Sýndar-forsetakosningarnar í Íran

080306_Iran_wide-horizontalÍranar undurbúa nú forsetakosningar sem fara eiga fram 12. júní n.k. Kosningarnar eru þær tíundu síðan Reza Pahlavi keisara var steypt af stóli 1979 og byltingarvarðaráð og æðstu klerkar tók við yfirstjórn landsins.

Meira en hundrað kandídatar létu skrá sig til leiks en byltingarvarðaráðið hefur útilokað þá alla frá þátttöku nema fjóra en fresturinn til að lýsa yfir framboði rann út 20. maí. Allir eru þessir fjórir frambjóðendur innanbúðarmenn hjá ráðinu þannig að þegar er búið að koma í veg fyrir að hægt sé á nokkurn hátt að kalla kosningarnar frjálsar.  

Election-Day-Iran2Tveir þeirra eru kallaði "umbótasinnar" en það eru Mehdi Karroubi fyrrum forseti þingsins (Majlis) og Mir-Hossein Mousavi sem var síðasti forsætisráðherra Íran 1979-1989, en það embætti er nú aflagt sem slíkt.

Hinir tveir eru kallaðir íhaldsmenn en það eru þeir Mahmoud Ahmadinejad núverandi forseti sem sækist eftir endurkjöri og Mohsen Rezaei, fyrrum foringi í byltingavarðarráðinu.

Í tilefni kosninganna hefur Byltingarvarðaráðið látið loka fyrir aðgang Írana að fésbókinni þar sem margir óháðir frambjóðendur voru búnir að koma sér upp síðum og var vettvangur fyrir fólk til að skrafa á um pólitík.

Langlíklegastur til að vinna kosningarnar er talinn lýðskrumarinn Mahmoud Ahmadinejad sem enn notar hvert tækifæri til að ýja að því að Íranar munu koma sér upp kjarnavopnum á næstu misserum.

Obama, forseti Bandaríkjanna, hefur gefið Írönum þar til í enda árs til að bregðast við áskorunum sínum um að koma á móts við óskir vesturveldanna um að hverfa frá öllum slíkum áformum.

 En miðað við upplýsingar sem þegar hafa komið fram munu Íranar einmitt um það leyti hafa nægilegt magn af auðguðu úraníum til að búa til kjarnorkusprengju. Mahmoud Ahmadinejad hefur þegar montað sig af því að Íran eigi þegar flaugar sem flogið getta alla leið til Ísrael.

Í Ísrael ríkir almennur ótti við áform Írana og samkvæmt nýlegri könnun sem gerð var þar í landi sagðist allt að 25% Ísraela íhuga að flytja úr landi, komi Íranar sér upp kjarnavopnum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Ísrael ríkir almennur ótti við áform Írana og samkvæmt nýlegri könnun sem gerð var þar í landi sagðist allt að 25% Ísraela íhuga að flytja úr landi, komi Íranar sér upp kjarnavopnum.

Þetta eru góðar fréttir.. þá kannski hætta ísraelar að rífa hús palestínumanna til að troða þar upp landnemabyggðum.. 

Óskar Þorkelsson, 24.5.2009 kl. 19:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband