He he he..Kongó

Það er fróðlegt að bera saman viðbrögð fólks og fjölmiðla við þessari frétt af norsku málaliðunum í Kongó og fréttinni þegar að Lockerbie tilræðismanninum var sleppt. Þær virðast í fljótu bragði vera alls óskildar en eru samt tengdar á ákveðin hátt.

Í Kongó var verið að dæma tvo málaliða til dauða fyrir morð og njósnir. Af því landið heitir Kongó þar sem siðgæðið er ekki upp á marga fiska, er þetta allt sagt einhver sýndarmennska og lítt dulbúnar tilraunir til að kúga fé út úr norsku ríkistjórninni. Einhver lögmaður var svo vitlaus að setja allt of háa upphæð í lausnargjaldskröfuna, eða sem nam tekjum Norðmanna af olíuauðlindum sínum og varð aðhlátursefni fyrir bragðið.

TinTin-in-the-CongoHins vegar þótti það ekkert fyndið þegar ljóst varð að líbýska leyniþjónustumanninum sem grandaði farþegum þotunnar fyrir ofan Lockerbie í Skotlandi, var skilað heim í staðinn fyrir réttindi BP til að vinna gas og olíu í Líbýu.

Eins og við vitum, hafa Bretar sett heimsstaðalinn í hvað er spilling og hvað ekki. Þar á bæ þykir ekki mikið að fórna réttlæti ættingja og aðstandenda fórnarlamba Lockerbie morðanna, fyrir aðgang að olíu. Líbýa var tilbúin að greiða umtalvert lausnargjald fyrir sinn mann og Bretar tilbúnir að horfa fram hjá rétti sinna þegna.

Er nokkur furða að Kongóbúar hugsi sem svo; svona gerast kaupin á eyrinni.

 

 


mbl.is Norðmenn dæmdir til dauða í Kongó
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Í fórum þeirra fannst myndavél, sem sýnir þá basla með líkið og þrífa blóð úr bílsæti, nokkuð ánægðir með sig.  Líklega átt væna fúlgu í vændum fyrir.

Hér er ein þessara mynda.

Jón Steinar Ragnarsson, 9.9.2009 kl. 01:37

2 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Þetta er nú dálítið skemmandi fyrir vörnina :) Var ekki búinn að sjá þetta.

Svanur Gísli Þorkelsson, 9.9.2009 kl. 01:51

3 Smámynd: brahim

Þetta er reyndar eina myndin sem virðist finnast. Og sem slík sannar hún akkúrat ekki neitt.

Jón Steinar hefur ekki getað komið með mynd sem sannar mál hans þrátt fyrir að hafa sagt sama hlutinn á fleiri síðum en þessari.

Skora á hann að birta myndir sem sanna það sem hann heldur fram. Annars er hann ómarktækur.

brahim, 9.9.2009 kl. 23:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband