Túlipanar

Rauður túlipaniHvaða land kemur upp í hugann þegar minnst er á túlípana. Holland ekki satt. Það mætti ætla að blómið væri Þjóðarblóm þeirra. Svo er ekki, alla vega ekki formlega.

Hollendingar hafa gert þetta blóm sem er eitt af 150 tegundum lilju ættarinnar og er upphaflega ættað frá Mið-Asíu, að einni af helstu útflutningsvöru sinni.

Þegar að blómið barst til Hollands á seinni hluta sextándu aldar frá Tyrklandi, greip um sig einskonar túlípana-æði í landinu sem enn hefur ekki linnt.

Túlipana túrbanNafn blómsins  (einnig það latneska, Tulipa gesneriana) er dregið af Ottóman-Tyrkneska orðinu tülbend. Það orð er hinsvegar dregið af persneska heiti þess, slâleh. 

Af tülbend er einnig dregið orðið túrbani (turban) sem er vefjarhöttur. Orðsifjarnar á milli hattarins og blómsins eru auðvitað tilkomnar af svipuðu útliti fornra vefjarhatta og krónu túlípanans.

En það ætti ekki að koma Íslendingum á óvart. Á íslandi hafa blóm hatta, hettur, húfur og skúfa.

Ég veit ekki af hverju það stafar, en túlípanar hafa alltaf farið í taugarnar á mér.

Túrbani 1Vefjarhöttur (turban) er á Vesturlöndum samheiti yfir margar gerðir af höfuðfötum sem eiga það sameiginlegt að vera gert úr einum löngum klút sem vafið er á mismunandi vegu um höfuðið.

Meðal íslamskra klerka og kennimanna var hæð vefjarhattar hans talin gefa til kynna lærdóm hans og tignarstöðu. Sumir þeirra voru svo háir að þeir voru hærri en sá sem höttinn bar.


Bardaginn sem öllu breytti

Það var enginn smáræðis floti sem dró upp að ströndum Englands þann 28. september árið 1066. Mörg hundruð skip voru í flotanum og um borð voru ásamt átta þúsund hermönnum, sjómenn, eldabuskur og hestar og smiðir.

Vilhjálmur fellur viðFyrstur til að stökkva á land var Vilhjálmur hertogi af Normandí. Hann vildi sína mönnum sínum að hann væri maður sem hægt var að treysta. Um leið og hann kom upp í  fjöruna datt hann kylliflatur í mölina. Það fór kurr um mannskapinn.

Þetta gat ekki boðað gott. Orðatiltækið "fall er fararheill" var eflaust í hugum þeirra eins og okkar, slöpp tilraun til að breiða yfir klaufaskap og oftast sagt til að segja bara eitthvað undir afar vandræðalegum kringumstæðum. -

Vilhjálmur spratt á fætur og snéri sér við og rétti báðar hendur í átt að mönnum sínum. "Við dýrð Guðs" hrópaði hann. "Ég hef enska jörð tveimur höndum tekið". Þetta nægði til þess að mennirnir róuðust og sumir fóru að brosa aftur í kampinn. Vilhjálmur var eins og aðrir snjallir lýðskrumarar snillingur í að snúa því sem miður fer, sér í vil.

Vilhjámur gerir árasVilhjálmi tókst þennan dag, það sem engum hefur tekist síðan, að landa með glans innrásarher á enska grundu. Riddarar og bogaliðar þustu í land og á næstu dögum  leiddi Vilhjálmur þá frá Pevensey flóa til Hastingshæða þar sem hann setti upp búðir.  

Vilhjálmur var svo forsjáll að taka með sér forsmíðaðan trékastala sem hægt var að slá upp á nóinu. Grindurnar voru negldar saman með stautum sem pakkað hafði verið í tunnur og á skömmum tíma var Vilhjálmur búinn að koma sér fyrir í ágætis bækistöðvum.

Til að byrja með fóru Vilhjálmur og her hans  sínu fram algjörlega óáreittir. Haraldur konungur Englands hafði öðrum hnöppum að hneppa við að hrekja nokkra Norðmenn aftur í sjóinn sem gert höfðu strandhögg norður í landi.

Þegar að Haraldur loks heyrði að Vilhjálmur væri mættur með lið sitt til að hertaka landið, dreif hann sig suður til að mæta honum og kom á Hastingsslóðir þann 13. október. Hermenn hans var þreyttur eftir langa göngu í einum spreng suður á bóginn, húskarlarnir moldugir og pirraðir og þungvopnaðir fótgönguliðarnir frekar fúlir líka. Haraldur skipaði þeim að taka sér stöðu á hæð einni réttum ellefu km. norðaustur af bækistöðvum Vilhjálms og verjast þaðan. Öllum varaliðum og heimavarnaliði skipaði hann að baki þeim.

Og þá var sviðið tilbúið fyrir frægustu orrustu sem háð hefur verið á Englandi, kennd við Hastings.

Orrustan við HastingsNormannar áttu erfðan dag fyrir höndum. Í morgunskímunni 14. október, stigu fylkingar þeirra út úr morgunlæðunni fyrir neðan hæðina og sáu fyrir ofan sig þéttan vegg húskarla Haraldar tvíhenda sínar bitru axir. Úff. Klukkan hálftíu dró loks til tíðinda. Lúðraþeytarar Vilhjálms blésu til orrustu og bogaskyttur hans stigu fram fyrir skjöldu. Um leið og örvadrífurnar skullu hver á eftir annarri á ensku fótgönguliðunum og húskörlunum efst á hæðinni gerðu riddaraliðar Vilhjálms árás og knúðu hesta sína upp hæðina.

Ensku húskarlarnir reiddu upp axir sínar og hjuggu niður bæði hesta og menn um leið og þeir skullu á skjöldum framliðanna.

Húskarlar berjastÁ vinstri væng hers Vilhjálms börðust riddarar frá Bretaníu. Árás þeirra var hrundið og þeir komu aftur veltandi niður brekkuna, hestar og menn í einni kös. Á eftir þeim fylgdu grenjandi Englendingar sem ólmir vildu reka flóttann. Þegar að Vilhjálmur sá í hvað stefndi, reif hann af sér hjálminn og öskaraði; "Horfið vel á mig. Hér er ég enn og ég mun enn með náð Guðs verða sigursæll".

Þetta virtist virka á strákana því þeir snéru við á flóttanum, náðu að skipuleggja sig og hófu að brytja niður Englendingana sem komið höfðu á eftir þeim.

Við þetta fékk Vilhjálmur hugmynd.  Hann kom skilaboðum til sinna manna um að sviðsetja í skyndi nokkra slíka "flótta". Bragðið heppnaðist og Normönnum tókst að ginna talsverðan fjölda af mönnum Haraldar niður af hæðinni þar sem lífið var murkað úr þeim. En stærsti hluti hers Haraldar stóð samt stöðugur og húskarlar hans slógu skjaldborg um konung sinn sem riddarar Vilhjálms náðu ekki að brjóta á bak aftur.  

Orrustan hélt áfram langt fram eftri degi og það var byrjað að skyggja þegar að einum bogamanna Vilhjálms tókst að skjóta ör í auga Haraldar. 

Haraldur fellurVið að sjá konung sinn særast misstu Englendingar móðinn og hleyptu í gegnum raðir sínar hópi af riddurum Vilhjálms sem síðan náði fljótlega yfirráðum á hæðinni.

Þeir sóttu stíft að Haraldi sem var varinn hetjulega af húskörlum sínum og sagt er að hann hafi náð að draga örina úr hausnum á sér og berjast áfram. Loks náðu riddarar Vilhjálms að hakka sig í gegnum húskarlana, komast að konunginum og höggva hann niður. Megnið af enska hernum var þá flúinn.

Vilhjálmur fyrirskipaði seinna að klaustur skyldi byggt á hæðinni þar sem Haraldur féll og það helgað heilögum Martin og kallað Orrustu klaustur.


Sjaldgæfasti sjúkdómur í heimi - Ekki gefast upp

0 Sjaldgæfasti sjúkdómurinnHann heitir Ruben og er átta ára og á heima í Gomersal, West Yorkshire á Englandi. Sjúkdómurinn sem hann er haldinn er svo sjaldgæfur að það er ekki einu sinni búið að gefa honum nafn. Hann hefur þjáðst af sjúkdóminum frá fæðingu og læknar fundu enga lækningu. Það næsta sem þeir komust í greiningu sjúkdómsins var að segja hann líkjast Diamond Blackfan Anaemia (DBA)

Hann þjáðist af stöðugum svima og ónæmiskerfið var svo veikt að hann var með astma og exem á háu stigi. Hann þurfti stöðugar blóðgjafir vegna þess hve rauðu blóðkornin fjölguðu sér lítið. Hjartsláttur hans var stundum þrefalt hraðari en eðlilegt getur talist og hann var mikið á eftir jafnöldrum sínum í þroska.

Foreldrum hans Peter Mead og Michelle Grainger-Mead var sagt að líklega þyrfti hann að undirgangast beinmergskiptingu sem gæti verið honum lífshættuleg vegna þess hve veikbyggður hann var.

En þau gáfust ekki upp við að leita að lækningu fyrir son sinn. Þau rannsökuðu allar heimildir sem var að finna í þrjú ár og reyndu fjölda óhefðbundna læknisaðferða. Þau þræddu netið við að lesa læknisfræðigreinar og prófuðu jafnframt allt frá nálarstungu til sérstakra vatnsbaða.

Loks duttu þau niður á lausn sem virðist virka. Læknarnir sem önnuðust Ruben hafa lýst undrun sinni yfir því að drengur sem þurfti á blóðgjöf að halda einu sinni í mánuði hefur nú verið án þeirra  í þrjú ár. Einkenni sjúkdómsins hafa að mestu horfið og þroski Rubens tekið stór stökk fram á við.

Það var næringarfræðingurinn  Diana Wright sem kom þeim á sporið. Hún uppgötvaði að Ruben skorti ákveðnar kjarnasýrur (leucine og isoluceine) og eggjahvítuefni í líkama sinn. Hann var því settur á eisnkonar fæðubótarefni sem var blandað í drykk hans og fæðu. Áhrifin létu ekki á sér standa og nú hafa læknar ákveðið að rannsaka þessi tengsl ýtarlegan í von um að finna megi lækningu fyrir þau hundruð barna sem þjást af DBA.

Fæðubótarefnin sem Ruben tekur eru ekki ódýr. Þau kosta foreldra hans 10.000 pund á ári.


Hér séu Drekar

Svartur DrekiFrá því að farið var að skrá verk og hugmyndir mannkynsins hafa drekar komið við sögu. Í elstu heimildum um menningu Assýríumanna, Babýloníu, í Gamla testamentinu og sögu Gyðinga, fornum ritum Kínverja og Japana, í arfsögnum Grikkja, Rómverja og helgisögnum norður Ameríkubúa, Afríku og Indlands, er að finna dreka.

Á Íslandi er drekagammurinn talinn ein af landvættunum og rataði þess vegna inn í skjaldarmerkið. Reyndar var trúin á landvættina slík að það var bannað með lögum að styggja þá t.d. með því að sigla með gínandi trónu fyrir landi. Það er í raun erfitt að finna þjóð sem ekki hefur í menningu sinni að geyma frásögn af eða tengingu við dreka.


Fyrsta spurningin sem kemur upp í hugann er hvort drekinn eigi sé einhverja stoð í raunveruleikanum. Flestar bækur svara því neitandi og benda á að veran komi ekki fyrir í list og ritverkum fyrr en menning mannsins var komin vel á veg.

Forsöguleg flugeðlaBent hefur verið á að drekinn sé samsettur úr árásargjörnum og hættulegum dýrum eins og slöngu, krókódíl,  ljóni og jafnvel forsögulegum kvikindum. Drekinn er sem sagt tákn dýrsins „par exellence“ og hann birtist okkur fyrst sem slíkur í súmerskum hugmyndum um dýrið sem „óvini“ mannsins sem seinna voru settar í bein tengsl við djöfulinn.


Þetta á samt ekki við um nærri alla dreka, sérstaklega ekki þá kínversku sem eru frægir fyrir góðverk sín. Þessi ímynd dreka sem hræðilegra villidýra er líka dálítið ósanngjörn. Ef við t.d. berum hann saman við aðra ímyndaða sambræðinga eins og Kentára eða Griffina, og tökum í burtu augljósar ýkjur eins og eldspúandi gin,  er drekinn tiltölulega líffræðilega sannfærandi skeppna.

Moloch HorridusÞeir eiga margt sameiginlegt með forsögulegum drekum og eðlum sem svifu á milli fjallstoppana í fyrndinni.  Aristóteles og Pliny ásamt öðrum fornaldarskrifurum héldu  því fram að drekar væru hluti af náttúrunni frekar en ímyndunaraflinu og ef það er rétt eru bestu kandídatarnir eðlur.


Talverður fjöldi smáeðla, sérstaklega í Indó-Malasíu, geta látið sig svífa á fitjuðum vængjum og eru svo svipaðar drekum að þeim hefur verið gefið tegundarsamheitið Draco.

Hin bryn-skeljaða Moloch Horridus eðla er afar svipuð í sjón að sjá og gaddaður dreki. Indónesíska eðlutegundin Varanus komodoensis, kölluð Komododreki af innfæddum, getur orðið allt að þrír metrar á lengd. Náskyldur útdauður ættingi hennar í Ástralíu varð allt að sex metrar á lengd.

Varanus komodoensisÞað er ólíklegt að ein tegund skriðdýra hafi getað orðið fyrirmynd að drekanum þótt eflaust hafi þau hjálpað til við mótun hugmyndanna vítt og breytt um heiminn.

Þá eru tengsl dreka við himinhvolfin vel kunn. Það er vart hægt fyrir nútíma manninn að ímynda sér hversu heillaðir frummennirnir forfeður okkar voru af himninum. Plánetur og stjörnur voru í þeirra augum guðir og þegar að eitthvað óvenjulegt gerðist, eins og sól eða tunglmyrkvi,  eða þá að halastjarna með glóandi hala geystist um sjónarsviðið, þóttu það merkisviðburðir. Það er ekki erfitt að sjá hvernig barátta guðanna við eldspúandi dreka urðu að goðsögnum sem enn lifa góðu lífi eins og meðal frumstæðra ættálka og bókstafstrúaðra Biblíuskýrenda.
DrekaeyðirÍ vestrænum samfélögum höfum við vanist því horfa á drekann sem tákn hins illa, liggjandi dauðan fyrir fótum eins af hinum heilögu drekadrápurum eins og Heilags Georgs frá Kappadokíu eða Margrétar af Antiokíu eða þá erkiengilsins Mikaels. En sú táknmynd er afar mikil einföldun á hlutverki drekans í öðrum hlutum heimsins og reyndar heiminum öllum, áður en kristindómurinn kom til sögunnar.

Þegar að miðaldamenn reyndu að setja niður legu landa og sæva á kort, tíku drekar við þar sem þekkiningin endaði, eins og sjá má á mörgum kortum frá þeim tíma.

Í grískum og rómverskum sögnum er drekanum falið það hlutverk að gæta hofa og heilagara staða. Vegna skarprar sjónar og styrkleika síns, visku og forspárkunnáttu er hann einkar vel til slíkra verka fallinn og gætti því visku og fjársjóða. Í germönskum söguljóðum heygja hetjurnar hildi við dreka, líkt og Sigurður við Fáfni og Bjólfur við drekann sem varð honum að bana. 

Rauður DrekiÍ austurlöndum er drekinn miklu flóknari vera. Í bókmenntum og list fyrri tíma sést vel að hann getur breytt um útlit og tekið á sig mynd hvaða veru sem er. Hann getur ráðið veðri og vindum og því ábyrgur fyrir uppskerunni eða bresti hennar. Hann er Yang/Yin veran sem Feng –Shui meistararnir reyndu að setja í jafnvægi. Drekinn var svo mikilvægur að hann varð að tákni Keisaraveldisins. Keisarinn sat í drekahásætinu, svaf í drekarúminu, klæddist drekafatnaði og enginn annar mátti eiga fimmklóa dreka eftirmyndir.

Samkvæmt kínverskri heimspeki er drekaormurinn mikilvægasta og altækasta táknið fyrir þau öfl sem ráða alheiminum. Ólíkt því sem gerist á vesturlöndum, er drekinn aldrei sigraður eða drepinn í Kína, vegna þess að þeir eru nauðsynlegir milligönguaðilar milli jarðar og himins.


Maðurinn sem breytti heiminum en fáir þekkja

Tsai-Lun-Til eru alfræðibækur sem ekki minnast einu orði á TS´AI LUN og nafn hans kemur sjaldan fyrir í venjulegum sögubókum sem kenndar eru í skólum heimsins.  Samt verður hann að teljast, með tilliti til uppfinningar hans, einn af áhrifamestu einstaklingum heimssögunnar.


TS´AI LUN  var hirðmaður kínverska keisarans Ho Ti fyrir tæpum 2000 árum.  Hann var geldingur og fyrir hina mikilvægu uppgötvun sína sem hann kynnti fyrir keisaranum árið 105 e.k. var honum svo vel launað að hann varð vellauðugur. Seinna  blandaði hann sér í hallardeilur sem að lokum urðu til þess að hann féll í ónáð. Hann lauk lífi sínu með því að baða sig, klæðast sínum besta kirtli og taka síðan inn banvænt eitur.


Án uppfinningar hans væri heimurinn ekki eins og við þekkjum hann í dag. Lengi vel var formúlu hans haldið leyndri og það var ekki fyrr en árið 751 að  öðrum en Kínverjum var kunnugt um samsetningu hennar. Það ár handtóku Arabar nokkra sérfræðinga í notkun hennar og þaðan breiddist  þessi þekking út um heiminn.


Það sem TS´AI LUN fann upp var; Pappír.Pappírsgerð


Fram að uppfinningu TS´AI LUN höfðu Kínverjar aðallega notast við bambus og tré til að skrifa á. Á Vesturlöndum voru notuð skinn og síðar pergament, í Miðausturlöndum, leirtöflur og síðan papírus sem kom frá Egyptalandi. Pappír tekur öllum þessum tegundum áritunarefna fram og varð fljótlega allráðandi, ekki hvað síst eftir að Jóhann Gutenberg (1400-1468)  fann upp prentvélina.


Hið undarlega mál varðandi Dogon-fólkið

dieterlenSuður af Sahara eyðimörkinni búa fjórir Afrískir ættbálkar. Á árunum 1945-50 dvöldust frönsku mannfræðingarnir Marcel Griaule og Germaine Dieterlen á meðal þeirra, aðallega samt hjá ættbálki sem kallaður er Dogon fólkið.

griaule%5B2%5DÁ þessum  skamma tíma áunnu mannfræðingarnir sér trúnað Dogon fólksins og trúarleiðtogar þeirra trúðu þeim fyrir launhelgum sínum. Með því að teikna í moldina, drógu prestarnir upp heimsmynd sem þeir höfðu erft og varðveitt um aldir. Þekking þeirra á stjörnufræði  var svo mikil og nákvæm að undrum sætir. 

DagonMegin hluti þekkingar þeirra beindist að tvístirninu  Síríus A og Síríus B.  Síríus A er bjartasta stjarna á himnahvelfingunni en um hana snýst Síríus B sem er „hvítur dvergur“ með gríðarlegan efnisþéttleika og  eðlisþyngd en ógerlegt er að sjá berum augum frá jörðu. 

Síríus B var fyrst uppgötvuð árið 1862 af Bandaríkjamanninum Alvan Clark þegar hann beindi sterkasta sjónauka sem þá var til að Síríusi A og tók eftir litlum hvítum depli sem var 100.000 sinnum dimmari en Síríus A.


DogonadansÞrátt fyrir þetta vissu Dogonar um tilvist þessarar stjörnu og talvert um eiginleika hennar. Þeir vissu að hún var hvít og þótt hún væri  „með minnstu stjörnum sem finnast“  var hún jafnframt  „þyngsta stjarnan“ og gerð úr efni sem var „þyngra en allt járn jarðarinnar“. Þetta er ágæt lýsing á þéttleika Síríusar B þar sem einn rúmmetri af efni hennar vegur 20.000 tonn. Dogonar vissu að Síríus B var á sporbraut um Síríus A sem tók 50 ár að fara og að hann var ekki  fullkomalega hringlaga heldur ílangur líkt og sporbraut flestra himintungla er, staðreynd sem ekki var vel kunn utan vísindasamfélagsins.

NOMMO
Þekking Dogona á almennri stjörnufræði var líka undraverð. Þeir teiknuðu bauginn í kring um Satúrnus sem ekki er hægt að sjá frá jörðu, þeir vissu að að Júpíter hefur fjögur stór tungl, að pláneturnar snúast um sólina, að jörðin er hnöttur og að hún snýst um möttul sinn. Þeir vissu að Vetrarbrautin er spíral-laga, eitthvað sem ekki var uppgötvað fyrr en seint á síðustu öld.
En það sem hljómar ótrúlegast af öllu er að Dogonar segja að þessi þekking hafi verið færð þeim af verum sem komu fljúgandi ofan frá himnum í einskonar örk. Þessar verur urðu a lifa í vatni og kölluðu sjálfa sig Nommos.


OannesÞetta heiti  veranna og sú þekking sem þær eru sagðar hafa skilið eftir sig á meðal Dogo ættflokksins, vakti athygli sagnfræðingsins Robert Temple. Hann setti heitið í samhengi við vatnaguð Babýloníumanna Oannes, sem sagður er hafa kennt Súmerum stærðfræði, stjörnufræði, landbúnað og skipulagningu samfélags þeirra.


Gríski fornaldar presturinn Berossus lýsir Oannes í bók sinni "Saga Babýlonar"; „Allur líkami dýrsins var líkur fiski og undir fiskhausnum var annað höfuð líkt mannshöfði . Rödd þess og tungumál var mennskt og myndir af því eru enn til....Þegar að sól settist var það siður dýrsins að stinga sér í sjóinn og dveljast alla nóttina í djúpunum því dýrið var bæði land og sjávarskeppna.“


Hey Rama

RamaEinu sinni fyrir langa löngu, þegar að sögur voru ekki skráðar, heldur lifði í manna minnum, fæddist prins sem nefndur var Rama. Hann var frumburður Dasharatha konungs sem réði Kosala konungdæminu á norður Indlandi. Sem drengur réði Rama niðurlögum ógurlegrar andaveru sem lengi hafði hrellt þjóð hans. Þegar hann varð fullorðin vann hann hönd hinnar fögru Situ í keppni þar sem hann setti streng í boga og braut hann síðan sem aðrir gátu ekki einu sinni dregið.

Hann sameinaði þannig styrk, hugrekki og dyggðugt líferni. Vitaskuld vakti  það öfund hirðarinnar. Konungurinn valdi hann sem arftaka sinn en varð síðan að breyta því vali  til að heiðra gamalt loforð og útnefna Bharata  sem arftaka sinn, son sem hann átti með annarri konu en móður Rama. Hann skipaði Rama að yfirgefa konungdæmið. Rama sá öng föður síns og gekk viljugur á vit örlaga sinna.


Hvort Rama var raunverulega söguleg persóna, er ekki hægt að vita fyrir víst. Söguljóðið mikla sem segir sögu hans heitir Ramayana var ekki skrifað niður fyrr en fyrir þrjú þúsund árum eða um sama leiti og stórir hópar af fólki sem var ljóst á húð og há streymdu inn í landið úr norðri, - Aríarnir.

 Aríarnir eru m.a. ábyrgir fyrir því að kynna hið illræmda stéttakerfi  inn í menningu Indlands.

Sagan af Rama kann vel að vera byggð á raunverulegum prinsi því hún er mikilvægt mótvægi fyrir Hindúisma sem trúarbrögð gegn áhrifum Aría-innrásinnar.  Kristni, Búddatrú og Íslam eru trúarbrögð sem byggð eru á kenningum þriggja sögulegra persóna. Í Hindúatrú er enga slíka eina aðal-sögupersónu að finna. En ljómi Rama skín samt í gegnum arfleyfð Hindúa.


RavanEftir að Rama fór úr föðurgarði, reikaði hann ásamt konu sinni inn í álagaskóginn Dandaka. Þar bjargaði hann nokkrum heilögum mönnum úr klóm illrar andaveru. Sú afskiptasemi  kallaði yfir Rama reiði andans sem gætti skógarins, Ravan, sem var tíuhöfða djöflakonungur og bjó á eyjunni Lanka. Ravan hefndi sín á Rama með því að stela frá honum Situ eiginkonu hans og halda henni í rammgerðu virki sínu.


Rama sem var einn á báti og átti enga að. En vegna dyggða hans gekk her bjarna og apa í lið með honum og byggðu brú yfir sundið til eyjarinnar Lanka og tóku síðan virki Ravan í áhlaupi.

Rama vann svo fullnaðarsigur með því að drepa Ravan í einvígi.
Rama var ekki alveg viss um að hann vildi konu sína aftur vegna þess að hann var hræddur um að Ravan hefði spjallað hana. Sita hljóp því á eldköst til að sanna sakleysi sitt og sté úr honum ósködduð.


ValmikiEftir þessi ævintýr snéru þau aftur til Ayodhya, höfuðborgar Kosala. Þar var Rama krýndur konungur með miklum fögnuði. En þrautir hans voru ekki á enda. Illar tungur efuðust um hreinlífi Situ. Rama sem var fangi eign hreinlífis brást við með því að gera Situ útlæga til skógar þar sem hún var sett undir vernd sagnaþularins Valmiki.

Í skóginum ól hún Rama tvo syni. Þegar að þeir urðu fullveðja sameinaðist fjölskyldan um stundarsakir. En Sita sem áfram héllt fram sakleysi sínu, bað jörðina að gleypa sig, sem hún og gerði. Rama sagði af sér og afhenti konungsríkið sonum sínum til stjórnar og sté síðan sjálfur upp til himna.


Hinar 24.000 rímuðu tvíhendur Ramayna söguljóðsins eru flestum Hindúum kunnar. Líklegt er að ljóðið hafi verið samið fyrst á sanskrít, hinu forn-klassíska máli Indlands og sagt er að það hafi gert sagnaþulurinn Valmiki. Þema ljóðsins er dyggðir og hugrekki sem reynt er á með sífeldum prófraunum.


Í Hindúatrú er Rama álitinn sjöunda holdtekja Vishnu æðsta Guðs Hindúasiðar. Rama er ímynd hetjunnar en hann er einnig „vegurinn til Guðs“ og leið til persónulegrar frelsunar. Sita er ímynd kvenleika Hindúa, trú og auðmjúk. Lakshmana hálfbróðir Rama er líksamningur staðfestunnar og foringi apahersins, Hanuman, er álitin ímynd auðmýktar og hollustu við hinn andlega meistara.

Fyrir rúmum 1000 árum byrjuðu Hindúar að tilbiðja Rama sérstaklega og fyrir 500 árum var hann gerður að miðdepli átrúnaðar í söfnuði sem kallaður er Bhakti.

Á sextándu öld þegar að Mógúla-veldið þröngvaði almenningi til að taka Íslam voru viðbrögðin fyrst og fremst menningarleg frekar en pólitísk. Það leið ekki á löngu uns sigurvergarnir féllu kolflatir fyrir nýrri og frábæri túlkun á sögunni af Rama í orðum skáldsins Tulsi Das (1532-1623). Hann skrifaði á hindí, tungumáli nútíma og mið Indlands og aðrar þýðingar á öðrum tungumálum landsins fylgdu fljótt í kjölfarið.

Þegar að Hindúar deyja, ákalla þeir oftast Rama. Síustu orð Mahatma Gandhis þegar hann var skotinn voru „Hey Rama“.(ó Guð) – Þegar að upplestri á Ramayana var útvarpað árið 1982 í Indlandi er talið að 700 milljónir manna hafi fylgst með á hverjum sunnudegi í meira enn ár.

Í Indónesíu þar sem meiri hluti íbúa eru múslímar á Ramayana marga aðdáendur. Allt frá því að konungur Thailands skipaði fyrir um þýðingu ljóðsins fyrir tveimur öldum, hefur nafnið Rama verið hluti af titli konunga þessa lands þar sem flestir íbúar aðhyllast Búddisma.


Vélar sem búa til líf

DNAÞegar að uppruna lífsins ber á góma, halda margir, að með uppgötvun litninga og þróun litningafræðinnar hafi flestum ef ekki öllum spurningum um uppruna lífsins verið svarað. Því fer samt fjarri. Áður en fyrstu eggjahvítufrumeindirnar urðu til, áður en DNA og RNA urðu til, áttu hundruð ákveðinna efnaferla sér stað sem að lokum varð til þess að ákveðnar frumeindir komu saman í vélar sem gátu framleitt stutta strengi af DNA. Með öðrum orðum, ólífræn efnasambönd röðuðu sér sérstaklega niður til að búa til vélar, sem búa til DNA sem getur búið til líf.

Hin fræga þróunarkenning kemur hér ekki við sögu því þetta gerist áður enn nokkuð líf verður til. Spurningin; hvers vegna ólífræn efnasambönd taka upp á því að raða sér saman á þann hátt sem sýnt er á myndbandinu  hér , gefur ágætt tilefni til að leiða hugann að því hvort dautt efni lúti lögmálum sem fær það til að leitast við að framleiða líf. Og þá í framhaldi af því hvort vitrænn lífelskandi hönnuður sem felur sig bak við stórahvell, kunni að standa að baki tilurð alheimsins.

Einnig má smella á myndina til að sjá umrætt myndband.


Af hrossakaupum og reykfylltum bakherbergjum

Reykfyllt bakherbergiAllt frá því að lítill hópur öldungadeildarþingmanna bandaríska Repúblikanaflokksins settist niður í svítu 804-5 á Black stone hótelinu í Chicago árið 1920, til að ákveða hver skyldi verða forsetaframbjóðanda-efni flokksins, hefur frasinn og klisjan "reykfyllt bakherbergi" verið sett í samhengi við ákvarðanir stjórnmálamanna þar sem málamiðlanir og "hrossakaup" hafa augljóslega ráðið ferðinni.

Það er auðvelt að sjá fyrir sér harðsvíraða kaupsýslumenn og sjóaða pólitíkusa, súreygða og svefnlausa, takast á um orðalag og inntak yfirlýsinga eða jafnvel ákvarðanna sem skipta máli fyrir framgang sögunnar. Þess vegna varð frasinn fleygur og er enn notaður til túlka leynimakk og klíkugang í ákvörðunartöku um mikilvæg mál.

Nú var svita 804-5 síður en svo bakherbergi, en þegar að ákvörðun senatoranna var tilkynnt, að Warren Harding yrði forsetaefnið, urðu margir til að minnast orða helsta stuðningsmanns hans, Harry Daugherty, þegar hann spáði því fyrir nokkrum dögum áður, að ákvörðunin yrði tekin á þennan hátt, og því slegið upp á forsiðum blaða vítt og breitt um Bandaríkin.

HrossakaupÞá er orðatiltækið "hrossakaup" ekki síður merkingarhlaðið. Orðatiltækið er komið til af því hversu erfitt er á skjótum tíma að gera sér grein fyrir verðleikum hesta og þá býðst óprúttnum seljanda ágætt tækifæri til þess að hafa rangt við. Hér áður fyrr var ætíð reiknað með því að hestakaupmenn nýttu sér þessar aðstæður og fengu því á sig orð fyrir að vera óheiðarlegir. Enn eimir eftir af þessu víðsvegar um heiminn þar sem þetta vantraust fluttist yfir á þá sem selja notaðar bifreiðar.

Algengast er samt að heyra "hrossakaup" sett í samband við pólitískar ákvarðanir þar sem tveir eða fleiri ákveða að skiptast á stuðningi við mál hvers annars. -


Himnafiskar

SkyFishÞað veit enginn hvað nákvæmlega þetta fyrirbæri er. Það hefur verið ljósmyndað og kvikmyndað og margir hafa á því skoðun. Sumir kalla það Himnafiska, aðrir fljúgandi hólka og einhverjir nefna það Sólverur.

Nýlega birtist stutt en óvenju skýr kvikmynd af þessu fyrirbæri í fréttatíma BBC og ábirgðist fréttastofa þeirra að myndin væri ekki fölsuð.

Um er að ræða fljúgandi fyrirbæri sem margir trúa í dag að séu verur sem búi í einhverju af ytri hvolfum jarðarinnar. Þær ferðast svo hratt að þær eru varla sjánlegar berum augum, en hafa komið fram á ljósmyndum, kvikmyndum og videupptökum, einkum í seinni tíð. Nokkar gamlar ljósmyndir eru til teknar útan úr geimnum sem sýna fjölda slíkra himnafiska rétt fyrir utan gufuhvolvið.  

Fyrstur til að vekja athygli á fyrirbærinu var kvikmyndagerðarmaðurinn José Escamilla, sem uppgötvaði "verurnar" fyrir tilviljun. Árið 1994 var Escamilla að kvikmynda venjuleg UFO fyrirbæri nálægt Midway, New Mexico. Á flimunni birtust myndir af einhverju sem voru ekki faratæki. Escamilla héllt að um væri að ræða fugla eða skordýr. En þegar hann skoðaði kvikmyndina ramma eftir ramma , sá hann a þarna var eitthvað annað á ferðinni.

Síðan að upptökuvélar og símar búnir mynd og videotökugetu urðu algengir, hefur náðst fjöldi mynda af þessum hólkum sem stundum líta út eins og kjósrákir og stundum eins og einhverskonar verur.  En sjón er sögu ríkari;

 

 


Andvarp yfir frumvarpi

frumvarpÞótt að það sé broslegt að sjá þingmenn Framsóknarflokksins heykja sér yfir því eins og hanar á haug, að þeir skyldu verða fyrstir til að setja fram  þinglagafrumvarp  um stjórnlagaþing, hugmynd sem er í þessu sambandi (önnur frumvörp með sama heiti hafa tvisvar verið flutt áður) skilgetið afkvæmi búsáhaldabyltingarinnar, verður að viðurkenna að frumvarpið er skref í rétta átt.

Eftir að hafa lesið frumvarpið og fundið í því lítið til foráttu, nema e.t.v. að of skammur tími er fyrir stjórnlagaþingið (sex mánuðir) að vinna þetta mikilvæga mál að fullu, þá er ég bjartsýnn um, að verði það samþykkt, sé hægt að haka við alla vega eina kröfu þjóðarinnar sem ný ríkisstjórn hefur orðið við.

Til stjórnlagaþings á, samkvæmt frumvarpinu, að kjósa í beinni og óflokkspólitískum kosningum. Það væri mikil gæfa fyrir landið ef sá háttur yrði tekinn upp við allar kosningar og að í nýrri stjórnaskrá yrði ekki gert ráð fyrir framboðum flokka og þau bönnuð.

Þetta mundi leysa mörg vandmál þjóðarinnar á einu bretti. Komið væri í veg fyrir að fámennar valdaklíkur geti yfirtekið stjórn landsins í krafti stjórnmálflokka eins og raunin hefur verið nánast frá upphafi lýðveldisins,

þetta mundi útrýma svokölluðum meiri og minnihluta stjórnarháttum þar sem hluti þingheims (minnihluti) er útilokaður frá virkri þátttöku í stjórnarstarfinu, 

Ísland fyrir allaog slíkt fyrirkomulag mundi að lokum tryggja að þeir sem á annað borð yrðu kosnir til alþingis, gætu kosið samkvæmt samvisku sinni, eins og reyndar gert er ráð fyrir í ríkjandi stjórnarskrá, þótt það ákvæði sé að engu haft í krafti núríkjandi flokkavalds.

Ef að stjórnlagþingið ákveður að banna flokkspólitísk framboð, munu stjórnmálaflokkarnir verða að áhugaklúbbum um stjórnmál sem geta sent frá sér tillögur til  þingsins alls til að fjalla um þær eða að þeir munu leysast upp.

Þá yrði Þingið  með tímanum að alvöru samráðsstofnun jafnframt því að vera löggjafarvald, þar sem hugmyndir yrðu ræddar óeigingjarnt á grundvelli manngilda og hagnýti, frekar en pólitískra hagsmuna og flokkadrátta.

Nýtt  frumvarp forsætisráðherra um persónukjör sem rætt er nú í öllum þingflokkum gengur allt of skammt og er á engan hátt í samræmi við kröfurnar um útilokun flokkræðisins. Það er aðeins til þess fallið að slá ryki í augu fólks.


Trilljón álfar út úr hól

trilljón álfarHvað er trilljón há tala? Hvernig lítur trilljón af einhverju út, t.d. af álfum út úr hól? ( Sjá mynd)

Íslendingar hafa löngum getað státað sig af því að hér á landi skuli hlutfall þeirra sem geta lesið og skrifað verið með því alhæsta sem gerist í heiminum. En það er eitt að geta kveðið að og dregið til stafs og annað að henda reiður á tölum, sérstaklega nú í seinni tíð þegar að flestar tölur tengdar fréttum, virðast óskiljanlega háar.

Hagfræðingar og stjórnmálamenn leika sér að því að tala í milljónum, milljörðum, biljónum og jafnvel trilljónum eins og að þær tölur eigi að hafa einhverja þýðingu fyrir meðaljóninn og/eða skírskotun til hans reynsluheims. Svo er ekki í flestum tilfellum. 

Til að auka enn á ruglinginn er ekki notast við sömu orð um sömu tölur beggja megin Atlantsála því að í Bandaríkjunum er milljarður t.d. nefndur billjón.

Milljón (skammstafað sem mljó) er tölunafnorð sem er heiti yfir stóra tölu sem má einnig tákna sem 1.000.000, sem 106, eða sem þúsund þúsund.

Milljarður (skammstafað sem mlja) er heiti yfir stóra tölu sem má einnig tákna sem 1.000.000.000, sem 109, eða sem þúsund milljónir.

Í bandarískri ensku er milljarður oftast nefndur billion, sem er einn þúsundasti af billjón.

 Billjón er heiti yfir stóra tölu, milljón milljónir, sem má einnig tákna sem 1.000.000.000.000, sem 1012, eða sem þúsund milljarðar.

Í bandarískri ensku þýðir billion milljarður, sem er einn þúsundasti út billjón.

Billjarður er heiti yfir stóra tölu sem má einnig tákna sem 1.000.000.000.000.000, sem 1015, eða sem þúsund billjónir.

Trilljón er heiti yfir stóra tölu sem má einnig tákna sem 1.000.000.000.000.000.000, sem 1018, eða sem þúsund billjarðar.


Að hýða norn

Nornin hýddÞað má vel vera að nornarhýðingin sem Eva Hauks og félagar stóðu fyrir hafi vakið fólk til umhugsunar um að þegar allt kemur til alls, elski fólk vöndinn á Íslandi sem og annarsstaðar. Þótt mótmælin hafi verið sögð til að vekja athygli á launung ákvæða í samningi Íslands við erlenda peningasjóði, beina þau einnig athyglinni að því að alþýða fólks sem heldur sig frýja og frjálsa þegna, er enn í þrælsfjötrum.

Rússneska orðið fyrir vinnu er rabota og er dregið af orðinu rab sem merkir þræll. Þar í landi þróuðu stjórnvöld á tímabili, í krafti flokksræðis, skrumskældustu mynd lýðræðis sem um getur.  

Æðsti draumur neysluþjóðfélagsins er í raun, fyrir hvern og einn, að geta lifað eins og þrælsherra þar sem róbótar (vélmenni) vinna alla vinnu svo það sjálft geti verið frjálst.  

Samt hefur sagan sýnt að fólk er jafnframt hrætt við að lifa frjálst og utan verndar og umsjár einhvers sem er voldugri en það sjálft.

Það sem í dag er kallað nútíma vestrænt "lýðræði" er aðeins þunnt gervi gamla lénsherraskipulagsins þar sem pólitískir flokkar fara með völdin í stað óðalsbænda og lénsherra. Alþýðan er jafn bundin í þrælsklafa þeirra og þess stjórnfarslega skipulags sem þeir viðhalda og þrælar "fortíðarinnar" voru eigendum sínum.

Það er ástæðan fyrir því að allar hugmyndir um beint lýðræði, þar sem kosið yrði til löggjafarþings án flokksframboðs eru ætíð slegnar umræðulaust út af borðinu. Jafnvel þótt íslenska stjórnarskráin geri ráð fyrir því að þingheimur kjósi eftir samvisku sinni, er búið að bjaga kerfið á þann hátt að þingmönnum er haldið eins og þrælum undir aga flokkanna. Allir tilburðir til að sýna sjálfstæði eru túlkaðir sem óhlýðni eða jafnvel svik við flokkinn og foringja hans.RomanActor

"Það aumasta sem til er, er að þurfa reiða sig á vilja annarra" sagði sýrlenski þrællinn Publilíus sem á sínum tíma skemmti forn-Rómverjum með trúðsleikjum og skopi. Mér sýnast orð hans enn í fullu gildi og nornarhýðingin á Lækjartorgi túlkaði þau ágætlega. 


"Ekki koma inn í áruna mína"

RagnheiðurÞað vakti verðskuldaða athygli á dögunum þegar að  Ragnheiður Ólafsdóttir  vara-þingkona sté í pontu á Alþingi og skammaði samkunduna fyrir að eyða of miklum tíma í bull og kjaftæði.

Í viðtali sem ég sá við hana, kom í ljós að hún segist sjá árur, einskonar útgeislun frá fólki sem myndar allt að sex metra víðan hjúp yfir og í kring um viðkomandi. Það sem meira var, er að Ragnheiður segist geta lesið út úr þessum geislum, lunderni og skap árueigandans og af öllum þingmönnum hafi Forsætisráðsfrúin Jóhanna Sigurðardóttir, fögrustu áruna.

johanna1Orð Ragnheiðar um stærð árunnar, minntu mig á atvik sem átti sér stað fyrir nokkrum árum þegar ég kynntist lítillega manni sem var haldin geðhvarfasýki á háu stigi. Viðkvæði hans var ætíð þegar þú nálgaðist hann; "Ekki koma inn í áruna mína".

Þeir sem dregið hafa árutilvist í efa benda einmitt á að hún geti verið afleiðing brenglaðrar heilastarfsemi.

Nú er það nokkuð víst að fólk hefur sammælst um að sumir hafi meiri og betri "útgeislun" en aðrir en þá er ekki endilega verið að meina það sem kallað er ára. Góð útgeislun er í þessu sambandi sett í samhengi við "góða viðveru" viðkomandi og/eða bjarta og hrífandi persónutöfra sem virðast jafnvel skila sér á ljósmyndum.Ára

Ára er samkvæmt almennri skilgreiningu notað yfir paranormal fyrirbæri sem reyndar er vel þekkt úr trúarbrögðunum. Geislabaugar og skínandi ásjónur eru einmitt sögð eitt af einkennum helgra persóna og sögur af slíku að finna viðast hvar á jarðarkringlunni.

Frægur er misskilningurinn eða misþýðingin á hebreska orðin "karnu panav" קרנו פניו sem notuð eru til að lýsa skínandi ásjónu Móse í GT og þýðir "lýsandi ásjóna". Í miðaldar þýðingum Biblíunnar er orðið þýtt "cornuta" sem þýðir "hyrndur" og það varð til þess að t.d. Michelangelo sýnir Moses með horn í stað geislandi ásjónu.

Hyrndur Moses 1

Þegar að nýaldar fræðin flóðu yfir heimsbyggðina upp úr 1970 varð árusýn og árutúlkun afar vinsæl tómstundaiðja og jafnvel atvinnugrein, enda margir sem töldu sig geta séð ljósagang í kringum fólk. Oft var í því sambandi vísað til svokallaðrar Kirlian ljósmyndatækni sem sögð var sanna að árur væru raunverulegar. 

Semyon Davidovich Kirlian  var rússneskur vísindamaður sem tókst árið 1939 að taka myndir (samt án myndavélar) af örfínni útgeislun frá lífrænum hlutum eins og laufblöðum, með aðstoð hátíðni hraðals.  Þegar að Kirlian lét þau orð falla að þessi útgeislun væri sambærileg við áru manna urðu niðurstöður hans fljótlega afar umdeildar meðal raunvísinda-manna sem á annað borð gerðu sér far um að fjalla um þær.kirlianleaf

Þeir sem fjallað hafa um áruna (og þeir eru ófáir) skipta henni oft í mismunandi tegundir. Talað er um ljósvaka áru (etheric), megin áru og andlega áru. Hver litur í árunni er sagður hafa sína heilsufræðilega merkingu og jafnframt gefa til kynna andlegt ástand viðkomandi. Áran er ekki raunverulegt ljós heldur skynhrif sem augað getur framkallað umfram venjulega sjón.

Árufræðin hafa í dag blandast ýmsum öðrum gervivísindum og paranormal fyrirbrigðum eins og orkustöðvafræðum, nálarstungum, kristalfræðum og heilunarkenningum.

Allar tilraunir til að sanna árusýnir undir vísindalegum aðstæðum, hafa hingað til ekki þótt sannfærandi.


Skautar, skíðasleðar og paradís

Þegar nýbyggingar fóru að rísa ört í Keflavík upp úr 1960 varð bærinn frægur fyrir alla drullupollana sem mynduðust við jarðrask og framkvæmdir í bænum. Þegar ég var átta ára, árið 1962, gekk í garð kaldasti vetur sem ég hef upplifað og allir pollar í bænum botnfrusu og héldust frosnir í margar vikur. Þetta var veturinn sem ég fór í fyrsta sinn á skauta.

natoTil að byrja með stalst ég á skauta eldri systur minnar, en sá fljótlega að það mundi ekki ganga til lengdar, hún alveg brjáluð yfir því að ég "skældi" skautana og svo voru þeir líka hvítir.

Eftir talvert þref í mömmu, fékk ég loks svarta skauta, (notaða að sjálfsögðu) og þá hófust æfingarnar fyrir alvöru. Upp úr flestum stærri pollunum stóðu steinsnibbur sem gerðu alvöru skautamennsku á þeim erfiða.

Þá var líklega ekki byrjað að úða vatni á fótboltavöllinn eins og gert var í seinni tíð svo ekki var annað til ráða enn að paufast upp "í heiði";  fram hjá vatnstönkunum báðum sem stóðu fyrir ofan bæinn, framhjá brennustæðunum okkar þar sem við hlóðum veglega kesti fyrir hvert á gamlárskvöld og áfram í vesturátt alla leið upp að "Vötnum." Það sem við kölluðum "Vötn" voru reyndar tvær litlar tjarnir skammt ofan við Keflavíkurkaupstað og var önnur þeirra, sú stærri,  innan flugvallargirðingarinnar og því á yfirráðasvæði Kanans.

Í daglegu tali var greint á milli tjarnanna og  þá talað um Litlu og Stóru Vötn. Rétt nafn þessara tjarna ku vera Róselsvötn og eru þau kennd við sel sem í fyrndinni stóð þarna í grenndinni.

Það var auðvitað mest spennandi að skauta á "Stóru Vötnum", því þá var maður líka að brjóta lögin með því að fara inn fyrir girðinguna. Á góðum degi eftir skóla var saman komin þarna tjörnunum þorri krakka bæjarins á skautum og skíðasleðum. (Þotur þekktust ekki) Sumir áttu hvorugt en drösluðu upp eftir með sér pappakössum sem þeir rifu niður í ræmur og skelltu undir magann um leið og þeir skutluðu sér á svellið eftir langt tilhlaup.


Skíðasleðarnir virkuðu illa í mjúkum snjó, en á svelli eða hjarni voru þeir frábærir. Það var líka kostur við þá að það mátti setja á þá yngri bróður eða systur, (sem maður var oftast neyddur til að hafa með) og koma þeim fyrir í sætinu framan á sleðanum. 

SkíðasleðiSkíðasleðar voru afar vinsælir þennan vetur, sérstaklega í skrúðgarðinum í Keflavík, sem var einn af fáum stöðum þar sem brekku var að finna í kaupstaðnum.  Skíðasleðana mátti líka tengja saman í lestar þegar brunað var niður á móti, en þá þurfti oft lítið út af bera til að allir lentu ekki í "klessu" eins og það var kallað.

Upp úr "Stóru Vötnum" stóðu tveir nokkuð stórir steinar. Þeir sem voru komnir upp á lag með að standa almennilega á skautunum, spreyttu sig á því að stökkva yfir steinanna einn af öðrum, en bilið á milli þeirra var of langt til að það væri hægt að stökkva yfir þá báða. Þrátt fyrir að það væri augljóst, gerðu margir tilraunir til þess, þar á meðal ég. 

Á svelliÉg uppskar aðeins auman skrokk, marða fótleggi og tvö göt á hausinn. Í seina skiptið fékk ég gat á hnakkann sem blæddi talsvert úr, án þess að ég yrði þess var. Því varð móðir mín þegar heim var komið löngu seinna, að þýða lambhúshettuna varlega af hausnum á mér með volgu vatni.

Eins og fyrr segir, þurfti að skríða undir flugvallargirðinguna til að komast upp að Stóru Vötnum. Þegar þangað var komið var aðeins stuttur spölur til paradísar fyrir gutta eins og mig og félaga mína. Paradís þessi var samsett úr gömlum aflóga herflugvélum og í daglegu tali nefnt "flugvélahaugarnir."

FlugvélahaugarStundum enduðu skautaferðirnar á því að það var laumast yfir á hauganna og gramsað þar í "kanaflugvéladóti" fram í myrkur. Af og til óku fram hjá flugvélunum gráir pallbílar með gulum sírennuljósum sem voru okkur algjör nýlunda. Þá var nauðsynlegt fyrir þann sem settur hafði verið "á vaktina" að gefa merki svo allir gætu falið sig á meðan bílinn ók framhjá, (líklega á leið til Rockville.)


Gotham

Gothham hæðÍ Suður-Nottingham-skýri á mið Englandi er að finna lítið þorp. Í því eru fimm krár, ein kjötbúð, ein sjoppa sem verslar með sígarettur og dagblöð, fisk og flögu búð, kirkja, bókasafn og nokkur íbúðarhús.

Hvaða samband gæti verið á milli þessa hversdagslega og að mestu ókunna þorps og einnar skuggalegustu stórborgar sem mannshugurinn hefur skapað? Svarið felst í nafninu; GOTHAM.

Fyrirmynd Gotham-borgar, þar sem geðveiku illmennin; Gátumeistarinn, Jókerinn og Mörgæsamanni etja kappi við Leðurblökumanninn, var upprunalega New York. 

gotham-city-dark-knightBill Finger höfundur og skapari Batman hasarhetjunnar vildi ekki nota eiginlegt nafn neinar borgar og hugleiddi um sinn að kalla borgina annað hvort Civic City,  Capital City eða Coast City. Þegar hann rakst á auglýsingu í símskrá New York borgar frá skartgripasala sem kallaði verslun sína 'Gotham Jewelers' ákvað hann að Gotham skyldi verða heiti borgarinnar. Það nafn rímar ágætlega við uppruna þeirra sem grundvölluðu borgina, en það voru samkvæmt sögunni, Norðmenn.

Nafn skargripasalans á versluninni er fengin úr Salmangundi papers (útg. 1807), bók eftir bandaríska sagnfræðinginn; Irving Washington.  Washington var vel fróður um sögu Bretlands og kallar  Manhattan oft "hina fornu borg Gotham” eða “hina undur-elskandi borg, Gotham."

En hvað var það sem fékk Washington til að nefna New York þessu nafni. Þrátt fyrir að Gotham á Englandi sé ekki stórt þorp, er það samt þekkt af endemum í sögu landsins. Þorpið er nefnilega sagt heimkynni kjána eða jafnvel brjálæðinga eins og sagðir eru búa í Gotham-borg. 

GaukshreiðriðSögur af íbúunum sem raka mánann, velta ostum á undan sér og fara á sjó í tréskálum, hafa loðað við þorpið frá því snemma á þrettándu öld. Það er haft fyrir satt að Jón konungur af Englandi, sá sami og Hrói nokkur Höttur eldaði grátt silfur við, eigi þátt í  því að íbúar Gotham hafa um aldir verið taldir tunglsjúkir kjánar.

Árið 1540 var gefin út bæklingur sem seldur var af farandsölum vítt og breytt um England og kallaður var á frummálinu 'The Merry Tales of the Mad Men of Gotham'.

Í ritinu var að finna smásögur og skrýtlur af íbúum Gotham sem minna okkur Íslendinga hvað helst á heimskupör Bakkabræðra. 

Í einni þeirra; "Sagan af góða húsbóndanum" segir frá manni sem vildi hlífa hesti sínum við byrðunum með því að sitja sjálfur hestinn og hafa kornsekkinn á eigin herðum.

Önnur segir frá "Gaukshreiðrinu í Gotham". Í henni ákváðu þorpsbúar að byggja vegg utan um tré sem gaukur hafði gert sér hreiður í með það fyrir augum að halda gauknum í þorpinu. Þegar að gaukurinn flaug af hreiðrinu, beint upp í loftið og slapp þar með, skömmuðu þorpsbúar hvern annan fyrir að hafa ekki hlaðið garðinn nægilega háan.

Sagan af "Drekkingu álsins" segir frá því þegar íbúarnir gerðu sitt besta til að drekkja ál í lækjarsprænu, vegna þess að þeir voru sannfærðir um að állinn væri að éta fyrir þeim allan fiskinn.

Til auka á háðið var seinna farið að kalla mannfólkið í Gotham "vitra" fólkið frekar en "galna" fólkið eða eins og segir í vísunni, hér í lauslegri þýðingu;

Þrír vitrir menn frá Gotham,

fóru á sjó í skál,

ef skálin hefði verið sterkari,

væri saga þeirra lengri og merkari.

Jón KonungurFrægasta af öllum sögum um íbúa Gotham er sagan af því hvernig þeir fengu á sig orð fyrir að vera heimskir og komum við þar að hlut Jóns Konungs, hálfbróður Ríkharðs Ljónshjarta. 

Jón reið keikur um héruð með riddurum sínum og fór sínu fram hvar hann vildi. Hver sú leið sem hann valdi varð um leið og hann hafði farið hana alfaraleið og þjóðvegur.

Þegar hann tók stefnuna á Gotham sáu þorpsbúar í hendi sér að þeim yrði gert skylt að halda við slóðanum sem kóngur reið og gera hann að þjóðvegi. Það vildu þeir ekki, enda bæði dýrt og mannfrekt. 

Þeir tóku því til ráðs að þykjast allir tunglsúkir  (geðveikir) og kepptust við að  mála græn epli rauð og ausa vatni í botnlausa tunnu, þegar að framverðir konungs riðu inn í  þorpið.

Á tólftu öld var trú manna að slík sýki væri smitandi og þess vegna ákvað konungur þegar hann heyrði af háttarlagi þorpsbúa að halda í aðra átt og að lokum var þjóðvegurinn lagður í löngum sveig í kringum þorpið.


Líf án lima

nick_vujicic_babyHann heitir Nick Vujicic og var fæddur í Melbourne í  Ástralíu 1982. Hann er fót og handleggjalaus og þjáist af svo kölluðum Tetra-amelia sjúkdómi.

Líf hans hefur verið ein þrautaganga. til að byrja með fékk ekki að ganga í venjulega skóla þar sem lögin í Ástralíu gera ráð fyrir að þú sért ófatlaður, jafnvel þótt þú hafir óskerta vitsmuni.

Þessum lögum var svo breytt og Nick fékk að ganga í skóla þar sem hann lærði að skrifa með því að nota tvær tær á litlum fæti sem grær út úr vinstri hlið líkama hans. Hann lærði einnig að nota tölvu sem hann stórnar með hæl og tám.

Hann þurfti að þola einelti í skóla og varð af því mjög þunglyndur og um átta ára aldurinn byrjaði hann að íhuga sjálfsvíg.

Fjölskylda Nick er mjög kristin og Nick bað Guð heitt og innilega að láta sér vaxa limi. Þegar það gerðist ekki varð hinum ljóst að honum var ætlað annað hlutskipti.

NIckÞegar hann varð sautján ára byrjaði hann að halda smá ræður í bænahópnum sem hann stundaði og brátt barst hróður hans sem ræðumanns og predikara víðar. Í dag stjórnar hann sjálfstyrkingarnámskeiðum og flytur fyrirlestra víða um heim.

Hann stofnaði samtök sem heita Líf án lima sem hefur að markmiði að veita limalausu fólki innblástur og uppörvun.

En sjón er sögu ríkari.

Á netinu er að finna nokkur myndskeið með Nick og þar á meðal þetta sem ég mæli með að fólk horfi á enda tekur það ekki nema eina og hálfa mínútu.

Þá sýnir myndbandið hér að neðan, hvernig Nick ber sig að við að hjálpa sér sjálfur.

 


Kynlíf í kreppu

RómantíkÁ Valentínusardeginum 14. febrúar , þar sem á annað borð er haldið upp á hann, býðst tækifæri til að yfirlýsa í orði og á borði, ást sína og girnd.

Spurningin er hvort eitthvað dragi úr rómantíkinni á krepputímum eins og nú ríkja víðast hvar eða hvort, þvert á móti, kreppan verði til þess að elskendur flýi frekar stressið og áhyggjurnar í faðm hvors annars. 

Prófessor Helen Fisher, frá Rutgers Hásóla, er þeirrar skoðunar að stressið í tengslum við peningaáhyggjur og atvinnuleysi örvi framleiðslu dópamíns í heilanum, en dópamín er einmitt mikilvægt efni þegar kemur að rómantík og ástleitni.

Hún bendir á að í Nóvember síðast liðnum þegar að heimskreppan skall á hafi samkvæmt breskum könnunum, kynlíf verið vinsælasta afþreyingin og stefnumóta vefsíður hafi sýnt allt að 20% aukningu á notkun síðanna.

Þessu mótmælir kynfræðingurinn Denise Knowles, sem fullyrðir að "á efnahagslegum óvissutímum verði fólk mun örvæntingarfyllra - fólk sé á  höttunum eftir nýju starfi eða leggi mun harðar að sér í vinnunni til að koma á móts við atvinnuleysi maka síns. Í lok dags eru bæði líklegri til að huga minna að kynlífi en ella. Aukin kvíði og verri sjálfsmynd eyðileggur ánægjuna af kynlífinu."

Valetínusardagurinn

215px-St_ValentineÍ kaþólskum sið er fjöldi dýrlinga sem nefndir eru Valentínus. Tveggja er minnst þann 14. febrúar.

Annar var biskup frá borginni Terni, og eitt af táknum hans er kráka, sem vísaði fylgjendum hans til þess reits sem hann vildi láta grafa sig í eftir að hann hafði verið afhöfðaður í Róm árið 270.

Hinn var prestur eða læknir sem ákallaður var gegn flogaveiki, vegna þess að hann læknaði ungling sem þjáðist af slíkum köstum, en leið sjálfur píslarvættisdauða árið 269 þá Kládíus keisari var við völd í Róm.

Tákn hans eru sverð vegna þess að hann var deyddur og  sól, vegna þess að sagt er að hann hafi gefið blindri stúlku sýn og sú stúlka hafi verið dóttir fangavarðarins sem gætti hans þá hann beið dauða síns í varðhaldi.

FebruataHvorugur þessara dýrlinga er ábyrgur á neinn hátt fyrir tilhugalífsþönkum og rómantík þeirri sem nú fylgir Valentínusardeginum.

Verið getur að hér sé um að ræða arf frá heiðinni rómanskri vetrar-hátíð sem fram fór um miðjan febrúar og kölluð var Lúberkalía.

Hún var haldin til heiðurs gyðjunni Febrúötu Júnó. Meðan að á henni stóð drógu piltar úr skjóðu nöfn ógiftra stúlkna.

Sagt var einnig að fuglar veldu sér maka á þessum degi. Þá var unglingspiltum seinna gefin miði með nafni stúlkna sem þeim var ætlað að gera hosur sínar grænar fyrir og skildu kallast þeirra Valentínur.

Sankti Francis de Sales reyndi að árangurslaust að bæta þennan sið með því að leggja til að á miðana yrði sett nafn dýrlinga sem drengirnir skildi síðan tigna í stað stúlkna.


"Góð hugmynd að eignast barn" segir 13 ára faðir

13 ára faðirÞegar börn eignast börn, er mál málanna hér í Bretlandi í dag. Alfie Patten er þrettán ára og kærastan hans, Chantelle Steadman er fimmtán ára. Í síðustu viku urðu þau foreldrar. Litla stúlkan þeirra heitir  Maisie Roxanne.

Alfie sem ekki hefur hugmynd um hvað bleyjur kosta en álítur að þær hljóti að vera dýrar, sagði blaðamönnum að honum hefðu fundist það "góð hugmynd að eignast barn."

"Ég var ekkert að pæla í því hvort við hefðum efni á því.

 Ég fæ ekki einu sinni vasapeninga.

Pabbi gefur mér stunum 10 pund. Þegar að mamma frétti af þessu hélt ég að það yrðu vandræði.

Við vildum eiga barnið en höfðum áhyggjur af því hvernig  fólk mundi bregðast við." 

Alfie er ekki hár í loftinu eða 1.25 m. Hann Svaf hjá og barnaði  Chantelle þegar hann var enn aðeins tólf ára.

Kristnir hópar sem leggjast gegn fóstureyðingu hafa borið lof á hugrekki barnanna við að ákveða að eignast barnið.

Mál Alfie og Chantelle hafa enn á aftur vakið athygli á þeirri staðreynd að foreldrar á táningsaldri eru miklu fleiri í Bretalandi heldur en öðrum vestrænum löndum.

 

Fréttin í SUN


Stjáni Blái

MarhnúturAð liggja á maganum á endanum á stóru-bryggju við að húkka smáufsa og beita fyrir kola sem stundum var svo bara marhnútur, var iðja sem mér og félögum mínum leiddist ekki, jafnvel þótt það færi stundum miklu meiri tími í að greiða út girninu og festa við það sökkur og öngla en í veiðiskapinn sjálfan. Helvítis Marhnúturinn var viðsjárverður og erfitt að losa hann af önglinum án þess að stinga sig og ef það gerðist var eina ráðiðað pissa á lúkuna á sér, eftir að maður hafði skyrpt upp í Marhnútinn og hent honum út í aftur.

Sjávarseltan í bland við hráolíu og tjöru, er svo samofin  minningunum um hampkaðla og grænar glernetakúlur, að þegar ég sé slíka hluti á söfnum í dag, finn ég jafnframt lyktina af gömlu Keflavík.   Að alast upp við sjávarsíðuna í  bæ sem hefur sitt viðurværi að mestu af sjónum, var hlutskipti mitt líkt og þúsunda íslenskra drengja og stúlkna á sjöunda áratugnum.  Eins og hafragrauturinn sem ég gleypti í mig á morgnanna rann greitt niðrí magann á mér áður en hlaupið var af stað, runnu sögurnar af sægörpum og fræknum sjómönnum inn í hausinn á mér. Í Keflavík  reis hæst yfir alla þá kappa með ægishjálm, Stjáni Blái og þeir voru ófáir strákarnir sem héldu því ótrauðir fram að þeir væru náskyldir honum. Stjáni Blái hét réttu nafni Kristján Sveinsson og var ættaður úr Keflavík en sótti mest sjóinn frá Vogum á Vatnsleysuströnd og úr Höfnum.

Úr KeflavíkurhöfnÞrátt fyrir að Stjáni Blái væri talin vera fremsta hetja hafsins stóð mér alltaf ógn af honum og kom þar Þrennt til. Það þótti tilhlýðilegt af stæltum sjómönnum sem vildu gantast við börn að gefa þeim selbita. Ég eins og aðrir var oft að hnoðast um borð í bátum öllum þar til óþurftar og fékk því oft að kenna á þessu græskulausa en oft ansi sársaukafulla gríni sjómannanna. Einhvern veginn setti ég  selbitana í samband við Stjána Bláa. Annað var að ef maður reyndi að slást við þessa kalla tóku þeir á manni tak sem kallað er steinbítstak. Þetta tak setti ég einnig í samband við Stjána.  Hið þriðja var að þegar ég heyrði fyrst ljóð Arnars Arnarssonar um Stjána Bláa, þótti mér skelfilegast þegar hann "strengir klóna". Þessi skelfilegi kraftur sem bjó í höndum og fingrum Stjána Bláa, var svo yfirþyrmandi að hann varð að einkennilegri blöndu af hetju og ótukt í huga mínum.  - Þegar svo að einhver skaut því að mér að líklega væri hinn frægi Stapadraugur, sjálfur Stjáni Blái afturgenginn, þótti mér það afar sennilegt. Ekkert gat verið eins hræðilegt og sjórekinn Stjáni Blái í aftursætinu á bílnum þínum í niðamyrkri þar sem hann strekkti klóna og undirbýr að gefa þér snarpann selbita eða taka þig aftanfrá blýföstu steinsbítstaki.

Þegar ég rakst á fyrir skömmu á vef Bókasafns Reykjanesbæjar, frásagnarbút af Stjána Bláa, sem ég hafði ekki lesið áður, sá ég að margt af því sem ég hafði einhvern veginn fengið á tilfinninguna um Stjána Bláa sem drengur, var í raun sannleikanum samkvæmt;

Kæmist Stjáni í krappan dans,
kostir birtust fullhugans,
betri þóttu handtök hans
heldur en nokkurs annars manns.

Mælti Örn Arnarson skáld í kvæði sínu um Stjána bláa.

Hann var frekar hár maður, grannur. Föt hans voru þröng og nærskorin, úr bláu vinnufataefni, en alltaf hrein og vel bætt.

Kirkjuvogskirkja HafnirÞegar maríumessur voru eða stórrumbudagar kom Stjáni oft að Kotvogi. Hann var dulur og fár við fullorðna en með afbrigðum orðheppinn maður. Hann hafði gaman af krökkum og byrjaði venjulega með því að gefa þeim selbita; hann sagðist gera það til þess að vita hvort heilsan væri góð hjá þeim og áður en varði var hann búinn að hleypa galsa í hópinn með sinni rólegu glettni. Ef strákar voru orðnir svo stálpaðir að þeir voru farnir að róa, gekk Stjáni oft að þeim, tók í handlegg þeirra með þumalfingri og vísifingri og kleip þá, svo að hann virtist ætla að læsa hold frá beini og þeir hljóðuðu. Þá mælti Stjáni: "Ég hélt að þú værir svo stæltur af árinni, lagsi, að puttarnir á mér hrykkju af vöðvunum á þér en það er spauglaust með meyjarholdin."


Öðru máli var að gegna, ef Stjáni var með víni. Þá talaði hann lítt við ungu kynslóðina, en sneri þá máli sínu aðallega að þeim karlmönnum sem voru gustmiklir og harðskeyttir og var þá ekki að sökum að spyrja. En þá var líka eins og sjómaðurinn kæmi upp í honum. Tök hans voru bæði frumleg og fantaleg, stundum líkust því sem hann væri að eiga við óþekka fiska við borðstokkinn. Steinbítstak var konunglegt að hans dómi.
Og Stjáni var tvennt í senn, hann var handfljótur, handviss og handsterkur. Var það hvort tveggja í senn grátt gaman og þó hálf broslegt að sjá aðfarir hans.

Dag einn, er frátök voru, kom Stjáni niður að Kotvogi, var það um nónbilið. Þann sama dag hafði einhver raki borizt suður í byggðina frá Keflavík og voru sumir sjómenn hreifir. Stjáni fór upp á baðstofuloft, dvaldi þar stutta stund hjá fólkinu, ósköp rólegur og gekk síðan niður og út. þegar Stjáni kom út á hlað voru þar nokkrir sjómenn fyrir, þar á meðal einn norðan úr Fljótum, stór maður og myndarlegur. Einhver lyfting mun hafa verið komin í hann því að hann fór óðara að særa Stjána og valdi honum ýmsan skáskeyting.


Stjáni sneri sér þá að honum og áður en auga yrði á fest hafði hann rennt vinstra þumalfingri inn um hægra munnvik mannsins, utan við tanngarðinn og gripið á móti með fingrunum aftan við kjálkabarðið, snúið manninn niður og ætlaði nú að ganga svo frá honum að hann yrði rólegur fyrst um sinn. Gengu þá sjómenn á milli og báðu Fljótamanninum griða; var það seinsótt, en tókst þó. Gárungarnir sögðu að sjómaðurinn hefði ekki samkjaftað til hægra munnviksins eftir þetta.

Þetta samspil Stjána og sjómannsins flaug um alla sveitina og því var það síðar á þessari vertíð að eftirfarandi atvik kom fyrir er nokkrum sjómönnum lenti saman á landlegudegi. Einn þeirra var hávaðamaður við vín og órór og vildi nú stæla meistarann og nota sama tak. En nú var það bara ekki höndin á Stjána sem var með í leiknum og því fór sem fór; maðurinn fór með þumalfingurinn inn á milli jaxlanna en mótstöðumaður hans lagði ómjúkt að og sleppti ekki takinu og kvaldi manninn bæði mikið og lengi svo að hann varð strax að fara til læknis eftir viðureignina. En eins og vandfarið var í föt Stjána, hvað allt tusk snerti, eins var það vonlítið að ætla sér að jafnast á við snilld hans og skilning á sjómennsku.

Svo bar til að liðið var það á vertíð að sílfiskur var farinn að ganga og menn byrjaðir með net. Allir formenn áttu þá net sín suður á Kalmanstjarnarvík, en þegar fiskigangan var sem mest og hrotan stóð sem hæst tók frá í tvo daga og allir sem til þekkja vita hve stórfiskur þolir illa að liggja í netjum án þess að skemmast.


ofeigurÁ þriðja degi var áttleysa, sjór nokkuð lagztur en þó rismikill og útsynntur og þannig að á hann mátti engin breyting koma nema til batnaðar. Allir formenn ýttu úr vör um morguninn og vitjuðu um netin. En þegar hallaði að hádegi tók sjór að aukast og hann jós í sig briminu sem kallað er. Allir formenn komu líka von bráðar og tóku sundið meðan það var sæmilegt, nema einn; hann kom ekki að sundinu fyrr en allir aðrir formenn voru lentir og höfðu sett skip sín. Kirkjuvogssund er gott sund og verður ekki hættulegt, fyrr en sjór er orðinn hroðalegur. Þegar þetta síðasta skip kom að sundinu, mátti heita, að komið væri stórveltubrim og sundið ófært, nema ef lög komu.


Formaðurinn, Magnús að nafni var góður stjórnandi, skapmikill og einbeittur. Skip hans var áttæringur, fremur lítið skip, en sjóskip ágætt; skipshöfnin var ellefu eða þrettán menn. Þegar hér var komið sögu, var allt fólkið, bæði ungt og gamalt úr þorpinu, komið niður í naustin. Á tímum neyðarinnar verður fólk í litlu sjávarþorpi að einni fjölskyldu. Allir eru sem ein hönd til hjálpar, allir þrá það sama. Og enginn, sem ekki hefir heyrt það og séð með eigin augum, getur skilið, hvílík angist og hryggð getur gripið heilt byggðarlag, þegar svona stendur á. Eins var það nú í Kirkjuvogsvörinni; grátstafir og þungur ekki heyrðist en karlmenn þeir sem stóðu uppi á Kotbogsbakkanum sáu að skipið hélt sig nokkuð utan við sundið. Var þá sjór orðinn svo mikill að skipið hvarf alveg og að því er manni fannst drukklanga stund í öldudalina, en snilldarlega var það þá varið fyrir kvikum og áföllum.


Sjómenn2Þá sáu menn líka að til formannsins var kominn Stjáni en hann reri hjá honum þessa vertíð. Og menn vissu hvílíkur snillingur hann var og hversu hann gat hafið sig yfir allan fjölda manna á svona augnablikum. Og það skal ekki orðlengt frekara að nokkuð löngu seinna kom lag á sundi sem þeir tóku og heppnaðist vel enda lögðu þarna tveir snillingar saman ráð sín. Stjáni og formaðurinn. En þegar skipið stóð á þurru, þá mælti Magnús formaður og var þá reiður til þess að bæla niðri í sér klökkvann:
"Hana, piltar, þakkið þið nú honum Kristjáni fyrir lífgjöfina í dag."

Magnús vissi hvað hann sagði. Menn sem voru með Stjána þennan dag á sjó sögðust aldrei hafa þekkt hann alúðlegri né skemmtilegri en þennan dag. Það var eins og hann yxi upp úr sjálfum sér, þegar hann horfðist í augu við háskann. Hann hefir verið einn af þeim mörgu, sem ekki lifa í sterku tjóðurbandi við þetta líf, og því ávallt búinn til að fara, en hann þurfti ekki fyrir það að verða sá listamaður, sem hann varð, á mælikvarða sjómennskunnar. Það hefir honum verið meðfætt.


Stjáni Blái eftir Erling JónssonStjáni var eins og hvert annað kuldastrá í landi, en í ríki sjómennskunnar var hann fæddur konungur, í ríkinu sem leggur svo mikið til í kjarnann í þjóðlífi okkar Íslendinga.

Erlingur Jónsson, gamli handavinnukennarinn minn gerði fagurt listaverk til minningar um Stjána Bláa og það stendur nú í Reykjanesbæ og er myndin hér til hliðar af því.

Þá að lokum læt ég hér ljóð Arnars Fylgja.

Stjáni Blái

Stjáni blái bjóst til ferðar.
Bundin skeið í lending flaut.
Sjómenn spáðu öllu illu.
Yzt á Valhúsgrunni braut.
Kólgubólginn klakabakki
kryppu upp við hafsbrún skaut.

Stjáni setti stút að vörum,
stundi létt og grönum brá,
stakk í vasann, strauk úr skeggi,
steig á skip og ýtti frá,
hjaraði stýri, strengdi klóna,
stefndi undir Skagatá.

Æsivindur lotulangur
löðri siglum hærra blés.
Söng í reipum. Sauð á keipum. Alda
Sá í grænan vegg til hlés.
Stjáni blái strengdi klóna,
stýrði fyrir Keilisnes.

Sáu þeir á Suðurnesjum
segli búinn, lítinn knörr
yfir bratta bylgjuhryggi
bruna hratt, sem flygi ör
– siglt var hratt, og siglt var mikinn –
sögðust kenna Stjána för.

Vindur hækkar. Hrönnin stækkar.
Hrímgrátt særok felur grund.
Brotsjór rís til beggja handa.
Brimi lokast vík og sund.
Stjáni blái strengdi klóna,
stýrði beint á drottins fund.

Drottinn sjálfur stóð á ströndu:
Stillist vindur! Lækki sær!
Hátt er siglt og stöðugt stjórnað.
Stýra kannt þú sonur kær.
Hörð er lundin, hraust er mundin,
hjartað gott, sem undir slær.

Heill til stranda, Stjáni blái,
stíg í land og kom til mín.
Hér er nóg að stríða og starfa.
Stundaðu sjó og drekktu vín,
kjós þér leiði, vel þér veiði.
Valin skeiðin bíður þín.

Horfi ég út á himinlána.
Hugur eygir glæsimynd:
Mér er sem ég sjái Stjána
sigla hvassan beitivind
austur af sól og suður af mána,
sýður á keipum himinlind.


(Örn Arnarson)


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband