Leita í fréttum mbl.is

Bláa Lónið

 Bláa lónið

þar sem ellin flýtur

á grænu yfirborðinu.

Líkamsvessar þóðanna

loða við svart hraunið

og aðeins höfuð þeirra

standa upp úr lífsúpunni

er búkarnir njóta um stund

að hverfa aftur til uppruna síns


Snjóblóm

Einhversstaðar í hrjóstrinu

á hörðu gráu grjótinu

geturðu fundið þau

þar sem þau spretta á róta.

 

Það glitrar á þau

stirnir af þeim

og úr þeim drýpur

safi lífsins

í stórum hunangssætum dropum.

 

Þau heita kannski ekki neitt

en ég kalla þau Snjóblóm.

 

Einhvern tímann þegar síst varir

rekst þú á svona blóm

og þú veist að þú hefur fundið

Snjóblóm


« Fyrri síða

Höfundur

Svanur Gísli Þorkelsson
Svanur Gísli Þorkelsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband