18.5.2009 | 23:41
Elur sitt fyrsta barn 66 ára gömul
Þessi kona heitir Elizabeth Adeney. Hún er sextíu og sex ára, einstæð og eins og sést á þessari nýlegu mynd, kasólétt. Elizabeth sem er ógift og vinnur sem millistjórnandi í stóru fyrirtæki í Lidgate í Suffolk, mun ala barn sitt (son segja heimildir) í næstu viku ef allt fer eftir áætlun, aðeins fáeinum vikum fyrir 67. afmælisdag sinn. Elizabeth verður þá elsta kona sem alið hefur barn í Bretlandi.
" Það skiptir mig engu máli hvort ég verði elsta mamman í landinu. Það er ekki líkamlegur aldur sem skiptir máli, heldur hvernig mér líður inn í mér. Stundum finnst mér é sé 39 ára og stundum eins og ég sé 56." er haft eftir hinni fráskildu og fram að þessu barnlausu Elizabeth.
" Ég er fullkomlega fær um að sjá um mig sjálf þótt ég ég sé einstæð og eigi enga nákomna að. Það hef ég gert í mörg ár. Þetta verður bara ég og barnið mitt. Ég veit að það er fullt af fólki sem ekki mun skilja þetta, en mér er sama"
Elizabeth varð ófrísk eftir að hún hafði gengist undir gervifrjóvgun í Úkraínu. Í Bretlandi er konum yfirleitt neitað um slíka meðferð er þær eru eldri en fimmtugar.
Meginflokkur: Vísindi og fræði | Aukaflokkar: Dægurmál, Fólk, Heilbrigðismál | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Check this out
Efni
Tenglar
Gott að vita
- Origins Of Conflict In The Middle East: Afar góð grein um atriði sögunnar sem sjaldan er fjallað um
- HÆTTULEGAR HUGMYNDIR
- Knattleikur, helg Íþrótt? Frábær síða um uppruna "Knattsleiks eða Íshokkí"
- Rökvillur og samræðubrellur Greinargóð lýsing á helstu rökvillum og samræðubrellum
- Stjórnarskrá Íslands Stjórnarskrá
- Af hverju hata þeir okkur? Jihad í nútímasögu íslam og Mið-Austurlanda Magnús Þorkell Bernharðsson
- Fasistar og hálfvitar
ELDRI FÆRSLUR
- Ef til er Guð, hver skapaði þá Guð?
- Kom Kristur árið 1844?
- Email að handan
- Stighækkandi opinberun, tengslin milli manna og Guðs samkvæmt Bahai kenningum
- Matthías Jochumsson og hinn persneski Messías
- Gyðinglegur uppruni landvætta og skjaldarmerkis Íslendinga
- Orð sem vert er að kunna skil á
- Guð er Allah - Allah is God - God est Theos - Hvaða tungumál talar þú?
- Tahirih
- Kahlil Gibran og Bahai trúin
- http://
Myndbönd
Bloggvinir
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Fanney Amelía Guðjonsson
- Dagný
- Sigrún Jónsdóttir
- Anna Einarsdóttir
- Anna Gísladóttir
- Arnar Pálsson
- Arinbjörn Kúld
- Ketill Sigurjónsson
- Sóldís Fjóla Karlsdóttir
- Egill Bjarnason
- Baldur Kristjánsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Bjarni Harðarson
- Sigurbjörn Friðriksson
- Anna
- Gunnhildur Sigurjónsdóttir
- Guðmundur Ásgeirsson
- BookIceland
- brahim
- Charles Robert Onken
- Hannes
- Tryggvi Hjaltason
- Anna S. Árnadóttir
- Hrannar Baldursson
- Dúa
- Drífa Kristjánsdóttir
- Edda Agnarsdóttir
- Viðar Eggertsson
- Einar G. Harðarson
- Erla J. Steingrímsdóttir
- Eskil
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Eydís Hentze Pétursdóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Finnur Bárðarson
- Fjarki
- Árni Karl Ellertsson
- Púkinn
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Brattur
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Guðmundur Pálsson
- Graceperla
- Grétar Mar Jónsson
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Guðjón Ó.
- Guðmundur Júlíusson
- Gulli litli
- Gylfi Guðmundsson
- Halla Rut
- Hallmundur Kristinsson
- Haraldur Rafn Ingvason
- Þorkell Sigurjónsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Aðalheiður Haraldsdóttir
- Ómar Bjarki Kristjánsson
- Kaleb Joshua
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Himmalingur
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Sigga Hjólína
- Bókaútgáfan Hólar
- Hólmdís Hjartardóttir
- Höskuldur Búi Jónsson
- Hrafn Andrés Harðarson
- Óskar Steinn Gestsson
- Hugrún Jónsdóttir
- Óskar Arnórsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Svava frá Strandbergi
- Kári Gautason
- Jón Baldur Lorange
- Já Ísland
- Jakob S Jónsson
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Jens Guð
- Jóhann G. Frímann
- Jóhannes Þór Skúlason
- Jóna Á. Gísladóttir
- Jonni
- Jón
- Bergur Thorberg
- Kalikles
- ÞJÓÐARSÁLIN
- Hjalti Tómasson
- kiza
- Sólveig Klara Káradóttir
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Hrafnhildur Þórarinsdóttir
- Kristberg Snjólfsson
- Kolbrún Hilmars
- Kristinn Theódórsson
- Heimir Eyvindarson
- OM
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Leikhópurinn Lotta
- SeeingRed
- Lýður Pálsson
- Lýður Árnason
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Marinó G. Njálsson
- Marinó Már Marinósson
- Magnús Bergsson
- Mofi
- Guðbjörg Hrafnsdóttir
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Nexa
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Aðalsteinn Baldursson
- Jón Svavarsson
- Páll Vilhjálmsson
- Sandra María Sigurðardóttir
- Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Heimir Tómasson
- Róbert Tómasson
- Sæmundur Bjarnason
- Fullt nafn
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sammý
- Sigurður Fannar Guðmundsson
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigurður Ingólfsson
- Sigþrúður Pálsdóttir
- Sigurveig Eysteins
- Sigurður Jónsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Auðun Gíslason
- Óskar Þorkelsson
- Helga skjol
- Gunnar Skúli Ármannsson
- hilmar jónsson
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Þorsteinn Briem
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Grétar Eiríksson
- Sigurður Árnason
- Svala Jónsdóttir
- Svartagall
- Óskar Helgi Helgason
- TARA
- Þarfagreinir
- Þór Saari
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Þórdís Bachmann
- Þór Ludwig Stiefel TORA
- Sigurður Rósant
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Eiríkur Ingvar Ingvarsson
- Andrea
- Villi Asgeirsson
- Vilhjálmur Árnason
- Margrét Sigurðardóttir
- Zaraþústra
- Zedith
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Steinþór Ásgeirsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 786804
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 13
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Kannski er henni sama en hvað um barnið? Svo við tökum dæmi þegar barnið er 14 ára (fermingaaldur) þá er hún 80 ára ef hún lifir það. Þetta er ekki sannngjarnt gagnvart barninu
Sólveig Þóra Jónsdóttir, 19.5.2009 kl. 00:26
Ömurleg eigingirni og frekja (í besta falli hugsunarleysi) gagnvart barninu. Eigi maður systkin, eru þau eldgömul (eða látin) , foreldrarnir oft "gamlir í sér og orðnir værukærir eða lasburða. En aðalatriðið er að, eins og Sólveig Þóra bendir á, hvers á barnið að gjalda, með háaldraða mömmu (foreldra) sem að öllum líkindum deyja frá manni meðan maður er unglingur, allavega löngu áður en maður er "tilbúinn" útí lífið. Foj.
Eygló, 19.5.2009 kl. 00:39
Mér finnst þetta vera enn eitt dæmið um hvernig beiting vísindalegar þekkingar brýtur allrar reglur sem siðfræði samfélagsins hefur mótað, jafnt sem þau lögmál sem náttúran hefur búið okkur. -
Khalil Gibran skrifaði;
Svanur Gísli Þorkelsson, 19.5.2009 kl. 01:33
Raunveruleikinn er ekki sanngjarn... þú getur verið 20 ára og átt barn.. og svo lentir þú undir valtara næsta dag.
DoctorE (IP-tala skráð) 19.5.2009 kl. 08:41
Ég hugsaði til barnanna sem þegar eru fædd og eiga engan að, hefði kannski verið nær að fóstra eitt slíkt. Svona getur maður sagt þegar maður á sjálfur börn.
Rut Sumarliðadóttir, 19.5.2009 kl. 10:43
Ég öfunda konuna eilítið en aldur hennar er þó alltof hár. Var einmitt að hugsa um það um daginn að það væri gaman að geta komið með eitt lítið þó ég sé nýlega fimmtug, hugsa sér! En þegar maður hugsar lengra get ég þurft að yfirgefa það sextug þess vegna fyrr miðað við meðalaldurinn í fjölskyldunni, gæti ekki hugsað mér að gera barninu mínu slíkt ekki heldur fósturbarni. Svo ég bíð bara enn róleg eftir barnabarni, gæti trúað að ég ætti eftir að verða svolítið frek á það.
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD., 19.5.2009 kl. 11:41
Takmarkalaus eigingirni.
Algert siðleysi.
Sólveig Hannesdóttir (IP-tala skráð) 19.5.2009 kl. 12:23
Spáum aðeins.. berum saman þessa konu og svo kaþólsku kirkjuna....
Hún bannar family planning algerlega... henni er sama þó mæður eigi 10-20 börn sem svelta daglega... eiga ekkert í sig eða á.... kirkjan verður að fá nöfn í kirkjubækur sínar
Hvað er verra?
DoctorE (IP-tala skráð) 19.5.2009 kl. 12:45
Ég er ekki þeirrar skoðunar DrE að hungursneyðar eða fátækt stafi af fólkfjölgunarvandmálinu heldur misskiptingu auðs og þekkingar í heiminum. Amma mín ól átján börn, mamma mín níu. Hvorug var kaþólsk.
Það sem ég vek athygli á er að konur, ungar jafnt sem gamlar, virðast vera að missa öll viðmið um hvað sé "rétt og gott" og skýrskota aðeins til eigin skoðana þegar að kemur að málum á borð við þessi.
Svanur Gísli Þorkelsson, 19.5.2009 kl. 15:04
Ef þú ert með hungur og fátækt.. reisir síðan kirkju á staðnum... getnaðarvarnir bannaðar, fóstureyðingar bannaðar.... kirkjan vil nöfn í sauðabókina
Skoðaðu í kringum þig þar sem kaþólska kirkjan er með tögl og haldir... hreint ógeðslegt að horfa upp á hvernig kirkjan hreinlega myrðir þetta fólk...
Svona er þetta vinur... sá sem mælir gegn þessu er á móti mannkyni.. hatar börn .. end of story
Amma mín átti 20 börn gói... hún var fædd ~1890... ekki mikið um getnaðarvarnir og slíkt á þeim tíma.... en að banna slíkt árið 2009 er glæpur.
Svo með þessa konu... hver segir að hún geti ekki séð um barnið sitt.. og lifað lengi
DoctorE (IP-tala skráð) 19.5.2009 kl. 15:55
DrE. Hvaða samhengi er milli hungur og fátæktar og banni við getnaðarvörnum og fóstureyðingum?
Viltu meina að þar sem fóstureyðingar og getnaðarvarnir eru leyfðar af hinu geistlega valdi, sé fátækt minni og minna sé um hungur? Það er kenning sem ekki stenst.
Hungursneyðar skapast aðallega af völdum styrjalda og styrjaldir eru mest háðar nú til dags af veraldlegum leiðtogum. Fátækt er samfélagslegt mein sem hefur mest með óréttláta arðskiptingu að gera, ekki fóstureyðingar eða getnaðarvarnir.
Elizabeth segir sjálf að hún geti vel séð um sig sjálf og barn sitt. Það kann að vera rétt. Hins vegar gengur það hún er að gera þvert á náttúrlega þróun barnsins og hennar sjálfrar eins og hún hefur verið fram að þessu, bæði andlega og líkamlega.
Ég er hræddur um að mundi fljótt segja til sín í efnahag og heilsugæslu þjóðanna ef slíkt framferði yrði algengt.
Svanur Gísli Þorkelsson, 19.5.2009 kl. 17:47
Iss piss Dr E afi minn átti 60 börn 10 eiginkonur 300 ær 20 mjólkandi kýr 2 geltandi hunda og 1 talandi páfagauk og fór samt í kirkju á hverjum sunnudegi og taldi það ekkert eftir sér.
Þorvaldur Guðmundsson, 19.5.2009 kl. 18:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.