Að hagnast á raunum annarra

Jake og Julie móðir hans 2004Jake Myerson er í dag rétt um tvítugt. Þegar hann var unglingur reykti hann kannabis í miklum mæli. Móðir hans þoldi ekki ástandið á drengnum og rak hann burtu af heimlinu. Um tíma var hann útigangur en fékk svo inni á heimili vinar síns.  Nú hefur Julie móðir hans skrifað bók um líf og neyslu Jakes og hvernig hann rústaði lífi sínu og fjölskyldunnar. Bókin heitir "The lost Child".  

Þegar að Jake las handrit móður sinnar, sá hann að í bókinni er hann niðurlægður með ýmsum hætti. Hann lagðist því gegn útgáfu hennar. Móðir hans telur aftur á móti að bókin geti orðið til að hjálpa fólki sem á við svipuð vandamál að stríða.

Fjölmiðlar í Bretlandi velta fyrir sér hvort hér sé enn einu sinni verið að gera einkamál fjölskyldu að fjölmiðalmat í gróða skini þar sem peningarnir eru raunverulega aðalatriðið en afsökunin sé almannaheill.

Meira hér

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erla J. Steingrímsdóttir

Ég held að hér sé ekki um neitt annað að ræða en gróðavon. Því miður.

Erla J. Steingrímsdóttir, 13.3.2009 kl. 15:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband