17.10.2020 | 15:44
STARBAKKI
Starbeck (Starbakki) heitir þorp eitt í Norður-Jórvíkurskíri, nú úthverfi af Harrogate. Nafn þorpsins er norrænt að uppruna og er dregið af stargresinu á sef-vöxnum bökkum lækjarins sem rennur um svæðið. Harrogate er líklega einnig norrænt og var upprunalega Hörgagata. Á Englandi sem annarsstaðar tíðkaðist löngum að kenna fólk við fæðingarstaði þess og til varð ættarnafnið Starbeck sem síðan með að breyta einum staf varð að Starbuck.
Um miðja 17 öld gerðist Starbuck fjölskyldan Kvekarar. Nafnið kvekari (dregið af orðinu quake, sem merkir að skjálfa) kom til þar sem meðlimir hreyfingarinnar þóttu oft skjálfa af geðshræringu þegar þeir vörðu skoðanir sínar og þar sem George Fox sagði eitt sinn þegar hann var kallaður fyrir dómara: Skjálfið fyrir Guðs dómi. Hreyfingin varð þó um margt illa séð í bresku samfélagi og margir þeirra fluttust búferlum til Ameríku, þar á meðal Starbakka-fjölskyldan. Hún settist á Nantucket eyju stutt frá Cape Cod og hóf að leggja stund á hvalveiðar, aðalatvinnugrein eyjarinnar. Fyrr en varði urðu Starbakkamenn stórtækir og frægir hvalveiðimenn.
Árið 1851 kom út bók eftir Herman Melville. Hún fjallaði um hvalveiðiskipið Pequod, sem gert var út frá Nantucet eyju. Herman sem sjálfur hafði verið hvalveiðimaður, þekkti vel til Starbakkamanna og til heiðurs þeim ákvað að nefna fyrsta stýrimann Pequod, Starbuck.
Til að byrja með varð bókin Moby-Dick ekki sérlega vinsæl. Flestir, einkum þó Bretar skildu hvorki upp né niður í bókinni, ef til vill vegna þess að í fyrstu bresku útgáfu hennar vantaði síðasta kaflann.
Í byrjun tuttugustu aldar komust bækur sem enginn botnað í, í tísku, sérstaklega í Ameríku. Allar götur sían hafa amerískir skólakennarar keppst við að troða þessari dreyra roðinni sögu í börn og unglinga. Enskukennari einn að nafni Jerry Baldwin var sérlega hrifinn af bókinni.
Þegar Jerry og tveir félagar hans ákváðu að setja á laggirnar kaffihús, vissi hann nákvæmlega hvað hann vildi nefna það.....Pequod!! - Félagar Jerry voru ekki eins hrifnir. Fyrstu stafirnir í orðinu minntu á vökva sem vart þótti drekkandi (Pe-pee-piss) og gæti því orðið þeim til trafala í markaðssetningunni. Hugmynd Jerry var því varpað fyrir róða og leit hófst að öðru kunnuglegra nafni. - Á korti af heimaslóðum þeirra fundu þeir gamalt námuþorp sem nefnt var Camp Starbo. Þeim leist vel á þetta nafn, en Jerry var ekki af baki dottinn og lagði til að þeir kölluðu kaffisöluna Starbuck eftir stýrimanninum á Pequod.
Þannig varð hversdagslegt staðarheiti, nefnt af þreyttum víkingi sem lagði sig niður á lækjabakka á Englandi til að hvíla sig, að einu þekktasta vörumerki í heimi.
Ef til vill hefðu Jerry og félagar hans ekki orðið eins hrifnir af nafninu, ef þeir hefðu munað eftir því að sagan af Moby-Dick er byggð á raunverulegum atburðum sem áttu sér stað þegar að fjöldi hvalveiðiskipa á Kyrrahafi, reyndu að granda hvítum hval sem nefndur var Mocha-Dick.
19.6.2020 | 19:54
Hver er konan?
Með hjálm á höfði, spjót og skjöld í hendi og hrafna á öxlum, stendur hún keik í skugga Ingólfs á Arnarhóli. Til hliðar við hana er lágmynd af tré sem gæti verið Askur Yggdrasils en hver er konan. Hallveig Fróðadóttir eiginkona Ingólfs? Þá Einar skóp styttuna af Ingólfi bætti hann við lágmyndum á allar hliðar fótstalls styttunnar með titlunum "Flótti guðanna til Íslands fjalla," Meðal þeirra voru Ragnarökkur, Nornir og Ingólfshaugur þar sem hann færði hugmyndir sínar um landnámið í táknrænan búning. Einar hugðist þannig sýna að landið hafi ekki einungis verið áfangastaður norrænna manna heldur einnig norrænnar menningar. Þeir sem borguðu fyrir styttuna Ingólfi voru ekki sáttir við lágmyndirnar og fylgdu þær því aldrei með. En eftir stendur þessi kona sem nánast aldrei sést á myndum af styttunni. Svari nú hver sem veit, hver er hún?
19.6.2020 | 14:28
SAMBO
Í umræðunni um hversu margslunginn rótgróinn rasismi grasserar í samfélaginu, hér sem annarsstaðar, hafa komið fram kröfur um að þekkt vörumerki og slagorð í auglýsingum, verði endurskoðuð. Eitt kunnasta dæmið er hið umdeilda vörumerki sýrópsins góða sem þekkt er undir "Aunt Jemima" sýróp. Fyrirtækið sem framleiðir sýrópið hefur nú látið undan þrýstingi og ákveðið að láta endurgera vörumerkið.
Hér á landi hefur verið bent á bæði í ræðu og riti að SAMBO vörumerki sælgætisgerðarinnar Kólus sé rasískt og því beri að taka það úr umferð. Sambo er óneitanlega niðrandi orð, einkum í Suður-Ameríku þar sem það er haft um fólk haft um fólk sem komið er bæði af blökkufólki og Suður-Ameríku Indíánum. Orðið er líklega komið frá Kongóska orðinu nzambu, sem þýðir api. Spurningin er hvort ekki sé tímabært fyrir stjórnendur Kólus ehf, sem ætíð hafa hafnað því að orðið væri rasísk, að endurskoða afstöðu sína.
6.3.2020 | 22:19
Óbyrjur tímans
Var að leggja frá mér bókina Óbyrjur tímans eftir Guðbrand Gíslason. Bókin er stutt, aðeins 96 síður en á móti kemur að þú lest hvern kafla tvisvar a.m.k.ef vel á að vera, vegna þess hve vel skrifuð hún er. Guðbrandur fer á kostum í oft tregafullum smásögum sem draga upp myndir af atburðum úr lífi hans sjálfs. Náttúrulýsingum og tilfinningum er fléttað svo vel saman að stundum er þar á enginn munur. Þeir sem unna íslenskri tungu, íslenskri náttúru og íslenskri frásagnarlist ættu að verða sér út um eintak af þessari bók hið fyrsta.
7.9.2017 | 14:07
Orrarnir á Bessastaðakirkju
Ofarlega á turni Bessastaðakirkju, getur að líta þetta skjaldarmerki sem fáir kunna kannski skil á. Af því hversu hátt það er, veita fáir því jafnan athygli. Á skildinum má sjá þrjá fugla og er fjaðradúskur yfir þeim. Fuglarnir eru af orra ætt (black grouse) eins og rjúpan og voru stundum kallaðir "úrhænsn" á fornmáli. Heimkynni þeirra eru Evrópa og Asía.
Skildinum var komið þarna fyrir af Moltke nokkrum greifa sem var stiftamtmaður á Íslandi 1819-23 og er þar komið skjaldarmerki ættar hans. Moltke stóð fyrir endurbótum á turninum og notaði tækifærið til að skilja eftir sig þetta minnismerki um valdatíð sína og ætt.
12.10.2016 | 11:38
Konurnar bjarga Bandaríkjunum
Hvað amar að bandarískum karlmönnum? Ef ekki væri fyrir sterkt fylgi kvenna við Hillary, gætu kosningarnar farið eins og þessar myndir sýna.
10.10.2016 | 13:45
Karfa af ógeði
Sjónvarpsumræður Trump og Clinton í nótt, sönnuðu í eitt skipti fyrir öll að stjórnmál í Bandaríkjunum, eru hætt að þykjast snúast um stjórnmál, hvað þá skynsemi eða sannleika. Trump hefur tekist að sýna fram á með fylgi sínu, að stór hluti Bandaríkjamanna kýs fáránleikann umfram allt annað og vill fá afskræminguna ómengaða og beint í æð. Kannski er það bara ágætt að hnignunin í USA sé að fullu opinberuð því Trump er ekkert annað en Hillary í spéspegli. - Það er illa komið fyrir heiminum þegar að pólitísk raunvera valdamesta ríki hans, tekur fram í fáránleika allri mögulega ímyndaðri satíru. En hvað getur heimsbyggðin annað gert en býsnast og vonað það komi ísöld áður en að einhver trúður í hvíta húsinu þrýstir á rauða hnappinn.
Er sigur úr augnsýn? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.10.2016 | 17:44
HÚH on Ice
I think it is absolutely a terrific idea to link together the accomplishments of the Icelandic football team last summer, and the fantastic story of the Winnipeg Falcons Hockey team. For the roots of the two may lie deeper than anyone suspects. The folowing text is based upon information gathered from Wikipedia, the free encyclopedia and elsewhere.
The Winnipeg Falcons (Their story in a Video) were a senior men's amateur ice hockey team based in Winnipeg, Manitoba. The Winnipeg Falcons won the 1920 Allan Cup. That team went on to represent Canada in the 1920 Olympic games held in Antwerp, Belgium. There the Falcons, soundly beating all their opponents, won for Canada the first ever Olympic Gold Medal in ice hockey and changed the way Hockey was played from there on.
The Winnipeg Falcons hockey team was founded in 1911 with a roster of entirely Icelandic players who had not been able to join other Winnipeg teams due to ethnic prejudice. In their first season, 19111912, they finished at the bottom of their league. The next year, Konnie Johannesson and Frank Fredrickson joined the team. That team turned out to be a winner in the league.
The game of Ice Hockey that the young Icelanders took so readily to, can at least in part be traced back to a game played the Mi'kmaq Indians of Newfoundland and Nova Scotia.
The Mikmaq (also Micmac) are a First Nations people indigenous to Canada's Maritime Provinces and the Gaspé Peninsula of Quebec. They call this region Mikmaki. Others today live in Newfoundland and the northeastern region of Maine. the Mikmaq, a First Nations people of Nova Scotia, had from time immemorial played a stick-and-ball game. Canadian oral histories describe a traditional stick-and-ball game played by the Mikmaq in eastern Canada, and Silas Tertius Rand (in his 1894 Legends of the Micmacs) describes a Mikmaq ball game known as tooadijik.
Windsor (Nova Scotia, Canada) claims that it is the birthplace of the ice hockey. This is citation from their site: There is near-irrefutable evidence that it was in Windsor that the game the world knows as ice hockey had its humble origins as early as the year 1800, on Long Pond. It is in the writings of Thomas Chandler Haliburton that the first known reference to a form of ice hockey can be found: the boys of Windsors Kings College School adapted their British game of hurley to the ice. And hurley-on-ice developed over time into the internationally popular game of ice hockey, still considered by most Canadians as their national sport.
In fact, this theory is strongly connected with the theory that ice hockey is a game adopted from Mikmaq Indians. The main difference is that Mikmaq Indians are not explicitly mentioned in this theory (but the place is still the same, Nova Scotia, Canada).
Since the nineteenth century, the Mikmaq were credited with inventing the ice hockey stick. The oldest known hockey stick was made between 1852 and 1856. Recently, it was appraised at $4 million US and sold for $2.2 million US. The stick was carved by Mikmaq from Nova Scotia, who made it from hornbeam, also known as ironwood.
As it happens Canada's Maritime Provinces is where the Norse explorer; Leifur Eiríksson, and others who followed in the wake of his ships, are known to have settled around the year 1000. The Mi'kmaq´s may indeed well be the "Skrælingar" that are so frequently mentioned in the Icelandic Sagas.
Dating to around the year 1000, L'Anse aux Meadows is widely accepted as evidence of pre-Columbian trans-oceanic contact. It is notable for its possible connection with the attempted colony of Vinland established by Leif Erikson around the same period or, more broadly, with Norse exploration of the Americas. It was named a World Heritage site by UNESCO in 1978.
And the Norse/Icelanders played Ísknattleikur; a similar game to Icehockey, that had been played for a thousand years or more by the Norse, as documented in the Icelandic sagas. Today, no one knows exact rules of Knattleikur, but some information has survived from the Viking Age in Iceland around the 9th century..
Tengja árangurinn við Fálkana | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.8.2016 | 16:01
Going Berserk in Iceland
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.3.2016 | 09:02
Hvað á þjóðin skilið?
Orðið á götunni og á kaffistofunum er að enn sé ekki kominn fram forsetaframbjóðandi sem sem þjóðin gæti sætt sig við sem þjóðhöfðingja. Þegar að listinn er skoðaður í dag, sækir samt að manni sú hugsun Joseph de Maistre að hver þjóð fái þá leiðtoga og stjórn sem hún á skilið. Og satt að segja er íslenska þjóðin til alls vís þegar kemur að því að kjósa leiðtoga sina og á líklega ekkert gott skilið, ef eitthvað er að marka franska heimspekinginn. Um það vitna niðurstöður síðustu alþingiskosninga og hvernig Framsóknarflokkurinn var endurlífgaður og reistur til valda. - Ég held samt enn í vonina með kaffistofufólkinu að fram komi boðlegur kandídat sem ekki nær kjöri á aðeins 12-14% atkvæða eins og allt stefnir í að gæti gerst ef núverandi frambjóðenda listi stendur óbreyttur.
13.3.2016 | 14:29
Æ ég veit það ekki...Nöldur á sunnudagsmorgni
Ég er búsettur um þessar mundir í miðbæ Reykjavíkur.Ákvað að gerast Latte lepjandi miðbæjarrotta eins og einhver orðaði það. Hugsaði með mér hversu þægilegt það gæti verið að þurfa ekki að sækja neitt langt að, geta skroppið á veitingastað og rölt heim.
Fyrir aðeins þremur árum, árið 2013 þegar ákvörðunin var tekin, var fjöldi ferðamanna í borginni svo til viðráðanlegur. Þá sóttu landið heim um 700.000 ferðamenn á ári. Nú hefur sú tala tvöfaldast og það sem gerði miðborgina eftirsóknarverða í mínum augum er horfið. Hver einasta hola er orðin að viðverustað túrista á öllum tímum sólarhringsins. Hvergi er afdrep að finna fyrir þá sem vilja rifja það upp hvernig á að eiga samræður á íslensku. Um alla miðborgina standa yfir byggingaframkvæmdir til að hýsa enn fleiri ferðamenn sem í vændum eru og jafnvel á sunnudagsmorgnum eru borvélarnar og högghamrarnir komnir í gang fyrir það sem áður var talinn almennur fótaferðatími. -
Andrúmsloftið er mettað græðgi og minnir óneitanlega á ástandið á aflaárunum miklu þegar að mestu skipti að moka sem mestum fiski upp úr sjónum og hirt var lítið um gæðin. Bolfiskurinn í kösinni var stungin fyrir miðju og Skötuselnum hent. -
Og auðvitað er það ekki bara miðbær Reykjavíkur sem er sprunginn á límingunum vegna ferðamannfjöldans. Á Hakinu á Þingvöllum troðast túristarnir upp á útsýnispallinn til að geta smellt af sér mynd með það sem þeir trúa að sé "Evrópa" í baksýn. Á Geysi lítur Kantínan út eins og veitingatjaldið á votri Þjóðhátíð í Eyjum og við Gullfoss keppast ferðamenn við að klofa yfir keðjur og skilti sem vara þá við hættunni að fara lengra. - Bílastæðið við Seljalandsfoss er eins og mauraþúfa, við Skógarfoss er það ófært svað sem heimamenn hafa ekki við að moka í. Við Sólheimajökul það sama og Reynisfjara er nú orðin vinsæll áfangastaður adrenalíns fíkla.
Já margt er mannsins böl, en þetta er heimatilbúið. Og eftir höfðinu dansa limirnir. Stefnuleysi stjórnvalda í ferðamálum endurspeglast best í hversu staðföst þau eru í að neita því að beina fjármagni í uppbyggingu innviða landsins sem er nauðsynlegt til að taka á móti þessum fjölda ferðamanna. - Slíkt er í raun óskiljanlegt þegar að horft er til þeirra miklu tekna sem ríkið hefur af ferðamennskunni.-
Er það furða þótt að fólk fari að spyrja sig hvort stefnan sé í raun sú að drepa af sér þessa atvinnugrein, en sjúga úr henni eins mikið og hægt er á meðan hægt er. Leyfa sinnuleysinu að grassera þangað til að úr verður algert öngþveiti og þá verður sjávarútvegurinn kannski aftur stærsta mjólkurkúin. Æ ég veit ekki...
23.2.2016 | 13:42
What is a Dalvíkingur
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.7.2015 | 22:52
Að lifa í núinu
Margir vina minna hafa sagt við mig að það sé best að "LIFA Í NÚINU". Þeir eiga við að best sé að vera ekki að velta sér of mikið upp úr fortíðinni og hafa ekki of miklar áhyggjur af framtíðinni. Eða það held ég alla vega. Fyrst tók ég þá alvarlega og reyndi bókstaflega að lifa í núinu. Mér tókst það aldrei og ég efast stórlega um að það sé hægt því mín reynsla er að jafnskjótt og þú lifir núið er það orðið að fortíð. Og jafnvel þótt núin hrannist upp, nær vitund mín aldrei að skynja "núið" öðruvísi en fortíð. Þetta varanlega "nú" er ekki til í þessum heimi. Kannski í öðrum heimi eða heimum þar sem tíminn er ekki til. -
Nú, nú segja þá einhverjir, hvar er þá "best" að lifa?
Varla dugar að lifa í fortíðinni eða núinu sem, eins og ég sagði áðan er í raun hluti af fortíðinni. Þrátt fyrir það segja margir að einhverjir aðrir séu fastir í fortíðinni. Þetta er oft notað um allskonar afturhaldsseggi og rétttrúaða pólitíkusa og mannkynslausnara. Ég hef reyndar hitt fólk sem telur sig lifa á öðrum tímum en þeir í raun og veru gera, það er eins og við hin sjáum það, en það hefur aðallega verið fólk illa haldið af einhverjum hrörnunarsjúkdómum.
Það virðist segja sig sjálft að "best" sé að lifa í framtíðinni. Og ekki bara best, heldur eina mögulega lífið sé í henni. Dagurinn í dag er síðasti dagurinn í lífi þínu fram að þessu. Jafnskjótt og núið kemur er það orðið að fortíð. Þnnig má segja að best sé að lifa í framtíðinni, því það sem ég á eftir af lífi verður eitt þar um slóðir. Að auki býður framtíðin upp á miklu meiri möguleika en fortíðin, alla vega á persónulegu nótunum, sem eru jú einu nóturnar sem skipta máli. Ég get velt fyrir mér hvernig heimurinn verður eftir 4000 ár, gert áætlun um að skrifa lærðar bókmenntir á næstu 10 árum og hvað ég ætla að hafa í matinn annað kvöld. Möguleikarnir virðast endalausir og eru það alveg þangað til að þetta bölvað nú takmarkar þá og setur þá inn í fortíðina.
Framtíðin er sem sagt málið. Allt sem hér er skrifað tilheyrir núna fortíðinni, bæði þinni og minni lesandi góður og því fer vel á því að það sé skrifað í sand hinnar iðandi eyðimerkur sem internetið er.
3.1.2015 | 00:00
Samsæri samsæriskenninganna
Bilið milli samsæriskenninga og rökréttra eðlilegra ályktanna virðist sífellt vera að styttast. Segja má að á vissan hátt hafi áramótaskaupið verið fullt af samsæriskenningum um það sem raunverulega bjó að baki helstu fréttum síðasta árs.
Biskupinn virðist að þessu leiti hafa þumalinn á púlsi þjóðarsálarinnar og segir í áramótaávarpi sínu; "Það er sama hvað sagt er og gert er. Það er allt dregið í efa og stutt er í hugsanir um annarlegan tilgang eða hagsmunapot.
Biskupinn endurómar þarna nokkuð ríkjandi skoðun sem er andsvar við skilgetnu afkvæmi spunameistara nútíma stjórnarhátta. Þeir vita manna best að besta leiðin til að fela vafasamar aðgerðir auðmanna og stjórnvalda (og oftast er ekki munur á þessu tvennu) er að koma á kreik samsæriskenningu um málið, og helst tveimur frekar en einni.
Á sama tíma undrast Forsetinn bölmóðinn í Íslendingum og segir í sínu áramótaávarpi;"Þótt umræðan um árangur Íslendinga sé hér heima lítt í tísku er merkilegt að á liðnu ári skyldu tveir af fremstu háskólum Bandaríkjanna og ein virtasta efnahagsstofnun veraldar meta árangur og stöðu Íslands á þann veg að skipa okkur á mörgum sviðum ýmist í fyrsta sæti eða meðal hinna efstu."
Það er kannski ekki að furða að óánægjuraddirnar ágerist þegar að forsetinn sjálfur segir við þjóðina á sinn kurteisilega hátt; Þið vitið ekki hvað þið hafið það gott. Reynið að hætta þessu væli og ná ykkur úr 2008 sjokkinu. Þið hafið það gott þrátt fyrir að þið getið ekki borgað reikningana. Þið hafið það gott því tveir háskólar í Bandaríkjunum og ein útlend efnahagsstofnun segir það.
Forsætisráðherra tók í sama streng og lagði áherslu á þann mikla árangur sem ríkisstjórn hans hefur náð eftir að hún komst til valda. Allt jákvætt og á uppleið og ljósleiðari í hvert hús. - Og fyrsta samsæriskenning ársins lét ekki bíða eftir sér.
Ræða forseta og forsætisráðherra var samin af sama manni.
Það er upplýsandi að taka eftir því hverjir fussa og sveia við samsæriskenningunum og hverjir halda þeim á lofti. Þeir sem fussa eru oftast þeir sem gætu hugsanlega upplýst allt um málin og hinir, þeir sem ekki enga hafa möguleika á að gera það.-
En stundum verða fussararnir að láta í minni pokann. T.d. samþykkti Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna nýlega að opna enn aftur rannsóknina á einni langlífustu samsæriskenningu síðustu aldar,þ.e. um dauða Dag Hammarskjold. (Og hér)
Og tíminn er vinur samsæriskenningamanna. Það hefur komið ljós að fjölmargar illræmdar samsæriskenningar hafa reynst sannar.
Sterkustu rök samsæriskenninganna eru oftast "fylgið peningaslóðinni". Sú aðferð hefur reyndar reynst afar vel á Íslandi svo fremi sem fólk nennir að rekja hana. Reyndar er til enn betri leið til að rekja samsærin á Íslandi. Allar helstu íslensku samsæriskenningarnar eiga nefnilega eitt sameiginlegt; FRAMSÓKNARFLOKKINN!
Fyrir skömmu rakst ég á nýjan flöt á gamalli samsæriskenningu sem löngu er farið að slá í, þ.e. hversvegna var John F Kennedy myrtur. Hér kemur hún í stuttu máli.
What got President John F. Kennedy murdered? Notice the top bill (newly printed courtesy of JFK in 1963), reads (on the very top) "United States Note", while the bottom bill reads "Federal Reserve Note" (as bills still read today).
On June 4, 1963, a virtually unknown Presidential decree, Executive Order 11110, was signed with the authority to basically strip the Federal Reserve Bank of its power to loan money to the United States Federal Government at interest. With the stroke of a pen, President Kennedy declared that the privately owned (and thus ILLEGALLY placed in control of our currency, 100 years ago) Federal Reserve Bank would soon be out of business.
2.1.2015 | 21:44
Það gagnar að deila við dómarann
Það er af sem áður var er ekki þýddi að deila við dómarann. Þessu nýlunda að geta áfrýjað dómum eftir á, hlýtur að vekja upp enn á ný þá spurningu hvort ekki sé betra að fá endanlegan dóm strax, með því að taka upp svipað kerfi og lengi hefur verið notað í ameríska fótboltanum. þar er notast við video upptökur til að endurskoða leikatriðin á meðan leikurinn stendur enn yfir. Með því að fella niður rauða spjaldið eftir að leik er lokið er verið að viðurkenna að dómarinn hafi gert mistök og að Waynne hefði átt að fá að halda áfram leiknum. Ef að knattspyrnusambandið væri sjálfu sér samkvæmt, ætti leikurinn að spilast aftur.
Rauða spjaldið fellt niður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.1.2015 | 05:15
Who me worry?
Ég held að Íslendingar þurfi ekki að örvænta þótt þeir séu ekki allstaðar fremstir á blaði. Landið á enn þá mikið inni og einn tveir þættir af Game of Thrones með íslensku landslagi fara langt með að jarða auglýsingagildi þess að vera meðal 50 flottra staða að mati Travel Leisure.
Áhrifin af Interstellar fara að kikka inn, sérstaklega eftir að hún fær Óskarana, og svo á eftir að frumsýna nýju Star Wars myndina.
Ísland er en mjög ódýrt heim að sækja og líklega ódýrasta landið þar sem hægt er að sjá norðurljósin.
Svo opnum við bráðlega fyrir ferðir upp í Nornahraun og hvorki Noregur eða Svíþjóð eiga nokkurt svar við svoleiðis sjói.
Ísland komst ekki á lista Travel Leisure | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.12.2014 | 14:29
Norðurljósin laða að, en....
Það er staðreynd að tugir þúsunda ferðamanna leggja leið sína til Íslands á þessum vetri til þess að sjá norðurljósin. Yfir vetrartímann eru norðurljósin helsta aðdráttarafl landsins ef marka má myndir,umfjöllun og áherslur erlendra ferðasala í bæklingum og á netsíðum sínum. Um þetta er aðeins gott eitt að segja.Norðurljósin eru því Íslandi mikil náttúruauðlind.
En það er samt undarlegt hversu fátæklegar upplýsingarnar eru sem fylgja áróðrinum. Vöntun á upplýsingum um þetta stórbrotna fyrirbæri kemur einkum fram í þeirri útbreiddu skoðun ferðamanna að þeir geti gengið hér að norðurljósunum vísum.
Þetta er til baga, því ferðþjónusta sem ekki nær að uppfylla væntingar fólks, hvort sem þær eru raunhæfar eða ekki, getur ekki þrifist til lengdar.
Á vinsælum ferða-einkunna síðum eins og Tripadvisor fá norðurljósferðir íslenskra ferðaskipuleggjenda einmitt hvað harðasta útreið.
Ísland er vissulega í hópi þeirra fáu landa sem norðurljósin sjást oftast yfir, en það er langt í frá að það sé hægt að reikna með að ljósin sjáist á tilteknum tíma, á tilteknum stað, vari í ákveðin tíma og hafi ákveðin styrkleika.
En einmitt þessi atriði telja margir ferðamenn sjálfsagaðan hlut, ef marka má spurningar þeirra og oft óánægju, þegar þeir gera sér grein fyrir að náttúran hagar sér ekki eins og þeir ímynduðu sér.
Norðurljós vekja athygli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.12.2014 | 00:03
Draugalegar endurtekningar
Það er merkileg árátta og um leið sérkenni hjá íslenskum draugum að endurtaka orð sín í enda setninga. En staðreyndin er sú að það hljómar mjög draugalega. Nærtækustu dæmin úr draugasögunum og þau kunnustu eru eflaust orð draugsins frá Myrká sem kvað;
dauðinn ríður;
sérðu ekki hvítan blett
í hnakka mínum,Garún, Garún?
Og útburðarins sem kvað;
kvíddu ekki því, því;
ég skal ljá þér duluna mína
að dansa í og dansa í.
En það þarf ekki endilega íslenska drauga til að endurtaka sömu orðin í sömu setningu.
Malæjar hafa t.d. þennan sið þegar þeir vilja á tungu sinni segja nafnorð í fleirtölu. Þá endurtaka þeir einfaldlega eintölu orðsins. Þetta gengur ágætlega upp í flestum tilfellum en verður dálítið einkennilegt þegar að eintöluorðið er tvítekning sama orðs sem kemur stundum fyrir í málinu, eins og til dæmis orðið fiðrildi sem er á malísku í eintölu rama-rama. Fleiri en eitt fiðrildi verða því rama-rama rama-rama.
Malæjar hafa einnig þann sið að leggja áherslu á orð sín með því að endurtaka lýsingarorð. Að líka eitthvað mjög vel er t.d.; sukka sukka. Þetta er svo sem ekki óþekkt í máli lifenda á Íslandi. Eitthvað var svaka, svaka gaman...
Malæja sem líkar vel við fiðrildi gæti því sagt; Saya sukka sukka rama-rama rama-rama.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 02:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
28.12.2014 | 13:42
Ekki viðurkenning á bótaskyldu
Kínversku strandaglóparnir eru komnir til síns heima og það er vel. Gray Line menn gerðu allt sem í þeirra valdi stóð til að hjálpa þeim og langt umfram það sem upp á þá stóð.
Eða eins og kemur fram í skrifum Þóris Garðarssonar í facebook færslu sinni;
Þrátt fyrir að ítrekað hafi þessar stúlkur farið með rangt mál gegn fyrirtækinu ákváðum við að reyna allt sem við gátum til að greiða leið þessara stúlkna. Þær áttu ekki fyrir gistingu og voru orðnar peningalitlar ákvað fyrirtækið að hjálpa þeim með það. Í því fellst ekki viðurkenning á bótaskyldu eða réttmætum kröfum gegn fyrirtækinu.
Stúlkunum hleypt inn í Bretland | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.12.2014 | 20:18
Mundi páfinn svara ef Jón Gnarr væri forseti?
Brautryðjandinn og grínistinn Jón Gnarr segist vera volgur fyrir því að fara í framboð í næstu forsetakosningum. Það eru góðar fréttir fyrir alla landsmenn og sérstaklega þá sem enn eru að reyna að fyrirgefa sjálfum sér fyrir að hafa látið fagurgala stjórnmálamanns og spunameistara hans, blekkja sig illilega í síðustu alþingiskosningum.
Miðað við frammistöðu Jón Gnarr og vinsældir sem borgarstóra er víst að hann mun veita öllum öðrum sem ákveða að bjóða sig fram til forseta, afar harða samkeppni.
Það er ekkert of snemmt að velta því fyrir sér núna, hvað Jón hefur til að bera til að sinna forsetembættinu, þótt hann telji sjálfur ótímabært að lýsa yfir framboði.
Jón Gnarr er mikill brautryðjandi og sannaði sem borgarstjóri að ekki þarf að hafa neina reynslu af stjórnmálum til að ná góðum árangri í því starfi. Hann sýndi jafnframt að til eru betri leiðir til að stjórna borg, en hefðbundnir flokkadrættir og spillingarpólitík sem reyndar höfðu komið stjórnarfarinu í borginni á vonarvöl.
Forsetaembættið mundi að sjálfsögðu vera Jóni Gnarr æðri vettvangur en borgarstóraembættið, til að koma baráttumálum hans betur á framfæri. þar ber hæst umhyggja hans fyrir mannréttindum, ekki hvað síst réttindum samkynhneigðra.
Bæði borgarstjórinn í Mosku og Páfinn sjálfur sáu t.d. ekki ástæðu á sínum tíma til að svara bréfum Jóns með áskorunum í barráttu hans fyrir réttindum samkynhneigðra.
En mundu þeir þora að láta orð Jón Gnarr sem vind um eyru þjóta, ef hann kysi að senda þeim línu um sama efni sem Þjóðhöfðingi Íslands?
Jón volgur fyrir forsetaframboði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)