Náttúrupassi er óþarfur

1150336_10151945164681570_1819163470_n

Tekjur af erlendum ferðamönnum námu á síðasta ári 275 milljörðum króna samkvæmt því sem fram kemur á vef Samtaka ferðaþjónustunnar. Ef litið er til vergrar landframleiðslu er talan 389 milljarðar.

Hvernig sem það er reiknað, er ferðaþjónustan að skila mestum tekjum fyrir þjóðina af öllum atvinnugreinum hennar og komin langt fram úr sjávarútvegi,  orku og álframleiðslu.

Hluti af tekjum ríkisins af þessum fjármunum sem ferðaþjónustan skilar, ætti auðvitað að renna til viðhalds og uppbyggingu þeirra staða sem ríkið á eða/og ber ábyrgð á.

Enginn hefur komið fram með sanngjarna og skilvísa leið til að innheimta af ferðamönnum og landsmönnum sérstaklega fyrir að njóta náttúru landsins. Lausn þess máls er að gera þá óþarfa.

Að innheimta sérstaklega fyrir einhverja þjónustu eins og víða er gert, er auðvitað sjálfsagt.

Ef ríkið væri með á nótunum mundi það gera ráð fyrir nægilegum fjármunum á fjárlögum sem tryggðu áframhaldandi vöxt og viðgang þessarar mikilvægu tekjulindar þjóðarinnar og ráðstafa þeim samkvæmt skynsamlegum áætlunum. Ríkið hefur tekjurnar en þarf aðeins að forgangsraða rétt.  Slíkt gerir náttúrupassa óþarfa.


mbl.is Störfum í ferðaþjónustu fjölgar ört
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég get ekki skilið hvernig hægt er að skilgreina kortaveltu sem tekjur.

En náttúrupassi er arfavitlaus hugmynd

Grímur (IP-tala skráð) 19.3.2014 kl. 07:58

2 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Ég hefði vilja láta gera úttekt á hvað þarf að gera fyrst s.s. tildæmis salerni og vinna að því. Sjá árangur og kosnað svo að plana áframhald.Þetta munu ekki vera stórpeningar. Hvað varðar rukkun á sér svæði ætti að vera í höndum eigenda og samfara því að gera kröfur á þá e ekki ríkið. Þeir sem rugga þeir fá ekki meðlag með túristum. Selji menn inn á svæði þá verða þeir að sjá um aðstöðu s.s. salerni og þessháttar.

Valdimar Samúelsson, 19.3.2014 kl. 11:32

3 identicon

Enn skil ég ekki af hverju ekki eru tekin upp bílastæðagjöld eins og gert er mjög víða í heiminum.

SJálfvirkir kassar og stór sekt ef ekki er greitt.

Þarf engan mannskap í rukkun.

Ólafur Guðmundsson (IP-tala skráð) 19.3.2014 kl. 13:13

4 identicon

Það eru vissulega góðar fréttir hversu margir ferðamenn koma til landsins, vöxstur greinarinnar er búinn að vera ævintýralegur, vöxsturinn heldur áfram samkv. spám fyrir næstu ár. Það eina sem getur sett strik í reikningin er kannski Hekla.

Auðvitað eiga tekjur til rikisins að skila sér til baka til uppbyggingu ferðaþjónustunnar, þær gera það en bara í allt of litlum mæli meiðað við tekjur. Forgangsraða rétt segirðu, ja ef þú værir að reka þessa sjoppu Svanur, þá væri ég nokkuð viss um að þú myndir leggja mesta áherslu á að greiða niður lán ríkisins, sem eru ógnar há, vaxtargreiðslur yfir 100 milljarðar á ári.

Af hverju borgar ferðaþjónustan ekki VSK ! eins og aðrar atvinnugreinar, þar eru gríðarlegar tekjur.

"Skuldsetning ríkissjóðs jókst verulega í kjölfar hrunsins og fór úr 311 ma.kr. í árslok 2007 (eða sem

nemur 24% af VLF) í 1500 ma.kr. sem samsvarar 87% af landsframleiðslu (VLF). Skuldirnir eru þó

hærri ef meðtaldar eru áfallnar lífeyrisskuldbindingar, eða um 1740 ma.kr. (110% af VLF). Almennt hafa

rannsóknir sýnt að skuldsetning ríkis yfir 90% af landsframleiðslu er til þess fallin að draga úr hagvexti

m.a. vegna þess að svo há skuldsetning kallar á niðurskurð af hálfu ríkisins til að standa straum af

þungri greiðslubyrði" (Heimild Arion Banki)

Miðað við þessar tölur hér að ofan, er ekki mikilla framkvæmda að vænta af hálfu hins obinbera á næstu misserum fyrir ferðaþjónustuna, en umfram allt verum bjartsýn á framtíðina og höldum áfram að vera eitt fallegasta og eftirsóttasta ferðamannaland í heimi, ef ekki það besta.

Guðmundur J.Baldursson (IP-tala skráð) 21.3.2014 kl. 12:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband