Bulla út í loftið eins og þeim sé borgað fyrir það

Framburður þessara tveggja kínversku stúlkna er með ólíkindum og algerlega í beinni mótsögn við framburð bílstjórans og vitna sem fréttamaður sá ekki ástæðu til að hafa samband við. Bílstjórinn segir;

Ég var Bílstjórinn í þessari ferð og ég fór yfir Rútuna þegar ég lagði af stað til RVK, Og sagði við farðega 2 sinum við komu og brotför mina til RVK að taka allan farangur með sér inn því að ég kæmi ekki aftur Og Dóri Lax (Sá sem rekur hestaleiguna í Laxnesi) var sjálfur vitni af því þegar ég sagði bless við fólkið eftir 20 min stop í Laxnes , og ekki sá ég neinar töskur eða passa í Rútuni,.."

Fréttir af þessu tagi verða til að einhverjir gúbbar út í bæ byrja að fabúlera út um víðan völl eins og Jónatan Karlsson sem hefur þetta að segja;"

Það þarf ekki endilega að vera ökumaður Grey Line hafi litið á töskur stúlknana sem góss eða fundið fé, en það er þó erfitt að ímynda sé að hann hafi bara brunað í burt og losað sig við rútuna án þess að ganga úr skugga um að hún væri tóm og reiðubúin fyrir næstu ferð.

Loks er það furðulegt af starfsmanni þessa "rútufyrirtækis" að segja stúlkunum bara si svona að bíða bara rólegar fram yfir miðnætti, því það er ólíklegt að þær hafi hljómað poll rólegar, líkt og að um gleymdan trefil hefði hafi verið að ræða.

Ábyrgðin er í þessu tilfelli greinilega 100% hjá rútufyrirtækinu eða tryggingafélagi þess og álít ég þar fyrir utan að máttlausar og værukærar eftirlitsstofnanir mættu alveg taka þennan iðnað allan til rækilegrar skoðunar, því mig grunar að víða sé pottur brotinn.

Þá tekur Kristján H Kristjánsson í sama streng, án þess að hafa neitt vit á málunum og segir;

Mér finnst undarlegt að ferðamenn geta ekki geymt farangur sinn á öruggum stað á meðan þeir fara í hestaferð. Það væri sjálfsögð þjónustu hjá Greyline að læsa rútunni þar til ferðamenn koma til baka í stað þess að skipta um rútu. Athyglisvert að vita hvort aðrar ferðaþjónustur bjóða upp á betri þjónustu varðandi þetta þannig að hægt er að mæla með þeim í staðinn.

Hvorugir þessara herramanna nennir að kynna sér málin og bulla því bara út í loftið. Þeir vita ekkert um ferðina sem þessar tvær stúlkur fóru í eða hvernig staðið er að henni. Þeir vita ekkert um hvernig brugðist er við í svona tilfellum, hvað starfsfólk ferðaþjónustufyrirtækja leggur á sig til að koma í veg fyrir að svona nokkuð geti gerst og hvernig brugðist er við þegar svona kemur upp á.

Viðbrögð allra sem að komu í þessu máli að hálfu ferðaþjónustu fyrirtækjanna sem áttu hlut að máli voru til fyrirmyndar og urðu á endanum til þess að málið leystist á farsælan átt í sátt og samlyndi við alla sem að komu.

 


mbl.is Fastar á Íslandi yfir jólin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vísindin og Sveinki

santa-sleigh_1780995c-exploding-reindeer-and-unfathomable-speeds-the-scientific-explanation-of-santaÞað er gott að vísindamenn eru loks farnir að taka jólasveininn alvarlega.

Þegar að einhverjir efasemdamenn bentu á að á flestum myndum af Sveinka á sleðanum séu hreindýrin fyrir honum hyrnd og Þess vegna hljóti félagar Rúdólfs allir og e.t.v. hann sjálfur, að vera kvenkyns,komu vísindin Sveinka skjótt til varnar. Vísindamenn sem málið var borið undir útskýrðu að þótt hreinar felli flestir horn sín snemma vetrar og aðeins kýrnar séu með horn í desember, er ekki svo um öll karldýr. Erfða- og umhverfisþættir geti orsakað að sum karldýr felli ekki horn sín fyrr en snemma á vordögum.- Og þar með var brandarinn um að aðeins kvenkyns verur mundu fást til að draga á eftir sér feitan karl á sleða út um allar trissur, að engu gerður.

Santas_journeyOg nú eru þeir búnir að útskýra hversvegna Rúdólf hefur rautt nef. Hann er rauðnefjaður af stressi, enda tilefnið ekki lítið. Og þá er aðeins eftir að finna út úr því hvernig hann og félagar hans geta flogið. 

Það er annars óþarfi að vera að hnýta á barnalegan hátt í Sveinka fyrir það að nota ekki GPS. Miðað við umfang verkefnisins, ræður hann augljóslega yfir miklu þróaðri tækni en við, til að leysa það. 

 

 

 


mbl.is Vísindamenn útskýra rauða nefið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvernig stjórn Sleipnis hyggist bæta laun atvinnubílstjóra....eða ekki

„Nei, þetta snýst ekki um peninga. Þetta snýst fyrst og fremst um laun og að menn komi sér saman með einhverjum öðrum hætti og fái meira í umslagið sitt" svaraði Óskar Jens Stefánsson formaður Sleipnis í viðtalið við sjónvarpið þegar hann var inntur eftir því hversvegna félaginu hefði verið slitið.

Það er undarleg leið til að bæta kjör bílstjóra að neita þeim um inngöngu í félag sem sérstaklega var stofnað fyrir stéttina, og slíta því síðan til að geta stungið fjármununum félagsins í eigin vasa. 

Eru þessir menn ekki með réttu ráði?

Eftirfarandi er úr bréfi sem Óskar sendi lögmanni félagsins eftir að hann frétti af nýjum umsóknum.

"Málvextir eru þeir að fyrir um fimmtán árum síðan þá fóru margir úr félaginu þegar að við stóðum í erfiðri kjarabaráttu. Tuttugu til þrjátíu manns ákváðu að fara hvergi og hafa greitt til félagsins lögboðin gjöld, þrátt fyrir það að margir eru hættir sem rútubílstjórar og komnir til annara starfa. Þessir aðilar hafa séð til þess að halda félaginu gangandi og þar með haldið við eignum þess.
Nú er svo komið að þessir einstaklingar og er ég í þeirra hópi eru ekki tilbúnir að afhenda nýjum félagsmönnum eignir félagsins án þess að fá eitthvað fyrir sinn snúð. Eftir útgöngu félagsmanna fyrir fimmtán árum síðan var fjórðu grein félagsins breitt: "Til að verða fullgildur félagsmaður þarf skrifleg umsókn að hafa borist félaginu og hljóta samþykki stjórnar og trúnaðamannaráðs." og hafa félagsmenn hótað að beita þessu ákvæði nema til komi einhverjar bætur fyrir halda félaginu gangandi sem fyrr sagði."

Lögfræðingurinn svararði:

Lög félagsins kveða ekki á um heimild til þess að greiða út arð eða bæta hluta eða öllum félagsmönnum það, að hafa haldið félaginu gangandi um nokkurt skeið. Í lögum stéttarfélaga almennt eru mér að vitandi ekki ákvæði um slíka útgreiðslu á eignum eða fjármunum viðkomandi félaga.

Samkvæmt grein 16.1 í lögum félagsins þarf samþykki meirihluta félagsfundar, ef fara á þá leið sem þú nefndir hér að neðan, þ.e. að greiða tilteknum félagsmönnum út hlutdeild í eigum félagsins, enda hér um meiriháttar ráðstöfun á eigum félagsins að ræða. Þetta er sú leið sama ég tel að fara þyrfti, ef úr verður að útdeila verðmæti eigna félagsins til núverandi félagsmanna. Í lagalegum skilningi væri litið á það sem gjöf, ef greiða ætti einstaka félagsmönnum út hlutdeild í eignum félagsins, ef ekkert endurgjald kemur á móti. Slíkar gjafir eru þá skattskyldar í samkvæmt ákvæðum skattalaga.

Ykkur virðist ekki hugnast það að slíta félaginu og því þarf ekki að skoða grein 18.1, þar sem fjallað er um útlagningu eigna við slit félagsins.

sleipnir00002Eins og komið hefur fram í fréttum hefur stjórn verkalýðsfélagsins Bifreiðastjórafélagsins Sleipnis, ákveðið að slíta félaginu, frekar enn að samþykkja inngöngu nýrra félagsmanna í það.

Með þessum hætti halda þeir kumpánar; Óskar Jens Stefánsson formaður, Þórarinn Sigurðsson Varaformaður, Karl Bjarnason gjaldkeri sem mynda stjórn félagsins, að þeir geti komist upp með að skipta með sér því sem eftir er af eigum félagsins, sjóðum þess og lausafjármunum. -

Þessir menn telja sig eiga félagið og hafa rekið það eins og einkafélag, allt frá því þeir samþykktu að hleypa engum inn í það nema með samþykki þeirra sjálfra. Þannig brutu þeir bæði landslög um félagafrelsi og lög félagsins sjálf. 

Á hverju ári hafa þessir menn skipt á milli sín öllum rekstrarafgangi félagsins rétt eins og um arðgreiðslur í einkafélagi væri að ræða og á sama tíma meinað öllum öðrum frá því að ganga í félagið.

Miklir hugsjónamenn þeir Óskar, Þórarinn og Karl.

Þegar að nýjar umsóknir frá 40 bifreiðastjórum bárust á vormánuðum 2014 var kallað til félagsfundar í Sleipni til að ákveða örlög þeirra. Félagsfundurinn á kvað að fela stjórninni að sjá um inngönguferlið. Fulltrúar umsækjenda funduðu með stjórninni sem sagðist vilja kalla til aðalfundar (sem ekki hafði verið haldinn á árinu) sem síðan mundi vera frestað til að nýir meðlimir gæti tekið þátt í stjórnarkosningu.

Allt þetta var fært til bókar í fundargerðabók félagsins og staðfest með emailum sem ég hef undir höndum.

Þessir 40 umsækjendur líta því á sig sem félaga í Sleipni og telja að slit félagsins og fundurinn sem ákvað þau slit og þeir voru ekki boðaðir til, hafi verið ólöglegur með öllu. 

 


Endurskipulagning heilastarfseminnar í Framsóknarfólki

Forystufólk Framsóknarflokksins, formaðurinn og laxveiði-ímyndar bætirinn Sigmundur Davíð, Félagsmálaráðherra Eygló sem á sérstaklega að passa upp á að ekki sé brotið á minnihluta hópum í samfélaginu og fyrrum formaðurinn, hinn guðhræddi Guðni sem öllum finnst svo skemmtilegur, keppast öll um að bera blak af ummælum ofsóknar-maddömunnar Sveinbjargar Birnu um að brjóta skuli andslög á vissum minnihlutahópi í landinu.

Sigmundur, Eygló og Guðni sjá ekkert athugavert við ummæli Sveinbjargar en álasa þeim sem tóku þeim illa fyrir að láta óánægju sína í ljós. Og svo benda þau full réttlætingar á að nú sé verið að ofsækja framsóknarflokkinn fyrir það eitt að hafa rasisma á stefnuskrá sinni. - 

Á milli þess sem forystan blæs úr sér um það sem hún segir að hafi aðeins átt að vera umfjöllun um skipulagsmál,  spranga minniháttar smámenn og konur úr flokknum fram á sviðið og ausa úr sér yfir minnihlutahópinn sem Sveinbjörg og lagskona hennar vilja brjóta á. - 

Fyrrverandi formaður Framsóknar, hinn sári og svekkti Jón, álítur að þetta hafi allt verið plott til að ná í atkvæði þeirra fjögur þúsunda sem létu skrá sig á anti-mosku fésbókasíðuna hans Skúla. (Skúla Skúl.  rekinn var af blog.is fyrir sóðaskap og ljótt orðbragð) 

Sé það rétt er Framsóknarflokkurinn í Reykjavík nú fullur af samhuga fólki sem tilbúið er að hylla foringja sína með viðeigandi kveðjum. Og kannski verður þessum nýju meðlimum ágengt í að endurskipuleggja heilastarfsemina í gömlu góðu sveita-framsóknarfólkinu sem ekki má vamm sitt vita. Það eru e.t.v. skipulagsmálin sem Guðni, Sigmundur Eygló og co. eru að tala um.


Framsókn og fasismi

Merkileg tengsl eru á milli fasisma og trúar og kynþáttafordóma. Hvergi er hægt að finna fasísk samtök eða stjórnmálaflokka sem ekki hafa fléttað trúar eða kynþáttafordómum inn í stefnuskrár sínar. 

Fasismi er stefna sem valdastéttin verður ætíð höll undir þegar að ólga eða jafnvel uppreisn gegn ríkjandi skipulagi, vofir yfir í þjóðfélaginu. Fasisminn gerir valdastéttinni mögulegt að halda völdum undir því yfirskini að það sé verið að bjarga samfélaginu frá upplausn og niðurbroti. 

Fasisminn gerir auðugustu stéttunum gerlegt að vernda hagsmuni sína með ofbeldi en það ofbeldi verður að réttlæta á einhvern hátt. Til þess eru notaðir einhverjir minnihlutahópar í samfélaginu. Þeir eru gerðir blórabögglum og að fórnarlömbum hræðslu-áróðurs af öllum toga. 

Í ljósi þessa var þögn Formanns Framsóknarflokksins afar skiljanleg, þegar að undirsæta hans gerði trúar og kynþáttafordóma að megin kosningamáli nýafstaðinna kosninga.

Formaðurinn lét sér vel líka að flokkurinn yrði gerður opinberlega að málsvara sömu kennda og skoðana sem þykja góðar og gildar í fasískum samtökum og stjórnmálaflokkum.

Formaðurinn læddi á sínum tíma ákveðinni klausu inn í stjórnarsáttmálann sem fjallaði um  að "Íslensk þjóðmenning verður í hávegum höfð, að henni hlúð og hún efld."

Efndirnar láta ekki á sér standa. Þjóðernishyggja er afar vandmeðfarin skeppna og lítið má út af bera til þess að hún verði ekki að skrímsli sem eins og byltingar hefur tilhneigingu til að éta börnin sín. 


Boðnir í ekki boðsferð

„Mér finnst það vera til fyrirmyndar að þeir Sigmundur og Bjarni skuli taka undir þessa skoðun og þiggja þetta boð, að það sé sómi að því að geta boðið og að þiggja. Það er í þágu allra sem að þessu koma að ímyndin færist á ný til betri vegar,“ sagði Einar. Auk Sigmundar og Bjarna verða Einar og fjölskylda hans við veiðar, auk tveggja fyrrum formanna SVFR, en það eru þeir Jón G.Baldvinsson og Friðrik Þ.Stefánsson.

Hver er að segja rétt frá, Sigurður Már eða Einar? 


mbl.is Laxveiðiferðin ekki boðsferð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Pútínískar rasssleikjur og Kristilegu stjórnmálasamtökin

Þetta er með betri hugmyndum sem komið hafa frá rússneskum þingmönnum svo lengi sem menn muna og örugglega sú langbesta sem komið hefur frá þeim kommúnistum sem samkunduna sitja.

Það væri ekki amalegt að losna við stærstu samtryggingar-blokkina úr Eurovision, löndin sem svo gott sem eyðilögðu keppnina þegar þau fengu inngöngu í hana fyrir ekki svo margt löngu. -

Hugmyndir þessara rússnesku þingmanna fá góðan hljómgrun hjá rússneskum eftirlegukindum og pútínískum rasssleikjum og fara einnig merkilega vel saman við stefnuskrá nýjasta stjórnmálaflokks á Íslandi, þ.e. hinum Kristilegu stjórnmálasamtökum. Meðlimir hans fá loks söngvakeppni sem þeir geta horft á án þess að blygðast.

Afturhvarf til gamalla gilda sem nú eru forsmáð af allri álfunni er aðalástæðan fyrir þessari ágætu aðskilnaðarstefnu Rússa. Það verður gaman að fylgjast með því þegar þeir ákveða reglurnar um hverjir mega syngja í "Rödd Evróasíu" keppninni, hverjir mega vera með skegg og hverjir í kjólum og um hvað þeir megi syngja.

Óæskilegur hárvöxtur og kyngreining hverskonar er ekki nýtt vandamál í Rússlandi. Rússar voru nefnilega frægir fyrir að tefla fram  í allskyns íþróttakeppnum  kafloðnu og fúlskeggjuðu kvenfólki sem kastaði, hljóp og stökk kvenna lengst.


mbl.is Vilja stofna „Voice of Eurasia“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Má rukka gesti þína fyrir aðgang að stigaganginum?

Þú átt íbúð í blokk. Þú átt einnig hluta af stigaganginum sem er sameign íbúanna í blokkinni. Íbúar blokkarinnar ákveða án þíns samþykkis að krefjast gjalds af gestum sem koma í heimsókn til þín. Þeir stofna með sér innheimtufélag. án þinnar þátttöku vitanlega og ráða til að sjá um innheimtuna tíu þrekvaxna handrukkara.

Gjaldið segja þeir vera fyrir afnot þeirra af stigaganginum og svo ætli þeir líka að gera við íbúðina þína þar sem hún sé farin að láta á sjá eftir allan gestaganginn hjá þér.

Þú leitar ásjár yfirvalda og ferð fram á lögbann á þessum innheimtuaðgerðum. Sýslumaðurinn sem fer með valdið telur óvissuþættina í málinu vera svo marga að hann treystir sér ekki til að veita lögbannið. Efnislega um lögmæti aðgerðanna tekur hann þó ekki afstöðu til.

Innheimtumenn skýla sér á bak við þann úrskurð og segja innheimtuna löglega og jafnvel lögreglan tekur undir það og neitar að aðhafast eitthvað í málinu, jafnvel þótt þú bendir þeim á að innheimtumennirnir séu brjóta bæði skattalög og bókhaldslög.

Til að auðvelda sér innheimtuna fékk innheimtufélagið sjoppuna við hliðina á blokkinni til að selja aðgöngumiðanna að stigaganginum, en þá brá svo við að gestirnir hættu að versla við hana og verslunin hrundi á nokkrum dögum um 70%. - Þetta voru afleiðingar sem innheimtufélagið sá ekki fyrir, en kærði sig samt kollótt um. 

 Þú skýtur málinu til dómstóla en verður á meðan að una því að gestir þínir eru rukkaðir fyrir að koma í heimsókn.

Þannig í hnotskurn er ástandið við Geysi þessa daganna. 


Gesta-kennitala lausnin?

Fram að þessu hef ég ekki verið hlynntur upptöku náttúrupassans enda vandséð hvernig útfærsla hans, eins hún hefur verið fram sett til þessa,  gæti orðið skilvirk og ódýr. En nú hafa stjórnvöld tekið þann pólinn í hæðina að þau skorti fé til að standa gegn skúravæðingunni á Íslandi. Af tvennu illu er gjaldtaka af ferðamönnum við eða fyrir komuna til landsins betri kostur. Hana mætti e.t.v. úfæra á eftirfarandi hátt: 
 
Til að komast inn í landið þurfa erlendir gestir að kaupa sér gesta-kennitölu sem gæti kostað milli 10-20 Evrur. Hún fæst keypt á netinu þar sem mest af viðskiptum í ferðageiranum fara fram og e.t.v. í verslunum sem staðsettar eru á svæðum sem farið er í gegnum áður en kemur að vegbréfsskoðun. Allt kennitölugjaldið mundi renna í sér-sjóð sem ríkið gæti úthlutað úr til viðhalds náttúrumynja og aðgengi að þeim.
Um leið og gesta-kennitalan er keypt skráist hún rafrænt til hliðar við Þjóðskrá en mundi falla úr henni eftir eitt ár og ógildast. Slíkt er auðvelt að útfæra tæknilega. Við vegabréfsskoðun framvísar viðkomandi útprentuðu skjali með gesta-kennitölunni sinni sem auðvelt er fyrir vegabréfsverði að bera saman við hliðar-þjóðskrá.
Með gesta-kennitölu er komið í veg fyrir mismunun og um leið að Íslendingar þurfi að greiða sérstaklega fyrir aðgengi að náttúrunni þar sem þeir hafa þegar fengið kennitölu og greitt fyrir hana með sköttum sínum. Gestakennitalan mundi einnig greiða fyrir gestum okkar á margvíslegan hátt, t.d. í bankaviðskiptum, við töku trygginga og bifreiðaleigu. Hún mundi sem sagt nýtast ferðamanninum á svipaðan hátt og venjuleg kennitala íslenskra ríkisborgara gerir nú. 

mbl.is Hætta milligöngu um miðasölu að Geysi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rukk-kofavæðingin og ábyrgð ríkisins

Dettifoss

Ef fer sem horfir munu á næstunni rísa rukk-kofar við margar helstu náttúruminjar Íslands.

Landeigendur í Reykjahlíð ætla að innheimta gjald af ferðamönnum sem skoða náttúruperlurnar Dettifoss, Námaskarð og Leirhnjúk í sumar.

Suðurnesjamen hugsa sér til hreyfings með gjaldtöku af "Brúnni milli álfa" og sveitafélög á Suðurlandi kanna möguleikana á gjaldtöku við Seljalandsfoss og Skógarfoss. Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri í Vesturbyggð, segist hlynnt því að tekið verði gjald af ferðamönnum sem heimsækja Látrabjarg. Eins og komið hefur fram í fréttum fetuðu Landeigendur við Geysi nýlega í fótspor eigenda Kersins í Grímsnesi og hófu gjaldtöku inn á svæðið.


latrabjarg_0Rukk-kofavæðingin er afleiðing seinagangs og slóðaháttar stjórnvalda sem segjast ekki hafa efni á að borga fyrir nauðsynlega aðhlynningu á þeim svæðum sem þeir bera þegar ábyrgð á og skirrast við að friðlýsa aðrar náttúruperlur, eins og Geysi, vitandi að slíkt mundi gera ríkið að fullu og öllu ábyrgt fyrir öllum framkvæmdum a svæðinu.

Vegna þess að stjórnvöld segjast ekki getað fundið fjármuni til eðlilegs viðhalds og nauðsynlegar verndar náttúrumynja af þeim 275 milljörðum sem ferðamenn skilja eftir sig í landinu, eru þau höll undir þá hugmynd að ná fjármunum af ferðamanninum sérstaklega til að fjármagna verkefnin.

Í þeim tilgangi leitast þau að leiða til að innleiða svo kallaðan náttúrupassa sem flestir eru þó sammála um að ekki sé mögulegt að útfæra á skilvirkan hátt. Ráðaleysi stjórnvalda og slæleg forgangsröðun í þessu máli eru farin að valda miklum skaða saman ber Rukk-kofavæðinguna og er einungis hægt að túlka þau sem afneitun á mikilvægi ferðaþjónustunnar fyrir land og þjóð. Það er aðeins tímaspursmál þar til glundroðinn í þessum málum mun valda óafturkræfum spjöllum á ferðaþjónustunni í landinu og festir það í sessi sem land hinna glötuðu tækifæra.

 


Siðleysi á Geysi

Í dag kom fram í samtali við einn starfsmann þeirra sem reka veitingasöluna að Geysi að verslunin hefur minkað þar allt að 70% undafarna daga.

Þetta eru sömu aðilarnir sem taka þátt í hinni ólöglegu starfsemi að innheimta aðgangseyri að eignum ríkisins á Geysisvæðinu, með því að selja aðgangsmiðanna, undir því yfirskyni að vera að veita ferðamönnum þjónustu.

Komið hefur fram að sölulaunin ætli þeir að láta renna í einhverskonar menningarstarfsemi. Að auki finnst þeim sjálfsagt að skjóta skjólshúsi yfir þá sem hafa atvinnu að því að taka þátt í þessum ólöglegu og siðlausu viðskiptum og óttast að annað væri "mannréttindabrot".

Á meðan þeir sem orðið hafa fyrir umtalsverðum skaða af innheimtuaðgerðunum reyna skiljanlega að bera hönd yfir höfuð sér, þótt ekki sé réttlæting þeirra beint sannfærandi, þegir Landeigendafélagið þunnu hljóði, rétt eins og þeir viti upp á sig skömmina. Eflaust bíður það eftir að dómur falli í málinu, en það mun verða tekið fyrir í héraðsdómi n.k. föstudag. 

 


Náttúrupassi er óþarfur

1150336_10151945164681570_1819163470_n

Tekjur af erlendum ferðamönnum námu á síðasta ári 275 milljörðum króna samkvæmt því sem fram kemur á vef Samtaka ferðaþjónustunnar. Ef litið er til vergrar landframleiðslu er talan 389 milljarðar.

Hvernig sem það er reiknað, er ferðaþjónustan að skila mestum tekjum fyrir þjóðina af öllum atvinnugreinum hennar og komin langt fram úr sjávarútvegi,  orku og álframleiðslu.

Hluti af tekjum ríkisins af þessum fjármunum sem ferðaþjónustan skilar, ætti auðvitað að renna til viðhalds og uppbyggingu þeirra staða sem ríkið á eða/og ber ábyrgð á.

Enginn hefur komið fram með sanngjarna og skilvísa leið til að innheimta af ferðamönnum og landsmönnum sérstaklega fyrir að njóta náttúru landsins. Lausn þess máls er að gera þá óþarfa.

Að innheimta sérstaklega fyrir einhverja þjónustu eins og víða er gert, er auðvitað sjálfsagt.

Ef ríkið væri með á nótunum mundi það gera ráð fyrir nægilegum fjármunum á fjárlögum sem tryggðu áframhaldandi vöxt og viðgang þessarar mikilvægu tekjulindar þjóðarinnar og ráðstafa þeim samkvæmt skynsamlegum áætlunum. Ríkið hefur tekjurnar en þarf aðeins að forgangsraða rétt.  Slíkt gerir náttúrupassa óþarfa.


mbl.is Störfum í ferðaþjónustu fjölgar ört
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Græðgi Landeigenda mun koma þeim í koll

Það er með ólíkindum hvernig staðið hefur verið að lokun Geysissvæðisins. Svo kallaðir Landeigendur krefjast þess að greiddar séu sex hundruð krónur fyrir aðgang að náttúrgersemum sem ekki eru í þeirra eign. Neikvæðar hliðar þessa máls fyrir landið og ferðamenn sem það heimsækja eru fjölmargar. Hér er tæpt á nokkrum þeirra:

1. Landeigendafélagið sem stendur að gjaldtökunni á ekki nema 65% af landinu sem það selur aðgengi um og nauðsynlegt er að fara um til að komast að svæði sem er að öllu leiti í eigu ríkisins..

2. Landeigendafélagið á ekki neinn hlut í landinu sem aðalaðdráttarafl staðarins, Geysir og Strokkur, heyra til. Sú landsspilda tilheyrir ríkinu að öllu leiti.

3. Megin rök Landeigendafélagsins fyrir því að hefja gjaldtöku er að hlúa þurfi betur að svæðinu. Samt hafnaði það tilboði ríkisins um að 30 milljónum ásamt launum eins starfsmanns verði varið til svæðisins fram til ársloka 2015. Það er því ljóst að fyrir gjaldtökunni liggja aðrar ástæður en vernd náttúrunnar.

4. Ríkið hefur kært gjaldtökuna þar sem hún er talin ólögleg af lögmönnum ríkisins. Höfnun á lögbanni við gjaldtökunni, felur ekki í sér lagalega viðurkenningu á starfseminni.

5. Gjaldtakan hófst án þess að gefa ferðaskipuleggjendum nægan fyrirvara til að koma gjaldinu inn í söluverð ferða á svæðið.

6. Engin starfsleyfi hafa verið veitt til þessarar starfsemi, hvorki að hálfu heilbrigðisyfirvalda eða Umhverfisstofnunnar sem fer með eftirlit náttúrumynjum í eigu ríkisins. Þá hefur Sýslumaðurinn á Selfossi engar umsóknir frá félaginu til meðferðar.

7. Ólöglega er staðið að gjaldtökunni bókhaldslega. Landeigendafélaginu er skylt að skila 25.5% virðisaukaskatti af aðgengi náttúrumynja samkvæmt heimildum frá Ríkisskattstjóra. Aðgöngumiðar, séu þeir yfirleitt afhentir ferðamanninum eru teknir af honum aftur og á þeim kemur ekkert fram um að verið sé að innheimta virðisaukaskatt. Sé beðið um kvittun fæst handskrifaður blokkar-reikningur þar sem ekki kemur fram að neinn virðisaukaskattur sé innifalinn í gjaldinu.

7. Mikil hætta hefur skapast við innheimtuhliðið þegar röð ferðamanna teygir sig út á þjóðveginn fyrir framan það. Efra hliði að svæðinu hefur verið lokað með keðju og það vaktað af starfsmanni Landeigendafélagsins.

8. Algjör óvissa ríkir um réttarstöðu ferðamanna sem keypt hafa sig inn á svæðið, hvernig staðið er að tryggingum á svæðinu og hver er ábyrgur fyrir öryggi þeirra sem um svæðið fara, eftir að hafa greitt fyrir aðgang að svæðinu. 

8. Ómögulegt er að sjá hvernig hægt er að samræma gjaldtöku af þessu tagi hugmyndum um hinn svokallað "Náttúrupassa". Varla er hægt að krefjast margfaldrar gjaldtöku af ferðamönnum fyrir aðgang að sama staðnum.

9.  Æ fleiri ferðaskipuleggjendur beina nú viðskiptum sínum annað og staldra mun skemur við á Geysi en áður. Ferðamenn sem greitt hafa aðgang að svæðinu eyða öllum þeim tíma sem þeir geta inn á svæðinu og vilja auðvitað fá sem mest fyrir sinn snúð. Þar af leiðandi koma þeir mun minna við í verslunum Geysissvæðisins en áður og þeir sem koma þar við gera það einungis til að kaupa sér miða inn á svæðið. Þeir sem leigja aðstöðuna á Geysi geta varla verið hressir með þessa útkomu, en þeir eru samt auðsjáanlega saman í púkki með landeigendum.

Erfitt er að sjá hvernig þessari gjaldtöku verður framhaldið eftir að kærur byrja að berast viðkomandi yfirvöldum vegna þessara margföldu brota á lögum landsins.  

 


mbl.is Ekki rétt að borga fyrir náttúru
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

10 metra háan múr utan um Geysissvæðið

Það verður skemmtilegt, eða hitt þó heldur að þurfa að leggja rútunum meðfram girðingunni sem stúkar af hverasvæðið við Geysi í Haukadal svo að erlendir ferðamenn getið barið augum dýrðina á Geysissvæðinu. Þá neyðist hið gráðuga Landeigendafélag sem hyggist rukka 600 krónur á hvern gest sem vill inn á svæðið, líklega til að byggja 10 metra háa veggi utan um svæðið svo enginn sjái strókinn frá Strokki sem er auðvitað aðalaðdráttarafl svæðisins eftir að Geysir hætti að gjósa. 

Landeigendafélagið ætlar að rukka inn einhverjar hundruð milljóna á ári, til að viðhalda svæði sem kostar ca. tíu milljónir á ári að halda við. Það ætlar að fylgja í fótspor eigenda Kersins í Grímsnesi þar sem afar fáir ferðamenn hafa viðkomu eftir að byrjað var að rukka fyrir aðgang að því, miðað við sem áður var.

Gullgrafaræðið í ferðamennskunni er greinilega að hefjast. Stjórnvöld ættu vitanlega að sjá sóma sinn í því að veita nægjanlegu fjármagni til þessara fjölsóttustu staða landsins, þ.e. Þingvalla, Geysis og Gullfoss til að aðgengi að þeim geti haldið áfram án sérstakrar gjaldtöku. Nægar hafa þau tekjurnar af ferðamönnum, og það án þess að það þurfi að láta þá borga nefskatt við innkomuna í landið.


mbl.is Geta ekki beðið eftir stjórnvöldum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Slæleg vinnubrögð hjá mbl.is

article-2551393-1B2FCC7200000578-205_306x423

José Salvador Alvarenga er kallaður skipbrotsmaður af mbl.is þótt ekkert hafi verið skipsbrotið. Ef saga hans er sönn rak bát hans frá ströndum Mexíkó til Marshall eyja.

Þótt saga hans sé ótrúleg, sérstaklega í ljósi þess hversu þessi langa sjóferð hafði lítil áhrif á heilsu hans, er hún ekkert einsdæmi því árið 2006 rak þrjá sjómenn sömu leið og voru þá níu mánuði á leiðinni. Saga Jesu Vidana og félaga hans er að finna hér.

Mbl.is segir í fyrirsögn sögu José staðfesta, þótt innihald fréttarinnar fjalli að mestu um það sem ekki stenst í frásögn hans. José segist hafa farið til fiskjar í Desember 2012 við annan mann.

Hinsvegar segja yfirvöld í Mexíkó hafa saknað báts með tveimur mönnum í Nóvember sama ár, en hvorugur beri nafnið José Salvador Alvarenga. (Sem sagt engin alvara.)

Boat-4_watermarked_2811487b

Mbl.is klikkir út með að vitna í The Guardian en sú tilvitnun finnst hvergi í greininni sem þeir vísa til.

 „Það er með ólíkindum að lifa svona lengi við þessar aðstæður,“ segir einn mexíkóskur sjómaður við Guardian en bát hans rak á milli 8-9.000 kílómetra frá strönd Mexíkó til Marshall-eyja.

Saga José er um margt ótrúverðug en hún skánar ekki við það þegar fréttamenn bjaga fréttina á þennan hátt. 


mbl.is Saga skipbrotsmannsins staðfest
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kvennréttindi og háir hælar

Háhælaðir skór eru af mörgum konum taldir vera hin örgustu pyntingartæki. Læknar telja sig geta rakið ýmsa kvilla til ofnotkunar á slíkum skóm, einkum bak og hnéverki ásamt aflögun fóta. Samt hafa kvenmenn, einkum í hinum vestræna heimi lagt á sig að þola sársaukann og óþægindin sem þeim fylgja, þannig að eftir einhverju eru þær að slægjast.

Í fyrsta lagi breyta háir hælar stöðu líkamans. Brjóst virka framstæðari, skrefin verða styttri, fótleggirnir sýnast lengri og kálfarnir verða sýnilegri. Þá er því haldið fram að háir geti stuðlað að sterkari grindarbotnsvöðvum og dregið úr líkunum á þvagleka hjá konum. Allt þetta ku gera konur meira aðlaðandi í augum karla og gera þær að eftirsóknarverðari bólfélögum. 

Háir hælar hafa verið í tísku nánast samfellt frá 1945. Þau tiltölulega stuttu tímabil sem þeir hafa fallið út tísku eiga það sameiginlegt að hafa vera uppgangstímar kveinréttindabaráttu. Séu háir hælar á "útleið" um þessar mundir gæti það verið merki um að jafnréttismál kvenna séu komist aftur á dagskrá af fullri alvöru.


mbl.is Eru hælaskór að detta úr tísku?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rörsýn í Reykjanesbæ

Norðurljósaferðir eru langvinsælasta afþreying ferðamannsins á íslandi yfir vetrartímann. Í hvert sinn sem veðurfar og ljósaspár leyfa, fylla tvöþúsund manns rútur og jeppa fyrirtækjanna sem halda úti slíkum ferðum og ekið er út í myrkrið. Þá er einnig boðið upp á norðurljósaferðir á bátum.

Sá mikli fjöldi fólks sem er tilbúið að borga allt frá 5000-25000 kr. fyrir sæti í farartæki sem ekur því á stað þar sem það getur notið norðurljósa án þess að það vera truflað af ljósmengun, hefur laðað fram hjá hugvitsmönnum fjölmargar hugmyndir um hvernig þeir eða jafnvel heilu bæjarfélögin gætu eignast hlutdeild í þessum viðskiptum.

Sumar þessar hugmyndir hafa komist á koppinn eins norðurljósasafnið á Stokkseyri en flestar hafa dagað uppi þegar viðkomandi gera sér grein fyrir því að það sem fólk er fyrst og fremst að sækjast eftir er að sjá ljósin dansa vítt um himinhvolfið í fallegu umhverfi ósnortinnar náttúru Íslands.  Ljósmyndir, myndskeið af ljósunum og fróðleikur um þau, geta ekki komið í stað þeirrar upplifunar og öllu jafna er fróðleik um ljósin miðlað til ferðamanna á meðan ferðinni stendur.

Besta leiðin til að njóta ljósanna er gamla leiðin, sem sagt að finna myrkvaðan stað með sem víðustu útsýni og þar sem skýjafar er hagstæðast hverju sinni.

Hugmyndir Guðmundar Rúnars listamanns um að reisa nokkur átta metra löng rör í Reykjanesbæ, fyrir fólk að skoða norðurljósin í gegn um,  er vissulega frumleg en hefur samt á sér yfirbragð annarra misheppnaðra mannvirkja fyrir ferðamenn sem Reykjanesbær er orðinn þekktur fyrir að eindæmum.

Meðal þeirra er hið vandaða en sílokaða Orkuver Jarðar í Reykjanesvirkjun, "Brúin milli álfa" á Reykjanesskaga sem ekki brúar neinar álfur og Víkingaheimar í Njarðvíkum sem er fullt af minjum frá öðrum löndum en Íslandi. 

Rör Guðmundar mundi því vera vel í samræmi við rörsýn yfirvalda í Reykjanesbæ í ferðamálum.

Yfirvöld í Reykjanesbæ mundu gera mun betur til að koma á móts við þarfir ferðamanna um svæðið ef þau huguðu t.d. að salernisaðstöðu við Gunnuhver eða jafnvel veitingarekstri við Reykjanesvita.  


mbl.is Norðurljósin í gegnum rör
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dönsuðu allsber við eld inn í Hellinum Leiðarenda

Einkennilegt atvik átti sér stað í dag. Ég var á leið í hellinn Leiðarenda í Tvíbollahrauni með 13 manna hóp, erlendra ferðamanna, en hellirinn er einkar vel til þess fallinn að sýna ferðamönnum, hæfilega langur (ca. 900 metrar) og í hæfilegri fjarlægð frá Reykjavík. 

Þegar ég kom að Bláfjallaafleggjaranum fyrri ofan Hafnarfjörð var ég stöðvaður af öðrum leiðsögumanni sem tjáði mér að hann hefði verið hætt kominn með hóp sinn inn í hellinum. 

Hann kvaðst hafa fundið mikla reykjarlykt  þar sem hann var staddur  innst í hellinum og þegar hann fór að kanna málið gekk hann fram á nokkra íslendinga sem höfðu kveikt eldi í einum afhellinum og virtust vera að dansa í kringum hann kviknaktir. Þegar leiðsögumaðurinn sagðist mundi tilkynna þetta stórhættulega athæfi til lögreglu, þrifu Íslendingarnir pjönkur sínar og þustu út úr hellinum og óku á brott. Leiðsögumaðurinn sagðist hafa komist við illan leik út úr hellinum með gesti sína hóstandi og spýtandi.

Satt að segja átti ég erfitt með að trúa þessari sögu og ók því upp að hellinum til að kanna málið sjálfur. Þegar ég kom niður í hellinn lá þéttur reykur ca. hálfan metra frá gólfi inn eftir honum svo langt sem augað eygði. 

Þetta er vita skuld stórhættulegt athæfi, eða eins og annar leiðsögumaður orðaði það sem þarna bar að um sama leiti; Hvert skólabarn á Íslandi veit að svona gerir maður ekki, það er lífshættulegt að kveikja elda inn inn í djúpum hellum". 

Ég hætti vitaskuld við hellaferðina ferðafólkinu til mikilla vonbrigða. En þeir voru afar undrandi á að Íslendingar skyldu haga sér svona og spurðu aftur og aftur hvort ég væri viss um að þarna hefðu verið Íslendingar á ferð og hvort það væri algengt að Íslendingar dönsuðu alsberir í kringum elda inn í hellum. 

Á leiðinni frá hellinum hitti ég lögregluna sem hafði verið send á vettvang og ítrekaði við hana að það þyrfti að koma upp skilti sem fyrst sem varaði við hættunni af reyknum og eiturefnunum sem óhjákvæmilega verða til við eldsbruna, en staðurinn er heimsóttur af ferðamönnum á hverjum degi með og án leiðsögumanna.

Trúlega verður ekki hægt að fara í Leiðarenda í nokkra daga og mjög líklega þarf að ganga úr skugga með mælingum um að óhætt sé að fara niðrí hann aftur. 


Efnahagslegur stöðugleiki / stöðug fátækt

Þorsteinn Víglundsson bregður fyrir sig frösunum eins og þaulvanur pólitíkus. Hann talar um að markmið launasamninga sé fyrst og fremst að koma á eða varðveita svo kallaðan efnahagslegan stöðugleika. Efnahagslegur stöðugleiki fyrir þá sem ekki geta framfleytt fjölskyldum sínu af launum sínum, merkir einfaldlega áframhaldandi og stöðuga fátækt. Þetta vita þeir sem felldu samningana á dögunum. Það sem boðið var upp á í þeim náði engan veginn að breyta nokkru um afkomu þeirra. Kjarasamninga sem hafa að markmiði að viðhalda misskiptingu í nafni "efnahagslegs stöðugleika" ber líka að fella.
mbl.is Niðurstöðurnar valda vonbrigðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Augljós skilaboð Illuga

Mannréttindabrot í Rússlandi hafa verið að færast í aukanna, m.a. með harðari löggjöf sem skerða mannréttindi samkynhneigðra. Af þeirri ástæðu ætla þjóðhöfðingjar ýmissa landa ekki að þiggja boð Rússa um að vera viðstaddir vetrarólympíuleikana sem haldnir verða þar á næstunni. Sem stjórnmálamenn vita þessir þjóðhöfðingjar að  með því að hundsa ólympíuleikanna eru þeir að senda ákveðin táknræn pólitísk skilaboð til valdhafanna í Rússlandi. Þeir gera sér líka grein grein fyrir að gagnvart almenningi verða gjörðir þeirra ekki aðskildar frá skoðunum þeirra. Það felast ákveðin skilaboð í því að fara og í því að sitja heima.

Illugi Gunnarsson er stjórnmálamaður og er boðinn á vetrarólympíuleikanna í Sochi sem slíkur. Ef Illugi væri ekki ráðherra og stjórnmálamaður mundi honum ekki hafa verið boðið. Illugi segir að hann sé þeirrar skoðunar að það sé varhugavert að tengja saman um of ólympíuleikanna og stjórnmál. Ef hann væri þessari skoðun trúr mundi hann sitja heima. Eina ráðið til að aðskilja ólympíuleikanna frá stjórnmálum er að bjóða engum stjórnmálamanni formlega á þá.

Samt ætlar Illugi, í krafti þess að hann er stjórnmálamaður að þekkjast boðið og fara til Rússlands og vera þar með einhverjum félögum sínum frá hinum norðurlöndunum. Með því að virða boð Rússa sendir Illugi frá sér ákveðin pólitísk skilaboð og þau eru að hann getur vel hugsað sér sem stjórnmálamaður að umbera stefnu þeirra í mannréttindamálum.

 


mbl.is Gagnrýndu Rússlandsför ráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband