Himnafestingin

MjólkurvegurinnÍ gærkvöldi var stjörnubjart hér um slóðir og ég eyddi dágóðum tíma í að góna upp á himnafestinguna og reyndi að rifja upp og átta mig á hvaða nöfn hafa verið gefin staka ljósdepli í gegnum tíðina.

Vetrarbrautin sem vel var sýnileg eins og slæða eftir há-himninum fékk mig til að hugleiða þetta íslenska nafn stjörnuþokunnar sem sólkerfið okkar tilheyrir; VETRARBRAUT. 

Það heiti ku vera komið úr sænsku (Vintergatan) en gæti hæglega hafa verið samnorrænt hér áður fyrr. Skýringin á nafninu er sögð sú að Skandinavíubúar hafi reiknað út komu vetrar frá stöðu stjarnanna sem kann vel að vera satt.

Mér finnst samt líklegra að nafnið komi af því að stjörnuþokan er einfaldlega miklu sýnilegri á vetrarnóttum en um bjartar sumarnætur norðurslóða.

Hera og HerakleasÁ ensku heitir stjörnuþokan "The milky Way" (bókstaflega þýtt Mjólkurvegurinn) sem er þýðing á gríska hugtakinu Galaxias eða Galaxy (Mjólkurhringurinn) en það tengist grískri goðsögn. Seifur átti Herakles með Alkmene, mennskri konu. Seifur lætur Herakles sjúga brjóst Heru konu sinnar á nóttum þá hún svaf til að sveininn fengi guðlega eiginleika. Hera vaknar og ýtir Heraklesi af brjóstinu. Við það flæddi brjóstamjólk hennar út í alheiminn og úr varð Mjólkurvegurinn. 

Það var rithöfundurinn og fjölfræðingurinn  Geoffrey Chaucerninn (1343-1400) sem fyrstur notar enska heitið á prenti.

800px-Mostra_Olearie_-_sistro_1010384Það voru reyndar fleiri þjóðir en Grikkir sem settu himnafestinguna í samband við mjólk því Egyptar trúðu því að hún væri mjólkurpollur úr kýrgyðjunni Bat sem seinna rann saman við gyðjuna Hathor sem sögð var dóttir Ra og Nut.

Bat átti hljóðfæri sem nefnt var "sistrum" og þegar að hún rann saman Haf-þóru (Hwt-Hor) fékk Haf-Þóra hlutverk tónlistargyðju einnig. Sistrum  (sjá mynd) varð í tímanna rás að hálsmeni og verndargrip sem ég hef oft séð um hálsinn á íslenskum ungmennum heima á Fróni. Líkt og þegar Loki stal Brísingameni Freyju  var sistrum rænt af gyðjunni Haf-Þóru sem hún og endurheimti að lokum.

254px-Hathor_svgÞá segir í norrænni goðafræði frá kúnni Auðhumlu sem ís og eldar, auðn og gnótt Niflheims og Múspelsheims skópu.  Auðhumla var móðir fyrsta guðsins Búra og frá henni runnu 4 mjólkurár. Hún nærði einnig þursinn Ými en úr höfði hans var himnahvelfingin gerð.

Á öllum tungumálum þar sem nafn stjörnuþokunnar er ekki þýtt beint úr latínu (Via Lactea=Mjólkurvegurinn) á heiti hennar rætur sínar að rekja til fornra goðsagna. Sumar þeirra eru afar skemmtilegar og ég læt hér fylgja með nokkur sýnishorn.

Ungverjar kalla himnafestinguna "Veg stríðsmannsins" eða Hadak Útja. Eftir honum átti Ksaba, hinn goðsagnakenndi sonur Atla Húnakonungs að kom ríðandi væri Ungverjum ógnað.

Finnar voru svo glöggir, að löngu áður en vísindamönnum tókst að sanna það, vissu þeir að farfuglar nota himintunglin til að rata milli hvela jarðarinnar. Þeir kalla stjörnuþokuna Linnunrata sem þýðir "Stígur fuglanna".

Cherokee Indíánar í Norður Ameríku kalla Vetrarbrautina Gili Ulisvsdanvyi. Sagan segir að hundur einn hafi stolið maís korni og verið hrakinn með það á braut. Hann hljóp í norður og missti niður allt kornið smá saman á leiðinni. Úr varð hið tilkomumikla nafn fyrir himnafestinguna "Leiðin sem hundurinn hljóp í burtu".

Satt að segja minnir nafngift Cherokee indíánanna á goðsögnina frá  Armeníu. Í henni er það guðinn Vahag sem stelur, einn kaldan vetur, stráum frá Barsham konungi Assýríu og flytur það til Armeníu. Hann flýði með stráin um himnaveginn og tapaði nokkru af stráunum á leiðinni. Nafnið á stjörnuþokunni okkar er því "Stráþjófsleiðin".


Fædd tveimur dögum eftir dauða móður sinnar

barn og faðirFyrrum skautastjarna  í Bretlandi fæddi barn tveimur dögum eftir að hún hafði verið úrskurðuð látin af völdum heilablóðfalls.

Jayne Soliman var úrskurðuð heiladauð en hjarta hennar var haldið gangandi þar til að hægt var að bjarga dóttur hennar Ayu (þýðir kraftaverk á kórísku) með keisaraskurði.

Jayne sem var 41. árs þegar hún lést, var komin 25 vikur á leið þegar hún fékk heilablóðfall á heimili sínu á Englandi.

Henni var flogið til  John Radcliffe sjúkrahússins í Oxford þann 7. janúar. Dóttir hennar kom í heiminn tveimur dögum seinna og vó þá um eitt kíló.

Fyrstu 48 tímana var dælt  í lungu hennar miklu magni af sterum til að hjálpa þeim að þroskast.

Faðirinn  Mahmoud Soliman, var viðstaddur fæðinguna.

Útför móðurinnar Jayne Soliman fór fram á laugardaginn s.l. að viðstöddu fjölmenni.

Soliman, áður Jayne Campbell, var Bretlandsmeistari í frjálsum skautadansi árið 1989 og var þá talin sú sjöunda besta í heiminum. 

 


Bullað við börnin

bambiBíum bíum bamba. Hvað er það?  Fékk aldrei viðhlítandi skýringu á því svo við krakkarnir bjuggum til okkar eigin. Eftir að teiknimyndin um Bamba frá Disney kom út sungum við hástöfum;

Bíum bíum Bamba út, böðum hann í aur og grút.

Adam átti syni sjö...Hvaðan er sú tala fengin? Í biblíasögunum lærði maður að þeir hefðu verið þrír Kain, Abel og Set og kannski fleiri. En það er hvergi talað um sjö. Kannski kom sú viska frá sama stað og "Jólasveinar einn og átta" þegar allir vita að þeir eru þrettán???

Hún er svo mikil dúlla, var oft sagt um systur mínar.  Hvað er dúlla... nákvæmlega? Ég þekkti reyndar konu sem var kölluð Dúlla og hún var ekkert sérstaklega sæt. Alla vega fundust mér systur mínar ekki vera neitt líkar henni.

Fyrst var bara notað "hókus pókus" í öllum galdatrikkum en svo var farið að nota eitthvað miklu skuggalegra eða "fí fa fó"og það var sko alvöru. En hvaðan kemur sá seiður?

Íslensk börnHvers vegna kitlar fólk ungabörn undir hökuna og segir "gúdjí gúdjí"? Hvað er það? Og þegar þeim er lyft upp er sagt "obsasí"???? Stundum hélt maður að fullorðið fólk kynni hreint ekki að tala eins nátttröllin í þjóðsögunum. Það var nógu erfitt að skilja setningar eins og ; "Snör mín en snarpa" , en hvað í ósköpunum er; dillidó og korriró???? Það var aldrei útskýrt.

Og hvernig getur fólk orðið alveg "gaga" og hvers vegna er talað um "húllumhæ" þegar eldra fólk er að skemmta sér en "hopp og hí" hjá krökkum og hvað er eiginlega hvorutveggja?

Svo var fólk alltaf að gera eitthvað með "kurt og pí". Eru það kannski Þýskur leikari og japanskur keisari? Og hvað hefur eiginlega "lon og don" að gera með sjónvarpsgláp?

Hvernig átti að skilja setningu eins og þessa og sögð var af einhleypri frænku minni eitt sinn; "Æ þetta var óttalegt frat. Hann mætti þarna á þetta húllum hæ alveg gaga, tuðaði lon og don í mér að dansa en kvaddi svo bara með kurt og pí og fór".

Þegar talið var saman í leiki og allir voru búnir að reikna út á svipstundu hverjir mundu lenda saman ef notast var við hina einföldu úr-talningarromsu "Ugla sat á kvisti" og sú niðurstaða þótti með öllu óásættanleg, var brugðið á það ráð að nota "Úllen dúllen doff" Allir réttu fram hendurnar og síðan lamdi úrteljarinn á kreppta hnefana og fór með romsuna;

Úllen dúllen doff
kikke lane koff
koffe lane bikke bane
úllen dúllen doff

 

Hvaðan þessi ósköp komu var aldrei útskýrt og einhverjar hálfkaraðar kenningar um að hér sé á ferðinni afbökum á latneskri talnaröð finnast mér frekar langsóttar.

pianos3Ekki tók betra við þegar manni var kennt það sem kallað var "Gamli Nói" upp á Grænlensku. Ég lærði það svona en þetta er örugglega til í hundrað útgáfum.

Atti katti nóva

atti katti nóva

emisa demisa

dollaramissa dei.

Seta kola missa radó

Seta kolla missa radó

Atti kati nóva

atti katti nóva

Emisa, demisa,

dollaramissa dei.

Það trúðu allir því eins og nýju neti að þetta væri alvöru Grænlenska. Rannveig og Krummi í Stundinni okkar eiga þetta sko á samviskunni, en þau gerðu þetta vinsælt.

Upprunalegi textinn kemur frá Þýskalandi  og á að vera saga af Eskimóafjölskyldu sem fer á hvalveiðar. Hann hljómar svona ;

Atte katte nuwa, atte katte nuwa,
emi sademi sadula misa de.
Hexa kola misa woate, hexa kola misa woate.
Atte katte nuwa, atte katte nuwa,
emi sademi sadula misa de.

 

Danska útgáfan er engu minna bull og hljómar svona;

 

Ake take noa, ake take noa,
hej missa dej missa dulla missa dej.
Hexa missa dulla våhda, hexa missa dulla våhda.
Ake take noa, ake take noa,
hej missa dej missa dulla missa dej.

 

Mér þótti gaman að læra vísur, ekki hvað síst ef þær voru eftir "gaga" kalla eins og æra Tobba.

Þambara vambara þræsingssprettir
því eru hér svo margir kettir?
Agara gagara úra rænum
illt er að hafa þá marga á bænum

En hvað þýða feitletruðu orðin??? Og hvenær varð "Þræsingssprettir" að "þeysingssprettir" og "úra rænum" að "yndisgrænum" eins og margir syngja vísuna í dag og halda það hljómi eitthvað skinsamlegra.

PS: Ég gleymdi alveg; "Upp á stól stendur mín kanna"??? Ekki "Upp á hól stend ég og kanna" sem gæti hljómað nokkurn veginn rökrétt sé einhver að gá til veðurs. Nei, það sem er mikilvægt hér er að uppá stólnum stendur kannann svo litlir guttar eins og ég sem allt af voru á þeytingi gætu haft áhyggjur af því hvað mundi gerast ef hún dytti af stólnum og splundraðist í þúsund mola.


Mánatré

roosaportraitÉg veit að þetta kann að hljóma eins og hver önnur flökkudsaga en þetta er dagsatt og margstaðfest þótt ótrúlegt kunni að virðast.

31. janúar 1971 þegar að Alan Shepard og Edgar Mitchell lentu á tunglinu á tunglferju Appolo 14. sat Stuart Roosa þriðji geimfarinn í þessari sögulegu ferð um borð í geimfarinu sjálfu á sporbraut um mánann með 500 tréfræ í vasanum.

Roosa hafði áður unnið sem "reykstökkvari" fyrir bandarísku Skógaþjónustuna og þegar geimförunum var gefið leyfi til þess að taka með sér nokkra persónulega muni í ferðina, ákvað hann að taka með sér fræ af algengum trjátegundum sem vaxa í Norður Ameríku. (Þeir sem kunna betur skil á heiti trjáa á íslensku mega gjarnan þýða þessi trjáheiti fyrir  mig. Loblolly pine, sycamore, sweetgum, redwood, og Douglas fir.)

CyprusTreeLargeViewEftir heimkomuna fól Roosa Skógaþjónustunni að gróðursetja fræin víðs vegar um Bandaríkin sem þeir og gerðu og tókst að koma á legg a.m.k. 450 græðlingum. Þau voru nefnd Mánatré.

Sumum þeirra var plantað á vel þektum stöðum eins og Washington Square í Philadelphíu, Valley Forge og einnig við allmarga háskóla og NASA útibú. En saga þeirra féll fljótt í gleymsku.

 Allt fram að árinu 2000 þekktu afar fáir sögu Mánatrjánna. En loks rankað einhver hjá umræddri Skógaþjónustu við sér með að ekki var til nein skrá yfir staðsetningu þessara trjáa. Hafist var handa við að leita að þeim og merkja þau sérstaklega.

Mörg trjáana voru þá dauð en önnur fundust ekki. Alls tókst samt að finna 20 af þessum  trjám sem lifðu góðu lífi vítt, breytt um Bandaríkin.


Ókurteisi prinsinn

FYRSTI APRÍL !

princecharles_l

SKÁL Í BOÐINU Tounge-

EKKI KOMA UPP UM GABBIÐ Í ATHUGASEMDUM FORSÍÐUNNI SAMT Grin. ATHUGASEMDIR VELKOMNAR HÉR FYRIR NEÐAN.


Saga af fíl og ungum dreng

Daníel Harper ólst upp í Suður Afríku. Hann ferðaðist víða um Afríkulönd með föður sínum sem var mikill áhugamaður um fiðrildi og safnaði þeim. Dag einn þegar Daníel var 11 ára var hann staddur við fljót í Rhodesíu þar sem nú heitir Zimbabwe. Þar sem hann gekk fram á fílskálf sem orðið hafði viðskila við hjörð sína. Kálfurinn var illa haldin þar sem hann lá út af við fljótið, því út úr hægri fæti hans stóð nokkuð stór tréflís.

FíllDaníel tók vasahnífinn sinn og hóf að grafa flísina út úr fæti fílsins sem  greinilega hafði setið þarna nokkurn tíma. Fílskálfurinn var greinilega of máttfarinn til að veita neina mótspyrnu, alla vega bærði hann varla á sér. Loks tóks Daniel að losa flísina og hreynsa sárið að mestu.

Þegar að Daníel hafði gert það sem hann gat settist hann niður við hlið kálfsins sem mændi á hann nokkra stund þar sem hann lá en lokaði svo augunum eins og hann vildi sofna.

Daginn eftir þegar Daníel vitjaði fílsins var hann horfinn.

Þegar Daníel Harper varð fullorðinn gerðist hann blaðaljósmyndari. Hann ferðaðist víða um lönd og tók myndir á átakasvæðum heimsins og komst oft í hann krappann. Þrítugur varð hann fyrir byssukúlu sem laskaði á honum hægri fótinn. Daníel náði sér að fullu en ákvað eftir það að taka sér frí og ferðaðist þá til Chicagoborgar í Bandaríkjunum.

Þar heimsótti hann hinn stóra og vinsæla dýragarð borgarinnar. Þegar hann kom að gerðinu þar sem  fílarnir voru geymdir, tók einn þeirra strax á rás í áttina til hans. Þetta var fullorðin karlfíll sem lyfti rananum á hlaupunum og orgaði hátt. Þegar hann kom að sterklegu grindverkinu hóf hann að stappa niður hægri fæti og áfram gengu drunurnar út um ranann.

elefant1Daníel horfði á fílinn og hugsaði með sér hvort það gæti verið að þarna væri kominn fílskálfurinn sem hann hafði hjálpað fyrir næstum tuttugu árum áður inn í myrkviðum Afríku. Fíllinn hélt áfram að stappa niður hægri fæti, mæna á hann og baula eins og hann vildi segja honum eitthvað. Því lengur sem Daníel hugsaði um atvikið því sannfærðari varð hann. -

Að lokum stóðst Daníel ekki lengur mátið og tók undir sig stökk. Í einu vetfangi var hann kominn yfir girðinguna og nálgaðist nú fílinn alls óhræddur. Um leið og hann lenti hætti fíllin að öskra en teygði upp ranann eins og hann væri að heilsa gömlum vini. Daníel gekk að honum og fíllinn vafði rananum um mitti hans, hóf hann á loft og lamdi honum margsinnis af heljar-afli utan í grindverkið.

Í dag er uppáhalds fæða Daníels rauðrófusafi sem hann drekkur í gegnum sogrör á sjúkrahúsinu þar sem hann er vistaður.


Mjólk

chaplinÞegar að ungabörn með exem og ofnæmi sjúga í sig móðurmjólkina eftir að móðirin hefur hlegið hressilega, sýna þau miklu minni ofnæmis-viðbrögð við rykmaurum og latexi.

Þetta eru niðurstöður rannsókna lækna við  Moriguchi-Keijinai sjúkrahúsið í  Osaka, Japan.

Til að framkalla hlátur hjá mæðrunum notuðu læknarnir kvikmyndina "Nútíminn" (Modern Times,) með Charlie Chaplin. Mæður í samanburðahópnum horfðu á veðurfréttirnar.

Brjóstamjólk þeirra sem horfðu á Chaplin hafði talsvert meira af melatonin, sem virðist draga úr ofnæmiseinkennum ungbarna.

Í hverjum hópi voru 24 mæður og 24 ungbörn. Sumum spurningum er þó enn ósvarað og sú mikilvægasta er hvort japönskum mæðrum þykji  Charlie Chaplin virkilega fyndinn?

Kannski var það alls ekki skop Chaplíns sem olli þessum áhrifum heldur hvernig myndin lýsir á áhrifaríkan hátt streði almennings gegn afmennsku áhrifum og stofnunum fyrstu tíma vélvæðingar....bla bla bla

einst_chapÁrið 1931 var Albert Einstein ásamt eiginkonu sinni í heimsókn í Hollywood.  Þá bauð Charlie Chaplin honum til einkasýningar á nýrri kvikmynd sinni Borgarljós (City Lights.)Þegar þeir óku um götur borgarinnar stoppaði fólk og veifaði til þeirra og hrópaði húrra fyrir þeim.  Chaplin snéri sér að gesti sínum og sagði; "Fólkið fagnar þér vegna þess að ekkert þeirra skilur þig og það fagnar mér vegna þess að allir, sama hversu heimskir þeir eru, skilja mig".    

Eitt sinn var Albert Einstein staddur í fínu boði. Gestgjafinn bað hann að skýra í stuttu máli afstæðiskenningu sína. Einstein svaraði;

einsteinFrú, eitt sinn var ég í gönguferð út í guðsgrænni náttúrunni á heitum degi og fylgd með vini mínum sem er blindur.

Ég sagði við hann að mig langaði í mjólk að drekka.

Mjólk, svarði vinur minn, ég veit hvað það er að drekka en hvað er mjólk.

Hvítur vökvi svaraði ég.

Vökva þekki ég en hvað er hvítt?

"Liturinn á fjöðrum álftarinnar"

"Fjaðrir þekki ég, en hvað er álft?"

"Fugl með boginn háls"

"Háls þekki ég en hvað er bogið"

Við þessa spurningu missti ég þolinmæðina. Ég tók í handlegg vinar míns og rétti úr honum. "Þetta er beint" sagði ég og beygði síðan á honum höndina "og Þetta er bogið."

"Ah," sagði hann þá, "nú veit ég hvað þú meinar með mjólk."

Árið 1930 héllt  Einstein ræðu í Sorbonne háskólanum í París.  Einstein sagði meðal annars við það tækifæri; Ef afstæðiskenning mín verður sönnuð mun Þýskaland tilkynna að ég sé þýskur og Frakkland mun segja að ég sé borgari þessa heims. Ef hún reynist ósönn mun Frakkland leggja áherslu á að ég sé þjóðverji og Þýskaland að ég sé Gyðingur."

Louis_PasteurÝmsir hafa orðið til þess að gagnrýna gerilsneyðingu á mjólk og segja að hún rýri gæði mjólkurinnar. Auðvitað má færa rök fyrir því að neysla ógerilsneyddrar mjólkur geti stuðlað að fjölbreyttari gerlaflóru í þörmum með tilheyrandi heilsusamlegum áhrifum, en á móti kemur að sýkingarhætta eykst til mikilla muna, auk þess sem geymsluþol er mun styttra í ógerilsneyddri en gerilsneyddri mjólk. Þar sem ógerilsneydd mjólk er mjög viðkvæm vara og mundi þurfa mjög vandaða meðhöndlun í vinnslu og geymslu má búast við að hún yrði mun dýrari en sú mjólk sem fyrir er.

Á ensku er gerilsneyðing nefnd Pasteurization og er kennd við hin fræga franska efnafræðing Louis Pasteur. Hann starfaði lengi við Sorbonne háskólann, eða frá 1867 til 1889. Hann var  Pasteur stofnunarinnar sem sett var á laggirnar honum til heiðurs.

Að lokum, við höfum drukkið mjólk kýrinnar í 11.000 ár og mér til mikillar furðu er mjólkurneysla mest miðað við íbúafjölda, í Finnlandi, eða 183,9 lítrar á hvert mannsbarn á ári.

 


"Endanlegu lausninni" beitt á HAMAS

Gyðingar upp við veggEndanlega lausnin er eins og flestir vita hugtak ættað úr vitskertri hugmyndasmiðju þriðja rískissins. Hún fól í sér útrýmingu allra Gyðinga, hvar sem í þá náðist, hvar sem þá var að finna í heiminum með hvaða ráðum sem var. - Yfirlýst markmið stjórnvalda í Ísrel er að ganga endanlega til bols og höfuðs á HAMAS og að yfirstandandi blóðbað á Gaza  sé liður í því. 

Eina leiðin við að uppræta HAMAS er að drepa alla sem hreyfingunni tilheyra og þá sem styðja hana. Það er óþarfi að minna á að að HAMAS hlaut nægilegt fylgi í kosningum borgara á Gaza ströndinni til að teljast lýðræðisleg breiðfylking.

Ísrelsher er alveg sama hvaða aðferðum þeir beita og hverjir verða fyrir þeim. Þeir ráðast með stórskotahríð á eitt þéttbýlasta svæði jarðar og af því að HAMAS liðar mæta ekki tilbúnir til aftöku með hendurnar yfir höfðum sér, heldur reyna að fela sig og berjast á móti, segja Ísraelar að þeir feli sig meðal óbreyttra borgara og barna og séu því ábyrgir fyrir dauða þeirra líka.

PalestineSú var tíðin að réttlætið samkvæmt lögmáli Gyðinga gekk út á tönn fyrir tönn og auga fyrir auga. Mörgum þótti það sanngjarnt. Með þessum aðgerðum er ljóst að Ísraelsstjórn hefur gefið upp á bátinn allt sem heitir réttlæti. Hún vill ekki bara tanngarðinn og bæði augun, hún vill allt höfuðið.

Tölurnar tala sínu máli. Síðan að vopnahléið var rofið hafa alls fjórir Ísraelar látið lífið af völdum heimatilbúinna eldflauga HAMAS liða. Í þessari innrás á Gaza hafa nú um 800 Palestínumenn/konur/börn látið lífið og 15 hermenn Ísraela. Stórskotaliði, fosfórsprengjum og eldflaugum er beitt til að mannfall í röðum Ísraelshers verði sem minnst en það er gert á kostnað saklausra og innilokaðra  borgara Gazastrandar.

Ísraelsstjórn kærir sig kollótta um álit alþjóðasamfélagsins í þessum efnum. Ályktun öryggisráðs sameinuðu þjóðanna er höfð að engu eins og rúmlega 90 aðrar ályktannir þess um málefni Ísraels og Palestínu.

Gyðingar vita betur en allir aðrir að það er hægt að komast upp með fjöldamorð á saklausum borgurum í langan tíma, án þess að nokkuð verði aðhafst. Þeir hafa reynt það á eigin skinni í gegn um aldirnar og  þeir ásaka enn þjóðirnar réttilega fyrir andvaraleysi þegar að holskeflur helfararinnar riðu yfir þá rétt eins og Palestínuarabar gera nú.

 


Rutka Laskier, rödd úr fortíðinni, Laila El-Haddad rödd dagsins í dag

1_61_holocaust_diaryÁn þess að nokkur vissi af því hélt Rutka Laskier, 14 ára pólsk stúlka dagbók frá 24. Janúar til 24. Apríl 1943.  Dagbókin er um sextíu síður og var ekki kynnt opinberlega fyrr en 2006.

Rudka bjó í Bedzin í Póllandi og var flutt í Ágúst mánuði það sama ár til Auschwitz þar sem hún og foreldrar hennar létu lífið í gasklefum Nazista.

6. Feb. 1943 skrifaði Rutka þetta;

Eitthvað hefur brotnað inn í mér. Þegar ég geng fram hjá þjóðverja, dregur allt sig saman inn í mér. Ég veit ekki hvort það er af ótta eða hatri. Mig langar að kvelja þá, konur þeirra og börn, þeirra sem sem slepptu hundum sínum á okkur, berja þá og kirkja þá af afli, smátt og smátt. Hvenær kemur sá dagur sem Nica talaði um..Það er eitt málið.

Annað málið er, að ég held að ég sé orðin að konu. Það þýðir að í gær þegar ég var að baða mig og vatnið lék um mig, þráði ég hendur einhvers að strjúka mér...Ég veit ekki hvað það var, ég hef aldrei fyrr haft slíkar tilfinningar...

...Oh, Ég gleymdi því mikilvægasta. Ég sá hermann rífa nokkra mánaða gamalt barn úr örmum móður þess og mola höfuð þess með að berja því upp við rafmagnsstaur. Heili barnsins slettist á viðinn. Móðurinn sturlaðist.

Laila El-Haddad er ung tveggja barna móðir sem bloggar þegar hún getur frá Gaza strönd þar sem hún er búsett.

9. Janúar 2009 skrifaði Laila þetta;

our_family-Fyrst hristist húsið, svo brotna gluggarnir og þá..óttinn..óttinn. Og þegar þú sérð öll þessi börn sem liggja á sjúkrahúsinu. Sum þeirra geta teiknað og það sem þau teikna er ótrúlegt.

Sex ára drengur sem býr í sama húsi og ég teiknaði mynd af dreng sem var lifandi og af öðrum sem var dáinn. Hann sagði að dáni drengurinn væri vinnur sinn sem Ísraelar hefðu drepið.

Feður geta ekki verndað börn sín. Mæður gera sitt besta til að láta ekki börnin sjá óttann.

Faðir minn sagði að í dag hefðu fleiri fluguritum verið dreift til að reyna að kúga íbúana sem þegar eru örþreyttir, soltnir og skelfdir.

"Til íbúa þessa svæðis. Vegna starfsemi hryðjuverkamanna í nágrenni við hús ykkar og sem beint er gegn Ísraelsríki verður Ísraelski Varnarherinn að grípa til tafarlausra aðgerða í grennd við íbúahverfi ykkar. ....Ykkur er skipað að yfirgefa svæðið þegar í stað. "


Iceland kaupir Woolworth verslanir í Bretlandi - Útrásin enn á fullu

woolworth3Það var skýrt frá því í fréttum á Bretlandi í kvöld að Iceland, matvöruverslunin sem sérhæfir sig í að selja Bretum frosin mat, hefur fest kaup á rúmlega 50 Woolworth verslununum en sú keðja lagði upp laupana fyrir skömmu og var afhent skiptaráðenda. 

Engin kaupandi treysti sér þá til að endurreisa þessar gamalgrónu verslanir en skuldir þeirra voru taldar nema um 350 milljónum punda. 

Bretar furða sig mikið á því hvar Iceland og eigendur þeirrar keðju fundu peninga til að greiða fyrir kaupin en þeir standa þessa dagana jafnframt fyrir kröftugri auglýsinga-herferð fyrir Iceland í þeim tilgangi að auka markaðshlutfall sitt til muna sitt á Bretlandseyjum.

icelandFyrir tveimur mánuðum eða svo, tók við stjórntaumunum hjá Iceland verslununum íslenskur fjárglæframaður að nafni Jón Ásgeir Jóhannesson og hann stýrir verslunarkeðjunni fyrir Baugur Group sem er íslenskt fyrirtæki eins og allir vita.


2009 - Ár grímunnar

GrímurÞað eru horfur á því að ár grímunnar sé að renna upp á Íslandi. Auðvitað hafa grímur verið brúkaðar á landinu fyrr. En núna eru það ekki bara læknar sem bera grímur þegar þeir framkvæma aðgerðir,  heldur nýtur gríman mikilla vinsælda meðal mótmælenda sem mótmæla með aðgerðum.  Svo hefur líka komið í ljós að miklu fleiri nota grímur á landinu en virtist vera. Sumum grímum er nefnilega ætlað að líta út eins og raunverulegt andlit.

Grímur hafa verið með mannkyninu frá alda öðli og notaðar í margvíslegum tilgangi. Þær eru jafnframt af misjafnri stærð og gerð. Stundum eru grímur gerðar svo stórar að þær hylja allan líkamana eins og tíðkast meðal frumbyggja Ástralíu og stundum svo smáar að þær passa bara á fingurgómana eins og fingurgrímur Inúíta í Kanada og á Grænlandi sem þeir brúka þegar þeir segja hver öðrum sögur.  

Almennt eru grímur notaðar til verndar, til að leynast, til sýningar eða skemmtunar.

GímuviðskiptiGrímurnar á Íslandi eru einnig fjölbreyttar út af fyrir sig. Þær vinsælustu um þessar mundir eru í formi felufélaga sem stofnuð voru af bröskurum til að koma undan fé sem þeir svindluðu út úr saklausum almenningi víða um heiminn. Íslenska þjóðin keppist nú við að greiða þessar skuldir fyrir þá.

Grímuklæddir kúrekarÞá eru einnig andlitsgrímur í formi klúta, líkt og bófarnir í gömlu cowboy-hasarmyndunum notuðu til að engin þekkti þá, að verða vinsælli og vinsælli.  Auðvitað þekktu allir krakkarnir í bíóinu bófana, en samt  virtust þeir alltaf ná  að plata lögguna.

Ekki nema von að  klútaklæddu mótmælendurnir haldi að þeir geri það sama þegar þeir mæta á vettvang til mótmæla.

 Klútunum ásamt lambhúshettunum er Þegar best lætur ætlað að uppfulla öll almenn notagildi grímunnar, vera til verndar, til að leynast, til sýningar og til skemmtunar.

GrímustjórnmálÞá eru líka hinar svokölluðu pólitísku grímur afar vinsælar. Þær eru aðallega gerðar úr lygum og falsi. Fólk í pólitík heldur nefnilega að það sé afar sniðugt að gefa eitthvað í skyn með orðum en gera svo allt annað, reyna að blekkja andstæðingana og hnekkja þannig á þeim. Meðal pólitíkusa er nánast engin grímulaus. Pólitíkin er nefnilega lauslátasta tíkin í bænum og hún ríður aldrei við einteyming.


Mini-me

mini_meÞað er byrjað að sýna eina umferðina enn af "Big Brother" þáttunum hér í Bretlandi. Mér hefur lengi þótt þessir "raunveruleikaþættir" einskonar andleg viðundrasýning.  Í þetta sinn er fyrrverandi frægu fólki eða næstum því frægu, boðið til vistarinnar í húsinu sem er vaktað af upptökuvélum allann sólarhringinn.

Meðal þeirra eru Latoya Jackson, Mutya Buena fyrrverandi Sugababes stúlka og svo er þarna líka afar smávaxinn náungi sem heitir Verne Troyer. Hann er þekktastur fyrir að leika Mini-me í tveimur af þremur grínþvælukvikmyndunum um Austin Powers.

Í enskumælandi löndum kýs smávaxið fólk að láta kalla sig "Litle people" (sem ég þýði litla fólkið) í stað dverga en einkenni sjúkdómanna sem valda smæð þess er samt enn kennt við dverga eða "Dwarfism".

Að sjá Verne þarna án gerfis vakti mig til umhugsunar um atvik sem átti sér stað heima á Íslandi fyrir nokkrum árum. Þegar ég vaknaði morgun einn árið 2002 að mig minnir, laust því niður í huga minn að það væri ár og öld síðan ég hafði séð dvergvaxna persónu á götu úti í Reykjavík. Þegar ég var að alast upp var það alvanalegt að rekast á smávaxið fólk í flestum byggðarlögum landsins. Hvað hafði orðið af öllu litla fólkinu?

Ég tók upp símann og hringdi niður á fæðingadeild Landspítalans og fékk þar samband við yfir-fæðingalækninn. Hann tjáði mér að ekki hefði fæðst nema einn dvergvaxinn einstaklingur á Íslandi síðustu tuttugu árin eða eftir að skimun fóstra varð að reglu frekar en undantekningu. Hann sagði mér að ef þess sæust merki að fóstur gætu verið haldin einhverjum af þeim 200 sjúkdómum sem  valdið geta dvergseinkennum (þar sem yfirleitt er miðað við að fullvaxinn yrði einstaklingurinn minni en 147 sentímetrar), kysu mæðurnar að eyða þeim.

General-Tom-ThumbEinhvern tíman á unglingsárunum var mér gefin bók sem ég hélt mikið upp á. Hún hét "Very Special people" og fjallaði um lífsbaráttu fólks sem á sínum tíma voru álitin viðundur. Mörg þeirra sem komu við sögu í bókinni neyddust til að sjá fyrir sér með því að sýna sig fyrir gjald og réðu sig til Ringling Bros. and Barnum & Bailey sirkussins sem starfrækur var í Bandaríkjunum á fyrri hluta síðustu aldar. Á meðal þeira var fjallað um litla fólkið sem varð heimsfrægt eins og Tom-Thumb og eiginkonu hans Laviniu-Warren sem þrátt fyrir smæð sína lifðu hamingjusömu og innihaldsríku lífi.

Í Bandaríkjunum hefur litla fólkið myndað með sér samtök sem telja yfir 6000 meðlimi. Þeim samtökum hefur orðið mikið ágengt við að kynna málstað lítils fólks og vekja almenning til umhugsunar um stöðu þeirra í samfélaginu. Þau beita sér m.a. fyrir því að litla fólkið sé ekki opinberlega niðurlægt eins og t.d. gert var þegar svokallað "dvergakast" varð á tímabili að sýningaríþrótt.

Á vesturlöndum finnast hinar svokölluðu "viðundrasýningar" ekki lengur en víða annarsstaðar, einkum þar sem samfélagsaðstoð og læknisþjónusta er af skornum skammti, neyðast oft þeir sem hafa alvarleg líkamlýti að vinna fyrir sér með því að sýna sig fyrir greiðslu.

Slíkt er algengt á Indlandi og víða í Asíu.  Í Indonesíu starfar  hópur fólks sem kallar sig  The Clan eða "Gengið". Ég ætla ekki að hafa mörg orð um lýti eða neyð þessa fólks því sjón er sögu ríkari. Myndbandið sem ég kræki á hér að neðan sýnir einhver verstu líkamslýti sem ég hef séð og því er vert að vara viðkvæma við því. THE CLAN


Getur þú ráðið þessa gátu?

Eitt sinn var auðugur konungur í ríki sínu sem átti fagra dóttur. Þegar hún varð gjafvaxta þyrptust að vonbiðlarnir en enginn þeirra þótti boðlegur fyrir hina glæstu og gáfuðu prinssessu. Sjálf var hún hæst ánægð með stöðu mála uns dag einn að tveir prinsar úr fjarlægu ríki komu ríðandi á fráum fákum sínum í konungsgarð.

Prinsarnir sem hétu Pí og Pan voru bræður og þóttu bráðefnilegir í alla staði. Þeir urðu strax afar ástfangnir af prinsessunni og ekki mátti milli sjá hvor dáði hana meira. Konungurinn var svo hrifinn af þeim að hann sagði dóttur sinni að hann mundi gera sér að góðu hvorn þann sem hún veldi fyrir mannsefni og láta þeim ánægður eftir ríki sitt eftir sinn dag. En þá kom í ljós að konungsdóttirin gat alls ekki gert upp á milli prinsanna.

Eftir talsverða umhugsun ákvað hún að leggja fyrir þá þraut til að leysa. Prinsarnir komu frá landi þar sem kappreiðar voru afar vinsælar og eins og áður er  getið riðu þeir báðir afburða klárum. Prinsessan boðaði báða á fund sinn og sagði þeim hvað hún hugðist fyrir. 

Bauð hún þeim að ríða í einn dag í suður frá höllinni út á eyðimörkina. Ekki væri hyggilegt fyrir þá að slá af hestum sínum á þeirri leið því við sólarlag skyldu þeir að snúa til baka og gilti nú að fara sér sem hægast því sá mundi vinna hönd hennar hvers hestur kæmi síðar inn um hallarhliðið.

Prinsarnir sem báðir voru miklir keppnismenn en jafnframt yfir sig ástfangnir af konungsdóttur, féllust á þetta. Næsta morgun héldu þeir á stað og keyrðu hesta sína sem mest þeir máttu til að komast sem lengst frá höllinni svo þeir mættu eiga sem lengst að fara er þeir snéru til baka. 

Pí eða PanVið sólarlag þegar þeir snéru við voru þeir samt samhliða. Þeir létu nú hesta sína lötra áfram og sjálfir voru þeir orðnir svo þreyttir að þeir gátu varla haldið augunum opnum. Þannig riðu þeir alla nóttina og þegar sólin kom upp brennandi heit morguninn eftir voru þeir orðnir örþreyttir. Þegar þeir sáu vinjar framundan komust þeir að samkomulagi að þeir mundu báðir á um stund og brynna hestum sínum og hvílast.

Eftir fimm klukkustunda stopp brá nú svo við að þeir komu á þeysireið aftur út á eyðimörkina og stefnu í átt til hallarinnar. Hvöttu þeir hestana sem mest þeir máttu alveg þangað til að þeir riðu í gegn um hallarhliðið og var þá Pí aðeins hálfri hestlengd á undan Pan.

Spurningin er; hver fékk konungdótturina og hvers vegna?


Íslendingar, Gazaströnd og forsjónin

0127391850085Íslensk stjórnvöld verða að þakka forsjóninni þessa dagana fyrir að þeir eiga ekki sæti í öryggisráði sameinuðu þjóðanna. Þar hefðu þeir þurft að taka afstöðu með eða á móti fordæmingu á innrás Ísraelsmanna á Gaza.

Miðað við hik forsætisráðherra til að fordæma aðgerðirnar fyrir hönd íslensku ríkisstjórnarinnar, hefðu Íslendingar eflaust haldið tryggð við stefnu Bandaríkjanna í utanríkismálum og kosið gegn fordæmingu og frekari aðgerðum SÞ til að stöðva árásina og þar með gert alla Íslendinga eina ferðina enn samábyrga fyrir ódæðisverkunum.

Þrátt fyrir að utanríkisráðherra hafi persónulega fordæmt innrásina er ég ekki viss um að þau sjónarmið hefðu orðið ofaná við borð öryggisráðsins ef til þess hefði komið.

Bandaríkjamenn hafa komið sér upp ákveðnu flokkunarkerfi  þar sem kveðið er á um við hverja má tala og hverja ekki, hverjir eru réttdræpir og hverjir ekki.

Fram að þessu eru allar alvöru samningaviðræður við Hamas (flokkaðir sem hryðjuverkamen) útilokaðar vegna afstöðu Bandaríkjanna. Þeir hindra jafnframt aðrar þjóðir heimsins í sameinuðum aðgerðum til að stöðva blóðbaðið í krafti neitunarvalds síns í öryggisráðinu.

gaza_mother_dead_childrenEinbeittur vilji ísraelska stjórnvalda til að ráða niðurlögum Hamas án tillits til þess hversu mörg börn og saklausir borgarar deyja, árásir þeirra á hjálpaskýli sameinuðu þjóðanna og sjúkrahús, setur Ísraelsstjórn greinilega í sama flokk og notaður er til að skilgreina hryðjuverkamenn.

Hvað þarf til að íslensk stjórnvöld sendi frá sér skýlausa fordæmingu á miskunnarlausum og stöðugum drápum á saklausu fólki?

Ég held að það sé alveg sama hvernig málin snúast á Gaza, því þeir sem eru nú við völd á íslandi hafa sýnt það og sannað að þeir eru persónulega siðlausir og taka með sér það siðleysi yfir á þann pólitíska vettvang sem þeir starfa á.


"Það er afar erfitt að skrifa héðan" - Bloggað frá Gaza

GazaÍ hvert sinn sem ég sný til baka til Gaza til að skrifa mæta mér nýjar hörmungar.

"þeir skjóta sprengjukúlum sínum á Awda sjúkrahúsið" í   Jabaliya, segir fréttatilkynningin. Þar er starfsfólk af mörgum þjóðernum og  við hliðina á honum er lögregluvarðstöð. Einn af sjúkraliðunum fékk sprengjubrot í höfuðið en lifði.

Í morgun var tala þeirra sem hefur verið slátrað 521 og 3000 liggja særðir - Að sitja við hlið látinna eða deyjandi er nú orðið eðlilegt. Blóðið sem lekur af börunum í sjúkrabílnum safnast saman í poll og ég var varaður við af sjúkraliða að hann væri í þann mund að ná til yfirhafnar minna baka til í bílnum.  Hvað gerði það til? Mér hryllir ekki lengur við blóðinu eins og fyrir viku. Dauði fyllir loftið og göturnar í Gaza, ég get ekki lagt á það meiri áherslu að þetta er raunveruleikinn.

Þetta er upphafið síðustu fæsrlu þessa aðila frá Gaza.  

Bloggið heldur áfram á ensku.

Á bloggsíðunni hans eru að finna myndir úr starfi hans. 

Á blogginu lýsir hann hvernig sjúkraliðar þurfa að leita að bensíni á sjúkrabílana, 70% íbúa Gaza séu án drykkjarvatns, hvernig sjúkrahjálp er kerfisbundið takmörkuð af her Ísraelsmanna, hvernig öll sjúkrahús á Gaza eru nú yfirfull og birgðasnauð og hvernig úraníum er að finna í særðum líkömum Gazabúa eftir uran húðaðar kúlur Ísraelsmanna.

Alla færsluna og fleiri er að finn HÉR


Breskt fjölmiðlafóður

Því lengur sem ég dvelst hér í Bretlandi, verða mér ljósara hversu gegnsýrt þetta samfélag er af ýmsum, að mínu mati, neikvæðum þjóðfélagsþáttum sem Ísland er verndað fyrir, einkum að ég tel, vegna mannfæðar sinnar.

Sorpblöð llSem dæmi má taka eina birtingarmynd hinnar alræmdu stéttarskiptingar Breta sem sést á hinni endalausu og stöðugu leit að fólki sem hægt er að nota sem umfjöllunarefni í þau óteljandi slúður og "tísku" blöð sem gefin eru út í landinu á hverjum degi. Þótt á Íslandi þrífist slúðurdálkar, eru þeir jafnan fullir af erlendu slúðri frekar en íslensku og eru einkum notaðir sem uppfyllingarefni frekar en aðalefni. 

Hvergi í heiminum er "gula pressan" og sorpritaútgáfa jafn umfangsmikil og þurftafrek og í Bretlandi enda veltur afkoma þúsunda ljósmyndara, textapikkara, fótósjoppara og umbrotsfólks á því að réttur fjöldi nakinna konubrjósta og "réttra" nafna birtist í tenglum við þindarlaust gasprið. Áður var aðeins kónga og aðalsfólki landsins  til að dreifa, en á síðastliðnum 30 árum hefur það allt breyst.

Sú mikla eftirspurn eftir slúðri sem netmiðlar, dagblöð og tímarit skapa,  hefur orðið til þess að þróast hefur einskonar gagnkvæmt afkomu-samband milli þeirra sem langa til að verða frægir og þeirra sem þurfa að skaffa ákveðinn fjölda dálksentímetra á dag eða í viku af einhverju "bitastæðu". Oft bíða blaðaljósmyndarar sallarólegir í bílum sínum á kvöldin, þangað til hringt er í þá og þeim sagt af einhverjum slúðurberanum að nú sé liðið á leiðinni út úr klúbbnum eða partýinu. En hverjir skyldu það þá helst vera sem eftirsóttastir eru af mynda og  fréttahaukum landsins?

Angelina andJ ohnMargir trúðu því á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar að stéttaskiptingin í Bretlandi væri á undanhaldi. Ríka og fræga fólkið var þá oft lágstéttarfólk sem fékkst  rokk og popp tónlist, fótbolta eða kvikmyndaleik.

En nú þegar börn þessa fólks er að vaxa úr grasi, bregður svo við að þau taka stað foreldra sinna í sviðsljósinu, í flestum tilfellum ekki vegna hæfileika sinna, heldur bara af því að þau eiga fræga foreldra sem leyfa þeim að vera úti seint á kvöldin til að hanga í partýum með vafasömum wannabeeum og púðra hvítt á sér nefið.

Venjulega eru þetta ungar stúlkur sem heita nöfnum eins Peaches, Pixie eða Fifi Trixibelle (Bob Geldorfsdætur), Coco (Stingsdóttir) eða Kelly (Ozzadóttir). Um leið og stúlkum þessarar nýju elítu vaxa brjóst, eru þær komnar á for, inn og baksíður slefblaðanna og inn í runkminnið á öllum sem að þeim sem eftir þeim sækjast.

Auðvitað má segja að Bretar séu í þessu efni aðeins að herma eftir Könum, en í Bandaríkjunum er löng hefð er fyrir því að synir og dætur leikara og listafólks, feti í fótspor foreldra sinna. En það mega Kanar eiga að þeir gera þá kröfu til síns leikara-aðals að hann hafi snefil af hæfileikum til að eiga viðurkenningu og vinsældir skilið. Engin mundi t.d. brigsla þeim leikkonum Gwyneth Paltrow, Liv Tyler og Angelinu Jolie um hæfileikaleysi, þótt þær eigi allar fræga og ríka feður.

 


Víngarður Guðs í Ísrael

Karmel-1894Í norður Ísrael teygir sig eftir ströndinni fjallgarður sem nefndur er Karmelfjall. Í norðurhlíðum þess rís borgin Haífa sem er þriðja stærsta borg Ísraelríkis. Borgin er oft sögð sú dýrasta í Ísrael þar sem margir af auðugustu borgurum landsins búa í henni. Eða eins og leigubílstjórinn sem ók mér eitt sinn frá Tel Aviv til Haifa orðaði það; "Borgin er ein af Pé-borgunum. Í Jerúsalem biður þú (Pray), í Tel Aviv leikur þú þér (Play) en í Haifa borgar þú (pay)."

Í Haífa búa bæði Arabar og Gyðingar eða um 270.000 manns og henni hafa ráðið yfir tíðina fyrir utan Gyðinga og forfeður þeirra, Byzantíumveldið, Arabar,Krossfarar, Ottómansveldið, Egyptar og Bretar.

Fjallgarðurinn sem er um 40 km langur er ekki ýkja hár eða rúmlega fimm hundruð metrar þar sem hann er hæstur. Víða við rætur fjallsins hafa fundist minjar um forn þorp og í þeim leifar af frumstæðum þrúgupressum. Heiti fjallsins Karmel þýðir reyndar á hebresku "Víngarður Guðs".

Í fjallinu eru  margir hellar sem einnig bera þess merki að hafa verið notaðir í langan tíma sem íverustaðir manna og húsdýra.

NEANDERReyndar fullyrða fornleyfafræðingar að á fjallinu sé að finna mannvistarleifar sem beri vitni um að þar hafi verið elsta og lengsta samfellda byggð manna í heiminum.

Árið 1931 fann Prófessor Dorothy Annie Elizabeth Garrod bein Neanderdals-konu sem nefnd var Tabun I og er talin meðal merkustu fornleyfafunda á síðustu öld. Bein hennar þóttu sanna að Neanderdals-menn og nútímamaðurinn hafi búið samtímis á sama stað um nokkur þúsund ára bil. Elstu minjarnar í fjallinu eru taldar allt að 600.000 ára gamlar.

Fjallinu tengjast fjölmargir sögulegir atburðir og trúarlegt mikilvægi þess er slíkt að haft er eftir sjálfum Pýþagórusi að "fjallið sé helgast allra fjalla og mörgum sé að því meinaður aðgangur."

YeshuaMountSamkvæmt annarri Konungabók Gamla Testamentisins átti  Elísa (hinn sköllótti) að hafa hraðað sér til Karmelfjalls eftir að hann hafði valdið dauða 42 ungra drengja sem gert höfðu grín að hárleysi hans.

Margar heimildir geta þess að fjallið hafi í aldanna rás verið vinsæll felustaður fyrir flóttamenn, einsetumenn og trúarhópa sem sóttust eftir einangrun. Eru í því sambandi nefndir bæði Essenar og Nazarear (ekki samt hinir frumkristnu).

Í Gyðingdómi, Kristni og Íslam er spámaðurinn Elía sagður hafa haft aðsetur í helli á fjallinu. Þótt ekkert sé að finna í helgiritunum sjálfum um hvar sá hellir er nákvæmlega staðsettur, hefur honum verð fundin staður sem er kyrfilega merktur í dag og kallaður hellir Elía. (Sjá mynd)  

Hellir ElíaElía á að hafa reist Guði altari og árið 1958 fannst á þessum slóðum einskonar altari sem núna er kallað altari Elía þar sem Guð brenndi upp til agna fórn Elía og sannaði þannig fyrir 450 Baal dýrkendum að Guð  hans væri máttugri en þeirra. Íslamískar hefðir staðsetja þennan stað þar sem heitir El-Maharrakah sem þýðir brennan.

Á tólftu öld var stofnuð á fjallinu kaþólsk trúarregla sem nefndi sig Karmelíta. Sofnandi hennar sem nefndur er Berthold var annað hvort pílagrímur eða krossfari og lést árið 1185. Reglan var stofnuð á þeim stað þar sem hellir Elía var sagður vera og er staðsettur (kannski ekki fyrir tilviljun) þar sem hæst ber og best er útsýnið yfir fjallið og nærliggjandi héruð.

Í arfsögnum Karmelíta er getið um einsetumenn sem voru Gyðingar og hafi búið á fjallinu frá tímum Elísa og Elía. Í stofnskrá reglunnar sem er dagsett 1281 er talað um "presta og spámenn, Gyðinga og Kristna sem lifðu lofsamlegu lífi í heilagri afneitun við lind Elísa."

400px-Pietro_Novelli_Our_Lady_of_Carmel_and_SaintsSkömmu eftir stofnun reglunnar var sett á fót klaustur á fjallinu og það helgað Maríu Kristsmóður í ímynd stella maris eða "hafstjörnunnar". Klaustrið var byggt á þeim stað sem áður er getið og kallað El-Maharrakah af múslímum.

Á meðan krossferðunum stóð skipti byggingin oft um hæstráðendur og varð að mosku þegar múslímar réðu, en klaustri eða kirkju þegar kristnir menn réðu henni. Árið 1799 var henni breytt í sjúkrahús fyrir laskaða hermenn úr röðum hers Napóleons sem reyndi að leggja undir sig svæðið. Hún var að lokum jöfnuð við jörðu 1821 af landstjóra Ottómans-veldissins í Damaskus.

Karmelítareglan safnaði fyrir nýrri byggingu og reisti hana við hellinn sem nú er þekktur sem Hellir Elía.

Árið 1861 voru stofnuð í Þýskalandi samtök sem tóku sér nafnið Tempelgesellschaft. Meðlimir þeirra voru kallaðir Templarar og samkvæmt kenningum forkólfanna Christoph Hoffman og Georg David Hardegg var æðsta þrá þeirra að þjóna konungsríki Guðs á Jörðu. Þeir álitu Krist ekki vera eiginlegan son Guðs en miklu frekar fyrirmynd. Þeir voru sannfærðir að endurkoma Krists væri í nánd og drógu þær ályktanir eftir vísbendingum og spádómum Biblíunnar að hann mundi birtast á eða í námunda við Karmelfjall.HaifaColony

1886 kom til Haifa allstór hópur þýskra Templara og settist þar í einskonar nýlendu. Enn má sjá hús þeirra og við Ben Gurion breiðstræti í Haífa þar sem þau standa með sín rauðu þök og byggð úr steini samkvæmt Evrópskri byggingarhefð. Yfir gluggum og dyrum margra þeirra eru yfirskriftir á þýsku; Þ.á.m. "Herrann er nálægur".

Haifa_GermanTemplararnir reyndu að breiða úr sér í Landinu Helga og stofnuðu nýlendur við Jaffa og í Jerúsalem. Eftir að heimstyrjöldin síðari skall á voru Templararnir  allir reknir úr landi eða fluttir til Ástralíu af Bretum sem þá réðu Palestínu. Árið 1962 greiddu Ísraelstjórn þeim 54 miljónir þýskra marka í skaðabætur fyrir þær eignir og landsvæði sem höfðu áður tilheyrt þeim og nú voru þjóðnýttar.

Í fyrri heimstyrjöldinni var háð orrusta í hlíðum Karmelfjalls sem átti eftir að skipta sköpum í stríðinu. Hún er nefnd  "Orrustan við Megiddo" en þar áttust við Bretar undir stjórn Allenby Hershöfðingja og hermenn Ottómans veldisins sem ráðið höfðu landsvæðinu í nokkrar aldir. 320px-Light_horse_walers

Jezreel dalurinnsem gengur inn í fjallið þar sem orrustan var háð, hafði oft áður verið vettvangur átaka og frægust þeirra var upprunalega Megiddo orrustan sem var háð milli herja Egypta og Kananíta á 15. öld fyrir Krist. Þá hafði einnig herjum Júdeu og Egyptum lostið þarna saman árið 609 FK.

armage1Dalurinn er einnig sagður  í Opinberunarbókinni vera sá staður þar sem herir "dýrsins" safnast saman fyrir orrustuna sem nefnd er Armageddon.

 

 

Heimsmiðstöð bahá'í trúarinnar er einnig staðsett á Karmelfjalli. Kemur það til af sögulegum ástæðum. Heimsmiðstöðin bæði stjórnfarsleg og andleg miðstöð bahá'í heimsins og einnig eru tveir helgustu staðir bahá'í trúarinnar, grafhýsi Bábsins og Bahá'u'lláh, staðsettir í grenndinni. Í heimsmiðstöð bahá'ía starfa að jafnaði um 700 sjálfboðaliðar á hverjum tíma sem allir koma víðsvegar að úr heiminum.

Í stuttu máli eru sögulegu forsendurnar fyrir veru heimsmiðstöðvarinnar á Karmelfjalli þessar;

y140aÞann 23. maí árið 1844 í borginni Shíráz í Persíu tilkynnti ungur maður, þekktur sem Bábinn, að boðberi Guðs, sem allar þjóðir jarðarinnar höfðu vænst, kæmi innan skamms. Titillinn Bábinn merkir „Hliðið“. Þó að hann væri sjálfur flytjandi sjálfstæðrar opinberunar frá Guði, lýsti Bábinn því yfir að tilgangur hans væri að undirbúa mannkynið fyrir þennan mikla atburð.

Skjótar og villimannlegar ofsóknir, sem voru runnar undan rifjum hinnar valdamiklu múslimsku klerkastéttar, fylgdu í kjölfar þessarar yfirlýsingar. Bábinn var handtekinn, húðstrýktur, fangelsaður og loks tekinn af lífi 9. júlí árið 1850 á almenningstorgi í Tabrízborg. Um það bil 20.000 fylgjendur hans týndu lífinu í hverju blóðbaðinu á fætur öðru um alla Persíu.

Líkamsleifar Bábsins voru jarðsettar í hlíðum Karmelfjalls samkvæmt fyrirskipunum Bahá’u’lláh, Helgidómurinn er umlukinn fallegum görðum og þaðan sér út á Haífaflóann.

y220Bahá’u’lláh var fæddur árið 1817 inn í aðalsfjölskyldu í Persíu. Fjölskylda hans gat rakið ættir sínar aftur til konunga frá stórveldistímum Persíu. Hún var mjög auðug og átti miklar eignir. Bahá’u’lláh var þess vegna boðin staða við hirðina, en hann hafnaði henni. Hann varð kunnur fyrir örlæti sitt og manngæsku, sem ávann honum mikillar hylli meðal landsmanna sinna.

Bahá’u’lláh glataði fljótlega þessari forréttindastöðu, eftir að hann lýsti yfir stuðningi sínum við boðskap Bábsins. Bahá’u’lláh lenti inn í holskeflu ofbeldis, sem hvolfdist yfir Bábíana eftir aftöku Bábsins. Hann missti ekki einungis öll sín veraldlegu auðæfi, heldur var hann fangelsaður, pyntaður og rekinn í útlegð hvað eftir annað. Hann var fyrst gerður útlægur til Bagdad, þar sem hann lýsti því yfir, árið 1863, að hann væri hinn fyrirheitni sem Bábinn hafði gefið fyrirheit um. Frá Bagdað var Bahá’u’lláh sendur til Konstantínópel, til Adríanópel og að lokum til ‘Akká í Landinu helga, en þangað kom hann sem fangi árið 1868.

shrine-bahaullah-entranceFrá Adríanópel, og síðar frá ‘Akká, skrifaði Bahá’u’lláh fjöld bréfa til þjóðhöfðingja heimsins á þeim tíma. Þessi bréf eru meðal merkustu heimilda í trúarbragðasögunni. Í þeim er kunngert að eining mannkyns muni komast á innan tíðar og alheimssiðmenning líta dagsins ljós.

Konungar, keisarar og forsetar nítjándu aldar voru kvaddir saman til að jafna ágreiningsmál sín, minnka vopnabúnað sinn og helga krafta sína málefnum alheimsfriðar.

Bahá’u’lláh andaðist í Bahjí, rétt fyrir norðan ‘Akká og við rætur Karmelfjalls og er grafinn þar. Kenningar hans höfðu þá þegar breiðst út fyrir Mið-Austurlönd og helgidómur hans er núna miðdepill þess heimssamfélags sem þessar kenningar hafa fætt af sér.

 


"Won't somebody please think of the children?"

börn í stjórnmálumÞað hlýtur að orka tvímælis að bjóða börnum virka þátttöku í mótmælafundum, jafnvel þeim sem ætlað er að vera friðsamlegir.

Engin veit hvenær átök kunna að brjótast út eins og nýleg dæmi sanna.

Þrátt fyrir augljósan ávinning þess að geta sýnt í "verki" að málið varði börnin líka, (sem er þekkt fyrirbæri til samúðar-öflunar í Bandaríkjunum og mörgum ríkjum Evrópu og ein þekktasta klysjan  úr þáttunum um Simpson fjölskylduna er einmitt "Won't somebody please think of the children?" ) hefur notkun barna og ungmenna í pólitískum tilgangi á sér afar neikvætt yfirbragð enda hefur það einkum verið stundað í ráðstjórnar og einræðisríkjum.

Meðal þjóða þar sem þjóðfélagslegt róstur hefur orðið að vopnuðum átökum hafa börn, einkum á seinni tímum, verið óspart notuð til átaka.

börn í átökumEnska orðið yfir fótgönguliða "Infantry" er dregið af franska orðinu yfir barn. Tengining varð til vegna þess að yfirmenn vildu að fótgönguliðar þeirra væru undirgefnir og hlýddu boðum yfirmanna líkt og börn.  Börn eru vissulega óvanari sjálfstæði og því tilleiðanlegri en fullorðið fólk.

Sameinuðu þjóðirnar áætla að rúmlega 200.000 börn undir fimmtán ára að aldri séu undir vopnum í heiminum í dag. Flest þeirra tilheyra uppreisnarhópum og vígasveitum líkum þeim sem finna má í Eþíópíu, Afganistan og Burma.

Víst er að þrettán ára drengur eða stúlka hefur ekki líkamakrafta á við fullorðin einstakling en þau hafa fullt vald á AK-47 og M-16 léttavopnum.

Það eru sem betur fer engar horfur á því um þessar mundir að þjóðfélagsólgan á Íslandi leiði til svipaðs ástands og gert hefur börn að hermönnum í öðrum löndum heimsins og því hægt að segja að ég máli þessa tengingu við notkun barns á friðsamlegum mótmælafundi, sterkum litum.

En því má svara á móti að í upphafi skyldi endirinn skoða.

 

 


FBI, SWAT og Lögreglan í Tallahassee

Það er alkunna að fólki almennt þykir gott að hafa í kring um sig hluti sem þeim eru hugleiknir eða það hefur bundist einhverjum tilfinningalegum böndum. Til dæmis hafa margir fjölskyldumyndir sínar með sér á vinnustaðinn til að minna sig á til hvers allt stritið er eða aðra persónulega muni sem leiða hugann að jákvæðu og uppbyggjandi hliðum lífs okkar.

Oft mynda þessir hlutir einskonar andrúmsloft sem aðrir finna líka fyrir þegar þeir koma inn í rímið þar sem þessir munir standa. Þegar litast er um heima hjá fólki er eins og fyrir manni opnist hluti af heimi sem gefur til kynna hvernig persónunum líður sem á staðnum búa. Þetta á ekki bara við um heimili heldur einnig vinnustaði.

innsigli fbiÞað eru einnig alþekkt vinnubrögð yfirvalda hvar sem er í heiminum að gefa ákveðin skilaboð til kynna með óbeinum hætti, t.d.  umhverfinu þar sem sjónvarpsviðtöl eru veitt við valdhafa eða fulltrúa þeirra. Venjulega er verið að leggja áherslu á ákveðna hugmyndafræði á táknrænan hátt.

Þá skiptir klæðnaður máli , liturinn á bindinu, munirnir á borðum, bækurnar sem sjást í hillunni o.s.f.r. Þetta er alþekkt tækni sem ætlað er að hafa ákveðin ósjálfráð og óbein áhrif á þá sem á viðtalið horfa, umfram það sem sagt er berum orðum.

Ég velti því fyrr mér hvaða skilaboð séu fólgin í því, þegar að Árni Þór  vettvangsstjóri Lögreglunnar í Reykjavík gaf MBL.IS  myndbands-viðtal  á skrifstofu sinni um viðbrögð lögreglunnar á Hótel Borg á gamlársdag þar sem hann sagði að lögreglan hefði verið alls óundirbúin fyrir átökin.

Í fyrstu áttaði ég mig ekki hvers vegna það fór um mig ónotahrollur þar sem maðurinn sjálfur var hinn almennilegasti. Svo kom ég auga á það.

Fyrir aftan hann á hillu voru mest áberandi einkennishúfur sem merktar voru bandarískum lögregluyfirvöldum og sérsveitum þeirra. 

SWAT_teamEin þeirra var frá Bandarísku alríkislögreglunni (FBI) sem er  alþekkt fyrir að láta nota sig óspart í pólitískum tilgangi.

Nægir í því efni að minna á kommúnistaveiðarnar sem gengu yfir Bandaríkin í kring um 1950 og kenndar eru við Joseph McCarthy nokkurn en þá var J. Edgar Hoover yfirmaður FBI.

Önnur var merkt sérveitum bandarískra lögregluliða eða SWAT (Special Weapons and Tactics) sem eru þær sveitir sem fást við vopnaða glæpamenn, umsátur og skotbardaga.

tallahasseeSú þriðja var merkt lögreglu Taallahassee í Florida í Bandaríkjunum þar sem skotbardagar og dauðsföll af völdum þeirra eru daglegt brauð.

 


100 aðferðir til friðsamlegra mótmæla

Hér er skrá yfir eitt hundrað aðferðir til friðsamlegra mótmælaaðgerða sem notast er við af aðgerðahópum vítt og breitt um heiminn. Sumar af þeim hafa verið notaðar undanfarnar vikur á Íslandi en aðrar ekki. Listinn yfir vel þekktar og þaulreyndar aðferðir við friðsamlegar mótmælaaðgerðir er að vísu miklu lengri og hér er stiklað á stóru. Sumar aðferðanna kunna að vekja alvarlegar spurningar, sérstaklega ef miðað er eingöngu við heimahagana. Spurningin er hvort þetta sé eitthvað líkt því sem við eigum í vændum að sjá á Íslandi á komandi ári?

Yfirlýsingar

   1. Ræður
   2. Opin bréf til að mótmæla eða til stuðnings 
   3. Yfirlýsingar frá stofnunum og samtökum 
   4. Undirskriftasöfnun undir yfirlýsingar 
   5. Nákvæmar yfirlýsingar um ákærur og tilgang 
   6. Hópa eða fjölda áskorannir

Tengsl við almenning

   7. Slagorð, skammstafannir og tákn 
   8. Borðar, veggspjöld og önnur uppsett skilaboð 
   9. Dreifibréf, bæklingar og bækur 
  10. Dagblöð og tímarit 
  11. Geisladiskar, myndbönd, útvarp, sjónvarp, SMS,  tölvupóstur, blogg og heimasíður

  12. Himnaskrift (Úr flugvél) og Jarðskrift (sést best úr flugvélum)

Hópgjörningar

  13. Fulltrúar sendir á fund ráðamanna
  14. Hæðni verðlaunahendingar 
  15. Hóp áróður (Margir í einu reyna að ná tali af viðkomandi) 
  16. Aðgangshindrun 
  17. Sýndar-kosningar

Táknrænar opinberar aðgerðir

  18. Fánum og táknrænum litum flaggað 
  19. Tákn á klæðnaði 
  20. Bæna og helgihald 
  21. Afhending táknrænna hluta 
  22. Gerviafhjúpun minnismerkja 
  23. Eyðileggja eigin eigur opinberlega
  24. Táknræn ljós 
  25. Sýna andlitsmyndir 
  26. Líkamálning í mótmælaskyni

  27. Ný tákn og ný nöfn 
  28. Táknræn hljóð 
  29. Táknrænar yfirlýsingar 
  30. Dónaleg framkoma

Þrýstingur á einstaklinga

  31. Að sitja fyrir opinberum starfsmönnum (stjórnmálmönnum) 
  32. Stríða opinberum starfsmönnum 
  33. Daður við opinbera starfsmenn 
  34. Vökur við opinberar byggingar

Leiklist og tónlist

  35. Gamanþættir og hrekkir 
  36. Tónlistar og leikþáttar flutningur 
  37. Söngur

Göngur

  38. Mótmælagöngur 
  39. Skrúðgöngur 
  40. Trúarlegar göngur 
  41. Pílagrímsferðir 
  42. Bílalestir

Að heiðra hina "látnu"

  43. Pólitísk sorg 
  44. Gervi útfarir 
  45. (Alvöru) Útfarir gerðar að táknrænum atburðum 
  46. Heimsóknir að leiðum látinna

Almennar samkomur

  47. Samkomur til að andmæla eða sýna stuðning 
  48. Mótmælastöður
  49. Dulbúnir mótmælafundir 
  50. Námskeiða-mótmæli

Afneitun

  51. Útganga (Af vinnustað eða fundarstað)

  52. Þögn

  53. Afþakka viðurkenningar

  54. Snúa baki við ræðumönnum

Aðferðir við almenna borgaralega óhlýðni

  55. Allsherjar verkföll

  56. Sérhæfð verkföll

  57. Almenn hungurverkföll

  58. Sjálf einangrun

  59. Undanfærslur

Mótastaða við almenna siði og stofnanir

  60. Leggja niður almennt samkomuhald og íþróttaviðburði

  61. Taka ekki þátt í samfélagsstarfsemi

  62. Nemenda verkfall

  63. Samfélagsleg óhlýðni

  64. Draga sig út úr öllum samfélagslegum stofnunum

Að draga sig út úr öllu samfélagslega kerfinu

  65. Verið heima

  66. Algjör persónuleg ósamvinnuþýðni

  67. Atgerfisflótti

  68. Vera á stöðum sem njóta friðhelgi 

  69. Fjöldahvörf

  70. Fjölda mannflótti

Aðferðir við efnahagslega borgaralega óhlýðni neytenda

  71. Sniðgangið verslanir

  72. Neytið ekki varnings þeirra sem eru sniðgengnir

  73. Takið upp stranga sparnaðarstefnu

  74. Neitið að borga leigu

  75. Neitið að leigja

  76. Neitið að þiggja þjónustu hins opinbera

  77. Alþjóðleg neytenda sniðganga

Aðgerðir verkalýðs og framleiðenda

  78. Leggja niður vinnu

  79. Hætta framleiðslu

Aðgerðir millimanna

  80. Heildsalar og millimenn neita að veita þjónustu

Aðgerðir eigenda og stjórnenda

  81. Kaupmannaverkfall

  82. Neitið að leigja eða selja eignir
  83. Skiptið um læsingar

  84. Neitið að veita iðnaði fyrirgreiðslu
  85. Almennt viðskiptabann á ríkið

Aðgerðir þeirra sem ráða fjármagninu

  86. Takið allt fé út úr bönkum

  87. Neitið að borga aukagreiðslur, stimpilgjöld og þjónustugjöld

  88. Neitið að borga skuldir og vexti

  89. Neitið að borga skaðabætur og taka lán

  90. Neitið  að greiða fjármagnskostnað  

  91. Neitið að nota gjaldmiðilinn

Aðferðir fyrir ríkisstjórnir

  92. Setja viðskiptahömlur

  93. Gerið skrá yfir óæskilega kaupmenn og fyrirtæki

  94. Takið þátt í alþjóðlegum viðskiptabönnum

  95. Setjið útflutningsbann  

  96. Takið þátt í alþjóðlegu viðskiptabanni

Pólitískar aðgerðir

 97. Yfirflæðið  stjórnkerfið

 98. Segið til útsendara stjórnarinnar

 99. Sækist eftir fangelsunum

 100. Hlýðið ekki "hlutlausum" lögum 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband