyle. Frammistaða hennar fyrsta hluta keppninnar gerði hana heimsfræga á eini nóttu. í kjölfarið haf stjörnur og stórmenni keppst um að baða sig í ljósinu með henni. Ein af þeim er hin ofur-sílikon gellan og leikkona Demi Moore sem sagt er að sé á leiðinni til að styðja við bakið á Susan í kvöld. Hvort Demi er besti stuðningsaðilinn sem Susan getur fengið verður að telja í besta falli vafasamt. Konan hefur eytt meira en 250 þúsund pundum í lýtaaðgerðir. Súsan hefur reyndar litað sitt gráa hár og plokkað augnabrúnirnar en afskipti Demi af henni virka einhvern veginn hjákátlegar.

Frægðin hefur tekið sinn toll af Susan sem ekki var á neinn hátt tilbúin til að söðla yfir í að vera ofurstjarna með tugi blaðamanna á hælunum frá því að vera einsetukona sem átt hefur við ákveðna andlega fötlun að stríða frá fæðingu. En auðvitað dettur engum í hug að taka neitt tillit til þess. Hreyfingar hennar á sviðinu þegar hún hristi á sér mjaðmirnar minntu á  litla stúlku sem er að reyna að herma eftir sexý hreyfingum fullorðinna kvenna og að hún tönglaðist á setningunni "I know nothing" eins og þjónninn Manúel í Fawlty Towers. Þetta virtist ekki hringja neinum viðvörunarbjöllum hjá framleiðendunum. Og ef það er satt að framleiðendur þáttanna hafi haft samband við hana frekar en hún við þá, hafa þeir mikið á samviskunni fyrir að skilja hana eftir svona berskjaldaða. Í stað þess að vernda hana og veita henni þann stuðning sem hún fyrirsjáanlega þurfti á að halda, sýna þeir mestan áhuga á að hámarka alla umfjöllun um Susan til að auglýsa þættina.

susan_boyle_new_look1Í vikunni lenti Susan í smá útistöðum við fólkið á hótelinu þar sem hún gistir á meðan þættirnir eru sendir út. Löggan var kölluð til. Fólk sagði að hún hefði hrópað á sjónvarpsskerm eitthvað ófagurt þegar að Piers Morgan (sem hún segist vera svolítið skotin í ) bar lof á einn mótkeppenda hennar. Hún var greinilega ekki í góðu jafnvægi og ætlaði í kjölfarið að yfirgefa hótelið og keppnina með tárin í augunum. Piers kom í alla sjónvarpsfréttaþætti í gærkveldi og bað henni griða, vitandi að hann var hluti af vandmálinu frekar en nokkuð annað. Hann sagði að fréttamenn og almenningur hefði verið Susan óvægin eftir að henni förlaðist söngurinn í undanúrslitunum. Það er rétt.

Það er eftir nokkru að slæðast að vinna keppnina. Fyrstu verðlaun eru 100.000 pund og boð um að koma fram á sýningu fyrir drottninguna. En hver sem úrslitin verða annað kvöld er full ástæða til að hafa áhyggjur af Susan. Um hana sitja hrægammarnir, fréttahaukarnir og þeir sem vilja, á meðan hægt er, baða sig í sviðsljósinu með henni. Ekki að það þurfi að hafa áhyggjur af því sem Susan kann að gera, heldur af því hvað aðrir kunna að gera henni.


Eru blæjuklæddar konur dónar?

BurkaÞað var sól og sumarylur og ég stóð á götuhorni og beið ásamt öðru fólki eftir að götuljósið yrði grænt. Ég leit á fólkið sem stóð við hlið mér og veitti athygli síðskeggjuðum en ungum manni. Hann var klæddur í stuttbuxur og stutterma skyrtu. Fyrir aftan hann stóð konan hans, svartklædd frá toppi til táar í burku og með hijab og með svarta andlitsgrímu og net fyrir augunum. Ég snéri mér að manninum, horfði á konuna hans og sagði;  "Þér getur ekki verið alvara". Hann svaraði; "skiptu þér ekki að því sem þér kemur ekki við". Græna ljósið losaði mig undan frekari andsvörum því maðurinn með skeggið og konuna sína í svörtum poka, þremur fetum á eftir sér, strunsaði yfir götuna.

Í dag las ég greinarstúf eftir blaðamann sem heitir Matthew Parris og skrifar fyrir The Times. Í greininni segist hann vera nýkominn frá Tyrklandi, Sýrlandi og Lebanon. Á fyrsta degi eftir komu sína til Bretlands sá hann fleiri konur klæddar í dragsíðar búrkur og með fullt hijab í Tower Hamlets í London en í Damaskus. Í Sýrlandi sem er menningarlega afturhaldsamasta land Múslíma segir hann eina konu af hverjum tíu ganga með andlitsblæju.

Það er marg-staðfest af fræðimönnum Múslíma að það er ekki trúarleg skylda fyrir konur að klæðast fullu Hijab. Flestar íslamskar konur ganga með höfuðklúta en andlitsgrímur og augnanet er algjörlega menningarleg fyrirbæri. Parris spyr hversu langt vesturlandabúar eigi að ganga í að umbera slíka framkomu sem samræmist alls ekki vesturlenskri menningu.

ishr-burkaÍ Kína þykir ekkert tiltöku mál fyrir fólk að spýta. Um leið og Kínverjar leggja land undir fót til annarra landa , hætta þeir spýtingunum. Hjá mörgum Afríkuþjóðum tíðkast það að konur ganga um berbrjósta. Í stórborgum Evrópu sérðu afar sjaldan berbrjósta konur á almannfæri og ef það gerist eru þær venjulega ekki frá Afríku. Ef vesturlandabúi heimsækir mosku fer hann úr skónum þótt það sé ekki siður þegar hann heimsækir t.d. kirkjur. Vesturlandabúi mundi heldur ekki drekka vín á almannafæri í miðri Damaskus því þar er slíkt talið mikill ósiður.

Að setja upp grímu þegar fólk yfirgefur húskynni sín er truflandi fyrir vesturlandabúa (nema það sé gert til skemmtunar) og jafnvel ógnandi. Börn verða hrædd þegar það sér grímuklætt fólk á ferli.

En hversvegna er það svona algengt í London og öðrum stórborgum vesturheims að sjá íslamskar konur sem með þessum klæðnaði sínum ganga algjörlega á skjön við allar hefðir og venjur umhverfis síns? Eru þær svona miklir dónar?

Parris spyr hvort íslamskar konur sem klæðast blæju og jafnvel augnaneti, viti ekki að þær gera þetta í blóra við viðtekna samfélagshætti eða hvort þeim sé einfaldlega sama því ætlunin sé fyrst og fremst að storka umhverfinu með þessum trúarpólitíska klæðnði.


Kóreustríðinu framhaldið

0627_n_korea11Þegar að Norður Kóreumenn gerðu innrás í Suður Kóreu árið 1950 hófst Kóreustríðið. Árið 1953 var gert vopnahlé á milli stríðandi aðila sem hefur haldið að mestu þar til núna. Aldrei var skrifað undir neina friðarsamninga til að ljúka styrjöldinni.

Í kjölfarið á kjarnorkutilraunum N-Kóreumanna á dögunum sögðust S-Kóreumenn ætla að taka þátt í að leita vopna um borð í bátum á Gula Hafinu sem færu til eða frá Norður Kóreu, en bæði löndin liggja að því hafi. Stjórn Kim Jang-il í  Norður Kóreu  lýsti því þá yfir að vopnahléinu væri lokið.

Hverjar eru líkurnar á stór-átökum?

Mjög litlar verður að telja. Ólíklegt er að N- Kórea geri aftur innrás í S-Kóreu sem er studd af Bandaríkjunum og Kim mundi örugglega tapa þrátt fyrir að hafa meira en eina milljón manna undir vopnum. Mikilvægasta markmið Kims er og hefur verið að halda völdum. Styrjöld mundi binda endi á stjórnarferil hans.

Hvaða möguleikar eru í stöðunni?

Mögulegt er að það komi til minniháttar átaka, sérstaklega á svæðinu í Gula hafinu sem aldrei hefur náðst samkomulag um hver eigi tilkall til. Til sjóorrusta gæti komið ef Bandaríkin og S-Kóreumenn reyna að framkvæma vopnaleit um borð í skipum frá N-Kóreu.

Hvað um kjarnavopn Norður Kóreu?

Trúlegt er að N-Kóreumenn ráði yfir allt að 10 kjarnaorkusprengjum. Plútoníum í sprengjurnar fengu þeir frá kjarnorkuverinu í Youngbyon. En þær eru ekki eins ógnvekjandi og halda mætti. N-Kóreu hefur ekki tekist að þróa kjarnaodda sem eldflaugar gætu borið. Kjarnorkusprengjum þeirra yrði því að varpa úr flugvél. Ef að herflugvél tæki síg á loft frá N-Kóreu á átakatímum mundi hún umsvifalaust verða skotin niður.

Hvað er það versta sem Norður Kórea getur gert?

Mesta hættan fyrir S-Kóreu stafar af langdrægum þungavopnum N-Kóreu. Seúl höfuðborg S-Kóreu er aðeins um 46 km. frá landamærum þjóðanna og þar búa rúmlega 20.000.000 manns. Stórskotalið N-Kóreu sem telur um 18.000 mismunandi stórskotaliðs-einingar og flestum þeirra er beint að S-Kóreu. N-Kórea gæti því dælt allt á milli 300.000 og 500.000 sprengikúlum inn í Seúl-borg á hverri klukkustund.

Hvað mun gerast í framhaldinu?

S-Kórea og Bandaríkin munu saman reyna að halda Kim í skefjum og herða viðskiptabönnin sem þegar hafa verið samþykkt gegn stjórn hans. Leitað verður í skipum N-Kóreu og reynt að útiloka að til eða frá landi berist búnaður til kjarnavopna gerðar. En hvorugir munu sækjast eftir að styrjöldin hefjist aftur fyrir alvöru. Suður-Kórea vill ekki taka þá áhættu að Soúl verði lögð í rúst og Kim vill ekki að völd hans raskist því þau eru honum mikilvægari en nokkuð annað.


Waltzing Matilda

Eins og gerist og gengur með dægurlög, lærir maður þau stundum og syngur, án þess að vita nokkuð um tilurð lags eða texta. Eitt slíkt lag, Waltzing Matilda, ættað frá Ástralíu eins og "Tie me Kangaroo Down Sport" sem ég bloggaði um fyrr í vikunni, er sungið víða um heim án þess að margir skilji textann sem þó á að heita að sé á ensku. En það er ekki nein furða því fæst í textanum hefur augljósa merkingu. Hann er skrifaður á sér-mállýsku ástralskra flækinga og farandvinnumanna sem flökkuðu um Ástralíu um og eftir aldamótin 1900.

Nánar til tekið er textinn saminn af skáldinu og þjóðernissinnanum Banjo Paterson árið 1887 en lagið var fyrst gefið út á nótnablöðum árið 1903. Það sama ár var byrjað að nota það til að auglýsa Billy te og upp úr því varð það landsfrægt.  Peterson byggði laglínuna á lagstúf eftir eftir Christinu Macpherson, skoska konu sem sjálf taldi sig aldrei til tónskálda.

478593450_c83d0791f4

Um lagið hafa spunnist fjölmargar sögur og sagnir og þeim er öllum gert skil á Waltzing Mathilda safninu í Vinton í Queensland. Ein þeirra þykir líklegri en allar aðrar og hún er sú að taxti lagsins sé byggður á atburðum sem áttu sér stað í Queensland árið 1891. Þá fóru rúningarmenn í verkfall sem næstum því varð að borgarstyrjöld í nýlendunni. Verkfallinu lauk ekki fyrr en forsætisráðherrann Samúel Griffith sendi herinn gegn verkfallsmönnum. Í september 1894 hófu rúningsmenn á Dagworth býlinu í norður Winton enn á ný verkfall. Aðgerðirnar fóru úr böndunum og hleypt var af byssum upp í loftið og kveikt var í  reyfakofa sem tilheyrði býlinu auk þess sem nokkrar ær voru drepnar.

Eigandi býlisins ásamt þremur lögreglumönnum elti uppi mann sem hét Samúel Hoffmeister sem æi stað þess að láta ná sér lifandi fyrirfór sér með byssuskoti við  Combo vatnsbólið.

Tribute%20to%20Waltzing%20MatildaÍ textanum segir frá farandverkamanni sem lagar sér te við varðeld eftir að hafa satt hungur sitt á stolnum sauð. (Minnir á lagið um íslenska útlagann upp undir Eiríksjökli) Þegar að eigandi sauðsins kemur á vettvang ásamt þremur lögreglumönnum til að handtaka þjófinn (refsingin við sauðaþjófnaði var henging) hleypur hann út í tjörn og drukknar. Eftir það gengur hann aftur á staðnum.

Þótt lagið sé oft notað eins og þjóðsöngur Ástralíu, hefur það aldrei hlotið formlega viðurkenningu sem slíkt. Hér á eftir fer algengasta útgáfa textans en hann er til í nokkrum útgáfum. Þetta er sú útgáfa sem varð frægust og notuð er m.a. í teauglýsingunni. Hana er líka að finna vatnsþrykkta í síðustu blaðsíðurnar á áströlskum vegabréfum.

Once a jolly swagman camped by a billabong
Under the shade of a coolibah tree,
And he sang as he watched and waited 'til his billy boiled
"You'll come a-Waltzing Matilda, with me"

Waltzing Matilda, Waltzing Matilda
"You'll come a-Waltzing Matilda, with me"
And he sang as he watched and waited 'til his billy boiled,
"You'll come a-Waltzing Matilda, with me".

Down came a jumbuck to drink at that billabong,
Up jumped the swagman and grabbed him with glee,
And he sang as he shoved that jumbuck in his tucker bag,
"You'll come a-Waltzing Matilda, with me".

Waltzing Matilda, Waltzing Matilda
"You'll come a-Waltzing Matilda, with me"
And he sang as he shoved that jumbuck in his tucker bag,
"You'll come a-Waltzing Matilda, with me".

Up rode the squatter, mounted on his thoroughbred,
Down came the troopers, one, two, three,
"Where's that jolly jumbuck you've got in your tucker bag?"
"You'll come a-Waltzing Matilda, with me".

Waltzing Matilda, Waltzing Matilda
"You'll come a-Waltzing Matilda, with me"
"Where's that jolly jumbuck you've got in your tucker bag?",
"You'll come a-Waltzing Matilda, with me".

Up jumped the swagman and sprang into the billabong,
"You'll never catch me alive", said he,
And his ghost may be heard as you pass by that billabong,
"You'll come a-Waltzing Matilda, with me".

Waltzing Matilda, Waltzing Matilda
"You'll come a-Waltzing Matilda, with me"
And his ghost may be heard as you pass by that billabong,
"You'll come a-Waltzing Matilda, with me."
"Oh, You'll come a-Waltzing Matilda, with me."

Swagman er maður sem ferðast um landið og leitar sér að vinnu. "Swag" eru pjönkur hans, venjulega viðlegubúnaður hans samanrúllaður utanum aðrar eigur hans.

Waltzing  er að flakka (að valsa um). Kemur af þýska orðatitækinu  auf der Walz  notað yfir iðnaðarmenn sem ferðuðust um í þrjú ár og dag til að vinna og kynna sér nýungar í fagi sínu. Þetta er siður sem enn í dag tíðkast meðal smiða.

Matilda  er rómantískt nafn yfir pjönkur flakkara. Þýskir innflytjendur kölluð ákveðna tegund af yfirhöfn Mathildi vegna þess að hún hélt á þeim hita um nætur rétt eins og kona mundi gera.

 Billabong er tjörn sem mynduð er við árbugðu og notuð er til að brynna dýrum og mönnum. 

 Coolibahtré er tegund af  tröllatré (eucalyptus) tré sem grær nálægt billabongum.

Jumbuck er villisauður sem erfitt er að náí til að rýja eða nýta á annan hátt. Nafnið gefur til kynna að að sauðurinn hafi gengið villtur og órúinn og þess vegna hvers manns að slátra.

Billy er dós eða dolla sem vatn er soðið í. Tekur venjulega um 1. lítir.

Tucker bag  er malur. (tucker = fæða)

Troopers er lögreglumenn

Squatter er  land eða hústökufólk. Ástralskir landtökumenn voru bændur sem ólu hjarðir sínar á landi sem ekki tilheyrði þeim löglega. Í mörgum tilfellum fengu þeir lagalegan rétt til að nota landið þótt þeir eignuðust það aldrei.


Mjög hættuleg hugmynd

Að geta ráðið því hvaða kyn barn þitt hefur. Að láta tölvur um að taka allar mikilvægar ákvarðanir fyrir mannkynið. Að það sé orðið of seint að gera eitthvað í loftslagsbreytingarmálum jarðarinnar og það þjóni hvort eð er ekki hagsmunum mannkynsins til lengri tíma að reyna það.

Spurningin er þessi; er til nokkur hugmynd sem talist getur hættuleg? Til er netsíða þar sem fólki er boðið að setja fram "hættulegar hugmyndir" og margir af fremstu hugsuðum heimsins hafa lagt þar orð í belg. Margt af því sem þar er reifað væri án vafa hættulegt ef því væri hrint í framkvæmt en að hugmynd ein og sér, eða að ræða hana, geti verið hættulegt, finnst mér vafasamur boðskapur. Síðan heitir The world Question center

Hvernig stendur annars á því að DIhinar svo kölluðu hættulegu hugmyndir fortíðarinnar eru í dag helstu viðmið okkar um það sem þykir réttlátt, satt og rétt.  Að allir menn séu fæddir jafnir, jafnrétti eigi að ríkja milli kynja, þjóðir eigi að stjórna sér sjálfar og þegnarnir að taka þátt í ákvörðunum þeirra, að skoðana og málfrelsi eigi að ríkja, eru allt dæmi um slíkar hættulegar en  góðar hugmyndir.

Og enn tíðkast það að hugmyndir séu taldar hættulegar á Íslandi.  

Ein er hugmyndin um að athuga með inngöngu landsins í EB, sem í mörg ár var talin svo hættuleg  að hún fékkst ekki rædd af stjórnvöldum. En nú þegar búið er að vinda að nokkru niður af þjóðarrembingnum sem heltók þjóðina á fyrstu árum hinnar nýju aldar, er hugmyndin ekki hættulegri en svo að nú ætla stjórnvöld að sækja um inngöngu án þess að gefa fólki kost á um að kjósa hvort það kæri sig yfirleitt um það.

Önnur er hugmyndin um að þjóðin sjálf fái að kjósa sér stjórnlagaþing til að endursemja stjórnarskrána. Hún er af mörgum talinn stór-hættuleg. Enda var hún blásin snyrtilega út af borðum ríkistjórnarinnar eftir að hún mætti málsþófi á alþingi, þrátt fyrir að báðir núverandi stjórnarflokkar hafi lofað því fyrir kosningar að beita sér fyrir slíku þingi. Kannski þegar að þessi stjórn er búin að fullvissa sig um að sama niðurstaða fæst alltaf ef þú gerir alltaf það sama og pottaáslátturinn fer að berast aftur frá Austurvelli, mun hugmyndin hætta að vera hættuleg.

Þriðja hættulega hugmyndin er um alvöru persónukjör til Alþingis þar sem frambjóðendur standa ekki á listum heldur bjóða sig fram sem einstaklingar, sem að sjálfsögðu mundi útrýma flokkapólitík með öllu. Afar hættuleg hugmynd ekki satt?  Hún er svo hættuleg að hún fæst ekki rædd af neinum stjórnmálamanni og fáum leikmönnum vegna þess að þeir vita sem er að stjórnmálaflokkarnir eru helsta uppspretta óeiningar og sundrungar í samfélaginu og á henni þrífst hið ofur vinsæla en vanþróaða "með og á móti" stjórnskipulag sem í raun er fjandsamlegt sönnu lýðræði þar sem hver og einn á ætíð að geta kosið samkvæmt sinni sannfæringu.

Þessi dæmi sýna í raun að það er aðeins til ein hættuleg hugmynd. Hún er sú að hugmynd geti verið hættuleg.


Tjóðraðu kengúruna mína félagi

r266846_1116866Upp úr 1960 fór að heyrast æ oftar í ríkisútvarpinu lag ástralska tónlistar og fjöllistamannsins Rolf Harris, Tie Me Kangaroo Down, Sport.

Ég man að ég átti það til að söngla lagið daginn út og inn án þess að geta nokkurn tíman farið með textann rétt hvað þá að ég skildi hann. En lagið var fjörugt og skemmtilegt og svo var ég nokkuð viss um að það fjallaði um einhvern sem væri að "taka dansspor við kengúru."

Lagið er samið og hljóðritað í Ástralíu árið 1957 og varð afar vinsælt um allan heim upp úr 1960. Harris bauð á sínum tíma söngvurunum fjórum sem syngja lagið með honum 10% af stefgjöldunum sem hann kæmi til með að fá fyrir lagið en þeir afþökkuðu og þáðu frekar að skipta þeim 28 pundum á milli sín sem Rolf  bauð þeim í staðinn.

kangaroo06-Fighting-JumpingKickÁrið 1963 komst lagið í þriðja sæti bandaríska Billboard hot 100 listans og hefur síðan öðlast sess sem lang-vinsælasta og þekktasta lag sem komið hefur frá Ástralíu.

Hljóðið sem gerir lagið svo sérstakt er framleitt af Rolf með því að sveigja fram og til baka meter langa masónít-plötu.

Texti lagsins segir frá smala eða vinnumanni sem er að ganga frá sínum málum við félaga sína áður en hann gefur upp öndina og við sögu koma ýmsar kunnar ástralskar dýrategundir. Þ.á.m. wallabie, (lítil kengúra) kengúra, kakadú-páfagaukur, kalabjörn og flatnefja. Auk þess er minnst á ástralska frumbyggjahljóðfærið didgeridú og sútað skinn. Í myndbandinu sem hér fer á eftir heyrum við Ralph syngja lagið og með fylgja myndir af því sem sungið er um. 

Í upphafi voru vers textans fjögur en fjórða versið þótti, þegar fram liðu tímar, vera of í anda kynþáttafordóma og var því stíft aftan af laginu. Það fjallaði um Ástralíufrumbyggjana (Abos) og var svona;

Let me Abos go loose, Lou
Let me Abos go loose
They're of no further use, Lou
So let me Abos go loose.

Aboriginal-Dijiridu-Player-IMG_4050Þarna er komið inn á þá staðreynd að frumbyggjar voru lengi vel eins og þrælar hvítu herraþjóðarinnar í Ástralíu. Í textanum segir smalinn að það megi því sleppa þeim eftir að hann er allur því þá hefði hann ekki lengur þörf fyrir þá. Þetta minnir dálítið á viðhorf George Washington sem lét í erfðaskrá sinni frelsa þræla sína eftir dauða sinn þótt hann fengist ekki til þess á meðan hann lifði.

Ralf Harris sem er ann að sem vinsæll skemmtikratur hefur margsinnis beðist afsökunar á að hafa sungið erindið í upphaflegri útgáfu lagsins og á heimasíðu hans er það hvergi að finna.

 


Eylandið stóra skammt suður af Íslandi

FrisalandÁ nánast öllum kortum sem gerð voru af norður Atlantshafi á árunum 1550 til 1660 er að sjá suður af Íslandi stórt og mikið eyland. Landið er kallað Frisland, Frislanda, Frischlant, Friesland, Freezeland, Frislandia, eða Fixland.

Ekki ber samt að rugla þessum heitum saman við héraðið Frísland í norður Hollandi þar sem  Egill Skallagrímsson herjaði forðum. 

Á sumum kortum frá þessum tíma eru annað hvort eða bæði Ísland og Færeyjar stundum nefnd Frislönd en það stafar af þeim misskilningi manna almennt á þessum tíma að í miðjum norður Atlantsálum hafi risið umgetið eyland.

Misskilningurinn fékk byr undir báða vængi árið 1558 þegar Nicolò nokkur Zeno, gaf út bréf sem hann sagði vera skrifuð af áum sínum, bræðrunum Nicolò og Antonio Zeno. Bréfin kvað hann vera samtímaheimild um ferðir þeirra bræðra um norðurhöf laust fyrir aldamótin 1400. Bréfunum fylgdi kort sem þekkt hefur orðið sem "Zeno kortið" en það sýnir í viðbót við kunn lönd eins Bretlandseyjar, Írland og Ísland, eylandið "Frislanda" auk nokkurra annarra óþekktra eyja.

Zeno bréfBréf þeirra Nicolò og Antonio eru að öllum líkindum skáldskapur og m.a. hefur komið í ljós að á þeim tíma sem þeir eru sagðir vera í ferðalögum til Frislanda, Íslands og Grænlands, stóð Nicolò í málferlum suður á Ítalíu í tengslum við fjársvik sem kennd voru upp á hann þegar hann var herstóri í Modone og Corone á Grikklandi frá 1390-1392. Zeno aðalsfjölskyldan var vel kunn á Ítalíu og auðgaðist vel á því m.a. að hafa einkaleyfi til vöru og fólksflutninga milli Landsins helga og Ítalíu á meðan fyrstu krossferðunum stóðu.

Bréfunum er skipt í tvo hluta. Sá fyrri eru bréf frá Nicolò til Antonio og sá síðari frá Antonio til bróður síns Carlo. Þrátt fyrir að vera gróf fölsun eru þau samt ansi skemmtileg aflestrar. Þau blanda saman staðreyndum og skáldskap þannig að erfitt er stundum að greina muninn þar á milli. Nicolò lýsir ferðum sínum til Bretlands, Íslands og "Frislanda" sem hann segir vera stærri en Írland. Nicolò segist hafa verið fyrir tilviljun bjargað af prinsinum "Zichmni"sem réði yfir Porlandseyjum undan suðurströnd Frislanda og einnig jarlríkinu Sorand á suðurströnd Frislanda.

Nicolò býður Antonio bróður sínum að koma til Frislanda sem hann og gerir og þar dveljast þeir saman næstu 14 árin. Undir stjórn Zichmni herja þeir á nálæg lönd, þ.á.m. "Estlanda" sem gætu verið Shetlandseyjar miðað við hvernig staðsetningu þeirra er lýst í bréfunum. Þeir ráðast líka á Ísland en verða frá að hverfa vegna þess hve vel landið er varið. Að lokum ráðast þeir á eyjarnar Bres, Talas, Broas, Iscant, Trans, Mimant, Damberc. (Allt eru þetta ímynduð eylönd.)

FrislandZichmni byggir virki á Bres og lætur Nicolò eftir stórn þess. Nicolò siglir þar á eftir til Grænlands og finnur þar munkaklaustur með miðstöðvarkyndingu. Hann snýr aftur til Frislanda eftir fjögur eða fimm ár, þar sem hann deyr.

Skömmu eftir dauða Nicolò fær Zichmni fréttir af sjómönnum sem snúið hafa aftur til Frislanda eftir 25 ára fjarveru. Segjast þeir hafa tekið land á stórum eylöndum í vestri sem þeir kalla Estotiland og Drogeo. Sjómennirnir segjast hafa séð þar einkennileg dýr og komist í kynni við mannætur sem þeim tókst samt um síðir að kenna að veiða fisk.

Með það fyrir augum að sannreyna sögu sjómannanna siglir Zichmni ásamt Antonio í vesturátt á tveimur skipum og finnur þar fyrir eylandið Íkaríu. (Icaria)

Samkvæmt bréfunum, koma íbúar Íkaríu róandi á móti þeim áður en þeim tekst að taka þar land. Þeim er gert ljóst af einum frumbyggjanum sem talaði mál þeirra, að ef þeir hygðust taka landið mundu þeir mæta mikilli mótspyrnu.

Zichmni siglir síðan áfram í vestur og tekur loks land á skaga sem nefndur er Trin og er að finna á suðurodda landsins Engrouelenda. Þar ákveður Zichmni að byggja sér bæ en Antonio sem ekki líkaði loftslagið heldur til baka til Frislanda ásamt mörgum úr áhöfn sinni.

Þrátt fyrir að allar frásagnir í bréfunum séu með ævintýralegasta hætti, er svo að sjá að margir hafi trúað þeim. Í seinni tíð hafa nokkrir rithöfundar reynt að færa rök fyrir því að prins Zichmni hafi verið sannsöguleg persóna, eða Hinrik I Sinclair, Jarl af Orkneyjum.

HenrysinclairÞótt nokkuð sé vitað um ættir og ævi Hinriks er ekki vitað hvernig hann dó. Hans er síðast getið í tengslum við orrustu sem átti sér stað á Scalloway nálægt Þingvöllum á Shetlandseyjum 1391. Í annálum er þess getið að Englendingar hafi gert innrás í Orkneyjar sumarið 1401. Vegna þess að Hinriks er hvergi getið eftir það hefur verið gert ráð fyrir að hann hafi þá verið dáinn eða verið drepinn í þeim skærum.

Á síðari árum hefur hins vegar komið út haugur af bókum sem leiða líkur að því að Hinrik hafi sigld frá Orkneyjum til Vesturheims og ekki snúið til baka. Sumar þessara bóka styðjast við Zeno bréfin.

Þá halda enn aðrar því fram að Hinrik hafi verið einn af musterisriddurunum og verið falið að sigla með fjársjóð þeirra sem sagt er að þeir hafi fundið undir musterisrústunum í Jerúsalem, þangað sem hann væri óhultir. Þessu halda sumir fram í fullri alvöru þótt að rúm öld hafi liðið a milli aðfararinnar miklu á hendur riddurunum og þar til Hinrik fæddist.  Fjársjóðurinn er sagður hafa verið frá dögum Salómons konungs en aðrir segja hann hafa verið hinn heilagi kaleikur.

micmactemplararSem rök fyrir því að Hinrik hafi siglt til Nova Scotia í Kanada og sest þar að á meðal Mic Mac indíána sem eru frumbyggjar þess landshluta, er bent á að siglingafáni  riddarareglunnar og flaggveifa MicMacanna séu nánast eins.  

Þá hefur fundist fallbyssa í höfninni í Louisburg í Nova Scotia af ítalskri gerð og frá þeim tíma er þær voru enn steyptar í hlutum frekar en í heilu lagi og þess vegna fyrir árið 1400. Byssuna er hægt að sjá í virkissafninu í Louisbourg.

Rosslyn%20Chapel%20(7)Öllu veikari rök eru tengd hinum svokallaða Newport turni og steinristum við Westford Knight.  Bæði turnin og risturnar hafa verið notuð sem "sannanir" fyrir því að vesturlandabúar hafi gengið um grundir norður Ameríku löngu fyrir daga Kólumbusar þar. (1492)

Þá er einnig peningapytturinn á Eykareyju dreginn in á málið sem felustaður umgetins fjársjóðs.

Árið 1486 lauk barnabarn Hákons, William Sinclair, við byggingu á kapellu í skotalandi sem kölluð er Rosslyn Kapellan. Víða í um bygginguna er að finna tákn sem notuð voru af musterisriddurunum og það sem meira er, myndir af jurtum sem aðeins er að finna í Norður Ameríku. Aðrir hafa bent á þann möguleika að myndirnar séu stílfærðar myndir af evrópskum jurtum.


Pældíðí mar

Það er óhætt að fullyrða að rétt eins og hver kynslóð tileinkar sér ákveðin klæðaburð, kryddar hún málfar sitt með tískuorðum. Hvernig ákveðin orð eða frasar komast í tísku og falla síðan í gleymsku, finnst mér áhugaverð pæling. Sérstaklega hvernig hópar sem kenna sig við ákveðna jaðarmenningu taka upp orð, oft gömul, og gefa þeim nýja merkingu. Sum þessara orða lifa reyndar áfram í málinu eins og t.d. sögnin að "pæla" sem komst í tísku upp úr 1960 en var sjaldan notað fram að því nema að hún tengdist jarðrækt eða mælingu á vatnshæð eða olíuhæð í tönkum. Upp úr 1960 voru allt í einu allir farnir "að pæla í gegnum" eitthvað eða bara "að pæla í" einhverju,  í merkingunni að hugsa um eða áforma.

groovyÞegar ég var unglingur notuðust hipparnir mikið við ensku orðin "groovy" og "heavy."  Þau orð heyrast lítið í dag en í staðinn eru komin orðin "cool" og "awesome".  Mestu töffararnir notuðu "groovy baby" og "heavy man".

Groovy var notað yfir eitthvað sem var mjög gott. Fyrst var það aðallega brúkað um tónlist enda ættað úr þeim bransa. Í kring um 1930 töluðu djass og swing aðdáendur um að vera "in the groove" og áttu þá við að allt væri komið af stað rétt eins og nálin væri komin í skorurnar (grooves) á hljómplötunni.

GroovyBabyLagið "Feeling groovy" með Art Garfunkel og Paul Simon var vinsælt hippalag og Dave Cash sem starfaði sem plötuþeytir hjá BBC 1 gerði frasann "Groovy baby" að slagorðum þátta sinna. Brátt varð allt sem hönd á fest "groovy" og  tónlistarmenn á þeim tíma töluðu um "ákveðið groove" um sérstakan áslátt eða tilfinningu við hljóðfæraleik.

Samt er ekki svo að skilja að íslenskir hippar hafi látið sitt eftir liggja þegar kom að hinni sérstöku íslensku málhreinsunarstefnu. Orðið "joint" varð að jónu og "stoned" að skakkur. Þannig sátu þrælskakkir unglingar og réttu á milli sín jónuna á mean allt var svo Groovy.

page225_4Orðið "heavy" var notað um allt sem þótti sérstaklega alvarlegt, mikilvægt eða krefjandi. "Heavy" kom líka úr tónlistarbransanum og var eiginlega andstæða þess sem var "groovy" í djassinum upp úr 1930. Hipparnir tóku orðið upp á arma sína og þegar að hljómsveitin Steppenwolfe notaði setninguna "Heavy metal thunder" í laginu Born to be wild árið 1968, fluttist notkun þess yfir á ákveðna tegund rokks, það sem íslendingar kalla þungarokk. Á Enskunni heitir það vitanlega "Heavy metal". Þungur málmur (heavy metal) hafði fram að þeim tíma aðeins átt við þungamálminn úraníum.

 


Sýndar-forsetakosningarnar í Íran

080306_Iran_wide-horizontalÍranar undurbúa nú forsetakosningar sem fara eiga fram 12. júní n.k. Kosningarnar eru þær tíundu síðan Reza Pahlavi keisara var steypt af stóli 1979 og byltingarvarðaráð og æðstu klerkar tók við yfirstjórn landsins.

Meira en hundrað kandídatar létu skrá sig til leiks en byltingarvarðaráðið hefur útilokað þá alla frá þátttöku nema fjóra en fresturinn til að lýsa yfir framboði rann út 20. maí. Allir eru þessir fjórir frambjóðendur innanbúðarmenn hjá ráðinu þannig að þegar er búið að koma í veg fyrir að hægt sé á nokkurn hátt að kalla kosningarnar frjálsar.  

Election-Day-Iran2Tveir þeirra eru kallaði "umbótasinnar" en það eru Mehdi Karroubi fyrrum forseti þingsins (Majlis) og Mir-Hossein Mousavi sem var síðasti forsætisráðherra Íran 1979-1989, en það embætti er nú aflagt sem slíkt.

Hinir tveir eru kallaðir íhaldsmenn en það eru þeir Mahmoud Ahmadinejad núverandi forseti sem sækist eftir endurkjöri og Mohsen Rezaei, fyrrum foringi í byltingavarðarráðinu.

Í tilefni kosninganna hefur Byltingarvarðaráðið látið loka fyrir aðgang Írana að fésbókinni þar sem margir óháðir frambjóðendur voru búnir að koma sér upp síðum og var vettvangur fyrir fólk til að skrafa á um pólitík.

Langlíklegastur til að vinna kosningarnar er talinn lýðskrumarinn Mahmoud Ahmadinejad sem enn notar hvert tækifæri til að ýja að því að Íranar munu koma sér upp kjarnavopnum á næstu misserum.

Obama, forseti Bandaríkjanna, hefur gefið Írönum þar til í enda árs til að bregðast við áskorunum sínum um að koma á móts við óskir vesturveldanna um að hverfa frá öllum slíkum áformum.

 En miðað við upplýsingar sem þegar hafa komið fram munu Íranar einmitt um það leyti hafa nægilegt magn af auðguðu úraníum til að búa til kjarnorkusprengju. Mahmoud Ahmadinejad hefur þegar montað sig af því að Íran eigi þegar flaugar sem flogið getta alla leið til Ísrael.

Í Ísrael ríkir almennur ótti við áform Írana og samkvæmt nýlegri könnun sem gerð var þar í landi sagðist allt að 25% Ísraela íhuga að flytja úr landi, komi Íranar sér upp kjarnavopnum.


Verðandi feður fitna á meðgöngutíma makans

scottbaioAð jafnaði bætir verðandi faðir á sig 6.35 kg. á meðan að meðgöngu makans stendur. Þetta kemur fram í nýlegri skoðanakönnun sem gerð var í Bretlandi fyrir markaðsfyrirtækið Onepoll. 

1000 af 5000 karlmönnum sem tóku þátt í könnuninni sögðu að matarskammtarnir hefðu einfaldlega stækkað og 41% þeirra sögðu að meiri snarlfæðu væri að finna í húsinu.

Þá kom í ljós að 25% karla borðuðu meiri mat til að mökum þeirra liði betur með að þyngjast.

Uppáhald  óléttu snarl feðra er m.a. pizza, súkkulaði, kartöfluflögur og bjór.

 

Meðalþunginn sem feður auka við sig sest aðallega um mittið og mittismálið eykst um tvær tommur. Fjórðungur viðurkenndi að hafa fjárfest í sérstökum þungunarfatnaði.

Fimmtungur kvaðst ekki hafa gert sér grein fyrir þyngdaraukningunni fyrr en fötin sem þeir klæddust hættu að passa.

42% sögðust sækja veitingastaði og krár meira með maka sínum á meðgöngunni en áður, til þess eins að gera mest úr þeim tíma sem þau höfðu til að vera saman ein þangað til að barnið fæddist.

En aðeins þriðjungur karlanna tók þátt í grenningarprógrammi makans eftir fæðinguna.  

ff1Ekki konum að kenna

Verðandi mæður þyngjast að meðaltali um 16 kg. á meðgöngunni. Það er ekkert óeðlilegt þótt þær neyti feitari fæðu og borði snarl oftar en áður.

Á meðgöngunni eru konur einnig hvattar til að neyta sem nemur 300 hitaeiningum meira á dag en ella. Það er ekki nema von að karlmenn freistist til að taka þátt þegar eldhússkáparnir fyllast allt í einu að snakki og snarlmat.


Margraddaður söngur Svansa

SvanetiHæstu mannabyggðir í Evrópu er að finna í norð-vestur Georgíu, nánar til tekið á hálendissvæði sem kallað er Svanatía. Fjóra af hæstu tindum Kákasusfjalla er að finna í héraðinu sem byggt er af fornum ættbálki sem kennir sig við hálendið og nefnist Svansar.

Tungumál þeirra kallast svaníska og er hluti Kartvelískri málísku þeirri er Mingreliar og  Lazar (einnig minnihlutahópar í Georgíu) mæla á. Þrátt fyrir að talið sé að Svansar séu rúmlega 30.000, hefur tunga þeirra farið halloka fyrir georgísku og nú er áætlað að almennt tali svanísku aðeins 2500 manns. 

Svansa hermennSvansar eiga sér glæsta sögu og fyrst er a þá minnst af gríska sagnfræðingnum Strabo. Gullöld þeirra var þegar hin sögufræga drottning Tamar réði Geogíu (1184 - 1213) en þá studdu Svansar hana dyggilega og fylltu raðir riddara hennar. Þeir færðu henni marga frækna sigra enda orðlagðir fyrir að vera öflugir stríðsmenn. Þegar að Mongólar lögðu að mestu undir sig Georgíu nokkrum árum eftir dauða Tamar, náðu þeir aldrei að sigra Svanatíu. Héraðið varð að griðastað fyrir alla þá sem ekki vildu lúta yfirráðum þeirra.

Svansískar dansmeyjarÞrátt fyrir harða andspyrnu náðu Rússar að innlima Svanatíu í ríki sitt árið 1876.

Seinna þegar rússneska byltingin var gerð reyndu Svansar enn að brjótast undan yfirráðum þeirra með blóðugri andbyltingu árið 1921,  en hún var kveðin niður.

Eftir að Sovétríkin liðuðust sundur hafa Svansar tilheyrt Georgíu en tilvisst þeirra er ógnað sökum tíðra snjóflóða og aurskriða. Á allra síðustu árum hefur fjöldi Svansa flutt af hálendinu og niður í borgir Georgíu.

Svansa fjölsk.Svansar tilheyra Georgísku réttarúnarkirkjunni og tókst að viðhalda menningu sinni óbreyttri í gegnum aldirnar.

Þeir voru og eru enn hallir undir blóðhefnd, jafn vel þótt lög landsins banni hana. Þeir halda sig við smáar fjölskyldur þar sem faðirinn ræður lögum og lofum, en hafa jafnframt í heiðri eldri konur hennar. Sagt er að sú hefð eigi rætur sínar að rekja til Tamöru drottningar sem Svansar tóku nánast í guðatölu.

Framar öllu öðru hefur tungumál og menning Svansa verið varðveitt í söng þeirra og kveðskap. Hinn fjölraddaði Georgíski karlasöngur, gerist ekki flóknari en sá sem úr börkum Svansa kemur. Hér að neðan er hægt að hlusta á sýnishorn af svansneskum söng og í leiðinni hægt að skyggnast um í Svanatíu.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband