Augljós skilaboð Illuga

Mannréttindabrot í Rússlandi hafa verið að færast í aukanna, m.a. með harðari löggjöf sem skerða mannréttindi samkynhneigðra. Af þeirri ástæðu ætla þjóðhöfðingjar ýmissa landa ekki að þiggja boð Rússa um að vera viðstaddir vetrarólympíuleikana sem haldnir verða þar á næstunni. Sem stjórnmálamenn vita þessir þjóðhöfðingjar að  með því að hundsa ólympíuleikanna eru þeir að senda ákveðin táknræn pólitísk skilaboð til valdhafanna í Rússlandi. Þeir gera sér líka grein grein fyrir að gagnvart almenningi verða gjörðir þeirra ekki aðskildar frá skoðunum þeirra. Það felast ákveðin skilaboð í því að fara og í því að sitja heima.

Illugi Gunnarsson er stjórnmálamaður og er boðinn á vetrarólympíuleikanna í Sochi sem slíkur. Ef Illugi væri ekki ráðherra og stjórnmálamaður mundi honum ekki hafa verið boðið. Illugi segir að hann sé þeirrar skoðunar að það sé varhugavert að tengja saman um of ólympíuleikanna og stjórnmál. Ef hann væri þessari skoðun trúr mundi hann sitja heima. Eina ráðið til að aðskilja ólympíuleikanna frá stjórnmálum er að bjóða engum stjórnmálamanni formlega á þá.

Samt ætlar Illugi, í krafti þess að hann er stjórnmálamaður að þekkjast boðið og fara til Rússlands og vera þar með einhverjum félögum sínum frá hinum norðurlöndunum. Með því að virða boð Rússa sendir Illugi frá sér ákveðin pólitísk skilaboð og þau eru að hann getur vel hugsað sér sem stjórnmálamaður að umbera stefnu þeirra í mannréttindamálum.

 


mbl.is Gagnrýndu Rússlandsför ráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þannig að Jesse Owens hefði klárlega ekki átt að fara til Berlin 1936

Grímur (IP-tala skráð) 23.1.2014 kl. 21:26

2 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Jesse Owens var íþróttamaður, ekki pólitíkus.

Svanur Gísli Þorkelsson, 24.1.2014 kl. 02:38

3 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Afstaða til samkynhneigðar er lítið verri í Lettlandi og Litháen en í Rússlandi. Samt hampa Íslendingar þeim löndum og samkynhneigður prófessor fór og kenndi í Litháen (með Jóni Baldvin) í fyrra.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 24.1.2014 kl. 08:54

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Alveg er rétt hjá Illuga að skreppa til Sotsí. Er alveg ósammála þér, Svanur.

Ástand Rússlands er a.m.k. 10 sinnum betra en þegar ólympíuleikarnir voru haldnir í Moskvu 1980 -----> innlegg mitt hér: islandsfengur.blog.is/blog/islandsfengur/entry/1349390/#comment3491113

Jón Valur Jensson, 25.1.2014 kl. 00:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband