Davíð svarar í sömu minnt

napoleoddson1Naflaskoðun Bloggara heldur áfram og það er gott. Nú rýnum við í lóna hver í kapp við annan með Sæmundarhætti, út af því að Davíð Oddsson sagði bloggurum til syndanna í Mogga í gær. 

Davíð var að æfa sig í að veifa sprotanum og pissaði dálítið yfir fætur háværa pistlahöfunda. Það hafi tilætluð áhrif. -

Margir efuðust um að Davíð mundi nokkuð skipta sér af blogginu þótt  hann yrði ritstjóri, sérstaklega hægra liðið sem var sama hvort eð er.

Nú hefur Davíð tekið af allan vafa um það mál og þurfti ekki lengi að bíða. -  

Sumir væla áfram yfir nafnleysingjunum á blogginu. Það fer skelfilega í taugarnar á íslensku smáborgarasálinni að vita ekki hver segir hvað og geta ekki flett fólki upp og tékkað ferilinn og allt það.

En það eru ekki nafnlausu bloggararnir sem Davíð er að agnúast út í sérstaklega, enda hefur hann aðgang að kennitölum allra sem hér blogga allavega. Hann hreytir ónotum í  alla bloggara sem geisa með gífuryrðum út á ritvöllinn. Margir þeirra hafa beint spjótum sínum Davíð persónulega í gegnum tíðina og nú svarar hann í sömu minnt og gefur forsmekkinn að því sem koma skal.

Sumir þeirra sem vegið hafa hvað harðast að Davíð hafa þegar forðað sér af blog.is. Þeir eru í betri stöðu núna til að svara fyrir sig enda logar bloggheimar á eyjunni...eða alla vega smá varðeldar.


Herra Forseti, Tony Blair

tony_blair_war_criminalStjórnarskrá ESB, afturgengin í Lisbon sáttmálanum hefur loks verið samþykkt af Írum og þar með var rutt úr vegi síðustu hindruninni fyrir stofnun embættis Forseta ESB sem margir pólitískir framgosar í Evrópu hafa augastað á. Enginn samt meira en fyrrum forsætisráðherra Breta, ný-kaþólikkinn og stríðsmangarinn Tony Blair.

Það er eftir ýmsu að slægjast fyrir Tony. Embættinu fylgir 250.000 punda árslaun, að mestu skattfrjáls, tuttugu manna skrafslið, örlát risna og fjöldi fríðinda.

king_blairEn sjálfsagt er Blair samt mest í mun að yfirskyggja í sögulegu tilliti,  stríðsmangara-orðstírinn sem hann varð sér út um með að fylgja vini sínum Bush út í ólöglega styrjöld við Írak.

Útnefning hans sem sérstaks erindreka til mið-austurlanda hjálpaði honum lítið í þvi tilliti.

Fái Íslendingar inngöngu í ESB og verði Blair fyrsti forseti sambandsins, verður það virkileg kaldhæðni örlaganna og kannski dálítið vandræðalegt komi Blair í heimsókn til þessa litla hrepps í ríki hans. Því það var vissulega arftaki hans og lærisveinn sem átti stóran þátt í að koma Íslendingum í þá stöðu að þeir áttu þann kost einan að reyna að komast inn í pappírsskjól ESB eða vera að öðrum kosti "sprengdir efnahagslega aftur á 19. öld."


Dvergar í Kína byggja sér þorp

00 Dvergar í KínaDvergar í Kína hafa stofnað með sér sérstakt samfélag og byggt sér þorp í Kunming í Yunnan héraði  þar sem eingöngu dvergvaxið fólk fær að búa.
Engum er leyft að setjast að í þorpinu sem er hærri en 131cm.
Dvergarnir segjast hafa byggt þorpið til að flýja þann félagslega mismun sem þeim er sýndur af venjulegu fólki.
Þeir hafa komið sér upp eigin lögreglu og slökkviliði en þorpsbúar telja rétt um hundrað og tuttugu manns sem stendur.
Hugmynd Dverganna er að afla tekna af ferðamönnum sem heimsækja þorpið. Hús þeirra eru byggð þannig að þau líta út eins og sveppar og þorpsbúar klæðast öllu jöfnu í fatnað sem minnir mjög á klæðnað sögupersóna úr ævintýrum.
Á myndinni sjást dvergarnir sýna söngleik í miðju þorpinu sem gæti alveg heitið; "Það búa litlir dvergar í björtum sal".

Undirbúningur fyrir átökin við Ísland hafinn.

"Démarche" er það skjal kallað sem er formleg diplómatísk yfirlýsing á stefnu, skoðunum og óskum einnar ríkisstjórnar til annarrar eða til fjölþjóðlegra samtaka. Skjalið er afhent formlega til viðeigandi fulltrúa þeirrar ríkisstjórnar eða samtaka sem það er stílað á. - Tilgangur þess er að reyna hafa áhrif á stefnu þeirrar ríkisstjórnar eða mótmæla gjörðum eða stefnu hennar.

Íslensku ríkistjórninni hefur nú borist slíkt skjal sem undirritað er af ríkisstjórnum 26 þjóðlanda, flestum evrópskum, í því skyni að mótmæla hvalveiðum Íslendinga. Sjá frétt.

iceland-whalingHvalveiðar eru yfir höfuð, eins og allir vita, afar umdeildar. Fyrir almenningi í flestum löndum Evrópu er málið mettað tilfinningum og oft eru rök og  vísindalegar niðurstöður að engu hafðar þegar það ber á góma.

Í ljósi erfiðrar fjárhagslegar stöðu Íslands og Icesave samninganna, sem  Gordons Brown vill gera að pólitískri lyftistöng fyrir sig og sinn flokk, þjónar þessi fordæming á hvalveiðum Íslendinga sem liður í að sverta orðstír þeirra og svipta þá samúð almennings. - Næstu vikur og mánuði munu ávirðingarnar eflaust verða fleiri og fjandsamlegri.

Slíkur áróður er nauðsynlegur undanfari harðnandi pólitískra átaka á borð við þau sem framundan eru á milli Gordons og íslensku ríkisstjórnarinnar út af Icesave klúðrinu.

Staða Íslands í samfélagi þjóðanna hefur breyst mikið síðustu ár. Í þorskastríðinu þegar við áttum í deilum við Breta um auðlindir hafsins, var landið mikilvægt NATO og USA frá hernaðarlegu sjónarmiði. Sú staða er nú fyrir bý og ekki lengur hægt að reiða sig á mikilvægi geópólitískrar legu landsins og stuðning USA eða annarra landa við okkur af þeim sökum.

Bæði Bretland og USA eru þekkt fyrri að hunsa alþjóðleg lög í samskiptum sínum við aðrar þjóðir og fara sínu fram eins og þeim sýnist, einkum gegn þjóðum sem lítið mega sín. -


mbl.is 26 þjóðir fordæma hvalveiðar Íslendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verða átökin um Icesave "Falklandseyjastríðið" hans Gordon Brown.

SNN1512TOON-682_616421aAllir sem þekkja forsögu málsins vita að Ögmundur Jónasson sagði sannleikann hvað varðaði að Bretar og Hollendingar notuðu öll tiltæk pólitísk vopn til að fá íslenska ríkið til að endurgreiða Icesave innlánin. - En hvað væri betra fyrir Gordon Brown annað en að Íslendingar greiddu möglunarlaust. Er mögulegt að það væri hugsanlega betra fyrir Gordon Brown pólitískt séð, að þeir greiddu ekki.

Þeir sem þekkja til pólitíkurinnar á Bretlandi, vita að Gordon Brown hefur staðið höllum fæti, bæði innan flokks síns og hvað snertir almenningsálitið.

Margir trúa því að hann geti ekki unnið kosningarnar sem framundan eru á vordögum á næsta ári. Það sem Brown heldur á lofti umfram annað, er að engin geti sigrast á kreppunni annar en hann. Við hvert tækifæri sem hann fær slær hann því um sig að hann einn hafi brugðist við, hann einn viti hvað sé í gangi, hann einn viti hvernig á að leiða þjóðina aftur á braut hagvaxtar o.s.f.r. -

Fram að þessu hefur flest það sem hann hefur gert ekki orðið honum að afgerandi vopni. - En á meðan hann getur haldið áfram að þylja þessa frasa sína, eygir hann von. - Það sem Brown sárlega vantar er auðsætt dæmi um að hann sé sannur foringi sem tekur af skarið og sem lætur engan ógna hagsmunum Bretlands.

margaretÍ ræðu sinni á nýafstöðnu flokksþingi minntist hann á Icesave og hverning hann hefði bjargað fjölda breskra þegna frá beinu fjárhagslegu tjóni með að greiða innlánurum strax það sem þeir áttu inni hjá sjóðnum.

En það sem Brown vantar umfram allt er afgerandi dæmi,  annað Falklandseyjastríð, líkt og bjargaði frú Thatcher fyrir horn á sínum tíma,  en að þessu sinni þarf það að vera "efnahagslegt".

Allar yfirlýsingar Íslendinga um að þeir ætli hugsanlega ekki að borga þessa milljarða sem breska ríkið greiddi á sínum tíma til innlánara Icesave og að þeir ætli ekki að standa við gerða samninga, er vatn á millu Gordons Browns.

Líklegt er að deilan muni harðna og þeir fyrirvarar sem íslenska þingið setti á samningana verði áfram hafnað af Bretum. Það hentar Brown ágætlega. Ekki mun hjálpa að skipta um stjórn á Íslandi. Hann mun benda á að ekkert sé að marka íslensku ríkisstjórnina, hvernig sem hún er skipuð. Óeining stjórnmálaaflanna á Íslandi hjálpa til að réttlæta orð hans.

Allir sem komið hafa nálægt þessum samningi hafa lofað að borga en svo gerir það enginn þegar á hólminn er komið. Við hvern á nú að semja?

Og á réttum tíma mun Brown fá það sem hann þarfnast mest, áhættulítið efnahagsstríð við smáþjóð sem hann getur auðveldlega unnið og mun styrkja ímynd hans sem hins sterka leiðtoga. Slík átökmundu sameina þjóðina að baki honum og  skjóta flokknum hans aftur upp fyrir Íhaldsflokkinn. Fyrir það mun Ísland blæða því það þýðir hertari efnahagsþvinganir uns þjóðin verður knésett. 


mbl.is Segir Breta og Hollendinga fjárkúga Íslendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

The Long Goodbye

Atgerfisflótti af moggablogginu heldur áfram. Talsverður fjöldi af bloggurum sem blogga reglulega og taka það sem þeir skrifa alvarlega, haf tilkynnt um að þeir séu farnir eitthvert annað. Margir til Eyjunnar.is. sem er helsta flóttamanna hælið á Íslandi fyrir "eðalbloggara" sem ekki vilja samvisku sinnar vegna, skrifa á vefsvæði hvers æðsti maður heitir Davíð Oddsson. -

2650908386_c180e7d745Nú á eftir að koma í ljós hvernig þeir þrífast á bloggsvæði Eyjunnar, sem er talsvert minna sótt en blog.is og hefur að ég held miklu minni samfélagskennd. Sumir hafa ekki útilokað að snúa aftur á blog.is og ég tel að svo verði raunin, einkum ef  fólk fer að finna sig í sporum The Kinks þegar þeir komu til  Íslands forðum og sömdu lokaðir inn á hótel herbergi einhversstaðar í Reykjavík;  "I´m on an Island, and I got nowere to go".

Kveðjubloggin eru skemmtileg aflestrar og margir kveðja bloggarana eins og þeir séu að hverfa til annarrar plánetu. samt get ég alveg skilið "söknuðinn" því blog.is er á margan hátt eins og samfélag.

AbirgittaEinhverjir hafa bent á að skelegg skrif á blog.is gætu virkað sem gott mótvægi við þeimAeiðabreytingum sem Davíð kann að standa fyrir á mbl.is og að ef áður hafi verið þörf fyrir gagnrýnin skrif á blog.is þá sé nú nauðsyn. - Bloggarar á förum svara þessu að þarna spili líka inn í að mbl.is hafi tekjur af skrifum þeirra og burtséð frá þeim og almennum stuðning AÓlínavið svæðið, sé þeim ekki stætt lengur á að blogga hér.

Ég hef það fyrir víst að margir aðrir í viðbót við þá sem eru þegar farnir séu að undirbúaajenny flutning, sumir jafnvel úr röðum þeirra sem hafa verið í efstu sætum yfir fjölmennustu AKonráðbloggin.

Miðað við daglegar tölur yfir nýjar skráningar á blog.is hefur þeim ekki fækkað og eflaust verða einhverjir til að rísa upp og fylla í skarð þeirra sem farnir eru eða eru á förum.ASvanur

Ak-72PS: Þetta er auðvitað blogg um bloggara og þess vegna mjög í stíl við svo kallaðan "Sæmundarhátt" á bloggi


Leikkona og rithöfundur krefjast trúfrelsis í Íran

Mikilsvirtir Íranir krefjast trúfrelsis

azar_nafisiWashington, 30 september 2009 (BWNS) ― Metsöluhöfundur og leikkona, sem
hefur hlotið tilnefningu til Academy award verðlaunanna, eru meðal þeirra
sem krefjast trúfrelsis í Íran og að ofsóknunum gegn bahá‘íum í Íran verð
hætt.

Um 1400 áheyrendur hlíddu á fyrirlestra Dr. Azar Nafisi, sem er höfundur
bókarinnar Reading Lolita in Tehran, og frú Shohreh Aghdashloo, sem hefur
verið tilnefnd til Academy award verðla fyrir leik sinn í myndinni House of
Sand and Fog.
Fyrlestrarnir voru fluttir í Lisner fyrirlestrarsalnum í
Georg Washington háskólanum í Bandaríkjunum.

Nafisi og Aghdashloo eru báðar
af írönskum uppruna og hvorug bahá‘íar.

shohreh-aghdashloo-monas-dream-filmDr. Nafisi hvatti í sínu erindi fólk til að reyna setja sig í spor þeirra
sem væru nú ofsóttir í Íran og sagði þá meðal annars: „Ég spyr sjálfa mig
hvernig mér myndi líða ef búið væri að svipta mig öllum grundvallar
mannréttindum í landinu sem ég lít á sem heimaland mitt, í landinu þar sem
ég fæddist bæði inn í tungumálið og menninguna, í landinu þar sem foreldrar
mínir og foreldrar þeirra fæddust og lögðu sitt af mörkum til samfélagins?“

Dr. Nafisi sagði að þessi barátta í Íran væri ekki af pólitsíkun toga, hún
snérist um að fá að vera til. Þetta ætti bæði við um bahá‘íana og alla aðra
í Íran sem dirfast að vera öðru vísi, sem dirfast að láta í ljósi þá ósk að
þeir fái að njóta valfrelsis.


Er hamingjan að vera fögur, gáfuð, fræg og rík?

quotes_of_happinessAllir eru sammála um að hamingja er það eftirsóknarverðasta sem lífið getur haft upp á að bjóða. Íslendingar hafa til margra ára verið sagðir hamingjusamastir þjóða í fjölda fjölþjóðlegra skoðannakannana sem gerðar hafa verið. - 

Hvort þetta er enn satt um okkur í ljósi hremminganna sem núna ganga yfir þjóðina veit ég ekki,  en jafnvel þeir sem búa við skelfilegar aðstæður í lífi sínu þurfa ekki endilega að missa sjónar af þessu megin markmiði lífsins.

Anna Frank orðaði þetta svo í dagbók sinni; "Við lifum öll með það fyrir augum að verða hamingjusöm; líf okkar eru öll frábrugðin en samt eins." 

Í Bandaríkjunum t.d. er rétturinn til að leita að hamingjunni verndaður í stjórnarskránni þótt að hún eða aðrar stjórnaskrár heimsins geti ekki tryggt að fólk finni hana. Flestir hefja leitina að hamingjunni með því að reyna að uppfylla langanir sínar, hverjar sem þær kunna að vera. Þær langanir eru fyrst mótaðar af náttúrulegum hvötum okkar og síðan af uppeldinu og samfélaginu.

data?pid=avimage&iid=iUKpVcGX7TI0Þar sem samfélagið er mettað efnishyggju verður hún megin leitarsvæðið.

Við komumst smá saman upp á lag við að raða saman eins mörgum "ánægjustundum" og mögulegt er og köllum það hamingju. Að verða fögur, gáfuð, fræg og rík eru aðalmarkmið leitarinnar.

En um leið og ánægjustundirnar þrjóta, jafnvel þótt aðeins verði hlé á þeim,  finnum við fyrir tómarúminu þar sem raunveruleg varanleg hamingja á að vera. -

Neyslusamfélagið er bein afleiðing þessarar tegundar hamingjuleitar.

Þessi leit tekur venjulega enda þegar eitthvað sem við héldum að væri alger forsenda hamingju okkar er frá okkur tekið. 

Í bókmenntum og annarri menningararfleyfð heimsins er að finna fjölda hamingju uppskrifta, enda hefur hamingjan verið stór hluti af viðfangsefnum helstu hugsuða heimsins. Niðurstöður þeirra er jafnan á einn veg, þótt þær séu orðaðar á mismunandi hátt.  

HuggingKidsSmall%5B4%5DÞær kenna að hamingjan sé grundvölluð á andlegri hegðun hvers einstaklings. Með "andlegri" er átt við þær mannlegu dyggðir sem hvert og eitt okkar býr yfir. -

Hvort sem við erum rík eða fátæk og hvert sem starf okkar er eða staða, munum við ekki fanga hamingjuna nema að við leggjum rækt við þessar dyggðir og að gjörðir okkar endurspegli þær.

Hér kemur hluti af hamingju-uppskrift sem mér finnst ein sú besta sem ég hef séð og ber þessum hugrenningum mínum  gott vitni.

Vertu örlátur í velgengni og þakklátur í mótlæti. Vertu verðugur trausts náunga þinna og mættu þeim með bjartri og vingjarnlegri ásjónu. Vertu sjóður hinum fátæku, umvandari hinum ríku, sá sem svarar kalli hinna þurfandi og varðveittu helgi heits þíns. Vertu sanngjarn í dómum þínum, varkár í tali þínu. Sýndu engum manni óréttlæti og öllum mönnum auðmýkt.

Í þessum stutta texta koma eftirfarandi dyggðir fyrir;

Örlæti, þakklæti, heiðarleiki, vingjarnleiki, miskunnsemi, hugulsemi, hugrekki, orðheldni, sanngirni, hófsemi, auðmýkt. 

Takið eftir hvernig þessar dyggðir eiga vel við þá sem vilja þjóna meðbræðrum sínum og ekki þá sem vilja drottna yfir þeim.


Refskák Gordons Brown við Íslendinga

brownDM3012_228x356Því miður eru Íslendingar ekki klókari í refskákinni sem gjarnan er nefnd pólitík en þetta. Nánast allt sem Íslendingar gerðu og sögðu í tengslum við bankahrunið var og er notað gegn þeim.

Davíð hræddi Darling með ummælum sínum um að Íslendingar ættu ekki að borga. Brown og Darling skelltu landinu umsvifalaust á hryðjuverkalistann og frystu alla fjármuni landsins í Bretlandi. - Brown gat ekki fengið betri afsökun til að snúa málum sér í hag .

Til að tryggja sína pólitísku hagsmuni heima fyrir, borgaði Brown almenningi út það sem þeir höfðu lagt inn í Icesave og rukkaði svo Ísland um aurinn. Þá sögðust Geir og hans stjórn mundu borga.

 Brown lýsti því yfir í breska þinginu að Icesave málið væri í höfn og því yrði fylgt eftir af AGS sem Íslendingar mundu verða að fá lán hjá til að eiga möguleika á að rétta úr kútnum. Að koma þessu í kring kostaði eitt símtal frá Darling sem vann lengi hjá sjóðnum.

Ítök Browns og Hollendinga í Evrópu er slík að hann gat sett það sem skilyrði fyrir einhverri fyrirgreiðslu að Ísland borgaði refjalaust samkvæmt þeim samningum sem íslensku samningarmennirnir undirrituðu.

Íslenska þingið reyndi að malda í móinn og tefja tímann. Þingmenn léku sér í flokkspólitíska sandkassanum og settu svo í samningin skilyrði sem þeir vissu að mundu tefja enn fyrir og koma ríkisstjórninni sem var að reyna að slökkva eldana afar illa.

gordon-brown-gun404_778902cÞau trikk gengu eftir og nú er málið komið í strand. Ísland fær enga fyrirgreiðslu og framtíðin er mjög óviss. Verði niðurstaðan sú að Icesave samningarnir verða ekki samþykktir munu Bretar breyta sér af fullri hörku í málinu. Staða og yfirlýsingar Gordons Brown bjóða ekki upp á annað. - Miðað við það sem þá er framundan er má segja að áhrif kreppunnar á Íslandi hafi verið smá verkur. Framundan er sársauki.


mbl.is Þakkaði Brown fyrir að bjarga Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kiðlingur með mannshöfuð

by_edward_burnejonesFlestir Íslendingar eru með meðvitaðir um að í mörgum Afríkulöndum ríkir mikil fáfræði meðal almennings. fátækt, sjúkdómar, tíðar styrjaldir og samfélagsleg upplausn valda því að sum staðar ríkir jafn mikil fáfræði og algeng var í Evrópu á miðöldum.

Stundum rata inn í heims-pressuna fréttir sem eru svo talandi fyrir menntunarleysið og hindurvitnin sem af henni leiða, að fólk hlýtur að staldra við og spyrja hvort hér sé virkilega alvöru frétt á ferðum.

Í nokkrum dagblöðum heimsins birtist í gær frétt af fæðingu kiðlings í Lower Gweru í Zimbabve, sem sagður hafa mennskt höfuð.

aaaa-is-this-beast-half-man-half-goat-Þorpsbúar sögðu samkvæmt fréttinni að kiðið sem reyndar dó tveimur tímum eftir fæðingu, hafi verið svo hræðilegt að jafnvel hundarnir hafi ekki viljað koma nálægt því. Af því að það leit svo hræðilega út var hræið síðan brennt.

"Þetta er sannkallað kraftaverk",er haft eftir Themba Moyo einum þorpsbúanum.

Eigandi geitarinnar hringdi á lögreglu og myndir voru teknar af dauðum kiðlingnum sem litu út fyrir að vera illa vanskapað kið eða hrein og klár fölsun. 

"Þetta er í fyrsta sinn sem geitin mín gerir þetta. Ég á fimmtán geitur og flestar eru afkomendur þessarar geitar. Hún hefur oft fætt tvíbura" er haft eftir eigandanum.

Zimbabwe Guardian fylgir þessari frétt eftir með annarri grein og segir;

Zimbabwe Guardian skýrir frá að landsstjórinn í  Midland,  Jason Machaya sé þeirrar skoðunar að skepnan sem fæddist sé afleiðing þess að maður og geit höfðu samræði.  

aaa-is-this-beast-half-man-half-goat-"Þetta er mjög alvarlegt. Þetta er í fyrsta sinn sem ég sé svo illan hlut. Þetta er mjög skömmustulegt" þusaði í honum.

"Höfuðið er mannshöfuð en restin af líkamanum geit. Það er auðsætt að fullorðin maður er ábyrgur. Ill öfl hafa fengið hann til að missa sjálfstjórnina. Við heyrum oft um tilfelli þar sem maður hefur samræði við dýr en þetta er í fyrsta sinn sem úr verður vera með mennskt útlit"

Og eins og þessi saga sé ekki nógu fáránleg bætir einhver blaðamaðurinn þessu við fréttina;

Hálfur maður, hálf geit, skepnur eins og skógarpúkar og satýrar eru vinsælar í grískri og rómverskri goðafræði. James McAvoy lék hinn fræga skógarpúka herra Tumnus í stórmyndinni sem byggð var á sögu CS Lewis Narnia krónikurnar.


Hvað býr raunverulega að baki hjá Davíð

Ég velti tvennu fyrir mér þessa dagana.

Hvað vakir raunverulega fyrir Davíð að setjast í ritstjórastól Moggans....

og hvað býr raunverulega að baki ótta og reiði fólks yfir því að hann skuli hafa verið ráðinn í hann.

Ekki að ég sé haldinn þráhyggju varðandi Davíð. Þeir sem halda slíku fram eru bara þeir sem haldnir eru Davíðs blæti :)

Ég er alla vega kominn að niðurstöðu.

4a40f530deaa4Davíð hefur járnvilja. Án einbeitts vilja hefði hann aldrei getað gert það sem hann gerði. Vilji Davíðs hefur ekkert dofnað. Hann lofaði því opinberlega að ef honum yrði vísað úr starfi seðlabankastjóra og hann mundi nauðugur þurfa að yfirgefa embættið, mundi hann snúa aftur í stjórnmálin.

Það loforð ætlar hann að efna. Að ráða sig sem ritstjóra á víðlesnasta blaði landsins er snilldarbragð og fyrsta stig í þriggja þrepa áætlunar hans um að snúa  til baka, því hálfkveðin vísa er honum ekki að skapi. 

Úr ritstjórastólnum mun hann geta styrkt þá í trúnni sem áður voru einlægir átrúendur en héldu að goðið væri lagst í kör og þaðan getur hann laðað að sér nýja fylgjendur með beittum og skeleggum málflutningi á síðum Moggans. Að auki getur hann stýrt umræðunni með fréttaflutningi blaðsins þannig að þeir sem kunna að vera á móti honum í flokknum fara að líta illa út og  þeir sem ekki tilheyra flokknum enn verr.

Að ári verður Davíð orðinn óumdeildur foringi sjálfstæðismanna á ný og við tækifæri mun hann láta kjósa sig aftur sem formann Sjálfstæðisflokksins. Síðan  mun hann freista þess að komast aftur í forsætisráðherrastólinn, þ.e. um leið og hægt verður að knýja fram nýjar kosningar.

Svarið er sem sagt það sama við báðum spurningunum. Einmitt þetta er orsök óttans og reiðinnar sem gripið hefur andstæðinga Davíðs. Þeir eru ekki svo mikið að spá í hvað hann hefur gert þótt þeir beri það fyrir sig. Það sem þeir óttist miklu fremur er hvað hann á eftir að gera.


Ekkert að marka páfa

ppBinTalalÞann 9. maí fyrr á þessu ári, hélt Benedikt 16. páfi um margt merka ræðu í Al-Hussein Bin Talal moskunni í Jórdaníu. Ræðuna hélt hann eftir að hafa verið boðinn þangað velkominn trúarleiðtogum múslíma og rektorum háskólanna í Jórdaníu. Fyrr um daginn hafði hann blessað hornsteininn að Madaba háskólanum þar sem bæði kristnir og múslímar munu stunda nám. Í máli Benedikts kom fram að sá Guð sem kaþólikkar tilbiðja sé sá sami og múslímar ákalla.

Hann sagði meðal annars;

"Kristnir lýsa Guði einmitt, meðal annars, sem skapandi vitsmunum, sem skipar og leiðbeinir veröldinni. Og Guð hefur gefið okkur getuna til að deila með honum þeim vitsmunum og geta þannig hagað okkur í samræmi við það sem er gott. Múslímar tilbiðja Guð, skapara himins og jarðar, sem talað hefur til mannkynsins.

Og sem átrúendur á hinn eina Guð vitum við að mannlegir vitsmunir eru í sjálfu sér gjöf Guðs og að þeir rísa til hæðstu hæða þegar þeir eru uppljómaðir af ljósi sannleika Guðs."

Ræðuna í fullri lengd á ensku er að finna hér.

Jón ValurÞegar að ný stjórnmálsamtök kváðu sér hljóðs hér á blogginu fyrir nokkrum dögum og mótmæltu á bloggsíðu sinni að múslímar fengu aðgang til bæna að kapellu Háskóla Íslands, sá forsvarsmaður þessa svokallað "Kristilega þjóðarflokks", kaþólikkinn Jón Valur Jensson, ástæðu til að efast um að Páfi hefði verið að meina það sem hann sagði.

Jón Valur hafði þetta að segja um málið, eftir að honum hafði verið bent á að æðsti embættismaður kirkjunnar hans hefði staðfest að Guð Íslam og Guð kristinna væri sá hinn sami. 

 "þessi orð Benedikts páfa 16. mætti hugsanlega lesa í þessari merkingu: "Múslímar tilbiðja Guð, [sem þeir líta á sem] skapara himins og jarðar, sem talað hefur til mannkynsins". Þarna væri áherslumunur, sem getur þýtt merkingarmun."

Til vara sagði Jón Valur að æðri orðum Páfans sem reyndar er álitinn af kaþólikkum óskeikull í öllum túlkunaratriðum trúarinnar, væru orð þrettándu aldar kennimannsins Tómasar af Aquinas, sem hefði sagt að Guð Íslam og hinn kristni Guð væri ekki sá sami.

Nú vill svo til að eftir Tómas liggur ágætis útlistun á hvernig Guð kristinna manna er og hann er alveg samhljóma þeirri sem múslímar nota.  Í Summa Theologica ræðir Tómas um eðli Guðs. Með quinquae viae (útilokunaraðferð) kemst hann að fimm niðurstöðum um Guð.

  1. Guð er ekki samsettur. 
  2. Guð er fullkominn.
  3. Guð er óendanlegur.
  4. Guð er óumbreytanlegur.
  5. Guð er einn.

Undir alla þessa eiginleika Guðs mundi Múhameð taka og gerir það í Kóraninum á mismunandi stöðum.

Þannig gengur vara-vörn Jóns heldur ekki upp.

Nú fer Jón Valur sem áður mikinn á blogginu til að útbreiða boðskapinn fyrir nýja flokkinn og hefur greinilega brotið af sér allar viðjar, því ekki fer hann eftir því sem páfinn segir um að sýna umburðalyndi íslömskum námsmönnum við HÍ og ekki er hann þjóðkirkjumaður og því spurning hvaða umboð hann telur sig hafa til að mótmæla notkun kapellunnar.

Helst er hægt að álykta af málflutningi Jóns að hann hafi stofnað sína eigin útgáfu af kristnum samtökum, einskonar Kristilegan Sértrúar-þjóðarflokk.


mbl.is Fagnaði falli kommúnismans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Klisjukennd ímynd lesbía

graham-nortonGraham Norton, vinsæll spjallþáttarstjórnandi í Bretlandi, sá hinn sami og hefur verið hvað duglegastur við að gera grín að Íslandi og Íslendingum eftir bankahrunið, hefur nú hlotið áminningu frá BBC fyrir að fara niðrandi orðum um samkynhneigðar konur í spjallþætti sínum.

Graham sem er sjálfur samkynhneigður, hefur oft verið staðinn að því áður í þáttum sínum að gefa klisjukennda og móðgandi mynd af lesbíum.

Áminninguna fékk Graham í kjölfarið á þætti þar sem sýnd var mynd af stúlku sem hélt á umsókn fyrir einkaleyfi. Honum varð að orði; Ég veit ekki af hverju þeir fengu einhverja skrýtna lesbíú til að vera fyrirsætan".

Kunnur rithöfundur sem var gestur Nortons reyndi að malda í móinn og útskýra fyrir hinum að ekki ætti að dæma fólk eftir útlitinu. ; "Það getur vel verið að hún sé ekki Lesbía, láttu ekki svona, hvernig lítur annars lesbía út?" 

"Svona"svaraði Norton að bragði og benti á myndina. Norton var samt fljótur að bæta við " það er auðvitað ekkert að því að vera lessa". 

Graham tók að sér að vera kynnir í síðustu Júróvisjon keppni fyrir BBC og er afar vel þekktur sem kynnir í mismunandi stjörnuleitarþáttum í Bretlandi.

Það sem mér finnst merkilegt við þessa frétt er að aðeins ein persóna,  áhorfandi í salnum þegar þátturinn var tekinn upp, klagaði Norton fyrir BBC. BBC brást samt strax við og áminnti Norton og allt tökuliðið um að gæta þess að draga ekki upp klisjukenndar myndir af samkynhneigðum konum í þáttunum.


Atgervisflótti af blog.is

Fjöldi fólks hefur tilkynnt lokun á bloggsíðum sínum á blog.is eftir að það fékkst staðfest að Davíð Oddsson væri orðin einn af tveimur yfirmönnum bloggsvæðisins.

Sýnt þykir að atgerfisflóttinn standi í beinu samhengi við þá staðreynd að margir hafa óhræddir sagt sína meiningu um Davíð Oddsson  sem umdeildan stjórnmálamann og  afar mistækan embættismann, grandalausir fyrir því að hann mundi nokkru sinni getað komist í stöðu til að geta beitt sér gegn blogghöfundum með beinum hætti.

David+Oddsson+sn%C3%BDr+aftur+fr%C3%A1+ElbuEn nú er það orðin staðreynd. Davíð er kominn í stöðu til að stýra umræðunni með því að stýra fréttaflutninginum sem flestir blogga við. Sumir stuðningsmenn Davíðs hafa verið að hrópa húrra fyrir því á blogginu að hann sé komin í  aðstöðu til að hreinsa hér til sem er orðin mikil nauðsyn á að þeirra mati. Ef fer sem horfir er ekki langt í að blog.is verði að litlu jarmsvæði hægri öfgamanna á Íslandi. -

Auðvitað var stjórnendum og eigendum Moggans ljóst að þetta mundi gerast. Því verður að reikna með að þeim hafi einfaldlega verið sama.

Hér er verið að veita Davíð greiða leið til þess að hafa aftur mikil áhrif á þjóðmálin og gera honum auðvelt að snúa aftur í pólitíkina af fullum krafti eins og hann sagðist mundi gera ef hann yrði rekinn úr seðlabankanum.

Nú er hann mættur til leiks, með öflugan miðil sem hann stýrir að baki sér. Það slær óhug á kjaftaskana á blogginu og bara það að hann snéri aftur, sendi marga þeirra sem stundum voru þeir einu sem gagnrýndu Davíð að einhverju ráði, fussandi eitthvað út í buskann.


Öfgafull "kristin" stjórnmálasamtök

religion-dm-500-789995Ný "kristin" stjórnmálasamtök sem kalla sig "kristinn þjóðarflokk" hafa verið stofnuð og opnað bloggsíðu til að kynna baráttumál sín. Fyrsta málið sem þeir láta til sín taka er að berjast á móti því að nemendur Háskóla Íslands sem fylgja Íslam verði leyft að fara með bænir sínar í kapellu háskólans en til þess hafa skólayfirvöld gefið sitt leyfi.

Það sem gerir þessi mótmæli samtakanna afar hjáróma er að kapellan er reist og viðhaldið af almennafé rétt eins og Þær kapellur og kirkjur sem eru reistar fyrir kirkjugarðsgjöld eins og kapellan í Fossvogi og á Akureyri.

Til margra ára hefur það tíðkast að fólk sem ekki tilheyrir þjóðkirkjunni hafa fengið inni með útfarar-athafnir sínar í þeim kapellum. Ekki hefur þótt stætt á því að mismuna landsmönnum að þessu leiti með tilliti til trúar þeirra.

Ef að sjónarmið hinna nýja "kristilegu" stjórnmálassamtaka fengju að ráða, (sem mér þykir samt harla ólíklegt) þá mundi þessi sjálfssagða þjónusta við þá sem ekki tilheyra þjóðkirkjunni og/eða ekki eru taldir nægilega kristnir til að geðjast þessum samtökum, leggjast af.

Færi þá fyrir lítið stefið í sálmi Matthíasar Jochumssonar: "Ó, maður, hvar er hlífðarskjól", sem þó var sungin við vígslu kapellunnar í háskólanum.

Einn af forsvarsmönnum þessarar samtaka ku vera Jón Valur Jensson en samtökin opnuðu síðu undir kennitölu á félagi sem hann rekur; Lífsréttur,útgáfustarfsemi, KT.4902871839 Pósthólf 1014 121, Reykjavík.

Jón er kaþólskrar trúar og ekki meðlimur í þjóðkirkjunni en umrædd kapella var þó á sínum tíma vígð af vígslubiskupi hennar.

Spurningin er hvað það er sem gefur Jóni rétt til að krefjast þess að fólk sem ákallar Guð á sama máli og Kristur gerði sjálfur, (Allah= Guð á arameísku, sú tunga sem Kristur mælti á) og viðurkennir Krist sem "anda Guðs" (Ruhollah)  hafi ekki rétt til þess í húsakynnum Háskóla Íslands.

Mundu þá samtökin einnig vilja úthýsa gyðingum, eða vottum Jehóva og mormónum sem margir "kristnir" telja ekki kristna þótt þeir kalli Guð Jehóva og Krist Krist í bænum sínum?


Ljóðakeppni hér og nú

Magritte_Ren_1928_LoversJóna Á Gísladóttir birtir á bloggsíðu sinni skemmtilegar vísur sem sendar voru til Washington Post þegar blaðið efndi til  ljóðasamkeppni á dögunum, sem fólst í því að semja rímu með tveimur braglínum. Skilyrði var að fyrri línan væri sérstaklega rómantísk en sú seinni andstæðan.  

Nú dettur mér í hug hvort ekki sé lag að efna til slíkrar keppni á íslensku hér á blogginu og hafa reglurnar nákvæmlega þær sömu og hjá Washington Post. Sem sagt tvær hendingar eða bragalínur, sú fyrri mjög rómantísk og sú síðari ekki.

Íslendingar eru margir orðlagðir hagyrðingar og ljóðelskir með eindæmum svo það er um að gera fyrir sem flesta að spreyta sig, hér og nú.

Ég legg til að þeir sem hyggjast taka þátt, skoði fyrst ensku vísurnar á síðu Jónu.


Kristnir hóteleigendur ákærðir fyrir að móðga múslíma

Ben and SharonÍ júlí mánuði lentu kristin hjón sem reka hótel í Liverpool  í orðaskaki við einn gesta sinna, íslamska konu. Konan hefur núna kært hjónin fyrir að nota ; ógnandi og móðgandi orðalag og verið með óviðeigandi trúarlegar aðdróttanir í garð hennar.

Hjónin Ben (53) og Sharon Vogelenzang (54), voru í kjölfar kærunnar boðuð á lögreglustöð til yfirheyrslu.

Réttarhöld munu fara fram yfir hjónunum í desember en viðurlög eru allt að 5000 punda sekt fyrir að brjóta hin "almennu siðalög" landsins sem taka til "opinberra móðgana" af þessu tagi.

Þótt að málavextir séu enn óljósir er haldið að hjónin hafi verið að svara fyrir beina árás gests þeirra á kristna trú  þar sem hún hélt því fram að Kristur hafi verið "minniháttar spámaður".

Hjónin eru sögð hafa svarað því til að Múhameð hafi verið stríðsherra og að klæðnaður íslamískra kvenna sé ákveðin tegund af fjötrum.

Þau neita því að andsvör þeirra hafi verið ógnandi og segjast hafa fullan rétt til að útskýra trú sína.

Eftir að hjónin voru kærð hafa viðskipti við Hótelið sem þau stýra dregist mjög saman og þau segja allar líkur á að þau verði að hætta rekstrinum. Hótelið naut góðs af því að vera í nágrenni sjúkrahúss sem beindi talert að viðskiptum til þeirra. Meðal viðskiptavina á vegum sjúkráhússins var einmitt umrædd kona sem kærði þau.

Hjónin eru starfandi í kristnum félagsskap sem heita Bootle Christian Fellowship. Lögmaður þeirra hefur ráðlagt þeim að ræða ekki efnislega orðasamskipti þeirra og Múslíma konunnar. Þau eru einnig studd af þrýstihópnum Christian Institute sem greiðir fyrir lögfræðiþjónustu þeirra.

Margir lögfræðingar hafa tjáð sig í fjölmiðlum um áhyggjur sínar yfir því  hvernig lögreglan notar almennu siðalögin (Public Order Act) til að handtaka fólk sem lendir í orðaskaki þegar lögunum var ætlað að halda uppi einhverri reglu á götum úti þar sem ofbeldi og skrílslæti geta brotist út í kjölfarið á heiftugum orðaskiptum.


Þriggja ára drengur ákærður fyrir skemmdarverk

Ég veit ekki á hvaða leið Breska þjóðin er í málefnum barna sinna og unglinga. Samfélagsvandamálum fjölgar dag frá degi án þess að nokkur ráð séu í sjónmáli.

Daily Mail segir frá því að þriggja ára gamall snáði í Skotlandi hafi verið ákærður fyrir skemmdarverk og hafi verið tekinn af lögreglu til yfirheyrslu vegna málsins. Drengurinn fær þann afar vafasama heiður að vera yngsti sakborningur í sögu sakamála í  Bretlandi.

ModelFimm börn tíu ára eða yngri hafa sætt lögreglusannsókn síðan í maí mánuði fyrir mismunandi glæpi, þar á meðal kynferðisglæpi.

Yngsta barnið er sex ára drengur frá Bedfordshire í Englandi sem er grunaður  um rán í Júní.

Í Englandi og í  Wales, miðast sakhæfi við tíu ár og í  Skotlandi átta ár, það lægsta í Evrópu.

Á síðustu þremur árum hafa 6000 glæpir verið framdir af börnum undir tíu ára aldri.

Þar á meðal er mál níu ára gamals drengs sem er ákærður fyrir nauðgun og annars átta ára sem ákærður er fyrir alvarlega líkamsárás.

Þá eru nokkrir ákærðir fyrir hnífaburð, árásir, þjófnaði og innbrot.

Viðbrögðin við þessu ástandi hafa verið frekar hjáróma. Esther Rantzen, sem að starfar fyrir samtök sem láta sig varða réttindi barna, hvetur til þess að strangari lög verði sett um gáleysi foreldra og að þau verði sótt til saka fyrir glæpi barna sinna.

"Þegar þú heyrir um svona mál þá fær það þig til að undrast hvað gangi eiginlega á hjá fjölskyldu viðkomandi. Þú verður að spyrja sjálfa þig,  hvers vegna?" segir Rantzen.

Þessar tölur hafa verið gerðar opinberar eftir að tveir drengir 12 og 10 ára, viðurkenndu að hafa pyntað tvo aðra drengi í bænum Edlington næri Doncaster í Englandi.


Andlitið sem ætíð mun fylgja Tony Blair

Í september 2003 var Baha Musa, 26 ára afgreiðslumaður á hóteli í Basra í suður Írak, barinn til dauða af breskum hermönnum eftir að hann hafði verið niðurlægður á skelfilegan hátt. Á líkama hans fundust 93 mismunandi áverkar, þar á meðal brákuð rifbein og brotið nef. Þetta er hluti af myndbandinu sem sýnir pyntinga-aðferðirnar sem Baha og aðrir fangar voru beittir.

 

Á þessu myndbandi nota breskir hermenn yfirheyrsluaðferðir sem voru bannaðar af breskum stjórnvöldum árið 1972 en þeir sögðust halda að væru löglegar.

Baha-Mousa-001Formleg opinber rannsókn á morðinu er hafinn og í ljós kom í dag að þeir sem börðu og pyntuðu Baha til bana voru ekki einu skemmdu eplin í breska hernum, "Öll tunnan er rotin" kom fram við rannsóknina.

Fangarnir voru látnir öskra í kór og neyddir til að dansa eins og "Michael Jacson" á meðan Donald Payne liðþjálfi öskraði að þeim háðsyrði og kallaði þá "apa".

Í fyrstu var haldið fram að ekkert sem sýnt er á myndbandinu hafi verið ólöglegt.

Það sem við sjáum  er hvernig hermaður reynir að framfylgja því sem hann heldur vera opinbera stefnu hersins við yfirheyrslur. Hann reynir að kúga fangana aftur í streitu-stöðurnar þegar þeir emja af sársauka og geta greinilega ekki haldið stöðunni.

Þeir eru settir í gegnum "aðlögunar ferli" sem felur í sér að halda sér í "streitu stöðu", bera hauspoka, vera neitað um svefn og mat.

Samt hafa Þessar aðferðir verið bannaðar í 30 ár eftir að þeim hafði verið beitt á Norður Írlandi.

mousa460x276Einn af föngunum vitnaði um að hafa heyrt Mousa hrópa; Ó Guð minn, ég er að deyja. Látið mig í friði, gerið það látið mig í friði í fimm mínútur".

Pyntingarnar fóru ekki fram fyrir luktum dyrum. Margir Hermenn sáu hvað um var að vera, komu og fóru án þess að andmæla því sem fram fór á nokkurn hátt.  

Ljóst er að við yfirheyrsluna gengu hermennirnir samt miklu lengra en gert var ráð fyrir í hinum aflögðu leiðbeiningum. Áverkarnir á líkama Mousa gátu ekki verið einungis af völdum þeirra.

Kona Mousa hafði dáið úr krabbameini aðeins 22 ára, nokkru áður en Mousa mætti dauða sínum. Tveir synir þeirra, Hussein og Hassan eru munaðarlausir.

Payne liðþjálfi var dæmdur fyrir stríðsglæpi árið 2006, fyrstur allra breskra hermanna. Honum var gert að yfirgefa herinn og hlaut eins árs fangelsisdóm.

Réttað var yfir sex öðrum hermönnum en þeir allir sýknaðir í mars 2007.

Breska varnarmálráðuneytið greiddi fjölskyldu Mousa og níu öðrum Írökum sem höfðu þurft að þola pyntingar samtals 2.83 millj. punda í skaðabætur .


Hvers vegna eru ekki allir dagar friðardagar?

,Við vitum ekki hvort Talibanar ætla sér að hafa Friðardaginn í heiðri eða ekki. Þessi dagur snýst ekki um stjórnmál heldur mannúð."Þar mælti Aleem Siddique fulltrúi Sameinuðu þjóðanna orð að sönnu. Hann veit sem er að stjórnmál geta ekki snúist um mannúð. Í heimi stjórnmálanna ráða allt önnur gildi og sjónarmið.

ouganda-lra-enfant-soldat-1-5Í dag lifir allt mannkynið í skugga styrjalda og það hefur gert það svo lengi að það á erfitt með að ímynda sér hvað friður mundi hafa í för með sér. Flestir gera sér grein fyrir að styrjaldir valda þjáningum og að friður mundi binda endi á þær þjáningar. Sú skilgreining felur í sér að þar sem ekki geisar styrjöld ríki friður. En er það virkilega svo? 

Stríð hefur ætíð verið bein afleiðing þess að mannleg samskipti rofna og mannréttindi eru látin lönd og leið. Við erum samt að byrja að gera okkur grein fyrir því að enginn vinnur stríð og að virða mannréttindi felur í sér mun meira en að "þola" hvert annað. Að virða mannréttindi verður að þýða annað og meira en að loka augunum fyrir því sem skilur okkur að. Það verður að skila okkur þeim skilningi að fjölbreytileikinn sé æskilegur og uppspretta bæði styrks og fegurðar.

Group%2520Unity%2520PictureOg jafnvel þótt okkur lærist að meta fjölbreytileika að verðleikum, er það aðeins áfangi á leið okkar til að koma á fullum mannréttindum  í heimi þar sem ekki er að finna minnsta vott af andúð á milli íbúa hans. Að ná því markmiði sem þýðir í raun sameining mannkynsins, verður örugglega ekkert auðveldara en að enda styrjaldir í heiminum.

En fyrst verður að leggja af stað í þessa mikilvægu óvissuferð. Sameining mannkyns verður að vera hið eiginlega markmið friðar. Sú leið mun án efa útheimta raunir og mistök en líka lærdóm. Ef að við komum á friði í þeim tilgangi að ryðja leið nýjum tíma einingar mannkynsins þar sem mannréttindi verða virt að fullu, verður sá friður varanlegur.

Og hvernig einingu á ég þá við? Til að byrja með á ég við einingu í hugsun sem mun leiða til einingar í gjörðum. Það felur í sér að ekki nægir lengur að vera sammála um að vera ósammála.

Samráð verður að leiða til samþykkta sem eru grundvallaðar á sannleika, frekar en málmiðlunum við hann og til þess sem er til heilla fyrir alla fjölskyldu mannskynsins frekar en fáeina meðlimi hennar. Í kjölfar þeirra samþykkta verður að taka ákvarðanir um hvernig þeim skal framfylkt.

Og hver eru fyrstu skrefin á þessari leið?

Þau taka til róttækra breytinga á afstöðu okkar til; skólamála þ.e. kennarastéttarinnar og barna okkar, vistfræðilegrar nýtingar náttúruauðlinda,  matvælagerðar og dreifingu matvæla, borgar og dreifbýlis- menningar, Þjóðernis, kynþátta, trúarbragða og kynjanna, upplýsingaöflunar, vísinda og samfélagsfræða.

Um þau mun ég fjalla í næsta pistli.


mbl.is Enginn hernaður á Friðardaginn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband