Yngsti faðir í heimi hér....

Eins og skilja má er Kína í sviðsljósinu um þessar mundir, enda heimsviðburður þar á næsta leiti. Þegar gluggað er í sögu Kína koma oft furðulegar staðreyndir fram í dagsljósið. Gallinn við sumt af því sem haldið er fram sem bláköldum sannleika, er að engin leið er til að sannreyna söguna. Því er t.d. haldið fram að yngsti faðir veraldar hafi verið kínverskur drengur sem feðraði barn aðeins níu ára gamall.

Ég fjallaði fyrir skömmu um yngstu móðurina Linu, sem ól sveinbarn á sjálfan mæðradaginn 14. Maí árið 1939, þá aðeins fimm ára gömul.

p46telloffkids_468x460Yngsti faðir sem áreiðilegar heimildir eru til um er sagður vera Sean Stewart frá Sharnbrook í England. Hann var tólf ára þegar hann varð faðir og fékk frí í skólanum til að vera viðstaddur fæðingu barnsins. Hann hafði sagt kærustu sinni þá 16 ára gamalli Emmu Webster og foreldrum hennar að hann væri fjórtán ára. Hann viðurkenndi aldur sinn eftir að ljóst var að stúlkan var með barni. Þá var parið 11 og 15 ára en þau voru nágrannar í Sharnbrook í Bedfordshire.

nanuram_450x353Úr því við erum að tala um feður, er ekki úr vegi að skjóta því hér að, að elsti faðir veraldar svo vitað sé með vissu, (Biblíu-bókstafstrúar-fólk á eftir að mótmæla þessu) er bóndi frá Indlandi sem heitir Nanu Ram Jogi. Hann var níræður ( 90 ára) þegar hann feðraði sitt síðasta barn 2007. Það var tuttugasta og fyrsta barnið hans og hann átti það með fjórðu eiginkonu sinni. Hann sagðist ákveðinn í að halda áfram að eignast börn þar til hann yrði 100 ára

 

 


Heimsmeistarakeppnin í frí-hlaupi undirbúin.

free-runningFrí-hlaup (free running) eignast fleiri og fleiri áhangendur hér í Bretlandi þar sem heimsmeistarakeppnin er nú undirbúin. Hér má sjá stutta en góða kynningu (video) á þessari nýju íþróttagrein sem ég hef reyndar fjallað örlítið um áður.

Trúir þú á skrímsli.....eða villisvín?

Af og til, sérstaklega um sumarmánuðina þegar svo kölluð gúrkutíð hjá fréttamönnum gengur í garð, berast fréttir af skrímslum. Íslendingar eru auðvitað löngu hættir að trúa á tilvist ómennskra óvætta en hafa samt gaman að því að velta fyrir sér þessum fyrirbærum. Allavega eru fjölmiðlarnir okkar ekki alveg ónæmir fyrir þessum fréttum s.b. frétt um skrímsli sem fannst á Montauk ströndinni í Bandaríkjunum fyrir skömmu. Óskar Þorkels. bloggvinur minn benti mér á fyrstu myndina af þessu hræi löngu áður en byrjað var að blogga um hana. En hér koma nýjar myndir af því og það fer ekki milli mála að hvað sem skepnan heitir, er hún karlkyns.

4135926441359272

Það sem gerir margar af þessum fréttamyndum svo "áhugaverðar" er hversu óskýrar flestar þeirra  eru og fólk getur því gefið ímyndunaraflinu lausan tauminn. Samt eru alltaf einhverjir sem taka þessum "fréttum" alvarlega, þrátt fyrir að oftast nær komi í ljós að um falsanir og gabb hafi verið að ræða. Ég fann myndir af nokkrum af frægustu "skrímslunum" og við skulum byrja á "Stórfót" sem býr í Bandaríkjunum og heill iðnaður hefur sprottið upp í kring um. Ekki ber að ruglast á honum og Jetti, snjómanninum ógurlega sem býr í Himalajafjöllum. Þessi fræga kvikmynd af Stórfót var tekin  af P. Patterson nokkrum árið 1967 og enn hefur ekki verið sannað að sé fölsuð ;)

 

Frægasta skrímsli allra tíma er samt Nessi, Lagarfljótsormur þeirra í Skotlandi. Nokkrar ljósmyndir hafa náðst hefur af henni í Loch Ness vatni, enda þarf nokkuð til svo að ferðamannastraumurinn þangað haldist og goðgögnin deyi ekki út. Hér eru tvær bestu myndirnar af Nessí.nessieloch_ness_1_lg

MONSTER_1_Auðvitað reka á land víðs vegar um heiminn leifar af hvölum og það þarf ekki mikið til að þau verði af ógnvænlegum skrímslum eins og þetta ferlíki sem rak á fjörur í Fortune Flóa á Nýfundnalandi 2001.

 

 

augustineSæskrímsli hverskonar hafa verið vinsælt söguefni frá örófi og það hefur ekki skemmt fyrir þeim þegar myndir eins og þessar birtast í heimspressunni. Hér ku vera á ferð risastór kolkrabbi sem rak á land í St. Augustine, Florida, árið 1896.

 

four_mile_globsterÞá varð til nýtt heiti á sæskrímsli þegar þetta ferlíki rak á land í Tasmaníu árið 1997. Það var kallað "Globster" eða "Leðjan". Hér reyndust þó aðeins um rotnandi hvalsleifar vera að ræða.

Á netinu úir og grúir af skrímslasögum og óvættum. Í Mexíkó hræðist fólk ekkert meir en hið ógurlega Chupacabras sem er einskonar  Skolli eða jafnvel Skuggabaldur. Í suðurríkjum Bandaríkjanna eru margir sannfærðir um að svokallaður Lirfumaður (Mothman) sé á sveimi.

Íslendingar voru hér áður fyrr litlu betri og Suggabaldur og Skolli, Finngálkn og Fjörulalli, nykur og sækýr, eru allt sér-íslensk heiti á sér íslenskum skrímslum.

 Víttt og breitt um heiminn búa skrímslin og það væri til þess að æra óstöðugan að telja þau upp hér. Málið er náttúrulega að flest reynast þó, þegar upp er staðið, öllu skaðlausari en sjálfur maðurinn.

 


Íslenskir karlmenn gráta ekki

340xAllir vita að íslenskir karlmenn gráta ekki. Hvað er annars langt síðan þú sást íslenskan karlmann gráta opinberlega? Erlendis er það alls ekki óalgengt að sjá karlmenn fella tár og í dag birtist listi á vefsíðu BBC yfir 10 algengustu ástæður þess að karlmenn í Bretlandi gráta. Hér kemur listinn og fróðlegt væri að vita hvort ástæðurnar eru í nokkru samræmi við tilfinningar íslenskra karlmanna jafnvel þótt þeir láti ekki eftir sér að væta hvarmana yfir þeim.

 

1. Að gera foreldrana stolta. Eftir að þú hefur staðið þig vel og finnur velþóknun foreldra þinna og hversu stoltir þeir eru af þér.

2. Fæðing fyrsta barns eða barnabarns. Yfirleitt eru karlmenn nú orðið viðstaddir þennan hversdagslega en engu að síður tilfinningaþrungna atburð og fella við hann tár af einskærri gleði og stolti.   

3. Erfiðleikar ástvinar. Karlmenn komast oft við þegar þeir heyra eða ræða um erfitt líf forfeðra sinna eða foreldra og hversu miklu þeir hafa fórnað til að koma afkvæmum sínum til manns.

bush_crying_medal_of_honor4. Að bregðast ástvinum sínum. Margir karlmenn vökna um augun þegar standa frami fyrir því að hafa brugðist vonum og væntingum ástvina sinna.

5. Að þurfa að afsaka sig. Eitt af því erfiðara sem karlmenn gera og átakameira eftir því sem afsökunin er einlægari.

6. Að bregðast sjálfum sér. Þegar karlmenn standast ekki eigin kröfur geta vonbrigðin oft lýst sér í táraflóði. Þetta er algengt hjá Íþróttamönnum eins og t.d. fótboltastrákum sem fara að gráta eftir að þeir brenna af í vítaspyrnukeppnum.

7. Þegar þér er sagt upp.  Harðjaxlar og hjartaknúsarar eiga það báðir til að gráta sálega eftir að hafa verið sagt upp. Stundum er það sært stolt og stundum alvöru eftirsjá. 040705RonaldoCryingGbg

8. Þegar þú ert sigraður. Ekkert er eins sárt og að þurfa að þola ósigur þegar þú veist að þú hefur gert þitt besta en það var bara ekki nóg.

9. Að vinna erfiðan sigur; Ekkert  er tilfinningaþrungnara en að vinna eftir að hafa lagt sig allan fram til þess og tekist það.

10. Þetta eru ekki tár . Það fauk eitthvað í augað á mér.


Íslenska heims-Íkonið

Bjork-Homogenic-FrontalEf þú flettir upp í lexíkonum um tísku eða tónlist, popp-kúltúr og nútímamenningu er næsta víst að þú rekst á þessa mynd. Fáar eða engar myndir af íslendingi hafa öðlast slíkan sess í menningu heimsins eins og myndin af Björk Guðmundsdóttur utan á hljómdisk hennar Homogenic. Myndin er listaverk þar sem margir mismunandi menningarstraumar eru bræddir saman í eina heild og virka eins og hefðbundin útfærsla á fornu útliti asískra kvenna. Björk sækir þessa strauma til fimm landa; Kóreu, Kína, Japan,Thailands og Burma.

486349405_b9153cfcc3_bEf við förum frá toppi til táar og byrjum á hárinu, þá er útfærslan á því fengin frá Kóreu og á rætur sínar að rekja til þess kunnuglega siðar hefðarfólks að ganga með hárkollu. 

Á meðan alþýðan (bæði karlar og konur) lét sér nægja að flétta hár sitt og setja í hnút í hnakkanum eða við banakringluna, báru efnaðar hefðarmeyjar íburðarmiklar hárkollur (gache). Ein og tíðkaðist líka á Vesturlöndum, þóttu hárkollurnar flottari eftir því sem þær voru stærri og íburðarmeiri. Margar litu út eins og hárskúlptúrar sem festir voru á höfuð konum til að hafa þar til sýnis.  Hárkolluæðið náði hámarki á ofanverðri átjándu öld í Kóreu en nokkuð slóg á það með tilskipun Jeongjo Konungs 1788 þegar hann bannaði notkun hárkolla þar sem þær gengu gegn gildum Konfúsíusar um hógværð og auðmýkt.

user756_1170401570Til Burmma og Thailands sækir Björk hálshringina. Þótt slíkar fegrunaraðgerðir séu ekki óþekktar í suður-Afríku, eru það konur Kayan (Karen-Padung) ættbálksins í Thailandi og Burma sem  frægastar eru fyrir hálshringina sem byrjað er að setja um háls stúlkna í æsku eða þegar þær eru 5-6 ára. Hringirnir aflaga axlar og viðbein svo að hálsinn sýnist lengri. Fullvaxin kona gengur með um 20 hringi.

long21Að auki ber þær hringi um um handleggi og fótleggi sem ekki eru taldir síður mikilvægir sem fegurðartákn. Gifta konur bera líka fílabein í eyrnasneplunum. Þungi fílbeinsins verður til þess að eyrnasneplarnir síga og verða stundum svo langir að þeir sveiflast til. Þessi siður er afar forn, eða allt frá þeim tíma er eyrun voru talin helgasti hluti líkamans og hann bæri því að skreyta. Ílöng eyru voru talin merki um fegurð hjá konum og styrk hjá körlum. - Flest Padung fólksins iðkar andatrú, en um 10% eru Buddha-trúar og einhverjir eru kristnir.

geishaÁ myndinni klæðist Björk Kimonosem er þjóðabúningur Japana og honum klæðast bæði karlar og konur. Orðið Kimono er samsett úr orðunum ki (að klæðast) og mono (hlutur).  Kimono er T-laga kufl beinsniðinn og nær alla leið niður að öklum. Hann er vafinn um líkaman frá vinstri til hægri, nema sem líkklæði,  þá er hann vafinn frá hægri til vinstri. Honum er haldið saman með breiðu belti (obi) sem er venjulega bundið saman að aftanverðu. Í dag er Kimono yfirleitt viðhafnarbúningur en var áður fyrir afar algengur sem hversdagsklæði kvenna. Ógefnar konur klæðast Kimono sem hefur dragsíðar ermar.

Annað nafn fyrir Kimono er Gofuku sem þýðir "klæði Wu." Fyrstu kimonoarnir urðu fyrir miklum áhrifum af kínverskum hefðum og rekja má kínversk áhrif í japanskri fatagerð allt aftur til fimmtu aldar.

geisha-kyoto-n-071_3Farði Bjarkar minnir um margt á hinar japönsku Geishur eða  Geiko eins og þær eru líka kallaðar. Geishur eru japanskir skemmtikraftar sem stunda hinar mismunandi japönsku listgreinar af mikilli snilld, þ.á.m. sígilda tónlist og dans. Þrátt fyrir þrálátan orðróm eru Geishur ekki vændiskonur.

Uppruni farðahefðarinnar er umdeildur og segja sumir að hvíta litinn og smáan rauðan munninn megi rekja til aðdáunar Japana á vesturlenskri fegurð, fyrst eftir að þeir kynntust Evrópubúum.

Hvíti farðinn á að þekja andlitið, hálsinn og brjóstið en skilja eftir tvö W eða V laga svæði aftan á hálsinum sem undirstrikuðu þetta svæði sem samkvæmt hefð Japana er afar kynæsandi. Þá er skilinn eftir þunn lína á milli andlitsfarðans og hárlínunnar sem gefa til kynna að um grímu sé að ræða frekar en farða.  

Augnasteinar Bjarkar eru eins holur, tækni sem notuð var til að gefa augum líkneskja dýpt og neglur hennar eru langar og minna á drekaklær, en drekinn er þekkt landvætt í öllum Asíulöndum.


Sprengingin mikla

halifax_explosionFyrir næstum því 30 árum dvaldist ég nokkur ár í Kanada. Ég bjó skammt frá hafnarborginni Halfiax í Nova Scotíu sem á sér merka sögu. þar voru t.d. greftruð þau lík sem fundust fljótandi í sjónum eftir að Titanic sökk og enn koma ættingjar til borgarinnar til að vitja grafa þeirra.

c001833Í Halfax átti sér stað stærsta og mesta sprenging sem orðið hefur af manavöldum fyrr og síðar fyrir utan kjarnorkusprengjurnar.  Sumstaðar niður við höfnina má enn sjá ummerki eftir þessa ógnar sprengingu.

imoAtburðirnir áttu sér 6. Desember árið 1917 í Halifax-höfn.  Franska vöruskipið Mont-Blanc, drekkhlaðið af sprengiefni sem ætlað var til notkunar í heimstyrjöldinni sem þá geisaði í Evrópu, rakst á norska flutningaskipið Imo sem fullt var af hjálpargögnum einnig ætluðum til notkunar í styrjöldinni.

Áreksturinn var í þrengingunum sem finna má innst í höfninni, með þeim afleiðingum að eldur kom upp í Mont-Blanc. Tuttugu og fimm mínútum síðar sprakk Mont-Blanc í loft upp með skelfilegum afleiðingum. c001833

Talið er að um 2000 manns hafi látist í sprengingunni, flestir af völdum hrynjandi bygginga og elda sem upp komu í borginni. Yfir 9000 manns særðist. Sprengingin orsakði flóðöldu sem jafnaði við jörðu allar byggingar í tveggja ferkílómetra radíus. Skipið hvarf og hlutum úr því rigndi niður í margra kílómetra fjarlægð ásamt upprifnum járnbrautarteinum, brotum úr lestarvögnum og bílum.  Daginn eftir sprenginguna snjóaði talsvert sem gerði öllu hjálpastarfi erfitt fyrir. 

 


Stutt ástarasaga

Það verða örugglega margar stuttar ástarsögur sem gerast um helgina eins og vanin er um Verslunarmannhelgina á Íslandi. Sumar þeirra verða vafalaust lengri og það er einnig hið besta mál. Það nefnilega gleymist stundum í allri umfjölluninni um sukkið og svínaríið að það gerist margt fallegt líka.

 Hér  er að finna eina stutta ástarsögu við tónlist Sigurrósar sem ég rakst á fyrir nokkru. Mér finnst hún bara falleg í einfaldleika sínum.


Móðir og dóttir sem ólíkt hafast að

pattyMargir muna eflaust margir eftir því þegar að Patriciu Hearst; barnabarni bandaríska blaðakóngsins og auðjöfursins William Randolph Hearst, var rænt árið 1974. Patricia  var þá háskólanemi við  Berkeley í Kaliforníu og var rænt af hópi ný-biltingarsinna sem kallaði sig The Symbionese Liberation Army (SLA). Í tvo mánuði, að hennar eigin sögn, var henni haldið fanginni í skáp og hún "heilaþvegin" af þessum litla hóp sem beindi spjótum sínum aðallega að auðjöfrum í Bandaríkjunum sem þeir álitu megin óvini sína.

Hearst fjölskyldan varð við vissum kröfum hópsins og greiddi sem lausnargjald eina milljón dollara í formi vista sem dreift var meðal fátækra. Þrátt fyrir það náðist ekki að frelsa Patty og nokkru seinna sendi hópurinn fjölmiðlum mynd af henni vopnaðri vélbyssu ásamt yfirlýsingu þess efnis að hún hefði sjálfviljug gengist byltingarhópnum á hönd.

Hún tók sér nafnið "Tania" (til heiðurs eiginkonu Che Guevara) og átti síðan þátt í að ræna banka í San Francisco þar sem teknar voru frægar myndir af henni við verknaðinn. Í stað þess að vera fórnarlamb, var hún sett á lista Alríkislögreglunnar (F.B.I.)  yfir 10 mestu glæpamenn Bandaríkjanna.

Seinna á árinu 1974 kom til átaka milli lögreglu og S.L.A. hópsins þar sem flestir meðlimir hans féllu fyrir byssukúlum lögreglunnar. Einhvern veginn tókst Patty að flýja ásamt forsprökkunum  Bill og Emily Harris. Í rúmt ár fór hún huldu höfði og aðstoðaði aðra meðlimi hópsins sem einnig voru á flótta.

sexy-lydia-hearstHearst var að lokum handtekin árið 1975 og fundin sek um bankarán. Henni var sleppt fyrir tilstilli  Jimmy Carters forseta 1979. Eftir það hélt hún sig að mestu til hlés. Hún gifti sig og eignaðist börn, skrifaði endurminningar sínar og kom stöku sinnum fram í kvikmyndum undir dulnefni. Árið 2001 var hún að fullu náðuð af Bill Clinton forseta.

Í réttarhöldunum sem haldin voru yfir henni var verjandi hennar F. Lee Bailey sem seinna náði aðeins betri árangri þegar hann varði   O.J. Simpson og fékk hann sýknaðan af morðákæru.

Nú hefur dóttur Patty Hearst; Lydiu Hearst, skotið all-snögglega upp á alþjóðlega stjörnuhimininn. Hún er fyrirsæta og gat sér fyrst gott orð þegar hún vann með Stephen Meisel ljósmyndara fyrir Apríl 2004 heftið af ítalska Vogue blaðinu. Síðan þá hefur hún unnið með sumum af fremstu ljósmyndurum  heims eins og Mario Testino, Mark Abrams og Terry Richardson.


Blekkingar í Vestmannaeyjum

Gordon_Ramsay_070514093452553_widewÞátturinn með ofur-kokkinum Gordon Ramsay þar sem hann veiðir og matreiðir lunda í Vestmanneyjum var sýndur á Channel 4 í gærkveldi. Undirtektirnar á spjallrásunum bresku létu ekki á sér standa og sýnist sitt hverjum eins og vænta mátti. Yfirleitt er fólk þó sammála um að Gordon hafi loks farið yfir strikið, þrátt fyrir blótsyrðin öll og hafi bara átts kilið að vera næstum búinn að drepa sig við veiðarnar á þessum "fagra og saklausa fugli", en þátturinn gerir mikið úr hremmingum Gordons í Vestmannaeyjum.

Gordon sést líka við eldamennsku upp á hrauni þar sem hann bakar brauð. Eitthvað var þetta samt loðið með brauðin því fram kemur að þeim hafi verið stolið og því hefði þurft að "sviðsetja" brauðbaksturinn. Sé þetta satt, hefur atvikið yfirbragð vinnubragða hins víðfræga Hrekkjalómafélags.

Þessi uppákoma minnti mig samt á annað atvik sem átti sér stað  í Vestmanneyjum fyrir nokkrum árum. Finnlandsforseti Martti Ahtisaari ásamt frú og fríðu föruneyti kom til Eyja í boði Frú Vigdísar Finnbogadóttur Forseta.

svanurfinnalndsforsetiFarið var með hópinn út á hraun eins og lög gera ráð fyrir og þar boðið upp á ný-hraunbakað brauð. Finnlandsforseti gróf sjálfur upp brauðið eftir að hafa verið bent á hvar það var að finna, reif upp mjólkurfernuna sem brauðdeiginu hafði verið komið fyrir í og viti menn, út úr fernunni kom ilmandi rúgbrauð, vandlega skorið í viðeigandi þunnar sneiðar.

Það runnu tvær grímur á mannskapinn. - Böndin bárust að Herði Dolla, veitingamanninum sem sá um baksturinn. Hann reyndi að krafla sig út úr vandræðunum með því að segjast hafa komið þarna við nokkru áður og ákveðið að skera brauðið til að flýta fyrir. Þetta var látið gott heita í bili og allir gæddu sér á glóðvolgu brauðinu með sméri.

Seinna kom það á daginn, sem auðvitað allir eyjamenn þarna staddir vissu, að brauðið hafði verið keypt fullbakað og skorið hjá Bergi bakara þá um morguninn og troðið í fernuna. Ég held, svei mér þá, að Vigdísi hafi líka grunað að maðkur var í mysunni, því hún snéri sér undan og skellihló.


Á Þjóðhátíð í Eyjum

þjoðhatiðVerlunarmannahelgin á næsta leiti og margir eflaust farnir af stað þangað sem þeir ætla. Þjóðhátíð í Eyjum að hefjast, húkkaraball í kvöld og allt það.

Fyrir næstum 20 árum var heimsfrægum plötusnúð boðið að taka þátt í Þjóðhátíð í Eyjum. Sá hafði getið sér gott orð, fyrst á útvarpsstöðvunum sem starfræktar voru á öllum amerísku herstöðunum um allan heim og seinna í kvikmyndinni American Graffiti.

Hann hét Wolfmann Jack(Lést 1995) og var strigakjaftur mikill og stuðbolti með allt útvarps-lingóið á hreinu og mikill rokk-aðdáandi. Hann var nokkuð digur um sig og það tóku allir eftir honum þar sem hann fór, svartklæddur og með sitt grásprengda úlfsskegg og síða hár. 

jaaacksmEftir að hann var búinn með prógrammið sitt á laugardagskvöldinu í Dalnum, kom hann örþreyttur, þrælkvefaður og hóstandi inn á hótelið þar sem hann dvaldist og hlammaði sér niður í leðursófann í lobbíinu. - Ég var að vinna þarna á Hótelinu og því vék hann sér að mér og spurði; "Geturðu nokkuð reddað mér tisjú". Ég fór að leita, en var því miður ekki öllum hnútum kunnugur og fann ekkert nema klósettrúllu sem ég svo færði honum. Á meðan karlinn var að snýta sér í rúlluna, og ég meina það, hann notaði alla rúlluna, lét hann dæluna ganga og býsnaðist mikið yfir okkur Íslendingum og skemmtanagleði okkar. "Ég var á Woodstock, Isle of Wight og öllum stærstu rokkhátíðum sem haldnar hafa verið" sagði hann. "En ég hef aldrei nokkurn tíman lent í öðru eins og þessu. Þið..þið Íslendingar kunnið svo sannarlega  að skemmta ykkur" (You sure know how to party) .

Svo bað hann um aðra klósettrúllu og fór með hana upp á herbergið sitt.


Pólitísk innræting og skandall í Bakarabrekkunni

180px-EngelsSumarið 1969 líður mér seint úr minni. Þetta var sumarið áður en ég fór að Núpi í Dýrafirði, þegar ég var enn fullur af hugmyndum (sumir mundu segja ranghugmyndum) um heiminn og hvernig hann ætti ekki að vera, enda bara 15 ára. Hugmyndirnar voru mest á vinstri vængnum viðurkenni ég, jafnvel svolítið til vinstri við hann, svona eftir á að líta.  Alla vega var ég fljótur að þefa uppi félagsskap þar sem slíkar hugmyndir voru taldar til fyrirmyndar.

Í félagi við Jóhann Geirdal, fór ég að taka rútuna frá Keflavík til Reykjavíkur, eins oft og ég gat til að fara á fundi í bakhúsi á Laugarveginum þar sem Æskulýðsfylkingin (Fylkingin) var til húsa. Þarna kynntist ég  fólki sem mér var sagt að væru helstu boðberar frelsis og réttlætis á Íslandi, Þ.á.m. Rósku, Ragnari (seinna skjálfta) og að sjálfsögðu Birnu Þórðar.

180px-Karl_MarxÞað fór vel á með okkur og ég var sendur heim með lesefni eftir hvern fund. Ég paufaðist í gegn um Hegel, Marx og Engels og las þess á milli Lilju sem allir vildu kveðið hafa.

Það voru miklar aðgerðir í vændum því stórmenni á vegum Bandaríkjastórnar var að koma til landsins í tengslum við varnarsamning þeirra og Íslendinga. Í Bakarabrekkunni átti að efna til mótmæla og æfingar á leikþáttum sem þar stóð til að sýna voru í fullum gangi.

Mér var falið mikilvægt hlutverk í þessum aðgerðum. Strax og ákveðnum leikþætti sem Birna lék í og leikstýrði, var lokið,  átti ég að setja plötuspilara í gang. Á spilaranum var plata þar sem kínverskur alþýðukór flutti Internationalinn að sjálfsögðu á kínversku.

roska6Allt gekk þetta snurðulaust fyrir sig, þar til komið var fram í mitt lag. Þá sé ég hvar bæði Róska og Birna koma hlaupandi í átt til mín þar sem ég stóð keikur yfir grammófóninum með allt í botni. Á svip þeirra og látbragði mátti ráða að eitthvað væri ekki í lagi.

Róska þreif í arminn á fóninum og hvessti á mig glyrnurnar. Helvítis fíflið þitt...gastu ekki sett hana á réttan hraða....Svo komu fleiri blótsyrði sem ég ætla ekki að hafa eftir hér. Mér varð nú ljóst hvar mér hafði orðið á.

Ég talaði vitaskuld ekki kínversku þá, frekar enn í dag og í eyrum mínum hljómaði lagið ósköp áþekkt eða jafnvel eins á 78 snúnings hraða og það gerði á 45 snúnings hraða. Platan var sem sagt gerð fyrir 45 en ég hafði fóninn stilltan á 78. record-player

Ég segi það enn, að Róska hefði bara átt að leyfa laginu að spila út. Það hefði enginn fattað mistökin ef hún hefði bara verið róleg. Kínverskur alþýðukór að syngja á kínversku internationalinn eða "Njallann" eins og við kölluðum hann, hljómar eiginlega bara betur á 78 snúningum en 45. Takturinn er hraðari og kínverskan hljómar bara kínverskari ef eitthvað er. roska3

Eftirmálar þessa atviks urðu þeir að ég var "rekinn" úr Æskulýðsfylkingu Alþýðubandalagsins næsta dag og hætti að taka rútuna frá Keflavík til Reykjavíkur í tíma og ótíma til að mæta á einhverja fundi.

Ég vona að ykkur lesendum góðum sé sama þótt ég laumi að, af og til, þessum smásögum úr eigin ranni. Þessi minningabrot koma svona eitt og eitt upp í hugann af og til við leitina að góðu bloggefni.


Fleiri Minningar - En ekki fyrir klýjugjarna!!

90__Karl_Gu%C3%B0mundss__3323Borðhald á Neskaupstað

Ég minnist á það í færslu hér um daginn að ég hefði ungur að árum farið á "vertíð" til Norðfjarðar og kynnst þar ýmsu fólki. m.a. Ólafsvíkur-Kalla. Áður en Kalli sá aumur á mér og bauð mér sambýli við sig, hírðist ég í herbergiskytru sem átti að heita íbúðarhæf en var að alls ekki. Þetta var líka áður en ég hóf að vinna með "aðgerðargenginu" og ég hafði tíma til að borða hádegismat og kvöldmat. Ég komst að samkomulagi við fjölskylduna sem bjó á hæðinni fyrir ofan herbergiskytruna um að fá að borða með þeim og kynntist þeim þannig lítilsháttar.

Þetta var stór fjölskylda a.m.k. fimm börn, fjögur á bilinu 2-6 ára og eitt þeirra aðeins brjóstmylkingur enn. Í fyrsta sinn sem ég kom í mat fékk ég hálfgert áfall. Borðhald var allt hið einkennilegasta, jafnvel fyrir mig sem alist hafði upp á barnmörgu heimili og kallaði ekki allt ömmu mína í þeim efnum. 

Í boði var soðin fiskur og kartöflur, sem húsfreyjan hafði til og setti á diska fyrir mig, húsbóndann og börnin fjögur. Engin hnífapör voru sett fyrir börnin og tóku þau til matar síns, með guðsgöflunum einum saman. Ekki leið á löngu fyrr en maturinn var kominn út um allt borð. Krakkarnir létu illa við borðið og köstuðu matnum í hvert annað án þess að fá svo mikið sem tiltal frá foreldrunum. -

Loks þegar lokið var við að borða, bauð húsfreyjan mér upp á kaffi. Ég þáði það. Hún færði mér svart kaffi í krús. "Áttu nokkuð mjólk", spurði ég. Notarðu mjólk, spurði hún á móti. Já, gjarnan ef þú átt hana. Húsfreyjan horfði á mig um stund, tók síðan krúsina og bar hana upp að öðru brjóstinu sem einhvern veginn var komið út úr kjólgopanum sem hún var í. Eftir örstutta stund rétti hún mér krúsina aftur. Ég sá að það var mjólk í kaffinu, ásamt smá fituskán sem flaut á yfirborði þess. Ég satt að segja, sautján ára gamall, áttaði mig ekki alveg strax á því sem hafði gerst. Ég bragðaði á kaffinu og fann að það var ekki eins á bragðið og ég átti að venjast. Húsbondinn  horfði á mig skælbrosandi. Hva, líkar þér ekki kaffið, spurði hann. Jú, jú, það er bara... Þú þarft ekkert að drekka það frekar en þér sýnist, hélt hann áfram, þreif krúsina úr hönd minni og teygaði kaffið með áfergju.

Af nísku föðurins.

Seinna sama dag, sátum við saman ég og húsbóndinn sem líka var að vinna í SÚN við útskipunina sem var í gangi. Við röbbuðum saman á meðan beðið var eftir bíl. Hann sagði mér frá æskuárum sínum þar sem hann var alinn upp á kotbýli á fyrri hluta síðustu aldar einhverstaðar á Austfjörðum.

Faðir hans var víst annálaður nirfill og skammtaði heimilisfólkinu matinn úr búri áfast eldhúsinu sem hann einn hafði lykil að. Stundum þegar allir voru farnir að hátta mátti heyra í karlinum paufast í myrkrinu inn í búrinu þar sem hann var að gæða sér á því sem hann vildi þegar hann hélt að aðrir sæju ekki til.

old_man_with_the_grey_beard_in_the_dark_2Kvöld eitt urðu allir þess var að karlinn var í búrinu. Eftir skamma stund heyrast þaðan óhljóð mikil, spýtingar og uppsölur. Á milli óhljóðanna hrópar karlinn og biður um að kveikt verði á lampa. Húsfólkið dreif að með ekki færri en þrjá lampa á lofti. Sjónin sem við blasti var ekki geðsleg. Karlinn hafði augljóslega verið að kafa með annarri hendinni í súrtunnu með slátri í, líkast til að leita að keppi sem orðin var meir á súrnum. Eftir að hafa fundið kepp á botni tunnunnar sem hann taldi að væri orðinn of meir til að geymast mikið lengur, tekur hann á það ráð að stýfa hann úr hnefa. Óhljóðin, spýtingarnar og kokhljóðin hófust ekki fyrr en hann var kominn inn í miðjan kepp.

Í ljósinu frá lömpunum sást greinilega það sem eftir var af keppnum þar sem hann lá við fætur karlsins. Nema að keppurinn var ekki sláturskeppur, heldur löngu dauð rotta sem greinilega hafði dottið í súrinn einhvern tíman um veturinn, drukknað og fallið til botns á tunnunni.

Eftir þetta, tók karlinn víst ætíð með sér ljós þegar hann fór í búrið eftir háttatíma.

Ég borðaði hjá þeim hjónum í fáeina daga eftir þetta en varð mikið feginn þegar boðið kom frá Kalla, jafnvel þótt það þýddi sveskjugraut og plokkfisk í alla mata.

Af skiljanlegum orsökum nafngreini ég ekki sögupersónur. Ljósmyndin er af Karli Guðmundssyni (Ólafsvíkur-Kalla) og kann ég þeim sem sendi mér hana (barnabarni Karls) bestu þakkir fyrir.


1. Apríl hjá Kínverjum alveg fram yfir Ólympíuleika

5387476Í gær kváðust Kínverjar hafa unnið áfangasigur í baráttunni við mengunina sem hvílir eins og mara yfir Beijing, þar sem ferskir vindar blésu nú í borginni.  Þeir segja að mengunin hafi minkað allt að  20% frá því sem var í byrjun Júlí. Þessu var haldið fram á blaðamannfundi  af  Du Shaozhong sem stýrir umhverfis-verndar- ráðuneytinu. Hann sagði að í Júlí mánuði hefðu þegar verið 25 dagar með hreinu lofti í borginni. "Við gripum til altækra aðgerða og höfum fengið altækan árangur" sagði hann.

Ástralinn John Coates sem er forseti ólimpíunefndarinnar sagði aftur á móti að loftið í Beijing væri lítið skárra nú en þegar hann heimsótti borgina í Mars.

"Það virðast ekki hafa orðið miklar úrbætur", sagði  Coates, við komuna til borgarinnar á mánudag.

"Grænu Leikarnir" sem Kínverjar lofuðu virðast því fyrir bí en leikarnir eiga að hefjast 8. Ágúst. Það er táknrænt fyrir þessa leika bræðralags og vinarþels sem boðið er til af þjóð sem virðir mannréttindi að vettugi á svo mörgum sviðum, að þeir skuli bókstaflega verða haldnir í eitruðu andrúmslofti. Það er einnig talandi fyrir afstöðu kínverskra stjórnvalda, að þeir skuli reyna að ljúga til um mengunarstigið í borginni upp í opið geðið á embættismönnum leikanna og heimspressunni allri sem ekki þurfa annað en að reka nefið út um gluggann til að sjá hvað satt er.

Kínverjar segjast vera tilbúnir til að grípa til örþrifaráða ef mengunin hverfur ekki af sjálfdáðum. Þeir hafa þegar látið takmarka bílaumferð í borginni og látið taka eina milljón bíla úr umferð af þeim 3.3. milljónum sem þar fara daglega um. Samt er mettað skýið svo þykkt að sjónmál er aðeins nokkur hundruð metrar. Betur má ef duga skal þótt enn hafi ekki komið fram neinar tillögur um hvernig bæta megi úr. 

Ég legg til að Íslendingar bjargi þessu og bjóði Kínverjum aðstoð með aðferð sem eitt var notað til að plata þjóðina með þann 1. Apríl fyrir mörgum árum.

Þá var mengunin sögð svo slæm í London að ákveðið hefði verið að flytja hreint loft frá Íslandi til borgarinnar í risastórum belgjum sem lyfta mundi menguninni af borginni þegar því yrði sleppt þar. Sagt var að mikill floti flugvéla væri samankomin á Keflavíkurflugvelli til að ferja þessa loftbelgi yfir Atlandshafið. Auðvitað dreif að múg og margmenni til að sjá þetta fyrirbæri. En það var jú 1. Apríl eins og virðist vera alla daga um þessar mundir í Kína.

 

 


Fyrsta útvarpsviðtalið við The Beatles

Samkvæmt hinum virta Bítla skrifara Mark Lewisohn er eftirfarandi fyrsta útvarps-viðtal beatlesBítlanna.

Þegar að viðtalið fór fram voru Bítlarnir í förum á milli Liverpool og Hamborgar og Ringó Starr var svo nýr í bandinu að hann telur vist sína þar í vikum. Viðtalið er tekið skömmu efir að fyrsta lagið þeirra  'Love Me Do,' er sett í spilun og áður en 'Please Please Me' er fullgert.

Bítlarnir höfðu sem sagt aldrei upplifað að eiga lag í fyrsta sæti vesældarlistans þegar þetta viðtal er tekið en það var gert 28. Október 1962 í Hulme Hall í Port Sunlight, Wirral í Englandi.

Viðtalið er tekið fyrir Radio Clatterbridge, af  Monty Lister þáttastjórnanda og svo koma aukaspurningar frá  Malcolm Threadgill og Peter Smethurst. 

                                  
MONTY:Það er afar ánægjulegt að heilsa hér og nú rísandi Merseyside hljómsveit sem kallar sig Yhe Beatles. Ég þekki nöfn þeirra og bú ætla ég að gera mitt besta við að láta andlitin passa við þau. Þú ert John Lennon, er það ekki? 

JOHN: "Já , það er rétt."

MONTY:"Hvað gerir þú í hljómsveitinni, John?"

JOHN:"Ég spila á munnhörpu, ritma gítar og raddir. kalla þeir það ekki raddir?"

MONTY:"Svo er það Paul McCartney. Það ert þú?"

PAUL:"Jeh, það er ég, Jeh."

MONTY: "Og hvað gerir þú?"

PAUL:"Spila á bassagítar og uh... syng? ...Held ég! Svo segja þeir."

MONTY: "Það er fyrir utan röddun?"

PAUL: "Hérna...já , já."

MONTY:"Þá er það George Harrison."

GEORGE: "Komdu sæll"

MONTY: "Komdu sæll. Hvað gerir þú?"

GEORGE:"Uh, aðal gítaristi og svona söngur"

MONTY:"Sem aðalgítaristi ertu þá líka einskonar leiðtogi bandsins eða..?"

GEORGE:"Nei, nei, bara....Sjáðu til...hinn gítarinn spilar rithma, Ching, ching, ching, sjáðu til."

PAUL:"Hann spilar sólóin, sjáðu til.  John er reyndar talsmaður bandsins."

MONTY:"Og þarna einhversstaðar fyrir aftan, hér, eins og í hljómsveitinni þar sem hann gerir mikinn hávaða, Ringo Starr."

RINGO: "Halló."

MONTY: "Þú ert nýr í hópnum ekki svo  Ringo?"

RINGO:"Já, umm, níu vikna núna."

MONTY:"Varst með þegar 'Love Me Do' var hljóðritað?"

RINGO:"Já, ég er á plötunni. Ég er á skífunni".

(Hljómsveitin hlær)

RINGO: (Í skoplegum tón) "það er niðurritað, skaltu vita"

MONTY:"Hérna hmmm"

RINGO: "Ég er trommuleikarinn!"

(Hlátur)

MONTY: "Hvaða árásarvopn hefur þú þarna? Eru þetta trommukjuðar?"

RINGO: "Hérna. þetta eru....tvo prik sem ég fann. Ég er nýbúin að kaupa þau, því við erum, sjáðu til, að fara burt."

MONTY: "Þegar þú segist vera að fara burtu, leiðir það að annarri spurningu,. Hvert eruð þið að fara? "

RINGO:"Þýskalands. Hamborgar. Í tvær vikur."

MONTY: "Þið eruð þekktir þarna og búið að bóka ykkur ekki satt?"

RINGO: "Ja, strákarnir hafa verið þarna svo lítið, sjáðu til. Ég hef komið þarna með öðrum hljómsveitum, en þetta er í fyrsta sinn með Bítlunum."

MONTY:"Paul, segðu okkur.  Hvernig komust þið að í Þýskalandi"

PAUL: " Ja, það var gert í gegnum gamla umbann okkar."

(Hlátur)

PAUL:(hlær) "Við fórum þarna fyrst á vegum náunga sem var umbinn okkar. Hann heitir Hr. Allan Williams og sá líka um Jacaranda klúbbinn í Liverpool. Hann kom þessu sambandi á og við bara mættum á okkar..."

JOHN: "Gasi."

PAUL: "Gasi... (hlær)

JOHN: "...eins og þeir segja."

PAUL: "Eins og þeir segja, eftirá, veistu. Og við höfum bara verið að fara fram og til baka, fram og til baka."

MONTY: (undrandi) "Þið eruð sem sagt ekkert uppteknir?"

PAUL: "Ja, jú, eiginlega. Já. við höfum verið örfættir í öllu þessu stríði ."

(hlátur)

MONTY:"George, varstu alinn upp í Liverpool?"

GEORGE:"Já, hingað til."

MONTY: "Hvar?"

GEORGE:"Ja, borinn í  Wavertree og barnfæddur í Wavertree og Speke-- Þar sem flugvélarnar eru, þú veist."

MONTY: "Eruð þið þá allir 'Liverpool týpur?"

RINGO: "Já"

JOHN:"Uh... týpur, já."

PAUL:"Oh Jeh."

RINGO:"Liverpool-týpaðir Paul, þar."

MONTY:"Hérna, mér var sagt að þið hefðu verið í sama skóla og  Ron Wycherley..."

RINGO:"Ronald. Já."

MONTY:"...núna Billy Fury."

RINGO:"Í Saint Sylus."

MONTY: "Hvar?"

RINGO:"Saint Sylus."

JOHN: "Er það?"

RINGO:"Ekki var það Dingle Bay eins og þú sagðir í  Musical Express."

PAUL:"Nei, það var rangt. Saint Sylus skólinn."

MONTY:"Mig langar núna að kynna fyrir ykkur ungan plötusnúð. Hann heitir  Malcolm Threadgill og er sextán ára gamall. Ég er viss um að hann hefur áhuga á að spyrja spurninga frá sjónarhóli  táninganna.  

MALCOLM: "Mér skilst að þið hafið gert aðra hljóðritanir á undan þeim  þýsku?"

PAUL:"Jeh."

MALCOLM: "Hverjar voru þær?"

PAUL:"Ja, við gerðum ekki...Fyrsta var hljóðritun með náunga sem heitir Tony Sheridan. Við vorum allir að vinna í klúbb sem heitir Top Ten Club í Hamborg. Við hljóðrituðum með honum lag sem heitir 'My Bonnie,' sem náði fimmta sæti á þýska listanum.  

JOHN:"Ach tung!"

PAUL:(hlær) "En það náði ekki langt hér um slóðir, eins og þú veist. Þetta var ekki góð plata, en Þjóðverjunum líkaði svolítið við hana. Svo hljóðrituðum við ósungið lag sem var sett á markað í Frakklandi á plötu hjá Tony Sheridan sem  George og John sömdu sjálfir. það lag var ekki sett á markað hér. Ég fékk eitt eintak. það var allt og sumt. Það náði ekki langt.

MALCOLM:"Þið sömduð  'P.S. I Love You' og 'Love Me Do' sjálfir, ekki satt? Hver ykkar semur lögin?"

PAUL:"JA, ég og John. Við semjum lögin saman. Þetta er ...svona..Við skrifuðum undir samninga og hvað ætti að segja, sem mundi ....

JOHN: "Öllu er jafnt skipt."

PAUL:"jeh, -öllu jafnt skipt, höfundarréttur og svoleiðis, þannig að við semjum mest efnið saman.  George samdi ósungna lagið, eins og það er kallað. En aðallega eru það  John og ég. Við höfum samið yfir hundrað lög og við notum ekki helminginn af þeim, veistu. Það bara vildi þannig til að við útsettum 'Love Me Do' og spiluðum það fyrir hljóðritunargengið, ...og  'P.S. I Love You,' og uhh, Þeim virtist líka lögin, svo við hljóðrituðum þau."

MALCOLM:"Ætlið þið að hljóðrita meira af eigin efni?"

JOHN:"Ja, við hljóðrituðum annað lag eftir okkur á meðan við vorum þarna niðfrá, en því er ekki lokið enn. Svo, við munum taka það með okkur í næsta sinn og sjá hvernig þeim líkar við það þá. "

(löng þögn)

JOHN: (í gríni) "Jæja...Þetta er allt og sumt!"

(hlátur)

MONTY:"Mig langar að spyrja ykkur að því....og við erum að taka þetta upp hér í  Hume Hall, Port Sunlight-- Komuð þið nokkru sinni hingað áður enn þið urðuð frægir. Ég á við, þekkið þið þetta hverfi?

PAUL:"Ja, við spiluðum hérna,  uhh... Ég veit ekki hvað þú átt við með frægir,veistu?"

(hlátur)

PAUL:"Ef það er að vera frægur að komast á þýska vinsældarlistann, höfum við verið þar, við vorum hér fyrir tveimur mánuðum. Við höfum verið hér tvisvar, er það ekki."

JOHN:"Ég á ættingja hérna. Rock Ferry."

MONTY: "Er það?"

JOHN:"Já. Oh, beggja megin hafs, veistu."

PAUL:"Jeh, ég á ættingja í  Claughton Village-- Upton Road."

RINGO: (í gríni) "Ég á vin í  Birkenhead!"

(hlátur)

MONTY: "Ég vildi að ég ætti það."

GEORGE: (í gríni) "Ég þekki mann í  Chester!"

(hlátur)

MONTY:"Jæja, það er mjög hættulegt að segja svona. Það er geðveikrahæli hérna félagi.  Peter Smethurst er héðan og lýtur út fyrir að vera að springa af spurningum."

PETER:"Aðeins ein spurning sem mig langar að spyrja. Ég er viss um að allir eru að pæla í henni. Hvernig fannst ykkur að koma fram í fyrsta sinn í sjónvarpinu?

PAUL:"Ja, eins og það kann að hljóma undarlega, þá héldum við allir að við mundum verða skít nervusir. Allir sögðu, þið allt í einu, þegar þið sjáið myndavélarnar, gerið þið ykkur grein fyrir að tvær milljónir manna eru að horfa á ykkur, því tvær milljónir horfðu á þáttinn 'People And Places' sem við tókum þátt í ... heyrðum við seinna. En, svo skrýtið sem það er nú, föttuðum við það ekki. Við hugsuðum ekki um það einu sinni. Og það var miklu auðveldara að gera þennan sjónvarpsþátt en það er að spila í útvarpsþætti.  Það tekur samt á taugarnar, en það var mun auðveldara en útvarpið, vegna þess að í útvarpinu var fullur salur af áheyrendum. "

MONTY: "Finnst ykkur það taka á taugarnar það sem þið eruð að gera núna?"

(hlátur)

PAUL:(í gríni ) "jeh, Jeh."

MONTY:"Á  Cleaver Sjúkrahúsinu, viss plata í  Parlophone-- beðið er um aðalhliðina . Kannski að sjálfir Bítlarnir vilji segja okkur hvað kemur næst? "

PAUL:"Jeh. Jæja ég held að það verði 'Love Me Do.'"

JOHN:"Parlophone R4949."

(hlátur)

PAUL:"'Love Me Do.'"

MONTY:"Ég er viss um að svarið sem þeir vilja er  P.S. I love you!"

PAUL:"Jeh."

beatles-tittenhurst-last-photo-shoot-cowboy-hats-a

Þetta viðtal var umritað af audio flexi-diski og má finna á frummálinu í 1986 bók Mark Lewisohn' The Beatles Live'

Ef veitingahús störfuðu eins og Microsoft:

Stuttu áður en allt fór í klessu hér á blogginu sendi góðkunningi minn Davíð Kristjánsson á Selfossi mér þennan texta. Kannski hefur hann sé fyrir þessar hremmingar með diskastæðuna hjá blog.is?

Kúnni: Þjónn!
Þjónn: Góðan daginn, ég heiti Jón og ég er hér til að aðstoða þig. Er eitthvað vandamál á ferðinni?
Kúnni: Já, það er fluga í súpunni!
Þjónn: Ó, reyndu aftur. Kannski verður flugan ekki þá.
Kúnni: Jú, flugan er enn þarna!
Þjónn: Kannski er það hvernig þú ert að nota súpuna; reyndu að borða hana með gaffli.
Kúnni: Flugan er þarna enn!
Þjónn: Kannski er súpan ósamhæf við skálina. Hvernig skál notarðu?
Kúnni: súpuskál!!!
Þjónn: Kannski er það uppsetningarvandamál. Hvernig var skálin sett upp?
Kúnni: Þú komst með hana á bakka! Hvað hefur það að gera með fluguna?
Þjónn: Manstu allt sem þú gerðir áður en þú varðst var við fluguna?
Kúnni: Já, ég gekk inn, settist við þetta borð og pantaði súpu dagsins!
Þjónn: Einmitt - hefurðu hugleitt að uppfæra yfir í nýjustu súpu dagsins?
Kúnni: Eruð þið með margar súpur dagsins?
Þjónn: Já, elskan mín góða… þær breytast á klukkutíma fresti.
Kúnni: Nú - og hvernig súpa er súpa dagsins núna?
Þjónn: Það er tómatsúpa.
Kúnni: Fínt! Láttu mig fá tómatsúpu þá og reikninginn… ég er að verða of seinn.
(Þjónninn fer og kemur aftur með súpuskál og reikning)
Þjónn: Gjörðu svo vel - hér er súpa dagsins og reikningurinn.
Kúnni: En… þetta er uxahalasúpa?
Þjónn: Já, tómatsúpan var ekki tilbúin.
Kúnni: Jæja þá… ég er orðinn glorsoltinn. Ég held að ég geti borðað hvað sem er núna.
Kúnni: Þjóóóónn!!! Það er mýfluga í súpunni minni!!!

Reikningurinn:
Súpa dagsins: 500,- kr.
Uppfærsla á súpu dagsins 250,- kr.
Aðgangur að þjónustu og aðstoð 10.000,- kr.
Ath. Fluga í súpu dagsins er innifalin án sérstakrar gjaldtöku, en verður lagfærð í súpu dagsins á morgun


Konur með taugaveiki (Typhoid) lokaðar inni ævilangt í Bretlandi

25_typhoidmary_lglÞað koma upp mál hér í Bretlandi sem eru svo ÓTRÚleg að maður spyr sjálfan sig hvernig Bretar geta kallað sig velferðaríki og menningarþjóð.

Hvað eftir annað hafa heilbrigðisyfirvöld orðið uppvís að mistökum og aðgerðum sem einkennast af slíkri vanþekkingu að halda mætti að við værum að tala um þriðjaheims-land.

Nú hefur komið fram að allt frá byrjun síðustu aldar voru konur sem greindust með taugaveiki( TYPHOID) lokaðar inni í algjörri einangrun á geðsjúkrahúsi ævilangt.

Álitið er að flestar kvennanna  (þegar er búið að finna og nefna 27) hafi orðið geðveikar á einangruninni en þeim var sumum haldið föngnum í herbergjum sem ekki var stærra en 8 X 8 fet.

Engin þessara kvenna er enn á lífi. Það sem enginn skilur er að þessu var fram haldið þangað til að einangrunarherbergi voru almennt lögð niður á sjúkrahúsum landsins í byrjun tíunda áratugarins. Frá þessu greindi fréttasofa BBC en í gærkveldi var sýndur heimildaþáttur um málið þar á bæ. Sjá http://news.bbc.co.uk/1/hi/programmes/newsnight/7530133.stm


Hið undarlega mál varðandi morðin á albínóum í Tansaníu

albino Í Tansaníu var tilkynnt  í gærkveldi um eitt  morðið enn á einum af albínóum landsins. Að þessu sinni réðist hópur manna inn á heimili mannsins og hjó af honum fætur og kynfæri  með sveðju.  Á þessu ári hafa 26 albínóar horfið eða verið drepnir í Afríkulandinu Tansananíu. Albínóar saka nú stjórnvöld um að gera ekkert í málinu þótt augljóst sé að þeir séu í bráðri hættu en í landinu eru meira en 8000 albínóar skráðir.

Eftir því sem næst verður komist tengjast þessi hvörf og morð hjátrú alþýðufólks sem trúir því að albínóar séu einskonar andaverur. Seiðmenn ala sumir hverjir á þessum hindurvitnum og eru grunaðir um að eiga þátt í hvarfi þeirra.

Þeir telja fólki trú um að með líkmashlutum úr albínóa sé hægt að gera fólk ríkt og auka velgengi þess á allan hátt. - Kennari einn í borginni Arusha var handtekinn fyrir skömmu fyrir að drepa eigið barn sem var albínói. Nýlega hafa fundist fjögur lík af albínóum og eitt þeirra hafði verið sundurlimað. -

Gamlar rauðeygðar konur hafa verið drepnar í þessum hluta Tansaníu grunaðar um galdra en þetta er í fyrsta sinn sem albínóar hafa verið notaðir til fórna, að sögn talsmanns albínóa.

witch_crafts

Albínóar í  Tansaníu eiga við mikil heilbrigðisvandmál að stríða og húðkrabbamein er afar algengt meðal þeirra.

Við höfum gert ýmislegt til að vernda albínóana segir inniríkisráðherra landsins Lawrence Marsha.

"Við höfum gengið svo langt að skrá alla sem stunda lækningar í landinu og vinsa úr þeim skottulæknana og greina þá frá þeim sem stunda raunverulegar lækningar. " sagði hann.

"Við höfum gert okkar besta til að mennta alþýðuna um hætturnar sem leynast hvarvetna og við höfum reynt að kenna albínóunum að verja sig. "

 



Ebony Venus

Josephine_Baker_4Löngu áður en Sydney Poitier og kvikmyndin Liljuakurinn (1963) sem skaut honum upp á stjörnuhimininn náði hilli heimsins eða Bill Cosby og Ég Njósnari (1965),varð að fyrirmynd blökkumana í USA,   kom fram þeldökk ofur-stjarna sem gerði meira fyrir réttindabaráttu blökkumanna í vesturheimi en þeir báðir til samans að mínu mati, þótt hún hafi síðan fallið í skugga þeirra. Sá fjöldi sem nú er til af  þeldökkum kvikmyndastjörnum, tónlistarfólki og ofur-fyrirsætum á þessari konu mikið að þakka, því hún var sannur brautryðjandi og lagði réttindabarrátu þeldökkra óspart lið á sínum tíma.

Baker_Banana_2Faðerni hennar er umdeilt, en hún fæddist 3. Júní  árið 1906 í borginni St. Louis í Alabama fylki í Bandaríkjunum. Henni var gefið nafnið Freda Josephine McDonald. Eftirnanfnið  fékk hún frá móður sinni Carrie McDonald. Carrie hafði verið ættleidd af Richard og Elvira McDonald sem bæði voru fyrrverandi þrælar.

Seinna á ferli sínum varð Josephine þekkt undir nöfnunum "Svarta perlan", Kreóla-Gyðjan" "Ebony Venus" eða einfaldlega "La Baker" þar sem hún starfaði mest í frönskumælandi löndum. Hún varð fyrsta konan af afrísk-amerískum ættum til að fá aðalhlutverk í kvikmynd. En frægust varð hún fyrir söng og danssýningar sínar og fólk kepptist um að sjá og heyra í París og hvar sem hún fór um heiminn.

Josephine hætti í skóla þegar hún var 12 ára og fór þess í stað að vinna fyrir sér með dansi á götum úti. Leið hennar lá með sýningarhópi til New York og þar komst hún að sem aukamanneskja í helstu svörtu söngleikjum þeirra tíma.

Árið 1925 hélt hún til Parísar og varð þar strax fræg fyrir að koma fram í  Théatre des Champs-Élysées þar sem hún dansaði erótískan dans að mestu nakin. Þetta var á sama tíma og Exposition des Arts Décoratifs sýningin var haldin í París sú er gaf okkur sérheitið Art Deco og í kjölfar hennar vaknaði mikill áhugi fyrir frumbyggjalist hverskonar, þ.á.m. afrískri. Að þessum áhuga féllu sýningar Josephine fullkomlega.

baker hlebÁ sýningum sínum hafði Josephine oft með sér demantaskreytt Blettatígur sem hún kallaði Chiquita. Fyrir kom að dýrið slapp frá henni og olli miklum usla meðal hljómsveitarmeðlimanna fyrir neðan sviðið.

Það leið ekki á löngu þangað til hún var langvinsælasti erlendi skemmtikrafturinn í París þótt heima fyrir hefði hún ætíð þurft að líða fyrir hörundslit sinn og ætterni.

Skáldið og kvennamaðurinn Ernest Hemingway  kallaði hana " ...frábærasta kvenmann sem nokkru sinni verður augum litinn" .Hún lék í þremur kvikmyndum hinni þöglu Siren of the Tropics  (1927), Zouzou (1934) og  Princesse Tamtam (1935).

Lag hennar  "J'ai deux amours" (1931) varð feykivinsælt og hún varð eftirsótt fyriræta af listamönnum á borð við Langston Hughes,  Ernest Hemingway,  F. Scott Fitzgerald,  Pablo Picasso,  og  Christian Dior.

Hún var svo vinsæl að jafnvelþegar a Nasistar tóku Frakkland hikuðu þeir við að vinna henni mein. Hún notaði tækifærið og aðstoðaði neðanjarðarhreyfinguna við að smygla skjölum yfir til Portúgals. Hún var seinna heiðruð með Croix de Guerre og Légion d'Honneur  orðunum af Charles de Gaulle, yfirhershöfðingja.

Þrátt fyrir vinsældir hennar í Frakklandi náði hún aldrei sömu hæðum í Bandaríkjunum. Þegar hún heimsótti föðurland sitt 1936 til að leika Ziegfeld Follies  kolféll sýningin. Eitt sinn var hún stödd í matarboði og talaði þar jöfnum höndum frönsku og ensku með frönskum hreim. Þeldökk þjónustustúlka snéri sér að henni og sagði. "Honey, you is full of shit. Speak the way yo' mouth was born."  Josephine lét reka hana.

Josephine_Baker_1950Hún fékk slæma dóma fyrir sýningar sínar í Bandaríkjunum og  New York Times gekk svo langt að kalla hana "negrakellingu". 1937 fór Baker til baka til Parísar, gifti sig þar Frakka að nafni Jean Lion, og sótti um franskan ríkisborgararétt sem hún fékk.

Hún neitaði að sýna hvar þar sem svartir og hvítir áhorfendur voru aðskildir eða svartir voru bannaðir eins og tíðkaðist víða í "fínni"  klúbbum. Mótmæli hennar urðu til m.a. að reglum um aðskilnað í Las Vegas í Nevada var breytt.

Árið 1951, sakað Baker,  Sherman Billingsley í Stork Clúbbinum í New York um kynþáttafordóma eftir að henni var neitað þar um þjónustu. Hin virta leikkona Grace Kelly sem var þar viðstödd hraðaði sér til hennar, tók í hendi hennar og sagðist aldrei mundu koma þar aftur, sem hún og efndi. Upp frá þessu atviki urðu þær góðar vinkonur og seinna þegar Baker var nær því gjaldþrota, kom Grace sem þá hafði gift sig Rainer Prins af Mónakó.  

Baker starfaði talvert með og fyrir samtök blökkumanna í Bandaríkjunum. Hún hélt m.a. ræðu á frægri útisamkomu í Washington árið 1963 þar sem hún, íklædd "Frjálst Frakkland" einkennisbúningi sínum með orðurnar sínar á brjóstinu, var eini kvenkyns ræðumaður mótmælafundarins. Eftir morðið á Martin Luther King bað ekkja hans Coretta Scott, Baker um að taka að sér formennsku í hreyfingunni. Hún hafnað því boði eftir nokkra umhugsun á þeirri forsendu að börnin hennar væru of ung til að missa móður sína.  

Árið 1966 var henni boðið af  Fidel Castro að halda sýningu á Teatro Musical de La Habana  í Havana á Kúbu. Sýning hennar þar setti aðsóknarmet sem enn hefur ekki verið slegið.   

Árið 1973, fékk Josephine Baker loks verðugar móttökur í Bandaríkjunum þegar hún opnaði sýningu sína í Carnegie Hall.

Allar götur eftir að jafnréttisbaráttan hófst fyrir alvöru í Bandaríkjunum, studdi Josephine málstað svartra. Hún mótmælti á sinn hátt með því að ættleiða tólf börn af mismunandi kynþáttum og kallaði fjölskyldu sína Regnboga ættbálkinn

baker01Börn hennar voru  Akio (sonur frá Kóreu), Janot (sonur frá Japan), Luis (sonur frá Kólumbíu), Jarry (sonur frá Finnlandi), Jean-Claude (sonur frá Kanada), Moïse (sonur af ættum franskra gyðinga), Brahim (sonur frá Alsýr), Marianne (dóttir frá Frakklandi ), Koffi (sonur frá Fílabeinsströndinni), Mara (sonur frá Venesúela), Noël (sonur frá Frakklandi ) og Stellina (dóttir frá Morkakó)

Um tíma bjó öll fjölskyldan saman í stórum kastala, Chateau de Milandes í Dordogne í Frakklandi. Baker fæddi sjálf aðeins eitt barn, sem þó fæddist andvana árið 1941.

Eiginmenn hennar voru fjórir en vafi leikur hvort hún giftist þeim öllu á löglegan hátt.

 

  • Willie Wells (1919)
  • William Howard Baker (1920-23)
  • Jean Lion (1937-38)
  • Jo Bouillon (hljómsveitarstjóri, 1947-57)

Þann 9. Apríl árið 1975 var haldin í París mikil hátíð þar sem Josephine Baker hélt upp á 50 ára starfsafmæli sitt. Meðal gesta á opnunarsýningin sem var kostuð af Rainier Prins, Grace Kelly og Jacqueline Kennedy Onassis, í yfirfullum sal í Bobino í París, voru fyrir utan kostendurnar, Sophia Loren, Mick Jagger, Shirley Bassey, Diana Ross og LIza Minnelli.

Tveimur dögum seinna fannst Josephine meðvitundarlaus liggjandi á sófa sínum í dagstofu heimilis síns í París með Dagblað í kjöltunni sem var fullt af lofsamlegum greinum um sýningu hennar. Hún hafði fallið í dá eftir heilablóðfall og lést á sjúkrahúsi 12. Apríl 1975, sextíu og átta ára að aldri 

Í þessari grein er stiklað á stóru um feril og ævi Josaphine Baker. Heimildir eru m.a. fengnar af ýmsum vefsíðum sem finna má um hana ekki hvað síst héðan og héðan


Þeldökkur forsetaframbjóðandi í Bandaríkjunum á síðustu öld

Dizzy-Gillespie-and-Ella-Fitzgerald-at-Paradise-Detroit-1947-Print-C12158443 Mikið er látið með þá staðreynd að Barack Obama sé fyrsti svarti maðurinn sem nær að tryggja sér útnefningu sem forsetaefni í Bandaríkjunum. Í öllu fjölmiðlafárinu gleymist að hann er alls ekki fyrsti þeldökki maðurinn til að gefa kost á sér til embættisins þótt ekki hafi fylgt útnefning annars af stærstu stjórnmálaflokkunum. Fyrsti þeldökki maðurinn sem það gerði og eitthvað kvað að, var vafalaust djass-snillingurinn Dizzy Gillespie.

Fyrri hluti sjöunda ártugarins voru miklir róstur tímar í sögu Bandaríkjanna. Svartir menn og konur reyndu að varpa af sér oki aldanna og ná fram almennu jafnrétti. Árið 1964 boðaði Dizzy Gillespie, sem þegar var orðinn heimsfrægur sem upphafsmaður Bebops Jass, að hann gæfi kost á sér til forsetaembættisins. Framboðið var vitaskuld sjálfstætt en vakti samt mikla athygli, umtalvert meiri en þau hundruðin fá, sem jafnan bjóða sig fram við hverjar forsetakosningar.

Megin andstæðingar Dizzy voru  Lyndon Johnson fyrir Demókrata og Barry Goldwater fyrir Repúblikana.

Dizzy lofaði því að ef hann næði kosningu mundi hann endurnefna "Hvíta húsið" "Blues-Húsið", hann mundi útnefna Ray Charles Yfirbókasafnsvörð Þingsins, Miles Davis að yfirmanni CIA og gera sjálfan Malcom X að dómsmálaráðherra. Varaforsetaefni hans yrði Phyllis Diller grínisti og forsetaritari sjálfur Duke Ellington.  Eins og sjá má var framboðið hálfgert grín, en öllu gríni fylgir nokkur alvara. Dizzy gaf út plötu í tilefni framboðsins og breytti einu af sínu kunnasta lagi  "Salt Peanuts" í kosningasöng.

Dizzy var ótvírætt einn af merkustu tónlistarmönnum Bandaríkjanna á síðustu öld. Hann var eins og fyrr er getið upphafsmaður Bebop-djassins og mótandi nútíma djass í félagi við Charly Parker, Jelly Roll Morton og Roy Eldridge.  DizzyDizzy spilaði á trompet og var auðþekktur fyrir íkonískt 45 gráðu beygjuna á því, þannig að hornið stóð beint út í loftið. Sagan segir að trompetið hans hafi orðið fyrir hnjaski á tónleikaferðalagi 1953 og upp frá því hafi Dzzy heillast af hljóminum og ekki viljað sjá annað eftir það.

 

dizzy1Dizzy Gillespie gerðist Bahá'í árið 1970 og var einn þekktasti áhangandi þeirrar trúar. Ég var svo heppinn að kynnast Dizzy aðeins þegar hann kom til Íslands og hélt tónleika fyrir fullu húsi í Háskólabíó 1984 að mig minnir. Ég kunni aldrei að meta djass og langt fram eftir æfi þoldi ég ekki nema léttustu útgáfur hans. Að hitta Dizzy breytti þar litlu um, en það var samt skemmtilegt að hitta þennan mikla tónlistarmann og sjá hann þenja út gúlinn eins og blöðruselur, nokkuð sem engin hefur leikið eftir honum fyrr eða síðar.

Síðustu tónleikar Dizzy voru áætlaðir í Carnegie Hall í New York 1992. Um sama leiti komu Bahaiar hvaðanæva að úr heiminum saman í borginni til að minnast þess að hundrað ár voru liðin frá andláti stofnanda trúarinnar Bahá´u´lláh. Tónleikarnir voru í tilefni 75 ára afmælis Dizzy og framlag hans til minningarhátíðarinnar. Meðal þeirra sem prýddu hljómsveit hans voru Jon Faddis, Marvin "Doc" Holladay, James Moody, Paquito D´Rivera, Mike Longo Tríóið, Ben Brown og Mickey Roker. Því  miður tókst Dizzy ekki að taka þátt í tónleikunum þar sem hann lá fyrir dauðanum af völdum Krabbameins. Í gagnrýni um tónleikana var m.a þetta sagt;

"En hver tónlistarmannanna lék af hjartans list fyrir hann, vitandi að hann mundi aldrei leika aftur. Hver þeirra minntist vinar síns, þessarar stóru sálar og mikla frömuðar á svið djass tónlistarinnar"

 


Vinsælasti bloggari í heimi

Ég hef látið það vera fram að þessu að blogga um blogg eða aðra bloggara. Ég blogga heldur aldrei um fréttir enda fullt af kláru fólki í þeim bransa. En til að setja okkur íslenska bloggara í samhengi við það sem best gerist "út í heimi" langar mig að segja frá vinsælasta bloggaranum í veröldinni samkvæmt Heimsmetabók Guinness.

kamiji Hann heitir Yusike Kamiji og bloggar á Japönsku en þrátt fyrir það verð ég að viðurkenna að ég átta mig ekki alveg á hvers eðlis aðdráttaraflið er, en Þið getið dæmt um það fyrir ykkur sjálf hér.

Tölurnar sem tengdar eru blogginu hans eru hreint ótrúlegar og komu honum í heimsmetabókina. 

Flestar heimsóknir á dag; 230.755

Flettingar á dag; 5-6 millj. að meðaltali, komst hæst í 13.171.039 þann 12 Apríl s.l.

Þann 17. Apríl fékk hann 56.061 athugasemdir við eina færsluna.

Víst er að Japan sker sig úr mörgum löndum hvað varðar notkun bloggsins. Sjónvarpsstjörnur nota bloggið til að auglýsa þættina sína og framkomur í spjallþáttum o.s.f.r. Svo nota þeir tækifærin þegar þau gefast í sjónvarpinu til að minnast á bloggin sín. 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband