Rutka Laskier, rödd úr fortíðinni, Laila El-Haddad rödd dagsins í dag

1_61_holocaust_diaryÁn þess að nokkur vissi af því hélt Rutka Laskier, 14 ára pólsk stúlka dagbók frá 24. Janúar til 24. Apríl 1943.  Dagbókin er um sextíu síður og var ekki kynnt opinberlega fyrr en 2006.

Rudka bjó í Bedzin í Póllandi og var flutt í Ágúst mánuði það sama ár til Auschwitz þar sem hún og foreldrar hennar létu lífið í gasklefum Nazista.

6. Feb. 1943 skrifaði Rutka þetta;

Eitthvað hefur brotnað inn í mér. Þegar ég geng fram hjá þjóðverja, dregur allt sig saman inn í mér. Ég veit ekki hvort það er af ótta eða hatri. Mig langar að kvelja þá, konur þeirra og börn, þeirra sem sem slepptu hundum sínum á okkur, berja þá og kirkja þá af afli, smátt og smátt. Hvenær kemur sá dagur sem Nica talaði um..Það er eitt málið.

Annað málið er, að ég held að ég sé orðin að konu. Það þýðir að í gær þegar ég var að baða mig og vatnið lék um mig, þráði ég hendur einhvers að strjúka mér...Ég veit ekki hvað það var, ég hef aldrei fyrr haft slíkar tilfinningar...

...Oh, Ég gleymdi því mikilvægasta. Ég sá hermann rífa nokkra mánaða gamalt barn úr örmum móður þess og mola höfuð þess með að berja því upp við rafmagnsstaur. Heili barnsins slettist á viðinn. Móðurinn sturlaðist.

Laila El-Haddad er ung tveggja barna móðir sem bloggar þegar hún getur frá Gaza strönd þar sem hún er búsett.

9. Janúar 2009 skrifaði Laila þetta;

our_family-Fyrst hristist húsið, svo brotna gluggarnir og þá..óttinn..óttinn. Og þegar þú sérð öll þessi börn sem liggja á sjúkrahúsinu. Sum þeirra geta teiknað og það sem þau teikna er ótrúlegt.

Sex ára drengur sem býr í sama húsi og ég teiknaði mynd af dreng sem var lifandi og af öðrum sem var dáinn. Hann sagði að dáni drengurinn væri vinnur sinn sem Ísraelar hefðu drepið.

Feður geta ekki verndað börn sín. Mæður gera sitt besta til að láta ekki börnin sjá óttann.

Faðir minn sagði að í dag hefðu fleiri fluguritum verið dreift til að reyna að kúga íbúana sem þegar eru örþreyttir, soltnir og skelfdir.

"Til íbúa þessa svæðis. Vegna starfsemi hryðjuverkamanna í nágrenni við hús ykkar og sem beint er gegn Ísraelsríki verður Ísraelski Varnarherinn að grípa til tafarlausra aðgerða í grennd við íbúahverfi ykkar. ....Ykkur er skipað að yfirgefa svæðið þegar í stað. "


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eitt augnablik óskaði ég mér að ég hefði ekki lesið þessa færslu þína. En svo mundi ég. Við meigum ekki alltaf líta undan.

Davíð Kristjánsson (IP-tala skráð) 10.1.2009 kl. 09:19

2 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Takk fyrir þessa færslu Svanur, mjög sterk færsla.

Óskar Þorkelsson, 10.1.2009 kl. 10:43

3 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Grimmd mannsins eru engin takmörk sett...

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 10.1.2009 kl. 11:03

4 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Segi eins og Davíð, við meigum ekki líta undan, þrýsta á stjórnvölda að slíta sambandi við Ísrael, við fáum þetta beint í æð á hverjum degi, getum ekki falið okkur á bak við að við vitum ekki. Ólíkt og í seinni heimsstyrjöldinni. Þar er verið að bíða eftir að aðrir taki af skarið. Hugleysi og luðrugangur.

Rut Sumarliðadóttir, 10.1.2009 kl. 11:30

5 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Mjög sterk færsla, eins og chili fyrir þá sem vilja sjá blóð og hata gyðinga eins og pestina. Samlíking þín er ósmekkleg. Ruth Laskier var myrt árið 1943 af morðóðum Evrópumönnum, sem vildu utrýma gyðingum.  Hefur þú, Svanur, spurt Lælu El Haddad hvort hún hafi kosið Hamas. Ef hún hefur gert það, er Læla þessi ein af þeim sem vilja útrýma gyðingum. Hún er þá eins og morðingi Rutku Laskiers!

Sérðu þetta ekki maður? Hefur hatrið blindað þig?

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 10.1.2009 kl. 18:53

6 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Hverja eða hvað segir þú mig hata Vilhjálmur???

Ég veit að þessi samlíking er þér eins og að nefna snöru i hengds manns húsi en sannleikur málsins er samt öllum ljós. Það sem er verra að hann (sannleikurinn) er hættur að skipta máli fyrir þig. Ég er viss um að Rutka á sér margar þjáningasystur á Gaza um þessar mundir og þær upplifa Ísraelska hermenn líkt og Rutka Þjóðverja. Þess vegna er samlíkingin raunhæf.

Svanur Gísli Þorkelsson, 10.1.2009 kl. 19:16

7 identicon

Ég velti því fyrir mér hvort að Síonistar eins og Vilhjálmur geri sér ekki grein fyrir samlíkingunni með nasista og gyðinga.

Er það virkilega þannig að hann heldur að helförin réttlæti morð á fólki sem ekki eru Evrópubúar?

Davíð Kristjánsson (IP-tala skráð) 10.1.2009 kl. 23:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband